Sjóðheitt: Hvaða læti eru þetta útaf ClimateGate...? Föstudagsvídeó í stríðum straumum í vikulokin...

Hvers vegna eru sumir í myndböndunum hér fyrir neðan svona ótrúlega æstir?  Hvað gengur eiginlega á?

Hér  eru fáein myndbönd frá erlendum fréttamiðlum. Á þeim má sjá að töluvert hefur verið fjallað um ClimateGate málið svokallaða erlendis, en af einhverjum ástæðum nánast ekkert hérlendis.  Ætli Íslendingum sé bara ekki nokk sama um málið og fagni bara dálítilli hlýnun. Ekki veiti okkur af, eða hvað?

Skoðum nokkur sýnishorn. Fyrst smá hamagangur,svo léttmeti og síðan á aðeins skaplegri nótum.

 

 Fyrst smá upphitun. Óttalega getur mönnum verið heitt í hamsi:


 Æsingur í meira lagi hjá Ed Begley Tounge

 

 ...Svo á léttum nótum:


 Söngleikurinn um Michael Mann

(Það er Mann sem gerði sitt besta til af afmá hlýindin miklu fyrir árþúsundi)

 

 

 Glenn Beck fjallar á mannamáli um ClimateGate
og birtir nokkur sýnishorn

 

 

 

Dr. Tim Ball fjallar um innihald tölvupóstana frá sjónarhorni vísindamannsins

 

Að lokum:

 

Vísindamaðurinn sem átti að berja Crying

Hér kemur m.a fram Dr. Pat Michaels sem varð fyrir undarlegri reynslu. 

Í einum tölvupóstanna stendur nefnilega eftirfarandi (sjá hér):


Dear Phil [Jones],

I've known Rick Piltz for many years. He's a good guy. I believe he used
to work with Mike MacCracken at the U.S. Global Change Research Program.

I'm really sorry that you have to go through all this stuff, Phil. Next
time I see Pat Michaels at a scientific meeting, I'll be tempted to beat
the crap out of him. Very tempted.


I'll help you to deal with Michaels and the CEI in any way that I can.
The only reason these guys are going after you is because your work is
of crucial importance - it changed the way the world thinks about human
effects on climate. Your work mattered in the 1980s, and it matters now.

With best wishes,

Ben [Santer]
Pinch

 

 

Satt er það, loftslagsmálin eru sjóðheit! Málið er þó grafalvarlegt, svo ekki veitir af að slá á aðeins léttari strengi...

Þá kemur að spurningunni: "Hvers vegna hefur þetta mál vakið svona litla athygli hérlendis? Hugsum við öll eins og hinn þekkti  Alfred E. Neuman?

 

 images.jpg


 
smile.jpg

 

 

 Njótið helgarinnar!  Don't worry, be happy!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Mér finnst full ástæða til að þakka þér, Ágúst fyrir dugnaðinn við að finna allar þessar heimildir og vídeó. Einna merkilegast af því sem hér kemur fram sýnist mér vera viðtalið við dr. Tim Bell. Íslenskir fjölmiðlamenn eru flestir frelsaðir gróðurhúsavinir og þegja því vandlega um þetta mál, en þeir geta ekki haldið því áfram eindalaust. Allt þetta dæmi og öll þessi undarlega steypa er núna loksins að springa framan í gróðurhúsaliðið. Betra seint en aldrei.

Vilhjálmur Eyþórsson, 27.11.2009 kl. 22:35

2 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Jæja Ágúst, þú heldur áfram að skoða þetta mál, þó það sé nákvæmlega ekkert sem fram hefur komið í þessum tölvupóstum sem sýnir fram á að loftslagsvísindin séu svik, að loftslagsvísindin séu samsæri vísindamanna eða að hlýnun jarðar sem er um 0,19°C á áratug geti ekki verið að miklu leiti vegna aukningar gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu.

Vilhjálmur, maðurinn heitir Tim Ball og hann hefur haldið því fram í mörg ár að; a) hlýnun sé ekki af mannavöldum og/eða b) að það sé ekki að hlýna og fleira í þeim dúr.  Efasemdamenn hafa notað þetta mál til að snúa út úr því litla efni sem hugsanlega var hægt að miskilja og gera úr því "fréttaefni". Aðal fréttaefnið ætti að sjálfsögðu að vera hver stendur á bak við þennan stuld og hvers vegna reyna efasemdarmenn að velja að snúa út úr efninu á svo ásækin hátt sem sum staðar er gert.

Njótið helgarinnar ;)

Sveinn Atli Gunnarsson, 28.11.2009 kl. 01:41

3 Smámynd: Finnur Hrafn Jónsson

Ben Santer hælir Jones og félögum fyrir afgerandi framlag (e. crucial importance) til skilnings á áhrifum manna á hlýnun.

Þegar í ljós kemur að framlag Jones byggir á vísindafúski og fölsunum er eðlilegt að staldra við og kanna málið betur.

Það liggur ekkert fyrir um að þessum gögnum hafi verið stolið. Gögnin sem eru samantekin í .ZIP skránni eru nákvæmlega það sem menn í Bretlandi hafa árum saman verið að berjast fyrir að fá aðgang að með tilvísun til upplýsingalaga þar í landi. Skráin heitir FOI2009.ZIP þar sem vísað er í Freedom of Information Act (FOI).

CRU menn, Jones og félagar hafa ekki minnst einu orði á að eitthvað sé falsað í gögnunum. Hins vegar hafa þeir reynt að útskýra innihald nokkurra pósta með aumkunarverðum hætti.

Magnið af gögnum er slíkt að það tæki marga menn mörg ár að setja það saman ef um skáldskap væri að ræða.

Flestir hallast að því núna að þetta sé verk innanhússmanns sem hafi blöskrað hvernig staðið var að málum.

Ljóst er af póstunum að einbeittur vilji var hjá Jones og félögum til að brjóta bresk upplýsingalög. Frásagnir af eyðingu tölvupósta til verjast beiðnum með tilvísunum til upplýsingalaga segja alla þá sögu.

Uppljóstrun gagna sem sýna fram á lögbrot er ekki lögbrot. Það er skylda hvers löghlýðins manns að tilkynna lögbrot sem hann verður var við.

Ben Santer þessi sem vildi berja Pat Michaels kom til Íslands fyrir nokkrum árum og laug því blákalt í Kastljósi að ekki væru efasemdir meðal vísindamanna um hlýnun af mannavöldum. Síðan hef ég aldrei tekið mark á því sem sá maður hefur fram að færa.

Finnur Hrafn Jónsson, 28.11.2009 kl. 03:43

4 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Svatli.

Þar sem þú beinir orðum til mín í athugasemd #2...

Það hefur ýmislegt gruggugt varðandi loftslagsvísindin komið fram undanfarið. Mörgum heiðarlegum vísindamönnum hefur blöskrað verulega.   Fáein nýleg dæmi:

1) Paul Hudson hjá  BBC skrifar á bloggsíðu sína hér: "...I was forwarded the chain of e-mails on the 12th October, which are comments from some of the worlds leading climate scientists written as a direct result of my article 'whatever happened to global warming'. The e-mails released on the internet as a result of CRU being hacked into are identical to the ones I was forwarded and read at the time and so, as far as l can see, they are authentic".  Þetta er meira en mánuði áður en "innbrotið" meinta var framið og bendir til þess að um hafi verið að ræða uppljóstrun en ekki innbrot. Sjá einnig hér.

2)  Prófessor Mike Hulme hjá University of East Anglia (heimili CRU) telur að “I.P.C.C. has run its course”. Þessi maður er meðal þeira í loftslagsvísindum sem oftast er vitnað til. Nú er hann númer 10 í röðinni. Sjá hér

"...It is possible that climate science has become too partisan, too centralized. The tribalism that some of the leaked emails display is something more usually associated with social organization within primitive cultures; it is not attractive when we find it at work inside science. It is also possible that the institutional innovation that has been the I.P.C.C. has run its course. Yes, there will be an AR5 but for what purpose? The I.P.C.C. itself, through its structural tendency to politicize climate change science, has perhaps helped to foster a more authoritarian and exclusive form of knowledge production – just at a time when a globalizing and wired cosmopolitan culture is demanding of science something much more open and inclusive".

3)  Virtur loftslagsvísindamaður og prófessor, Dr. Judith Curry, sendi fyrir skömmu opið bréf til nemanda sinna. Bréfið má t.d. lesa á vefsíðunni Climate Progress. Innihaldið sýnir vel hve málið er litið alvarlegum augum.

4) Dr. Eduardo Zorita, einn af meðhöfundum IPCC skýrslunnar (AR4) og einn af ritstjórum Climate Research skrifar á vefsíðu sína:

CRU files: Why I think that Michael Mann, Phil Jones and Stefan Rahmstorf should be barred from the IPCC process

"Short answer: because the scientific assessments in which they may take part are not credible anymore.

A longer answer: My voice is not very important. I belong to the climate-research infantry, publishing a few papers per year, reviewing a few manuscript per year and participating in a few research projects. I do not form part of important committees, nor I pursue a public awareness of my activities. My very minor task in the public arena was to participate as a contributing author in the Fourth Assessment Report of the IPCC.

By writing these lines I will just probably achieve that a few of my future studies will, again, not see the light of publication. My area of research happens to be the climate of the past millennia, where I think I am appreciated by other climate-research 'soldiers'. And it happens that some of my mail exchange with Keith Briffa and Timothy Osborn can be found in the CRU-files made public recently on the internet.

To the question of legality or ethicalness of reading those files I will write a couple of words later.

I may confirm what has been written in other places: research in some areas of climate science has been and is full of machination, conspiracies, and collusion, as any reader can interpret from the CRU-files. They depict a realistic, I would say even harmless, picture of what the real research in the area of the climate of the past millennium has been in the last years. The scientific debate has been in many instances hijacked to advance other agendas.

These words do not mean that I think anthropogenic climate change is a hoax. On the contrary, it is a question which we have to be very well aware of. But I am also aware that in this thick atmosphere -and I am not speaking of greenhouse gases now- editors, reviewers and authors of alternative studies, analysis, interpretations,even based on the same data we have at our disposal, have been bullied and subtly blackmailed. In this atmosphere, Ph D students are often tempted to tweak their data so as to fit the 'politically correct picture'. Some, or many issues, about climate change are still not well known. Policy makers should be aware of the attempts to hide these uncertainties under a unified picture. I had the 'pleasure' to experience all this in my area of research.

I thank explicitely Keith Briffa and Tim Osborn for their work in the formulation of one Chapter of the IPCC report. As it destills from these emails, they withstood the evident pressure of other IPCC authors, not experts in this area of research, to convey a distorted picture of our knowledge of the hockey-stick graph.

Is legal or ethical to read the CRU files? I am not a layer. It seems that if the files had been hacked this would constitute an illegal act. If they have been leaked it could be a whistle blower action protected by law. I think it is not unethical to read them. Once published, I feel myself entitled to read how some researchers tried to influence reviewers to scupper the publication of our work on the 'hockey stick graph' or to read how some IPCC authors tried to exclude this work from the IPCC Report on very dubious reasons. Also, these mails do not contain any personal information at all. They are an account of many dull daily activities of typical climatologists, together with a realistic account of very troubling professional behavior".

Svatli: Takk fyrir gefa mér tilefni til að svara með nokkrum orðum.

Þetta er bara brot af því sem er að gerast í vísindaheiminum þessa dagana. Heiðarlegum vísindamönnum er ofboðið.

Hugsanlega er eitthvað mikilvægt að gerast sem vert er að fylgjast með. Íslenskir fréttamenn og ekki síður stjórnmálamenn, ættu að telja það skyldu sína kynna sér hvað er að gerast þessa dagana...

Ágúst H Bjarnason, 28.11.2009 kl. 09:23

5 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Takk kærlega fyrir þessa afar athyglisverðu færslu Ágúst

Mikið verð ég feginn þegar Kaupmannahafnardesemberinn verður yfirstaðinn. Það er að verða ólíft hér. Umhverfis-Kirkjan messar 24/7 í öllum fjölmiðlum hér, stanslaust. Maður tekur fyrir eyrun. En auglýsingar seljast þó mjög vel. Margir munu líklega þéna vel á þessu.    

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 28.11.2009 kl. 11:18

6 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Morgunblaðið á netinu

Í Sunnudagsmogganum er heilsíðugrein sem nefnist:

Fárviðri í loftslagsvísindum
Vísindamenn fölsuðu gögn um hitafar á jörðinni.

Þetta er Vikuspegill Kristjáns Jónssonar.

Ágúst H Bjarnason, 28.11.2009 kl. 11:20

7 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Já Mogginn getur þetta. Hann er ekki í Kaupmannahöfn. Gott hjá honum.

Gunnar Rögnvaldsson, 28.11.2009 kl. 11:32

8 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Greinina í Sunnudagsmogganum má lesa hér.

Ágúst H Bjarnason, 28.11.2009 kl. 11:40

9 identicon

Þakka þér fyrir mjög fróðlegar færslur. Eitt aðaláhyggjuefnið er umburðarleysið, sem kemur fram í þessum tölvuskeytum. Það á að hrekja alla, sem hafa aðra skoðun, burt úr vísindaheiminum, skilgreina þá sem jaðarhóp á mála hjá olíufélögum, hægrisinnaða repúblikana (en um þann minnihlutahóp má hafa hvers konar óhróður). Aðferðin, sem er notuð, er að hafa áhrif á jafningjarýnina, peer review, sem er góð hugmynd, en hana má misnota eins og flestar góðar hugmyndir. Ég hef verið nógu lengi háskólakennari til að vita, að þar svífur yfir sumum vötnum rétttrúnaður. Þeir, sem efast um hann, eru ekki brenndir á báli. En þeir fá fæstir stöður, og ef þeir fá fyrir hendingu stöður, þá fá þeir ekki styrki, því að ekkert er birt eftir þá í viðurkenndum vísindatímaritum. Það er allt stöðvað.

Hannes Hólmsteinn Gissurarson (IP-tala skráð) 28.11.2009 kl. 11:48

10 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Ég hef áður sagt það í athugasemdum á blogginu (sem þú hefur séð Ágúst) að það eru nokkrir aðilar sem hugsanlega þurfa að svara fyrir eitthvað af því sem þarna kemur fram (Phil Jones er m.a. einn þeirra). En loftslagsvísindin eru byggð á miklu magni gagna og þetta mál hefur ekki áhrif á þau í stórum dráttum (t.d. hafísinn minnkar, jöklar hopa o.s.frv.), þ.e. það sem ég er að segja. Þ.e. hlýnun jarðar er til staðar síðustu ár og áratugi, aukning gróðurhúsalofttegunda er af mannavöldum og vísindamenn telja að aukning gróðurhúsalofgttegunda hafi áhrif á hitastig. 

Hér eru menn að taka "valin gögn" (e. cherry picked) úr persónulegum tölvupóstum og skjölum (sem hugsanlega ættu að vera aðgengilegri) og  búa til fyrirsagnir sem ekki er neinn fótur fyrir, þetta er að mínu mati einungis gert til að tefja fyrir því að tekið verði á loftslagsmálunum. Þetta mál mun væntanlega hafa áhrif á þann hluta málsins.

Að lokum, þá hefur RealClimate t.d. sett upp síðu hjá sér þar sem auðvelt er að nálgast gögn, sjá hér.

Sveinn Atli Gunnarsson, 28.11.2009 kl. 12:31

11 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Takk fyrir upplýsingarnar Svatli.

Þetta er gríðarlegt magn (yfir 1000) af tölvubréfum sem lekið var.  Vilji menn dæma sjálfir um innihaldið, þá má skoða þessa síðu. Þar er hægt að skoða alla póstana og jafnvel leita að efnisatriðum með leitarvél. Menn verða svo að eiga það við sína samvisku hvort það er viðeigandi.

Hér eru sýnishorn úr nokkrum þeirra.

Á vegum Steve McIntyre eru tvær síður Climate Audit og Climate Audit Mirror Site. Síðarnefna síðan er líklega sérhæfðari vegna CRU málsins.

Antony Watts er með vefsíðuna Watts Up With That þar sem margir gestapennar skrifa. Á WUWT síðunni er auðvitað mikið skrifað um ClimateGate.
(Áhugavert er að lesa um hitaferlana fyrir Nýja Sjáland og Ástralíu sem fjallað eru á síðunni. Var verið að hagræða einhverju þar? Hummm...).

Nú er bara að fylgjast með og dæma síðan sjálfur...

Ágúst H Bjarnason, 28.11.2009 kl. 13:43

12 identicon

Vitaskuld er ekki ástæða til að fara á límingunum, og gildir þá sama um hvaða mál er rætt.

Hvað það varðar að okkur veiti ekki af smá hlýnun þá væri það kannski ágætt ef ekki væri fyrir aukin illviðri. Þá er flótti kaldsjávarfiska norður úr landhelginni fullhátt verð fyrir nokkrar gráður. En kannski er það bara hið besta mál að fá makríl og sardínur í stað þorska, loðnu og síldar. Þá erum við ekki að tala um þær skelfingar sem breytt loftslag leiðir yfir heilu meginlöndin í heiminum (nei, við við erum Íslendingar og okkur kemur ekkert við hvernig heiminum vegnar).

Ómar Harðarson (IP-tala skráð) 28.11.2009 kl. 14:24

13 identicon

Samantekt um málið (sem er aðeins vikugamalt):

Climategate vikugamalt - yfirlit

Gullvagninn (IP-tala skráð) 28.11.2009 kl. 14:31

14 identicon

Kallað eftir ákærum fyrir glæpi:

Enn einn virtur vísindamaður kallar CRU vísindamenn "Glæpamenn"

Another Prominent Scientist Calls CRU Scientists “Criminals”

ClimateGate: Fangelsa þarf fólk

ClimateGate: People need to go to jail

Monckton lávarður: Lögsækið veðurfarsbreytingaglæpamennina

Lord Monckton: Prosecute the Climate Change Criminals

Rithöfundur bendir á "Perry Mason" móment

Author Points To “Climategate’s Perry Mason Moment”

Neita sökum um að eyða pósti

Denying Email Deletion

Gullvagninn (IP-tala skráð) 28.11.2009 kl. 14:34

15 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Sunnudagsmogginn fjallar um þetta mál í dag af rósemi. Það hafa reyndar ekki verið aukin illviðri á Íslandi í hlýindunum síðasta áratug.

Sigurður Þór Guðjónsson, 28.11.2009 kl. 17:43

16 Smámynd: Rauða Ljónið

 Saga Kötlurannsókna er í sama blaði , sjá.

Morgunblaðið á netinu

Rauða Ljónið, 28.11.2009 kl. 18:03

17 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Mér finnst vanta í þessa umræðu að það komi fram einhver alvöru gögn sem sýna fram á fals á gögnum. Það eru margar heimasíður fullar af samsæriskenningum sem ekki eru bakkaðar upp með öðru en samhengislausum ásökunum, byggðar á samhengislausum tilvitnunum teknum úr efninu sem stolið var.

Hérna er umfjöllun sem mig langar að benda á, svona til að fá smá jafnvægi í tenglaflóruna

Sveinn Atli Gunnarsson, 28.11.2009 kl. 18:16

18 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

But that’s the level of the denialists. We’ve known for some time that their scientific arguments are completely bankrupt; now we know that they’re morally bankrupt too.

Segir þar. Hver er levellinn á alarmistunum? Eru þeir allir dyggðumprýddir? Óskaplega er þetta leiðinleg umræða.

Sigurður Þór Guðjónsson, 28.11.2009 kl. 18:19

19 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Sigurður þetta er leiðinleg umræða. Það er ekki snefill af gögnum sem sýna fram á falsanir vísindamanna. En þó er lagt upp með þetta mál eins og eitt stórt samsæri loftslagsvísindamanna. Samt sem áður velur Kristján Jónsson í vikuspeglinum að tala um;

Fárviðri í loftslagsvísindum
Vísindamenn fölsuðu gögn um hitafar á jörðinni.

Hvar er rósemin í þessu? Svo annað, það leið ekki langur tími frá því þessi gögn birtust á netinu að all mikið af heimasíðum voru orðnar uppfullar af samsæriskenningum sem ekki eru byggð á neinum gögnum, nema samhengislausum tilvitnunum, engar sannanir og ekki hin minnsta tilraun til að sýna einhver raunveruleg gögn sem sýna fram á falsanir. Er það í lagi?

Sveinn Atli Gunnarsson, 28.11.2009 kl. 18:29

20 identicon

Góðar fréttir:

Nei, tilgangurinn var að skattleggja alla og stjórna lífi okkar, fækka fólki og almennt, að safna valdi í miðlæga heimsríkisstjórn Sameinuðu þjóðanna.

Við getum nú vísað þessum kröfum á bug, engin kolefnisgjöld, engir skattar á ekna kílómetra, engin kolefnisjöfnun, ekkert meira bull.

Daunillir fjölmiðlar

Gullvagninn (IP-tala skráð) 28.11.2009 kl. 21:51

21 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

http://www.alisonmoyet.co.uk/news/images/p_telegraph_logo.gif

 http://wattsupwiththat.files.wordpress.com/2009/11/booker_telegraph_scandal.jpg

Sjá hér...

28 Nov 2009

A week after my colleague James Delingpole, on his Telegraph blog, coined the term "Climategate" to describe the scandal revealed by the leaked emails from the University of East Anglia's Climatic Research Unit, Google was showing that the word now appears across the internet more than nine million times. But in all these acres of electronic coverage, one hugely relevant point about these thousands of documents has largely been missed.

The reason why even the Guardian's George Monbiot has expressed total shock and dismay at the picture revealed by the documents is that their authors are not just any old bunch of academics. Their importance cannot be overestimated, What we are looking at here is the small group of scientists who have for years been more influential in driving the worldwide alarm over global warming than any others, not least through the role they play at the heart of the UN's Intergovernmental Panel on Climate Change (IPCC)....

...

Ágúst H Bjarnason, 29.11.2009 kl. 10:01

22 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

.

Hér birtast reglulega nýjustu fréttir af ClimateGate málinu:

.

Watts Up With That?

Ágúst H Bjarnason, 29.11.2009 kl. 10:11

23 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Nokkrar nýjar fréttir af málinu sem skekur vísindaheiminn:

---

INQUIRY INTO CRU DATA AFFAIR: CONCERNS ABOUT WHITEWASH

BBC News, 27 November 2009

---

DAMAGE LIMITATION: UNIVERSITY OF EAST ANGLIA PROMISES TO RELEASE HIDDEN CLIMATE DATE

The Sunday Telegraph: 29 November 2009

---

THERE’S JUST ONE PROBLEM: CRU DUMPED CLIMATE DATA

The Sunday Times, 29 November 2009

---

 BBC IGNORED ‘LEAKED’ CLIMATE ROW E-MAILS

Mail on Sunday, 29 November 2009

http://www.dailymail.co.uk/news/article-1231763/BBC-weatherman-ignored-leaked-climate-row-emails.html

---

THE GREAT CLIMATE CHANGE SCIENCE SCANDAL

The Sunday Times, 29 November 2009

---

OPINION: THE WORST SCIENTIFIC SCANDAL OF OUR GENERATION

The Sunday Telegraph, 29 November 2009

---

THE NEW ECONOMIST? WHY POLITICAL ORTHODOXY MUST NOT SILENCE SCIENTIFIC ARGUMENT

The Economist, Editorial, 26 November 2009

---

 JAMES HANSEN VS BENNY PEISER ON THE CHANCES OF COPENHAGEN

The Observer, 29 November 2009

http://www.guardian.co.uk/commentisfree/2009/nov/29/copenhagen-summit-climate-change

 ---

Ágúst H Bjarnason, 29.11.2009 kl. 10:35

24 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Í athugasemd #16 bendir Rauða ljónið á grein í Sunnudagsmogganum um rannsóknir Helga Björnssonar m.a. á Kötlu.

Þar er mynd sem sýnir hve Mýrdalsjökull var miklu minni fyrir árþúsundi. Hvernig gat hann verið minni þá en í dag, löngu fyrir losun manna á CO2?

Er það ekki losun manna á CO2 sem veldur hopi jökla á undanförnum áratugum? Fyrir 1000 árum og  2000 árum var jökullinn miklu minni en í dag, óverulegur fyrir 3000 árum og enginn fyrir 4000 árum !

Hvernig má þetta vera?

Sjá má greinina í Sunnudagsmogganum hér:

http://pappir.mbl.is/index.php?alias=IS-MBL&s=1887&p=44549

Ágúst H Bjarnason, 29.11.2009 kl. 17:19

25 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Myndin úr Sunnudagsmogganum af Mýrdalsjökli fyrir 4000, 3000, 2000 og 1000 árum. Núverandi stærð er sýnd með rauðri útlínu.

 http://agbjarn.blog.is/users/fa/agbjarn/img/myrdalsjokull.jpg

Ágúst H Bjarnason, 29.11.2009 kl. 17:28

26 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Það sem menn rífast um er varla hvort það sé hlýnun í gangi því hún er mælanleg og ótvíræð heldur hvort hún sé af manna völdum. Það er náttúrulega hryggilegt ef til eru vísindamenn sem framleiða greinar í pólitískum tilgangi og með það eitt að markmiði að koma á markaðskerfi með kolefniskvóta. Ásakanir um að vísindamenn hafi sammælst um eina rétta niðurstöðu verður að taka alvarlega og rannsaka málið.

En að Glenn Beck "tali á mannamáli" er ekki sérlega nákvæm lýsing á þeim "meinta barnanauðgara frá sumrinu 1990 þó það sé ekki sannað og ekki mín orð heldur hef ég bara heyrt því fleygt sem gefur manni engan rétt til að líta fram hjá þeirri staðreynd að einhver heldur þessu fram enda er það ekki afsannað." (þetta er svona hérum bil lógíkkin sem Glenn Beck notar sjálfur þegar hann ræðir málin um pólitíska andstæðinga). Ágúst þú getur alveg hætt að vitna í GB framvegis það rýrir bara aðra sem þú vildir frekar halda á lofti.

Gísli Ingvarsson, 29.11.2009 kl. 18:41

27 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Já þetta er fróðleg grein í Mogganum Ágúst, hér er tilvitnun í greinina, sem er væntanlega við hæfi hér:

"Jöklar rýrna nú hratt um alla jörð og sjávarborð hækkar svo ógnar láglendi, vatnafar og loftslag breytist. Spurningar og svör um jökla snerta því alla jarðarbúa um ókomna tíð." skrifar Helgi í formála bókarinnar.

Einnig langar mig vegna þessara orða Ágústar; "Hvernig gat hann verið minni þá en í dag, löngu fyrir losun manna á CO2?" að benda á umfjöllun um loftslagsbreytingar fyrri tíma, það er margt sem liggur að baki. Það er ekki nýtt að loftslagsbreytingar eigi sér stað, það er eitthvað sem hefur verið þekkt í langan tíma, m.a. hafa sveiflur Milankovitch áhrif á loftslag. Þó er talið að núverandi hlýnun sé vegna aukningar gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu, sjá t.d. hér.

Sveinn Atli Gunnarsson, 29.11.2009 kl. 19:09

28 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Athugasemd Gísla um Glenn Beck sýnir vel þær aðferðir sem beitt er í þessu máli. Gróðurhúsamenn (les vinstri menn, því þetta eru undantekningarlítið vinstri menn) svífast einskis í rógburði sínum, en þó ávallt með geislabaug um höfuðið og lýðræði og mannréttindi á vörum. Framkoma Glenn Beck er vissulega óhefðbundin, svo ekki sé meira sagt, en oft ratast kjöftugum satt á munn og á bak við allann leikaraskapinn reynist hann meðal gleggstu fréttaskýrenda sem völ er á.

Annars vil ég bara endurtaka, að ef um einhverja hlýnun til lengri tíma væri að ræða væri það mikil gleðifrétt, ekki síst fyrir íbúa eyðimarka og þurrlendra svæða í þriðja heiminum, því þá eykst uppgufun aftur úr höfunum. Hlýtt loftið tekur til sín meiri raka og Sahara og aðrar eyðimerkur hljóta óhjákvæmilega að gróa aftur upp, því það er bláköld, óhagganleg ómótmælanleg staðreynd að eyðimerkur hvarvetna voru miklu grónari fyrr á öldum og árþúsundum þegar jöklar á Íslandi voru minni en nú. Menn eiga að treysta sögulegum staðreyndum en alveg gleyma tölvulíkönum. 

Vilhjálmur Eyþórsson, 29.11.2009 kl. 19:32

29 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Ég sé að ruglið heldur áfram. Ég ætla ekki að svara um meintar falsanir og finnst Ágúst halda áfram að vaða út úr sínum hlutlausa hring sem hann þykist stundum standa inn í.

En þar sem Ágúst vitnar í tímaritsgrein eftir Helga Björnsson hér fyrir ofan og virðist ekki skilja ástæður fyrri loftslagsbreytinga, þá er kannski rétt að benda á ansi gott viðtal við Helga sem má skoða á YouTube: http://www.youtube.com/watch?v=t5BeGwo7z7c 

Fleiri hafa eflaust gott af því að skoða það.

Höskuldur Búi Jónsson, 29.11.2009 kl. 23:29

30 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Útlendingum er greinilega ekki sama um Climategate miðað við umræður og greinar í fjölmiðlum þar.  Kannski eru útlendingar bara svona ruglaðir Höski Búi.

En takk Höski fyrir að vekja athygli á þessu meinta rugli. 

.

Til þess að auðvelda mönnum að hafa yfirsýn yfir það sem er að gerast í þessu máli hefur Antony Watts sett upp sérstaka upplýsingasíðu sem nefnist auðvitað Climategate. Þetta er einfaldlega safn af krækjum sem haldið er til haga, en greinar eru enn á aðalsíðunni þar sem fjölmargir gestapennar skrifa þessa dagana.

Climategate síðan: wattsupwiththat.com/climategate

Aðalsíðan: wattsupwiththat.com

 ---

When Results Go Bad heitir ein greinin á What IS Up With That.  Greinina skrifar Willis Eschenbach.  

Greinin hefst svona:  One of the claims in this hacked CRU email saga goes something like “Well, the scientists acted like jerks, but that doesn’t affect the results, it’s still warming.”

Í greininni eru rakin bréfaskrif  hins sænska prófessors Wibjorn Karlen við Phil Jones og Kevin Trenberth. Prófessor Karlen spyr nokkurra ákveðinna spurninga og fær röng, óljós og villandi svör.

Manni rennur nánast kalt vatn milli skinns og hörunds við lesturinn. Það virðist ljóst að upplýsingar CRU / IPCC um hitafar Skandinavíu hafa verið "lagfærðar" til að ýkja hækkun hitastigs.

Þetta hefur vakið töluverða athygli, því núna í morgunsárið voru komnar 186 athugasemdir við greinina.

Smellið hér til að lesa grein Willis Eschenbach um samskipti Wibjorn Karlen við Phil Jones og Kevin Trenberth.

Ágúst H Bjarnason, 30.11.2009 kl. 06:37

31 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Times Online

 29 November 2009

Climate change data dumped

Jonathan Leake, Environment Editor
 
div#related-article-links p a, div#related-article-links p a:visited { color:#06c; }

SCIENTISTS at the University of East Anglia (UEA) have admitted throwing away much of the raw temperature data on which their predictions of global warming are based.

It means that other academics are not able to check basic calculations said to show a long-term rise in temperature over the past 150 years.

The UEA’s Climatic Research Unit (CRU) was forced to reveal the loss following requests for the data under Freedom of Information legislation.

The data were gathered from weather stations around the world and then adjusted to take account of variables in the way they were collected. The revised figures were kept, but the originals — stored on paper and magnetic tape — were dumped to save space when the CRU moved to a new building.

function slideshowPopUp(url) { pictureGalleryPopupPic(url); return false; }

The admission follows the leaking of a thousand private emails sent and received by Professor Phil Jones, the CRU’s director. In them he discusses thwarting climate sceptics seeking access to such data.

In a statement on its website, the CRU said: “We do not hold the original raw data but only the value-added (quality controlled and homogenised) data.”

The CRU is the world’s leading centre for reconstructing past climate and temperatures. Climate change sceptics have long been keen to examine exactly how its data were compiled. That is now impossible.

Roger Pielke, professor of environmental studies at Colorado University, discovered data had been lost when he asked for original records. “The CRU is basically saying, ‘Trust us’. So much for settling questions and resolving debates with science,” he said.

Jones was not in charge of the CRU when the data were thrown away in the 1980s, a time when climate change was seen as a less pressing issue. The lost material was used to build the databases that have been his life’s work, showing how the world has warmed by 0.8C over the past 157 years.

He and his colleagues say this temperature rise is “unequivocally” linked to greenhouse gas emissions generated by humans. Their findings are one of the main pieces of evidence used by the Intergovernmental Panel on Climate Change, which says global warming is a threat to humanity.


Sjá hér:

http://www.timesonline.co.uk/tol/news/environment/article6936328.ece

Svona hegðun vísindamanna er gjörsamlega ófyrirgefanleg. Henda frumgögnum en varðveita "leiðrétt" gögn !!!

(Hverslags vísindi eru stunduð þarna ???   Þetta er svona  næstum  eins og starfsmenn Árnasafns tækju upp á að henda gömlu handritunum en varðveita leiðréttan texta á nútíma íslensku.  Kannski ekki alveg, en næstum)

Ágúst H Bjarnason, 30.11.2009 kl. 07:35

32 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Í því sem þú vitnar í hér að ofan Ágúst segir orðrétt: "Jones was not in charge of the CRU when the data were thrown away in the 1980s, a time when climate change was seen as a less pressing issue."

Það er að mínu mati, ljóst að það er eitthvað af efni sem hefur farið forgörðum á ýmsum stöðum í gegnum tíðina, m.a. vegna þess að verið var að spara geymslupláss í tölvum, sem var mun dýrara hér áður fyrr. En svona til fróðleiks, þá vil ég benda á  nokkra tengla þar sem hægt er að nálgast gögn, bæði frum gögn og unnin gögn, verði ykkur að góðu það er af nógu að taka:

Climate data (raw)

Climate data (processed)

Sveinn Atli Gunnarsson, 30.11.2009 kl. 09:20

33 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Þetta lyktar enn sem upphlaup þeirra sem að afneita hlýnun jarðar af mannavöldum og þeir virðast hafa náð ansi góðum árangri í að þyrla upp ryki á bloggsíðum og í fjölmiðlum um allan heim.

Það væri verðugt verkefni fyrir einhvern sem nennir, að skrásetja hysteríuna sem er víða um heim - hún endurspeglast vel á þessari síðu Ágústar. Það mætti halda að nú væri að duga eða drepast fyrir þá sem afneita hlýnun jarðar af mannavöldum - að nú verði að sannfæra heimsbyggðina að um massíft samsæri sé að ræða.

Eftir stendur að, þó það myndi mögulega koma upp úr krafsinu að illa hafi verið staðið að málum á CRU, þá er nokkuð ljóst að öll önnur gögn styðja það sem loftslagsvísindamenn hafa verið að segja - það bendir allt til þess að hlýnunin sé meiri og hraðari en nokkurn tíman frá því samfélög manna tóku að þróast og að hún sé af mannavöldum.

Höskuldur Búi Jónsson, 30.11.2009 kl. 09:34

34 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Mér finnst í hæsta máta undarlegt Svatli og Höski ef ykkur finnst svona vinnubrögð í lagi. Jafnvel félagi ykkar Monbiot er hneykslaður.

Hvað finnst ykkur annars um samskipti prófessors  Wibjörn Karlén við þá félaga? Finnst ykkur það sem þar kemur eðlilegt?

Smellið hér til að lesa grein Willis Eschenbach um samskipti Wibjorn Karlen við Phil Jones og Kevin Trenberth.

Hvert er álit ykkar á þessu mikla misræmi sem fram kemur hjá prófessor Wibjörn Karlén og Jones / Trenberth?

Sjá t.d. muninná þessum myndum:

(Efri myndin er það sem Karlén fær út úr frumgögnum, en neðri myndin er IPCC myndin sem fjallað er um.  Á þessum myndum kemur fram gríðarlegt misræmi sem erfitt er að útskýra. Nánar í grein Eschenbach.

 

 

Ágúst H Bjarnason, 30.11.2009 kl. 09:39

35 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Vinnubrögð breytast, það sem þótti í lagi á 9. áratugnum, þykir ekki lengur í lagi. Það má líka gagnrýna eitthvað í samskiptum þeim sem koma fram í þessum tölvupóstum. "Félagi" Monbiot tekur það fram í gagnrýni sinni að það sé ekkert sem bendi til að vísindin sem slík hafi beðið skipsbrot. Þþað er mikið magn gagn sem sýnir fram á að hitastig hækki í heiminum og vísindamenn telja að það sé vegna aukningar gróðurhúsalofttegunda, það hefur ekki breyst þó bloggsíður eins og t.d. WhatsUpWihtThat hafi hátt og reyni að telja fólki trú um annað.

Climate data (processed)

Sveinn Atli Gunnarsson, 30.11.2009 kl. 10:17

36 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Þú ferð hamförum Ágúst, bæði í yfirlýsingum og rangtúlkunum á orðum okkar.

Gerðu nú sjálfum þér greiða og róaðu þig í að trúa öllu sem Watts segir. Ég er viss um að þú t.d. trúðir því sem kom fyrir helgi á heimasíðu Watts um gögn frá Nýja Sjálandi. En þar sagði að búið hefði verið að fikta í gögnunum þar til að búa til hlýnun. Það kom síðan í ljós að við flutning veðurstöðvar, þá þurfti að reikna hitastigsmuninn eftir flutninginn, þar sem henni var komið fyrir í hærra landi - eins og þú veist þá er kaldara hærra í landinu.

Skoðaðu færslu Watts: http://wattsupwiththat.com/2009/11/25/uh-oh-raw-data-in-new-zealand-tells-a-different-story-than-the-official-one/

Skoðaðu svo það sem sagt er á heimasíðu á Nýja Sjálandi: http://hot-topic.co.nz/nz-sceptics-lie-about-temp-records-try-to-smear-top-scientist/

Fyrir mér er þetta nóg til að taka mátulega mikið mark á þessu fíaskói sem að Watts og félagar eru að búa til núna. Það er ekki mögulegt fyrir okkur að fylgjast nægilega vel með öllum samsæriskenningunum sem að koma til að sigta út það sem mögulega er ámælisvert og mögulega er bara vitleysa í Watts og félögum. Því höfum við ákveðið að halla okkur bara aftur í stólnum og sjá hvað gerist. Því við vitum að, þó það myndi mögulega koma upp úr krafsinu að illa hafi verið staðið að málum á CRU, þá er nokkuð ljóst að öll önnur gögn styðja það sem loftslagsvísindamenn hafa verið að segja - það bendir allt til þess að hlýnunin sé meiri og hraðari en nokkurn tíman frá því samfélög manna tóku að þróast og að hún sé af mannavöldum.

Höskuldur Búi Jónsson, 30.11.2009 kl. 11:12

37 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Strákar mínir. Nú hættum við og snúum okkur að einhverju vitlegra. Látum aðra um þrasið...

Ég hvorki má vera að þessu né nenni...

Ágúst H Bjarnason, 30.11.2009 kl. 12:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggið

Ginnungagap

Ýmislegt

Loftslag

Click to get your own widget

Teljari

free counters

Álverð

http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0

Sólin í dag:

(Smella á mynd)

.

Olíuverðið í dag:

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 2
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 66
  • Frá upphafi: 764863

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 38
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband