Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2023

Kínverskur loftbelgur yfir Ameríku, og Amerískur belgur yfir Kína...

 

 BalloonPath

 Myndin sýnir ferðalag loftbelgsins sem fór frá Bandaríkjunum 35 sinnum umhverfis jörðina.

 

Loftbelgurinn kínverski, sem Bandaríkjamenn óttuðust það mikið að þeir sendu sína öflugustu orrustuþotu búna flugskeytum upp í háloftin til að sprengja blöðruna, hefur vakið athygli víða um heim. Það tókst og þeim létti mikið, enda voru þeir sannfærðir um að þetta hefði verið hátækni njósnaverkfæri sem Kínverjar hefðu sent þeim í óleyfi án þess að spyrja kóng eða prest. Þeim kom heldur ekki til hugar að veðurguðirnir sem ráða háloftavindunum ráði mestu um för loftbelgjarins.
 
Það gleymdist líka, að Bandaríkjamenn hafa oft sent á loft belgi með rafeindabúnaði, stórar gasblöðrur með búnaði sem sendir upplýsingar til viðtækja á jörðu niðri. Myndin sýnir nákvæmlega ferðalag þess loftbelgs sem líklega á metið. Hann fór 35 sinnum umhverfis jörðina á 277 dögum, samtals 1.514.000 kílómetra.

Á ferðalagi sínu fór hann oft yfir Kína eins og sést á myndinni, og ekki reyndu Kínerjar að skjóta hann niður. Þeir eru greinilega ekki mjög taugaveiklaðir cool.
 
Þetta er aðeins einn af mörgum lotbelgjum sem radíóamatörinn Alan Adamson, W7QO, hefur sent upp í sal vindanna, en það hafa fleiri gert, og ekki hafa þeir belgir verið skotnir niður.
 
Þessir loftbelgir eru búnir WSPR (Weak Signal Proapgation Reporter) senditæki sem sendir til jarðar merki frá GPS tæki, og APRS (Automatic Packet Reporting System) sendi sem getur sent upplýsingar frá mælitækjum um borð. WSPR sendirinn notar hugbúnað sem Dr. Joe Taylorradíóamatör með kallmerkið K1JT þróaði. Þessi samskiptaháttur gerir kleift að senda upplýsingar um óravegu með litlu sendiafli. Joe (Joseph) Taylor er stjarneðlisfræðingur og hlaut hann Nóbelsverðlaun í eðlisfræði 1993.
 
 
 
Myndin, sem sýnir braut loftbelgsins sem Bandaríkjamaðurinn sendi á loft, er fengin hér:

 

 --- --- ---

 

WSPR tf3om
Þetta kemur lofbelgjamálum lítið við, en sýnir hve samskiptatæknin sem radióamatörinn og Nóbelsverðlaunahafinn Joe Taylor hannaði, er öflug. 

WSPR viðtæki getur lesið merki sem er 1000 sinnum veikara en bakgrunns-suðan eða skvaldrið.
( -28 dB SNR)


Undirritaður á og hefur notað lítinn WSPR sendi til að mæla útbreiðslu frá fjölbanda loftneti sínu, og náðust merkin m.a. á Suðurskautslandinu og í Ástralíu, þó svo að sendiaflið væri aðeins 1/5 úr watti, eða 200 milliwött, svipað og lítil vasaljósapera. Kallmerkið er TF3OM).

Smella á mynd til að stækka.



Félagið Íslenskir Radíóamatörar: www.ira.is





 

 Hugarflug: www.agust.net/wordpress/


Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggið

Ginnungagap

Ýmislegt

Loftslag

Click to get your own widget

Teljari

free counters

Álverð

http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0

Sólin í dag:

(Smella á mynd)

.

Olíuverðið í dag:

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.12.): 13
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 75
  • Frá upphafi: 764772

Annað

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 48
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband