Vísindavefurinn: Getum við seinkað klukkunni á Íslandi og fengið þannig fleiri birtustundir yfir daginn?

 time_graphic_388781



"Í stuttu máli þá mun seinkun klukkunnar á Íslandi ekki fjölga birtustundum sem falla á venjulegan vökutíma, heldur fækka þeim...". 

Þannig svara þeir  Dr. Þorsteinn Sæmundsson stjörnufræðingur og Dr. Gunnlaugur Björnsson stjarneðlisfræðingur, sem þekkja þessi mál best Íslendinga, spurningunni á Vísindavefnum.


 Á Vísindavefnum stendur meðal annars í svari Þorsteins og Gunnlaugs:

"...Ef klukkunni á Íslandi yrði seinkað um klukkustund frá því sem nú er myndi fjölga talsvert þeim stundum þegar dimmt er á vökutíma. Áhrifin yrðu þau að í Reykjavík myndi dimmum stundum á vökutíma, miðað við að sá tími sé frá kl. 7 á morgnana til kl. 23 á kvöldin, fjölga um 131 stund á ári. Ef miðað er við að vökutími sé kl. 8-24 yrði fjölgun dimmra stunda á vökutíma hins vegar 190 stundir á ári.

Seinkun klukkunnar hefði þau áhrif að bjartara yrði á morgnana þegar börn fara í skóla og menn til vinnu. Þetta er tvímælalaust sterkasta röksemd þeirra sem vilja fara þessa leið. Á hinn bóginn eru bjartari morgnar keyptir því verði að fyrr dimmir síðdegis þegar umferð er meiri og börn á leið úr skóla. Menn getur greint á um það hvort þeir kjósi fremur bjartari morgna eða bjartara síðdegi. En umferðarþunginn bendir til þess að menn nýti almennt síðdegið fremur en morgnana til að sinna erindum sínum. Það virðist gilda að sumri ekki síður en vetri og stjórnast því ekki af birtunni einni saman..."

Smellið á krækjuna til að sjá alla greinina á Vísindavefnum:   Getum við seinkað klukkunni á Íslandi og fengið þannig fleiri birtustundir yfir daginn?

 
--- --- ---

Að lokum:

Er fækkun birtustunda um 130 til 190 klukkustundir á ári æskileg og eftirsóknarverð? Vafalítið kemur þessi staðreynd mörgum á óvart, en það er óhjákvæmilegur fylgifiskur þess að seinka klukkunni.

Varðandi stillingu líkamsklukkunnar er vert að hafa í huga, að við jafndægur á vori og hausti breytist tíminn við sólris og sólarlag um tæpan hálftíma á einni viku, eða lengd sólarhringsins um næstum klukkustund. Líkamsklukkan ætti þá fullt í fangi með að stilla sig af og elta dagsbirtuna, og í raun mjög ólíklegt að hún gæti það. 

Áhrif á svefntíma barna og unglinga gætu verið einhver fyrst eftir að klukkunni er seinkað, en það er næsta víst að svefntíminn færi í sama horf eftir aðeins fáeina sólarhringa, því á okkar norðlægu slóðum er sólarklukkan gersamlega ófær um að stilla líkamsklukkuna, eins og ljóst má vera.

Mun árangursríkara er að breyta skólatíma þannig að kennsla hefjist ekki fyrr en klukkan 9, í stað klukkan 8. Áhrifin af því yrðu varanleg, auk þess sem það hefði jákvæð áhrif á umferðaröngþveiti sem mest er um klukkan 8 á höfuðborgarsvæðinu.

Þegar sá er þessar línur ritar var í menntaskóla var hringlað með klukkuna vor og haust og man ég ekki til þess að það hafi verið neitt betra fyrir okkur skólanemendur. Ég var í háskóla á Íslandi 1968 þegar hætt var að breyta klukkunni og fann ég nákvæmlega ekkert fyrir því, fyrir utan hve notalegt var að losna við ruglið á svefntíma skömmu eftir að klukkunni var breytt vor og haust.

Ekki má gleyma því hve góð áhrif það hefur á heilsuna að koma heim úr vinnu í vel björtu að sumri til og geta notið dagsbirtunnar og sólar mun lengur. Hverjir vilja fórna þeim munaði?


 

Sjá bloggpistil frá árinu 2014:

"Myrkurstundum á vökutíma fjölgar um 131 til 190 klukkustundir eða 5 til 8 sólarhringa ef klukkunni verður seinkað"

 

 

 

Dr. Þorsteinn Sfbrvbar;mundsson, stjfpara;rnufrfbrvbar;fdeg;ingur hjfiexcl; Raunvfshy;sindastofnun Hfiexcl;skfsup3;la Íslands.

Þorsteinn Sæmundsson stjörnufræðingur hefur séð um útgáfu Almanaks Háskólans í áratugi og reiknað út hinar margbreytilegu töflur sem þar eru, en það er mikil nákvæmnisvinna. Hann er því manna fróðastur um tímatal og klukkuna. Þorsteinn var um áratugaskeið deildarstjóri Háloftadeildar Raunvísindastofnunar Háskóla Íslands.

 

Image result for gunnlaugur bjfpara;rnsson stjarnefdeg;lisfrfbrvbar;fdeg;ingur

Gunnlaugur Björnsson stjarneðlisfræðingur er núverandi deildarstjóri Háloftadeildar Raunvísindastofnunar Háskóla Íslands.

Raunvísindastofnun Háskólans - Háloftadeild
http://cygnus.raunvis.hi.is/~halo/haloft.html

 



Það vill svo til að sá sem þessar línur ritar starfaði á Háloftadeild Raunvísindastofnunar, þar sem Þorsteinn réði ríkjum, sem sumarmaður árin 1968 og 1969. Þá var einmitt ákveðið að hafa sumartíma allt árið á Íslandi og urðu margir fegnir þegar hringlinu með klukkuna var hætt.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Held ég dragi í efa allar rannsóknir, sem segja að seinkun klukkunnar um eina klukkustund muni bjarga ungdómnum. Þrjú þúsund og sex hundruð sekúndur aftur  á bak, munu ekki bjarga unglingum úr tilvistarkreppu. Foreldrar sem tala við börn sín gætu hins vegar gert það á undraskömmum tíma, en þvi miður er svo djöfull einfalt að henda bara snjalltæki í ungviðið, leggja sig í sófanum, kvarta yfir kulnun í starfi og taka undir klukkutímabakkið. 

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 15.1.2019 kl. 18:46

2 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Það eina sem bjargar ungdómnum er það að hann eldist og vitkast (eða yfirleitt amk).

Þorsteinn Siglaugsson, 16.1.2019 kl. 16:44

3 Smámynd: Jón Þórhallsson

Þó  svo að við getum ekki fjölgað birtu-stundununm að þá þurfum við

velja hvort að við viljum fleiri birtustundir á morgnana

eða seinnipartinn?

Jón Þórhallsson, 17.1.2019 kl. 11:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggið

Ginnungagap

Ýmislegt

Loftslag

Click to get your own widget

Teljari

free counters

Álverð

http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0

Sólin í dag:

(Smella á mynd)

.

Olíuverðið í dag:

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.3.): 30
  • Sl. sólarhring: 119
  • Sl. viku: 253
  • Frá upphafi: 761650

Annað

  • Innlit í dag: 27
  • Innlit sl. viku: 228
  • Gestir í dag: 27
  • IP-tölur í dag: 21

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband