Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2013

Hugsanleg skýring á blæðingu þjóðvega...?

 

 

653991.jpg

 

 

Hvað var það sem vann sem gikkur og hleypti ferlinu af stað nánast samtímis á hundruð kílómetra kafla, nokkrum mánuðum eftir að klæðningin var lögð? Blæðingin fór skyndilega af stað og hætti jafn skyndilega. Nánast samtímis alls staðar.

Getur verið að skýringin á þessu sé eftirfarandi fyrirbæri sem við gætum kallað "frostdælingu"?

Hugsum okkur að hitastig sé að sveiflast umhverfis bræðslumark vatnsins, sem er 0°C ef það er hreint, en lægra ef það er blandað óhreinindum eða salti. Þannig hefur veðurfar líklega verið undanfarið, en við vitum ekki hve hreint vatnið hefur verið og þekkjum því ekki vel við hvaða hitastig það frýs/þiðnar.  Munum eftir því að vatn þenst  skyndilega út um 8% um leið og það frýs og breytist í klaka.

 

 - Sprunga hefur myndast í yfirborðið.

 - Hugsum okkur til einföldunar að frost sé að nóttu en þíða að degi til. 

 - Vatn seitlar niður um sprunguna og safnast fyrir undir klæðningunni meðan frostlaust er.

 - Hitastig fer niður fyrir frostmark vatnsins að nóttu. Vatnið þenst út og þrýstist frosið upp um sprunguna ásamt olíu/biki sem undir klæðningunni er.

 - Næsta dag fer hitinn upp fyrir frostmark vatnsins. Ísinn bráðnar og sprungan ásamt holrúminu undir klæðningunni fyllist aftur af vatni.

 - Næstu nótt er frost, vatnið/ísinn þenst út um 8% og þrýstir meira af olíu/biki upp um sprunguna ásamt krapi.

 - Daginn eftir þiðnar og sprungan fyllist aftur af vatni.

 - O.s.frv., aftur og aftur. Gumsið mjakast upp um sprunguna með hjálp þessarar "frostdælu" sem er sífellt að vinna þegar hitastigið sveiflast umhverfis frostmark vatnsins...  Meira og meira gums þrýstist upp...

 

 

Það er svo annað mál hvers vegna svona mikil olía eða bik er undir klæðningunni. Skýringin á því liggur kannski í því hvernig staðið er að verki þegar klæðningin er lögð.

 

(Myndin er úr frétt Morgunblaðsins).

 



 

 

 

 


mbl.is „Svakalegt að lenda í svona“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Antikyþera reiknivélin, 2100 ára hátæknitölva...

 

 nama_machine_d_anticyth_re_f.jpg

 

Hátæknibúnaðurinn sem fannst árið 1901 í skipi sem sökk við eyjuna Antikyþera skammt norðvestur af Krít um 80 fyrir Krist hlýtur að teljast meðal merkustu fornminja allra tíma. Þetta er furðuflókinn tölvubúnaður eða reiknivél sem nota mátti fyrir flókna stjarnfræðilegra útreikninga.

Tækið er frá því um 100 fyrir Krists burð, og því meir en 2000 ára gamalt. Hugsanlega má rekja tilvist þess til smiðju Arkímedesar þó svo hann hafi dáið um hundrað árum áður en þessi vél var smíðuð. Vel má ímynda sér að Arkímedes hafi gert frummyndina.

Þetta er reyndar ekki stafræn tölva (digital computer) eins og við þekkjum í dag, heldur hliðræn tölva (analog computer) sem notar fjöldan allan af tannhjólum, gírum og öðrum vélbúnaði í stað rafeindarása.

Þetta er ótrúleg smíði og mikið hugvit og þekkingu á stærðfræði ásamt smíðakunnáttu hefur þurft til að hanna og smíða gripinn. Það kemur á óvart að þessi flókni gripur er ekki mikið stærri en ferðatölva í dag.  Hér hefur snillingur komið að verki.

Hugvitið og þekkingin sem liggur að baki þessarar smíði er það mikil að maður fellur nánast í stafi við tilhugsunina. Hvað varð um þessa þekkingu og hvers vegna gleymdist hún? Hvernig væri þjóðfélag okkar í dag hefði þetta hugvit og tækniþekking náð að þróast áfram í stað þess að falla í gleymsku?

Mikill fróðleikur er til á netinu og í fræðigreinum um  Antikyþera tölvuna og verður hann ekki endurtekinn í þessum stutta pistli, en í þess stað vísað í myndbönd, myndir og vefsíður sem fjalla um þennan merkisgrip.  Myndböndin er rétt að skoða í fullri skjástærð og hámarksupplausn ef þess er kostur. Nýleg mjög áhugaverð kvikmynd frá BBC um þennan merkisgrip er hér fyrir neðan.

 

---

 

Á vefsíðu hins þekkta tímarits Nature  er fréttagrein um Antikyþera tölvuna hér.

Myndband Nature, hluti 1 og hluti 2:

 

 

 

 

Þrjár röntgen sneiðmyndir af gripnum:

 

 

 

 

 

 

Líkan smíðað með Lego sýnir vel hve flókinn búnaðurinn er:

 

 

Líkan smíðað í stærð armbandsúrs:

 

 

Michael Wright: Líkan smíðað:

 

 Og það virkar!:

 

Nútíma tölvulíkan sýnir hvernig hin forna tölva vinnur:

 

 

Áhugavert: Klukkutíma löng mynd frá BBC:   Antikythera Mechanism, The Two Thousand Year Old Computer. (Horfa í fullri skjástærð og 720HD upplausn):

 

 

Ekki síður áhugavert:
The 2000 Year-Old Computer - Decoding the Antikythera Mechanism (2012)

 

 

 

"Ekkert verður til af engu. Einnig menningin, hversu frumleg hún virðist vera í fyrstu, á sér djúpar rætur, sem oft og einatt liggja víða að. Á þetta sér jafnt stað um grísku menninguna sem menningu allra annarra þjóða. Enda þótt Forngrikkir væru ákaflega gáfuð þjóð og allt léki svo að segja í höndum þeirra, var menning þeirra sjálfra svo sem engin, er þeir settust fyrst að í landinu. Á hinn bóginn urðu þeir svo skjótir til menningar og menning þeirra varð svo mikil og fögur, að það er nær óskiljanlegt, hversu bráðþroska þeir urðu, nema þeir hafi sætt því meiri áhrifum utan frá.

Og ef við lítum á landabréfið, dylst okkur ekki, að svo hefur hlotið að vera. Þarna lá Egyptaland, einhver helsta bækistöð fornmenningarinnar, sunnan að Miðjarðarhafi, og áin Níl, lífæð lands þessa, kvíslaðist þar út í hafið, líkt og hún vildi spýja hjartablóði menningar sinnar út til beggja hliða..."    

Saga Mannsandans, Hellas, Ágúst H. Bjarnason 1950.

 

 

 

The Antikythera Mechanism Research Project í Grikklandi hér.

Grein sem birtist árið 2008 í Nature  Calendars with Olympiad display and eclipseprediction on the Antikythera Mechanism má skoða á vefnum hjá EBSCOhost.com hér.

Sem handrit má lesa greinina á vef www.antikythera-mechanism.gr hér.

Mjög áhugavert ítarefni við greinina má sækja á vef hist.science.online.fr hér.

Grein í Nature 2010 Mechanical Inspiration má lesa hér á vef Nature.

 

World Mysteries: Antikythera Mechanism

Universe Today: The Antikythera Time Machine.

 

 

 

 

Allar greinar sem tengdar eru þessari færslu eru aðgengilegar á netinu. Sjá hér að ofan.

 

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Nýtt frá NASA / NRC: Áhrif sólar á loftslag jarðar geta verið meiri og flóknari en áður var talið...

 

 

max_cycle2.jpg

 

Í gær 8. jan. 2013 birtist á vefnum NASA Science News athyglisverð frétt. Innihaldið kemur þeim sem þessar línur ritar ekki mikið á óvart, en þeim mun ánægjulegra er að lesa  fréttina og ekki síður skýrsluna sem hún vísar til.

Í stuttu máli þá er vísað til skýrslu frá National Research Council (NRC) sem nefnist "The Effects of Solar Variability on Earth's Climate".   NCR gerði sér grein fyrir að nauðsynlegt væri að smala saman fimm tugum sérfræðinga frá hinum ýmsu sérfræðisviðum svo sem plasmaeðlisfræði, sólvirkni, loftslagsefnafræði, straumfræði, eðlisfræði háorkuagna, loftslagssögu jarðar...   Þetta væri það flókið mál að enginn einn sérfræðihópur eins og t.d. loftslagsfræðingar hefðu nægilega yfirgripsmikla þekkingu á málinu.

 

Oft er vitnað til þess að heildarútgeislun sólar  breytist aðeins um 0,1% yfir 11-ára sólsveifluna, en það ætti ekki að hafa mikil bein áhrif á hitafarið.   Það gleymist þó oft í umræðunni að aðrir þættir geta verið miklu áhrifameiri, en útfjólublái þáttur sólarljóssins breytist miklu miklu meira, en hann breytist um 1000% eða meir yfir sólsveifluna. Á það benti bloggarinn reyndar á fyrir 15 árum hér

Svo má ekki gleyma öðrum þáttum svo sem agnastreymi frá sólinni, háorku rafeindum og geimgeislum sem fjallað er um í skýrslunni.

Nú er það spurning hvort hratt minnkandi sólvirkni um þessar mundir eigi sinn þátt í að hitastig jarðar hefur staðið í stað undanfarin 16 ár samkvæmt HadCrut4 gögnum bresku veðurstofunnar MetOffice, en nú um jólin kom fram í nýrri spá frá þeirri sömu stofnun að þessi stöðnun verði a.m.k. til 2017, þ.e. í fulla tvo áratugi. Hvað þá tekur við mun tíminn leiða í ljós.

 

Auðvitað svaraði þessi sérfræðinganefnd ekki öllum spurningum sem brenna á vörum manna, en vonandi er þetta bara byrjunin á því að menn líti til himins eftir skýringum, það er nefnilega svo örstutt út í geiminn frá yfirborði jarðar...

 

Sjá frétt NASA Science News  Solar Variability and Terrestrial Climate  hér.

Sjá drög að skýrslunni frá NCR  “The Effects of Solar Variability on Earth’s Climatehér.

 

 

 

 

 

sep_strip.jpg

 Mynd úr skýrslunni

 

Klippt úr frétt NASA:

In the galactic scheme of things, the Sun is a remarkably constant star.  While some stars exhibit dramatic pulsations, wildly yo-yoing in size and brightness, and sometimes even exploding, the luminosity of our own sun varies a measly 0.1% over the course of the 11-year solar cycle.

There is, however, a dawning realization among researchers that even these apparently tiny variations can have a significant effect on terrestrial climate...

-


Of particular importance is the sun's extreme ultraviolet (EUV) radiation, which peaks during the years around solar maximum.  Within the relatively narrow band of EUV wavelengths, the sun’s output varies not by a minuscule 0.1%, but by whopping factors of 10 or more.  This can strongly affect the chemistry and thermal structure of the upper atmosphere.

Several researchers discussed how changes in the upper atmosphere can trickle down to Earth's surface.  There are many "top-down" pathways for the sun's influence.  For instance, Charles Jackman of the Goddard Space Flight Center described how nitrogen oxides (NOx) created by solar energetic particles and cosmic rays in the stratosphere could reduce ozone levels by a few percent.  Because ozone absorbs UV radiation, less ozone means that more UV rays from the sun would reach Earth's surface.

Isaac Held of NOAA took this one step further.  He described how loss of ozone in the stratosphere could alter the dynamics of the atmosphere below it.  "The cooling of the polar stratosphere associated with loss of ozone increases the horizontal temperature gradient near the tropopause,” he explains. “This alters the flux of angular momentum by mid-latitude eddies.  [Angular momentum is important because] the angular momentum budget of the troposphere controls the surface westerlies."  In other words, solar activity felt in the upper atmosphere can, through a complicated series of influences, push surface storm tracks off course. 

-

Many of the mechanisms proposed at the workshop had a Rube Goldberg-like quality. They relied on multi-step interactions between multiples layers of atmosphere and ocean, some relying on chemistry to get their work done, others leaning on thermodynamics or fluid physics.  But just because something is complicated doesn't mean it's not real...

-

The solar cycle signals are so strong in the Pacific, that Meehl and colleagues have begun to wonder if something in the Pacific climate system is acting to amplify them. "One of the mysteries regarding Earth's climate system ... is how the relatively small fluctuations of the 11-year solar cycle can produce the magnitude of the observed climate signals in the tropical Pacific."  Using supercomputer models of climate, they show that not only "top-down" but also "bottom-up" mechanisms involving atmosphere-ocean interactions are required to amplify solar forcing at the surface of the Pacific...

-

Indeed, the sun could be on the threshold of a mini-Maunder event right now.  Ongoing Solar Cycle 24 is the weakest in more than 50 years.  Moreover, there is (controversial) evidence of a long-term weakening trend in the magnetic field strength of sunspots. Matt Penn and William Livingston of the National Solar Observatory predict that by the time Solar Cycle 25 arrives, magnetic fields on the sun will be so weak that few if any sunspots will be formed. Independent lines of research involving helioseismology and surface polar fields tend to support their conclusion...

 

 

Verkefni nefndarinnar í stórum dráttum samkvæmt skýrslunni:

• The Sun and Solar Variability: Past and Present
- Overview of solar and heliospheric variability
- Observations of the Sun’s variable outputs
- Techniques for revealing past solar changes

• Sun-Climate Connections on Different Timescales
- Evidence of solar influences in the troposphere and stratosphere
- How the climate system works and how it might respond to solar influences
- Indications of influence based on paleoclimate records

• Mechanisms for Sun-Climate Connections
- Mechanisms connecting variations in total solar irradiance directly to the troposphere
- Mechanisms that influence upper parts of the atmosphere, such as variations in solar
ultraviolet radiation and possibly solar energetic particles
- Mechanisms that link variations in galactic cosmic rays to climate change.

 

 

Nefndina skipuðu:

Caspar Ammann, National Center for Atmospheric Research
Susanne Benze, University of Colorado, Boulder
Blair Bowers, Caset Associates, Ltd.
Matthias Brakesusch, University of Colorado, Boulder
Gabriel Chiodo, Universidad Complutense de Madrid

Odele Coddinggon, Laboratory for Atmospheric and Space Physics, University of Colorado, Boulder
Guiliana de Toma, High Altitude Observatory, National Center for Atmospheric Research
Ells Dutton, Global Monitoring Division, National Oceanic and Atmospheric Administration
Juan Fontenla, Laboratory for Atmospheric and Space Physics, University of Colorado, Boulder
Joe Giacalone, University of Arizona

Sarah Gibson, High Altitude Observatory, National Center for Atmospheric Research
Douglas Gough, JILA, University of Colorado, Boulder
Madhulika Guhathakurta, Living With a Star, National Aeronautics and Space Administration
Jerald Harder, Laboratory for Atmospheric and Space Physics, University of Colorado, Boulder
V. Lynn Harvey, Laboratory for Atmospheric and Space Physics, University of Colorado, Boulder

Lon Hood, University of Arizona
Charles Jackman, NASA Goddard Space Flight Center
Philip Judge, High Altitude Observatory, National Center for Atmospheric Research
Farzad Kamalabadi, University of Illinois at Urbana-Champaign
Peter Kiedron, Earth System Research Laboratory, National Oceanic and Atmospheric Administration

Hyosub Kil, Applied Physics Laboratory, Johns Hopkins University
Greg Kopp, Laboratory for Atmospheric and Space Physics, University of Colorado, Boulder
Andrew Kren, University of Colorado, Boulder
Hanli Liu, High Altitude Observatory, National Center for Atmospheric Research
Jesse Lord, Laboratory for Atmospheric and Space Physics, University of Colorado, Boulder

Dan Lubin, Scripps Institution of Oceanography, University of California, San Diego
Janet Machol, National Geophysical Data Center, National Oceanic and Atmospheric Administration
Youhei Masada, Kyoto University, Japan
Joe McInerney, High Altitude Observatory, National Center for Atmospheric Research
Scott McIntosh, High Altitude Observatory, National Center for Atmospheric Research

Aimee Merkel, Laboratory for Atmospheric and Space Physics, University of Colorado, Boulder
Mark Miesch, High Altitude Observatory, National Center for Atmospheric Research
Raimund Muscheler, Lund University, Sweden
Seung Jun Oh, SELab, Inc.
Ethan Peck, Laboratory for Atmospheric and Space Physics, University of Colorado, Boulder

Jeffrey Pierce, Dalhousie University, Halifax, Nova Scotia
Douglas Rabin, NASA Goddard Space Flight Center
Cora Randall, Laboratory for Atmospheric and Space Physics, University of Colorado, Boulder
Mark Rast, University of Colorado, Boulder
Alan Robock, Rutgers University

Fabrizio Sassi, Naval Research Laboratory
Harlan Spence, University of New Hampshire
Mark Stevens, University of Colorado, Denver
Michael Thompson, High Altitude Observatory, National Center for Atmospheric Research
Juri Toomre, JILA, University of Colorado, Boulder

Thomas Woods, Laboratory for Atmospheric and Space Physics, University of Colorado, Boulder
Lawrence Zanetti, Applied Physics Laboratory, Johns Hopkins University

Abigail Sheffer, NRC Space Studies Board
Michael Moloney, NRC Space Studies Board and Aeronautics and Space Engineering Board
Amanda Thibault, NRC Aeronautics and Space Engineering Board
Terri Baker, Space Studies Board

 

 


 

heliosphere.jpg

 

   Mynd úr skýrslunni
    sem nálgast mér hér

Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggið

Ginnungagap

Ýmislegt

Loftslag

Click to get your own widget

Teljari

free counters

Álverð

http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0

Sólin í dag:

(Smella á mynd)

.

Olíuverðið í dag:

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.12.): 10
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 70
  • Frá upphafi: 764727

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 46
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband