Bloggfærslur mánaðarins, september 2012

Snillingurinn Burt Rutan flugverkfræðingur heiðraður - og álit hans á loftslagsmálunum umdeildu...

 

 

burt-rutan-and-spaceshipone.jpg

Hver kannast ekki við flugverkfræðinginn Burt Rutan stofnanda flugvélaverksmiðjunnar Scaled Composites sem hannað hefur margar nýstárlegar flugvélar, meðal annars flugvélina Voyager sem flogið var í einum áfanga umhverfis jörðina árið 1986 og aðra SpaceShipOne sem flogið var út í geiminn árið 2004 og hlaut fyrir það afrek 10 milljon dollara Ansari-X verðlaunin.

Í janúar 2011 var fjallað hér á blogginu um Burt Rutan í pistlinum   Goðsögnin Burt Rutan flugverkfræðingur sem er að smíða geimskipið Space Ship One - Myndband...

Hér er myndband sem gert var af tilefni að hann var nýlega heiðraður með National Air and Space Museum 2012 Lifetime Achievement Trophy:

 



 


 

 

Annað myndband sem sýnir Space Ship Two á flugi:

 

 

 


Hin hliðin á Burt Rutan: 

Burt Rutan verkfræðingur (aerospace engineer) er vanur að rýna í mæligögn og leita að villum, enda er útilokað að ná svona langt eins og hann án þess.  Hann hefur því vanið sig á gagnrýna hugsun og trúir engu nema hann sjái óyggjandi og ótvíræð gögn og skilji sjálfur hvað liggi að baki þeim. Hann vill því alltaf sjá frumgögnin svo hann getir rýnt þau sjálfur.  Þannig lýsir hann sjálfum sér.

Á vefsíðu Forbes birtist  fyrir nokkrum dögum viðtal við Burt Rutan þar sem rætt er um loftslagsbreytingar. Viðtalið má lesa hér: A Cool-Headed Climate Conversation With Aerospace Legend Burt Rutan  Viðtalið er þarna á þrem síðum.  

Viðtalið er mjög áhugavert og er eins víst að margir eru honum sammála, en auðvitað margir ósammála. Burt Rutan hefur þó sýnt það og sannað að hann hefur næman skilning á lögmálum eðlisfræðinnar og kann að lesa úr tölum. Þess vegna er fróðlegt að lesa viðtalið í heild sinni. 

 

Til að kynnast manninum nánar má benda á eftirfarandi:

Vefsíða Burt Rutan þar sem hann fjallar um starf sitt og áhugamál:  www.BurtRutan.com.

 

Glærur um flug og feira. Erindi flutt í Oskosh.:

* CAGW=Catastrophic Anthropogenic Global Warming (Global climate destruction caused by human emissions of greenhouse gasses).

 

     Google má  "Burt Rutan"  (Næstum hálf milljón tilvísana).

 


 

 
 
Viðtalið hjá Forbes frá 9. september hefst svona, en öll greinin er hér:

Larry Bell

Larry Bell, Contributor

I write about climate, energy, environmental and space policy issues.

OP/ED
 
|
 
9/09/2012 @ 3:45PM |9,276 views

A Cool-Headed Climate Conversation With Aerospace Legend Burt Rutan

Burt Rutan with his SpaceShipOne , the first privately developed and financed craft to enter the realm of space twice within a two-week period and receive the Ansari X-Prize. (Photo credit: Burt Rutan)

My wife Nancy and I recently enjoyed a couple of great days with Burt Rutan and his wife Tonya at their beautiful new home in Coeur d’Alene, Idaho. The visit afforded an opportunity to discuss many topics of keenly shared interest, including the global warming “debate”. Although Burt is world renowned for his remarkable record-setting achievements in aircraft and spacecraft design, he has devoted a great deal of attention to this subject as well.

By way of brief introduction, Burt Rutan designed Voyager, the first aircraft to fly around the globe without stopping or refueling. He also designed SpaceShipOne financed by Microsoft co-founder Paul Allen which won the $10 million Ansari X-Prize in 2004 for becoming the first privately-funded manned craft to enter the realm of space twice within a two-week period. Both, along with three other of his aircraft, are on display at the National Air and Space Museum in Washington, D.C.  Burt’s recent projects include a flying car, and the Virgin GlobalFlyer which broke Voyager’s time for a non-stop solo flight around the world

Burt, as someone with such intense involvement in aerospace design and development, what got you interested in climate issues?

Even though I’ve been very busy throughout my entire career developing and flight-testing airplanes for the Air Force, I’ve always pursued other research hobbies in my time away from work. Since I’m very accustomed to analyzing a lot of data, about three or four years ago many alarmist claims by some climate scientists caught my attention. Since this is such an important topic, I began to look into it firsthand.

Although I have no climate science credentials, I do have considerable expertise in processing and presenting data. I have also had.........

...
...

Lesa meira með því að smella hér: http://www.forbes.com/sites/larrybell/2012/09/09/a-cool-headed-climate-conversation-with-aerospace-legend-burt-rutan/

Ef til vill þarf að smella á krækju á síðunni sem opnast "Continue to site". Þessi krækja er í horninu efst til hægri. 

 Prentvæn pdf útgáfa hér.

 


 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Hafísinn á norðurslóðum: Stórfurðuleg hegðun...

 

 

 

 

Málin hafa tekið mjög óvenjulega stefnu eins og sjá má á meðfylgjandi myndbandi.

Vægt til orða tekið þá er þetta alveg furðuleg hegðun svo ekki sé meira sagt.

Hvað er eiginlega á seyði?

Er náttúran alveg gengin af göflunum eða er það bara þessi blessaða baugalín?

 

 

Smile

Heimild: Hér


Flúrperur eða sparperur - hver er munurinn...? --- Hversvegna er verið að banna blessaðar glóperurnar hans Edisons...?

 

 

edison_600w.jpg

 

 

Flúrperur eru sparperur og sparperur eru flúrperur. Munurinn er því í raun enginn annar en sá, að það sem við köllum í daglegu tali sparperur er minna um sig og með innbyggða svokallaða straumfestu eða ballest. Svo er auðvitað skrúftengi í öðrum endanum eins og á glóperum.

Þegar ég stóð í því að koma þaki yfir höfuðið fyrir rúmum þrem áratugum gerði ég strax ráð fyrir sparperum og hef því notað þær jafn lengi.  Ég kom þeim yfirleitt fyrir þannig að þær veittu milda óbeina lýsingu. Ég var ekki að hugsa um orkusparnaðinn, heldur var þægilegt að koma sparperunum fyrir til dæmis bak við gardínukappa og undir skápum í eldhúsinu. Lausleg talning í huganum segir mér að ég hafi notað "sparperur" á 15 stöðum í þessi 33 ár. 

Auðvitað á ég við þessar aflöngu perur sem ganga undir nafninu flúrperur. Það sem við köllum sparperur í dag er nánast sama fyrirbærið, aðeins minna. Það er jafn rétt að tala um smáflúrperur eða Compact Fluorecent Lamp (CFL) eins og sagt er og skrifað í útlöndum.

Aðvitað hef ég einnig töluvert notað þessar nýju litlu flúrperur. Í reynd hafa venjulegar glóperur verið í minnihluta á heimilinu undanfarið, en samt haft sinn tilgang. Stundum hef ég bölvað þessum nýju perum í sand og ösku, en kannski oftar hrósað þeim.

Mér er illskiljanlegt hvers vegna verið er að banna hinar sígildu glóperur með lögum. Hvers vegna ekki að leyfa fólki að ráða.  Ef smáflúrperurnar eru betri og hagkvæmari, þá mun almenningur smám saman skipta yfir í þær. Eingin þörf á skipunum frá misvitrum sjálfvitum.

Menn tala um að flúrperum fylgi minni mengun eð glóperum. Er það nú alveg víst? Ekki er ég viss um það. Í þessum nýtísku smáflúrperum er bæði flókinn rafeindabúnaður og kvikasilfur. Í glóperunum er bara vír sem hitnar í lofttæmdri glerkúlu. Ekkert annað.   Minni koltvísýringur myndast þegar rafmagn er framleitt fyrir flúrperur, segja menn. En á Íslandi þar sem kolakynnt orkuver þekkjast ekki?    Hve mikil orka fer í að framleiða eina smáflúrperu  með flóknum rafeindabúnaði? Hve mikil losun á koltvísýringi fylgir því ferli?   Svo er það allt annar handleggur, er koltvísýringur, sem er undirstaða alls lífs á jörðinni, mengun?   Kannski í huga sumra, en ekki allra.     Kvikasilfur frá þessum perum er auðvitað hrein mengun ef það sleppur út. Óhrein mengun er víst réttara hugtak.

Í sumar hef ég keypt alls fimm sparperur og notað til þess æði marga þúsundkalla. Á umbúðunum var lofað tíu ára endingu.   -   Ein þeirra lýsti ekkert frá byrjun nema með daufu flökatndi skini og enn ein dugði í um 10 klukkustundir þar til hún gaf upp öndina með látum og sló út öryggi í rafmagnstöflunni.  Afföllin voru tvær perur af fimm eða 40%.
Sussum svei...

 

 

Eftirfarandi upptalning er byggð á reynslu bloggarans af hinum gömlu góðu glóperum og flúrperum af ýmsum gerðum. Þetta er ekki því nein vísindaleg greining...

Kostir glópera

  • Mild og notaleg birta
  • Ljós "hreint" og laust við birtutoppa sem einkenna flúrperur.
  • Ódýrar
  • Auðvelt að farga
  • Lítil mengun
  • Notalegur hiti frá glóperum
  • Einfaldar í framleiðslu.

 

Ókostir glópera

  • Mikil orkunotkun
  • Tiltölulega stuttur líftími (Lengja má líftíma verulega með því að nota dimmir)

 

 

Kostir smáflúrpera ("sparpera")

  • Langur líftími
  • Lítil orkunotkun
  • Minni breyting í ljósstyrk við breytingar á veituspennu

 

Ókostir smáflúrpera ("sparpera")

  • Dýrar
  • Ljós "óhreint"sem gerir m.a myndatöku erfiða. Lósmyndir oft með grænleita slikju.
  • Nokkur útgeislun á útfjólubláa sviðinu.
  • Flókin smíði með dýrum innbyggðum rafeindabúnaði
  • Kvikasilfur inni í perunum
  • Erfitt að farga á vistvænan hátt
  • Radíótruflanir stafa frá  perunum, sérstaklega á langbylgju og stuttbylgjusviðum.
  • Ljósið frá flúrperum dofnar verulega með aldrinum
  • Tiltölulega lengi að  ná fullri birtu eftir að kveikt hefur verið á þeim
  • Illmögulegt að nota dimmi
  • Flökt á ljósi stundum sýnilegt. 
  • Flúrperur henta illa þar sem oft þarf að bregða upp ljósi í skamma stund, t.d. á salernum.

 

Sem sagt, í mínum huga er aðalkosturinn við flúrperur langur líftími og  minni orkunotkun. Ókostirnir eru þó allnokkrir.

 


 

sparpera.jpg

 Flókinn rafeindabúnaður er í sökkli perunnar

 

 

 naturalwhite fluorecent lamp

 


Ljósið frá flúrperum er miklu "óhreinna" en ljósið frá hefðbundnum glóperum. Takið eftir toppunum á efri ferlinum og hvernig ljósið er mun bjartara (neðri myndin) þar sem topparnir eru.  Jafnvel er um nokkra útgeislun á útfjólubláa sviðinu að ræða. Það gerir það að verkum að erfitt getur verið að taka myndir innanhúss þar sem lýsingin kemur frá flúrperum, hvort sem þær eru stórar eða litlar. Margir kannast við grænleita slikju á þannig myndum. Konur verða að gæta sín þegar þær eru að farða sig í ljósi frá flúrperum - útkoman getur komið á óvart Wink.

 

Nánar um litrófið frá flúrperum þar sem sjá má m.a. toppana frá kvikasilfri (mercury) hér.

 




halogen.png



 Á næstu árum  verður búið að banna allar glóperur, þar meðtalið halógenperur sem vinsælar eru m.a. í baðherbergisinnréttingum.   Thomas Alva Edison, faðir lósaperunnar, sem myndin er af efst á síðunni, mun þá örugglega snúa sér við í gröfinni.

 

 

Til umhugsunar: Þetta er skrifað að kvöldi dags við ljós frá hefðbundnum vistvænum glóperum í sumarhúsi sem er hitað með raforku og hitanum frá glóperunum.  Hér er nákvæmlega sama hvaðan hitinn kemur og rafmagnsreikningurinn nákvæmlega hinn sami hvort sem notaðar eru flúrperur eða glóperur. 

Ef skipt væri yfir í flúrperur eða "sparperur" þá hækkað hitastillirinn á ofnunum rafmagnsnotkun þeirra nákvæmlega jafn mikið og flúrperurnar spöruðu!    Er það ekki makalaust?    Hér myndi ég því ótvírætt menga náttúruna mun meira með því að skipta yfir í flúrperur eða smáflúrperur.  Það er mér mjög á móti skapi.

 

 

Der Spiegel: 
'Dictatorship of the Bureaucrats'   -    Light-Bulb Ban Casts Shadow over EU Democracy

 

 

Nokkur ábyrgðarlaus orð í lokin:

Nú hafa evrópskir sjálfvitar bannað gömlu góðu góðarperuna með lögum og auðvitað apa íslenskir hálfvitar það eftir og gleyma því að hér á landi tíðkast ekki að framleiða raforku með jarðefnaeldsneyti. Þykjast vera að bjarga heiminum, en það er víst bara byggt á misskilningi eins og margt annað á landi hér.

Hvers vegna mátti ekki leyfa markaðinum einfaldlega að ráða. Hvers vegna þurftum við íslendingar að apa þessa vitleysu eftir, erum við bara svona miklir hugsunarlausir aftaníossar? Ef smáflúrperurnar eru miklu betri og hagkvæmari en glóperur þá mun fólk auðvitað nota þær. Sjálfur notar bloggarinn þær víða. Í stöku tilvikum kýs maður þó að  nota hinar umhverfisvænu kvikasilfurslausu glóperur. Það má þó ekki lengur.

Jæja, kannski var þetta skrifað áf eintómu ábyrgðarleysi í hita leiksins...


 

edison_patent.jpg
 
 
 
 
 
 
Umhverfisvæn upphitun:
Heatballs eða hitakúlur með 95% nýtni fást hér
 
!
 
 A HEATBALL® is not a light bulb, but fits into the same socket!
 
 
 
 
Og svo í blálokin:
Samsæriskenning frá Norska Sjónvarpinu NRK2:
 

 
 

Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggið

Ginnungagap

Ýmislegt

Loftslag

Click to get your own widget

Teljari

free counters

Álverð

http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0

Sólin í dag:

(Smella á mynd)

.

Olíuverðið í dag:

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.12.): 8
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 68
  • Frá upphafi: 764725

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 45
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband