Fimmtudagur, 27. nóvember 2008
Brettum upp ermar með bros á vör. Komum þjóðarskútunni á flot með samstilltu átaki :-)
Allir verða að bretta upp ermarnar nú þegar efnahagsumrótið skekur heimsbyggðina og þjóðarskútan er komin yfir brimrótið og upp í fjöru. Situr þar sem fastast.
Með bjartsýnina að vopni og bros á vör munum við sigrast á öllum erfiðleikum. Hugsum eins og stelpurnar okkar í Kvennalandsliðinu í knattspyrnu þegar þær svifu brosandi yfir ísilagðan Laugardagsvöll, ákveðnar í að sigra Íra. Þær fóru létt með það. Þá var gaman að vera Íslendingur. Eins munum við sigrast á öllum okkar vandamálum. Það mun ganga mun betur ef við erum bjartsýn.
Það þarf þó snör handtök. Engan tíma má missa. Skútan er fljót að grafast niður í sandinn og þá verður allt erfiðara. Allir sem vettlingi geta valdið verða að mæta til leiks og taka þátt í björgunaraðgerðunum. Mikilvægt er að allir séu samstíga og virki hugmyndaflugið til að finna ráð. Hugi að öllu, bæði stóru og smáu. Það gerðu menn þegar Baldvini Þorsteinssyni var bjargað af strandstað árið 2004 eins og allir muna. Þá sýndu menn útsjónarsemi, dugnað og þor. Fyrst og fremst voru menn allan tímann bjartsýnir.
Eitt af vandamálunum er að olían hefur lekið af þjóðarskútunni og hún er því vélarvana. Án vélarafls kemst hún ekki á flot. Í þjóðfélagið vantar fjármagn til að koma lífi í atvinnugreinarnar og það strax. Fyrirtæki eru að gefast upp. Fólk er farið að missa vinnuna. Atgervisflóttinn er byrjaður. Vandamálið versnar dag frá degi ef við gerum ekkert. Snúum því vörn í sókn. Látum ekki skútuna grafast í sandinn.
Hvar fáum við nægilega olíu til að sigla þjóðarskútunni frá strandstað til að koma henni í viðgerð? Hvar fáum við það afl sem þarf til að sigla henni á brott og á ný og betri mið? Hvernig getum við tryggt áhöfninni vinnu næstu mánuði meðan það versta gengur yfir og skútan er í slipp þar sem verið er að lagfæra dældirnar og aðrar skemmdir?
Við þurfum fyrst og fremst að finna leið til að bjarga okkur næstu mánuði og ár. Koma eins og kostur er í í veg fyrir atvinnuleysi og atgervisflótta, því fátt er eins hættulegt þjóðinni og það að missa stóran hluta þjóðarinnar úr landi.
Hvað sem mönnum kann að finnast um stóriðjur, þá yrði álverið í Helguvík, ef að framkvæmdum verður á næstu mánuðum, sá olíudropi sem við þurfum á vél þjóðarskútunnar til að ná henni frá strandstaðnum. Það getur skipt sköpum ef hægt er að finna vinnu fyrir 3000 manns við þessar framkvæmdir á næstu mánuðum. Auðvitað munu enn fleiri njóta þess óbeint þegar peningarnir fara að streyma um æðar efnahagskerfisins. Þannig fáum við vonandi nauðsynlegt fjármagn til að virkja frumkvöðla til nýsköpunar, fjármagn til að styðja við menntakerfið, heilbrigðiskerfið, menningu og listir. Ekki veitir af.
Auðvitað megum við ekki treysta á að einhvejar stórframkvæmdir komi til með að bjarga okkur. Þær gætu vissulega hjálpað svo um munar. Krafturinn er fólginn í okkur sjálfum fyrst og fremst. Þess vegna verðum við öll að hefjast handa. Hver á sínu sviði. Uppbygging Nýja Íslands er hafin!
Brettum upp ermar með bros á vör. Losum þjóðarskútuna af strandstað! Nóg er til af vinnufúsum höndum. Aðalatriðið er að hefjast handa, jafnvel þó hægt gangi í fyrstu. Framhaldið kemur síðan af sjálfu sér...
Nú er líklega komið yfrið nóg af kreppubloggi og kominn tími til að fjalla um áhugaverðari mál ... Eitthvað uppbyggilegra ...
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Umhverfismál, Viðskipti og fjármál, Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 07:57 | Facebook
Um bloggið
Ginnungagap
Ýmislegt
Loftslag
Teljari
Álverð
Sólin í dag:
(Smella á mynd)
.
Olíuverðið í dag:
Nýjustu færslur
- Kínverskur loftbelgur yfir Ameríku, og Amerískur belgur yfir ...
- Vísindavefurinn: Getum við seinkað klukkunni á Íslandi og fen...
- Sjálfstæðisflokkurinn með tæplega 19% meira fylgi en Samfylki...
- Bjarni Sigurðsson harmonikkusnillingur frá Geysi. Fáein orð...
- Hvers vegna valdi Apple ekki Ísland fyrir gagnaver...?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 74
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 51
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Tenglar
Ýmsar vefsíður
- Efnisyfirlit pistla
- Lofthiti - Sjávarstaða - Hafís - Sólvirkni... Beintengdir ferlar
- Club du Soleil Greinar um samaspil sólar og veðurfars
- Stjörnufræðivefurinn
- Astronomy Picture of the Day
- Climate4you
- Watts Up With That?
- World Climate Report
- CO2 Science
- The Reference Frame
- Climate-Audit
- ICECAP
- The Air Went
- Science Sceptical Blog
- Roy Spencer
- Friends of Sience
- Prometheus
- Öldur aldanna. Sjaldan er ein báran stök - einnig í veðurfari? (2003) Vefsíða ÁHB
- Gróðurhúsaáhrif eða eðlilegar sveiflur í virkni sólar? (Grein í Lesbók Mbl. 20. júní 1998) Höfundur Ágúst H. Bjarnason
- Er jörðin að hitna?-Ekki er allt sem sýnist (1998) Vefsíða ÁHB
Uppskriftir
Ýmsar mataruppskriftir
Myndaalbúm
Bloggvinir
- majab
- ragu
- amadeus
- andres08
- apalsson
- asabjorg
- askja
- astromix
- baldher
- biggibraga
- bjarkib
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- bjorn-geir
- blindur
- bofs
- brandarar
- daliaa
- darwin
- duddi9
- ea
- egillsv
- einari
- einarstrand
- elinora
- elvira
- emilhannes
- esv
- eyjapeyji
- fhg
- finder
- finnur
- fjarki
- flinston
- frisk
- gattin
- geiragustsson
- gillimann
- gretaro
- gthg
- gudmbjo
- gudni-is
- gummibraga
- gun
- gutti
- haddi9001
- halldorjonsson
- halldors
- hlini
- hof
- hordurhalldorsson
- hreinsamviska
- hronnsig
- hugdettan
- icekeiko
- ingibjorgelsa
- jakobbjornsson
- jakobk
- johannesthor
- johnnyboy99
- jonaa
- jonasgunnar
- jonmagnusson
- jonpallv
- jonthorolafsson
- juliusvalsson
- karljg
- katrinsnaeholm
- kikka
- kje
- klarak
- kolbrunb
- krissiblo
- ksh
- kt
- lehamzdr
- liljabolla
- lillagud
- lindalea
- lucas
- maeglika
- maggij
- maggiraggi
- marinomm
- martasmarta
- marzibil
- mberg
- midborg
- minos
- morgunbladid
- mosi
- mullis
- naflaskodun
- nimbus
- nosejob
- omarbjarki
- ormurormur
- palmig
- perlaoghvolparnir
- peturmikli
- photo
- possi
- prakkarinn
- raggibjarna
- rattati
- ravenyonaz
- redlion
- rs1600
- rynir
- saemi7
- sesseljamaria
- sigfus
- sigurgeirorri
- sjalfstaedi
- sjerasigvaldi
- skari60
- skulablogg
- sleggjudomarinn
- stebbix
- steinibriem
- steinnhaf
- stinajohanns
- stjornuskodun
- storibjor
- straitjacket
- summi
- tannibowie
- thil
- thjodarskutan
- throsturg
- toro
- tryggvigunnarhansen
- valdimarjohannesson
- valdinn
- vefritid
- vey
- vidhorf
- vig
- visindin
- vulkan
- kristjan9
- arkimedes
- kliddi
- eliasbe
Eldri færslur
- Febrúar 2023
- Janúar 2019
- Maí 2018
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- Ágúst 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Þú hefur nú alltaf talað uppbyggilega um kreppuna og ekkert að því. Maður fyllist bjartsýni að lesa hvatningarorð, skal ég segja þér.
Svo er Skógræktin með góða hugmynd sem gæti skapað störf fyrir 3000 manns.
Marinó Már Marinósson, 27.11.2008 kl. 08:26
Sæll Marinó. Sem gömlum skógræktarmanni líst mér vel á hugmyndir skógræktarmanna. Þeir hafa alltaf verið fullir bjartsýni og sýnt hvað hægt er að gera á Íslandi. Lengi vel var þeim ekki trúað. Nú efast enginn...
Ágúst H Bjarnason, 27.11.2008 kl. 08:30
Heyr heyr !
Leggjumst á árarnar og trúum á mátt okkar og megin. Berjum úr okkur ótta, kvíða og reiði. Hver þekkir ekki hjá sjkálfum sér hversu mikið léttar er að koma einhverju í verk með bjartsýni og brosi, en áhyggjum og kvíða.
Við eigum líka séríslenskt háspil í stokknum sem er "þetta reddast"....spilum því núna !
Haraldur Baldursson, 27.11.2008 kl. 10:00
Þakka þér fyrir þetta, kæri Ágúst! Gott kemur úr þínum ranni.
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 27.11.2008 kl. 10:11
Gaman væri að vita hvernig fólk í atvinnuleysi, stórskuldugt uppfyrir haus, á að smæla framan í heiminn. Jólin að nálgast og allar þær áhyggjur með. Bretta uppá ermar? Hvað svo? Éta þær? Við lifum í núinu gott fólk. Fólk þarf aurinn núna. Gott að vita að þið hafið þó vinnu ennþá.
Davíð Löve., 27.11.2008 kl. 12:05
Ég held að við eigum bjarta framtíð, en aflúsun fjármálakerfisins er vissulega erfið, það er lækningin yfirleitt.
Ég vil benda á framtíðarpunkta, þótt þeir eru ekki í allra næstu dögum http://kristinnsig.blog.is/blog/kristinnsig/#entry-727095
Kristinn Sigurjónsson, 27.11.2008 kl. 14:30
Typistkt hvernig þetta gamla lið eys úr sér gömlum klisjum um bjartsýni, standa saman og hvað þetta heitir, þegar það áttar sig á að ráðslag þess hefur leitt til þess að unga fólkið er að yfirgefa þetta ömurlega sker og það sem það býður upp á. Unga fólkið sér í gegn um þetta, það er bara verið að reyna að blekkja það til að vera áfram í verðtryggingarhelsi lífeyrissjóðanna - og gamlingjanna - til að láta þau lifa í lúxus í ellinni. Nei, nú fara allir, sem það geta, til annarra og betri landa, þar sem er alvöru réttarfar og alvöru lýðræði. Bless.
Boris (IP-tala skráð) 27.11.2008 kl. 15:25
Við höfum áður séð það svart á Íslandi. Það var hreint ekki auðvelt að greiða af lánunum um 1983. Þá fylgdu óverðtryggðir vextir verðbólgunni og erfitt var að standa í skilum. Margir töpuðu miklu þá. Þetta var vissulega erfitt, en leið hjá.
Á Vísindavefnum stendur:
Hver var verðbólgan árið 1983?
Svar:
Árið 1983 voru ýmis Íslandsmet í verðbólgu slegin og höfðu Íslendingar þó ýmsu vanist í verðlagsmálum áður. Ef við miðum við vísitölu neysluverðs, sem þá hét vísitala framfærslukostnaðar, varð verðbólgan mest frá febrúar til mars það ár en vísitalan hækkaði um 10,3% milli þessara tveggja mánaða. Það samsvarar 225% verðbólgu á ári.
Verðbólgan fór alvarlega úr böndunum síðari hluta ársins 1982. Í september það ár hækkaði vísitalan um 8,4%. Verðbólgan róaðist ekki fyrr en ári síðar.
Í september 1983 hækkaði vísitalan um 0,5% á milli mánaða og var það í fyrsta sinn í rúm tvö ár sem hún hækkaði um minna en 1% á milli mánaða. Næstu tólf mánuði á undan, það er frá ágúst 1982 til ágúst 1983, hækkaði vísitalan um 103%, en það þýðir að verðlag ríflega tvöfaldaðist á tólf mánuðum. Það þýðir þá auðvitað líka að sá sem átti peningaseðil í ágúst 1982 gat keypt helmingi minna fyrir hann í ágúst 1983.
Verðbólgan allt árið 1983, það er frá janúar 1983 til janúar 1984, mældist rúm 70%
--- --- ---
Auðvitað verða næstu mánuðir mjög erfiðir. Það vita allir. Þess vegna er full ástæða til þess að gera allt sem í okkar valdi stendur til að milda áhrifin eins og hægt er. Með þrautseigju getum við það.
Ágúst H Bjarnason, 27.11.2008 kl. 17:05
Jájá. Látum eins og ekkert sé og smælum framan í heiminn. Eða þannig!
Jákvæðni getur svo sem verið af hinu góða og ég vil svosem ekkert vera að hallamæla henni.
En satt best að segja eins og ástandið er í þjóðfélaginu og hafandi í huga aðgerðar- og ábyrgðarleysi stjórnvalda og opinberra aðila þá finnst mér ekki ástæða til að með einhverja jákvæðni því miður.
En vonandi að þú getir verið glaður og bjartsýnn þó svo að flestir aðrir hafi ekki ástæðu til.
Eggert Vébjörnsson (IP-tala skráð) 27.11.2008 kl. 17:12
Ég er sammála því að álver í Helguvík er nærtækur og skynsamlegur kostur. Þess vegna finnst mér alveg með ólíkindum að horfa upp á Samfylkinguna í ríkisstjórn nota hvert tækifæri til að þvælast fyrir í þessu máli.
Allir sem komið hafa í Helguvík sjá að þarna er engin ómetanleg náttúrperla sem þarf að varðveita.
Finnur Hrafn Jónsson, 27.11.2008 kl. 20:24
Saell, tetta eru erfdir timar.
Anna , 28.11.2008 kl. 12:55
Satt er það, við eigum erfiða tíma í vændum. Milkilvægt að allir leggist á árarnar næstu mánuði... Ekki gefast upp .
Ágúst H Bjarnason, 28.11.2008 kl. 15:18
Mér dettur ekki til hugar að gefast upp. Eins og einhver sagði svo snilldarlega hér áður:"Það fer allt einhvernveginn, þó það fari illa"
Rúna Guðfinnsdóttir, 29.11.2008 kl. 18:00
Þjóðarskútan skerjum hjá,skríður furðanlega.
Höfðingjarnir henni á,hallast allavega.
Margret S (IP-tala skráð) 29.11.2008 kl. 20:32
Athyglisvert að lesa skrif ykkar allra. Svo ég tali fyrst til þín,
Dabbi. Ekki dettur mér eitt augnablik í hug að efast um kvalirnar sem stór hópur er að ganga í gegnum, - hefur jafnvel endað líf sitt. Sjálf er ég í hremmingum vegna ástandsins. Fjöldasamstaða er lífsnauðsynleg núna. Og þó að þú, ég og fleiri eigum erfitt með að vera jákvæð, þá er það þó ekki það sem við eigum að ráðast gegn. Jákvæðni leiðir af sér von, og von leiðir til úrræða, sem síðan leiðir til lausna. Skil samt reiði þína. finnst hún réttlætanleg. Og, "já" við þurfum aurinn núna. - Mjög mjög stór hópur.
Boris. Það er eins og þú sért að tala við Ríkisstjórnina. Einnig eins og þú sért með fordóma í garð eldri kynslóðarinnar. - Að þú setjir samasemmerki milli Ríkisstjórnarinnar og heillar kynslóðar. Í Guðanna bænum, Boris, Hefurðu engar hugmyndir um harðneskjuna sem margt eldra fólk má þola. Heldurðu í alvöru að stór hluti eldra fólks lifi í lystisemdum. Athugaðu einnig; Ungt fólk hefur einnig kosið þessa Ríkisstjórn yfir "okkur öll". Eins og það er margt sem nauðsynlegt er að fá að læra af unga fólkinu, þá er jafn nauðsynlegt að ungir læri af þeim eldri. Og þú skalt bara ekkert fara að flýja land. Vertu bara hér til að taka þátt í björgunaraðgerðunum fyrir komandi kynslóðir. Fyrir "þína" afkomendur, Boris. Við megum bara alls ekkert við því að missa þig.
Eggert. Hvers vegna hef ég það sterkt á tilfinningunni að orðið jákvæðni sé misskilið. Jákvæðni hefur ekkert með það að gera að setja upp eitthvert tilgerðar bros eins og ekkert alvarlegt hafi gerst. Maður getur verið jákvæður þótt maður sé öskrandi inní sér af reiði. Jákvæðni er gott "hjálpartæki" til að fá í sig örvun. - Til að geta komið "skútunni" á flot á ný. Og maður þarf ekkert að vera syngjandi glaður við þá aðgerð.
Takk annars fyrir dýrmæt innlegg ykkar allra. Hér eru allir í rauninni sammála.
Allir krefjast þess að ástandið lagist..
Og þið, Dabbi, Boris og Eggert. ég væri ekki að eyða í ykkur orðum ef mér þætti ekki til ykkar koma. "ÞIÐ SKIPTIÐ MÁLI"
Ingibjörg SoS, 4.12.2008 kl. 18:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.