The Great Global Warming Swindle í RÚV annað kvöld - 19. júní

Í byrjun mars s.l. var hér á bloggsíðunni kynnt kvikmyndin The Great Global Warming Swindle.

Myndin hefur vakið gríðarmikið umtal, enda málið funheitt. Þessi mynd verður sýnd í  Sjónvarpinu (RÚV) annað kvöld 19. júní  kl. 20:55. Myndin kallast í kynningu RÚV  "Er hnatthlýnunin gabb? The Great Global Warming Swindle".   Hugsanlega er þetta eitthvað stytt útgáfa.

Sjá bloggið um þessa mynd frá 10. mars: The Great Global Warming Swindle. Áhugaverð kvikmynd sem frumsýnd var fyrir skömmu.  Umræður urðu töluverðar í athugasemdum, og einnig í athugasemdum um bloggið Afkolun jeppaeiganda

Það má einnig benda áhugasömum á aðrar kvikmyndir í sama dúr sem kynntar hafa verið á blogginu: Doomsday Called Off og Climate Catastrophe Cancelled. Tvær áhugaverðar kvikmyndir um loftslagsbreytingar.

Á blogginu er einnig fjallað um kvikmynd Al Gore, An Inconvenient Truth, sem einnig hefur valdið heitum umræðum. Sjá hér.  Myndin sem sýnd verður í RÚV 19. júní er einmitt andsvar allmargra vísindamanna við mynd Al Gore.  

Það er sjálfsagt að kynna sér málið frá öllum hliðum, og hafa ánægju af, hvort sem maður er sammála eða ekki.

Vefsíðan http://www.greatglobalwarmingswindle.co.uk er helguð kvikmyndinni.

Það skyldi þó ekki vera að svona kvikmyndir valdi meiri hnatthlýnun en CO2? Að minnsta kosti verður allmörgum æði heitt í hamsi Smile.

center


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll,

Mig langar að benda á umræður um efnið á þessum slóðum, en ég reikna reyndar með að þú sért gerkunnugur málinu, fram og til baka. Vil þó nefna, sem hefur ekki komið fram hjá þér að a.m.k. fjórir vísindamenn í myndinni hafa mótmælt því hvernig viðtöl við þá voru klippt og slitin úr samhengi, og að þáttagerðarmennirnir hafi talað við þá undir fölsku flaggi:

http://www.medialens.org/alerts/07/0313pure_propaganda_the.php

http://reasic.com/2007/03/10/the-great-global-warming-swindle-questions-answered/

Mikið lesefni þarna sem ætti að slá á upphrópanir sem lítil innistæða er fyrir (ég hef ekki áhyggjur af þér Ágúst).

Hans Júlíus Þórðarson (IP-tala skráð) 18.6.2007 kl. 14:03

2 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Sæll Hans

Þakka þér fyrir innleggið. Allt er vel þegið.

Það er auðvitað nauðsynlegt að skoða þessi mál með opnum huga og án fordóma, ef það er hægt. Á vefsíðunum, sem þú bendir á er mikið lesefni, eins og þú segir. Hitaferillinn á myndinni hefur verið mikið í umræðunni, en á vefsíðunni Climateaudit er einmitt fjallað um þennan feril í kvikmyndinni, og hvaðan hann er væntanlega fenginn. Er það vegna gagnrýni sem komið hefur fram.

Sjá http://www.climateaudit.org/?p=1519 

Ferillinn hér fyrir neðan,  frá Hansen and Lebedeff 1988, er keimlíkur þeim sem er í myndinni. Fleiri slíkir eru á ClimateAudit.   James Hansen er meðal þekktustu loftslagsfræðinga.

Það er mikið um umræður um þessi mál á netinu, enda ekki furða þar sem málið er heitt og óvissan mikil.  Eiginlega mundi það æra óstöðugan að reyna að fylgjast með því sem fram kemur í þessum málum.

Segðu mér Hans, hvaða aðrir vísindamenn en Carl Wunsch kvörtuðu yfir því að viðtöl þeirra hefðu verð klippt úr samhengi?  Það hefur alveg farið fram hjá mér.

Bestu kveðjur, Ágúst

hansen1988_fig1red.jpg

Ágúst H Bjarnason, 18.6.2007 kl. 16:24

3 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Það hefur skapast ákveðinn vísindalegur rétttrúnaður í kringum kenningar um loftslagshlýnunina og þeir sem leyfa sér að efast eru úthrópaðir.

Þessi viðbrögð og réttrúnaður er mjög óvísindalegur þar sem vísindin eiga jú að ganga út á að spyrja og efast.

Sigurjón Þórðarson, 18.6.2007 kl. 17:38

4 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Sæll Sigurjón. Þú hittir naglann á höfuðið þegar þú segir "Þessi viðbrögð og réttrúnaður er mjög óvísindalegur þar sem vísindin eiga jú að ganga út á að spyrja og efast."

Thomas Henry Huxley: "The improver of natural knowledge absolutely refuses to acknowledge authority, as such. For him, scepticism is the highest of duties; blind faith the one unpardonable sin". 

Veit ekki hvort það er viðeigandi að benda á splunkunýja grein  GLOBAL WARMING AS RELIGION AND NOT SCIENCE eftir John Brignell

Ágúst H Bjarnason, 18.6.2007 kl. 17:56

5 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Hér heima grípa umhverfisflónin oft til þess ráðs, að vísa til "fjölda vísindamanna" sem aðhyllast hlýnun veðurfars af völdum lífsandans CO2. Þessu fólki er auðvitað fyrirgefið, því að það skortir skilning á eðli vísinda og það heldur að vísindi séu lýðræðisleg. Þvert á móti, oftar en ekki hefur meirihlutinn rangt fyrir sér, þegar um vísindaleg efni er að ræða.

Það er hægt að mæla með skrifum John Brignell á Number Watch.

Hefur nokkur séð málefnalega umfjöllun á prenti eða filmu, sem ekki hefur innihaldið einhverjar villur ? The Great Global Warming Swindle er ekki heldur laus við einhverjar villur, en málið snýst um að meta þetta efni, ásamt öðrum upplýsingum sem manni eru tiltækar.

Á Netinu er hægt að finna margar þeirra vísindagreina sem "sérfræðingarnir" túlka. Með nokkurri yfirlegu geta flestir skilið hvað verið er að tala um og greint kjarnann frá hisminu, "sannleikann" frá trúboðinu.

Kveðja.

Loftur Altice Þorsteinsson, 18.6.2007 kl. 20:01

6 Smámynd: Einar Þór Strand

Arngrímur

Það hefur enginn getað sýnt framá að CO2 geti valdið þeirri hlýnun sem á sér stað.  En eitt er víst að ef við eigum ekki að eyðileggja jörðina þá verðum við að bregðast við offjögun mannkyns en við þurfum sennilega að fækka okkur niður í um 3 milljarða ur þeim rúmu 6 sem við erum nú, en það þorir enginn að ræða þetta.

Einar Þór Strand, 18.6.2007 kl. 22:43

7 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Aukinn mannfjöldi á Jörðinni með aukinni orkunotkun og almennt auknum umsvifum, skilar svo sannarlega varma til umhverfisins, en hversu miklum ? Ef veðurfar fer raunverulega hlýnandi, sem ekki er öruggt, getur verið að ástæðunnar sé að leita til þessara auknu umsvifa, eins og Einar bendir á.

CO2-kenningin virðist mér vera röng, en ég áskil mér rétt til að skipta um skoðun. Er ég þess vegna á launum hjá olíjufyrirtækjum ? Þetta er fáránleg samsæriskenning. Að standa gegn ríkjandi trúarskoðunum kostar margvíslegar fórnir. Flestir velja hins vegar þann kost, að fylgja straumnum og láta lítið á sér bera.

Loftur Altice Þorsteinsson, 18.6.2007 kl. 23:54

8 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Ég horfði á myndina í sjónvarpinu í kvöld, en fyrir nokkru hafði ég séð myndina í fullri lengd á netinu. Þetta er ný og aðeins endurbætt útgáfa, og er búið að fjarlægja hnökra og villur sem voru í frumútgáfunni. Carl Wunsch kemur ekki fram hér, enda var hann eitthvað óánægður með viðtalið við sig.

Myndin er vissulega mjög sannfærandi. Ég efast um að hægt sé að finna nokkuð að þessari útgáfu. Myndin getur ekki hafa stuðað neinn sem er í sæmilega andlegu jafnvægi.

Ágúst H Bjarnason, 19.6.2007 kl. 22:28

9 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Ég sá myndina og fannst hún áhugaverð.  Ég hafði einhvern tíman borið það í tal við áhrifakonu innan VG að það væru ýmis álitamál hvað varðar orsök breytinga á hitastigi og það væri vert að skoða fleiri skýringar en koltvísýringin í því sambandi. 

Svarið var Sigurjón minn það eru svo og svo margir vísindamenn sem hafa skrifað upp á gróðurhúsakenninguna.

Ég hef satt að segja meiri áhyggjur af umhverfisskaða af manna völdum vegna ófriðar styrjalda en losun CO2.

Sigurjón Þórðarson, 19.6.2007 kl. 23:14

10 identicon

 Sælir

Efahyggja hefur fengið nýja merkingu í umræðunni um global warming. Að "efast" þýðir nú að afneita öllum kenningum. Þannig hefur efahyggjumaður fengið nýja andstæða merkingu.

Margir sem koma fram í myndinni eru ekki efahyggjumenn, heldur öfugt. Þeir afneita kenningunni og koma fram með ýmis rök sem flest eru í engri mótsögn við kenninguna um að global warming sé af mannavöldum.

Ég verð reiður og argur þegar fólk kemur fram sem veit lítið sem ekkert um fræðin, og fullyrðir eitt og annað um gildi loftslagskenninga, eins og gert er af flestum á þessari síðu. Slíkt fólk hefur enga vísindahugsun, enga gagnrýna rökhugsun.

Myndin 'The Great Global Warming Swindle' er að mörgu leyti ómálefnaleg, fyrst ber að nefna nafnið á myndinni. Að varpa óhróðri um tilgátuna um global warming af mannavöldum  (GWAM) með þessum hætti gerir mig reiðan, því það er nauðsynlegt að takmarka umfjöllunina sem mest við vísindin sjálf. Það versta sem getur gerst er að tilgátan um GWAM sé rétt og ekki er brugðist rétt við henni.

Margt sem kom fram í myndinni er ekki í mótsögn við GWAM, heldur bara dylgjur og ýkjur sem koma GWAM ekkert við. Til dæmis, stór kafli myndarinnar fór í að fjalla um fjölmiðla og rök pg hegðun almennings. Þetta snýst ekki um rök almennings, heldur rök vísindamanna. 

Þau vísindalegu rök sem koma fram í myndinni eru því miður mörg hver ýkjur, rangar, og gert er mikið úr mjög veikum tilgátum sem eru í mótsögn við GWAM.

Sem dæmi um slík rök er eftirfarandi:

"Vegna þess að hitabreytingar leiddi CO2 breytingar fyrir okkar tíð þá getur CO2 ekki verið að leiða hitabreytingar núna"

Þessi setning kom fram í myndinni (upprunalegu), og er einmitt sama rökskekkjan sem "efahyggjumenn" hafa verið að gagnrýna í setningunni "Vegna þess að CO2 og hiti fylgjast að þá valda breytingar í CO2  breytingum í hita". Svo kemur einmitt þessi sama rökskekkja fram í myndinni!

Fyrir okkar tíð þá leiddu breytingar í hita breytingar í CO2. En í dag eru breytingar á CO2 af mannavöldum. Því er ekki hægt að afsanna þátt í CO2 í hita. Hitasveiflur áður fyrr voru mjög miklar, miklu meiri en svo að vísindamenn geti skýrt þær með sveiflum í útgeislum sólar, svo það er talið að “feedback” effect í gegnum CO2 hafi styrkt þessar sveiflur. Það er í samræmi við GWAM.

Í myndinni kemur fram að það hafi verið hlýrra á miðöldum en það er núna. Staðreyndin er hins vegar sú að engin gögn eru til um global temperatures frá þessum tíma. Hins vegar eru vísbendingar um að sums staðar á jörðinni hafi verið hlýtt og sums staðar kalt. Ýmis gögn og vísbendingar hafa komið fram sem benda til að það sé hlýrra núna en síðustu 125.000 árin.

Í myndinni er gert lítið úr loftlagslíkunum. Mér sýnist þarna hafi verið ýkt mikið um þessi líkön. Ég er sjálfur ekki hrifinn af flóknum tölfræðilíkunum, verandi stærðfræðingur sjálfur, en þetta líkan er sennilega deterministic. Mig langar samt að líma þessu inn, sem einnig varðar kólnunina sem átti sér stað eftir 1940 til 1970.

“Climate models that take into account only natural factors, such as solar activity and volcanic eruptions, do not reproduce 20th century temperatures very well. If, however, the models include human emissions, including greenhouse gases and aerosols, they accurately reproduce the 1940 to 1970 dip in temperatures.”

Kenning Henrik Svensmark virðist vera mjög veik. Meira um það hér:

http://environment.newscientist.com/channel/earth/climate-change/dn11651

Ég mæli með að skoða þennan tengil:

http://environment.newscientist.com/channel/earth/dn11462

Þó að ekki sé hægt að sanna óyggjandi að CO2 sé aðaldrifkrafturinn á bak við global warming, þá er ekkert sem hefur komið fram sem skýrir hlýnunina að nokkru leyti með öðrum hætti. Efahyggjumaðurinn útilokar því ekki GWAM, en útilokar ekki hinn kostinn heldur.

Árni Richard (IP-tala skráð) 20.6.2007 kl. 07:37

11 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Margir mega ekki til þess hugsa að breytingar í sólinni hafi valdið "undarlegu" kólnuninni sem var frá um 1945 til um 1975. Rök þeirra eru að loftbornar agnir hafi valdið kólnunni, þannig að þó svo að fylgnin milli aukins CO2 og lofthita sé engin á þessu tímabili, þá sé það samt sem áður ekkert á skjön við gróðurhúsakenninguna.

Ein aðferð til að skoða hvort agngamengun (areosols) hafi valdið kólnuninni 1945-1975 er að bera saman hitaferla fyrir norðurhvel og suðurhvel jarðar, eins og gert er hér að neðan með gögnum frá CRU.

Loftagnamengun ætti að vera miklu minni á suðurhveli jarðar en á norðurhveli, enda miklu minni mengun á suðurhvelinu eins og flestum ætti að vera ljóst. Mest allur mengandi iðnaður er á norðurhvelinu, og þar er einnig þéttbýlið miklu meira en á suðurhvelinu, og þar með mengandi umferð.   Þess vegna ætti að bera minna á kólnun á suðurhvelinu 1945-1975, ef loftagnakenningin er rétt.

Takið eftir því hvernig ferlarnir haldast í hendur til 1920, en skiljast þá að. Meiri hlýnun verður á norðurhvelinu eftir það, þrátt fyrir að þar ættu að vera meiri loftagnir (areosols).

Auk þess verður hitafallið mjög snöggt eftir 1945, bæði á norður og suðurhvelinu. Hvernig ætti loftagnamengun að geta valdið því?

Ágúst H Bjarnason, 20.6.2007 kl. 08:49

12 identicon

Ástæðan fyrir meiri hitaaukningu á norðurhvelinu er einkum vegna þess að landssvæði heimsins liggja að mestu leyti á norðurhveli jarðar, en gróðurhúsaáhrifin eru sterkari yfir landssvæði heldur en hafsvæði. 

Árni Richard (IP-tala skráð) 20.6.2007 kl. 09:43

13 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Sæll aftur Árni. Svo við leikum okkur aðeins meira, og höfum gagn og gaman af:

Hvers vegna hefur verið að kólna á Suðurskautslandinu undanfarna áratugi, nema við Suðurskauts-skagann sem nær langt til norðurs?  Varla nokkur loftagnamengun í þessari heimsálfu.

Sjá t.d. þessa síðu frá NASA Earth Observatory:
http://earthobservatory.nasa.gov/Newsroom/NewImages/images.php3?img_id=17257

Eða hér:
Guess what? Antarctica's getting colder, not warmer
http://www.csmonitor.com/2002/0118/p02s01-usgn.html

Hvað veldur?

Ágúst H Bjarnason, 20.6.2007 kl. 11:04

14 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Sæll Árni.

Þú segir: "Í myndinni kemur fram að það hafi verið hlýrra á miðöldum en það er núna. Staðreyndin er hins vegar sú að engin gögn eru til um global temperatures frá þessum tíma. Hins vegar eru vísbendingar um að sums staðar á jörðinni hafi verið hlýtt og sums staðar kalt. Ýmis gögn og vísbendingar hafa komið fram sem benda til að það sé hlýrra núna en síðustu 125.000 árin".

Þetta er ekki rétt. Fjölmörg gögn eru einmitt til. Á vefsíðunni  http://www.co2science.org/scripts/CO2ScienceB2C/data/mwp/mwpp.jsp   er samantekt yfir slíkar rannsóknir og niðurstöður bornar saman. Alls staðar er getið heimilda, vísindamenn og vísindastofnanir (þar á meðal Raunvísindastofnun) nafngreindar.

Niðurstöður rannsóknanna eru dregnar saman og birtar á ýmsan hátt. Til dæmis myndirnar hér fyrir neðan. MWP stendur fyrir Medieval Warm Period (fyrir um þúsöld) og CWP stendur fyrir Current Warm Period, eða hlýindin sem nú eru.

Á seinni myndinni sýna brúnu stólparnir fjölda rannsókna sem gefa til kynna að hlýrra hafi verið á miðöldum en í dag. Á efri myndinn sést hve miklu hlýrra hefur verið en í dag samkvæmt niðurstöðum rannsóknanna. 


Figure Description: The distribution, in 0.5°C increments, of Level 1 Studies that allow one to identify the degree by which peak Medieval Warm Period temperatures either exceeded (positive values, red) or fell short of (negative values, blue) peak Current Warm Period temperatures.

Figure Description: The distribution of Level 2 Studies that allow one to determine whether peak Medieval Warm Period temperatures were warmer than (red), equivalent to (green), or cooler than (blue), peak Current Warm Period temperatures.

Sjálfsagt er að skoða þennan vef vel, en á honum eru m.a gagnvirk kort sem sýna hvar rannsóknir hafa verið framkvæmdar

Svo er ótvírætt að á steinöld (Holocene Climatic Optimum) var enn hlýrra en á miðöldum og í dag. Sjá t.d. http://en.wikipedia.org/wiki/Holocene_climatic_optimum

Ágúst H Bjarnason, 20.6.2007 kl. 11:24

15 identicon

Þessi umræða er auðvitað staðbundin, og stangast ekki á við kenningar um global warming, því sumir staðir kólna á meðan flestir hlýna. Staðbundin kólnun er engan veginn sönnun á að heimurinn sé ekki að hlýna.

Varðandi Antartíku, þá sýndi ein rannsókn að ísinn hafi þykknað á árunum 1992 til 2003.

http://dx.doi.org/10.1126/science.1110662

Önnur rannsókn á tímabilinu 2002 og 2005 gefur til kynna að ísinn bráðni

http://environment.newscientist.com/channel/earth/mg18925424.700

Ég vona auðvitað að Antartíka sé ekki að bráðna, því ef allur ís þar bráðnar þá eykst yfirborð jarðar um 61 meter.

http://www.grida.no/climate/ipcc_tar/wg1/412.htm

Annars þá er þetta mál reifað hér:

http://environment.newscientist.com/channel/earth/climate-change/dn11648 

Ég vildi hafa meiri tíma til að lesa greinar, en meistaraverkefnið mitt tekur mestan tíma minn núna.

Árni Richard (IP-tala skráð) 20.6.2007 kl. 11:26

16 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Önnur samantekt er hér:

Proxy climatic and environmental changes of the past 1000 years

http://www.int-res.com/articles/cr2003/23/c023p089.pdf

ABSTRACT: The 1000 yr climatic and environmental history of the Earth contained in various proxy records is reviewed. As indicators, the proxies duly represent local climate. Because each is of a different nature, the results from the proxy indicators cannot be combined into a hemispheric or global quantitative composite. However, considered as an ensemble of individual expert opinions, the assemblage of local representations of climate establishes both the Little Ice Age and Medieval Warm Period as climatic anomalies with worldwide imprints, extending earlier results by Bryson et al. (1963), Lamb (1965), and numerous intervening research efforts. Furthermore, the individual proxies can be used to address the question of whether the 20th century is the warmest of the 2nd millennium locally. Across the world, many records reveal that the 20th century is probably not the warmest nor a uniquely extreme climatic period of the last millennium.

Ágúst H Bjarnason, 20.6.2007 kl. 11:42

17 identicon

Í síðasta innleggi átti að standa "yfirborð sjávar".

Ýmsar rannsóknir hafa verið gerðar á þessu eins og þú segir. En ekki er notast við bein gögn heldur afleidd eða "reconstructed" gögn. Það er það sem ég átti við að ofan.

Hér er graf sem sýnir ýmsar rannsóknir fram á árið 2006. Flestar þeirra gefa til kynna að það sé hlýrra núna en á miðöldum.

http://environment.newscientist.com/data/images/ns/cms/mg18925431.400/mg18925431.400-2_752.jpg

Til þess að fá einhvern botn í hvort miðaldir voru hlýrri eða ekki þá er nauðsynlegt að skoða allar rannsóknarskýrslur vel, en því miður hef ég ekki tíma í það.

Það er greinilega ekki sama hverjir safna niðurstöðunum. En athyglisverð umræða engu að síður.

Árni Richard (IP-tala skráð) 20.6.2007 kl. 13:43

18 identicon

Þú sagðir: 

"Svo er ótvírætt að á steinöld (Holocene Climatic Optimum) var enn hlýrra en á miðöldum og í dag. Sjá t.d. http://en.wikipedia.org/wiki/Holocene_climatic_optimum "

Ef þú skoðar myndina á þessari síðu sem þú linkar í, þá er svarta breiða línan meðaltala af 8 mælingum. Hitastigið árið 2004 er sýnt með ör:

<img src="http://upload.wikimedia.org/wikipedia/en/c/ca/Holocene_Temperature_Variations.png"> 

Þú sérð að 2004 mælingin stendur mun hærra en breiða línan síðustu 12.000 árin.

Af þessum mælingum og mismun þeirra má merkja hvað mælitæknin er ónákvæm.

Því er fjarri sanni að steinöldin hafi verið hlýrri en hitastig síðustu ára, sýnist mér. Hvað sýnist þér? 

Árni Richard (IP-tala skráð) 20.6.2007 kl. 22:34

19 identicon

Árni Richard (IP-tala skráð) 20.6.2007 kl. 22:37

20 identicon

Ég fór í gegnum greinagagnagrunninni í skólanum mínum og skoðaði nýjustu 3 greinarnar um þetta efni. Allar styðja það að 20.öldin er hlýrri en miðaldirnar.

http://www.sciencemag.org.globalproxy.cvt.dk/cgi/content/full/311/5762/841

"Direct interpretation of the RCS reconstruction suggests that MWP temperatures were nearly 0.7°C cooler than in the late twentieth century"

http://www.agu.org/pubs/crossref/2006/2005JD006352.shtml

http://polar.alaskapacific.edu/mloso/Manuscripts/Losoetal2006.pdf

Árni Richard (IP-tala skráð) 21.6.2007 kl. 13:25

21 Smámynd: Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is)

Það er erfitt fyrir almenning að þurfa að draga ályktanir af alls kyns kvikmyndum og myndböndum af YouTube þar sem áhorfendur eru mataðir af upplýsingum. Við verðum að treysta að vísindamenn beri fram frumgögn sín því það er siðferðisleg skylda þeirra. Vísindamenn ættu líka að túlka þessi gögn vandlega og varlega. 

Það mega auðvitað allir hafa sína skoðun þar sem þetta má snertir okkur auðvitað öll. En skoðanir byggðar á klipptum viðtölum, myndbrotum, gúggluðum línuritum og fréttaskotum ættu ekki að vega stórt þegar pólitíkusar standa frammi fyrir að taka ákvarðanir varðandi loftslagsbreytingar. 

Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is), 21.6.2007 kl. 13:51

22 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Það er etv. fróðlegt að sjá hvað loftslagsfræðingur segir um myndina:

http://www.theage.com.au/news/opinion/a-lot-of-hot-air/2007/06/15/1181414543054.html 

A lot of hot air?
William Kininmonth
June 16, 2007

(William Kinimonth is now a consulting climatologist. He previously worked at the Australian Bureau of Meteorology for 38 years, the last 12 as head of the National Climate Centre, and was Australian delegate to the World Meteorological Organisation&#39;s Commission for Climatology for 18 years. He is the author of a book, Climate Change: A Natural Hazard (2004)).

The decision by ABC TV to show a shortened version of the Great Global Warming Swindle documentary, which challenges the majority view that global warming is primarily caused by human activity, has produced angry responses in various quarters. There is clearly an attempt to discredit the documentary even before it is shown.

Journalist and academic George Monbiot recently claimed the documentary relies on people "whose findings have been proven wrong" (The Age, 25 May).

I have now had the opportunity to view this documentary and, as a meteorologist with qualifications and experience in assessing the factors influencing climate, I can say that this claim is not correct.

In reality, the 15 or so interviewed are all highly-qualified scientists or journalists with scientific credentials and experience. Their arguments strongly contradict what they see as a visionary perception of global warming being caused by anthropogenic activity and requiring a solution at the global level.

Contrary to Monbiot&#39;s assertion, the factual material used in support of their arguments has not been proven wrong. His reaction reflects concern that the arguments by the interviewees (and many others) are having an increasing influence and that the elitist claims of a scientific consensus can no longer be sustained.

Let me respond to specific points made by Monbiot.

He argues that the film&#39;s main contention is that the rise in global temperatures is caused not by greenhouse gases but by changes in the sun&#39;s activity. True, it does identify strong correlations between solar activity and global mean temperature and that a plausible scenario exists, suggesting global temperature variations are a natural response to solar activity.

But the key point of the film is not the solar/temperature link. Rather, it is that there is only poor correlation between CO2 concentrations and global mean temperature. This conclusion, of course, undermines the importance of CO2 as a climate-forcing agent.

Monbiot seeks to discredit the correlation between solar activity and temperatures, as suggested in the film based on analyses by Danish atmospheric physicist Dr Eigil Friis-Christensen, by pointing to major revisions Friis-Christensen has made to his theoretical framework. Such revisions are not unusual in advancing understanding of complex scientific problems. While Friis-Christensen recognises his theory on process needs further refining, the fact remains that the evidence is of a strong solar-global temperature correlation, unlike the relatively poor correlation between CO2 and temperature.

A further claim by Monbiot is that the film neglects to mention that Professor Christy&#39;s claim of discrepancies between temperatures at the Earth&#39;s surface and temperatures in the troposphere (the lower and middle atmosphere) was shown to be wrong, and acknowledged as such by Christy himself. This is not so. Christy has acknowledged refinements to the method used for analysing satellite data developed by others and reprocessed the data. His later analyses are by no means discredited. They are quoted by the IPCC and continue to show that the global atmospheric temperature rise is less than at the surface.

The basic point here is that, if temperature data shows substantial warming on the earth&#39;s surface but little or no such warming above the surface, it challenges the idea of human-induced global warming. In fact, contrary to computer models, satellite and radiosonde (weather-balloon) data only show warming over the middle and high latitudes of the Northern Hemisphere. In contrast with computer model projections of warming, there is absolutely no atmospheric temperature trend over Southern Hemisphere middle to higher latitudes according to satellite and radiosonde data. Over tropical regions any trend is masked by the variability associated with El Nino.

Monbiot also refers to the claim by oceanographer Carl Wunsch that he was misrepresented in the film. Wunsch&#39;s comments about the performance of computer models were not unusual. Importantly, Wunsch has publicly stated (in opposition to alarmist predictions that global warming will stop the Gulf Stream and cause the onset of a new ice age, as depicted in the film, "The Day After Tomorrow") that the Gulf Stream will not stop until the winds stop blowing and the earth stops rotating!

Monbiot is correct in pointing out that, "to form a balanced, scientific view, you have to consider all the evidence, on both sides of the question". It is a pity that he and some like him do not observe the dictum.

 ---

(Það má reyndar geta þess, að eins og flestir sem hafa aðra skoðun en menn eiga að hafa, hefur William Kininmonth
orðið fyrir persónuníði (ad hominem), en það virðist víst mörgum, vera allt í lagi. Hann hefur þó breitt bak og þolir slíkt vel. Hann er þó a.m.k. fagmaður).

Ágúst H Bjarnason, 21.6.2007 kl. 16:02

23 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Hér er tilvitnun í aragrúa rannsókna og greina um Holocene Climate Optimum og jafnvel Medieval Warm Period.Umræðulistinn er UK Weather World, en menn eru þar að leggjast á sveifina og hjálpast að við að finna hvað er rétt í þessum málum.Í innganginum að þessum þræði stendur:"We spend most of our time here disagreeing amongst ourselves and disagreeing with everyone else....Maybe it's time we started working together?  .... So the idea of this thread is to collate all avaliable evidence on regional climates during the Holocene Climatic Optimum (aka Hypsithermal aka Atlantic Period).  It&#39;s often said that the world is the warmest now that it&#39;s been for thousands or millions of years.   Well, let&#39;s find out!    .....    Once everything is collated we can hopefully work together to get a clear idea of what the world was like then and how it compares with today.  Which in turn should give everyone a better idea of how seriously to take some of the announcements we see in the media every week about how much warmer the world has/will become.   http://www.ukweatherworld.co.uk/forum/forums/thread-view.asp?tid=5124&start=1

 

Ágúst H Bjarnason, 21.6.2007 kl. 16:46

24 identicon

Mér finnst alveg lágmark að umsagnaraðilar sem vísað er í hafi fengið fleira en tvær birtingar á vísindagreinum. Reyndar myndi ég setja lágmarkið í 25 greinar.

 "But the key point of the film is not the solar/temperature link. Rather, it is that there is only poor correlation between CO2 concentrations and global mean temperature. This conclusion, of course, undermines the importance of CO2 as a climate-forcing agent."

Nei, þetta er ekki rökrétt. Þó að solar activity eða aðrir þættir hafi stýrt hitasveiflum á undan okkar tíð, þá er ekkert sem segir að "feedback" áhrifin hafi ekki verið til staðar, og þ.a.l. er ekkert sem segir að CO2 hafi ekki mikil áhrif á hitastig.

Árni Richard (IP-tala skráð) 21.6.2007 kl. 18:09

25 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Árni eyðir miklu púðri til varnar kenningunni um hlýnun Jarðar, af völdum lífsandans CO2. Honum verður þó ekkert ágengt, en upplýsir hins vegar ýmislegt um viðhorf umhverfisflónanna, sem þarft er að vita. Hann segir meðal annars:

Þessi umræða er auðvitað staðbundin, og stangast ekki á við kenningar um global warming, því sumir staðir kólna á meðan flestir hlýna. Staðbundin kólnun er engan veginn sönnun á að heimurinn sé ekki að hlýna.

Með öðrum orðum umhverfisflónin gefa sér, að þau geti valið mælistaði þannig að meðaltal mælinga sýni hlýnun. Sannanlega sýna sumir mælistaðir hlýnun og aðrir kólnun. Það er einnig sannanlegt að í sumum tilvikum stafar hlýnun þessara staða af þéttbýli, borgum og bæjum (Urban Heat Island).

Hér fyrir neðan er línurit frá Japan, sem sýnir greinilega svona tilvik. Tekin eru 10 ára september-meðaltöl í Tokyo og nágreni. Nærri árinu 1974 tók hitastig í Tokyo að hækka mun hraðar en í nágreninu. Er hér fundin skýring á hnattrænni hlýnun ? Ef marka má orð Árna, að hægt sé að velja úr þá mælistaði sem sýna hlýnun, getur það vel verið.

Image:HeatIsland Kanto en.png

Loftur Altice Þorsteinsson, 21.6.2007 kl. 18:23

26 identicon

Einmitt, ég er bara flón og þú ert kominn með skýringu á global warming sem öllum yfirsást.

Mér þykir alltaf erfitt þegar menn koma og drepa vísindalega umræðu með því að kalla aðra illum nöfnum. Ég hef engu við að bæta á þessari síðu.

Árni Richard (IP-tala skráð) 21.6.2007 kl. 19:57

27 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Sæll aftur Árni Richard.

Ég vil þakka þér fyrir skrifin og áleitnar spurningar.  Það getur verið fræðandi að fá óþægilegar spurningar eða athugasemdir, því það hvetur mann til að leita svara, og maður verður smám saman fróðari. Til þess er auðvitað leikurinn gerður.


Ég sendi fyrirspurnin um línuritið sem er í Wikipedia inn á póstlista sem fjallar um loftslagsbreytingar í morgun. Hér eru nokkur svör  sem ég fékk í gær frá reynsluboltum í þessum fræðum. 

(Ég sleppi því að nafngreina þá sem svöruðu af tillitssemi við þá, en tveir þeirra eru með PhD gráðu. Þetta er lokaður póstlisti).


Frá Finnlandi:
Unfortunately for verification the Wikipedia graph does not show from where the data has been collected and furthermore, a comparison between proxy temperatures and thermometer readings is not scientifically correct.

Just as an example from Finland, deciduous trees that currently abound in Europe and today are limited to southernmost Finland, grew during the Holocene Optimum 600-800 km further north. Also stone age man was known to eat water chestnut (trapa natans) which today has its northernmost extent in southern Lithuania. There are many more indicators that global T was substantially higher than today.

I am glad that your TV has run the Swindle film. They also showed it in Swedeen a few weeks ago. Here in Finland our TV still has not decided whether to show or not. Our media is very careful with critique on AGW. Actually our prime minister declared a few months ago "All questioning of manmade global warming must END NOW!

Regarding Carl Wunsch, I do believe that he has been pressed to denounce his critique of AGW.

 ---

Frá hollandi:
"The graph seems rather odd to me as the reconstructions seem to go all over the place, don&#39;t show the same fluctuations and for all I know actually show different things i.e. summer temperatures versus yearly averages. Taking an average of all reconstructions without even providing a list which reconstructions are displayed may be acceptable to someone who wants to prove a point, but certainly isn&#39;t scientific. Based on these "observations" I&#39;d seriously question the reliability of the graph. In a more general sense Wikipedia provides a platform for opinions, not a reliable method of gather and validate facts. In some areas e.g. mathematics, it works reasonably well though".

---

Frá Þýskalandi:
All datas during the holocene in the grafik are smoothed. The shown temperature from 2004 seems not to be smoothed in the same way,  so one can&#39;t compare this.
Another point is to compare thermometers with proxies.
I think there are a lot of years during the holocene which were warmer than 2004.
But perhaps we don&#39;t no, because of no available data.

---

Frá USA
There is no citation for the graph, especially the "Recent Proxies" graph so we have no idea where this comes from. It was my impression that recent standard proxies were not showing the surface warming. This is very suspicious.

---

Temperature variations during the Holocene from a collection of different reconstructions and their average.  Most recent period is on left.

Nokkrar umræður spunnust um málið, og var m.a bent á þessa grein þar sem segir m.a: During the period of maximum forest extension, the mean July temperatures along the northern coastline of Russia may have been 2.5° to 7.0°C warmer than modern.

Einnig var bent á þessa grein með  þar sem fjallað er um grein í Geophysical Research Letters, og sést þar 18.000 ára gamall hitaferill.

Nú, Kinimonth sendi mér umfjöllun mína sem ég setti inn á bloggið í gær, og annar bent mér á UK Weather World umræðurnar. Ég fékk sendan hitaferil ættaðan frá Dansgaard og Schönwiese sem sýnir "average near-surface temperatures of the northern hemisphere during the past 11.000 years".  Ég reyni kanski að setja þennan feril inn síðar, en tíminn er rokinn frá mér núna.

Sem sagt Árni, ég hef lært mikið á þessu og hafðu þökk fyrir. Það er líklega ágætt að taka smá hvíld frá spjalinu núna. Þó getur verið að ég setji inn Dansgaard línuritið.

Ágúst H Bjarnason, 22.6.2007 kl. 07:47

28 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Leiðrétting:

"Nú, Kinimonth sendi mér umfjöllun mína sem ég setti..." átti auðvitað að vera "Nú, Kinimonth sendi mér umfjöllun sína um Global Warming Swindle myndina sem ég setti..."

Ágúst H Bjarnason, 22.6.2007 kl. 07:50

29 identicon

Mér sýnist af því sem ég hef lesið að það sé ekki hægt að fullyrða með vissu að miðaldir hafi verið hlýrri, eða öfugt. Rannsóknir styðja hvort tveggja og hvorugt, engar beinar mælingar eru til frá miðöldum, og því ekki hægt að bera saman. Sumar rannsóknir styðja þá fullyrðingu að hluti af árinu hafi verið hlýrri á sumum stöðum.

Þessi Kinimonth virðist hafa lítinn eða engann vísindalegan bakgrunn. Amk tókst mér bara að finna 2-3 birtar greinar eftir hann.

Það er nóg til af fólki sem hefur PhD en er ekki sérstaklega gáfað. Ég hef kynnst þeim nokkrum á lífsleiðinni. 

Að GGWS hafi fullyrt að miðaldir hafi verið mun hlýrri sýnir að myndin er ekki hlutlaus og tekur ekki tillit til vísindalegrar umræðu um málið.

Auðvitað var AIT ekki heldur hlutlaus, því mörgum krítískum spurningum var ekki velt upp þar. En hún var betri að því leytinu að flest allt sem kom þar fram hefur góðar vísindalegar stoðir, öfugt við GGWS

 Mér sýnist að á http://www.realclimate.org sé að finna mjög hlutlausa umræðu, og mæli með lestri á henni.

Amk fann ég þetta, sem skýrir af hverju "Hockey Stick" sýnir ekki að 20.öldin var hlýrri en miðaldir.

http://www.realclimate.org/index.php?p=11#myth3 

Árni Richard (IP-tala skráð) 22.6.2007 kl. 09:18

30 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Eins og ég lofaði fyrr í morgun þá set ég inn hér grafið frá Dansgaard og Schönwiese.  Hvort það er eitthvað betra en annað hef ég ekki hugmynd um. 

Á póstlistanum sem ég hef áður vitnað í er almennt niðurstaðan að mjög erfitt sé að tengja saman með vissu óbeinar hitamælingar frá tímum er menn réðu ekki yfir hitamælum (proxy) og beinar (instrumental).   Við erum jú að fjalla um breytingu á hitastigi sem er ekki mikil, eða um 0,7°C undanfarin 150 ár (+/- 0,2°).  Sjálfur hef ég fengist við mælitækni í mínu starfi um áratuga skeið og geri mér vel grein fyrir öllum þeim skekkjuvöldum sem ruglað geta niðurstöðuna.  Ég held að við Árni Richard séum ekki mjög ósammála, svona inn við beinið. Ég held að við ættum að stoppa hér.

Það er sjálfsagt í lagi, svona í lokin, að ítreka það sem ég hef oft sagt áður (í hartnær áratug), að áhrif losunar manna á koltvísýringi á hitastig lofthjúps jarðar hljóti að vera einhver. Eðlisfræðin segir okkur það. Hve mikil veit ég ekki. Náttúrulegar sveiflur eru það miklar, að enn sem komið er er erfitt að greina á milli hvað er af mannavöldum og hvað af völdum náttúrunnar. Ég orðaði það amk eitt einhvern vegin  þannig, að áhrif manna séu "helmingur" af hitastigshækkun síðustu 150 ára, en ég hafi ekki hugmynd um hvað þessi "helmingur" sé. Hann geti legið á bilinu 20% til 80%. Það væri fróðlegt að vita það með vissu.  Ég hallast þó að því að það sé nær lægri tölunni, án þess að vilja deila um það. Sem sagt að hver tvöföldun  CO2  í andrúmsloftinu valdi um 1°C hækkun hitastigs. Þetta er mín persónulega skoðun í dag, en vel getur verið að hún breytist.

Ég hef fyrst og fremst ánægju af því að grúska í þessu, en er í sjálfu sér nokkuð sama hver útkoman verður. Ég man þó vel eftir hafísárunum um 1970 þegar tún komu svört af kali undan vetri, kartöfluuppskeran brást ítrekað vegna frosta síðla sumars sem felldi kartöflugrösin, hafís lónaði inn á firði norðanlands, fjallvegir voru ófærir vegna snjóa fram á vor, gróður varð fyrir miklum skaða, o.s.frv.  Auðvitað vona ég að náttúrulegu sveiflurnar nái ekki að hrella okkur aftur á þann hátt, svo ekki sé minnst á hörmunagrnar seint á 17 öld þegar Maunder minimum í sólinni stóð yfir, hafís náði suður fyrir land að vorlagi, Thames var ís lögð, o.s.frv.  Kanski mun aukið magn CO2 forða okkur frá því. Við skulum bara sjá til, því þetta á allt eftir að koma í ljós.

Jæja, ég verð upptekinn í allan dag og næstu daga, þannig að þetta verða lokaorðin, a.m. k. að sinni.  Þakka ykkur öllum fyrir ánægjulegt og fróðlegt spjall.

Bestu kveðjur, Ágúst

Ágúst H Bjarnason, 22.6.2007 kl. 10:41

31 Smámynd: Margrét Jónsdóttir

Þakka ykkur öllum fyrir frábæra og fróðlega umræðu um þessi hlýnunarmál. Mjög áhugavert fyrir mig sem ekki er of mikið inni í þessum málum.

Einnig langar mig, Ágúst, til að þakka þér, hér með, fyrir afar fallega skógræktarsögu þína, þar sem búið var að loka fyrir umræðuna þar.

Bestu kveðjur,

Margrét Jónsdóttir

Margrét Jónsdóttir, 23.7.2007 kl. 12:51

32 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

þakka þér fyrir hlý orð Margrét.  Ég hef oft lesið pistla þína um ofbeit, uppblástur og landgræðslu.

Hliðið á umræðum hjá mér lokar víst sjálfvirkt eftir 40 daga, þannig að það er skýringin á að þú komst ekki inn.

Bestu kveðjur

Ágúst

Ágúst H Bjarnason, 23.7.2007 kl. 14:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggið

Ginnungagap

Ýmislegt

Loftslag

Click to get your own widget

Teljari

free counters

Álverð

http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0

Sólin í dag:

(Smella á mynd)

.

Olíuverðið í dag:

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 2
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 66
  • Frá upphafi: 764863

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 38
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband