Bloggfærslur mánaðarins, mars 2012

Hafísinn í hámarki hámarki vetrarins, örlítið meiri en undanfarna vetur...

 

seaice-31mars2012-c.jpg

 

seaice-31mars2012-crop-b.jpg

Hvernig ætli ástand "landsins forna fjanda" sé um þessar mundir? Nú er hafísinn væntanlega í hámarki ársins. Hvernig er ástand hans miðað við undanfarin ár? Er hafísinn meiri eða minni? Svarið er, sýnist mér vera, aðeins meiri.  Auðvitað bara eðlilegar breytingar sem ekki geta talist miklar.

Myndin hér fyrir ofan sýnir útbreiðslu hans í dag 31. mars, en úrklippan er stækkuð mynd af ferlinum, þ.e. sýnir aðeins betur ástandið um þessar mundir. 

Takið eftir rauða ferlinum sem gildir fyrir árið sem er að líða. Forvitnilegt er að sjá hvernig hann hefur skotist upp fyrir ferla undanfarinna ára.

Í augnablikinu er útbreiðslan heldur meiri en á sama tíma árin 200720082009, 2010 og 2011, og er jafnvel kominn að meðaltali áranna1976-2006. Reyndar virðist 2012 ferillinn vera þessa dagana á sama róli og ferillinn komst hæst árið 2010.  Það gæti því ýmislegt breyst næstu daga...

Hér fyrir neðan er svo "lifandi" mynd sem á að uppfærast nokkuð reglulega (takið eftir dagsetningunni á myndinni).  Fróðlegt verður að fylgjast með þessari mynd næstu daga. Á rauði ferillinn eftir að fara yfir strikaða ferilinn sem sýnir meðaltal áranna 1979-2006? Errm


ssmi1-ice-ext

Ferlarnir eru fengnir hér:

arctic_roos_logo.jpg

www.arctic-roos.org

.

Til að fá heildarmyndina, þá er hér ferill sem sýnir heildarhafísinn samtals á norður- og suðurhveli, hafísinn á norðurhveli og hafísinn á suðurhveli. Ferillinn nær að nóvember 2011.

Dökkblái ferillinn er mánaðagildi. Rauði ferillinn er 13 mánaða meðaltal.  Græna lárétta línan er eingöngu til viðmiðunar fyrir augað...

seaice.jpg

Myndin er fengin að láni hér www.climate4you.com/SeaIce.htm, en skýringum var bætt inn á hana. Undir myndinni stendur eftirfarandi:

Graphs showing monthly Antarctic, Arctic and global sea ice extent since November 1978. The area covered by sea ice is defined as having at least 15% sea ice cover. Blue lines show monthly values, and red lines show the simple running 13 month average. Data kindly provided by the National Snow and Ice Data Center (NSIDC). Last month shown: November 2011. Latest diagram update: 8 December 2011.

 

 Svo er hér að lokum lifandi ferill frá Dönsku veðurstofunniHér er það sveri svarti ferlillinn sem byrjar vinstra megin sem áhugavert er að fylgjast með:http://ocean.dmi.dk/arctic/plots/icecover/icecover_current.png

 

 

Og svo enn einn lifandi ferill, nú frá National Snow and Ice Data Center (NSIDC).   Takið eftir hvernig blái ferillinn er kominn vel upp fyrir strikaða græna ferilinn, þétt að gilda gráa ferlinum sem sýnir meðaltal áranna 1979-2000.

 

 

Að lokum, hvað segir þetta okkur?  Svosem ekki neitt...   Við höfum ekki neinar áhyggjur af landsins forna frænda meðan hann gerist ekki nærgöngull. Sumir hafa reyndar meiri áhuga á útbreiðslunni í sumarlok, og eru þá með hugann við mögulega opnun siglingaleiða um norðurslóðir.

 

 

 


Ný sólblettaspá Dr. Hathaway hjá NASA...

 

 

ssn_predict_l-march_2011_1143354.gif

 

Í byrjun mars birtist á vefsíðunni NASA/Marshall Solar Physics ný spá. Í inngangi stendur:

"The current prediction for Sunspot Cycle 24 gives a smoothed sunspot number maximum of about 59 in early 2013. We are currently over three years into Cycle 24. The current predicted size makes this the smallest sunspot cycle in about 100 years".

Hér er því sem sagt spáð að sólsveiflan sem nú stendur yfir verði sú minnsta í 100 ár, og að hámarkis sólblettatalan verði aðeins 59.

Sjá nánar á vefsíðunni: http://solarscience.msfc.nasa.gov/predict.shtml   Myndin hér að ofan sést með því að smella á litlu myndina á síðunni. Á myndinni sést að verulegur munur er á síðustu sólsveiflu (#23) og núverandi (#24).

---

Ef fylgst er með breytingum frá degi til dags sést að eitthvað á blessuð sólin erfitt þessa dagana. Það er neðsti ferillinn sem við höfum áhuga á. Hann er uppfærður daglega:

 

Smellið hér til að sjá stærri mynd. Ef við teldum okkur ekki vita betur, þá gætum við fallið í þá freistni að telja að sólblettahámarkinu sé þegar náð. Vonandi nær sólin sér á strik innan skamms...   

Myndin er frá Leif Svalgaard.

 




Örstutt frétt af heilsufari sólarinnar...

 

 

 sunspots_feb_2012.jpg


Eins og sjá má á myndinni hér fyrir ofan, þá hefur sólblettatalan fallið hratt þrjá mánuði í röð. Síðasti punkturinn er fyrir febrúarmánuð, en nú í mars sáust margir sólblossar með tilheyrandi norðurljósum, svo að líklegt er að ferillinn rísi aftur eitthvað næst þegar hann verður birtur. (Sjá mynd neðst á síðunni). Sólbletturinn sem stóð fyrir þessari sýningu er nú horfinn bak við sólina.

Myndin er fengin hér: http://www.swpc.noaa.gov/SolarCycle.

Á næstu mynd sjáum við hvernig sólin hefur hagað sér síðastliðna hálfa öld, og má sjá dýfuna undanfarið lengst til hægri.

 

Sólsveiflur
 
Myndin er fengin hér:  http://sidc.oma.be/sunspot-index-graphics/sidc_graphics.php


Næsta myndi sýnir svo segultruflanir, eða AP vísinn (Ap index).  Eins og sjá má þá hefur ferillinn verið á niðurleið undanfarinn áratug.

 

 

Ap index
 
  Myndin er fengin hér: http://www.swpc.noaa.gov/SolarCycle.
 
 
 
 

 

Hér að ofan má sjá mynd sem uppfærð er daglega. Myndin hér ætti einnig að gera það. Á myndinni má sjá að nú í mars hefur ferillinn stigið aðeins, en síðan fallið örlítið aftur.

Mynd í fullri stærð:  http://www.leif.org/research/TSI-SORCE-2008-now.png

Mynd í meiri upplausn: http://www.leif.org/research/TSI-SORCE-Latest.png

Myndin er fengin að láni úr geymslu Dr. Leif Svalgaard hjá Stanford háskóla, en Leifur er danskrar ættar.

 


 

 

Norðurljósaspá

 


Sólgosin og norðurljósin undanfarið...

 

 

 

 solblossi.jpg

 

 

Fréttir af sólblossanum mikla hafa sjálfsagt ekki farið fram hjá neinum. Í framhaldinu urðu miklar segultruflanir og falleg norðurljós sáust víða um heim. Reyndar var blossinn ekki einn, heldur sex mis öflugir, og sást sá næstsíðasti snemma í gærmorgun 9. mars, og annar í dag 10. mars.  Frá sólblossanum berst kórónuskvetturnar með ógnarhraða og munu þær skella á jörðinni 11. mars um klukkan 7 að morgni (+/- 7 klukkustundir), og síðan 12. mars um klukkan 18. Það er mikið að gerast í sólblettinum AR1429!

3spaceweather-jonina3.jpgÁ hinni þekktu vefsíðu SpaceWeather.com prýddi mynd Jónínu Óskarsdóttur forsíðuna, en myndina tók hún á Fáskrúðsfirði. Mynd af síðunni, eins og hún leit út 9. mars, er hér til hliðar og má sjá hana betur með því að smella tvisvar á hana.

Því miður var að mestu skýjað á höfuðborgarsvæðinu og spáin fyrir næstu nætur ekki mjög hagstæð. Það er þó hægt að fylgjast nmeð segulstorminum á vefsíðu sem heitir því ófrumlega nafni Norðurljósaspá og má skoða hér. Þar er fjöldinn allur af beintengdum myndum sem nota má til að átta sig á því hvort norðurljós séu sýnileg eða hvort líkur séu á því að þau sjáist.

Hin frábæra og víðfræga mynd Jónínu  minnir pistlahöfund á fallega norðurljósakórónu sem birtist einn sinn skömmu fyrir eitt geimskot franskra vísindamanna sem skutu upp fjórum Dragon geimflaugum í 400 kílómetra hæð frá Mýrdalssandi og Skógasandi. Það var árin 1964 og 1965. Myndir og lýsingu af geimskotunum má sjá hér.

Svona sólblossar eru yfirleitt meinlausir, en þeir geta verið skæðir. Árið 1859 urðu menn varir við gríðarlega öflugan sólblossa sem kenndur er við Carrington. Þá var tæknin enn frekar frumstæð svo menn sluppu með skrekkinn, en í dag er næsta víst að afleiðingarnar hefðu orðið alvarlegar.  Svona "Carrington" sólblossi á næstum örugglega eftir að valda usla á jörðinni, en það er nánast bara spurning um hvenær. Fjallað hefur verið um málið í bloggpistlum, t.d. hér.

Lesið um sólblett AR1429 og mynd Jónínu á Universe Today.

 

 

 

 Einstaklega fallegt myndaband af norðurljósum:

 

 

 

Hlustið á höggbylgjurnar brjótast út frá sólinni með því að smella hér.

Thomas Ashcraft náði þessum hljóðum með því að hlusta á tíðnisviðum radíóamatöra, 21MHz og 28MHz.



 

 

 

 


mbl.is Augu heimsins á mynd frá Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verkís hlýtur Gullmerki jafnlaunakönnunar PwC...

 

 

Verkís 80 ára

 

 

Verkís er fyrsta fyrirtækið á Íslandi sem hlýtur Gullmerki í Jafnlaunaúttekt PwC.  Þessi úttekt greinir kynbundinn launamun innan fyrirtækja og metur hvort fyrirtæki greiði báðum kynjum sömu laun fyrir sambærileg störf.

Verkís fékk engar athugasemdir við úttektina og þurfti ekki að gera neinar úrbætur eða breytingar til þess að hljóta Gullmerkið.
 
GullmerkiJafnlaunaúttektin greinir upplýsingar úr launakerfum fyrirtækja samkvæmt viðurkenndri aðferðafræði og veitir upplýsingar um raunverulegan launamun kynjanna þegar tekið hefur verið tillit til þeirra þátta sem mest hafa áhrif á laun, s.s. menntunar, starfsaldurs, starfaflokks og vinnustunda. Til að hljóta Gullmerkið þurfa fyrirtæki að hafa 3,5% eða minni launamun en Verkís var með um 2% launamun sem er ekki skýrður með þeim þáttum sem hafa helst áhrif á laun. Þetta er langlægsta hlutfall sem PwC hefur séð hér á landi. Í niðurstöðum skýrslunnar er hlutfallið hjá Verkís talið óverulegt og ekki hægt að greina að Verkís sé að greiða kynjunum meðvitað mismunandi laun fyrir sambærileg störf.
 

 „Við erum mjög stolt af því að vera fyrsta fyrirtækið til að hljóta Gullmerkið og lítum á það sem viðurkenningu á þeirri jafnréttishugsun sem er hluti af menningu Verkís og endurspeglar gildi fyrirtækisins“, segir Sveinn Ingi Ólafsson framkvæmdastjóri.

 

 

VERKÍS er öflugt og framsækið ráðgjafarfyrirtæki sem býður fyrsta flokks þjónustu á öllum sviðum verkfræði.

Verkís rekur uppruna sinn til ársins 1932 og er því elsta verkfræðistofa landsins. Áratuga reynsla og þekking skilar sér í traustri og faglegri ráðgjöf og fjölbreyttum lausnum.

Hjá Verkís starfa yfir 300 starfsmenn að fjölbreyttum verkefnum á Íslandi og erlendis. Verkís leggur áherslu á að veita vandaða og faglega þjónustu sem er samkeppnisfær við það sem best þekkist í heiminum.


 www.Verkís.is

 

 


Krúttlegir knattspyrnumenn - Myndband...

 

 

...Eða eru þetta krúttlegar knattspyrnukonur? 
Það skiptir kannski ekki máli, því konur eru líka menn...

...En eru þetta menn, eða kannski bara vélmenni?

Hvað sem því líður þá eru þeir mannlegir og
erfitt að verjast hlátri þegar fylgst er með tilburðum þeirra.
LoL

 

Verða knattspyrnuhetjur framtíðarinnar svona?

 

 

 

 

Hvernig er þetta gert? 

 

 

 

 

 

 

upenn_engineering_1.jpg
 
 

 http://www.seas.upenn.edu

 


Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggið

Ginnungagap

Ýmislegt

Loftslag

Click to get your own widget

Teljari

free counters

Álverð

http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0

Sólin í dag:

(Smella á mynd)

.

Olíuverðið í dag:

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.12.): 8
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 68
  • Frá upphafi: 764725

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 45
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband