Sunnudagur, 19. október 2008
Verður atgervisflótti frá Íslandi innan skamms? Framtíð þjóðarinnar er í húfi.
Ráðamenn þjóðarinnar virðast ekki hafa látið sér detta í hug að ef ætlunin er að skrifa upp á óútfylltan tékka til að mæta kröfum Icesafe reikningseigenda og annarra mun verða mikill atgervisflótti frá Íslandi. Unga fólkið vill ekki láta varpa sér, börnum sínum og barnabörnum í myrkur fátæktar og örbirgðar um ókomin ár.
Hér er menntunarstig unga fólksins mun betra en víða annars staðar. Fólk mun því ekki eiga í erfiðleikum með að hefja nýtt líf erlendis.
Þar sem mun færri og tekjulægri verða eftir á skerinu verður greiðslubyrðin mun þyngri hjá þeim sem eftir verða. Hverjir verða eftir? Fyrst og fremst eldra fólk. Getur það staðið undir afborgunum? Auðvitað ekki.
Það er því deginum ljósara: Við megum ekki með nokkru móti skuldsetja okkur umfram það sem lög segja til um. Annars blasir landauðn við. Svo einfalt er það.
Ráðamenn: Gerið ekkert af fljótfærni. Hugleiðið afleiðingarnar. Skoðið lagagrundvöllinn rækilega áður en samningar sem eru í bígerð verða endanlegir, eins og Stefán Már Stefánsson prófessor og Lárus Blöndal hæstaréttarlögmaður benda á.
Framtíð þjóðarinnar er í húfi.
"Í OPINBERRI umræðu kemur fram að íslensk
stjórnvöld séu langt komin að semja við Breta og
Hollendinga um mörg hundruð milljarða króna
skuldbindingar vegna starfsemi útibúa Landsbanka
Íslands í þeim löndum. Við undirritaðir
teljum nauðsynlegt að lagagrundvöllur sé skoðaður
rækilega áður en slíkir samningar verða endanlegir."
Stefán Már Stefánsson prófessor og Lárus Blöndal hæstaréttarlögmaður í Mbl. 15. okt.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Menning og listir, Menntun og skóli, Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 16:47 | Facebook
Um bloggið
Ginnungagap
Ýmislegt
Loftslag
Teljari
Álverð
Sólin í dag:
(Smella á mynd)
.
Olíuverðið í dag:
Nýjustu færslur
- Kínverskur loftbelgur yfir Ameríku, og Amerískur belgur yfir ...
- Vísindavefurinn: Getum við seinkað klukkunni á Íslandi og fen...
- Sjálfstæðisflokkurinn með tæplega 19% meira fylgi en Samfylki...
- Bjarni Sigurðsson harmonikkusnillingur frá Geysi. Fáein orð...
- Hvers vegna valdi Apple ekki Ísland fyrir gagnaver...?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 2
- Sl. sólarhring: 13
- Sl. viku: 66
- Frá upphafi: 764863
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 38
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Tenglar
Ýmsar vefsíður
- Efnisyfirlit pistla
- Lofthiti - Sjávarstaða - Hafís - Sólvirkni... Beintengdir ferlar
- Club du Soleil Greinar um samaspil sólar og veðurfars
- Stjörnufræðivefurinn
- Astronomy Picture of the Day
- Climate4you
- Watts Up With That?
- World Climate Report
- CO2 Science
- The Reference Frame
- Climate-Audit
- ICECAP
- The Air Went
- Science Sceptical Blog
- Roy Spencer
- Friends of Sience
- Prometheus
- Öldur aldanna. Sjaldan er ein báran stök - einnig í veðurfari? (2003) Vefsíða ÁHB
- Gróðurhúsaáhrif eða eðlilegar sveiflur í virkni sólar? (Grein í Lesbók Mbl. 20. júní 1998) Höfundur Ágúst H. Bjarnason
- Er jörðin að hitna?-Ekki er allt sem sýnist (1998) Vefsíða ÁHB
Uppskriftir
Ýmsar mataruppskriftir
Myndaalbúm
Bloggvinir
- majab
- ragu
- amadeus
- andres08
- apalsson
- asabjorg
- askja
- astromix
- baldher
- biggibraga
- bjarkib
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- bjorn-geir
- blindur
- bofs
- brandarar
- daliaa
- darwin
- duddi9
- ea
- egillsv
- einari
- einarstrand
- elinora
- elvira
- emilhannes
- esv
- eyjapeyji
- fhg
- finder
- finnur
- fjarki
- flinston
- frisk
- gattin
- geiragustsson
- gillimann
- gretaro
- gthg
- gudmbjo
- gudni-is
- gummibraga
- gun
- gutti
- haddi9001
- halldorjonsson
- halldors
- hlini
- hof
- hordurhalldorsson
- hreinsamviska
- hronnsig
- hugdettan
- icekeiko
- ingibjorgelsa
- jakobbjornsson
- jakobk
- johannesthor
- johnnyboy99
- jonaa
- jonasgunnar
- jonmagnusson
- jonpallv
- jonthorolafsson
- juliusvalsson
- karljg
- katrinsnaeholm
- kikka
- kje
- klarak
- kolbrunb
- krissiblo
- ksh
- kt
- lehamzdr
- liljabolla
- lillagud
- lindalea
- lucas
- maeglika
- maggij
- maggiraggi
- marinomm
- martasmarta
- marzibil
- mberg
- midborg
- minos
- morgunbladid
- mosi
- mullis
- naflaskodun
- nimbus
- nosejob
- omarbjarki
- ormurormur
- palmig
- perlaoghvolparnir
- peturmikli
- photo
- possi
- prakkarinn
- raggibjarna
- rattati
- ravenyonaz
- redlion
- rs1600
- rynir
- saemi7
- sesseljamaria
- sigfus
- sigurgeirorri
- sjalfstaedi
- sjerasigvaldi
- skari60
- skulablogg
- sleggjudomarinn
- stebbix
- steinibriem
- steinnhaf
- stinajohanns
- stjornuskodun
- storibjor
- straitjacket
- summi
- tannibowie
- thil
- thjodarskutan
- throsturg
- toro
- tryggvigunnarhansen
- valdimarjohannesson
- valdinn
- vefritid
- vey
- vidhorf
- vig
- visindin
- vulkan
- kristjan9
- arkimedes
- kliddi
- eliasbe
Eldri færslur
- Febrúar 2023
- Janúar 2019
- Maí 2018
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- Ágúst 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Hárrétt hjá þér, Ágúst. Um leið og ríkið skrifar upp á skuldaviðurkenningar, þá hefst flóttinn.
Ívar Pálsson, 19.10.2008 kl. 11:22
Takk fyrir ábendinguna, Kristinn:
40. gr. Engan skatt má á leggja né breyta né af taka nema með lögum. Ekki má heldur taka lán, er skuldbindi ríkið, né selja eða með öðru móti láta af hendi neina af fasteignum landsins né afnotarétt þeirra nema samkvæmt lagaheimild.
41. gr. Ekkert gjald má greiða af hendi, nema heimild sé til þess í fjárlögum eða fjáraukalögum.
Vandamálið er ef gerðir eru samningar, t.d. við Breta, sem hafa afgerandi fordæmisgildi, ss. með Icesave,ef ríkið gengur fram fyrir skjöldu og samþykkir uppgjör við Bretana en hefur þar með opnað sig fyrrir ábyrgð á allri skuldasúpunni.
Ívar Pálsson, 19.10.2008 kl. 11:45
Góð færsla og góðir ábendingar. Þakka ykkur fyrir.: )
Heidi Strand, 19.10.2008 kl. 12:24
Mjög gott framtak þessi pistill hjá þér og hárréttur, eg er að heyra folk i kringum tvitugt tala um að fara erlendis að vinna þar sem gengið er hagstætt til að borga skuldir erlendisfrá. það er bara fyrsta merkið um landflótta og ef að þvi verður hve margir koma til baka ? allavegna þessi hugsun er komin í gang og unga fólkið er farið að hugsa sér nú þegar til hreyfirngar.
Johann Trast Palmason, 19.10.2008 kl. 12:26
Jóhann. Þetta er athyglisverður punktur hjá þér, þ.e. að það sé hagstætt fyrir ungt fólk að vinna erlendis og borga skuldir sínar á Íslandi þaðan. Hugsanlega er það eina færa leiðin. Ég er hræddur um að margir muni ílendast þar.
Ágúst H Bjarnason, 19.10.2008 kl. 13:31
Auðvitað munu fjölmargir flytja úr landi, en hvort það þýði að framtíð þjóðarinnar verði stefnt í voða efast ég stórlega um. Það hefur verið styrkur þjóðarinnar hingað til hve víða landsmenn hafa ratað í ferðum sínum um heiminn. Með því hafa myndast dýrmæt sambönd sem við höfum nýtt okkur í gegnum tíðina. Það mun líka verða til þess að við getum byggt aftur upp glatað traust, þegar menn átta sig á því að Íslendingar eru harðduglegt og heiðarlegt fólk upp til hópa.
Það sem mér finnst skipta miklu máli núna, er að fyrirtækin í landinu og stjórnvöld nýti sér innlenda þekkingu. Það hefur því miður allt of mikið vilja brenna við, að erlendir "sérfræðingar" hafa verið sóttir til að "taka út" innlend fyrirtæki eða veita þeim "ráðgjöf". Ég vil því hvetja þessa aðila til að sækja fyrst til innlendra ráðgjafa og sérfræðinga áður en erlendir "sérfræðingar" eru fengnir að borðinu. Ef við höfum ekki trú á okkar sérfræðiþekkingu, þá er engin ástæða til að aðrir geri það.
Marinó G. Njálsson, 19.10.2008 kl. 14:18
Þetta er hárrétt athugað Ágúst. Þessi flótti verður mismikill eftir starfsgreinum og er þegar byrjaður í þeim greinum þar sem þekking viðkomandi er sem alþjóðlegust. Þar sem ég hef búið og starfað í tölvugeiranum erlendis í nokkur ár er ég farinn að fá alvöru fyrirspurnir frá fólki úr þeim geira sem er að horfa út frá Íslandi.
Tvennt er alvarlegast í þessum atgerfisflótta að mínu mati. Hið fyrsta er að hann hefur verið fyrirséður í nokkur ár. Bankarnir hafa yfirboðið önnur fyrirtæki á Íslandi þegar kemur að ráðningu sérfræðinga -- árum saman. Þetta hefur orðið til þess að eðlilegur vöxtur hefur ekki átti sér stað öðrum greinum. Þegar bankarnir nú segja upp tugum eða hundruðum sérfræðinga eru ekki til störf eða jafnvel fyrirtæki fyrir þá annars staðar í þjóðfélaginu vegna þessa. Núna er ekki tíminn til að stofna sprotafyrirtæki á Íslandi heldur.
Hitt er svo nokkuð augljóst en það er eins og alltaf að besta fólkið fer of hið lakara verður eftir. Það fólk sem hefur besta þekkingu og mest frumkvæði yfirgefur svona sökkvandi skútu, undirmálsmenn einir verða eftir. Ég er heldur ekki svo viss um að heimturnar verði svo góðar á þessu fólki þegar Ísland kemur aftur upp úr öldudalnum. Þegar fólk hefur sest að og búið í öðru landi í nokkur ár fara að myndast alls konar tengsl sem erfitt er að rjúfa. Auk þess sem fólk sem hefur fengst við krefjandi verkefni í gefandi umhverfi hugsar sig um tvisvar áður en það flytur frumstætt og erfitt fyrirtækjaumhverfi.
Ísland best í heimi?
Heimir Þór Sverrisson (IP-tala skráð) 19.10.2008 kl. 15:19
Ég er einn af þeim sem íhugar að flytjast úr landi og það jafnvel fyrir fullt og allt þessa daganna. Ég sætti mig ekki við það né margir af mínum vinum, að við sem höfum verið með okkar hluti í þokkalegum málum og staðið í skilum, eigum að fara að borga fyrir sukk, svínarí og fjársvikamyllur annara. Á sama tíma er veirð að reyna að firra alla þá seku sekt og ekki einu sinni reynt að kyrrsetja eigur þeirra eða láta þá taka pokann sinn. Ég bara einfaldlega neita og örugglega margir fleiri Íslendingar sem verið er að hneppa í þrældóm, að gerast þræll fyrir þetta fólk, fyrr skal ég dauður liggja.
AK-72, 19.10.2008 kl. 15:43
Ég ætla að halda áfram að vera Íslendingur og vona að það verði ekki skrifað undir neitt í fljótfærni. Nú þarf bara að halda atvinnuleysinu niðri með öllum ráðum og gera fyrirtækjum mögulegt að lifa veturinn af.
Marinó Már Marinósson, 19.10.2008 kl. 23:03
Það mun vera mikill uppgangur í Vestur-Ástralíu um þessar mundir og næg vinna fyrir þá sem eru sæmilega mælandi á enska tungu....
Ómar Bjarki Smárason, 19.10.2008 kl. 23:09
100% sammála þér Ágúst. "Vér mótmælum allir"
Gunnar Th. Gunnarsson, 20.10.2008 kl. 00:46
Ég ætla að vera áfram íslendingur, en ég er hræddur um að ég stundi vinnu mína í öðru landi næstu árin, samhliða vafstri mínu hér heima, þess á milli. Góð grein hjá þér Ágúst.
Halldór Egill Guðnason, 20.10.2008 kl. 00:56
Auðvitað hljótum við að komast yfir þessa efiðleika, en það tekur tíma og kemur misjafnlega niður á fólki. Það skiptir miklu máli að vera bjartsýnn. Við erum vön að setja undir okkur hausinn og ganga á móti storminum, og vitum að öll él birtir upp um síðir.
Mikilvægt er að vinna vel úr málunum núna. Ég neita því ekki að ég hef nokkrar áhyggjur af ráðamönnum þjóðarinnar. Stundum finnst manni sem vinnubrögðin séu ekki nógu góð og ekki nógu fagmannleg. Á svona tímum er auðvelt að gera dýrkeypt mistök.
Ágúst H Bjarnason, 20.10.2008 kl. 06:03
Þörf ábending og öruggt að fullt af yngra fólki hugsar sér til hreifings. Við hin verðum þá að borga meira. En það á eftir að fara fram uppgjör við þá sem bera ábyrgð á þessu.
Gálginn, gapastokkurinn og fallöxin bíða þeirra. Í einni eða annarri mynd.
„Það er ólíklegt að nýir leiðtogar sem væru valdir af handahófi í símaskrá gætu valdið jafnmiklum efnahagslegum glundroða og núverandi stjórnvöld,"
Ævar Rafn Kjartansson, 20.10.2008 kl. 09:41
Ævar. Hér er fréttin sem þú vísar til. Greinin inni í blaðinu er þörf lesning.
Stjórnvöld skildu ekki eðli uppsveiflunnar
Robert Z. Aliber, professor emeritus við háskólann í Chicago, segir í grein í Morgunblaðinu í dag, að ríkisstjórn Íslands og seðlabanki séu engu hæfari sem stjórnendur nútíma hagkerfis en þau væru sem stjarnvísindamenn.
„Þau skildu ekki að uppsveifla íslenska hagkerfisins árin 2005 og 2006 byggðist á skuldasöfnun – lán voru tekin til þess að standa í skilum með önnur lán – og nú vita þau ekki hvernig unnt sé að ná jafnvægi aftur eftir að pappírsauðurinn er horfinn. Það er ólíklegt að nýir leiðtogar sem væru valdir af handahófi í símaskrá gætu valdið jafnmiklum efnahagslegum glundroða og núverandi stjórnvöld," segir Aliber.
Hann segir einnig, að ríkisstjórnin og seðlabankinn virðist ekki skilja af hverju Bandaríkin og önnur lönd hiki við að lána þeim peninga. Svarið sé einfalt þótt það hljómi ekki vel. Það beri enginn traust til núverandi ríkisstjórnar og seðlabanka; það treysti þeim enginn til þess að grípa til þeirra ráðstafana sem nauðsynlegar séu til þess að unnt verði að endurgreiða slík lán.
Aliber segir að Seðlabanki Íslands ætti við þær aðstæður sem nú eru komnar upp að grípa til allra nauðsynlegra ráðstafana til þess að markaður með gjaldeyri verði virkur á nýjan leik. Íslendingar verði, eins og aðrar þjóðir, að læra að lifa ekki um efni fram.
Þá segir hann að dómstólar verði að skera úr um hvort ríkisstjórn Íslands sé ábyrg fyrir skuldum íslensku bankanna í breskum pundum vegna innlánsreikninga þeirra og dótturfélaga þeirra á Bretlandi.
Aliber hélt í maí sl. fyrirlestur í Háskóla Íslands, sem vakti talsverða athygli. Þar hélt hann því fram, að litlar líkur væru á því að íslensku bankarnir kæmust hjá því að verða fyrir áhlaupi. Jafnvel mætti ætla að hljóðlátt bankaáhlaup væri þegar hafið.
Ágúst H Bjarnason, 20.10.2008 kl. 10:00
Þarf ekki að vera vinna handa þessu fólki í útlöndum svo það geti farið að vinna sér inn pening þar?
Bjarni (IP-tala skráð) 21.10.2008 kl. 12:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.