Bloggfærslur mánaðarins, mars 2011

Sáraeinföld áhættugreining vegna ICESAVE...

 

 

swot-3-drop-bevel.jpg

 


 

Fátt er eins mikilvægt þessa dagana og að velja "rétt" í ICESAVE kosningunni. Hvað er rétt er svo auðvitað mat hvers og eins, en vandamálið er að þetta er flókin milliríkjadeila og afleiðingarnar af röngu vali geta orðið afdrifaríkar fyrir land og þjóð.

Því miður er málið það flókið að fæstir hafa yfirsýn. Sjá ekki skóginn fyrir trjánum.

Fyrir nokkrum dögum var kynnt aðferð sem mikið er notuð við áhættugreiningu og áhættumat. Sjá pistilinn  Icesave og áhættugreining - Eða rússnesk rúletta...?

Hér kynnt sáraeinföld aðferð sem oft er mjög mikil hjálp í þegar meta skal hvað óljós framtíðin ber í skauti sér, til dæmis þegar ákvarðanir eru teknar í fjármálum, svo sem við kaup á fyrirtæki, íbúð eða jafnvel bara bíl.  Auðvitað er ICESAVE enn stærra og flóknara mál, en valið er sett í hendur almennings svo nauðsynlegt að hver og einn sé sáttur við hvort valið sé Já eða Nei, og taki síðan yfirvegaða afstöðu.

Þessi aðferð kallast á Ensku SWOT analysis.   (Strength, Weakness, Opportunity, Threat).

Á Íslensku nefnist aðferðin SVÓT greining.     (Styrkur, Veikleiki, Ógnun, Tækifæri).

SVÓT greiningu er hægt að nota á mismunandi hátt. Hér er ætlunin að beita henni á ICESAVE vandamálið þannig að við fáum yfirsýn. Sjáum skóginn fyrir trjánum. Það á væntanlega eftir að koma á óvart hve auðvelt það er.

Hugmyndin er að greina núverandi ástand og ástandið í framtíðinni með því að fylla út einfalt eyðublað. Þar sem möguleikarnir eru í stórum dráttum tveir, hentar vel að nota tvö eyðublöð, annað fyrir valið ICESAVE: JÁ  og hitt fyrir ICESAVE: NEI.   Eyðublöðin má sækja neðar á síðunni.

Þegar eyðublöðin hafa verið fyllt út er myndin orðin mun skýrari og valið auðveldara.  Margt sem í byrjun virtist óljóst og þokukennt blasir nú við.  Ekkert brjóstvit eða "af því bara" stjórnar okkur lengur. Valið er yfirvegað og við erum sátt við ákvörðun okkar.

---

Örstuttar leiðbeiningar:

Við byrjum á að fylla út efri hluta blaðsins sem lýsir núverandi ástandi, þ.e. styrkleikum og veikleikum samfélagsins eins og það kemur okkur fyrir sjónir núna.

Síðan fyllum við út neðri hluta eyðublaðsins sem lýsir ástandi samfélagsins nokkrum mánuðum eða árum eftir að úrslitin liggja fyrir. Við reynum að sjá fyrir tækifæri sem bjóðast og ógnir sem kunna að bíða okkar.

 

Þar sem framtíðin ræðst af  því hvort niðurstaða kosninganna verður Já eða Nei notum við tvö eyðublöð, annað fyrir Já og hitt fyrir Nei. Efri hlutinn verður eins, en neðri hlutinn mismunandi.

 

Mikilvægt er að nota stuttar lýsandi setningar, jafnvel stikkorð eða upptalningu. Engar langlokur. Gott er að hafa hvert atriði í sinni línu, því þannig verður yfirsýnin betri.

Það má til dæmis geyma skjalið á skjáborði tölvunnar og fylla það út þar, eða einfaldlega prenta það út og nota blýant....

Um er að ræða söfnun hugmynda til að setja í reitina. Myndin efst á síðunni sýnir hvernig gott er að vinna verkefniðí hóp, en þá er beitt hugarflugsaðferðinni (brain storm) og byrjað að skrifa hugmyndir á límmiða sem settir eru á stórt SVÓT blað.

Við verðum að skoða málið frá ýmsum sjórnarhornum og jafnvel klífa upp á sjónarhóla til að fá yfirsýn. Fyrr sjáum við ekki skóginn fyrir trjánum.

Dæmi um atriði sem mætti hafa í huga við vinnsluna:
Atvinnuástandið heilbrigðiskerfið, skólakerfi, menningin,  launakerfi miðað við nágrannalönd, þróun gengis krónunnar, innistæða í þrotabúi Landsbankans, staða meðal nágrannaþjóða, aðgengi að lánamörkuðum, fjárfestingar erlendra aðila hérlendis, ESA og EFTA dómstóllinn,   almenn hagsæld eða vansæld, o.s.frv. …
Hvernig viljum við að samfélagið verði eftir fáein ár?
Hverjar eru áhætturnar?
Getur glannaskapur orðið dýrkeyptur?

 

Þetta er ekki flókið, en kostar smá umhugsun. Þegar við höfum lokið við að fylla út eyðublöðin, þá sjáum við framtíðina mun betur fyrir okkur og þurfum ekki að velta lengur fyrir okkur hvernig við kjósum.

 

Vonandi hefur þessi pistill komið einhverjum að gagni við að rata um refilstigu  Icesave málsins.  Okkur hefur verið falið að skera úr um það með atkvæðagreiðslu hvor leiðin sé öruggari og áhættuminni fyrir samfélagið, JÁ=samningsleiðin eða NEI=dómstólaleiðin.  Það er því eins gott að hugsa málið gaumgæfilega og kjósa "rétt".

 

 

Eyðublað fyrir SVÓT greiningu er hér sem Word skjal

og hér sem PDF skjal.

 

Pistillinn Icesave og áhættugreining - Eða rússnesk rúletta...?

 

Upplýsingasíða Fjármálaráðuneytisins

Vilhjálmur Þorsteinsson: Icesave sett fram myndrænt

 

 

 

 

Framtíð Íslands og fjöregg þjóðarinnar er í okkar höndum 
Látum skynsemina ráða

 

 

 

 

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Áfhrif sólar á hitastig Noregshafs siðan árið 1000...

 

 

haflidason-solar-drop.jpg


Nýlega (16. des. s.l.) birtist í tímaritinu Journal of Geophysical Research grein sem nefnist

Response of Norwegian Sea temperature to solar forcing since 1000 A.DSjá hér.

Meðal höfunda er Hafliði Hafliðason prófessor við Háskólann í Bergen.


Vel getur verið að einhverjir hafi áhuga á þessari grein, og þess vegna er vísað á hana hér.

Rannsóknin fór fram á borkjarna sem tekinn var við staðinn P1 á myndinni sem fengin er úr greininni.

 

Í samantekt greinarinnar stendur:

"We report on a 1000 year long oxygen isotope record in sediments of the eastern Norwegian Sea which, we argue, represents the temperature and transport of warm Atlantic waters entering the Nordic Sea basin via the North Atlantic Drift and the large‐scale Meridional Overturning Circulation. The single‐sample resolution of the record is 2.5–10 years and age control is provided by 210Pb and 137Cs dating, identification of historic tephra, and a 14C “wiggle‐match” dating method in which the surface reservoir 14C age in the past is constrained rather than assumed, thereby eliminating a large source of chronological uncertainty. The oxygen isotope results indicate decade‐ to century‐scale temperature variations of 1–2°C in the shallow (∼50 m deep) subsurface which we find to be strongly correlated with various proxies of past solar activity. The correlations are synchronous to within the timescale uncertainties of the ocean and solar proxy records, which vary among the records and in time with a range of about 5–30 years. The observed ocean temperature response is larger than expected based on simple thermodynamic considerations, indicating that there is dynamical response of the high‐latitude ocean to the Sun. Correlations of our results with a gridded temperature reconstruction for Europe are greater in central Europe than in coastal regions, suggesting that the temperature and transport of warm Atlantic waters entering the Nordic Basin and the pattern of temperature variability over Europe are both the proximate responses to a change in the atmospheric circulation, consistent with a forced shift in the primary modes of high‐latitude atmospheric variability".

Í greininni (sjá hér á síðu Svalgaards) stendur meðal annars í kafla 3:

"...Lowest isotope values (highest temperatures) of the last millennium are seen ~1100–1300 A.D., during the Medieval Climate Anomaly [Bradley et al.,2003], and again after ~1950 A.D. The largest and most sustained isotopic increases (coolings) are centered at ~1500 A.D. and ~1700 A.D., corresponding to the regional Little Ice Age..."

"...The presence of medieval and 20th century warmth and Little Ice Age cooling in our records suggests a possible connection to known solar variations at these times (i.e., the
Spører and Maunder minima and medieval and modern maxima, respectively..."

(Sejrup, H.P., Lehman, S.J., Haflidason, H., Noone, D., Muscheler, R., Berstad, I.M. and Andrews, J.T. 2010. Response of Norwegian Sea temperature to solar forcing since 1000 A.D. Journal of Geophysical Research 115: 10.1029/2010JC006264).

 

 

 


Icesave og áhættugreining - Eða rússnesk rúletta...?

 

 

 
 
icesave_russian_roulette-blogglitur3.jpg

 

 

 

Ekki verður tekin afstaða með eða á móti Icesave í þessum pistli, heldur kynnt einföld aðferðafræði sem getur nýst þeim sem vilja bera sama áhætturnar af því að kjósa JÁ eða NEI. 

Það er ljóst að mörg ljón geta verið í veginum hvor leiðin sem verður valin. Ljónin eru mörg og lævís, og því erfitt að átta sig á þeim.  Málið er flókið og áhætturnar mismunandi. Það er því mikilvægt að valið sé yfirvegað og byggt á rökum, og síðan sá kostur valinn þar sem afleiðingar yrðu  minni ef eitthvað fer úrskeiðis. Við lítum á okkur sem skynsamt fólk og viljum velja þá leið sem er áhættuminnst fyrir okkur og börn okkar, en ekki nota glannaskap áhættufíkilsins sem er með „það reddast" hugarfarið. Við veljum illskárri kostinn. Það verður síðan að vera mat hvers og eins hvor kosturinn er skárri, eða illskárri.

Þessi aðferðafræði getur einnig nýst öllum vel þegar þeir standa frammi fyrir ákvarðanatöku þar sem málið er snúið og áhættur margar og mismunandi. Sama hvort það er í fjármálum, framkvæmdum eða stjórnmálum. Sama hvort það er í þjóðfélaginu, vinnustaðnum eða einkalífinu.

Þetta er einfölduð útgáfa af áhættugreiningu sem menn nota mikið þegar ráðist er í stórar og umfangsmiklar framkvæmdir, en þessi einfaldaða aðferðafræði er jafnvel notuð af þinginu og ráðuneytum í Ástralíu eins og sjá má á þessari vefsíðu Guidelines for Cabinet Submissions and New Policy Proposals, sjá Risk Assessment á miðri síðunni. Þessi aðferðafræði hentar því, og er jafnvel notuð, þar sem reynt er að láta skynsemina ráða för í pólitíkinni.

 

Áríðandi er að það komi skýrt fram að þær „áhættur" sem koma fram í dæminu hér fyrir neðan eru eingöngu settar fram til útskýringar, og hættumatið er valið þannig að dreifingin verði þannig að auðveldara sé að skýra út aðferðafræðina.

Það eru til ýmsar aðferðir við áhættugreiningu (risk analysis), en sú sem kynnt er hér er einföld, auðlærð, myndræn og árangursrík. 

 

Ekki veit ég hvort mér tekst að kynna þessa góðu aðferðafræði svo gagn sé af.  Ábendingar eru auðvitað vel þegnar.

 

Fimm mínútna námskeið:

 

Hvernig fer svona áhættugreining fram?

Aðferðin sem kynnt er hér er mjög einföld, krefst lítillar kunnáttu , en er einstaklega góð til að meta áhættu af einhverri ákvarðanatöku og taka skynsamlega á málunum, sérstaklega þegar málið er snúið og afleiðingar af röngu mati og rangri ákvarðanatöku geta orðið dýrkeyptar.

Ég hef útbúið eyðublöð sem eru aðgengileg hér fyrir neðan. Þau eru gerð í Excel, en að sjálfsögðu hefði alveg eins mátt nota rúðustrikað blað eða ritvinnsluforrit til að útbúa eyðublöðin.

Hér fyrir neðan eru smækkaðar myndir af þessum eyðublöðum felldar inn í textann. Þar hefur aðeins verið fyllt inn í þau.

 

Eyðublöðin er tvö:  Annað er fyrir ICESAVE: JÁ  og hitt fyrir ICESAVE: NEI.

Í örstuttu máli:

Fyrst er fyllt inn í efri töfluna á JÁ eyðublaðinu.  Þegar því er lokið eru niðurstöður fluttar úr efri töfluna í þá neðri. Þá sé fær maður myndrænt yfirlit yfir allar áhættur sem maður getur séð fyrir sér, og séð hvort áhættan er ásættanleg ef valið er JÁ.

Síðan gerir maður tilsvarandi á annað eyðublað fyrir valið NEI.

Þá er áhættugreiningu (risk analysis) lokið.

Þegar þessu er lokið getur maður farið að velta fyrir sér hvort hægt sé að lágmarka áhættuna á einhvern hátt. Það er áhættustýring (risk management).

 

1)     Efri taflan, áhættuflokkun:

Maður reynir að ímynda sér með hugarflugs aðferðinni (brain storm) allar hættur eða slæmar afleiðingar sem ákvörðunin um að kjósa annað hvort   eða  NEI gæti haft í för með sér. Til að byrja með er best að setja allt á blað sem manni dettur í hug, því það er alltaf hægt að fækka liðunum seinna ef manni sýnist þeir ekki eiga við.

 

Dæmi:  Hugsum okkur augnablik að við séum að fylla inn í töfluna fyrir ICESAVE: JÁ.

Okkur koma til hugar nokkrar hættur. Setjum bara inn fáeinar til að skýra málið.  Gildin fyrir líkur og afleiðingar (1...5)/(A...E) eru út í loftið... Vissulega sumt kjánalegt hér, en þannig má það gjarnan vera, því við lagfærum seinna. Hér er mikilvægt að nota hugarflugs eða „brain-storm" aðferðina, og þá er miklu betra að nokkrir séu saman til að varpa fram hugmyndum, t.d. fjölskyldumeðlimir eða vinnufélagar.   „Láta allt flakka - Laga seinna".

Við færum inn hætturnar sem okkur koma í hug, og metum líkur á að áhætta reynist raunveruleg (skalinn 1...5) og hvaða afleiðingar það hefði í för með sér (skalinn A...E).  Við færum þessi gildi inn í viðkomandi dálka þar sem bláu stafirnir eru.

 

ahettuflokkun.jpg

(Auðvitað eru líkurnar/afleiðingarnar hér bara lítt ígrunduð dæmi).

 

 

2)     Neðri taflan, áhættufylkið:

Litirnir í töflunni (áhættu fylki - risk matrix) merkja sjónrænt hvort viðkomandi líkur/afleiðingar séu ásættanlegar. Rautt er óásættanlegt, grænt ásættanlegt og gult eitthvað sem mætti íhuga nánar.

Takið eftir að eftir því sem reitirnir eru ofar eru meiri líkur á að viðkomandi atburður eigi sér stað, og að eftir því sem reitirnir eru lengra til hægri verða afleiðingarnar verri.  Þess vegna verða reitirnir rauðari eftir því sem þeir nálgast meir efstu röðina og röðina lengst til hægri.  Almennt getum við sagt að atburðir sem lenda í reitunum efst til hægri séu gjörsamlega óásættanlegir. 

Flytjum nú úr dálkunum Líkur og Afleiðingar (dálkarnir með bláu stöfunum) í efri töflunni í lituðu reitina  neðri töflunni. Sumar hættur lenda í grænum reitum, aðrar í gulum reitum og nokkrar í rauðum reitum.

Nú er ekki alveg víst að litavalið sé skynsamlegt. Við lögum það seinna ef okkur finnst þörf á því...

 

ahaettufylki.jpg

 

 

3)     Áhættumatið:

Áhættustig reitanna í áhættufylkinu er mismunandi:

[RAUÐIR REITIR]:  Óviðunandi. Hér þarf virkilega að skoða málið nánar og meta vel.  Sumt kann að vera gersamlega óviðunandi og beinlínis stórhættulegt. Hvað er hægt að gera til að minnka áhættuna?

[GULIR REITIR]: Rétt að athuga nánar því mat okkar kann að hafa verið ófullnægjandi.

[GRÆNIR REITIR]: Viðunandi. Þarf lítið að skoða.

 

Lendi einhver hættan á grænum reit, þá þurfum við lítið að hugsa um það.  Lendi hættan á gulum reit, þá er auðvitað rétt að gefa því gaum.

Einhverjar hættur hafa lent á rauðum reit. Nú verðum við að staldra við: Er það ásættanlegt? Hvað er í húfi? Ef líkur eru hverfandi þá getur það verið ásættanlegt, en ef til dæmis mannslíf, heilsa okkar og svo framvegis er í húfi, þá getur vel verið að það sé algerlega óásættanlegt, jafnvel þó líkurnar séu ekki mjög miklar. Framtíð okkar og barna okkar?  Getum við gert eitthvað til að lágmarka viðkomandi hættu?  Þetta verðum við að meta á yfirvegaðan hátt.

 

 

4)      Þegar bæði eyðublöðin, fyrir ICESAVE-JÁ og ICESAVE-NEI hafa verið útfyllt getum við tekið rökstudda og yfirvegaða afstöðu, með eða á móti:

Við höldum áfram að vega og meta, endurskoðum mat okkar á líkum og afleiðingum, yfirförum litavalið í áhættufylkinu. Meðan við erum að þessu fáum við góða sýn yfir verkefnið og eigum auðveldara með að svara já eða nei... 

Nú erum við búin að fara yfir allar áhættur sem ákvörðunin um að kjósa JÁ eða kjósa NEI getur haft í för með sér. Við höfum flokkað það eftir líkum og alvarleika. Við höfum sett niðurstöðuna í töflur sem sýna okkur myndrænt hvað er í húfi...

Ef í ljós kemur að annað hvort JÁ eða NEI  virðist afgerandi öruggari leið, þá getum við kosið með skynsemina að leiðarljósi. Erum nokkuð viss í okkar sök. Við látum ekki stjórnast af brjóstvitinu einu saman eða af því sem aðrir segja eða bulla.  Við teljum okkur vera skynsöm og viljum greiða atkvæði með eða á móti samkvæmt meðvituðu mati. Við viljum lágmarka áhættuna.

 

Eins og lesendur sjá, þá er þetta einfalt og auðskilið.  Mikið væri annars gott að fá svona flokkun og framsetningu frá þeim sem hafa verið að fjalla um málið, þ.e. stjórnmálamönnum, hagfræðingum, lögfræðingum, og svo auðvitað okkur,  Pétri og Páli...

Fyrst þeir geta notað þessa aðferðafræði á Ástralska Þinginu eða ráðuneytum, og þykir það skynsamlegt, þá ættum við Íslendingar að fara létt með það - er ekki svo? Smile

Gangi ykkur vel!

 

 

 

Eyðublöð á tveim flipum í Excel skjali:

Eyðublöð Excel

Athugið að á fyrsta flipanum eru eyðublöð fyrir JÁ, á öðrum flipa fyrir NEI og leiðbeiningar á hinum þriðja.   Auðvitað er öllum heimilt að leika sér með þetta skjal og breyta að vild.

 

Um alþjóðastaðalinn ISO / IEC 31010 Risk Management - Risk Assessment Techniques

 

 

Nú spyr ef til vill einhver hver mín niðurstaða sé.  Svarið er einfalt.  Ég er farinn að hallast að ákveðinni niðurstöðu, en endanleg ákvörðun liggur ekki fyrir. Ég nota tvö svona eyðublöð, annað fyrir JÁ og hitt fyrir NEI, og færi inn í þau jafnóðum og mér dettur eitthvað í hug, eða ef ég rekst á nýtt sjónarmið í ræðu eða riti.  Litríku töflurnar, áhættufylkin, taka smám saman á  sig mynd, en það hjálpar mér að skilja betur heildarmyndina og vonandi að taka „rétta" ákvörðun þegar að kjörborðinu kemur.

 

 

 

Gamall vísdómur
Ekki trúa neinu ef þú hefur bara heyrt um það.
Ekki trúa neinu ef það er aðeins orðrómur, eða eitthvað sem gengur manna á milli.
Ekki trúa neinu sem er í þínum trúarbókum.
Ekki trúa neinu sem kennarar þínir, eða þeir sem eru þér eldri segja þér í krafti valds síns.
Ekki trúa á aldagamlar venjur.

En, ef þú kemst að raun um, eftir skoðun og greiningu,
að það kemur heim og saman við heilbrigða skynsemi
og leiðir gott eitt af sér,
þá skalt þú meðtaka það og lifa samkvæmt því.

---Gautama Buddha (~563 F.Kr.-~483 F.Kr.)

Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Munum eftir smáfuglunum...

 

 

fuglinn.jpg

Nú má ekki gleyma smáfuglunum.

Snjór er yfir öllu og margir þessara litlu vina okkar svangir...

 

Þessi þakkaði fyrir sig með því að stilla sér upp

og syngja sinn uppáhalds söng, eins og honum einum er lagið...

 

 

 

 

Vísindavefurinn:
Hvað á maður að gefa smáfuglum, skógarþröstum og öðrum, að éta úti í garði á veturna?


 

 

 

 Myndin var tekin um síðustu helgi með Panasonic Lumix FZ100.

Tvísmella til að stækka.

 

 


Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggið

Ginnungagap

Ýmislegt

Loftslag

Click to get your own widget

Teljari

free counters

Álverð

http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0

Sólin í dag:

(Smella á mynd)

.

Olíuverðið í dag:

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.3.): 28
  • Sl. sólarhring: 138
  • Sl. viku: 251
  • Frá upphafi: 761648

Annað

  • Innlit í dag: 26
  • Innlit sl. viku: 227
  • Gestir í dag: 26
  • IP-tölur í dag: 20

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband