Færsluflokkur: Fjármál

''Í sama báti'' - Leiðarinn um Icesave í Financial Times 11. ágúst 2009

 

financial_times_893800.jpg

 

Ef til vill vilja einhverjir senda vinum og kunningjum erlendis leiðarann sem birtist í Financial Times til að kynna málstað okkar:

 --- --- ---

 
Editorial.

In the same boat.

When the Dutch and British governments clinched Iceland’s agreement to reimburse savers in Icesave, the now-defunct overseas branch of Landsbanki, they did not count on the ire of Icelandic voters. The deal, stuck in an Althingi committee, is unlikely to gain the Icelandic parliament’s approval.

All sides are playing hardball. Iceland’s government sees the deal as essential to repair Iceland’s links with the rest of the world. It worries that economic lifelines from Nordic neighbours and the International Monetary Fund will be undermined by the lack of an agreement with Holland and the UK – who refuse to budge.

The £3.3bn Reykjavik agreed to reimburse is a paltry sum for most countries, but it amounts to more than £10,000 for each citizen of the subarctic island. This economic burden – about half a year’s economic output – for compensating overseas savers is similar to the cost to the British government of tackling a UK recession less severe than Iceland’s.

Some compare the plan to the Versailles treaty’s harsh demands of Germany. A better analogy is the 1982 Latin American debt crisis, in which even Chile, poster boy of Chicago School economics, saw the state take over a mountain of private debt. A decade of stagnation followed. The same could be in store for Iceland.

Would that benefit anyone? It would alienate the Icelandic people, already angered by Gordon Brown’s use of anti-terror laws to freeze Icelandic assets. Icelanders’ support for the recent application to join the European Union is rapidly cooling. The risk is an Iceland geopolitically adrift with its strategic location and important natural resources. Russia is no doubt paying attention: it was the first to offer Iceland economic assistance.

Moreover, there is a joint interest in bringing to light any murky dealings behind the bank collapse. A less confrontational relationship could foster collaboration on investigation – and recovery of assets – which Iceland does not have the resources to carry out alone.

There is plenty of blame to go around, beyond latter-day Viking raiders who built brittle financial empires. Icelandic voters repeatedly elected a government bent on unleashing financial liberalisation while letting regulators sleep on duty. But Dutch and UK authorities could have seen that Icesave’s high yields were only as safe as Iceland’s ability to cover deposits.

With more even burden-sharing for clearing up the mess, good neighbourliness may prove to bring more than its own reward.

Published: August 11 2009 22:52 | Last updated: August 11 2009 22:52

Copyright The Financial Times Limited 2009.

 

http://www.ft.com/cms/s/0/bf7cbbae-86c0-11de-9e8e-00144feabdc0.html?nclick_check=1 

 

 


Evrópusambandið: Að hrökkva eða stökkva...

Benedikt Jóhannesson tryggingastærðfræðingur skrifaði mjög athyglisverða grein í Morgunblaðið 16. apríl. Bloggarinn telur þessa grein eiga brýnt erindi til allra og leyfir sér því að birta hana í heild hér fyrir neðan.

Í greininni kemur ótvírætt fram að nú sé mjög mikilvægt að vera fljótur að hugsa og taka ákvarðanir. Mikið er i húfi.

 

Benedikt spyr:  "Hvað gerist ef þjóðin sækir ekki um aðild að Evrópusambandinu?"

... og svarar:

   1.  Stórfyrirtæki flytja höfuðstöðvar sínar úr landi

   2.  Útlendingar þora ekki að fjárfesta á Íslandi

   3.  Fáir vilja lána Íslendingum peninga

   4.  Þeir sem vilja lána þjóðinni gera það gegn okurvöxtum

   5.  Atvinnuleysi, vaxtaokur og gjaldþrot verða viðvarandi

   6.  Þjóðin missir af Evrópulestinni næstu tíu ár

   7.  Íslendingar verða áfram fátæk þjóð í hafti

 

Greinin er mjög vel skrifuð og rökföst og óþarfi að hafa um hana fleiri orð. 

Vonandi verður grein Benedikts til þess að farið verði að ræða málin af alvöru. Það er ekki seinna vænna, hver sem niðurstaðan verður... Er svar Benedikts við spurningunni "Hvað gerist ef þjóðin sækir ekki um aðild að Evrópusambandinu?" rétt? Til þess að menn geti tekið afstöðu er nauðsynlegt að vita afdráttarlaust um kosti þess og galla að sækja um aðild.

(Leturbreytingar í greininni eru á ábyrgð bloggarans).

 --- --- ---


Benedikt Jóhannesson í Mbl 16. apríl 2006:
 

benedikt_johannesson.jpgStefna stjórnmálaflokkarnir að nýju hruni?

EFTIR nokkra daga verður kosið til Alþingis. Því miður virðist sem stjórnmálaflokkarnir geri sér enga grein fyrir því, að ef ekki er gripið til ráðstafana nú þegar er líklegt að yfir þjóðina dynji annað stóráfall og þjóðin verði um langa framtíð föst í fátæktargildru.

 

Erlendir loddarar tala um að Íslendingar eigi að gefa skít í umheiminn og neita að borga skuldir sínar. Margir virðast telja að slík leið sé vænleg. Enginn stjórnmálamaður talar um það að landið hefur misst lánstraustið og mun ekki endurvinna það fyrr en við sýnum að okkur er alvara með því að vinna með samfélagi þjóðanna.

 

Fjárhættuspil

Forráðamenn og eigendur bankanna lögðu mikið undir í útrásarveðmálinu. Þjóðin var sett að veði án þess að nokkur bæði hana leyfis. Gagnrýnisraddir voru fáar og þeir sem vöruðu við hættunni voru nánast taldir landráðamenn eða kjánar. Árum saman var bent á það að með sjálfstæðum gjaldmiðli væri gífurleg áhætta tekin. Krónan hefur lengi verið rangt skráð. Á velmegunarárunum var hún svo sterk að hér fylltist allt af jeppum og flatskjám, nú er hún svo veik að Austur-Evrópumenn vilja ekki lengur vinna fyrir þau laun sem hér bjóðast.

 

Atvinnuleysi eykst dag frá degi, gengi krónunnar hrapar, vextir eru miklu hærri hér á landi en í samkeppnislöndum og bankarnir eru vanmegnugir. Ríkið þarf að taka mjög há lán og fyrirsjáanlegt er að vaxtagreiðslur verða stór hluti af útgjöldum þess næstu árin. Í ljósi alls þessa er mikilvægt að leitað verði allra leiða til þess að bæta hag íslenskra heimila og fyrirtækja og koma jafnframt í veg fyrir að ástandið versni enn frá því sem nú er.

 

Almenningur á erfitt með að skilja hvert stefnir. Peningar eru hagkerfinu jafnnauðsynlegir og súrefni líkamanum. Nú vilja fáir lána þjóðinni peninga og þeir peningar sem fást eru þá á afarkjörum. Hin einfalda aðgerð »að hætta að borga skuldir óreiðumanna« hefur lamað hagkerfið allt. Í fréttum hefur komið fram að sterkt fyrirtæki eins og Landsvirkjun þarf að endurfjármagna lán innan tveggja ára. Tekst sú endurfjármögnun og verður það á vöxtum sem fyrirtækið ræður við? Hvaða stjórnmálamaður vill stefna framtíð þessa fyrirtækis í hættu?

 

Þjóðin geldur nú fyrir það dýru verði að hafa haldið í gjaldmiðil sem komið hefur heimilum og fyrirtækjum landsins í glötun og leitt til einangrunar. Ráðamenn skelltu áður skollaeyrum við aðvörunum. Ætla þeir að endurtaka leikinn núna?

 

Evran og Evrópusambandið

Með því að Ísland láti reyna á umsókn um aðild að Evrópusambandinu er líklegt að trú umheimsins á landinu vaxi á ný. Nú eru víðtæk höft í gjaldeyrisviðskiptum. Lánstraust íslenskra aðila er mjög lítið.

 

Íslensk fyrirtæki fá ekki afgreiddar vörur erlendis nema gegn staðgreiðslu og erlendir aðilar vilja ekki koma að fjármögnun íslenskra framkvæmda. Allt er ótryggt varðandi endurfjármögnun erlendra lána, eins og margir Íslendingar hafa fengið að reyna að undanförnu. Stór íslensk fyrirtæki íhuga nú, eða hafa þegar ákveðið, að flytja höfuðstöðvar sínar úr landi til þess að fá traustara rekstrarumhverfi. Ísland er nær vonlaus fjárfestingarkostur meðan ekki hefur verið mótuð nein framtíðarstefna í peningamálum og almennu efnahagsumhverfi. Þessu þarf að breyta og Íslendingar mega ekki hrekja bestu fyrirtæki landsins til útlanda. Nú er þörf á að fjölga störfum en ekki fækka.

 

Sveiflur á gengi krónunnar og hið mikla fall hennar hafa komið mjög illa við bæði almenning og fyrirtæki á Íslandi. Innganga í ES, þar sem stefnt yrði að þátttöku Íslands í evrópska myntsamstarfinu svo fljótt sem auðið er, myndi draga úr óvissu í efnahagsmálum.

 

Síðustu forvöð

Það er ekki bara fyrirsjáanlegt "seinna hrun" sem gerir það að verkum að brýnt er að sækja um aðild að ES. Mjög margt bendir til þess að ef ekki verður gengið til viðræðna þar um á næstu mánuðum geti þjóðin misst af lestinni í allmörg ár. Forsvarsmenn sambandsins hafa lýst því yfir að nú beri að hægja á stækkun þess. Þó er talið að Króatía eigi möguleika á því að komast inn í sambandið áður en lokað verður á inngöngu annarra um skeið og er talið líklegt að bærist umsókn frá Íslandi yrði hún afgreidd á sama tíma. Þetta er sérstaklega mikilvægt í ljósi þess að á seinni hluta árs 2009 verður Svíþjóð í forsvari í Evrópusambandinu, en líklegt verður að telja að Norðurlandaþjóð myndi styðja hratt umsóknarferli Íslands. Auk þess hefur stækkunarstjóri ES, Olli Rehn, lýst yfir miklum velvilja í garð Íslendinga og sagt að umsókn frá Íslandi yrði afgreidd hratt. Því er brýnt að hefja viðræður meðan viðmælendur hafa ríkan skilning á stöðu Íslands.

 

Sjávarútvegsstefna ES er til endurskoðunar og skal henni lokið fyrir árið 2012. Um leið og Íslendingar lýsa vilja til að hefja aðildarviðræður, verður þeim auðveldara að koma sjónarmiðum sínum um sjávarútvegsstefnuna að. Næsta endurskoðun verður ekki fyrr en árið 2022, þannig að stefnan sem nú verður mótuð mun gilda í 10 ár. Það er ábyrgðarhluti að Íslendingar sitji af sér tækifæri til þess að hafa áhrif í svo miklu hagsmunamáli.

Raunvextir á Íslandi eru nú 10-15% meðan nágrannalöndin hafa fikrað sig nær núllinu við hverja vaxtaákvörðun. Því er staða íslenskra fyrirtækja afar slæm gagnvart erlendum samkeppnisaðilum.

 

Skuldir ríkisins stefna nú í 1.500 milljarða króna. Hvert prósentustig í vöxtum jafngildir 15 milljörðum króna. Ef vaxtaálag lækkar um 3% við það að ganga í Evrópusambandið, eins og ráða má af kjörum lána til ES-ríkja sem eru nú í vanda, sparar það 45 milljarða króna vaxtagjöld á ári. Það er um það bil þriðjungur af fjárlagahalla þjóðarinnar. Hvort telja stjórnmálamenn skynsamlegra að taka upp evru og lækka vexti eða beita sársaukafullum niðurskurði ríkisútgjalda á enn fleiri sviðum en ella?

 

Ekki má gleyma því að í Evrópusambandinu eru okkar helstu bandalags- og vinaþjóðir sem Íslendingar hafa árum saman haft samstarf við innan Atlantshafsbandalagsins, EFTA og EES. Til samningaviðræðna við þessa aðila gengi þjóðin með fullri reisn, fullbúin að láta á það reyna hvað samningaviðræðurnar færðu henni. Það er ábyrgðarhluti að bíða með það, þegar við blasir að slíkt getur leitt til verri vaxtakjara, minni atvinnu, lakara lánstrausts og almennrar vantrúar á þjóðinni, einmitt á tímum þegar trausts er þörf.

 

Hvað gerist ef þjóðin sækir ekki um aðild að Evrópusambandinu?

 

   1.  Stórfyrirtæki flytja höfuðstöðvar sínar úr landi

 

   2.  Útlendingar þora ekki að fjárfesta á Íslandi

 

   3.  Fáir vilja lána Íslendingum peninga

 

   4.  Þeir sem vilja lána þjóðinni gera það gegn okurvöxtum

 

   5.  Atvinnuleysi, vaxtaokur og gjaldþrot verða viðvarandi

 

   6.  Þjóðin missir af Evrópulestinni næstu tíu ár

 

   7.  Íslendingar verða áfram fátæk þjóð í hafti

 

 

Samfylkingin er eini flokkurinn sem vill sækja um aðild að Evrópusambandinu án skilyrða. En loforð stjórnmálamanna hafa reynst haldlítil þegar á reynir. Aðrir flokkar draga lappirnar og setja þannig framtíð þjóðarinnar í stórhættu. Ólíklegt virðist að eftir kosningar verði sótt um aðild tafarlaust eins og þó er lífsnauðsyn.

 

Síðastliðið haust var aðstoð Alþjóðagjaldeyrissjóðsins eina haldreipi þjóðarinnar til skamms tíma. Sumir töldu að þjóðinni væri meiri sæmd að því að sökkva en grípa þann bjarghring. Sem betur fer var farið að viturra manna ráðum í því efni. Þeir sem hafna nú Evrópusambandsaðild hafa ekki bent á neina aðra leið úr rústum bankahrunsins.

 

Eina úrræði þjóðarinnar er að taka málin í sínar hendur og krefjast þess að stjórnmálamenn setji málið á dagskrá. Það geta menn gert með því að undirrita áskorun til stjórnvalda á vefsvæðinu   www.sammala.is   þar sem þeir taka saman höndum sem eru sammála um að ríkisstjórnin, sem tekur við völdum að loknum kosningum 25. apríl, eigi að hafa það eitt af sínum forgangsverkefnum að skilgreina samningsmarkmið og sækja um aðild að Evrópusambandinu.


>> Þeir sem hafna nú Evrópusambandsaðild hafa ekki bent á neina aðra leið úr rústum bankahrunsins.

 --- --- ---

 

Dr. Benedikt Jóhannesson tryggingastærðfræðingur stofnaði Talnakönnun árið 1984 og hefur stjórnað fyrirtækinu síðan. Árið 1988 var Talnakönnun breytt í hlutafélag og árið 2000 var Útgáfufélagið Heimur hf. stofnað. Benedikt hefur starfað sem ráðgjafi, einkum í tölfræðilegum og tryggingafræðilegum verkefnum. Hann hefur stýrt Vísbendingu öðru hvoru allt frá árinu 1995. Hann hefur einnig verið ritstjóri blaðsins Issues and Images og Skýja (ásamt Jóni G. Haukssyni).

 

Leiðari Morgunblaðins um grein Benedikts er hér.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Eru Jöklabréfin í eigu íslenskra aðila? Er Tortólaauðurinn geymdur á Íslandi?

Getur verið að stór hluti þess fjármagns sem streymt hefur úr bönkunum á undanförnum misserum, og margir telja að geymt sé á Tortóla, sé í raun varðveitt sem Jöklabréf á Íslandi?

 

Getur verið að íslenskir aðilar eigi einhvern hluta svokallaðra Jöklabréfa? 

 

 

Er vitað hverjir eiga þessi Jöklabréf?

 

Vextir á Íslandi eru auðvitað miklu hærri en á Tortóla og það vissu íslenskir auðrónar manna best. Er nokkuð ólíklegt að þeir hafi notfært sér það? Flæddu ekki jöklabréfin inn í landið á sama tíma og fjármagnið streymdi í stórum stíl úr íslensku bönkunum til ákveðinna aðila?

Spyr sá sem ekki veit...   Sjálfsagt eru þessar vangaveltur út í hött...

 

 

Vísindavefurinn: Hvað eru Jöklabréf?


« Fyrri síða

Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggið

Ginnungagap

Ýmislegt

Loftslag

Click to get your own widget

Teljari

free counters

Álverð

http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0

Sólin í dag:

(Smella á mynd)

.

Olíuverðið í dag:

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 51
  • Frá upphafi: 762134

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband