Mánudagur, 22. september 2008
Í dag er jafndægur á hausti. Geta egg staðið upp á endann í dag?
Í Skáldskaparmálum Snorra-Eddu segir um vorið að það sé frá jafndægri til fardaga en þá taki við sumar til jafndægris á hausti. Samkvæmt því lauk sumrinu í gær.
Með orðinu jafndægur er átt er við þá stund þegar sól er beint yfir miðbaug jarðar, sem í fornu máli hét jafndægrishringur, og dagur og nótt eru jafnlöng um alla jörðina. Þetta gerist tvisvar á ári, á vorjafndægri á tímabilinu 19.-21. mars og á haustjafndægri 21.-24. september. Um þetta leyti er dagurinn um það bil jafnlangur nóttinni hvar sem er á jörðinni, og af því er nafnið dregið.
Úr skáldskaparmálum Snorra-Eddu:
,,Frá jafndægri er haust, til þess er sól sezt í eykðarstað. Þá er vetr til jafndægris. Þá er vár til fardaga. Þá er sumar til jafndægris. Haustmánuðr heitir inn næsti fyrir vetr, fyrstr í vetri heitir gormánuðr, þá er frermánuðr, þá er hrútmánuðr, þá er þorri, þá gói, þá einmánuðr, þá gaukmánuðr ok sáðtíð, þá eggtíð ok stekktíð, þá er sólmánuðr ok selmánuðr, þá eru heyannir, þá er kornskurðarmánuðr."
Sumir trúa því að tvisvar á ári sé hægt að láta egg standa upp á endann, þ.e. þegar jafndægur er á vori og á hausti. Nú er bara að prófa! Hvernig gekk þér?
Meginflokkur: Vísindi og fræði | Aukaflokkar: Menning og listir, Spaugilegt, Tölvur og tækni | Breytt s.d. kl. 06:17 | Facebook
Um bloggið
Ginnungagap
Ýmislegt
Loftslag
Teljari
Álverð
Sólin í dag:
(Smella á mynd)
.
Olíuverðið í dag:
Nýjustu færslur
- Kínverskur loftbelgur yfir Ameríku, og Amerískur belgur yfir ...
- Vísindavefurinn: Getum við seinkað klukkunni á Íslandi og fen...
- Sjálfstæðisflokkurinn með tæplega 19% meira fylgi en Samfylki...
- Bjarni Sigurðsson harmonikkusnillingur frá Geysi. Fáein orð...
- Hvers vegna valdi Apple ekki Ísland fyrir gagnaver...?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 2
- Sl. sólarhring: 13
- Sl. viku: 66
- Frá upphafi: 764863
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 38
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Tenglar
Ýmsar vefsíður
- Efnisyfirlit pistla
- Lofthiti - Sjávarstaða - Hafís - Sólvirkni... Beintengdir ferlar
- Club du Soleil Greinar um samaspil sólar og veðurfars
- Stjörnufræðivefurinn
- Astronomy Picture of the Day
- Climate4you
- Watts Up With That?
- World Climate Report
- CO2 Science
- The Reference Frame
- Climate-Audit
- ICECAP
- The Air Went
- Science Sceptical Blog
- Roy Spencer
- Friends of Sience
- Prometheus
- Öldur aldanna. Sjaldan er ein báran stök - einnig í veðurfari? (2003) Vefsíða ÁHB
- Gróðurhúsaáhrif eða eðlilegar sveiflur í virkni sólar? (Grein í Lesbók Mbl. 20. júní 1998) Höfundur Ágúst H. Bjarnason
- Er jörðin að hitna?-Ekki er allt sem sýnist (1998) Vefsíða ÁHB
Uppskriftir
Ýmsar mataruppskriftir
Myndaalbúm
Bloggvinir
- majab
- ragu
- amadeus
- andres08
- apalsson
- asabjorg
- askja
- astromix
- baldher
- biggibraga
- bjarkib
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- bjorn-geir
- blindur
- bofs
- brandarar
- daliaa
- darwin
- duddi9
- ea
- egillsv
- einari
- einarstrand
- elinora
- elvira
- emilhannes
- esv
- eyjapeyji
- fhg
- finder
- finnur
- fjarki
- flinston
- frisk
- gattin
- geiragustsson
- gillimann
- gretaro
- gthg
- gudmbjo
- gudni-is
- gummibraga
- gun
- gutti
- haddi9001
- halldorjonsson
- halldors
- hlini
- hof
- hordurhalldorsson
- hreinsamviska
- hronnsig
- hugdettan
- icekeiko
- ingibjorgelsa
- jakobbjornsson
- jakobk
- johannesthor
- johnnyboy99
- jonaa
- jonasgunnar
- jonmagnusson
- jonpallv
- jonthorolafsson
- juliusvalsson
- karljg
- katrinsnaeholm
- kikka
- kje
- klarak
- kolbrunb
- krissiblo
- ksh
- kt
- lehamzdr
- liljabolla
- lillagud
- lindalea
- lucas
- maeglika
- maggij
- maggiraggi
- marinomm
- martasmarta
- marzibil
- mberg
- midborg
- minos
- morgunbladid
- mosi
- mullis
- naflaskodun
- nimbus
- nosejob
- omarbjarki
- ormurormur
- palmig
- perlaoghvolparnir
- peturmikli
- photo
- possi
- prakkarinn
- raggibjarna
- rattati
- ravenyonaz
- redlion
- rs1600
- rynir
- saemi7
- sesseljamaria
- sigfus
- sigurgeirorri
- sjalfstaedi
- sjerasigvaldi
- skari60
- skulablogg
- sleggjudomarinn
- stebbix
- steinibriem
- steinnhaf
- stinajohanns
- stjornuskodun
- storibjor
- straitjacket
- summi
- tannibowie
- thil
- thjodarskutan
- throsturg
- toro
- tryggvigunnarhansen
- valdimarjohannesson
- valdinn
- vefritid
- vey
- vidhorf
- vig
- visindin
- vulkan
- kristjan9
- arkimedes
- kliddi
- eliasbe
Eldri færslur
- Febrúar 2023
- Janúar 2019
- Maí 2018
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- Ágúst 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Einn góður kennari minn fyrrum orðaði það þannig, að jafndægur væri það augnablik, þegar hugsuð línu dregin þvert í gegn um jörðina um miðbaug, myndi hitta sólmiðjuna væri hún dregin nógu langt. Meira að segja ég skildi þetta.
Ellismellur (IP-tala skráð) 22.9.2008 kl. 08:37
Sæll Ellismellur. Þetta auganblik verður klukkan 15:44 í dag
Ágúst H Bjarnason, 22.9.2008 kl. 08:45
hæ og gleðilegt haust minn kæri...ég spældi bara eggið og át það
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 22.9.2008 kl. 10:52
Nú er ég spældur Katrín. Prófaðir þú ekki að láta eggið standa?
Gleðilegt haust og njóttu vel litanna í náttúrunni
Ágúst H Bjarnason, 22.9.2008 kl. 11:00
Katrín!
Hrönn Sigurðardóttir, 22.9.2008 kl. 12:09
Góðan og blessaðan daginn. Nú er ég farin að láta egg standa upp á endann.
Kveðjur og heilsanir!
Rúna Guðfinnsdóttir, 22.9.2008 kl. 12:36
Þá hef ég framkvæmt þessa tilraun með eggið. Varstu kannski að gera grín að okkur? Ég hef sko aldrei áður prufað að láta egg standa upp á endann. Það gekk ekki vel í fyrstu. Ég var á eldhúsborðinu, en það féll alltaf um koll.
Ég færði mig yfir á stofuborðið, sem er jú slétt líka, en viðarborð. Ég var ákveðin í að láta þetta ganga, var með kennaratyggjó ef ekki vildi betur. En...mér tókst á endanum að láta eggið standa. Hér er mynd af egginu...og tyggjóinu sem átti að nota en þurfti ekki. Kveðjur og heilsanir.
MYNDIN ER EKKI FÖLSUÐ!
Rúna Guðfinnsdóttir, 22.9.2008 kl. 13:23
Frábært Rúna. Ég á sjálfur eftir að reyna.
Ágúst H Bjarnason, 22.9.2008 kl. 13:46
Gerðu það og láttu okkur heyra af árangri!
Rúna Guðfinnsdóttir, 22.9.2008 kl. 13:49
Salt er bráð nauðsinlegt fyrir egg líka ef það á að standa upp á endan.
Leifur Þorsteinsson, 22.9.2008 kl. 15:58
Ég notaði sko ekkert salt. Tók bara eggið úr ísskápnum og það stóð á endanum eftir þolinmæðis vinnu
PS: Þetta var hrátt egg sem ég var með sem að lokum stóð upp á endann!
Rúna Guðfinnsdóttir, 22.9.2008 kl. 16:07
Ég hef aldrei skilið hernig stendur á jafndægrum og skil ekki heldur hvernig stendur á árstíðum. Ég hef samt lesið á því margar skýringar en skil það ekki samt. Ég dauðskammast mín fyrir tornæmi mitt en held að þetta sé einhver meinloka. Ég skil nefnilega allt annað í henni veröld!
Sigurður Þór Guðjónsson, 22.9.2008 kl. 18:58
Rúna.
Ég tók áskorunninni. Notaði rennislétta keramik plötuna á eldavélinni. Næstum eins slétt og gler. Hundraðkallinn staðfestir að myndin er tekin á Íslandi. Þetta gekk miklu betur en ég átti von á. Ég notaði ekki salt og ekki kennaratyggjó og ekki heldur Kólumbusar-aðferðina sem er þannig:
Það gekk illa hjá Kólumbusi að fá skip til langsiglinga því í þá daga trúðu svo margir að jörðin væri flöt eins og pönnukaka og skipin dyttu fram af ef þau færu of langt. Sagan segir að til að sýna mönnum að sumt væri öðruvísi en þeir hefðu alltaf haldið hafi Kólumbus spurt þá hvort þeir gætu látið egg standa upp á endann. Og þó að þetta væru menn sem kunnu ýmislegt fyrir sér var sama hvernig þeir reyndu og klóruðu sér í kollinum, það gekk ekki! Þá tók Kólumbus eggið og skellti því á borðið þannig að endinn brotnaði nægilega mikið til að það gæti staðið. Mennirnir rifu í hár sitt og skegg og hrópuðu upp yfir sig af hrifningu yfir þessari einföldu og snjöllu lausn - og viti menn, Kólumbus fékk skip! (Nappað af http://www.ms.is/dr-magni/Rannsoknarstofa ).
Ég notaði sem sagt bara litlu ójöfnurnar sem er á skurn flestra eggja.
Ágúst H Bjarnason, 22.9.2008 kl. 20:14
Ha ha ha...Þorvaldur bóndi spurði mig einmitt hvort ég hefði aðeins þrykkt egginu niður...það gerði ég auðvitað ekki...það sést á myndinni.
Því miður fattaði ég ekki að hafa íslenskt tákn.s.b.r. krónu... en mér tókst þetta, hvort sem mér er trúað eður ei. Til hamingju Ágúst, verða þeir fleiri í dag????
Kveðjur!
Rúna Guðfinnsdóttir, 22.9.2008 kl. 20:31
Er þetta ekki dæmigert að setja ÍSLENSKAN 100 krónu pening til að sanna að
egg geti staðið upp á endan. Hvernig væri að láta eggin standa uppi með
breiðari endan upp til dæmis í hrauninu við Svartseng þegar nú mosinn er
horfinn á braut vegna lyktarlausar hverafýlu.En vegna hraðs falls krónunar
er vissara að nota þúsundkall til sönnunar.
Leifur Þorsteinsson, 23.9.2008 kl. 08:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.