Iceland looks to serve the world... Grein á vef BBC um íslensk netþjónabú...

 

Íslensk náttúra
 
 "The natural climate of Iceland could be used to reduce carbon emissions"
 

 

Á vef BBC birtist grein um fyrirhuguð netþjónabú eða gagnaver á Íslandi sem nefnist  Iceland looks to serve the world. Sjá hér. Þar segir í upphafi greinarinnar:

"Since the financial crisis, Iceland has been forced to retreat back from high octane bubble living to nature.

Fortunately, there is a lot of that nature to retreat to.

It is a breathtaking world of volcanoes, endless prairies and ethereal winter landscapes.

Not, you might think, the most obvious place to stick millions of the world's computer servers which are, for all their uses, rather less attractive.

But the country now wants exactly that - to become home to the world's computing power.

Behind all the large internet companies lurk massive and ever growing data centres chock full of servers churning away.

Google for instance is thought to have around a million of the things, but even less IT intensive operations, banks for example, need hundreds of thousands of servers to store all their data.

The problem is that while these computers look innocuous, they use a lot of energy.

There is of course the power you need for the servers themselves, but almost as significant is the energy used to keep them cool.

"For every watt that is spent running servers," says Dr Brad Karp, of University College London, "the best enterprises most careful about minimising the energy of cooling and maximising efficiency typically find they are spending 40-60% extra energy on just cooling them....

Nokkru neðar...

...just outside Reykjavik, work is well advanced on the first site which its owners hope will spark a server cold rush.

In around a year - if all goes according to plan - the first companies will start leasing space in this data centre..."

Grænn iðnaður:

Mr Monroe explains what would happen if a company moved its data centre to Iceland.

"The carbon savings would be enormous.  For example, if a large internet media company operating thousands and thousands of servers relocated its servers to Iceland, that company would save greater than half a million metric tons of carbon annually..." 

All of Iceland's electricity is renewable and basically carbon free.

Smella hér til að lesa alla  greinina á vef BBC...

 

Vonandi verða þessi fyrirhuguðu gagnaver að veruleika. Fyrirhugað er að eitt þessara netþjónabúa rísi á Suðurnesjum og eru framkvæmdir í fullum gangi. Það verkefni kemur við sögu í fréttapistli BBC. 

Verkefnið er þó í uppnámi vegna ákvörðunar umhverfisráðherra varðandi Suðvesturlínunnar svokölluðu. Ráðherra felldi úr gildi ákvörðun Skipulagsstofnunar um að ekki skuli fara fram sameiginlegt mat á umhverfisáhrifum framkvæmda vegna Suðvesturlínu og öðrum tengdum framkvæmdum. Vonandi mun ráðherra endurskoða þessa ákvörðun sína, því það getur ekki verið að ákvörðunin eigi að koma niður á gagnaverum.

Gagnaver gera  kröfur til mjög mikils afhendingaröryggis á orku. Þar má ekkert til spara. Aðeins ein mikið lestuð háspennulína tengir nú Suðurnesin við Landsnet, og er það allsendis ófullnægjandi vegna reksturs gagnavera. Því miður. Gagnaver krefjast þess að öll kerfi séu að minnsta kosti tvöföld.

Vonandi rætist þó úr þessum málum sem allra fyrst. Það er nauðsynlegt að grípa strax í taumana. Að öðrum kosti rennur einstakt tækifæri okkur úr greipum. Við megum engan tíma missa. Íslands óhamingju má ekki verða allt að vopni, -einu sinni enn.

 

Ítarefni:

Vísir - Á annað hundrað ný störf við netþjónabú

Vísir - Eitt stærsta netþjónabú heims í Keflavík

Suðvesturlínur. Vefur um uppbyggingu öflugs og öruggs flutningskerfis raforku á Suðvesturlandi - frá Hellisheiði að Geithálsi og Hafnafirði og áfram út á Reykjanes.

 

 

Gagnaver

 

 Tölvubúnaður í gagnaveri

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Breytingar hafa orðið á gagnaverinu og munu aðeins fáeinir íslendingar starfa við Verne.

Ebenezer (IP-tala skráð) 12.10.2009 kl. 14:48

2 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Svona á að nota orkuna. Ekki í álver. Um nóg annað er að velja.

Það er hægur leikur fyrir siðblint fólk að benda á gagnsemi þess að virkja fyrir frábæran hátækniiðnað sem þennan, en nota svo orkuna í mengandi viðbjóð eins og álver. Við erum komin með nóg af því, búum til fjölbreyttara Ísland.

Rúnar Þór Þórarinsson, 12.10.2009 kl. 16:01

3 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Það eru ekki aðeins gagnaverið stóra og álverið í Helguvík sem líða fyrir úrskurðinn varðandi  Suðvesturlínuna. Þessi verkefni eru bæði komin vel á veg, en margt annað líður fyrir ótrygga orku á Suðurnesjum, þar sem aðeins ein lína tengir svæðið við orkukerfi landsins.

Ágúst H Bjarnason, 12.10.2009 kl. 19:41

4 Smámynd: Halldór Jónsson

Hvort er réttara að virkjanleg orka sé 80 Twh og búið sé að virkja 18 eða að þetta sé allt kolvitlaust og engin orka sé í rauninni til eins og Sigmundur og Svandís halda fram?.

Halldór Jónsson, 12.10.2009 kl. 21:47

5 Smámynd: Halldór Jónsson

Er þetta bara vitleysa hjá Orkustofnun? 

"Frumorka sem nú er tekin úr jarðvarma nemur um 22 TWh á ári borið saman við nýtanlegt náttúrulegt flæði til endurnýjunar sem var um 59 TWh á ári.

Sjálfbær raforkuframleiðsla úr háhita hefur verið metin um 20 TWh/ári miðað við núverandi tækni og reynslu. Til hennar þyrfti frumorku sem næmi um 200 TWh á ári og væri markvert meiri en náttúruleg endurnýjun. Ef síðar reynist t.d. tæknilega mögulegt að nýta varmastraum á sprungubeltinu utan þekktra háhitasvæða og/eða vinna háhitann á meira dýpi en nú tíðkast, kann mat á vinnanlegum jarðhita til raforkuvinnslu að hækka til muna (sjá Sveinbjörn Björnsson, Orkuþing 2006).

Vatnsafl sé tekið mið af náttúrusjónarmiðum er um 25-30 TWh á ári "

Halldór Jónsson, 12.10.2009 kl. 21:48

6 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Ég efast ekki um að sérfræðingar ÍSOR þekki manna best jarðhitann á Íslandi. Þar starfa menn á heimsmælikvarða sem oft hafa verið fengnir til rannsóknarstarfa erlendis vegna þekkingar sinnar. Auðvitað vita þeir miklu meira en Svandís og Sigmundur sem þú nefnir. Sérfræðingar þekkja jú best til á sínu sviði.

Það liggur í hlutarins eðli að við vitum minna um jarðhitann en orku vatnsfalla. Í raun þá vitum við mjög lítið um jarðhitasvæðin fyrr en við förum að virkja þau og mæla áhrifin á svæðin, oftast með aðstoð ÍSOR. Svartsengi er gott dæmi. Þegar menn hófu að virkja þar á áttunda áratugnum höfðu menn nánast enga hugmynd um svæðið. Boruð var ein tilraunahola sem lofaði góðu. Reist var lítil virkjun sem var kölluð Orkuver 1. Eftir því sem menn lærðu betur á svæðið var meira virkjað í áföngum, þannig að nú eru orkuverin orðin 6 alls með 12 hverflum auk varmaskiptarása til að framleiða heitt vatn. Nú, þrjátíu árum eftir a fyrsta orkuverið var reist, þekkja menn svæðið mjög vel, þó það hafi verið nánast óþekkt í byrjun.

Ágúst H Bjarnason, 13.10.2009 kl. 05:45

7 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Skil ekki ykkur gaurana sem vilja virkja hvert einasta vatt í jörðinni og binda það til 100 ára í álverum einungis. Fáránleg skammsýni. Hafið þið einhverja hugmynd um hversu verðmæt þessi orka verður þegar olíubirgðir heimsins dvína og til hvers þjóðin mun þurfa á henni að halda? Nær væri að vinna í því strax að binda þessa orku í samgöngur og ræktun til dæmis. Stuðla að sjálfbærni þjóðarbúsins frekar en að breyta landinu í skorstein.

Rúnar Þór Þórarinsson, 13.10.2009 kl. 10:56

8 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Rúnar minn

Var ekki verið að fjalla um gagnaver í þessum pistli?  Eins og þú veist væntanlega þá fer það ekki mjög vel með gögnin ef orkan er ótrygg. Ef aðeins ein lína tengir gagnaverið við Landsnet, þá þarf ekki nema eina litla eldingu til að slá aflfæðingunni út.   Jafnvel þó menn séu með díselrafstöðvar til vara, þá er það alls ekki fullnægjandi að hafa eina línu, sem í þokkabót er þegar fulllestuð.

Það er þetta óöryggi sem fjallað er um í pistlinum.  Þar er ekkert minnst á álver.

Á Suðurnesjum er einnig í bígerð  verksmiðja til að framleiða kísil eins og notaður er í hálfleiðurum. Sjá http://www.tomahawkdevelopment.dk/ISC.html

Að sjálfsögðu er Suðvesturlína nauðsynleg fyrir svona hálfleiðaraverksmiðju. 

Ágúst H Bjarnason, 13.10.2009 kl. 11:24

9 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Nei pistillinn er ágætur, en eins og kom í ljós í svörunum og mig grunaði þegar ég skrifaði fyrsta póstinn, þá er þetta yfirvarp fyrir álversvæðingarstefnu. Mér fannst þetta skrifað þannig.

Ég er a.m.k. 100% stuðningsmaður gagnavers og nýtingu þeirrar orku sem í jörðunni býr (svo lengi sem náttúrunni er ekki algerlega fórnað) en ekki meiri álvera. Við VERÐUM að huga að sjálfbærni landsins til framtíðar um leið og við ræðum um virkjun orku. Hve mikil ræktun matar, t.d. grænmetis, ávaxta og korntegunda má setja í gang með þessari orku. Svo ekki sé talað um rafmagnsbifreiðar.

Hér á landi mætti setja í gang í þéttbýli rafmagnsvæðingu samgöngumannvirkja samhliða samningum við erlendar bílaverksmiðjur. Það þarf ríkið í svona stórframkvæmdir, en þetta væri uppbygging til framtíðar sem væri þvílíkur stórkostlegur sparnaður fyrir þjóðfélagið, fyrir utan atvinnuskapandi, að það hálfa væri nóg.

Draumórar? Ekkert meiri en að reisa Kárahnjúkavirkjun til þess eins að bræða ál í stöðnuðu þorpi austur á fjörðum (afsakið Reyðfirðingar, en flestir sem ég þekki sem búið hafa þar mundu hafa tekið undir þá lýsingu a.m.k. fyrir 6 árum).

Rúnar Þór Þórarinsson, 15.10.2009 kl. 12:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggið

Ginnungagap

Ýmislegt

Loftslag

Click to get your own widget

Teljari

free counters

Álverð

http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0

Sólin í dag:

(Smella á mynd)

.

Olíuverðið í dag:

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 2
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 66
  • Frá upphafi: 764863

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 38
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband