Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2011

Einstaklega fallegt myndband. Leiðin heim frá geimnum...

 

 

Myndbandið hér fyrir neðan sýnir ótrúlega fallegar myndir teknar utan úr geimnum. Það engu líkara en maður sé staddur úti í geimnum. 


The Journey Home
heitir myndbandið. Þetta er svokölluð time-lapse kvikmynd sem samsett er úr aragúa kyrrmynda sem tengdar eru saman svo úr verður eins konar kvikmynd.

Time-lapse videó er auðvitað afleitt orð. Hvernig væri að nota orðið hikmynd sem rímar við kvikmynd, enda getur time-lapse þýtt hik. Myndavélin er einmitt látin hika milli þess sem myndir eru teknar.

Hvað sem tækninni líður þá skulum við njóta myndarinnar og tónlistarinnar. Það er nánast skylda að horfa á myndina í fullri skjástærð og fullri upplausn. Það gerir maður einfaldlega með því að fara á Vimeo síðuna með því að smella hér, og smella síðan á # táknið sem er í horninu neðst til hægri í Vimeo glugganum.  Svo verður auðvitað að gæta þess að HD sé blátt til þess að myndin sé í HD upplausn.

 

 

 

Time Lapse From Space - Literally. The Journey Home. from Fragile Oasis on Vimeo.

Umfjöllun um töku hikmyndarinnar má lesa hér

Meira af myndböndum frá Alþjóða geimstöðinni: http://vimeo.com/fragileoasis

 

Producing time-lapse video onboard the International Space Station while orbiting 250 miles above the Earth at 17,500 miles per hour helps people follow along on our missions, not as spectators, but as fellow crewmembers. -- Ron Garan, NASA Astronaut, Expedition 27 & 28

For the whole story: fragileoasis.org

Photography from the International Space Station:
Expedition 28 Crew

Editing in Space: Ron Garan
Editing on Earth: Chris Getteau, Todd Sampsel, Dylan Mathis

Sequences:

1:06 Europe to the Indian Ocean
1:35 United States of America
2:01 Aurora Australis over Madagascar
2:26 Central Africa to Russia
2:44 Europe to the Middle East
3:00 Hurricane Katia
3:10 New Zealand to the Pacific Ocean
3:38 Northwest U.S. to South America
4:10 Aurora over Australia
4:34 North America to South America
5:05 Mexico to the Great Lakes
5:16 Hurricane Irene
5:22 California to Hudson Bay
5:38 Tanzania to Southern Ocean
6:00 Central Africa to the Middle East
6:15 Chile to Brazil
6:25 Africa to the Mediterranean Sea
6:37 Zhezkazgan, Kazakhstan

With sincere thanks:

"Downside Up"
Written by Peter Gabriel
Performed by Peter Gabriel (feat: Melanie Gabriel)
(P) 2011 Peter Gabriel Ltd
Published by Real World Music Ltd.
Courtesy of petergabriel.com

“Down To Earth”
Performed by Peter Gabriel
Music by Peter Gabriel & Thomas Newman / Lyrics by Peter Gabriel
Published by: Wonderland Music Company, Inc. (BMI)/Pixar Music (BMI)
L.A. sessions Produced by Thomas Newman
Produced by Peter Gabriel
Recorded by Richard Chappell
Mixed by Tchad Blake
(P) 2008 Walt Disney Records/Pixa 

 

 


Vindmyllur eða vindrafstöðvar...?

 

vindmyllur.jpg

 

Þegar rætt er um vindmyllur koma mér í hug fallegar myllur sem notaðar voru til að mala korn. Vindknúnar kornmyllur.  Eitthvað fallegt og næstum rómantískt eins og á myndinni hér fyrir ofan.

Vindrafstöðvar eru ekki vindmyllur í mínum huga. Þær eru allt annars eðlis og ættu að kallast vindrafstöðvar, eða vindorkuver ef mönnum finnst orðið rafstöð ekki nógu merkilegt.

 

energy_windmills_california_1121719.jpg

Vindrafstöðvar í Banning Pass, nærri Palm Springs, Kaliforníu.

 

 

Dagur íslenskrar tungu 16. nóvember.

Fæðingardagur Jónasar Hallgrímssonar.


mbl.is Vindmyllur á Íslandi innan árs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sólin í dag 11.11.11 klukkan 11:11:11

 

 

nasasdo171_1111111111.jpg

 

Svona leit sólin út í dag klukkan 11:11 að íslenskum tíma.

Akkúrat núna er hún svona.

 


Nýjasta myndin af smástirninu sem þýtur nú fram hjá jörðinni...

 

2005-yu55.jpg

 

Þessi ratsjármynd var tekin í gær 7. nóvember af smástirninu
2005 YU55 sem nú þýtur fram hjá jörðinni.  Það er um 400 metrar í þvermál og æðir fram hjá okkur í aðeins 325.000 km fjarlægð, eða nokkuð nær en nemur fjarlægðinni til tunglsins.

Myndbandið hér fyrir neðan sýnir vel hve nærri okkur það er.  Blái depillinn er jörðin, en sá hvíti sem kemur æðandi er smástirnið.

Sjá nýjustu fréttir á síðu NASA Asteroid and Comet Watch.

 

(Hægt er að stækka myndflötinn með því að smella fyrst á gluggann. Þá opnast gluggi hjá YouTube. Smella síðan á táknið sem er þar neðst til hægri).

 

 

 

 

 

dsn20100308-640.jpg

 

                     Ratsjármyndin var tekin með þessu loftneti í Goldstone Kaliforniu.

                                        Loftnetið er heilir 70m í þvermál.

 

 Animation of the trajectory for asteroid 2005 YU55

 

       Hér má sjá hve nálægt smástirnið er miðað við braut tunglsins umhverfis jörðu.

                                            Smella á mynd til að stækka.  

 


Gervihnattamæling á hitastigi sýnir kólnun í október...

 

 

buah-msu-okt2011.jpg

 

 

Hitaferillinn hér að ofan sýnir að í október mældist meðalhiti lofthjúps jarðar 0,11°C yfir meðaltali síðustu 30 ára.  Miðað við tilhneiginguna undanfarnar vikur er ekki ólíklegt að ferillinn verði kominn enn neðar næst þegar hann verður birtur í byrjun desember. Í október var hitafallið töluvert eins og sjá má á myndinni, eða frá +0,29° í +0,11°.

Dr. Roy Spencer, sem sér um úrvinnslu mæligagna frá gervihnöttum, birti þennan feril í dag á vefsíðu sinni  www.drroyspencer.com

Þetta er sá hitaferill sem kallast UAH-MSU (University of Alabama in Huntsville - Microwave Sounding Unit).

 


Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggið

Ginnungagap

Ýmislegt

Loftslag

Click to get your own widget

Teljari

free counters

Álverð

http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0

Sólin í dag:

(Smella á mynd)

.

Olíuverðið í dag:

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.3.): 25
  • Sl. sólarhring: 142
  • Sl. viku: 248
  • Frá upphafi: 761645

Annað

  • Innlit í dag: 25
  • Innlit sl. viku: 226
  • Gestir í dag: 25
  • IP-tölur í dag: 19

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband