Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2011

Erindi Vaclav Klaus forseta Tékklands um loftslagsmál, Evrópusambandið o.fl. á fundi Blaðamannafélags Ástralíu...

 

 


klausvaclavczechpresident-b.jpgFyrir fáeinum dögum hélt Vaclav Klaus forseti Tékklands erindi hjá National Press Club of Australia. Hann fjallaði fyrst og fremst um loftslagsmálin svonefndu frá sjónarhóli hagfræðinnar, en sleppti því að fjalla um loftslagsvísindin. Vaclav Klaus er með doktorspróf í hagfræði og því málið skylt.

Vaclav Klaus sem er nýorðinn sjötugur hefur lifað tímana tvenna, og varð því í erindinu oft hugsað til tímabils kommúnismans í Tékklandi.  Auk loftslagsmálanna fjallaði hann einnig smávegis um Evrópusambandið og Evruna. Eftir fyrirlesturinn svaraði forsetinn fyrirspurnum fundarmanna.

Hvort einhvert sannleikskorn er í því sem Vaclav Klaus hefur fram að færa er svo annað mál. Það verður auðvitað hver og einn að meta fyrir sig. Auðvitað getur vel verið að skoðanir hagfræðingsins stuði einhverja, en þannig er bara lífið. Sem betur fer er frelsi til að tala og skrifa. Frelsi sem Vaclav Klaus, sem búið hefur og starfað þar sem frelsið var ekki mikils virði, kann vel að meta.  - Hvað sem öðru líður, þá er öllum hollt að sjá hlutina frá fleiru en einu sjónarhorni. Það er nauðsynlegt að skoða í upphafi hvaða afleiðingar vanhugsaðar aðgerðir, jafnvel vel meintar, geta haft varðandi efnahag þjóða, ekki síst hinna efnaminni. Þær geta nefnilega hæglega orðið mjög afdrifaríkar.

Hér er kynning á fyrirlesaranum á vefsíðu National Press Club of Australia.  Hann er höfundur bókarinnar A Blue Planet in Green Shackles þar sem fjallað er um hliðstæð mál.

Það er vel þess virði að kynnast sjónarmiði Vaclav Klaus. Það er rétt að ítreka að hann fjallar um loftslagsmálin frá sjónarhóli hagfræðinnar og reynslu sinnar sem stjórnmálamanns, en ekki loftslagsvísindanna.  Fyrirlesturinn sjálfur er um hálftíma langur, en síðan svarar hann fyrirspurnum.

 


 

Athugsemdakerfið verður óvirkt í þetta sinn.

 

Njótið vel helgarinnar og frídags verzlunarmanna.... GetLost

 

 

 

 

What is at stake is not environment. It is our freedom.

                                                                                                                              Václav Klaus


Apollo-15: Ferðin til tunglsins fyrir 40 árum...

 

 

 

Apollo15

 


Í þessum mánuði eru liðin 40 ár frá ferð Apollo-15 til tunglsins. Það var 26. júlí árið 1971  sem 12 daga ferðalagið  hófst.  Í þessari fjórðu mönnuðu ferð til tunglsins höfðu ferðalangarnir með sér bifreið og óku henni um yfirborð mánans... 

Um svipað leyti og menn voru að ganga um yfirborð tunglsins voru miklar framfarir í flugi. Hljóðfráa farþegaþotan Concorde flaug sitt fyrsta flug árið 1969 svo og Boeing-747 júmbó-þotan sem enn er í notkun. Breska Harrier herþotan sem getur tekið sig á loft lóðrétt flaug fyrst árið 1967...

Á þessum tíma voru menn stórhuga og létu draumana rætast. Hvernig er það í dag, snýst öll tækniþróun um að smíða GSM síma með stærri og stærri skjá og forrita öflugri tölvuleiki með enn meira blóði og hryllingi? Eru menn hættir að hugsa stórt?

 

Heimildarmyndin hér fyrir neðan fjallar um Apollo-15.

(Þar sem myndin er byggð á Adobe Flash ræður Apple iPad ekki við að birta hana).

 

 


 

 

374176main_young-duke640x480--b.jpg
 
Geimfarar Apollo áætlunarinnar komu m.a. til æfinga á Íslandi.
Gæti þessi mynd verið tekin nærri hinu fræga Nautagili?
 

 

 


Ný grein breskra vísindamanna spáir köldum vetrum á Bretlandseyjum...

 

 

hungurvofan.jpg

 Hungurvofan?



 

Í dag 5. júlí birtist í tímaritinu Environmental Research Letters grein sem vekur nokkurn hroll. Greinin nefnist "The solar influence on the probability of relatively cold UK winters in the future". Tíamritið er gefið út af IOP-Institute of Physics www.iop.org  

Greinin, sem er eftir prófessor Mike Lockwood hjá Reading háskóla o.fl., er aðgengileg hér: http://iopscience.iop.org/1748-9326/6/3/034004

virðist vera ljóst að virkni sólar verður öllu minni næstu áratugina en hún hefur verið undanfarna áratugi. Í þessari nýju grein eru líkur á köldum vetrum á Bretlandseyjum næstu áratugina reiknaðar út.

Sami hópur vísindamanna hjá University of Reading tengdi á síðasta ári kalda vetur í Bretlandi á undanförnum öldum við litla sólvirkni, og spáði þá að á næstunni gæti minnkandi sólvirkni leitt til kaldari vetra, jafnvel eins kaldra og voru meðan á Maunder lágmarkinu stóð frá um 1645 til 1715, en þá var verulega kalt í Evrópu, svo kalt að þykkur ís var iðulega á ánni Thames.

Í þessari nýju rannsókn hafa vísindamennirnir litið til virkni sólar síðastliðin 9300 ár. Vísindamönnunum reiknast til að líkurnar á kuldaskeiði í Bretlandi sem er sambærilegt við það sem var meðan á Maunder lágmarkinu stóð séu 1:10 eða 10%.

Sjá frétt frá því í dag hér á vefsíðu IOP - Institute of Physics: "...Over the next 50 years, the researchers show that the probability of the Sun returning to Maunder minimum conditions is about 10 per cent, raising the chances that the average winter temperature will fall below
2.5 oC to around 1 in 7, assuming all other factors, including man-made effects and El Niño remain constant. ..."


Í vísindagreininni er fjallað um hitafar næstu áratugina í Bretlandi.  Greinin fjallar ekki um hugsanleg hnattræn áhrif og ekki um áhrifin á Íslandi.    Þar verðum við að láta ímyndunaraflið duga... Við getum þó rifjað upp að mjög víða í heiminum var mjög kalt meðan á Maunder lágmarkinu stóð, og einnig á Íslandi:

Þór Jakobsson fjallaði um þetta í erindi sínu á Oddastefnu 1995 "Um hafís fyrir Suðurlandi - frá landnámi til þessa dags" og vitnaði í annála:

"1695. Óvanalega miklir hafísar. Ís rak um veturinn upp að Norðurlandi og lá hann fram um þing, norðanveður ráku ísinn austur fyrir og svo suður, var hann kominn fyrir Þorlákshöfn fyrir sumarmál og sunnudaginn fyrstan í sumri (14. apríl) rak hann fyrir Reykjanes og Garð og inn á fiskileitir Seltirninga og að lokum að Hvalseyjum og í Hítarós, fór hann inn á hverja vík. Hafði ís ei komið fyrir Suðurnes innan 80 ára, þótti því mörgum nýstárlegt og undrum gegna um komu hans. Þá mátti ganga á ísum af Akranesi í Hólmakaupstað (Reykjavík) og var ísinn á Faxaflóa fram um vertíðarlok rúmlega, braut hann skip undan 6 mönnum fyrir Garði, en þeir gengu allir til lands".

 

Nú, hvernig í ósköpunum stendur á því að aðeins er reiknað með kólnun á Bretlandseyjum í takt við minnkandi virkni sólar? Er blessaðri sólinni svona illa við Breta?  Varla. Líklega er skýringin sú að hitaferillinn sem þeir notuðu nær eingöngu til Englands, en það er hinn margfrægi Central England Temperature (CET) hitaferill sem nær aftur til ársins 1659, en hann sýnir lofthita mældan með mælitækjum samfellt allt aftur til ársins 1659, og er því sá hitaferill hitamæla sem sem nær yfir lengst tímabil. Það er einfaldlega ekki kostur á sambærilegum mælingum utan Bretlands.

-

Af þessu máli hljóta allir skynsamir menn að hafa nokkrar áhyggjur. Aðrir brosa bara í kampinn. Við munum eftir áhrifunum sem harðir vetur t.d. í Bretlandi höfðu á samgöngur síðastliðna tvo vetur. Það voru þó bara smámunir. Verði sumur einnig köld, þá er auðvitað hætt við uppskerubresti með hærra verði á matvælum, þannig að hinir efnaminni gætu liðið skort og hungurvofan etv. ekki langt undan...    Skynsamt fólk hefur alltaf Plan-B og gerir ráð fyrir að málin geti snúist mönnum í óhag. Treystir ekki bara á guð og lukkuna. Siglir ekki í einhverri sæluvímu að feigaðrósi... "Þetta reddast einhvernvegin", - er það nú alveg víst?  Við skulum þó vona hið besta og ekki leggjast í þunglyndi alveg strax...  Ekki er þó ólíklegt að bresk stjórnvöld hafi þennan möguleika á kólnun í huga, sérstaklega eftir ástandið þar í landi tvo undanfarna vetur.

 

 

Í samantekt greinarinnar stendur:


Recent research has suggested that relatively cold UK winters are more common when solar activity is low (Lockwood et al 2010 Environ. Res. Lett. 5 024001).

Solar activity during the current sunspot minimum has fallen to levels unknown since the start of the 20th century (Lockwood 2010 Proc. R. Soc. A 466 303–29) and records of past solar variations inferred from cosmogenic isotopes (Abreu et al 2008 Geophys. Res. Lett. 35 L20109) and geomagnetic activity data (Lockwood et al 2009 Astrophys. J. 700 937–44) suggest that the current grand solar maximum is coming to an end and hence that solar activity can be expected to continue to decline.

Combining cosmogenic isotope data with the long record of temperatures measured in central England, we estimate how solar change could influence the probability in the future of further UK winters that are cold, relative to the hemispheric mean temperature, if all other factors remain constant. Global warming is taken into account only through the detrending using mean hemispheric temperatures. We show that some predictive skill may be obtained by including the solar effect.

Nánar hér: http://iopscience.iop.org/1748-9326/6/3/034004
Greinin öll er þar aðgengileg sem pdf og html.

 

 

 

thames-5-b_527654_1096017.jpg
 
Ísilögð Thames í London árið 1677

 


Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggið

Ginnungagap

Ýmislegt

Loftslag

Click to get your own widget

Teljari

free counters

Álverð

http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0

Sólin í dag:

(Smella á mynd)

.

Olíuverðið í dag:

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.12.): 10
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 70
  • Frá upphafi: 764727

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 46
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband