Nýr hitaferill frá gervihnetti sýnir kólnun...

 

 

msu-uah-jan2012-b.jpg

 

 

Janúarmánuður reyndist frekar kaldur samkvæmt gervihnattamælingum, eins og sjá má á myndinni hér fyrir ofan. Meðalhiti mánaðarins, mælt yfir nánast alla jörðina, reyndist tæplega 1/10 úr gráðu undir meðaltali áranna 1979-1999. Hitafallið í janúar er töluvert, eða rúmlega
0,2 gráður.

Ferillinn er fenginn af vefsíðu Dr. Roy Spencer.

Granni blái ferillinn sem hlykkjast ótt og títt sýnir mánaðagildi, rauði rólegi ferillinn sýnir 13 mánaða meðaltal, og svarta beina lárétta línan við 0,0°C sýnir meðalgildi tímabilsins 1979-1998. Ferlarnir eru frávik frá þessu meðaltali.


Roy Spencer skrifar: "The 3rd order polynomial fit to the data (courtesy of Excel) is for entertainment purposes only, and should not be construed as having any predictive value whatsoever".

Til að setja málið í samhengi, þá hefur hitastig jarðar hækkað um 0,7 til 0,8°C á síðastliðnum 150 árum, að hluta til af völdum náttúrunnar og að hluta til vegna umsvifa mannfólksins (losun CO2 og breytt landnýting). Sveiflurnar sem við sjáum hér fyrir ofan eru af sömu stærðargráðu.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Sæll Ágúst og takk fyrir að vekja athygli á hverju skipti sem þessi ákveðni ferill fer aðeins niður í samræmi við náttúrlegar sveiflur (El Nino og La Nina) og UAH gögnin virðast sveiflast meira bæði upp og niður við þessar sveiflur. Það er athyglisvert að sjá að hitafrávik niðursveiflna í dag er mun hærra en hitfrávik niðursveiflna áður (leitnin sést þar). Leitnin er alveg ljós, hitastig er og hefur verið að hækka síðustu áratugi, sjá t.d. samanburð á ferlunum hér undir, nánar Hin manngerða loftslagsbreyting samanborin við hina náttúrulegu:

Sveinn Atli Gunnarsson, 3.2.2012 kl. 09:13

2 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Ég nenni ekki að lesa í gegn um athugasemdirnar hjá Dr.Spencer en eitthvað hlýtur að hafa gengið á fyrst hann setur þennan fyrirvara um að 3rd order polynominal fit sé ekki ígildi "alvöru" kristalkúlu.

Guðmundur Jónsson, 3.2.2012 kl. 10:26

3 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Sæll Guðmundur

Það sem hann Roy Spencer á væntanlega við með þessari athugasemd er einfaldlega að ómögulegt er að spá fyrir um framtíðina með hjálp Excel :-)

Hann skrifar þetta á sína eigin bloggsíðu sem er oft á persónulegum nótum, e.t.v. svipað og blogg Einars Sveinbjörnssonar og Trausta Jónssonar.   Þetta er því kannski skrifað "tounge in cheek" eins og þarlendir menn kalla það, þ.e. í smá hálfkæringi.

Dæmi um að Þessi skrif hans eru á persónulegum nótum er að hann minnist í gær á dóttur sína sem lenti nýlega í slæmu bílslysi...

Ágúst H Bjarnason, 3.2.2012 kl. 13:30

4 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Annað gagnasett, en sýnir þó vel hugsunargang þeirra sem segja að hitinn standi í stað eða sé að kólna:

 

Höskuldur Búi Jónsson, 3.2.2012 kl. 15:38

5 identicon

Ágúst H Bjarnason, 3.2.2012 kl. 17:55: Það má sannarlega hafa gagn og gaman af heiðarlegum og málefnalegum skoðanaskiptum. En þegar málið snýst um að neyða mergsogna millistétt Íslands til að greiða kolefnisskatta og losunarkvóta (les: nútíma aflátssala) á upplognum forsendum kárnar gamanið.

Þegar minnaprófsjarðfræðingar, eilífðarstúdentar og ósköp venjulegir veðurfræðingar á Veðurstofu Íslands fara að leika veðurfarsguði er hætta á ferð. Minnaprófsjarðfræðingarnir ættu að halda sig við jarðfræðirannsóknir á miðhálendi Íslands, fjarri mannabyggðum, eilífðarstúdentarnir og wannabe-skógfræðingarnir (dönsku) ættu að rækta garðinn sinn og veðurfræðingarnir ættu að setja sér það grundvallarmarkmið að geta spáð með meira en 50% líkindum um veðrið á aðfangadag jóla - á Þorláksmessu.

Það er í öllu falli krafa íslenskra skattborgara að stjórnvöld felli tafarlaust niður siðlausan kolefnisskatt á eldsneyti.

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 3.2.2012 kl. 18:30

6 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

 http://agbjarn.blog.is/users/fa/agbjarn/img/ipcc_graphic_bazinga-600w.jpg

 

Ágúst H Bjarnason, 4.2.2012 kl. 20:22

Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggið

Ginnungagap

Ýmislegt

Loftslag

Click to get your own widget

Teljari

free counters

Álverð

http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0

Sólin í dag:

(Smella á mynd)

.

Olíuverðið í dag:

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 59
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 39
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband