Málþing verkfræðistofunnar VERKÍS: LJÓSGÆÐI-LÍFSGÆÐI 13. október. Meðal fyrirlesara er ráðgjafi NASA...

 

ljosgae_i-lifsgae_i--verk_s---b.jpg

 

Fátt er mikilvægara í skammdegnu en góð lýsing. Fátt hefur eins mikil áhrif á lifsgæði okkar og vellíðan þegar birtu sólar nýtur ekki. Þess vegna hlýtur að vera mikill fengur af málþingi um ljósgæði og lífsgæði þar sem valinkunnir erlendir fyrirlesarar fjalla um þetta mikilvæga mál.

 

Málþing um sjálfbærni og lýsingarhönnun, 13. október 2009

LJÓSGÆÐI LÍFSGÆÐI

 

Í ljósi breyttra aðstæðna í mannvirkjagerð hér á Íslandi eru tækifæri til endurmats og uppbyggingar fyrir nýja tíma og nýjar stefnur. Raunhæft er að ætla að áherslur í framtíðinni verði á hönnun til sjálfbærni og þar með talið við hönnun lýsingar þar sem kröfur um orkusparnað og vellíðan þeirra einstaklinga sem innan bygginganna dveljast hafa aukist.

 

Ráðgjafarfyrirtækið Verkís mun standa fyrir opnu málþingi sem ber heitið „LJÓSGÆÐI - LÍFSGÆÐI" þriðjudaginn 13.október næstkomandi í Laugardalshöll - ráðstefnusal 3. Þar munu alþjóðlegir fyrirlesarar miðla nýjum rannsóknum og þeim möguleikum sem við höfum til að bæta umhverfi okkar og vellíðan með birtu.

 

Fyrirlesarar málþingsins eru:

Dr. George Brainard taugalæknir og sérstakur ráðgjafi NASA - National Space Biomedical Research Institute við þróun á mótvægisaðgerðum við heilsufarsbreytingum geimfara

Dr. Merete Madsen dagsbirtu-arkitekt

Kevan Shaw lýsingarhönnuður og formaður nefndar um sjálfbærni PLDA - Alþjóðlegum samtökum lýsingarhönnuða

Martin Lupton frá Guerrilla Lighting og formaður PLDA - Professional Lighting Design Association

 

Málþingið er haldið á ensku og er ætlað öllum þeim sem vilja fræðast um gildi lýsingar og eiga þátt í að bæta umhverfi sitt og annarra

Miðar fast á www.midi.is

Nánari upplýsingar um málþingið eru á slóðinni: http://www.verkis.is/malthing en einnig hjá Þórdísi Harðardóttur  trh(hjá)verkis.is, Guðjóni L. Sigurðssyni gls(hjá)verkis.is og Rósu Dögg Þorsteinsdóttur rdt(hjá)verkis.is.

 

  >>  Dagskrá / Programme

  >>  Fyrirlesarar / Bios

  >>  Fréttatikynning

  >>  Press release

  >>  www.verkis.is

  >>  www.midi.is

 

 

 

 

 

sitelogo.png
Verkfræðistofa Íslands
 

Samfelld reynsla frá árinu 1932

Verkfræðistofan VERKÍS sem heldur málþingið á rætur að rekja til fimm verkfræðistofa með 255 ára samanlagðan starfsaldur, en þær sameinuðust árið 2008. Starfsmenn eru um 300:

1932:  VST - Verkfræðistofa Sigurðar Thoroddsen
1961:  RT - Rafagnatækni
1962:  Fjarhitun
1965:  Rafteikning
1970:  Fjölhönnun

 

 www.verkis.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is)

Hljómar spennandi. Ég ætla að vona að þau séu með réttar hugmyndir til að draga úr ljósmengun. Það eiginlega hlýtur að vera.

Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is), 6.10.2009 kl. 10:39

2 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Sæll Sævar Helgi (Giska á nafnið )

Hjá Verkís eru menn mjög meðvitaðir um ljósmengun.  Verkís gefur út blaðið Gangverk, sem Verkfræðistofa Sigurðar Thoroddsen - VST gaf áður út.  Í júní blaðinu 2005 er einmitt fjallað um ljósmengun á blaðsíðu 5.

http://www.verkis.is/media/frettabref/Gangverk010605.pdf

Ágúst H Bjarnason, 6.10.2009 kl. 12:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggið

Ginnungagap

Ýmislegt

Loftslag

Click to get your own widget

Teljari

free counters

Álverð

http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0

Sólin í dag:

(Smella á mynd)

.

Olíuverðið í dag:

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 59
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 39
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband