Jeppaferðin á Mars gengur vel eftir 5 ár...

 

Opportunity

 

Í október 2007 var bloggað um ferðir tveggja jepplinga á reikistjörnunni Mars. Sjá pistilinn "Jeppaferð um óbyggðir plánetunnar Mars".   Jepplingarnir, sem kallast Spirit og Opportunity lentu á Mars í janúar 2004. Upphaflega áttu þeir að aka um yfirborð reikistjörnunnar í þrjá mánuði, en þeir eru enn að eftir fimm ár!   

Ferðalagið hefur reyndar ekki verið alveg án áfalla. Farartækin hafa náð að festa sig eins og algengt er á hálendi Íslands, en á jörðu niðri eru færir jeppamenn við stjórn, og hefur þeim tekist með lagni að losa farartækin úr hremmingunum.  Hjólabúnaðurinn á Spirit er bilaður þannig að hann þarf að aka afturábak til að komast leiðar sinnar, og Opportunity er hálf handlama vegna bilunar.

Sjá vefsíðu NASA frá því dag, Mars Rover Update.

Heimasíða jepplinganna.

Tvísmella á mynd til að sjá stærri.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mjög athyglisvert, ég sá um daginn þátt á Discovery þar sem fjallað var ýtarlega um þessi farartæki, það er ótrúlegt að þeir hafi dugað svona lengi, annað hjólið festist, og eins og þú segir þá var tekið það ráð að aka afturábak. alveg magnað að skuli yfir höfuð hægt að aka þessum farartækjum frá jörðinni, það tekur tölverðan tíma frá því að skipun er gefin t.d. að beygja þar til farartæki tekur við skipun, út af fjarlægð frá Jörðu til Mars  

Arnbjörn (IP-tala skráð) 26.3.2009 kl. 09:16

2 Smámynd: Lilja G. Bolladóttir

Mér finnst þetta alveg hreint magnað, eiginlega mjög fjarlæg hugsun. Ég er nú ekki svo tæknilega fróð að ég geti einu sinni ímyndað mér hvernig hægt er að stjórna jepplingum á Mars frá jörðunni. Takk fyrir að benda á þessar síður, ég hafði ekki hugmynd um að þær væru til.

Lilja G. Bolladóttir, 26.3.2009 kl. 15:32

3 Smámynd: Halldór Jónsson

hvað eru þessir bílar stórir ?

Halldór Jónsson, 4.4.2009 kl. 18:48

4 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Hnátan á myndinni gefur hugmynd um stærð bílanna.

 http://jpl.nasa.gov/images/rover/rover-naming-browse.jpg

 http://www.jpl.nasa.gov/news/news.cfm?release=2003/-081

Ágúst H Bjarnason, 4.4.2009 kl. 19:51

5 Smámynd: Halldór Jónsson

Vá, hún gæti keyrt í honum.

Halldór Jónsson, 5.4.2009 kl. 00:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggið

Ginnungagap

Ýmislegt

Loftslag

Click to get your own widget

Teljari

free counters

Álverð

http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0

Sólin í dag:

(Smella á mynd)

.

Olíuverðið í dag:

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 6
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 60
  • Frá upphafi: 762163

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband