Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2006

Geimskot Frakka á Íslandi !!!

l_ljosmyndasafn_geimskot_frakka_1965_minni-800w_dragon-11-b-800.jpg

Það kemur trúlega mörgum á óvart að heyra að franskir vísindamenn hafi skotið fjórum tveggja þrepa Dragon eldflaugum út í geiminn frá Íslandi fyrir rúmlega fjórum áratugum. Út í geiminn? Já, og meira að segja um 100 kílómetrum hærra en Alþjóða geimstöðin (Internartional Space Station) svífur umhverfis jörðu. Eldflaugarnar féllu í hafið langt fyrir sunnan land eftir að hafa komist í 440 km hæð.

Sumarið 1964 settu frönsku vísindamennirnir frá CNES (Centre National d'Etudes spatiales) upp búðir sínar á Mýrdalssandi á móts við Höfðabrekku og skutu upp tveim eldflaugum. Sumarið eftir settu þeir upp búðir á Skógarsandi og skutu aftur upp tveim eldflaugum. ...

Myndir sem undirritaður tók af geimskotunum eru á vefsíðunni www.agust.net/dragon 

 

 


Hlýrra á Grænlandi 1930-1950 en undanfarið. Á skjön við hnatthlýnunarkenninguna.

c_documents_and_settings_maja_desktop_temp_greenland_temps1.jpg

Til að gera sér grein fyrir hvort hlýindi allra síðustu ára séu hættuleg afleiðing manna á losun koltvísýrings er að sjálfsögðu nauðsynlegt að vita með nokkurri vissu hvort svipað ástand hafi ríkt áður. Eru þetta breytingar af mannavöldum, eða eru þær að miklu leyti náttúrulegar? Megum við búast við að þær gangi til baka á næstu árum eða áratugum?

Nýlega voru kynntar niðurstöður samstarfsverkefnis DMI og CRU. DMI stendur fyrir Danmarks Meteorologiske Institut (Danska Veðurstofan) og CRI stendur fyrir Climatic Research Unit sem er ein virtasta loftlagsrannsóknastonun í heimi (University of East Anglia í Englandi). Sérfræðingar frá Háskólanum í Kaupmannahöfn tóku þátt í úrvinnslu gagna.

Þar til nýlega náðu hitamæligögn í Grænlandi "aðeins" aftur til ársins 1873. Nú tókst að safna gögnum frá 13 stöðvum á Grænlandi aftur til ársins 1784. Það bættust sem sagt við 74 heilir vetur og 52 heil sumur við fyrri skrá.

Úr þessu mæligögnum má lesa mikinn fróðleik. Það sem kemur þó ef til vill á óvart, sérstaklega með hliðsjón af umræðunni undanfarna mánuði að Grænlandsjökull sé að bráðna, o.s. frv., er að tveir hlýjustu áratugir síðustu aldar á Grænlandi voru fyrir miðja öldina, þ.e. 1931-1940 og 1941-1950. Hlýjasta árið í skránni er 1941.

Sjá myndina hér fyrir ofan. Smellið á hana til að sjá skýrari mynd. Takið eftir áratugunum 1931-1940 og 1941-1950 þar sem meðalhitinn var -0,8°C samanborið við aðeins  -2,5°C áratuginn 1981-1990 og -2,1°C áratuginn 1991-2000.  (Mínus 0,8 gráður er auðvitað öllu hlýrra en mínus 2,5 gráður). Jafnvel áratugurinn 1921-1930 var hlýrri.

Úr töflunni, síðasti áratugurinn efst:

1991-2000 -2.1°C  "Svalt"
1981-1991 -2,5°C  "Svalt"
1971-1980 -1.7°C
1961-1970 -1.0°C  "Hlýtt"
1951-1960 -1.1°C  "Hlýtt"
1941-1950 -0.8°C  "Hlýtt"
1931-1940 -0.8°C  "Hlýtt"
1921-1930 -1.1°C  "Hlýtt"
1911-1920 -2.4°C
1901-1910 -2.6°C
1891-1900 -2.9°C
1881-1890 -3.3°C
1871-1880 -1.7°C
1861-1870 -3.6°C
1851-1860 -2.1°C
1841-1850 -2.5°C
1831-1840   -
1821-1830   -
1811-1820 -4,4°C

 

Nú vakna áleitnar spurningar, því árið 1930 hafði losun manna á koltvísýringi ekki náð nema litlu broti (um 15%) af því sem nú er:

- Hvers vegna var hlýrra á Grænlandi fyrir miðja síðustu öld en síðastu áratugi aldarinnar?

- Hafi þetta verið náttúrulegar sveiflur, sem stóðu svona lengi yfir, gæti hlýnun síðustu ára að miklu leiti verið af sama meiði?

- Var ekki einhver að tala um bráðnun Grænlandsjökuls? Skyldi vera meiri bráðnun nú en fyrir hálfri öld og vel það?

- Ennfremur: Lofthjúpur jarðar er talinn hafa hlýnað um 0,7°C síðan árið 1860, þ.e. frá síðustu áratugum Litlu ísaldar. Ef við setjum þessa tölu í samhengi, þá jafgildir hún hitabreytingu um 100 m upp-niður og um það bil 100 km norður-suður. Ef helmingur breytingarinnar er náttúrulegur og helmingur af mannavöldum, þá jafngildir hlýnunin af mannavöldum álíka og þegar farið er 50 metra niðurávið, þ.e. svipað og úr efra-Breiðholti í neðra-Breiðholt.  Er þatta veruleg hlýnun?  (Að meðaltali lækkar hiti með hæð um 0,67° á hverja 100 metra skv. bókinni Veðurfræði eftir Markús Einarsson. Meðalhiti jarðar er 287°K (14°C), þannig að 0,7° hlýnun er 0,25%).

 

 

Hvað sem öðru líður, þá er það ljóst að náttúrulegar sveiflur í hitafarinu eru verulegar, og erfitt að greina á milli þeirra og hugsanlegra breytinga af mannavöldum. Getur verið að "um helmingur" hitahækkunar síðustu aldar sé af mannavöldum og helmingur náttúrulegar?  Hvað er svo "um helmingur"?  Er það 20%, 50% eða 80%?  Ekki veit ég það, og kanski enginn með vissu.  Óvissan er mikil í þessum málum, a.m.k. enn sem komið er.

Í lokin: Það vekur athygli hve áratugurinn 1811-1820 virðist hafa verið kaldur. Eldgosið mikla í Tambora 1815 gæti hafa átt þátt í því. Sjá greinina Year Without a Summer eftir Dr. Willie Soon

 

 

 Sjá World Climate Report: Cooling the Debate: A Longer Record of Greenland Air Temperature

(Frumheimild: Vinther, B.M., K.K. Andersen, P.D. Jones, K.R. Briffa, and J. Cappelen. 2006. Extending
Greenland temperature records into the late eighteenth century. Journal of Geophysical Research, 111, 10.1029/2005JD006810).

Smella á myndir hér fyrir neðan til að sjá skýringar.


Fleiri myndir

Al Gore væntanlegur. Fróðlegur ritdómur um An Inconvenient Truth

 

Í Mogganum í dag kemur fram að Al Gore sé væntanlegur hingað til lands á næstunni.

Nýlega las ég “A Skeptic’s Guide to An Inconvenient Truth“  eftir Dr. Marlo Lewis (http://www.cei.org/dyn/view_Expert.cfm?Expert=10).  Í þessu 120 blaðsíðna verki (draft) er krufin til mergjar bók (og kvikmynd) Al Gore og borin saman við fjölmargar vísindagreinar o.fl. (302 tilvitnanir), sem sjálfsagt er að skoða.   Fjöldi mynda.

Fróðlegt að fletta þessu og glugga í sumt.  Vekur áleitnar spurningar. Hvað er eiginlega rétt og satt í þessum málum? Er ástandið virkilega ekki eins slæmt og fram kemur hjá Al Gore?

Mæli eindregið með þessu! 

Ritdómurinn (drög) er ókeypis hér  (Best er að hægrismella á krækjuna og vista þetta 5 Mb skjal).

Stuttur úrdráttur: http://www.cei.org/pdf/5539.pdf

Hér er síðan greinin í endanlegri útgáfu ásamt stuttum video-fyrirlestrum og Power-Point kynningu:   http://www.cei.org/pages/ait_response.cfm

 

Annar góður ritdómur sem kallast Gore Gored eftir Christhopher Monckton er hér.


mbl.is Al Gore hélt fyrirlestur á ráðstefnu Kaupþings banka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggið

Ginnungagap

Ýmislegt

Loftslag

Click to get your own widget

Teljari

free counters

Álverð

http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0

Sólin í dag:

(Smella á mynd)

.

Olíuverðið í dag:

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.3.): 20
  • Sl. sólarhring: 158
  • Sl. viku: 243
  • Frá upphafi: 761640

Annað

  • Innlit í dag: 20
  • Innlit sl. viku: 221
  • Gestir í dag: 20
  • IP-tölur í dag: 16

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband