Fimmtudagur, 22. maí 2008
Fönix geimfarið lendir á Mars á sunnudaginn með skurðgröfu og ´´hálf-íslenskan´´ vindhraðamæli... Myndir
Það er margt líkt með reikistjörnunum Mars og Jörðinni, en nú er orðið ljóst að fyrir milljónum ára voru þær mun líkari. Á Mars hafa líklega verið jöklar, ár og höf sem mótað hafa landslagið. Nú er þar eyðimörk sem líkist einna helst Sprengisandi.
Þekking manna á náttúruöflum sem móta reikistjörnurnar hefur aukist verulega á undanförnum árum. Margt eigum við ólært og erum rétt að byrja. Menn eru að leita skilnings á mörgum fyrirbærum á yfirborði Mars, og óneitanlega hefur spurningin um líf á Mars leitað á vísindamenn og almenning um aldir.
Sunnudaginn 25. maí, skömmu fyrir miðnætti að íslenskum tíma, lendir ómannað könnunarfar NASA, sem kallast Mars Fönix eða Mars Phoenix nærri norðurskauti Mars, eða á 68 breiddargráðu. Um borð í lendingarfarinu er eins konar skurðgrafa sem leita mun að ís í jarðvegi hnattarins og rannsaka hvort í honum er að finna lífrænar sameindir. Það er auðvitað mjög mikilvægt vegna mannaðra geimferða til Mars að vita af vatni þar.
Meðal fjölmargra vísindatækja um borð í geimfarinu verður vindmælir sem Dr. Haraldur Páll Gunnlaugsson frá Árósaháskóla í Danmörku hefur tekið þátt í að hanna og smíða. Þessi vindmælir er aðeins 20 grömm að þyngd, en ofurnæmur þar sem lofthjúpur Mars er hundrað sinnum þynnri en lofthjúpur Jarðar. Vindmælirinn er auðvitað danskur, en ekki beinlínis "hálf-íslenskur", - og þó, kannski smávegis
Haraldur hélt mjög fróðlegt erindi á vegum Stjarnvísindafélags Íslands, Eðlisfræðifélags Íslands og Jarðfræðifélags Íslands þriðjudaginn 20. maí. Sagt var frá helstu niðurstöðum úr leiðöngrum bandarísku og evrópsku geimferðastofnananna (NASA og ESA) til Mars á undanförnum árum og gefið yfirlit um stöðu þekkingar á hnettinum. Sérstaklega var fjallað um fyrirbæri á Mars sem eiga sér hliðstæður í náttúru Íslands. Helstu vísindatækjum Fönix geimfarsins var lýst og fjallað um niðurstöður þær sem búast má við að berist frá lendingarstaðnum á næstu mánuðum með áherslu á tækjabúnað þann sem Haraldur hefur tekið þátt að þróa og smíða.
Haraldur hóf fyrirlesturinn með því að sýna loftmynd af Mars sem tekin var frá Evrópska geimfarinu Mars Express. Á þessari skýru mynd mátti sjá fjöll og dali. Þar næst sýndi hann loftmynd sem tekin var yfir Vestfjörðum. Það koma á óvart að landslagið var nánast alveg eins! Á Vestfjörðum eru fjöllin sorfin af jöklum svo ekki er fjarri að álykta að sama hafi átt sér stað á Mars.
Mjög fróðlegt er að heimsækja vefsíðu vinnustaðar Haraldar, The Mars Simulation Laboratory, við Árósarháskóla. Þar er meðal annars stórt hylki þar sem líkt er eftir lofthjúpnum á Mars þar sem loftþrýstingur er aðeins um 1/100 þess sem við erum vön, og hægt að framkalla vind af ýmsum styrkleika. Í þessu hylki var vindmælirinn prófaður við mismunandi aðstæður.
Ferðalag Fönix geimfarsins niður á yfirborð Mars tekur um 7 mínútur. Geimfarið kemur inn í lofthjúpinn á 20.000 km/klst hraða og birtist á himninum sem glóandi eldhnöttur. Hitaskjöldur kemur í veg fyrir að það bráðni upp. Þegar geimfarið hefur hægt hæfilega á sér opnast stór fallhlíf sem hægir enn frekar á farartækinu, en þar sem lofthjúpurinn er mjög þunnur dugir það ekki til. Skömmu fyrir lendingu er fallhlífin losuð frá og við taka eldflaugar sem stýra geimfarinu síðasta spölinn og lenda því vonandi mjúklega.
Hér fyrir neðan eru nokkrar myndir og myndbönd sem lýsa þessu ferðalagi á ókunnar slóðir betur en fátækleg orð.
Fönix flýgur inn í lofthjúp Mars eins og eldhnöttur á 20.000 km/klst hraða.
Eldflaugar stýra farinu niður síðasta spölinn með sömu tækni og notuð var í tunglferðunum sem hófust árið 1969.
Vindmælirinn er efst á mastrinu vinstra megin.
Myndavél sendi myndir af mælitækinu til jarðar meðan mælt er. Haraldur sýndi nákvæma eftirmynd af mælinum á fyrirlestrinum.
Svona gengur lendingin fyrir sig. Á 7 mínútum ráðast örlög þessa verkefnis sem kostar 420 milljón dollara. Ætli það séu ekki um 30 milljarðar króna.
Klukkan 23:53 að íslenskum tíma sunnudagskvöldið 26. maí ætti að vera ljóst hvort lendingin hafi heppnast.
Fönix lendir skammt frá norðurpólnum, mun norðar en fyrri geimför. Þar hefur með mælingum fundist vatn undir yfirborðinu.
Fönix lendir skammt frá stóra appelsínurauða gígnum Heimdalli.
Það er fallegt á Mars. Myndin er tekin úr Evrópska geimfarinu Mars Express.
Smella þrisvar á myndina til að sjá hana í mikilli upplausn.
Nú er um að gera að skoða myndböndin hér fyrir neðan:
Vefsíður:
The Mars Simulation Laboratory í Danmörku
Vefsíða NASA um Fönix
Vefsíða Arizona háskólans sem er leiðangursstjóri
Evrópska geimfarið Mars Express hefur tekið ótrúlega skýrar myndir af yfirborði reikistjörnunnar. Sjá hér. Veljið Multimedia vinstra megin á síðunni
Vísindavefurinn: Hver var fuglinn Fönix?
Bloggpistlar:
Jólastjarnan í ár er Mars. Eins og gyllt jólakúla.
Jeppaferð um óbyggðir plánetunnar Mars
Meginflokkur: Vísindi og fræði | Aukaflokkar: Kvikmyndir, Menning og listir, Tölvur og tækni | Breytt 25.5.2008 kl. 18:45 | Facebook
Um bloggið
Ginnungagap
Ýmislegt
Loftslag
Teljari
Álverð
Sólin í dag:
(Smella á mynd)
.
Olíuverðið í dag:
Nýjustu færslur
- Kínverskur loftbelgur yfir Ameríku, og Amerískur belgur yfir ...
- Vísindavefurinn: Getum við seinkað klukkunni á Íslandi og fen...
- Sjálfstæðisflokkurinn með tæplega 19% meira fylgi en Samfylki...
- Bjarni Sigurðsson harmonikkusnillingur frá Geysi. Fáein orð...
- Hvers vegna valdi Apple ekki Ísland fyrir gagnaver...?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 59
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 39
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Tenglar
Ýmsar vefsíður
- Efnisyfirlit pistla
- Lofthiti - Sjávarstaða - Hafís - Sólvirkni... Beintengdir ferlar
- Club du Soleil Greinar um samaspil sólar og veðurfars
- Stjörnufræðivefurinn
- Astronomy Picture of the Day
- Climate4you
- Watts Up With That?
- World Climate Report
- CO2 Science
- The Reference Frame
- Climate-Audit
- ICECAP
- The Air Went
- Science Sceptical Blog
- Roy Spencer
- Friends of Sience
- Prometheus
- Öldur aldanna. Sjaldan er ein báran stök - einnig í veðurfari? (2003) Vefsíða ÁHB
- Gróðurhúsaáhrif eða eðlilegar sveiflur í virkni sólar? (Grein í Lesbók Mbl. 20. júní 1998) Höfundur Ágúst H. Bjarnason
- Er jörðin að hitna?-Ekki er allt sem sýnist (1998) Vefsíða ÁHB
Uppskriftir
Ýmsar mataruppskriftir
Myndaalbúm
Bloggvinir
- majab
- ragu
- amadeus
- andres08
- apalsson
- asabjorg
- askja
- astromix
- baldher
- biggibraga
- bjarkib
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- bjorn-geir
- blindur
- bofs
- brandarar
- daliaa
- darwin
- duddi9
- ea
- egillsv
- einari
- einarstrand
- elinora
- elvira
- emilhannes
- esv
- eyjapeyji
- fhg
- finder
- finnur
- fjarki
- flinston
- frisk
- gattin
- geiragustsson
- gillimann
- gretaro
- gthg
- gudmbjo
- gudni-is
- gummibraga
- gun
- gutti
- haddi9001
- halldorjonsson
- halldors
- hlini
- hof
- hordurhalldorsson
- hreinsamviska
- hronnsig
- hugdettan
- icekeiko
- ingibjorgelsa
- jakobbjornsson
- jakobk
- johannesthor
- johnnyboy99
- jonaa
- jonasgunnar
- jonmagnusson
- jonpallv
- jonthorolafsson
- juliusvalsson
- karljg
- katrinsnaeholm
- kikka
- kje
- klarak
- kolbrunb
- krissiblo
- ksh
- kt
- lehamzdr
- liljabolla
- lillagud
- lindalea
- lucas
- maeglika
- maggij
- maggiraggi
- marinomm
- martasmarta
- marzibil
- mberg
- midborg
- minos
- morgunbladid
- mosi
- mullis
- naflaskodun
- nimbus
- nosejob
- omarbjarki
- ormurormur
- palmig
- perlaoghvolparnir
- peturmikli
- photo
- possi
- prakkarinn
- raggibjarna
- rattati
- ravenyonaz
- redlion
- rs1600
- rynir
- saemi7
- sesseljamaria
- sigfus
- sigurgeirorri
- sjalfstaedi
- sjerasigvaldi
- skari60
- skulablogg
- sleggjudomarinn
- stebbix
- steinibriem
- steinnhaf
- stinajohanns
- stjornuskodun
- storibjor
- straitjacket
- summi
- tannibowie
- thil
- thjodarskutan
- throsturg
- toro
- tryggvigunnarhansen
- valdimarjohannesson
- valdinn
- vefritid
- vey
- vidhorf
- vig
- visindin
- vulkan
- kristjan9
- arkimedes
- kliddi
- eliasbe
Eldri færslur
- Febrúar 2023
- Janúar 2019
- Maí 2018
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- Ágúst 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Það gaman að pæla í allri þeirri miklu tækni sem er notuð í kringum allt ferlið að koma hlut frá Jörðinni til Mars í heilu lagi. Svo er skemmtilegt að hugsa til þess að mitt í allri tækninni er vindmælirinn bara lóðband, eitt elsta mælitæki sögunnar.
Ólafur (IP-tala skráð) 22.5.2008 kl. 12:29
Magnað að sjá þessa ljósmynd frá evrópska geimfarinu. Setja smá lit á þetta og þá er þetta alveg eins og íslensku fjöllin, brattar hlíðar og flatt að ofan.
Emil Sigursveinsson, 22.5.2008 kl. 16:58
Ólafur: Það kom fram hjá Haraldi að vegna þess hve lofthjúpurinn er þunnur á Mars er erfitt að mæla vindhraða. Þar getur verið verulega hvasst, en vindálagið er mjög lítið. Það lítið að venjulegur vindmælir stæði væntanlega kyrr í roki. Þess vegna var nauðsynlegt að smíða ofurnæman vindmæli. Krafturinn sem verkar á "vindpokann" er allt niður í 1 míkró-newton.
Ágúst H Bjarnason, 22.5.2008 kl. 17:14
Emil: Það eru fjölmargar ótrúlega góðar myndir hér á vefsíðu ESA - European Space Agency.
Ágúst H Bjarnason, 22.5.2008 kl. 17:18
Sæll Ágúst.
Það er gaman og fróðlegt að lesa síðuna þína núna. Þessar rannsóknir á Mars eru stórmerkilegar. Það er nánast óhjákvæmilegt að draga þá ályktun af því, sem vitað er núna að Mars hafi í árdaga verið lífvænleg pláneta í líkingu við Jörðina eins og hún er núna, með höfum og vötnum, jöklum og andrúmslofti og þá vafalaust lífi í einhverri mynd.
Smátt og smátt hefur hún tapað gufuhvolfinu, ef til vill sökum smæðar sinnar og orðið sú eyðimörk sem hún er núna.
Það læðist að mér sá grunur að svona fari fyrir Jörðinni okkar þegar ármilljónirnar líða.
Ég hefi stundum velt fyrir mér hvort verið gæti að lífið hafi getað borist til Jarðarinnar utan úr geimnum.
Við rannsóknir á loftsteinum hafa fundist lífræn efni ef ég skil rétt.
Er mögulegt að lífið á Jörðinni eigi sér upphaf á Mars? Sú ráðgáta verður sennilega aldrei leyst en það er gaman fyrir einn heimskingja að spyrja þannig að tíu vitringar geti ekki svarað, eins og máltækið segir,
Kveðja. Þorvaldur Ágústsson.
Þorvaldur Ágústsson (IP-tala skráð) 22.5.2008 kl. 21:55
hjúkkit þú reddar manni alveg, nú er maður búin að fá súmm á þetta án þess að mæta á fyrirlestra eða lesa sig til
Takk Ágúst fyrir áhugaverða pistla
Ása Hildur Guðjónsdóttir, 22.5.2008 kl. 22:01
Þetta eru skemmtilegar pælingar hjá þér Þorvaldur. Það hafa fundist allmargir (líklega 34) loftsteinar sem menn telja að eigi uppruna sinn á Mars. Sjá http://www2.jpl.nasa.gov/snc/ Í sumum þeirra hafa fundist ummerki sem virðast vera eftir frumstætt líf, eins og t.d. á myndinni sem er af loftsteininum ALH 84001. Það er hægt að finna heilmikið um þessi mál með því að gúgla orðin mars meteorites life.
Ágúst H Bjarnason, 22.5.2008 kl. 22:51
Mjög skemmtilegt framsetning hjá þér og gaman verður að fylgjast með um helgina hvernig lendingin heppnast.
kveðja,
Magnús Már - www.eldflaug.com
Magnús Már Guðnason (IP-tala skráð) 23.5.2008 kl. 14:28
Þökk fyrir þennan fróðlega pistil. Nú er það staðfest, að kísill finnst á Mars og það hljóta nú að teljast tíðinindi! ;)
Ásgeir Kristinn Lárusson, 23.5.2008 kl. 18:05
Takk fyrir ábendinguna Ásgeir. Fróðleg síða sem þú vísaðir á.
Ágúst H Bjarnason, 24.5.2008 kl. 18:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.