Fimmtudagur, 23. október 2008
Ætla ráðamenn virkilega að samþykkja forhertar stríðsskaðabætur Breta?
Financial Times segir að verið sé að ganga frá 600.000.000.000 króna láni svo Íslendingar geti greitt skaðabætur vegna Icesave. Til viðbótar eru svo kröfur Hollendinga. Íbúar Íslands eru aðeins um 300.000. Þetta eru því 3.000.000 krónur á hvert mannsbarn, þar með taldir hvítvoðungar og gamalmenni. 12.000.000 á hverja 4-manna fjölskyldu.
Eru Bretar endanlega gengnir af göflunum? Bretar eru um 60 milljónir, eða um 200 sinnum fleiri en við. Þessir 600 milljarðar jafngilda því aðeins 10.000 krónum (50 sterlingspundum) á hvern Breta. Ætli það sé ekki svipað hjá Hollendingum.
Ég held að Bretar kunni ekki að reikna. Þetta eru ekkert annnað en stríðsskaðabætur. Nú vitum við endanlega hverjir eru vinir okkar og hverjir ekki. Eru Bretar sérfræðingar í að sparka í þá sem eru minnimáttar, og helst þá sem liggja? Hvað kallast þannig menn?
Í þessa einfölduðu útreikninga vantar að minnsta kosti aðra eins upphæð vegna annarra lána. Hver Íslendingur mun væntanlega skulda yfir 6.000.000 þegar upp er staðið, og hver 4-manna fjölskylda 25.000.000, þ.e. íbúðarverð. Svo megum við ekki gleyma vöxtunum af þessum lánum...
Segjum að allt fari á versta veg og þriðjungur landsmanna flytjist úr landi. Skuldin deilist þá á 200 þúsund manns og hækkar úr 25 milljón krónum á fjölskyldu í næstum 40 milljónir. Ekki falleg framtíðarsýn sem gæti blasað við ef menn fara ekki gætilega.
Vonandi átta ráðamenn sig á því hvað hangir á spýtunni og hvaða afleiðingar þetta hefði fyrir land og þjóð. Að sjálfsögðu verður fjöldaflótti frá Íslandi nái þessi arfavitleysa í gegn. Fátækt og volæði hjá þeim sem eftir sitja.
Pétur Blöndal alþingismaður og tryggingastærðfræðingur segir kröfur Breta og Hollendinga hlutfallslega 3-4 sinnum hærri en stríðsskaðabætur þær sem Þjóðverðum var gert að greiða eftir fyrri heimsstyrjöldina !!! Við vitum hvernig það endaði...
Gordon Brown
Dr. Martin Scheinin, finnskur lagaprófessor og sérlegur sérfræðingur Sameinuðu þjóðanna um mannréttindi í baráttunni gegn hryðjuverkum segir að ákvörðun breskra stjórnvalda um að nota lög um varnir gegn hryðjuverkum til að frysta eignir Landsbankans í Bretlandi sýni hvernig hægt sé að misnota slíka löggjöf.
Institute for Human Rights - Prófessor Dr. Martin Scheinin. Sjá ummæli hér.
"Britain's use of anti-terror laws to freeze the assets of failing Icelandic banks shows how such legislation can be abused for purposes other than originally intended, according to Martin Scheinin, the UN special rapporteur on the protection of human rights in the fight against terrorism".
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Lífstíll, Viðskipti og fjármál, Vísindi og fræði | Breytt 24.10.2008 kl. 14:31 | Facebook
Um bloggið
Ginnungagap
Ýmislegt
Loftslag
Teljari
Álverð
Sólin í dag:
(Smella á mynd)
.
Olíuverðið í dag:
Nýjustu færslur
- Kínverskur loftbelgur yfir Ameríku, og Amerískur belgur yfir ...
- Vísindavefurinn: Getum við seinkað klukkunni á Íslandi og fen...
- Sjálfstæðisflokkurinn með tæplega 19% meira fylgi en Samfylki...
- Bjarni Sigurðsson harmonikkusnillingur frá Geysi. Fáein orð...
- Hvers vegna valdi Apple ekki Ísland fyrir gagnaver...?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 2
- Sl. sólarhring: 13
- Sl. viku: 66
- Frá upphafi: 764863
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 38
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Tenglar
Ýmsar vefsíður
- Efnisyfirlit pistla
- Lofthiti - Sjávarstaða - Hafís - Sólvirkni... Beintengdir ferlar
- Club du Soleil Greinar um samaspil sólar og veðurfars
- Stjörnufræðivefurinn
- Astronomy Picture of the Day
- Climate4you
- Watts Up With That?
- World Climate Report
- CO2 Science
- The Reference Frame
- Climate-Audit
- ICECAP
- The Air Went
- Science Sceptical Blog
- Roy Spencer
- Friends of Sience
- Prometheus
- Öldur aldanna. Sjaldan er ein báran stök - einnig í veðurfari? (2003) Vefsíða ÁHB
- Gróðurhúsaáhrif eða eðlilegar sveiflur í virkni sólar? (Grein í Lesbók Mbl. 20. júní 1998) Höfundur Ágúst H. Bjarnason
- Er jörðin að hitna?-Ekki er allt sem sýnist (1998) Vefsíða ÁHB
Uppskriftir
Ýmsar mataruppskriftir
Myndaalbúm
Bloggvinir
- majab
- ragu
- amadeus
- andres08
- apalsson
- asabjorg
- askja
- astromix
- baldher
- biggibraga
- bjarkib
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- bjorn-geir
- blindur
- bofs
- brandarar
- daliaa
- darwin
- duddi9
- ea
- egillsv
- einari
- einarstrand
- elinora
- elvira
- emilhannes
- esv
- eyjapeyji
- fhg
- finder
- finnur
- fjarki
- flinston
- frisk
- gattin
- geiragustsson
- gillimann
- gretaro
- gthg
- gudmbjo
- gudni-is
- gummibraga
- gun
- gutti
- haddi9001
- halldorjonsson
- halldors
- hlini
- hof
- hordurhalldorsson
- hreinsamviska
- hronnsig
- hugdettan
- icekeiko
- ingibjorgelsa
- jakobbjornsson
- jakobk
- johannesthor
- johnnyboy99
- jonaa
- jonasgunnar
- jonmagnusson
- jonpallv
- jonthorolafsson
- juliusvalsson
- karljg
- katrinsnaeholm
- kikka
- kje
- klarak
- kolbrunb
- krissiblo
- ksh
- kt
- lehamzdr
- liljabolla
- lillagud
- lindalea
- lucas
- maeglika
- maggij
- maggiraggi
- marinomm
- martasmarta
- marzibil
- mberg
- midborg
- minos
- morgunbladid
- mosi
- mullis
- naflaskodun
- nimbus
- nosejob
- omarbjarki
- ormurormur
- palmig
- perlaoghvolparnir
- peturmikli
- photo
- possi
- prakkarinn
- raggibjarna
- rattati
- ravenyonaz
- redlion
- rs1600
- rynir
- saemi7
- sesseljamaria
- sigfus
- sigurgeirorri
- sjalfstaedi
- sjerasigvaldi
- skari60
- skulablogg
- sleggjudomarinn
- stebbix
- steinibriem
- steinnhaf
- stinajohanns
- stjornuskodun
- storibjor
- straitjacket
- summi
- tannibowie
- thil
- thjodarskutan
- throsturg
- toro
- tryggvigunnarhansen
- valdimarjohannesson
- valdinn
- vefritid
- vey
- vidhorf
- vig
- visindin
- vulkan
- kristjan9
- arkimedes
- kliddi
- eliasbe
Eldri færslur
- Febrúar 2023
- Janúar 2019
- Maí 2018
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- Ágúst 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Góð herhvöt hjá þér Ágúst.
Ég hef verið að hvetja til að við setjum okkar eigin hryðjuverkalög, til að geta yfirtekið Bretskar eignir. Til dæmis, er von á stórri sveit Bretskra þotuflugvéla til landsins. Þær eigum við að taka sem veð fyrir bótagreiðslum Bretanna.
Loftur Altice Þorsteinsson, 23.10.2008 kl. 11:12
Virkilega sorglegt allt saman. Ég vil uppstokkun líka í pólitíkinni hér næsta vor. Ég efast um að okkur beri lagaleg skylda til að borga þetta allt?
Marinó Már Marinósson, 23.10.2008 kl. 13:29
Lögin eru alveg skýr. Þess vegna eigum við íslendingar ekki að greiða innistæðueigendum vegna útibúa bankanna erlendis neitt umfram það sem kveðið er á í lögunum. Annað væri mikil fásinna.
Loftur benti í athugasemdum hér á lög Tryggingasjóðs sem taka af allan vafa. Lögin má lesa hér. Loftur bendir á þennan kafla laganna:
10. gr. Fjárhæð til greiðslu.
Nú hrökkva eignir viðkomandi deildar sjóðsins ekki til þess að greiða heildarfjárhæð tryggðra innstæðna, verðbréfa og reiðufjár í hlutaðeigandi aðildarfyrirtækjum og skal þá greiðslu úr hvorri deild skipt þannig milli kröfuhafa að krafa hvers þeirra allt að 1,7 millj. kr. er bætt að fullu en allt sem umfram er þessa fjárhæð skal bætt hlutfallslega jafnt eftir því sem eignir hvorrar deildar hrökkva til. Fjárhæð þessi er bundin við gengi evru (EUR) miðað við kaupgengi hennar 5. janúar 1999. Sjóðurinn verður ekki síðar krafinn um frekari greiðslu þótt tjón kröfuhafa hafi ekki verið bætt að fullu.
Nánar í athugasemdunum hér.
Ágúst H Bjarnason, 23.10.2008 kl. 14:20
Geir er sem betur fer farinn að taka undir andstöðu við greiðslu. Þá er „bara“ Samfylkingin eftir, sem virðist ákveðin í að semja, sem þýðir að greiða nokkur hundruð milljarða.
Ívar Pálsson, 23.10.2008 kl. 16:16
Í neyðarræðu sinni, sem hann flutti áður en Neyðarlögin voru samþykkt, gerði Geir grein fyrir því að erlendar kröfur yrðu ekki greiddar, umfram greiðslur úr Tryggingasjóðs innlána og fjárfesta. Davíð endurtók þetta atriði á mjög skýrann hátt í sjónvarpsviðtalinu sem andstæðingar hans eru alltaf að hrópa um. Þessi stefna hefur alltaf verið skýr í mínum huga, hvaða lendingu sem hún kann að hljóta.
Hvað hefur Samfylkingin sagt ? Spyr sá sem ekki veit.
Loftur Altice Þorsteinsson, 23.10.2008 kl. 17:00
Ég tel við ættum að bjóða borgun til baka sem nemur að hámarki €20000 per innlánsreikning. Borgað yrði til baka sem nemur X% hlutfall af vergri þjóðarframleiðslu í Y ár. X og Y yrði ákvarðað m.t.t. skynsamlegrar hámarks greiðslubyrgði.
Það vinnur enginn upp tap með því að keyra þjóðina í þrot. Þetta þarf að vera eitthvað skynsamlegt plan sem gerir þjóðinni kleyft að vinna sig upp úr þessu kviksyndi.
Ragnar Ágústsson, 23.10.2008 kl. 17:42
Við bjóðum enga borgun umfram lagalegar skuldbindingar. Raunar eigum við þúsundir milljarða inni hjá Bretum, þannig að nærst þegar þeir koma, ættu þeir að koma hlaðnir Evrum, því að við viljum ekki Pund. Allar verslanir og bankar á landinu ættu að neita að taka við Pundum.
Annars er sendinefnd Bretanna farin heim, með öngulinn í rassinum. Það sem er þó mikilvægast í stöðunni er, að IMF lýtur ekki stjórn Bretsku hryðjuverka-mannanna. Skipan Alexander Gibbs í framkvæmdastjórn IMF dugði þeim ekki. Morgunblaðið sagði fyrir tveimur klukkustundum:
Nú erum við loks komin á beinu brautina. Nú gildir að reka flótta Bretanna með málshöfðunum fyrir Bretskum og alþjóðlegum dómstólum.
Loftur Altice Þorsteinsson, 23.10.2008 kl. 21:24
þjóðkosningu um þetta mál takk fyrir snýr að þjóðinni allri og við heimtum kosningu um svo alovarlegan görning
bpm (IP-tala skráð) 24.10.2008 kl. 18:16
Sæll Gústi,
Skrýtið hvað umræðan snýst alltaf upp í að gera grýlu úr útlendingum, þegar vandinn sem við stöndum frammi fyrir er að öllu leyti ÍSLENDINGUM að kenna. Eru menn eitthvað hræddir við að viðurkenna vandann. Er útlendingahatur á Íslandi á uppleið??!!
Jóhannes (IP-tala skráð) 25.10.2008 kl. 12:18
Loftur,
Það er sorglegt þegar lífsreynt fólk eins og þú byrjar að spúa eitri á vinaþjóð. Þú talar allavega ekki fyrir mína hönd.
Í fyrsta lagi að þó að þessi lög sem Bretar beittu hafi í titlinum orðið terror, þá var þeim kafla laganna ekki beitt gagnvart íslendingum, heldur öðrum sem fjallaði um frystingu eigna, eða sértækar ráðstafanir. Það er spurning hvort að þú vísvitandi misskiljir það Ég trúi því reyndar ekki.
Ótrúlegt líka hvað menn leggja sig fram um að gera sig að einhverjum fórnarlömbum Breta, þegar þeir sjálfir eru að reyna bjarga sínu eigin fólki, og að þeir sjálfir eiga í miklum vandræðum með bankana sína.
Hvað gerðist eiginlega hérna. Nokkrum aðilum voru veitt gríðarleg tækifæri þegar bankarnir voru einkavæddir, og þeir mokuðu inn peningum inn á sína reikninga(hvar sem þeir eru), með yfirtökum og kaupum á eignum á yfirverði(allt meira og minna fengið að láni), og síðan þegar eignabólann springur þá taki þeir óhjákvæmilega Ísland með í fallinu. Þeir (þ.e. háttsettir starfsmenn, stórir eigendur, sumir hluthafar) sitja eftir örruggir sem eftir er ævinnar, á meðan Ísland er setta 30-40 ár aftur í tímann.
...............síðan er verið að röfla um Breta............GROW UP!!
Jóhannes (IP-tala skráð) 25.10.2008 kl. 13:35
Hverra hagsmuna ert þú að gæta John Growup (Jóhannes Uppvöxtur) ?
Ert þú að halda því fram, að Bretsku lögunum um hryðjuverk, sem sett voru 2001 í framhaldi af hryðjuverka-árásinni á Bandaríkin 11.september 2001, hafi ekki verið beint gegn hryðjuverkum ? Voru þau kannski alltaf sett til að klekkja á Íslendingum ?
Auðvitað var það ekki, því að þeim hefur oft verið beitt gegn raunverulegum hryðjuverka-mönnum. Þessi lög nefnast: The Anti-Terrorism, Crime and Security Act 2001 og þeim var svo sannarlega beint gegn hryðjuverkum, á sama hátt og hliðstæð lög voru víða um heim. Það er aumt yfirklór yfir skítlegt eðli, að halda því fram að svo hafi ekki verið.
Það er svo annað mál, að þessi lög hafa ekki haldið gegn hryðjuverkamönnum og Hæstiréttur Bretlands úrskurðaði fyrir nokkrum mánuðum, að einmitt ákvæðið um frystingu eigna brjóti í bága við Stjórnarskrá Bretlands.
Þú talar John um Breta sem vinaþjóð, eftir að þeir hafa komið stærsta félagi Íslendinga í þrot og valdið okkur tjóni sem nemur þúsundum milljarða. Ég veit að fleirri en ég hafa lítinn skilning á þessari afstöðu þinni. Þú ert sannarlega undarlegur uppvöxtur.
Loftur Altice Þorsteinsson, 25.10.2008 kl. 21:06
Já en samkvæmt samtali þeirra Dralings og Árna þar sem Árni sagði að íslenska ríkið ætlaði að tryggja innistæður í íslönskum bönkum og það í topp en ekki Icesave sem eru íslenskir reikningar þó þeir séu ekki hér á landi er það ekki lögbrot og mismunun? Ef þeir hefðu haldið sig við að tryggja lágmarkið sem er tæplega 21 þús evrur þá hefðu bretarnir ekkert á okkur.
Hörður (IP-tala skráð) 26.10.2008 kl. 00:55
Bretarnir hafa ekkert á okkur Hörður, því að ekki hefur verið leitt í ljós hverjar lagalegar skuldbindingar okkar eru. Um það stendur siðaði hluti deilunnar. Má Íslendska ríkið ekki tryggja allar innlendar innistæður, eins og Írar og aðrir ? Bretar eða aðrir sem eiga innistæður hérlendis, njóta sömu innistæðutryggingar og Íslendingar.
Þegar Bretar höfðu tekið ákvörðun um að koma okkur á kné, sem var um mitt sumar eða fyrr, ákváðu þeir að tefja breytingar á útibúum Landsbankans í dótturfélög. Hvers vegan ætli það hafi verið ?
Það erum við sem höfum kröfur á Bretana, sem nema þúsundum milljarða.
Loftur Altice Þorsteinsson, 26.10.2008 kl. 11:08
Ég sé það núna að Lofti er ekki viðbjargandi. Hann hefur það greinilega ekki í sér að viðurkenna um hvað málið snýst. Það snýst um það að Íslendingar, og um það er ekki deilt(ekki einu sinni hjá bankamönnum), þar sem þeir eru að deila á mistök stjórnmálamanna á Íslandi. Þetta snýst einungis um það hvar ábyrgðin liggur, þ.e. hjá bankamönnum, stjórnmálamönnum, seðlabanka, fyrrv. stjórnmálamönnum o.s.frv. Líklega hjá öllum.
......en þú, í þínum barnaskap, talar einungis um ábyrð Breta?! T.d. eru nýjustu fréttir af því að Kaupþing ætlar ekki að fara í mál við Breta, Landsbankinn var búinn að lofa ábyrgð sbr. viðtal við Björgólf og símtal Árna, æðstu stjórnendur Kaupþings voru að taka pening út úr bankanum, sbr. Bankastjórinn. Þetta eru allt staðreyndir sem blasa við núna....toppurinn á ísjakanum!!!
....og þú ferð í einhverja fýlu út í Breta.........þú ert ekki einu sinni hlægilegur.
Jóhannes (IP-tala skráð) 27.10.2008 kl. 11:35
Jóhannes er enn að viðra sína annarlegu hagsmuni. Það er hans mál, en það kemur sér líklega vel fyrir hann að leynast undir dulnefni.
Hvað varðar skaðabótakröfu Kaupþings á hendur Bretskum stjórnvöldum, þá er það mál í eðlilegum farvegi. Í vikunni munu hluthafar halda fund um málið og ákveða nærstu skref. Lögfræði-álit hafa fram að þessu, öll verið á þann vega að Bretar muni verði dæmdir til mikilla skaðabóta.
Nýjustu fréttir af Alistair Darling eru þær, að hann heldur áfram sinni haturs-för gegn Íslendingum. Hann hefur opinberlega lýst því yfir, að Bretar muni misbeita aðstöðu sinni í stjórn Alþjóða-gjaldeyrissjóðsins. Alexander Gibbs, sérlegum sendimanni Gordon Brown, er ætlað að reyna að hindra fjárhags-aðstoð IMF við okkur.
Jóhannes er í þokkalegum félagsskap, eða hitt þó heldur. Allir sæmilega siðaðir Bretar hafa skömm á tví-eykinu Brown og Darling, en Jóhannes er greinilega aðdáandi þessara varmenna.
Loftur Altice Þorsteinsson, 27.10.2008 kl. 16:13
Ég held nú að þú munir smám saman átta þig á því að sökudólgurinn á því hvernig komið er fyrir Ísland, er hvorki Brown né Darling.
Þetta tekur kannski tíma, en dropinn holar steininn
Jóhannes (IP-tala skráð) 28.10.2008 kl. 10:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.