Færsluflokkur: Heilbrigðismál

Skynsamlegt staðarval Landspítala á lóð RÚV nærri Borgarspítalanum, eða enn betra við Vífilsstaði...

ruv-landspitali-001.jpg

 

 

Á myndinni hér að ofan má sjá hve nálægt Borgarspítalanum lóð RÚV er, og hve vel hún liggur að umferðaræðum. Þessi staðsetning er miklu mun heppilegri en lóðin við Hringbraut, og mun skynsamlegra að nýr spítali rísi þar.  Nýr spítali við Hrngbraut kostar sjálfsagt vel yfir 100 milljarða króna, svo það er full ástæða til að staldra við.

Auðvitað á síðan að byggja spítalann lóðrétt, en ekki lárétt eins og spítalinn við Hringbraut hefur verið hannaður. Þannig sparast þúsundir fermetrar af tengigöngum. Hægt er að spara fjölda starfsmanna sem annars þyrfti við þrif á þessum göngum og til að ferja sjúklinga  eftir þeim milli bygginga. Þannig bygging yrði einnig væntanlega töluvert ódýrari.

Í lóðréttri byggingu koma góðar lyftur í stað  fjölda langra tengiganga. Örstutt er þá á milli deilda. Á þetta hefur skynsamt fólk bent, en ekki verið hlustað.

Með tilliti til umferðar er staðurinn við Hringbraut eins óheppilegur og hugsast getur.  Vonandi staldra menn nú við og íhugi hugmynd forsætisráðherra um að nýta lóð RÚV fyrir nýjan spítala, sem allir eru sammála um að rísa þurfi.

Svo má ekki gleyma Vífilsstöðum. Kannski væri það besta lausnin, því þar er nægt landrými fyrir byggingar og bílastæði. 

 

Vonandi verður skynsemin látin ráða svo komið verði í veg fyrir stórslysið sem er í uppsiglingu við Hringbraut. Nú er lag...

 

  Vifilsstadir


mbl.is Nýr Landspítali í Efstaleiti?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Má bjóða þér snákaolíu"...?

 

Mikið er dásamlegt að koma heim úr vinnu í dagsbirtunni núna í byrjun mars, og enn dásamlegra verður í vor og sumar þegar bjart verður fram eftir öllu og hægt að njóta hins íslenska sumars langt fram á kvöld. Það kemur svo sannarlega heilsunni í lag eftir langan vetur.

Við þurfum ekki að efast um það að fólki sem vill seinka klukkunni, eða jafnvel flýta henni, nú eða taka upp sumartíma til viðbótar núverandi tíma, eða þá bara seinka klukkunni yfir vetrarmánuðina, gengur gott eitt til.  Sumir vilja að sólin fylgi sem næst gangi sólar og hádegið sé á sínum stað, nema kannski á sumrin, en margir eru þó sannfærðir um að núverandi stilling klukkunnar sé best mið tilliti til ýmissa sjónarmiða. Auðvitað eru ekki allir sammála og Íslendingar kunna það allra þjóða best að vera ósammála.

 

 

Dr. Gunnlaugur Björnsson stjarneðlisfræðingur skrifaði í Morgunblaðið 25. febrúar:

 

"Má bjóða þér snákaolíu?

 

gulliÍ villta vestinu riðu loddarar um héruð og seldu almenningi snákaolíu, elexír sem gagnast átti við hverju því sem angraði kaupandann, líkamlegu eða andlegu. Urðu sumir sölumannanna þjóðhetjur, eflaust efnaðar, en í nýlegum kúrekamyndum eru þeir ofast túlkaðir sem sérfræðingar í prettum ýmiskonar.

Það virðist mannskepnunni eðlilegt að leita alltaf auðveldustu leiða úr öllum vandamálum og helst að geta skyggnst inn í framtíðina. Menn fara til spákonu, kaupa sér kort hjá stjörnuspekingi og fleira. Á sama hátt vilja menn geta keypt skyndilausnir á öllu því sem þá hrjáir, remedíur hjá hómópötum, vöðvapillur og bætiefni alls konar í dósum, mörg gagnslaus og sum jafnvel skaðleg. Það er meira að segja reynt að pranga inn á krabbameinssjúklinga vitagagnslausum efnum. Snákaolíur nútímans taka á sig ýmsar myndir.

Undanfarin misseri hefur alveg sérstök útgáfa af snákaolíu verið kynnt á Íslandi. Hún á að lækna nánast allt sem nöfnum tjáir að nefna. Það þarf ekki að taka hana inn og hún kostar lítið sem ekkert. Þetta er slík undraolía að hún á ekki bara að lækna nánast alla sálræna kvilla sem hrjá þjóðina, hún á líka að draga verulega úr kostnaði við heilbrigðiskerfið. Ísland er í allt í einu orðið eins og villta vestrið var, þessi undraolía er nefnilega hvergi boðin annars staðar.

Ég á við þá hugmynd að með því einu að breyta stillingu klukkunnar muni geðheilsa þjóðarinnar stórlagast, unglingar hætta að vera syfjaðir og þreyttir á morgnana og við Íslendingar almennt hætta að drolla frameftir á kvöldin. Rökin sem færð eru fyrir þessu má draga saman í eftirfarandi:


a) Skorti á góðum nætursvefni eða svefnleysi fylgja ýmsir kvillar, líkamlegir og andlegir. Ekki efast ég um það.

b) Skortur á værum svefni stafar af misræmi á milli þess hvernig klukkan er stillt á hverjum stað og líkamsklukkunnar. Ég stórefast um það.

c) Brottfall unglinga úr skólum snarminnkar við það eitt að breyta stillingu klukkunnar. Þetta er fráleitt.

d) Nú síðast er því haldið fram að seinkun klukkunnar fækki umferðarslysum. Það er ekki nóg með að þetta sé rangt, heldur er þessu öfugt farið. Konunglega slysavarnafélagið í Bretlandi hefur sýnt fram á að umferðarslysum fjölgar verulega þegar klukkunni er seinkað á haustin.

Bretar eru með sína klukku stillta eins nærri sólargangi og kostur er. Þeir glíma við sömu vandamál tengd svefni og svefnleysi og við. Unglingar eru jafn syfjaðir þar og annars staðar í veröldinni og brottfall álíka. Sama er uppi á teningnum í Danmörku þar sem klukkan er líka stillt nærri sólargangi. Svefnleysi og kvillar tengdir því hafa ekkert með stillingu klukkunnar að gera.

 

Við Íslendingar höfum stundum um fátt að sýsla, sérstaklega í skammdeginu. Þá detta í okkur ýmsar grillur sem stærri þjóðir sýnast að mestu vera lausar við. Engum öðrum hefur dottið í hug að alhæfa svo stórkostlega sem fylgismenn þessarar undarlegu hugmyndar gera þegar þeir halda því fram að breytt stilling klukkunnar sé allra meina bót, virki eins og snákaolía villta vestursins. Það er alvarlegt og ábyrgðarhluti, sérstaklega af fólki innan heilbrigðiskerfisins, að halda því fram og lofa því að þessi eina aðgerð sé slík töfralausn sem talað er um".

 

(Höfundur er deildarstjóri Háloftadeildar Raunvísindastofnunar Háskólans).
 

--- --- ---

Hvað segir Vísindavefurinn um málið?

Getum við seinkað klukkunni á Íslandi og fengið þannig fleiri birtustundir yfir daginn?

"...Ef klukkunni á Íslandi yrði seinkað um klukkustund frá því sem nú er myndi fjölga talsvert þeim stundum þegar dimmt er á vökutíma. Áhrifin yrðu þau að í Reykjavík mundi dimmum stundum á vökutíma, miðað við að sá tími sé frá kl. 7 á morgnana til kl. 23 á kvöldin, fjölga um 131 stund á ári. Ef miðað er við að vökutími sé kl. 8-24 yrði fjölgun dimmra stunda á vökutíma hins vegar 190 stundir á ári...".
                                                                    www.visindavefur.is/svar.php?id=68760

Ef við töpum 131 til 190 birtustundum á ári við það að seinka klukkunni, hvað er þá unnið ?

 

Jæja, breyting á stillingu klukkunnar er því miður engin alhliða töfralausn frekan en snákaolían... 

             

  

 snake-oil (1)



 

 


Það á ekki að refsa eldri borgurum...

 

 

Eldri borgarar
 

 

Nú eru aðeins fáeinar vikur þar til  ríkisstjórnin undir forsæti Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingríms J Sigfússonar leggur niður störf.

Ríkisstjórnin hefur ítrekað líkt sér við norræna velferðarstjórn, og því verður að gera ráð fyrir að hún hætti að níðast á eldri borgurum á Íslandi. 

Jóhanna og Steingrímur: Sýnið nú hvað í ykkur býr! 

Leiðréttið skerðingu á kjörum aldraðra áður en þið farið frá.

Þið getið ekki verið þekkt fyrir annað.

Ef ykkur er annt um orðstír ykkar, þá verðið þið að bregðast strax við!

 

 

 

Aðalfundur Félags eldri borgara í Reykjavík var haldinn föstudaginn 15. febrúar s.l.  Morgunblaðið birti eftirfarandi frétt af fundinum. (Leturbreyting bloggarans):

 

"Það á ekki að refsa eldri borgurum"

Félag eldri borgara í Reykjavík, FEB, krefst þess að lífeyrir aldraðra frá almannatryggingum verði leiðréttur strax til samræmis við kauphækkanir láglaunafólks.

FEB krefst þess einnig að sú skerðing á kjörum aldraðra, sem ríkisstjórnin ákvað frá 1. júlí 2009 verði strax afturkölluð.

„Kjararáð hefur afturkallað kauplækkun ráðherra, þingmanna og embættismanna með gildistíma frá  1.október 2011. Ríkisstjórnin verður að veita öldruðum sams konar leiðréttingu,“ segir í ályktun aðalfundar FEB sem haldinn var síðastliðinn föstudag.

„FEB telur að greiðslur úr lífeyrissjóði eigi ekki að skerða lífeyri frá almannatryggingum. Þegar lífeyrissjóðir voru stofnaðir var gert ráð fyrir því, að lífeyrir úr þeim yrði til viðbótar lífeyri frá almannatryggingum og myndi því ekki skerða bætur almannatrygginga,“ segir í ályktuninni 

Þá er þess krafist að frítekjumark vegna greiðslna úr lífeyrissjóði verði strax  hækkað.

„En í næsta áfanga verði skerðing tryggingabóta vegna lífeyrissjóðs afnumin með öllu. Við afturköllun á kjaraskerðingu frá 1. júlí 2009 verður hætt að reikna greiðslur úr lífeyrissjóði með tekjum við útreikning á grunnlífeyri almannatrygginga. Hækka þarf einnig verulega frítekjumark vegna fjármagnstekna og atvinnutekna. Það á ekki að refsa eldri borgurum fyrir að spara eða vinna.“

 

Lífeyrir verði samkvæmt neyslukönnun Hagstofunnar

FEB telur að  stefna eigi að því að hækka lífeyri aldraðra frá almannatryggingum í áföngum í upphæð sem samsvarar meðaltalsútgjöldum einstaklinga og heimila samkvæmt neyslukönnun Hagstofunnar.

„Samkvæmt síðustu neyslukönnun Hagstofunnar (des. 2012) eru meðaltalsútgjöld einhleypinga 295 þús kr. á mánuði eftir að tekið hefur verið tillit til hækkunar neysluverðs frá því, að könnunin var gerð. Hvorki skattar né afborganir og vextir er  innifalið í tölu Hagstofunnar og lyfjakostnaður vanáætlaður. En hæsti lífeyrir einhleypra ellilífeyrisþega  (framfærsluviðmið- lágmarksframfærslutrygging) frá TR er 180 þús. kr. á  mánuði eftir skatta. Það vantar því  115 þús. kr. á mánuði upp á að  lífeyrir almannatrygginga dugi fyrir neysluútgjöldum þessara einstaklinga. En aðeins mjög lítill hópur eldri borgara nýtur  framfærsluviðmiðs Tryggingastofnunar að fullu. Lífeyrir annarra ellilífeyrisþega frá TR er mikið lægri.“

 

Endurskoðun kemur ekki í stað kjaraleiðréttingar

Aðalfundurinn bendir á að endurskoðun almannatrygginga komi ekki í stað kjaraleiðréttingar vegna kjaraskerðingar og kjaragliðnunar krepputímans. „Það verður eftir sem áður að leiðrétta kjör aldraðra strax og afturkalla  kjaraskerðinguna frá 1. júlí 2009. Grunnlífeyrir er nú 34 þús. kr. á mánuði. Þeir sem misstu hann 2009 eiga að fá hann aftur nú að öðru óbreyttu.“

Þá mótmælir FEB harðlega hækkun Reykjavíkurborgar á ýmsum þjónustugjöldum aldraðra, til dæmis fyrir mat og á akstri.

 

 
 


mbl.is „Það á ekki að refsa eldri borgurum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Málþing verkfræðistofunnar VERKÍS: LJÓSGÆÐI-LÍFSGÆÐI 13. október. Meðal fyrirlesara er ráðgjafi NASA...

 

ljosgae_i-lifsgae_i--verk_s---b.jpg

 

Fátt er mikilvægara í skammdegnu en góð lýsing. Fátt hefur eins mikil áhrif á lifsgæði okkar og vellíðan þegar birtu sólar nýtur ekki. Þess vegna hlýtur að vera mikill fengur af málþingi um ljósgæði og lífsgæði þar sem valinkunnir erlendir fyrirlesarar fjalla um þetta mikilvæga mál.

 

Málþing um sjálfbærni og lýsingarhönnun, 13. október 2009

LJÓSGÆÐI LÍFSGÆÐI

 

Í ljósi breyttra aðstæðna í mannvirkjagerð hér á Íslandi eru tækifæri til endurmats og uppbyggingar fyrir nýja tíma og nýjar stefnur. Raunhæft er að ætla að áherslur í framtíðinni verði á hönnun til sjálfbærni og þar með talið við hönnun lýsingar þar sem kröfur um orkusparnað og vellíðan þeirra einstaklinga sem innan bygginganna dveljast hafa aukist.

 

Ráðgjafarfyrirtækið Verkís mun standa fyrir opnu málþingi sem ber heitið „LJÓSGÆÐI - LÍFSGÆÐI" þriðjudaginn 13.október næstkomandi í Laugardalshöll - ráðstefnusal 3. Þar munu alþjóðlegir fyrirlesarar miðla nýjum rannsóknum og þeim möguleikum sem við höfum til að bæta umhverfi okkar og vellíðan með birtu.

 

Fyrirlesarar málþingsins eru:

Dr. George Brainard taugalæknir og sérstakur ráðgjafi NASA - National Space Biomedical Research Institute við þróun á mótvægisaðgerðum við heilsufarsbreytingum geimfara

Dr. Merete Madsen dagsbirtu-arkitekt

Kevan Shaw lýsingarhönnuður og formaður nefndar um sjálfbærni PLDA - Alþjóðlegum samtökum lýsingarhönnuða

Martin Lupton frá Guerrilla Lighting og formaður PLDA - Professional Lighting Design Association

 

Málþingið er haldið á ensku og er ætlað öllum þeim sem vilja fræðast um gildi lýsingar og eiga þátt í að bæta umhverfi sitt og annarra

Miðar fast á www.midi.is

Nánari upplýsingar um málþingið eru á slóðinni: http://www.verkis.is/malthing en einnig hjá Þórdísi Harðardóttur  trh(hjá)verkis.is, Guðjóni L. Sigurðssyni gls(hjá)verkis.is og Rósu Dögg Þorsteinsdóttur rdt(hjá)verkis.is.

 

  >>  Dagskrá / Programme

  >>  Fyrirlesarar / Bios

  >>  Fréttatikynning

  >>  Press release

  >>  www.verkis.is

  >>  www.midi.is

 

 

 

 

 

sitelogo.png
Verkfræðistofa Íslands
 

Samfelld reynsla frá árinu 1932

Verkfræðistofan VERKÍS sem heldur málþingið á rætur að rekja til fimm verkfræðistofa með 255 ára samanlagðan starfsaldur, en þær sameinuðust árið 2008. Starfsmenn eru um 300:

1932:  VST - Verkfræðistofa Sigurðar Thoroddsen
1961:  RT - Rafagnatækni
1962:  Fjarhitun
1965:  Rafteikning
1970:  Fjölhönnun

 

 www.verkis.is


Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggið

Ginnungagap

Ýmislegt

Loftslag

Click to get your own widget

Teljari

free counters

Álverð

http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0

Sólin í dag:

(Smella á mynd)

.

Olíuverðið í dag:

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.3.): 24
  • Sl. sólarhring: 148
  • Sl. viku: 247
  • Frá upphafi: 761644

Annað

  • Innlit í dag: 24
  • Innlit sl. viku: 225
  • Gestir í dag: 24
  • IP-tölur í dag: 18

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband