Föstudagur, 3. júlí 2009
Hefur sjávarborð verið að hækka hraðar og hraðar undanfarið? Nei, alls ekki...
Stundum þykist maður greina eitthvað óvenjulegt í náttúrunni. Oft er um hreina tilviljun að ræða, en stundum er forvitnin vakin og þá staldrar maður við og fer að velta hlutunum fyrir sér...
(Uppfært 17. júlí: Sjá athugasemdir # 39 og 49).
Þessi pistill er helgaður breytingum í sjávarstöðu. Augun beinast bæði að breytingum allra síðustu ára, en þá virðist sem hægt hafi á hækkun sjávarborðs, svo og breytingum síðustu aldar, en þar má vel greina áratuga langa sveiflu sem vel gæti passað við sólsveifluna, svo fjarstæðukennt sem það nú er.
Skoðum fyrst ferilinn hér fyrir neðan þar sem má sjá breytingar í sjávarstöðu frá 1993. Þetta eru mælingar gerðar með hjálp gervihnatta. Meðalhraði hækkunar er gefinn upp 3,2 mm á ári (+/- 0,4 mm skekkjumörk). Ekki er hægt að greina að hraði hækkunar (hröðunin) hafi verið að aukast á þessum tíma, en hvað er að gerast frá árinu 2007? Er að hægja á hækkun sjávarborðs? Hvernig stendur á þessu? Líklega er þetta bara tilviljunarkennt frávik og ástæðulaust að hugsa meira um það...
Sjá vefsíðuna University of Colorado Boulder - Sea Level Change þar sem fjallað er um þessar mælingar.
Gervihnattamælingar. Engin hröðun merkjanleg.
Hummm... Hefur hægt á hækkun síðustu 2-3- ár? Sjá hér.
Síðustu 130 ár. Meðalhraði hækkunar 1,8 mm/ári (18 cm á öld). Sjá hér.
Frá lokum síðustu ísaldar. Takið eftir gríðarlegum hraða á hækkun sjávarborðs fyrir rúmlega 10.000 árum. Eftir það hægir verulega á hækkuninni og síðustu árþúsundin hefur hækkunin verið nokkuð stöðug, þ.e. ekki verulega frábrugðin því sem er í dag. Sjá hér.
Síðustu árþúsundin, eða nútímann (holocene) má sjá betur á þessari mynd.
Sjávarborð hefur verið að rísa frá því ísöldinni lauk fyrir um 10.000 árum. Enn er þessi hækkun í gangi. Sjá hér.
Ef við horfum 500 milljón á aftur í tímann þá sjáum við hve sveiflur í sjávarstöðu hafa verið gríðarlegar. (Hér er lárétti skalinn öfugur miðað við fyrri myndir). Sjávarborð hefur samkvæmt þessu verið allt að 400 metrum hærra en í dag! Sjá hér.
--- --- ---
Fróðleg grein S.J. Holgate í Geophysical Reserch Letters 4. jan. 2007 On the decadal rates of sea level change during the twentieth century
Þar stendur eftirfarandi m.a:
"The rate of sea level change was found to be larger in the early
part of last century (2.03 ± 0.35 mm/yr 19041953),
in comparison with the latter part (1.45 ± 0.34 mm/yr 19542003) ".
Sjá einnig veggspjaldið hér.
Hver er svo niðurstaðan:
Þvert á það sem við höfum verið að lesa um í fréttamiðlum þá eru engin merki þess að sjávarborð hafi verið að hækka mikið hraðar undanfarin ár en verið hefur undanfarna áratugi.
Við vitum reyndar einnig að hitastig sjávar hefur ekki verið að hækka a.m.k. síðastliðin 6 ár. Sjá hér.
Við vitum það einnig að hitastig lofthjúps jarðar hefur ekki hækkað síðastliðin 7 ár. Sjá hér.
Við vitum einnig að heildar hafísmagn á norður og suðurhveli hefur varla verið að minnka marktækt. Sjá hér og hér.
Er þetta ekki allt saman þvert á það sem við lesum nánast daglega um í fréttamiðlum? Hvers vegna?
Svona er nú raunveruleikinn samkvæmt mælingum færustu vísindamanna...
Að lokum: Er þetta tilviljun:
Blái ferillinn er árleg breyting í sjávarstöðu alla síðustu öld, sem sveiflast um ca 2mm á ári. Sjá hér.
Græni ferillinn sýnir sólsveifluna á sama tíma.
Sjá einnig mynd 2 hér á vefsíðu Dr. Nir Shaviv. Myndin er birt hér fyrir neðan ásamt skýringatextanum. Svarti ferillinn er árleg breyting í sjávarstöðu í mm, og rauði ferillinn er breyting á heildarútgeislun sólar. Er þetta ekki ekki alveg makalaust?
fig 2: Sea Level vs. Solar Activity.
Sea level change rate over the 20th century is based on 24 tide gauges previously chosen by Douglas [1997] for the stringent criteria they satisfy (solid line, with 1-σ statistical error range denoted with the shaded region).
The rates are compared with the total solar irradiance variations Lean [2000] (dashed line, with the secular trends removed).
Note that unlike other calculations of the sea level change rate, this analysis was done by first differentiating individual station data and then adding the different stations. This can give rise to spurious long term trends (which are not important here), but ensure that there are no spurious jumps from gaps in station data. The data is then 1-2-1 averaged to remove annual noise. Note also that before 1920 or after 1995, there are about 10 stations or less such that the uncertainties increase.
Kannski bara skemmtileg tilviljun. Hver veit? Það er nefnilega svo margt skrítið í kýrhausnum, eða þannig...
Meginflokkur: Vísindi og fræði | Aukaflokkar: Umhverfismál, Tölvur og tækni, Viðskipti og fjármál | Breytt 17.7.2009 kl. 07:32 | Facebook
Um bloggið
Ginnungagap
Ýmislegt
Loftslag
Teljari
Álverð
Sólin í dag:
(Smella á mynd)
.
Olíuverðið í dag:
Nýjustu færslur
- Kínverskur loftbelgur yfir Ameríku, og Amerískur belgur yfir ...
- Vísindavefurinn: Getum við seinkað klukkunni á Íslandi og fen...
- Sjálfstæðisflokkurinn með tæplega 19% meira fylgi en Samfylki...
- Bjarni Sigurðsson harmonikkusnillingur frá Geysi. Fáein orð...
- Hvers vegna valdi Apple ekki Ísland fyrir gagnaver...?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 59
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 39
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Tenglar
Ýmsar vefsíður
- Efnisyfirlit pistla
- Lofthiti - Sjávarstaða - Hafís - Sólvirkni... Beintengdir ferlar
- Club du Soleil Greinar um samaspil sólar og veðurfars
- Stjörnufræðivefurinn
- Astronomy Picture of the Day
- Climate4you
- Watts Up With That?
- World Climate Report
- CO2 Science
- The Reference Frame
- Climate-Audit
- ICECAP
- The Air Went
- Science Sceptical Blog
- Roy Spencer
- Friends of Sience
- Prometheus
- Öldur aldanna. Sjaldan er ein báran stök - einnig í veðurfari? (2003) Vefsíða ÁHB
- Gróðurhúsaáhrif eða eðlilegar sveiflur í virkni sólar? (Grein í Lesbók Mbl. 20. júní 1998) Höfundur Ágúst H. Bjarnason
- Er jörðin að hitna?-Ekki er allt sem sýnist (1998) Vefsíða ÁHB
Uppskriftir
Ýmsar mataruppskriftir
Myndaalbúm
Bloggvinir
- majab
- ragu
- amadeus
- andres08
- apalsson
- asabjorg
- askja
- astromix
- baldher
- biggibraga
- bjarkib
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- bjorn-geir
- blindur
- bofs
- brandarar
- daliaa
- darwin
- duddi9
- ea
- egillsv
- einari
- einarstrand
- elinora
- elvira
- emilhannes
- esv
- eyjapeyji
- fhg
- finder
- finnur
- fjarki
- flinston
- frisk
- gattin
- geiragustsson
- gillimann
- gretaro
- gthg
- gudmbjo
- gudni-is
- gummibraga
- gun
- gutti
- haddi9001
- halldorjonsson
- halldors
- hlini
- hof
- hordurhalldorsson
- hreinsamviska
- hronnsig
- hugdettan
- icekeiko
- ingibjorgelsa
- jakobbjornsson
- jakobk
- johannesthor
- johnnyboy99
- jonaa
- jonasgunnar
- jonmagnusson
- jonpallv
- jonthorolafsson
- juliusvalsson
- karljg
- katrinsnaeholm
- kikka
- kje
- klarak
- kolbrunb
- krissiblo
- ksh
- kt
- lehamzdr
- liljabolla
- lillagud
- lindalea
- lucas
- maeglika
- maggij
- maggiraggi
- marinomm
- martasmarta
- marzibil
- mberg
- midborg
- minos
- morgunbladid
- mosi
- mullis
- naflaskodun
- nimbus
- nosejob
- omarbjarki
- ormurormur
- palmig
- perlaoghvolparnir
- peturmikli
- photo
- possi
- prakkarinn
- raggibjarna
- rattati
- ravenyonaz
- redlion
- rs1600
- rynir
- saemi7
- sesseljamaria
- sigfus
- sigurgeirorri
- sjalfstaedi
- sjerasigvaldi
- skari60
- skulablogg
- sleggjudomarinn
- stebbix
- steinibriem
- steinnhaf
- stinajohanns
- stjornuskodun
- storibjor
- straitjacket
- summi
- tannibowie
- thil
- thjodarskutan
- throsturg
- toro
- tryggvigunnarhansen
- valdimarjohannesson
- valdinn
- vefritid
- vey
- vidhorf
- vig
- visindin
- vulkan
- kristjan9
- arkimedes
- kliddi
- eliasbe
Eldri færslur
- Febrúar 2023
- Janúar 2019
- Maí 2018
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- Ágúst 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Alltaf gaman að kíkja á þig Ágúst. Takk fyrir fróðleikinn.
Gunnar Th. Gunnarsson, 3.7.2009 kl. 14:48
Tek undir með hrósið hans Gunnars Th. Og ég vil meira að segja bæta því við að þú ert best geymda leyndarmál náttúruvísindamanna. Mér létti stórlega og nú veit ég að það er líka ein haugalygin í viðbót að heimskautaísinn sé að bráðna.
Við Íslendingar erum fremstir í þessum vísdómi sem öðrum greinum og ef þú kemur þessu á framfæri þá er Ísland einu sinni enn orðið "stórasta land í heimi!"
Árni Gunnarsson, 4.7.2009 kl. 00:15
Það var í útvarpinu (npr) viðtal við mann sem birti nýlega skýrslu um hvar, hverjir og hve margir myndu verða fyrir barðinu á hækkandi sjávarstöðu samkvæmt „global warming“. Það áttu að vera skrilljónir manna. Svo fór hann að tala um heimsókn til Maldives-eyja sem eiga samkvæmt skýrslu hans að sökkva. Eyjaskeggjar bentu honum á staði þar sem þeir uxu úr grasi en voru á kortinu hans yfir staði sem færu undir vatn. Átakanlegt bara. Ég vona bara að Maldíves-eyjaskeggjar skoði niðurstöður vísindamanna en ekki manna sem virðast haldnir blindu á stöðu mála. Það er sérstakt rannsóknarefni þessi trú um að jörðin hlýni og sjór hækki. Engin vísindi fá sannfært þá um raunverulegt ástand. Ekki ósvipað og þeir sem trúa því að guð hafi búið þetta til á sex dögum. Og það var ekki fyrr en á þriðja DEGI sem hann bjó til sólina. Það er ákveðin hugarhægð þessi kreppa, rostinn hefur lækkað í þeim. Hafa um þarfara að hugsa en hlýnun af mannavöldum.
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 4.7.2009 kl. 12:48
Varðandi Maldives eyjar þá hélt Nils-Axel Mörner erindi hér á landi fárið 2004. Ég hlustaði á hann og tók myndina af honum. Mörner hefur mjög ákveðnar skoðanir varðandi sjávarstöðu og Maldives eyjar. Sjá hér.
Sjá bloggpistil hér um Mörner.
Ágúst H Bjarnason, 4.7.2009 kl. 14:35
Góð grein sem þú vitnar í Ágúst.
"Then, in 2003, the same data set, which in their [IPCC’s]
publications, in their website, was a straight line—suddenly it
changed, and showed a very strong line of uplift, 2.3 mm per
year, the same as from the tide gauge. And that didn’t look so
nice. It looked as though they had recorded something; but
they hadn’t recorded anything. It was the original one whichthey had suddenly twisted up, because they entered a “correction
factor,” which they took from the tide gauge. So it was
not a measured thing, but a figure introduced from outside. I
accused them of this at the Academy of Sciences in Moscow—
I said you have introduced factors from outside; it’s not
a measurement. It looks like it is measured from the satellite,
but you don’t say what really happened. And they answered,
that we had to do it, because otherwise we would not have gotten
any trend!"
Þetta eru greinilega miklir snillingar í IPCC
Gunnar Th. Gunnarsson, 4.7.2009 kl. 14:45
Þeir sem VILJA trúa öllu frá þessu liði, gera það auðvitað. Liður í því er að horfa á einstaka strendur og mæla þar... setja svo þær mælingar í niðurstöður sínar og fá út úr því fáránlegar tölur sem standast enga skoðun.
Gunnar Th. Gunnarsson, 4.7.2009 kl. 14:48
Mæling á sjávarstöðu með radar í gervihnetti er ekki án vandamála. John Daly (lést 2004) skrifaði um það árið 2001 http://www.john-daly.com/altimetry/topex.htm Þar er helstu vandamálunum lýst.
Sjá Wikipedia: http://en.wikipedia.org/wiki/TOPEX/Poseidon
Sjá hvernig radarmælarnir eru kvarðaðir með hjálp mælibauja http://sealevel.colorado.edu/calibration.php
Ágúst H Bjarnason, 4.7.2009 kl. 15:26
Ágúst, þú fyrirgefur.
Í efsta línuritinu stendur að hækkunin 1992-2008 sé 3.2mm á ári. Á næsta línuriti kemur fram að meðalhækkun sl. 130 ár hafi verið 1.8mm. Glöggur og vandvirkur maður myndi draga af þessu niðurstöðu sem er þveröfug við þína þegar þú segir:
Hver er svo niðurstaðan:
Þvert á það sem við höfum verið að lesa um í fréttamiðlum þá eru engin merki þess að sjávarborð hafi verið að hækka mikið hraðar undanfarin ár en verið hefur undanfarna áratugi.
Jón Erlingur Jónsson, 4.7.2009 kl. 18:44
Sæll Jón
Það virðist vera töluvert á reiki hvað menn telja hækkunna vera. Sumir tæplega 2 mm á ári, aðrir rúmlega 3 mm.
Í grein Holgate sem ég vísaði á stendur:
"The rate of sea level change was found to be larger in the early part of last century (2.03 ± 0.35 mm/yr 1904–1953), in comparison with the latter part (1.45 ± 0.34 mm/yr 1954–2003) ".
Þ.e. meiri hækkun á fyrri hluta síðustu aldar. Það kom mér reyndar á óvart.
Ágúst H Bjarnason, 4.7.2009 kl. 19:50
En niðurstaða þín, sem ég vitnaði til, stenst samt engan veginn. Mælingarnar sem tvö efstu línuritin styðjast við, sýna að hafsborðið hækkar mun hraðar á "síðustu árum", þ.e. tímabilinu 1992-2008 en það gerði á lengra tímabili. Þessi vísindagögn eru sem sagt algerlega í samræmi við "það sem við höfum verið að lesa um í fréttamiðlum"
Jón Erlingur Jónsson, 4.7.2009 kl. 21:55
Jón
Við efstu myndina stendur þetta:
"Skoðum fyrst ferilinn hér fyrir neðan þar sem má sjá breytingar í sjávarstöðu frá 1993. Þetta eru mælingar gerðar með hjálp gervihnatta. Meðalhraði hækkunar er gefinn upp 3,2 mm á ári (+/- 0,4 mm skekkjumörk). Ekki er hægt að greina að hraði hækkunar (hröðunin) hafi verið að aukast á þessum tíma...."
Þetta er fullkomlega rétt fullyrðing. Enga hröðun má greina frá árinu 1993 er menn byrjuðu að mæla sjávarstöðu með aðstoð grvihnatta.
Ef þú skoðar næstu mynd þá sérðu að greina má meiri hraða eftir 1920 en fyrir 1920 sem er mjög eðlilegt enda fór þá að hlýna verulega eftir að Litlu ísöldinni svokölluðu lauk. Eftir 1920 er hækkunin á myndinni línuleg að jafnaði 2 mm/ári yfir tímabilið frá 1920, en 1,8 mm/ári frá 1880.
Á 6. myndinni er hækkunin meiri á fyrri hluta aldarinnar. Þetta er úr ritrýndri grein frá 2007 í virtu tímartiti. Hægt er að sækja greinina með því að smella á krækju í pistlinum.
Í niðurstöðunni sem þú vitnar til stendur:
"Þvert á það sem við höfum verið að lesa um í fréttamiðlum þá eru engin merki þess að sjávarborð hafi verið að hækka mikið hraðar undanfarin ár en verið hefur undanfarna áratugi".
"...að hækka mikið hraðar..." stendur þar, en í fullyrðingu minni er þannig gert ráð fyrir að um einhverja hækkun geti verið að ræða, en ekki mikla.
Óvissa í þessum mælingum á sjávarstöðu er allnokkur, enda tölur sem birtar hafa verið nokkuð misvísandi. Ein ástæðan er landsvæði þar sem mælistaðir eru við sjávarsíðuna eru ýmist að rísa eða falla.
Vissulega er munur á rishraðanum á fyrstu myndinni og annarri myndinni. Á fyrstu myndinni er hraðinn um 3 mm á ári yfir allt tímabilið, en á annarri myndinni 2 mm á ári frá 1920. Munurinn kann vel að liggja í mæliaðferðunum og því hvaða staðir hafa verið notaðir til viðmiðunar, en gervihnattamælingarnar eru ekki hreinar (absolout) mælingar heldur hlutfallslegar (relative) og eru þær leiðréttar (calibrated) heð hjálp mælibauja eins og lýst er m.a hér. Mjög margir skekkjuvaldar koma við sögu þegar mælt er frá gervihnetti sem er í 1300 km hæð og verið að leita að breytingum með upplausn sem er betri en 1 mm.
Aðalatriðið er þó að á síðustu áratugum er ekki með neinni vissu hægt að greina nokkra aukningu í hröðu, a.m.k. ekki neitt semer marktækt. Reyndar hafa sumir talið sig sjá smávægileg merki þess, eins og t.d. John A Church í grein í GRL 6. jan. 2006, en þar segir hann í inngangi greinarinnar:
"Multi-century sea-level records and climate models
indicate an acceleration of sea-level rise, but no 20th
century acceleration has previously been detected. A
reconstruction of global sea level using tide-gauge data
from 1950 to 2000 indicates a larger rate of rise after 1993
and other periods of rapid sea-level rise but no significant
acceleration over this period. Here, we extend the
reconstruction of global mean sea level back to 1870 and
find a sea-level rise from January 1870 to December 2004
of 195 mm, a 20th century rate of sea-level rise of 1.7 ±
0.3 mm yr and a significant acceleration of sea-level rise
of 0.013 ± 0.006 mm yr. This acceleration is an important
confirmation of climate change simulations which show an
acceleration not previously observed. If this acceleration
remained constant then the 1990 to 2100 rise would range
from 280 to 340 mm, consistent with projections in the
IPCC TAR".
Þarna telur hann ig hafa fundið merki um aukningu sem nemur aðeins 0,013 mm á ári, eða um 1/100 úr millimetra á ári. Það getur varla talist mikið, enda, eins og hann skrifar, geti það valdið því að hækkun sjávarborðs á 110 árum frá 1990 til 2100 geti numið 280 til 340 mm, sem jafngildir 2,5 til 3,4 mm á ári að jafnaði yfir þetta 110 ára tímabil.
Ágúst H Bjarnason, 5.7.2009 kl. 07:47
Á efsta ferlinum má sjá að einhver hefur skrifað FLAT við ferilinn. (Blokkarinn er saklaus:-). Nokkrir hafa tekið eftir því að þessi ferill frá Topex/Jason gervihnöttunum hefur virst vera að fletjast út frá árinu 2007. Auðvitað getur verið um tilviljanakennt frávik að ræða, en þar sem hækkun sjávarborðs stafar að mestu að hitaþenslu, og þar sem hlýnunin sem varð á síðustu áratugum síðustu aldar hefur stöðvast, að minnsta kosti tímabundið, þá hafa menn átt von á því að sjá þess merki á þessum ferli.
Þó svo að við getum fullyrt að hlýnunin hafi stöðvast fyrir 7 árum (2002), þá færi ekki að bera á afleiðingum þess á sjávarstöðu fyrr en nokkrum árum síðar vegna tregðu, en massi sjávar er mikill. Ef við gefum okkur að tímastuðullinn sé um hálfur áratugur, þá gæti farið að bera á þessu eftir 2007. Þetta eru auðvitað bara vangaveltur, en gaman að fylgjast með hver þróunin verður.
Myndin hér fyrir neðan sýnir frávik í meðalhita lofthjúps jarðar frá janúar 1979 til loka júnímánaðar síðastliðinn. Viðmiðunartímabilið er 1979-1998, þannig að meðalhitinn fyrir júní er kominn niður í þetta meðaltal eins og sést á myndinni.
Ágúst H Bjarnason, 5.7.2009 kl. 08:03
Mér láðist að geta þess að hitaferillinn er fenginn hér: http://www.drroyspencer.com/latest-global-temperatures/
Einnig átti að standa neðst í athugasemd #12: "...geti það valdið því að hækkun sjávarborðs á 110 árum frá 1990 til 2100 geti numið 280 til 340 mm, sem jafngildir 2,5 til 3,1 mm á ári að jafnaði yfir þetta 110 ára tímabil"
Ágúst H Bjarnason, 5.7.2009 kl. 08:29
Spurningar og vangaveltur:
Hvaða útskýring er á því, að bera saman annarsvegar hækkun (lækkun) yfirborðs sjávar á ársgrundvelli (þ.e. þá breytingu sem verður á hækkun yfirborðs sjávar í mm) við hinsvegar breytileika í Solar Constant (sólar fastanum) TSI? Ef sólar fastinn yrði settur inn á mynd 1 hjá þér þá yrði úkoman sú að yfirborð sjávar hækkaði á meðan sólar konstantinn sveiflaðist í kringum 1366 (s.s. hann myndi koma sem lárétt lína á myndinni). Samkvæmt því getur sólar fastinn ekki útskýrt hækkun á yfirborði sjávar.
Hvernig er ferlarnir í mynd 7 reiknaðir út, þ.e. hvernig eru gögnin (tölurnar) á bakvið ferlana unnin?
Samkvæmt ýmsum gögnum, m.a. mynd 1 hjá þér var hækkun sjávarborðs á tímabilinu 1993 til 2008 3,2 mm/ári (+/- 0,4 mm). Þetta hlýtur að teljast meiri hækkun á yfirborði sjávar en meðaltal aldarinnar? Einnig langar mig að vita hvað það sannar, ef eitthvað, að það sé ekki alltaf hröðun í hækkun yfirborðs jarðar, samkvæmt einhverjum gögnum, hvers vegna er ekki nóg að yfirborð sjávar sé að hækka?
Svo langar mig til að nota svar þitt (Nei, alls ekki...) í heiti færslunnar þinnar, en búa til nýja spurningu. Spurning mín er svohljóðandi; Geta sveiflur í sólar fastanum á síðustu öld fram til dagsins í dag útskýrt hækkun yfirborðs sjávar einar og sér? Nei, alls ekki... - S.s. ef svarið er gefið, þá er hægt að móta spurninguna að vild ;)
Í fjórðu skýrslu IPCC bls. 409, er gerð tilraun til að svara spurningunni "Fer yfirborð sjávar hækkandi?":
http://www.ipcc.ch/pdf/assessment-report/ar4/wg1/ar4-wg1-chapter5.pdf
Að lokum er hér tengill á wikipedia.org, á grein þar sem nokkrar af myndunum sem eru í færslunni hér að ofan koma fram:
http://en.wikipedia.org/wiki/Sea_level_rise#Uncertainties_and_criticisms_regarding_IPCC_results
Sveinn Atli Gunnarsson, 5.7.2009 kl. 10:04
Ágúst: Svör þín eru hálfgerður þvættingur. Þú mættir tileikna þér þann hæfileika að viðurkenna augljós mistök og biðjast velvirðingar á þeim. Annars staðfestir þú að þú sért í þeim bransa að blekkja lesendur þína viljandi. Það er mun skammarlegra en það að gera mistök.
Fyrstu tvö línuritin sýna að hækkun sjávar er miklu meiri síðustu ár en verið hefur að meðaltali síðustu öld.
Niðurstaðan sem glöggur, vandvirkur OG HEIÐARLEGUR maður dregur af þessum mæligögnum sem þú leggur fram gæti því verið á þessa leið: "Margt bendir til þess að fullyrðingar um hraðari hækkun sjávarborðs síðustu árin eigi við rök að styðjast (línurit 1 og 2) en þó ekki allt (grein S.J.Hogate).
Þér brást bogalistin í færslu þinni. Mig langar til að vita hvort það var glöggskyggnin og vandvirknin sem geigaði, eða er það kannske frekar skortur á heiðarleika sem er þinn akkilesarhæll?
Kveðjur
Jón Erlingur
Jón Erlingur Jónsson, 5.7.2009 kl. 10:19
Svatli
Ég get ómögulega skilið byrjunina á athugasem þinni.
Ég er hvergi sjálfur að bera saman útgeislun sólar og sjávarstöðu, en vísa í tvær greinar í lokinn með þessum persónlulegu orðum "Kannski bara skemmtileg tilviljun. Hver veit? Það er nefnilega svo margt skrítið í kýrhausnum, eða þannig...".
Fyrir alla muni lestu pistilinn betur ásamt tilvísunum sem þar eru.
Það er nú samt staðreynd að fréttir um að sjávarborð sé að hækka óvenju hratt á síðustu árum eru mjög orðum auknar. Þó svo að menn hafi greint 0,013 mm viðbótaraukningu á síðustu árum (um 1/100 úr millimetra) samkvæmt þessari ritrýndu grein Church, John; White, Neil (January 6, 2006), "A 20th century acceleration in global sea-level rise" (pdf), Geophysical Research Letters 33: L01602, doi:10.1029/2005GL024826, L01602, http://www.pol.ac.uk/psmsl/author_archive/church_white/GRL_Church_White_2006_024826.pdf, sem ég vitnaði í hér að ofan í athugasemd #12.
Ágúst H Bjarnason, 5.7.2009 kl. 10:22
Jón Erlingur Jónsson:
Ég hef ekki annað gert í pistlinum en að vísa í raunverulegar mælingar og ritrýndar vísindagreinar. Það er því óþarfi að fara úr límingunum og beita hinum ómerkilegu "ad hominem" aðferðum. Slíkt lýsir best þeim sem slíku beitir. Skammaðu frekar þá sem stóðu að mælingunum og gagnaúrvinnslu og skrifuðu greinar.
Lestu pistilinn aftur og þær greinar sem vísað er til.
---
Roger A Pielke Sr. er með virtari loftslagsfræðingum. Hann fullyrðir hér varðandi fullyrðinguna "“The updated estimates of the future global mean sea level rise are about double the IPCC projections from 2007?: "NOT TRUE. Sea level has actually flattened since 2006".
Hann vísar einmitt til vefsíðu University of Colorado Boulder eins og gerði í innganginum.
Prófaðu að skamma þennan loftslagsfræðing frekar en mig. en kynntu þér áður hver maðurinn er. M.a. hér og hér.
Ég nenni ekki að ræða máli frekar á þessum nótum.
Ágúst H Bjarnason, 5.7.2009 kl. 10:51
Það væri kannski ráð fyrir þig að lesa athugasemd mína aftur, ég segi hvergi að þú sjálfur sért að bera saman útgeislun sólar og sjávarstöðuna, en spyr bara hvernig hægt er að bera saman þetta tvennt og hvaða ályktanir hægt sé að draga af því. Annars vegar er verið að tala um breytingar á stöðu yfirborðs sjávar (í mm) og hins vegar útgeislun sólar (W/m2). Það hlýtur að vera einhver útskýring á því einhversstaðar í þeim greinum sem þú vitnar í hvers vegna þetta er gert svona?
Eins og ég sé þetta, þá er í besta falli hægt að sjá út úr þessu, að meiri útgeislun sólar geti magnað árshækkun yfirborðs, en getur engan vegin útskýrt hækkun yfirborðs sjávar að öðru leiti. Það getur líka útskýrt flata ferilinn á mynd 1, þar sem útgeislun sólar hefur verið með minnsta móti að undanförnu, en það er jú hluti af náttúrulegum sveiflum á útgeislun sólar ;-)
Sveinn Atli Gunnarsson, 5.7.2009 kl. 11:24
Ég held við ættum bara að bíða rólegir í fáein ár og sjá hver þróunin verður. Náttúran sjálf er auðvitað besti dómarinn í þessu máli.
- Ef virkni sólar heldur áfram að minnka, eins og verið hefur að gerast undanfarið.
og...
- Ef meðalhiti lofthjúps jarðar heldur áfram að falla eins og verið hefur að gerast undanfarin 7 ár.
og...
- Ef meðalhiti sjávar er virkilega hættur að hækka eins og Argo mælikerfið gefur til kynna að verið hafi s.l. 6 ár.
og...
- Ef það er rétt sem Dr. Roger A Pielke prófessor í loftslagsfræðum segir um hækkun sjávarborðs ("sea level has actually flattened since 2006").
og svo framvegis...
- Þá ættum við virkilega að fara að íhuga hvert orsakasamhengið getur verið.
Minnkandi útgeislun sólar sem m.a birtist sem nokkuð minni heildarútgeislun, verulega minni útgeislun í útfjólubláa þætti sólarljóssins, minni sólvindur, meiri geimgeislum,... skilar sér ekki fyrr en eftir nokkur ár á hitastig jarðar vegna þess hve massinn er mikill, sérstaklega í hafinu. Tímastuðull fyrstu gráðu yfirfallsins sem kerfið sól-jörð myndar er af stærðargráðunni nokkur ár. Þess vegna þurfum við að bíða í nokkur ár, jafnvel áratug.
Varðandi samspil útgeislunar sólar og sjávarstöðu, þá er það eingöngu hjá Nir Shaviv sem það kemur fram. Ekki annars staðar. Það kemur ekki fram í grein Holgate, en einhverjir aðrir (Archibald?) þóttust sjá samsvörun við 11 ára sólsveifluna. Shaviv hafði aftur á móti tengt breytingar í sjávarstöðu með því að taka tímaafleiðu af mæligögnum sem til voru og breytingar í sólstuðlinum. Hvergi er verið að tengja absolút sjávarstöðu við breytingar í sólinni, aðeins árlegar breytingar í sjávarstöðu, en sum árin hækkar sjávarborð hraðar en önnur ár, þó svo að allan tímann sé stígandi.
Ágúst H Bjarnason, 5.7.2009 kl. 12:51
Ágúst. Þú dregur ályktun af gögnunum sem er kolröng. Það getur verið að fleiri hafi gert þessa villu, t.d. þessi Roger Pielke JR. Það gerir ályktunina ekki neitt réttari.
Ég ítreka að ef þú villt ekki leiðrétta augljósa vitleysu eftir ábendingu, þá ert þú að staðfesta að þú ert í þeim bransa að blekkja lesendur þína vísvitandi.
Það getur verið að þér finnist flott og mikið gáfumerki að framleiða tugi dálksentimetra af þvættingi í stað þess að leiðrétta augljósa villu. Mér finnst það hins vegar frekar merki um heimsku og dusilmennsku. Það getur verið að þetta sýni að við séum ólíkir karakterar.
Jón Erlingur Jónsson, 5.7.2009 kl. 12:52
Ég tel vafasamt að koma með þessa fullyrðingu:
- Ef meðalhiti lofthjúps jarðar heldur áfram að falla eins og verið hefur að gerast undanfarin 7 ár.
Samkvæmt öllum helstu heimildum þá eru öll árin eftir 2000 á topp 10 listanum yfir heitustu ár frá 1880. Svona lítur listinn út, talið frá 10. heitasta árinu sem var 1997 að því hlýjasta, sem var 2005...
10. 1997 - 0.4618
9. 2008 - 0.4869
8. 2001 - 0.4939
7. 2004 - 0.5332
6. 2007 - 0.5499
5. 2006 - 0.5524
4. 2003 - 0.5566
3. 2002 - 0.5575
2. 1998 - 0.5768
1. 2005 - 0.6058
S.s. af 129 árum af mælingum á hitastigi jarðar, þá eru öll árin eftir 2000 á listanum yfir 10 heitustu ár, sjá hér, hvaða ályktun er hægt að draga af því? Á sama tíma og útgeislun sólar er lág. Samkvæmt lauslegri athugun þá virðist árið í ár líka ætla að komast á top 10, sjá hér.
Sveinn Atli Gunnarsson, 5.7.2009 kl. 13:19
Kæri Jón, haltu bara áfram að skrifa blammeringar um mig, ég nýt þess nefnilega svo vel að lesa þær
Varðandi "þennan" Roger Pielke Sr (ekki Jr, þó svo hann sé líka til) og "villu" hans: Trúlega veit Pielke miklu meira um þessi mál en við til samans, gæti ég trúað.
Nokkrir sentímetrar um kappann:
Pielke was awarded a B.A. in mathematics at Towson State College in 1968, and then an M.S. and Ph.D. in meteorology at Pennsylvania State University in 1969 and 1973, respectively.
From 1971-1974 he worked as a research scientist at the NOAA Experimental Meteorology Lab, from 1974-1981 he was an associate professor at the University of Virginia, served the primary academic position of his career as a professor at Colorado State University from 1981-2006, was deputy of CIRA at Colorado State University from 1985-1988, from 1999-2006 was Colorado State Climatologist, at Duke University was a research professor from 2003-2006, and was a visiting professor at the University of Arizona from October-December 2004. Since 2005, Piekle has served as Senior Research Scientist at the Cooperative Institute for Research in Environmental Sciences (CIRES) at UC-Boulder and an emeritus professor of the Department of Atmospheric Science at Colorado State University. He retired from CSU and in post-retirement is a CIRES researcher.
Pielke has served as Chairman and Member of the American Meteorological Society Committee on Weather Forecasting and Analysis, as Chief Editor of Monthly Weather Review, was elected a Fellow of the American Meteorological Society in 1982 and a Fellow of the American Geophysical Union in 2004, has served as Editor-in-Chief of the US National Science Report to the International Union of Geodesy and Geophysics, as Co-Chief Editor of the Journal of the Atmospheric Sciences, and as Editor of Scientific Online Letters on the Atmosphere[1].
---
Professor Pielke has published more than 300 scientific papers, 50 chapters in books, and co-edited 9 books. A listing of papers can be viewed at the Pielke Research Group website.
Auðvitað getur svona vísindamaður gaft rangt fyrir sér, en ferillinn sem hann vísar til trjónar efst í bloggpistlinum hér fyrir ofan. Fyrirbærið sem hann vísar til er efst til hægri og er merkt [Flat].
Enn og aftur Jón; ég hlakka til að lesa meira frá þér
Ágúst H Bjarnason, 5.7.2009 kl. 13:22
Svatli, það er auðvitað staðreynd að hitastigið hefur verið hátt undanfarið í sögulegu samhengi, en það er líka staðreynd að það hefur farið fallandi undanfarin 7 ár, hvað svo sem framtíðin ber í skauti sér.
Á vefsíðunni climate4you.com má sjá alla helstu hitaferla og hvernig þeim ber saman. Elsti ferillinn nær aftur til ársins 1650. Velja [Global Temperatures] vinstra megin á síðunni. Þessi ferill er áhugaverður, því þar eru á sama stað allir helstu hitaferlarnir.
Þarna er aragrúi annarra ferla sem uppfærðir eru reglulega. Kaflinn [Climate Reflections] er einnig áhugaverður. Þar eru vangaveltur um fortíð, nútíð og framtíð.
Þar segir um hikið í hlýnun undanfarin ár:
"...It is impossible to know if this lack of warming will continue, but these observations are inconsistent with the predictions of the long-term global climate predictions, such as reported in the 2007 IPCC report. Three possibilities remain for the future development of the average global surface air temperature:
The planet have entered a period of more stable temperatures
The planet are just now passing a temperature peak and temperatures will begin to drop in the near future
Temperatures will begin to increase again
None of the existing global climate models have forecasted the apparent discontinuation of rising air temperatures following the transition period 1998-2001...."
Það er Ole Humlum við Oslóarháskóla sem sér um þessa vefsíðu.
Ágúst H Bjarnason, 5.7.2009 kl. 13:40
Hvernig þarf hitaferlið að vera til skamms tíma svo að það falli að kenningum IPCC að þínu mati, þvi að við erum jú að tala um skamman tíma (eftir 2000)? Þarf hitastigið að hækka jafnt á hverju ári? Hversu mikið pláss er fyrir náttúrulegar sveiflur samkvæmt því, t.d. La Nina, útgeislun sólar, El Nino o.s.frv.? Hver er skilgreiningin á langtíma (long-term) samkvæmt þessu?
Ég á von á að eitt af þessum þremur framtíðarmyndum sem þú nefnir í síðustu athugasemd verða ofan á, þ.e. annað hvort er hitastigið í jafnvægi og heldur þannig áfram eða það mun lækka eða hækka í framtíðinni ;-) Reyndar segir það sig sjálft, en samkvæmt helstu kenningum, þá eru líkurnar á hækkun hitastigs meiri en ekki í framtíðinni.
Persónulega sé ég ekki að hitastigið sé fallandi þó svo að við sláum ekki hitametið á hverju ári... hér er fróðleg færsla um tölfræði og möguleika á að hitamet falli frá ári til árs.
Sveinn Atli Gunnarsson, 5.7.2009 kl. 14:18
Sæll aftur Svatli.
Ég held við séum nokkuð sammála um það hve lengi maður þarf að bíða þar til breytingar verða marktækar og skammtíma innri sveiflur, t.d. frá eldgosum, ENSO, PDO, NAO, AMO og þessháttar. Svo eru það ytri sveiflur (sólin) með 11 ára, 90 ára, 200 ára... sveiflum. Allt þetta flækir málin.
Í inngangi pistilsins skrifa ég um fyrirbærið efst til vinstri á efstu myndinni: "...en hvað er að gerast frá árinu 2007? Er að hægja á hækkun sjávarborðs? Hvernig stendur á þessu? Líklega er þetta bara tilviljunarkennt frávik og ástæðulaust að hugsa meira um það...". Sem sagt, tek ekki mikið mark á því ennþá.
Í athugasemd #20 skrifa ég: "Tímastuðull fyrstu gráðu yfirfallsins sem kerfið sól-jörð myndar er af stærðargráðunni nokkur ár. Þess vegna þurfum við að bíða í nokkur ár, jafnvel áratug.". Einn áratugur nægir þó varla. Í þessari athugasemd eru einnig fjórar setningar sem byrja á EF. Þar er því ekki mikið fullyrt.
Auðvitað vekja svona frávik áhuga manns og maður fer að velta fyrir sér "hvað ef... hugsanlega er þetta byrjunin á einhverju miklu, en hugsanlega bara skammtíma frávik". Tíminn einn leiðir sannleikann í ljós. Það er þó verulega áhugavert að fylgjast með þessu.
---
Annað:
Í ritrýndum tímaritum hefur heilmikið verið fjallað um hugsanleg áhrif sólar á loftslagsbreytingar á jörðinni. Ef þú hefur áhuga á að sjá nokkuð langan lista yfir slíkar greinar þá er hann að finna hér:
Peer-reviewed papers concerning known and possible mechanisms of solar forcing of Earth climate
Í listann vantar ýmsar greinar þannig að hann er alls ekki fullkominn, en gefur hugmynd um hvað menn hafa verið að fjalla um.
Ágúst H Bjarnason, 5.7.2009 kl. 19:29
Ágúst. Til þess að vera hæfur til rökræðu verður þú að standast a.m.k lágmarkskröfur um heiðarleika. Það gerir þú ekki ef þú leiðréttir ekki villur sem þér er bent á. Maður með snefil af sómakennd myndi þakka fyrir slíka ábendingu, en þú vælir þess í stað um ad hominem árás.
Fremur lítilmannlegt þykir mér að skýla sér bak við mann með titla en bera enga ábyrgð á eigin skrifum.
Það er ekki ég sem fletti ofan af þér heldur gerir þú það sjálfur með eigin skrifum. Ég hvet þig því til að halda áfram að skrifa um þessi mál á sömu nótum. Það er lifandi saga um það gamla Ísland lyganna sem er nú óðum að líða undir lok.
Vertu svo sæll, Ágúst. Þú hefur náð að heilaþvo margan manninn í gegnum tíðina. En ég hef einhvers konar ónæmi gagnvart háþróuðum fúsk-vísindum þínum. Geng því héðan óskaddaður, en held samt að ég kjósi að nýta tíma minn í eitthvað annað og uppbyggilegra :-)
Jón Erlingur Jónsson, 5.7.2009 kl. 19:46
Kærar þakkir fyrir heimsóknina Jón Erlingur. Það var verulega hressandi fyrir sálartetrið.
Ágúst H Bjarnason, 5.7.2009 kl. 20:04
Já takk fyrir tengilinn, kíki á þetta við tækifæri, ef tími gefst...
Ég er nokkuð viss um að ég sé aðeins sannfærðari en þú um að breytingar loftslags og hlýnun síðustu áratuga sé meira af mannavöldum en vegna annara þátta. Þ.a.l. vil ég byrja að huga að því að minnka losun gróðurhúsalofttegunda, þó ég á sama tíma átti mig á því að það muni taka tíma að skipta um gír í þeim efnum. En engin ástæða til að bíða sérstaklega með þá aðlögun og þær viðhorfsbreytingar sem þurfa að eiga sér stað í þeim efnum, sjá t.d. þessa færslu mína.
En takk fyrir þessa síðu þína, þetta er allt umhugsunarvert, en ekki óumdeilanlegt frekar en svo margt annað. Það að rökræða málin gerir það vonandi að verkum, að við verðum öll betur að okkur varðandi þessi mál og sjáum hlutina frá fleiri en einni hlið
Sveinn Atli Gunnarsson, 5.7.2009 kl. 20:38
Hér þarf að skakka leikinn. Í pistlinum er spurt og svarað: „Hefur sjávarborð verið að hækka hraðar og hraðar undanfarið? Nei, alls ekki...“
Ég get ekki séð neitt rangt í þeirri fullyrðingu pistlahöfundar að sjávarborð hafi ekki verið verið að hækka hraðar og hraðar undanfarið. Það fer þó eftir því hvað er átt við með undanfarið, en mér sýnist Ágúst aðallega vera að meina árin 1993-2007, en á því tímabili hefur hækkunin vera nokkuð stöðug. Árin fyrir 1993 falla hinsvegar ekki undir undanfarið og því ætti fullyrðingin í fyrirsögn pistilsins að ganga upp.
Hættan er þó sú að menn álykti í fljótfærni að þar með séu allir spádómar um hraða sjávarborðshækkun fallnir, sem þarf auðvitað alls ekki að vera út frá þessum fáu árum.
En eftir þennan pistil og mishressilegar athugasemdir er ég allavega fróðari um sjávarstöðubreytingar en áður.
Emil Hannes Valgeirsson, 5.7.2009 kl. 20:39
Kærar þakkir fyrir spjallið Svatli. Það að rökræða málin hjálpar manni að fá betri og dýpri skilning á málinu. Það er nauðsynlegt að þekkja vel allar hliðar þess. Auðvitað skýtur maður stundum yfir markið í hita leiksins þegar rökræðurnar standa sem hæst, en þannig er það nú bara... . Öllum þykir okkur vænt um náttúruna, en sýn okkar á vandamálin og lausnir er sjálfsagt misjöfn. Mestu skiptir að menn skiptist á skoðunum og hlusti á rök annarra. Þannig lærum við.
Ágúst H Bjarnason, 5.7.2009 kl. 20:56
Emil: Þetta kalla ég ekki að skakka leikinn. Þú verður að gæta þín á orðhengilshætti. Er svona stór munur "hraðar" og "hraðar og hraðar"? Jú það er munur, ég þekki íslenskt mál, en hann er ekki aðalatriðið hér.
Munurinn sem skiptir máli er 1.8mm hækkun sjávarmáls á ári sl. 130 ár og 3.2mm hækkun sjávarmáls á ári sem mæld er með gervihnetti frá 1992 fram til 2008. Fyrri talan er nokkuð vel þekkt. Tímabilið er langt, mm verða cm og mæliskekkjur jafnast út. Seinni talan er fyrir styttra tímabil en nákvæmnin á að vera meiri.
Ályktun Ágústar með þessar tölur og fleiri í hendi er:
Þvert á það sem við höfum verið að lesa um í fréttamiðlum þá eru engin merki þess að sjávarborð hafi verið að hækka mikið hraðar undanfarin ár en verið hefur undanfarna áratugi.
Nú spyr ég þig Emil hvort þér sýnist Ágúst hafa dregið rétta ályktun?
Auðvitað ekki. Ályktunin er kolröng og það er fullkomlega augljóst hverjum heilvita manni. Auðvitað veit Ágúst það líka.
Ég stend við hvert einasta orð sem ég hef látið frá mér fara í umræðunni. Þau hundruð manna sem Ágústi hefur tekist að blekkja með sínum bellibrögðum, ekki bara í þessarri færslu heldur einnig í fjölmörgum öðrum, eiga líka sinn rétt.
Heiðarleiki er vanmetinn á Íslandi.
Jón Erlingur Jónsson, 5.7.2009 kl. 22:25
Í pistlinum eru margar tölur og myndir og sumt stangast vissulega á við hvað annað. Rauðlitaða ályktunin gengur varla upp miðað við tölurnar sem eru nefndar en gengur þó upp t.d. miðað við mynd nr. 6. ("The rate of sea level change was found to be larger in the early part of last century (2.03 ± 0.35 mm/yr 1904–1953), in comparison with the latter part (1.45 ± 0.34 mm/yr 1954–2003) ".
Samkvæmt myndinni sem nær 130 ár aftur í tímann er mjög lítil hækkun fyrstu áratugina en síðan nokkuð jöfn og stöðug hækkun eftir það. Það er ekki síst vegna þessara fyrstu áratuga sem 1.8 mm fæst sem meðaltalshækkun fyrir tímabilið.
Ég skil „hraðar og hraðar“ sem sífellt meiri hraða, eða veldisvöxt. Það er einmitt það sem spáð er í sambandi við sjávarborðshækkun í framtíðinni, þá aðallega vegna hitaþennslu. Þessi veldisvöxtur er ekki ennþá áberandi í myndunum sem hér fylgja, hvað sem síðar verður.
Emil Hannes Valgeirsson, 5.7.2009 kl. 23:07
Eins og þú segir Emil gengur ályktunin upp ef maður einblínir á eina mynd en um leið verður maður að loka augum fyrir hinum. Það er nákvæmlega í því sem fúskið liggur.
Í athugasemd nr. 16 var ég einmitt búinn að sýna hvernig heiðarlegur maður myndi geta orðað ályktun út frá þessum gögnum:
"Niðurstaðan sem glöggur, vandvirkur OG HEIÐARLEGUR maður dregur af þessum mæligögnum sem þú leggur fram gæti því verið á þessa leið: "Margt bendir til þess að fullyrðingar um hraðari hækkun sjávarborðs síðustu árin eigi við rök að styðjast (línurit 1 og 2) en þó ekki allt (grein S.J.Hogate)."
Ég hef ekkert meira um málið að segja í bili. Það er afgreitt af minni hálfu. Ágúst vill ekki bregðast við athugasemd minni og það er fullkomlega hans mál. Sjálfur dreg ég hins vegar mínar ályktanir um hans heiðarleika og fer ekkert í launkofa með þær.
Jón Erlingur Jónsson, 5.7.2009 kl. 23:29
Niðurstaðan sem ég fæ út er sú að sjávarborð er að hækka og hækkunin er hraðari nú en áratugina kringum 1900. En ég er reyndar hvorki glöggur, vandvirkur né HEIÐARLEGUR.
Emil Hannes Valgeirsson, 5.7.2009 kl. 23:54
Þetta er a.m.k. ágæt tilraun. Mín útgáfa var líka bara tillaga. "Hinn alglöggi, alvandvirki og alheiðarlegi maður" er auðvitað bara hugsjón sem ekki verður hönd á fest.
Kolvitlausar, jafnvel arfavitlausar, ályktanir eru hins vegar á hverju strái.
Jón Erlingur Jónsson, 6.7.2009 kl. 00:13
Ég fylgist reglulega með þessari bloggstöð og hef yfirleitt gagn og gaman af skrifum Ágústar enda þekkjumst við og eigum sameiginleg áhugamál á ýmsum sviðum.
Ágúst hefur hér tekið að sér að miðla ýmsu sem kalla má gagnrýni á hina mjög svo pólítískt og hagsmunalega lituðu "opinberu" stefnu í því sem oftast er kallað loftslagsmál. Þessi vísindi eru illviðráðanleg og umdeild og því dáist ég að dugnaði Ágústar við að kafa í þau.
Ég hef (eins og ÁHB?) reynt að standa á einhvers konar hlutleysispunkti gagnvart þessu máli og skoða bæði með og mótrökin. Því miður þá verð ég að segja að það er hundleiðinlegt og oftast frekar einmannalegt hér á þessum (hlutlausa) sjónarhóli. Yfirleitt er öll umræða um "Loftslagsmál" mjög erfið og leiðinleg því um leið og maður bara nefnir það að óvissa ríki um orsakir hlýnunar jarðar og svo framvegis, þá er ráðist á mann af hita og stundum jafnvel heift af hinum rétttrúuðu. Þá sjaldan að maður nær þeim í jafnvægi þá viðurkenna þeir nú oftast að loftslagsvísindin séu vissulega óviss og tíminn einn geti leitt í ljós sannleikann EN... það megi alls ekki efast og náttúran verði að njóta vafans... og...og...og svo framvegis. Tilgangurinn helgar meðalið eins og fram kom þegar lýðskrumarinn fékk Nobelsverðlaun fyrir að ferðast land úr ríki með mjög svo vafasama framsetningu á efninu.
Gott og vel, það er nauðsynlegt að finna aðra orkugjafa og allt það en umræða sem litast af heift og persónulegum árásum er hvorki vísindaleg eða vitsmunaleg.
Eg held mig nú mest til hlés í þessari ormagryfju (bloggheimum) en nú finn ég mig knúinn til þess að leggja mitt að mörkum til varnar heiðursmanninum Ágústi Bjarnasyni.
Þegar ég sá hin æsilegu skrif JEJ hér að ofan, þá lagðist ég yfir efni pistilsins og tengdra gagna og reyndi að mynda mér mína eigin skoðun á þrætuefninu. Markmið mitt var að sjá hvort einhver fótur gæti kannski verið fyrir því að Ágúst H. Bjarnason væri ekki heiðarlegur eða vandvirkur eða hvað það nú er sem hér að ofan hefur flogið.
Niðurstaðan er einföld. Ég get ekki annað séð en framsetning Ágústar og titill pistilsins standi. Málið er vissulega snúið. Skemmtilegast var að lesa viðtalið við prófessor Mörner. Hann lýsir því vel hversu erfitt er að höndla sannleikann í þessum málum.
Skrif JEJ eru óviðeigandi, leggja ekkert að mörkum til umræðunnar um efnið og eru honum aðeins til alvarlegrar minnkunar. Þau lýsa kunnáttuleysi í mannlegum samskiptum og ætti JEJ að íhuga að biðjast afsökunar á hegðun sinni og leita sér aðstoðar við að læra mannasiði. Svona þras-hausar gera ekkert nema eyðileggja heilbrigða umræðu og fæla venjulegt fólk frá henni.
Ég mun ekki heimsækja þennan hluta bloggstöðvarinnar aftur og því er tilgangslaust að svara, hvað þá kasta einhverjum hnútum í mig hér. Ef einhver vill endilega fá útrás fyrir skoðanir sínar á mér fyrir þetta innlegg (jákvæðum jafnt sem neikvæðum) þá er hægt að finna heimilisfang mitt í símaskránni og senda mér venjulegt bréf. Ef það er ókurteist þá verður því að sjálfsögðu ekki ansað.
Björn Geir Leifsson (IP-tala skráð) 6.7.2009 kl. 01:43
Ég tek heils hugar undir allt sem Björn Geir Leifsson segir hér. Dónaskapur JEJ hérna segir allt um hann sjálfan. Skítkast og fúkyrðaflaumur eru ekki tæki sem heiðarlegir og grandvarir menn nota. "Rétttrúnaðarmönnum" í loftslagsvísindum virðist hætta til að nota svona samskipta og rökræðutækni.
Gunnar Th. Gunnarsson, 6.7.2009 kl. 08:42
Ég vil með fáeinum orðum skýra út eftirfarandi:
Hver var kveikjan að þessum pistli og hver er hin örlitla aukning í hækkun sjávarborðs (hröðun) samkvæmt rannsóknum færustu vísindamanna?
Í frétt BBC 27. Janúar 2007, frétt sem fór sem eldur í sinu um allan heim, stendur í fyrirsögninni:
„Sea level rise is accelerating“
(Smellið á fyrirsögnina til að lesa fréttina).
Í inngangi fréttarinnar sem er nauðsynlegt að lesa stendur:
“Global sea levels could rise by about 30cm during this century if current trends continue, a study warns”.
Í fréttinni er verið að fjalla um rannsókn sem vitnað var til í athugasemd #12 hér að ofan.
Þar er meira að segja varað við hættunni á flóðum og flóðbylgjum (floods and surges). Mynd af slíkum hamförum fylgir fréttinni.
Nú er auðvitað nauðsynlegt að kynna sér hvað stendur í skýrslunni sem verið er að vitna til. Það er einmitt það sem bloggarinn gerði. Skýrsluna er hægt að nálgast með því að smella hér: grl_church_white_2006_024826.pdf
Í skýrslunni stendur í innganginum:
“…Here, we extend the reconstruction of global mean sea level back to 1870 and
find a sea-level rise from January 1870 to December 2004
of 195 mm, a 20th century rate of sea-level rise of 1.7 ±
0.3 mm yr and a significant acceleration of sea-level rise
of 0.013 ± 0.006 mm yr. This acceleration is an important
confirmation of climate change simulations which show an
acceleration not previously observed. If this acceleration
remained constant then the 1990 to 2100 rise would range
from 280 to 340 mm, consistent with projections in the
IPCC TAR".
Takið sérstaklega eftir “a significant acceleration of sea-level rise
of 0.013 ± 0.006 mm yr”.
Hve mikið er þetta á mannamáli?
0,013 millímetrar er sama og 13 míkrómetrar eða 13 milljónustu úr metra.
Þvermál meðal mannshárs er um 70 míkrómetrar, og nemur þessi markverða hröðun sjávarborðs um 0.013 ± 0.006 mm á ári því 1/5 þvermáls mannshárs.
Bloggarinn tekur ofan fyrir þeim vísindamönnum sem komist hafa að þessari merkilegu niðurstöðu, enda segir í lok fréttarinnar: “Dr Church urged: "We do have to reduce our emissions but we also have to recognise climate change is happening, and we have to adapt as well."”.
Þá vitum vér það.
Nú skulum við gæta okkar vel ef við förum á sjávarströnd að ári liðnu. Til viðbótar hinni eðlilegu árlegu hækkun sem fram kemur í tveim efstu myndunum í bloggpistlinum (2-3 mm, eða 1,7 mm sem Dr. Curch minnist á) getum við nefnilega reiknað með verulegri (significant) viðbótahækkun sem nemur 13 míkrómetrum eða heilum einum fimmta þvermáls mannshárs af völdum losunar okkar mannanna á gróðurhúsalofttegundum.
Niðurstaða pistilsins var: “Þvert á það sem við höfum verið að lesa um í fréttamiðlum þá eru engin merki þess að sjávarborð hafi verið að hækka mikið hraðar undanfarin ár en verið hefur undanfarna áratugi”. Er nokkuð ofsagt í þessu? BBC segir aftur á móti í sinni fyrirsögn „Sea level rise is accelerating“. Vissulega, en bara um hársbreidd á fjórum árum
Bloggarinn er reyndar aðeins hársbreidd frá því að gráta. Ekki vegna hættunnar af þessari verulegu sjávarborðshækkun með tilheyrandi “floods and surges”, heldur vegna þess að honum finnst eitthvað mikið vera að einhvers staðar. Honum finnst hann vera staddur ásamt Lísu í Undralandi þar sem óraunveruleikinn blandast saman við raunveruleikann, en þannig virðist vísindaheimurinn vera í dag. Cheshire kötturinn er víða á sveimi með sínu dularfulla glotti sem stundum situr eitt eftir.
Ágúst H Bjarnason, 7.7.2009 kl. 08:15
Mig langar að koma með smávægilegar athugasemdir við eftirfarandi setningu, hérundir skálétruð og feitletruð af mér.
"Til viðbótar hinni eðlilegu árlegu hækkun sem fram kemur í tveim efstu myndunum í bloggpistlinum (2-3 mm, eða 1,7 mm sem Dr. Curch minnist á) getum við nefnilega reiknað með verulegri (significant) viðbótahækkun sem nemur 13 míkrómetrum eða heilum einum fimmta þvermáls mannshárs af völdum losunar okkar mannanna á gróðurhúsalofttegundum."
Ég get ekki séð út frá þessu, eða orðum Dr. Church að sú hækkun sem þú nefnir sem eðlileg árleg hækkun (sú hækkun sem er fyrir), geti ekki verið að völdum gróðurhúsalofttegunda (að minnsta kosti að hluta til).
Það er í þessu tilfelli (samkvæmt skýrslunni) verið að tala um þá árlegu hröðun (acceleration) sem mæld er á þeirri hækkun sem er til staðar. Sú hækkun sem er til staðar (áður en hröðunin kemur til) þarf því ekki endilega að vera af eðlilegum orsökum.
Samkvæmt skýrslunni er því verið að tala um þá hröðun sem mæld er á ársgrundvelli á hækkun yfirborði sjávar, samkvæmt þeirri rannsókn sem vitnað er í. Samkvæmt því að hækkun sjávar sé að hækka hraðar (með hröðun), eins og mælt var samkvæmt skýrslunni frá 2006, þá myndi meðaltalshækkun á ári hverju á yfirborði sjávar verði hærri eftir því sem lengra líður.
En það er svo önnur spurning hvort að þessi tala sé significant ef út í það er farið, ekki hef ég forsendur til að segja til um það á þessum tímapunkti, en það virðist samkvæmt skýrslunni hafa áhrif á því tímabili sem nefnt er til sögunnar. Skýrslan er frá 2006 og hugsanleg hefur eitthvað gerst í millitíðinni sem hugsanlega breytir þessari niðurstöðu Dr. Church, t.d. betri mælitæki, breyting á ferlinum eða eitthvað annað, en þetta kemur sjálfsagt allt í ljós einn góðan verðurdag.
Sveinn Atli Gunnarsson, 7.7.2009 kl. 18:04
Það er auðvitað rétt hjá þér Svatli að orðinu "eðlilegu" er ofaukið. Að sjálfsögðu ætti hækkun síðustu ára að innifela hvort tveggja, eðlilega hækkun (vegna náttúrulegrar hitasveiflu) og hækkun sem stafar af viðbótarhlýnun sem kenna má mönnum um.
Þessi hröðun um 0,013 mm (13 míkrómetra) á ári finnst mér mjög lítil. Í raun er ekki verulegur munur á þeim tölum sem John Church gefur upp fyrir árið 2100 (280-340 mm hækkun) og á því sem kæmi út ef ferlarnir tveir efst á bloggsíðunni væru framlengir línulega um 100 ár. Ég átti reyndar von á hærri tölum en þetta.
Þar sem ég hef komið nálægt mælitækni mest alla mína starfsævi og þurft að glíma við og meta alls konar skekkjuvalda þykir mér merkilegt að menn skuli geta greint svona örlitla hröðun.
Ágúst H Bjarnason, 7.7.2009 kl. 19:11
Í framhaldi af athugasemdum Björns Leifssonar og Gunnars Th. vil ég taka fram að ég stend fyllilega við allt sem ég hef sagt framar í athugasemdakerfinu. Ég kem fram undir fullu nafni og legg heiður minn að veði. Það má vera að það teljist fúkyrði og dónaskapur á Íslandi að kalla þann sem gerir sig sekan um óheiðarleika "óheiðarlegan". Það er þá eitt af því sem þarf að breyta á landi voru.
Ég benti Ágústi á að höfuðniðurstaða pistils hans var kolröng út frá forsendunum. Hún er það enn. Allir geta gert mistök og yfirsjónir. En þegar búið er að benda á hina augljósu villu og Ágúst leiðréttir ekki, er hann orðinn sekur um óheiðarleika og það að blekkja lesendur sína viljandi.
Síðari athugasemdir mínar eru víðtækari og ná út fyrir efni þessa pistils. Þær vísa til skrifa Ágústar um loftslagsbreytingar sl. 11 ár eftir því sem ég hef fylgst með þeim (það fyrsta sem ég las var grein í Lesbókinni 1998 ef ég man rétt). 11 ár eru u.þ.b. ein sólblettasveifla. Skrif Ágústar einkennast af mikilli hlutdrægni, algeru kæruleysi um allar þær rannsóknir sem benda til mikilla áhrifa gróðurhúsalofttegunda. Þá fegrar hann mjög stöðu annarra sjónarmiða. Skrifin innihalda oft hreina útúrsnúninga og hártoganir sem hafa ígildi rusls í vísindalegu samhengi. Ágúst lokar gjarnan eyrum fyrir gagnrýni og skiptir um umræðuefni ef bólar á henni. Heldur svo áfram sinni einstefnuhugsun.
Ef Ágúst titlaði sig vísindamann væri sanngjarnt að gefa honum einkunnina "grátlega lélegur í sínu fagi" sem er einn skilningur sem gjarnan er lagður í hugtakið "fúsk". Nú er Ágúst sem kunnugt er amatör á þessu sviði svo engar slíkar athugasemdir eru réttmætar. Þetta er ekki hans fag. Enda kæmu þær þá úr hörðustu átt frá mér. Sjálfur er ég BA í heimspeki, með slatta af einingum í stærðfræði og tölfræði og enga vísindagrein birta.
Orðið "fúsk" sem ég notaði um vísindi Ágústar var fremur í merkingunni skortur á þeim almenna heiðarleika að skoða málin af sanngirni. Síðasta athugasemd Ágústar (41) undirstrikar þetta reyndar nokkuð vel. Líklega fyrir mistök birti Ágúst í pistli sínum gögn sem stangast algerlega á við fyrirframákveðna niðurstöðu hans. Samkvæmt þeim hækkar hafsborð nú um 3.2mm á ári en yfir síðustu 130 ár var hraðinn 1.8mm á ári. Niðurstaða Ágústar, sem hann þó endurtekur í síðustu athugasemd, er og verður röng út frá forsendunum hvernig sem Ágúst þvælir málin fram og til baka.
Jón Erlingur Jónsson, 10.7.2009 kl. 15:03
Númerið á athugasemdinni sem ég vísaði til átti að vera (39) ekki (41).
Jón Erlingur Jónsson, 10.7.2009 kl. 15:05
Kærar þakkir fyrir vinsamleg orð í minn garð kæri Jón Erlingur Jónson
Ágúst H Bjarnason, 10.7.2009 kl. 15:23
http://www.co2science.org/articles/V8/N16/C1.php
" Global Sea Level: 1950-2000
Reference
Church, J.A., White, N.J., Coleman, R., Lambeck, K. and Mitrovica, J.X. 2004. Estimates of the regional distribution of sea level rise over the 1950-2000 period. Journal of Climate 17: 2609-2625.
What was done
Building on the work of Chambers et al. (2002), the authors used TOPEX/Poseidon satellite altimeter data to estimate global empirical orthogonal functions, which they combined with historical tide gauge data to estimate monthly distributions of large-scale sea level variability and change over the period 1950-2000.
What was learned
Church et al.'s "best estimate" of the rate of globally-averaged sea level rise over the last half of the 20th century is 1.8 +/- 0.3 mm yr-1. They further note that "decadal variability in sea level is observed, but to date there is no detectable secular increase in the rate of sea level rise over the period 1950-2000." They also report that no increase in the rate of sea level rise has been detected for the entire 20th century, citing the work of Woodworth (1990) and Douglas (1992)."
What it means
In spite of the fact that the most significant segment of the historical increase in the air's CO2 concentration took place over the last half of the 20th century, and the climate-alarmist claim that the global warming of the latter half of this period was unprecedented over the past two millennia, there was no discernable increase in the rate of sea level rise over either of these periods or even the entire 20th century. These observations pretty much prove that either the climate alarmists' claim of unprecedented global warming is bogus or that their claim about such a warming greatly accelerating sea level rise is false or that both of these claims are wrong.
References
Chambers, D.P., Melhaff, C.A., Urban, T.J., Fuji, D. and Nerem, R.S. 2002. Low-frequency variations in global mean sea level: 1950-2000. Journal of Geophysical Research 107: 10.1029/2001JC001089.
Douglas, B.C. 1992. Global sea level acceleration. Journal of Geophysical Research 97: 12,699-12,706.
Woodworth, P.L. 1990. A search for accelerations in records of European mean sea level. International Journal of Climatology 10: 129-143.
Reviewed 20 April 2005"Ágúst H Bjarnason, 10.7.2009 kl. 16:45
Höfundur er alltaf að telja upp að hitastig hefur verið að lækka síðastliðin 6-7 ár.
en það sem einnig hefur verið að gerast síðastliiðin 6-7 ár er þetta:
http://en.wikipedia.org/wiki/File:Solar-cycle-data.png
sólarstyrkurinn hefur verið að hraðminnka allan þennan tíma sem getur vel útskýrt þetta.
auðvitað svo gleymir hann því að þessi lækkun á hitastigi er nánast ekki nein,
í raun hefur ástandið verið þannig að við erum með stöðugt mjög hátt hitastig meðan styrkur sólarinnar fer minnkandi allan þennan tíma.
og eins og þetta línurit gefur til kynna:
http://agbjarn.blog.is/blog/agbjarn/image/873462/
að þá má leiða út að sólarstyrkurinn á hverjum tíma hefur mælanlega mikil áhrif á hitastig jarðar.
Því hefur ástandið síðastliðin 6-7 ár alls ekki minnkað trúverðugleika kenningarinnar um hnattræna hlýnun af
mannavöldum heldur þvert á móti stutt hana.
Varðandi hækkun yfirborðs sjávar, ég hef lesið grein nasa þar sem sagt var að gervihnettir þeirra væru að mæla um 4mm hækkun per ár þessa dagana.
Það er miklu meira heldur en meðaltalið yfir 20.öldina, sem var eitthvað í kringum 1.5mm per ár.
Sem er ekki beint merki um að jörðin sé að kólna.
Hermann Ingjaldsson (IP-tala skráð) 15.7.2009 kl. 11:21
Ég vil taka undir athugasemd númer 42.
Hermann Ingjaldsson (IP-tala skráð) 15.7.2009 kl. 11:42
Sæll Hermann og takk fyrir innlitið.
Myndin efst í bloggpistlinum er einmitt samkvæmt mæligögnum frá gervihnöttum. Myndina má sjá á vefsíðu Colorado háskóla þar sem unnið er úr þessum mæligögnum. http://sealevel.colorado.edu/
Þar kemur talan 3,2mm/ári (+/- 0,4mm) fram.
Þessar gervihnattamælingar eru frá árinu 1994. Ekki er hægt að greina neina hröðun á ferlinum yfir þetta tímabil, en nokkrir hafa bent á breytingu (hægara ris) sem virðist hafa átt sér stað síðastliðin tvö ár, þó að allt of snemmt sé að draga ályktanir, eins og lögð er áhersla á í inngangi pistilsins.
Það er svo annað mál að gervihnattamælingar eru ekki "hreinar" gervihnattamælingar, ef það má orða það þannig, því þessar mælingar eru leiðréttar með hliðsjón að mælingum með mælibaujum, eins og lesa má hér http://sealevel.colorado.edu/calibration.php
Ágúst H Bjarnason, 15.7.2009 kl. 11:44
Á vefsíðunni Climate4you.com sem haldið er úti af prófessor Ole Humlum hjá Oslóarháskóla er ferill sem unninn er upp úr þessum mæligögnum gervihnattamælinga frá Colorado háskóla. Þetta er því ferill sem er hliðstæður þeim sem er efst í pistlinum hér að ofan, enda unninn upp úr sömu gögnum. Eini munurinn er að meðalgildistíminn (running average time) er annar. Þar sem mæligögnin eru aðgengileg er auðvelt að teikna svona feril með Excel.
--- --- ---
Upp úr sömu mæligögnum er hægt að teikna feril sem sýnir árlega breytingu á sjávarborði. Eins og sjá má á myndinni hér fyrir neðan þá er ferillinn fallandi. Undir þessari mynd sem er neðst í kaflanum "Oceans" á vefsíðunni Cimate4you.com stendur:
"Annual change of global sea level since late 1992 according to the Colorado Center for Astrodynamics Research at University of Colorado at Boulder. The data have been prepared by Dr. R. Steven Nerem (nerem@colorado.edu) and Dr. Eric W. Leuliette (leuliett@colorado.edu), and are described by Leuliette et al. (2004). The annual global sea level change is calculated as the difference between the average global sea level the last 12 months and the previous 12 months. The thick line represents the simple running 3 year average. The data shown above include the seasonal signal, and have been prepared using the inverted barometer technique (Inverted Barometer = -9.948 * (1013.3 - global average pressure). The inverted barometer does not have much apparent effect on the global mean sea level because the ocean as a whole is not compressible. Data from the TOPEX/Poseidon mission have been used before 2002, and data from the Jason-1 mission (satellite launched December 2001) after 2002. Time is shown along the x-axis as fractions of calendar years. Last diagram update: 14 March 2009.
Click here to download the entire data series since 1992.
Click here to read about details of calibration.
Click here to read about data smoothing.
The 12-month global sea level change display significant variations over an aproximate 4 year period. These variations are superimposed on a general falling trend. Overall, since initiation of these satellite measurements, the 12-month sea level rise has decreased from about 4 mm/yr to about 3 mm/yr".
Takið eftir síðustu setningunni. Árleg hækkun sjávarborðs hefur lækkað úr 4 mm/ári í 3 mm/ári samkvæmt gervihnattamælingunum. Er það í samræmi við það sem fram kemur í bloggpistlinum og fyrirsögn hans " Hefur sjávarborð verið að hækka hraðar og hraðar undanfarið? Nei, alls ekki... "
Það er svo allt annað mál að sums staðar kemur fram í vísindaritum að hækkunarhraði sjávarborðs udanfarna áratugi sé tæplega 2 mm á ári og annars staðar rúmlega 3 mm á ári. Ástæðan er einfaldlega sú að mælibaujur sem komið er fyrir á ströndum víðsvegar um heim sýna mismunsndi hækkunarhraða þar sem land er að síga eða hækka með mismunandi hraða á viðkomandi stað. Til dæmis getur land verið að rísa verulega þar sem ísaldarjökullinn var. Það er því vandasamt að finna safn mælistaða þar sem meðalhækkun sjávarborðs er "rétt".
Ágúst H Bjarnason, 17.7.2009 kl. 07:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.