Laugardagur, 26. desember 2009
Myndvinnsluforrit fyrir jólamyndirnar...
Fyrir réttu ári var fjallað um einfalt myndvinnsluforrit á þessum síðum í pistlinum Ókeypis og auðvelt myndvinnsluforrit: Picasa-3 frá Google.
Þrátt fyrir önnur miklu öflugri myndvinnsluforrit er Picasa það sem bloggarinn notar mest, enda er það einstaklega þægilegt í notkun. Það er þó tæplega hægt að kalla það myndvinnsluforrit, því frekar er um að ræða forrit til að flokka myndir og raða í albúm, hvort sem er í tölvunni eða á vefnum. Það er þó hægt að framkvæma á einfaldan hátt allar helstu aðgerðir til að klippa til myndir, laga lit og birtu, ásamt því að prenta út myndir. Allar þessa aðgerðir eru einstaklega auðveldar, og svo sakar ekki að Picasa er ókeypis.
Á vef Kennaraháskólans má finna leiðbeiningar. Kári Harðarson fjallar um hvernig nýjasta Picasa getur þekkt andlit hér.
Þó Picasa sé frábært forrit til að flokka myndir og lagfæra hefur það þó sínar takmarkanir. Picasa er alls ekki sambærilegt við Photoshop, en það er líka dálítill munur á verðinu, því sjálfsagt kostar Photoshop um hundarð þúsund krónur. Photoshop er reyndar óþarflega fullkomið og flókið fyrir flesta aðra en atvinnumenn.
Sem betur fer eru til alvöru myndvinnsluforrit sem kosta mun minna en Photosop og eru jafnfram auðveldari í notkun. Hér verður minnst á fáein þeirra. Menn mega gjarnan benda á önnur í athugasemdunum, eða segja sína skoðun.
Ókeypis myndvinnsluforrit sem lofar góðu, en fáir vita um, er Gimp. Forritið er í stöðugri þróun og er hægt að nálgast síðustu útgáfu á vefsíðunni www.gimp.org Gimp á fjölmarga aðdáendur og hefur verið boðið upp á námskeið um það á Íslandi. Þó ég hafi hlaðið niður þessu forriti, þá hef ég mjög takmarkaða reynslu af því og væri áhugavert að heyra af reynslu manna.
Corel selur ágætt myndvinnsluforrit sem heitir Paint Shop Pro X2. Sjá vefsíðu hér. Þetta er mjög öflugt forrit og getur flest af því sem maður hefur þörf fyrir og gerir það vel. Þetta forrit keypti ég fyrir mörgum árum, en nýjasta útgáfan er miklu betri. Forritið kostar aðeins $59 hjá Corel, en þar er einnig hægt að fá forritið lánað til reynslu. Sjálfsagt er að notfæra sér það. Veit ekki hvort forritið er selt í verslunum hér á landi. (Myndin efst á síðunni er af þessu forriti). Mjög gott.
Adobe selur Photoshop Elements 8 sem er litli bróðir hins stóra og fullkomna Photoshop CS4. Sjá vefsíðu Adobe hér. Með Photoshop Elements er hægt að gera flest allt sem venjulegur áhugamaður gerir með Photoshop, en á auðveldari hátt. Þeir sem hafa notað Photoshop vita hve erfitt er að ná tökum á því án tilsagnar. Photoshop elements getur hver sem er notað frá fyrsta degi, þar sem helstu aðgerðir til að lagfæra myndir er hægt að nálgast á einfaldan hátt. Smám saman lærir maður á flóknari aðgerðir, og auðvitað er helsti kosturinn að þá lærir maður um leið á gamla stóra Photoshop, þvi skyldleikinn leynir sér ekki. Forritið er hægt að fá lánað til reynslu hér, en það fæst m.a hjá Nýherja. Nokkur myndbönd hér. Mjög gott.
Hvort er betra Paint Shop Pro X2 eða Photoshop Elements 8? Sjálfsagt má deila um það endalaust. Paint Shop Pro X2 er heldur ódýrara og getur sumt betur en Photoshop Elements 8, en líklega eru þetta mjög sambærileg forrit. Sjálfur hef ég notað Photoshop Elements 8 undanfarið og líkar vel.
Margir eru miklu fróðari um þessi mál en bloggarinn, en hann notar Picasa lang mest til að hafa yfirlit yfir myndirnar, lagfæra smávegis og raða þeim í allbúm. Síðan er gott að grípa til öflugra forrits fyrir þessar fáeinu myndir sem óvart eru verulega góðar, en þær eru varla fleiri en ein af hverjum hundrað. Þá reynist Photosho Elements 8 vel.
Fróðlegt væri að fá ábendingar og reynslusögur...
Meginflokkur: Vísindi og fræði | Aukaflokkar: Spil og leikir, Tölvur og tækni, Vefurinn | Breytt s.d. kl. 16:04 | Facebook
Um bloggið
Ginnungagap
Ýmislegt
Loftslag
Teljari
Álverð
Sólin í dag:
(Smella á mynd)
.
Olíuverðið í dag:
Nýjustu færslur
- Kínverskur loftbelgur yfir Ameríku, og Amerískur belgur yfir ...
- Vísindavefurinn: Getum við seinkað klukkunni á Íslandi og fen...
- Sjálfstæðisflokkurinn með tæplega 19% meira fylgi en Samfylki...
- Bjarni Sigurðsson harmonikkusnillingur frá Geysi. Fáein orð...
- Hvers vegna valdi Apple ekki Ísland fyrir gagnaver...?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 2
- Sl. sólarhring: 13
- Sl. viku: 66
- Frá upphafi: 764863
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 38
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Tenglar
Ýmsar vefsíður
- Efnisyfirlit pistla
- Lofthiti - Sjávarstaða - Hafís - Sólvirkni... Beintengdir ferlar
- Club du Soleil Greinar um samaspil sólar og veðurfars
- Stjörnufræðivefurinn
- Astronomy Picture of the Day
- Climate4you
- Watts Up With That?
- World Climate Report
- CO2 Science
- The Reference Frame
- Climate-Audit
- ICECAP
- The Air Went
- Science Sceptical Blog
- Roy Spencer
- Friends of Sience
- Prometheus
- Öldur aldanna. Sjaldan er ein báran stök - einnig í veðurfari? (2003) Vefsíða ÁHB
- Gróðurhúsaáhrif eða eðlilegar sveiflur í virkni sólar? (Grein í Lesbók Mbl. 20. júní 1998) Höfundur Ágúst H. Bjarnason
- Er jörðin að hitna?-Ekki er allt sem sýnist (1998) Vefsíða ÁHB
Uppskriftir
Ýmsar mataruppskriftir
Myndaalbúm
Bloggvinir
- majab
- ragu
- amadeus
- andres08
- apalsson
- asabjorg
- askja
- astromix
- baldher
- biggibraga
- bjarkib
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- bjorn-geir
- blindur
- bofs
- brandarar
- daliaa
- darwin
- duddi9
- ea
- egillsv
- einari
- einarstrand
- elinora
- elvira
- emilhannes
- esv
- eyjapeyji
- fhg
- finder
- finnur
- fjarki
- flinston
- frisk
- gattin
- geiragustsson
- gillimann
- gretaro
- gthg
- gudmbjo
- gudni-is
- gummibraga
- gun
- gutti
- haddi9001
- halldorjonsson
- halldors
- hlini
- hof
- hordurhalldorsson
- hreinsamviska
- hronnsig
- hugdettan
- icekeiko
- ingibjorgelsa
- jakobbjornsson
- jakobk
- johannesthor
- johnnyboy99
- jonaa
- jonasgunnar
- jonmagnusson
- jonpallv
- jonthorolafsson
- juliusvalsson
- karljg
- katrinsnaeholm
- kikka
- kje
- klarak
- kolbrunb
- krissiblo
- ksh
- kt
- lehamzdr
- liljabolla
- lillagud
- lindalea
- lucas
- maeglika
- maggij
- maggiraggi
- marinomm
- martasmarta
- marzibil
- mberg
- midborg
- minos
- morgunbladid
- mosi
- mullis
- naflaskodun
- nimbus
- nosejob
- omarbjarki
- ormurormur
- palmig
- perlaoghvolparnir
- peturmikli
- photo
- possi
- prakkarinn
- raggibjarna
- rattati
- ravenyonaz
- redlion
- rs1600
- rynir
- saemi7
- sesseljamaria
- sigfus
- sigurgeirorri
- sjalfstaedi
- sjerasigvaldi
- skari60
- skulablogg
- sleggjudomarinn
- stebbix
- steinibriem
- steinnhaf
- stinajohanns
- stjornuskodun
- storibjor
- straitjacket
- summi
- tannibowie
- thil
- thjodarskutan
- throsturg
- toro
- tryggvigunnarhansen
- valdimarjohannesson
- valdinn
- vefritid
- vey
- vidhorf
- vig
- visindin
- vulkan
- kristjan9
- arkimedes
- kliddi
- eliasbe
Eldri færslur
- Febrúar 2023
- Janúar 2019
- Maí 2018
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- Ágúst 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Pixelmator, Photoshop fátæka mannsins
Finnur Bárðarson, 26.12.2009 kl. 17:07
Picture Window Pro http://www.dl-c.com/
Sigurður Sigurðsson (IP-tala skráð) 26.12.2009 kl. 21:48
Gimp er mjög fínt forrit sem ég gríp ennþá í öðru hverju, þó að ég sé kominn með Photoshop. Besta 'einfalda' forritið sem ég hef notað heitir hins vegar PhotoScape. Það er frítt, auðvelt í notkun og býður upp á allt það helsta nema menn ætli sér í mjög nákvæma og ítarlega myndvinnslu.
Egill Óskarsson, 27.12.2009 kl. 00:33
Það er illt að dæma um gæði forrita þegar maður þekkir bara eitt. Ég hef notað ACDSee, sem mér líkar vel við. Ég er líka trúaður á þá kenningu að besta forritið er það sem þú ræður vel við. Mér tókst nokkurn veginn að ráða við ACDSee en hin hef ég bara alls ekki prófað!
Magnús Óskar Ingvarsson, 27.12.2009 kl. 08:08
Það er fróðlegt að fá ábendingar um þessi myndvinnsluforrit sem þið notið. Það er líklega rétt hjá Magnúsi að besta forritið er það sem maður ræður vel við. Þess vegna skiptir máli að það sé auðvelt í notkun.
Ég er nýbúinn að skanna gömlu skyggnurnar sem reyndust vera tæplega 1500 talsins. Notaði Epson 4990 með Digital ICE. Myndirnar koma "ryklausar" úr skannanum og litleiðréttar þannig að aðeins þarf að klippa utan af þeim og endurraða í möppur/albúm. Til þess nota ég Picasa.
Ágúst H Bjarnason, 27.12.2009 kl. 08:59
Paint.net er frábært, ókeypis myndvinnsluforrit. Einfalt í notkun en þó öflugt.
Sjá http://www.getpaint.net/index.html
Og ekki skemmir fyrir að til eru íslenskar leiðbeiningar fyrir það sem Vigfús Hallgrímsson þróunarfulltrúi grunnskóla hjá Hafnarfjarðarbæ á heiðurinn af. Veit samt ekki hvort til er nýrri handbók en fyrir útgáfu 3.36.
http://www.hafnarfjordur.is/hafnarfjordur/upload/files/pdf/skolaskrifstofa/hugmyndablod/paintnethandbok336.pdf
Valur (IP-tala skráð) 27.12.2009 kl. 11:50
Valur.
Mér lýst mjög vel á forritið Paint.net sem þú bentir á. Ég skimaði yfir handbókina og dáðist af hve vel hún er skrifuð. Með þessu forriti og íslensku handbókinni er auðvelt að ná tökum á helstu aðgerðum í myndvinnsluforritum.
Ágúst H Bjarnason, 27.12.2009 kl. 12:55
Handbók fyrir Photoshop Elements 8 má finna hér.
Gæti tekið smá stund að hlaða skjalinu (300 bls.) niður.
Ágúst H Bjarnason, 27.12.2009 kl. 16:28
Náði í GIMP 2 en fannst það ekki nógu auðskilið fyrir mig, penslar og málning útum allt! Náði í annað "Free Picture Resizer" og skildi það svona til heimabrúks, það tekur meira að segja heilu möppurnar fyrir ef maður vill! Sá að einhver nefndi ACDSee hér að ofan, vildi að ég hefði lesið athugasemdina fyrr því ég notaði það forrit fyrir hrun (tölvunnar) og líkaði vel en mundi ekki eftir því núna!
Jólakveðja,
Ragnar Eiríksson
Ragnar Eiriksson (IP-tala skráð) 27.12.2009 kl. 22:52
Margt fróðlet hér að vanda. Takk Ágúst.
Marta B Helgadóttir, 28.12.2009 kl. 02:06
Fróðlegt að lesa um þessi mál hjá þér Ágúst. Ég hef fyrst og fremst notað Photoscape og haldið mér við það þótt ég hafi kynnst ýmsum öðrum. Hugbúnaðurinn er algjörlega frír, virkar mjög vel með ljósmyndir og höfundar hafa verið duglegir við að uppfæra hann.
Eyjólfur Sturlaugsson, 29.12.2009 kl. 05:35
Mac-notendur eru að sjálfsögðu ekki á flæðiskeri staddir með myndvinnslu enda er sá heimur vinsæll í listum og hönnun.
Það fylgja MacOS myndvinnsluverkfæri sem nægja flestum (iPhoto og Preview
Picasa er til fyrir MacOS og virkar fínt.
Graphic Converter er Shareware forrit sem kostar aðeins um 30 Evrur og er gríðarlega öflugt. Sumir vilja meina að Photoshop sé óþarft ef maður hefurþetta forrit en um það skal ég ekki dæma. Graphic Converter er búið að vera til vel á annan áratug amk og höfundurinn Thorsten Lemke hefur verið einstaklega duglegur við að halda því við og endurbæta. http://www.lemkesoft.com/
Björn Geir Leifsson (IP-tala skráð) 29.12.2009 kl. 12:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.