Færsluflokkur: Tölvur og tækni
Þriðjudagur, 11. júlí 2017
Hvers vegna valdi Apple ekki Ísland fyrir gagnaver...?
Gæti þetta verið ástæðan fyrir því að Apple valdi ekki Ísland?
Greinina, sem nær yfir opnu á blaðsíðum 20 - 21 í Bændablaðinu, má nálgast hér:
http://www.bbl.is/files/pdf/bbl-13tbl-2017-web.pdf
Reyndar vinnur fjarlægðin frá mörkuðum á meginlandinu á móti okkur.
Svartíminn (ping tíminn) er frekar langur. Hvort það hefur átt þátt
í þessu tilviki er ómögulegt að segja.
Apple fjárfestir í gagnaveri í Danmörku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tölvur og tækni | Breytt 29.10.2021 kl. 10:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Fimmtudagur, 21. janúar 2016
Ævar vísindamaður og flöskuskeytið frábæra með gervihnattatengingu...
Neðarlega á síðunni má sjá á kortum hvar fjöskuskeytin eru stödd, vindalíkan fyrir jörðina alla, hafís við Grænland, ölduspá og vindaspá fyrir Atlantshafið. Með hjálp þessara korta og spálíkana er auðveldara að spá fyrir um rek flöskuskeytanna næstu daga. Einnig er á síðuni lýst aðdraganda verkefnisins í máli og myndum. Þar er einnig smá fróðleikur um fjarskipti með gervihnöttum og fleira. Er hægt að senda flöskuskeyti frá Íslandi til Noregs og fylgjast með því með hjálp gervitungla? Það langaði Ævar vísindamann að vita. Hann var alveg að deyja úr forvitni. Þess vegna hafði hann samband við snillingana hjá Verkís, en Ævar hafði frétt að þar væru menn í gervihnattasambandi við gæsir sem væru að ferðast milli landa. Hvorki meira né minna. Auðvitað var hið síunga starfsfólk Verkís tilbúið að prófa. Í skyndi var kallað saman harkalið til að smíða flöskuskeyti, ekki bara eitt, heldur tvö, og gera útreikninga á sjávarstraumum, veðri og vindum. Alda, Arnór, Ágúst, Ármann, Ólöf Rós og Vigfús skipuðu framsveitina, en að baki voru aðrir 320 starfsmenn Verkís; verkfræðingar, tæknifræðingar, náttúrufræðingar, tölvunarfræðingar... Þetta yrði skemmtilegur leikur í skammdeginu. Starfsmenn Verkís iðuðu í skinninu, svo mikil var spennan! Í þessum pistli, sem fyrst og fremst er ætlaður aðdáendum Ævars á öllum aldri, verður smíði flöskuskeytanna lýst í máli og myndum. Nú eru þau bæði einhvers staðar að velkjast um í öldurótinu, hoppandi og skoppandi... Nei nei, ekki bara einhvers staðar, því þau hringja heim nokkrum sinnum á dag og láta vita hvar þau eru stödd. Ótrúlegt, en satt...
Flaskan Nú þurfti að leggja höfuðið í bleyti og finna lausn á þeirri staðreynd að gervihnettirnir sem ætlunin var að nota eru einhvers staðar hátt uppi á himninum, en flaskan gat snúið alla vega í sjónum. Loftnetið varð nefnilega alltaf að snúa upp á við, hvað sem á gengi í öldurótinu. Það dugði auðvitað ekki að vera með einhvern flókinn rafknúinn búnað til að snúa loftnetinu í átt til gervihnattanna. Rafhlöðurnar yrðu þá fljótar að tæmast. Einfaldar lausnir eru alltaf bestar. Á myndinni sem er efst á síðunni er útskýrt hvernig flaskan er hugsuð. Smella má á myndina til að stækka hana og gera skýrari... Á myndinni hér til hliðar er frumgerðin eða pótótýpan eins og sundum er sagt á óvönduðu máli. Myndin er tekin áður en hylkjunum var lokað og þau prófuð. Í fyrstu var hugmyndin að vera með eins konar flöskustút á hylkinu svo það líktist meira flösku, en síðar horfið frá því. Flaskan er tvöföld, þ.e. innra hylki og ytra hylki. Innra hylkið er laust og flýtur inni í hálffullu ytra hylkinu eins og bátur. Þyngdarpunktur innra hylkisins er hafður neðarlega svo rétta hlið gervihnattabúnaðarins, þ.e. loftnetin, snúi ávallt upp, hvernig sem ytra hylkið velkist í sjónum. Á vefsíðu Verkís um flöskuskeytið er þessi lýsing: Inni í hvorri flösku er lítið hylki sem innheldur GPS-staðsetningarbúnaðinn og gervihnattasendinn sem sendir frá sér staðsetningu til gervitungls. Við hönnun flöskuskeytanna þurfti að hafa í huga að GPS-búnaðurinn ásamt loftneti gervihnattasendis myndi ávallt snúa upp til að tryggja að samband við gervitungl væri til staðar. Til þess að tryggja að innra hylkið snúi rétt er það látið fljóta í glycerol inni í flöskunni. Efnið glycerol var valið vegna þess að það er frostþolið þegar það er blandað í réttum hlutföllum við vatn, það er mjög seigt sem leiðir til aukins stöðugleika innra hylkisins þegar ytra hylkið er á hreyfingu og það er ekki skaðlegt umhverfinu. Til að tryggja höggþol flöskuskeytanna á hafi og þegar þau koma upp á land, var hálfum dragnótarkúlum bætt við á enda flöskuskeytanna og þær festar saman með plast snittteinum. Á myndinni eru Ármann og Vigfús glaðir og reifir með flöskuskeytin fullsmíðuð.
Auðvitað er mikilvægt að vita hvar flöskuskeytin eru stödd og hvernig ferðalagið gengur. Það væri lítið spennandi að henda þeim í sjóinn og bíða síðan í óvissu, mánuðum eða árum saman. Þess vegna eru í flöskuskeytunum lítil tæki sem eru í sambandi við tvær gerðir gervihnatta og koma upplýsingum um hvar flöskuskeytin eru stödd á kort sem Verkís hefur útbúið. Þetta gerist auðvitað allt sjálfvirkt.
Í um það bil 20.000 kílómetra hæð svífur fjöldi gervihnatta. Þeir senda í sífellu frá sér sérstök merki, og með því að mæla hve lengi þau hafa verið á leiðinni getur GPS (Global Positioning System) tækið reiknað út hvar í heiminum það er statt. GPS tækið þarf að fá merki frá að minnsta kosti 3 hnöttum til að geta reiknað út hvar það er statt. Svona GPS tækni hefur þróast mikið á undanförnum árum, og nú eru GPS viðtæki m.a. í flestum GSM snjallsímum. GPS tækið í flöskuskeytinu getur reiknað út staðsetningu flöskunnar með aðeins 5 metra óvissu.
Í 1.410 kílómetra hæð svífa 48 gervihnettir í kerfi sem kallað er Global Star. Kerfið er ætlað fyrir gervihnattasíma og fjarmælingar. Braut gervihnattanna er töluvert fyrir sunnan Ísland, og þegar þeir eru næst okkur eru þeir því sem næst yfir London. Merkið sem flöskuskeytið sendir frá sér með upplýsingum um staðsetningu þarf því að ferðast a.m.k. um 2.000 kílómetra vegalengd að viðtæki einhvers þessara 48 gervihnatta. Það er nokkuð merkilegt að hugsa til þess að þetta skuli vera hægt. Við þekkjum hvernig vasaljósaperur í gömlum vasaljósum líta út. Þær nota um það bil 1 til 2 wött frá rafhlöðunum. Þessar gamaldags glóperur senda þó aðeins um 0,1 watt frá sér sem sýnilegt ljós. Sendirinn í flöskuskeytinu sendir einmitt merki frá sér sem er mest 0,1 wött. Álíka og peran í vasaljósinu. Þegar flöskuskeytið sendir frá sér stutt skeyti með 4 klukkustunda millibili, jafngildir það því að vasaljósaperan blikki merki sem þarf að taka á móti í um 2.000 kílómetra fjarlægð. Í raun er ekki mikill munur á þessum merkjum frá flöskuskeytinu og perunni, því hvort tveggja eru rafsegulbylgjur sem ferðast með hraða ljóssins. Nú er rétt að staldra aðeins við. Hve dauft er merkið frá flöskuskeytinu orðið þegar það er komið að gervihnettinum? Við munum að afl þess var 0,1 wött þegar það lagði af stað, en auðvelt er að reikna út hve dauft það er þegar það er komið að gervihnettinum. Ef loftnet gervihnattarins væri lítið og álíka stórt og í símanum okkar, þá væri merkið sem hnötturinn tekur á móti ekki nema um 0,000.000.000.000.000.01 wött. Í gervihnettinum eru loftnetin auðvitað betri en í símanum okkar, en samt er merkið sem hlustað er eftir ekki nema agnarögn, eða þannig. Merkilegt að það skuli vera hægt að hlusta eftir þessum daufu merkjum ;-) Úff. Þessi fjöldi núlla er alveg ómögulegur. Maður þarf sífellt að vera að telja til þess að vera nokkurn vegin viss um að fjöldi þeirra sé réttur. Samt er maður ekki viss... Eiginlega alveg ruglaður. Miklu betra er að nota svokallaðan desibel skala þegar verið er að reikna deyfingu á útbreiðslu radíóbylgna, nú eða þá ljóss. Í desibel skalanum gildir nefnilega: 3 desibel er tvöföldun Þetta var miklu betra. Radíómerkin dofna um 160 desibel á leið sinni frá flöskuskeytinu að gervitunglinu, sem er auðvitað miklu miklu auðveldara að skrifa en öll romsan af núllum eins og hér fyrir ofan. Það er annars merkilegt að þrátt fyrir að merkið frá flöskunni hafi dofnað tíu þúsund milljón milljón - falt á leið sinni út í geiminn að gervitunglinu, þá getum við tekið á móti því og birt staðsetningu flöskuskeytanna á korti. Makalaust! Varla dygði að nota litla vasaljósaperu í svona fjarskiptum, þó svo að hún sendi frá sér jafn öflugar rafsegulbylgjur og litli sendirinn í flöskunni.
Útreikningar á sjávarstraumum Af vefsíðu Verkís: Þess má geta, að nota má svona forrit þegar leita þarf að björgunarbátum sem eru einhvers staðar á reki. Hægt er að láta það reikna út hvert björgunarbátinn hafi rekið með hjálp hafstrauma og vinda, og hvar best sé að byrja að leita.
Prófanir í sundlaug og sjó Í þessari frábæru sundlaug er einnig vél sem getur búið til miklar öldur. Flaskan flaut vel, og það sem skipti öllu máli var að gervihnattabúnaðurinn vísaði ávallt til himins, sama hvað gekk á. Þetta lofaði góðu. Að lokum var farið með frumgerðina í Skerjafjörð og flöskunni hent út í sjóinn. Allt virtist í lagi og loftnetin í flöskunni vísuðu upp, þó svo flaskan væri að veltast. Nokkrum mínútum eftir að merki átti að fara frá flöskunni í gervihnött í 1.400 km hæð einhvers staðar fyrir sunnan England kom sannleikurinn í ljós. Á skjá snjallsímans mátti á landakorti sjá hvar flöskuskeytið var á floti í Nauthólsvíkinni. Nú virtist allt vera í lagi. Frumsmíðin með tvöföldu hylki eins og myndin efst á síðunni sýnir, virkaði vel. Mjög vel. Allir voru ánægðir og önnur flaska smíðuð í snatri.
Flöskuskeytunum varpað í hafið Flöskuskeytin voru sjósett um 20 mílur suðaustur út frá Reykjanesvita með aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar. Líklegt er að flöskuskeytin verði hið minnsta nokkra mánuði á reki áður en þau ná landi. Úff, - nokkru síðar fóru að berast merki frá Global Star gervihnöttunum. Þeir höfðu heyrt í flöskuskeytunum, og það sem meira var, flöskurnar létu vita hvar þær væru staddar svo skki skeikaði meira en 5 metrum!
Nú er spennandi að fylgjast með...! Á vefsíðu Verkís er hægt að sjá kort sem sýnir nákvæmlega hvar flöskuskeytin eru stödd núna. Smellið á þessa krækju til að sjá kortið og fræðast meira: FLÖSKUSKEYTI - MESSAGE IN A BOTTLE
Á annarri vefsíðu hjá Verkís er ýmiss fróðleikur: FYLGST MEÐ FLÖSKUSKEYTUM Í GEGNUM GERVITUNGLhttp://www.verkis.is/um-okkur/frodleikur/frettir/fylgst-med-floskuskeytum-i-gegnum-gervitungl
Krækjur Fyrir hálfri öld, og rúmlega það, var eldflaugum skotið frá Íslandi alla leið upp í geiminn. Auðvitað var blekbóndinn sem þessar línur ritar einnig þar. Enn bara unglingur með brennandi áhuga á tækni og vísindum: Geimskot Frakka á Íslandi ... Iceland Space Center ... Myndir Það eru ekki bara stórveldin sem smíða og senda á loft gervihnetti. Vissu þið að áhugamenn um allan heim hafa smíðað og sent á loft fjöldann allan af gervihnöttum sem kallaðir eru AMSAT OSCAR. Fyrsti gervihnötturinn sem radíóamatörar smíðuðu og kallaður var OSCAR-1 var sendur á loft 12. desember 1961, aðeins 4 árum eftir að Rússar sendu upp fyrsta gervihnöttinn SPUTNIK-1 árið 1957. Þetta eru sem sagt ungir vísindamenn á öllum aldri sem eru að dunda við þetta merkilega áhugamál. Sjá hér.
Myndir
Arnór Sigfússon PhD er dýravistfræðingur og vanur að fylgjast með flugi fugla yfir heimshöfin með GPS búnaði.
Alda J. Rögnvaldsdóttir grafískur hönnuður og kynningarstjóri hjá Verkís var yfirleitt bak við myndavélina eða upptekin við að drífa verkefnið áfram og því fundust ekki við fyrstu leit myndir af henni við flöskuskeytið. Aftur á móti er hún hér með annað og stærra farartæki í höndunum, en hún var árið 2013 höfundur verðlaunatillögu að útliti flugvéla WOW.
Ágúst H. Bjarnason rafmagnsverkfræðingur sá um frumhönnun tækisins, m.a. stöðugleikabúnaðarins, og smíði frumgerðar með aðstoð Fást ehf. Myndin tekin eftir viðtalið við Ævar.
Ágúst útskýrir hönnun tækisins fyrir Ævari
Vigfús Arnar Jósepsson er vélaverkfræðingur og Ólöf Rós Káradóttir er byggingarverkfræðingur og stærðfræðingur. Vigfús og Ólöf Rós sáu um útreikninga í sjávarfallalíkani Verkíss, sem er flókinn hugbúnaður. Í miðju er auðvitað Ævar.
Ólöf Rós í viðtali við Ævar, en í bakgrunni er Vigfús að vinna við tölvulíkanið.
Nú er smíðinni lokið. Ármann E. Lund vélatæknifræðingur og Vigfús Jósepsson vélaverkfræðingur kampakátir með bæði flöskuskeytin.
Frumsmíði flöskuskeytisins. Eftir er að gera á því nokkrar endurbætur og prófa.
48 gervihnettir í Global Star kerfinu eru á braut í 1400 kílómetra hæð langt fyrir sunnan Ísland. Þangað þurfa merkin frá litlu sendunum í flöskunum að draga.
Við prófanir í sjónum við Nauthólsvík barst merkið án vandræða í fyrstu tilraun.
|
Líkan sem sýnir vindakerfið akkúrat núna.
Liturinn í bakgrunni táknar hitastig.
Á vefsíðu hjá Verkís er ýmiss fróðleikur um verkefnið:
FYLGST MEÐ FLÖSKUSKEYTUM Í GEGNUM GERVITUNGL
Smella hér:
http://www.verkis.is/um-okkur/frodleikur/frettir/fylgst-med-floskuskeytum-i-gegnum-gervitungl
Flöskuskeytin í dag.
Hægt er að skruna og færa kortið til með músinni.
Nota má [+] & [-] takkana til að zoom-a á einstök hús á eyjunni Tiree þar sem flöskuskeytið lenti.
Smellið á blöðru til að sjá hve langt flöskuskeytið hefur rekið, o.fl.
www.verkis.is/gps
Hafísinn (Smella á kort og stækka)
http://en.vedur.is/media/hafis/iskort_dmi/dmi_weekly_icechart_colour.pdf
Hér er hægt að sjá ölduhæð og sveiflutíma
www.vegagerdin.is/vs/ArealKort.aspx?la=is
Vindaspá fyrir Atlantshaf
www.vedur.is/vedur/sjovedur/atlantshafskort
Tölvur og tækni | Breytt 17.9.2021 kl. 15:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Sunnudagur, 1. mars 2015
Athuganir á brautum gervihnatta yfir Íslandi fyrir hálfri öld, og njósnarinn í Norðurmýrinni...
Athuganir á brautum gervihnatta yfir Íslandi fyrir hálfri öld...
Aðdragandinn... Þessar athuganir hófust í ágústmánuði 1964. Aðdragandinn var sá að eftir eldflaugaskot Frakka á Mýrdalssandi fyrr um sumarið (http://agbjarn.blog.is/blog/agbjarn/entry/477982/) voru Dr. Þorsteinn Sæmundsson stjörnufræðingur á Háloftadeild Raunvísindastofnunar Háskólans og Dr. Ágúst Valfells kjarnorkuverkfræðingur, sem var þá forstöðumaður Almannavarna, á lokafundi med Frönsku visindamönnunum ásamt öllum íslenskum aðilum sem höfðu aðstoðað Frakkana við geimskotin, þegar Þorsteinn minntist á við Ágúst að hann væri að leita að einhverjum á Íslandi til að fylgjast með brautum gervihnatta frá Íslandi. Þannig var mál með vexti að Desmond King-Hele sá um rannsóknir á vegum Royal Society í Englandi á áhrifum efstu laga lofthjúps jarðar á brautir gervihnatta og fékk í því skyni nokkra sjálfboðaliða til aðstoðar um víða veröld. Ágúst minntist á ungan mann Hjálmar Sveinsson sem hafði starfað sem sumarmaður hjá honum og var með brennandi áhuga á eldflaugum og geimferðum, og hafði skrifað nokkrar blaðagreinar um þau mál. Málin fóru nú að snúast, og tækjabúnaður, þar á meðal stuttbylgjuviðtæki, 7x50 handsjónauki (heppilegur fyrir notkun í myrkri), tvö mjög nákvæm stoppúr, Nortons Star Atlas stjörnukortabók, ásamt mjög nákvæmum stjörnukortabókum, Atlas Coeli og Atlas Borealis í stóru broti barst til Raunvísindastofnunar. Dr. Ken Fea kunningi Þorsteins kom við á Íslandi á leið sinni til Bandaríkjanna og tók Hjálmar í kennslustund. Þeim tókst að mæla braut eins gervihnattar og á leið sinni frá Bandaríkjunum kom Ken Fea aftur við á Íslandi og notaði þá tækifærið til að aðstoða Hjálmar. Eftir það var gatan greið og Hjálmar mældi fjölda gervihnatta þar til hann fór til náms í verkfræði erlendis einu ári síðar, en þá tók Ágúst H Bjarnason við starfinu þar til hann fór til náms í verkfræði erlendis haustið 1969. Síðla sumars 1970 kenndi Hjálmar ungum manni frá Keflavík, en tækjabúnaðinum var skilað til Englands árið 1974. (Því miður muna hvorki Þorsteinn, Hjálmar né Ágúst nafnið á unga manninum og væru upplýsingar vel þegnar). Desmond Hing-Hele var m.a. formaður nefndar á vegum Royal Society sem stóð að þessum rannsóknum. Hann fæddist árið 1927 og stundaði m.a. nám í eðlisfræði við háskólann í Cambridge. Hann hefur samið nokkrar bækur um fagsvið sitt: A Tapestry of Orbits, Observing Earth Satellites, Satellites and Scientific Research, Theory of Satellite Orbits in an Atmosphere. Einnig er hann höfundur bókanna Shelley: His Thought and Work, Doctor of Revolution and Erasmus Darwin: A Life of Unequalled Achievement, svo og tveggja ljóðabóka. Hann starfaði um árabil hjá Royal Aircraft Establishment í Farnborough við rannsóknir á þyngdarsviði jarðar og efstu lögum lofthjúpsins með rannsóknum á brautum gervihnatta. Fyrir þær rannsóknir hlaut hann Eddington viðurkenninguna frá Royal Astronomical Society. Hann var valinn Fellow of the Royal Astronomical Society árið 1966. Viðtal við Desmond King-Hele er hér.
Framkvæmd athugana... Þessar athuganir hér á landi fóru þannig fram að um það bil einu sinni í mánuði kom þykkt umslag frá Orbits Group, Radio and Space Research Station í Slough, Englandi. Þetta var tölvuútskrift á töfluformi með spám um ferla nokkurra gervihnatta. Þegar heiðskírt var og útlit fyrir að gervihnettir sæjust voru þessi gögn tekin fram og þau skimuð í leit að gervihnetti sem færi yfir Ísland það kvöld. Ef líklegur gervihnöttur fannst þurfti að framkvæma nokkra útreikninga og teikna síðan með blýanti áætlaða braut hans í Nortions stjörnuatlas. Rýnt var í kortið og fundnar stjörnur þar sem braut gervihnattarins færi nálægt. Um 10 mínútum áður en gervitunglið myndi birtast for athugandinn út, kom sér eins þægilega fyrir og hægt var, og kannaði brautina sem útreiknuð hafði verið með sjónaukanum til að vera tilbúinnn. Þegar gervitunglið birtist i sjónaukanum var tunglinu fylgt þangað þar til að það fór á milli eða nálægt auðþekkjanlegum stjörnum, og stoppúrið sett i gang á því augnabliki. Síðan var farið inn, og staðsetningin gervitunglsins þegar stoppúrið var sett af stað ákveðin, yfirleitt í Atlas Borealis. Þegar staðsetning hafði verið ákveðin var stoppúrið stöðvað á tímamerki frá WWV tímamerkjasendingu á stuttbylgju. Þá þurfti einungis að draga gangtíma stoppúrsins frá tímamerkingunni og var þá staðsetningin og tíminn sem hún var tekin þekkt. Þessum upplýsingum var svo safnað inn í skjöl sem fylgdu með gervitungla spánum frá Slough, og voru þau send til baka til Englands þegar nokkru magni mælinga hafði verið safnað saman. Það má geta þess að á þessum tíma var ljósmengun á höfuðborgarsvæðinu miklu minni en í dag. Götulýsingu og flóðlýsingu bygginga var stillt í hóf. Þá mátti sjá tindrandi stjörnur yfir Reykjavík og börnin lærðu að þekkja stjörnumerkin. Nú er öldin önnur og stjörnurnar að mestu horfnar í mengunarský borgarljósanna.
Skondin atvik... Geimrannsóknir í Garðahrepp Þessi saga gerðist í kjallara gömlu Loftskeytastöðvarinnar á Melunum. Þar sátu þeir Hjálmar, Ken Fea og Þorsteinn Sæmundsson. Ken var að fara yfir aðferðafræðina við gervitunglaathuganir og var að teikna brautir hnattanna inn á eyðublöðin sem við notuðum. Umhverfis okkur voru kortabækurnar, stuttbylgjuviðtæki, sjónaukar, o.fl. Þá birtist fréttamaður frá einu dagblaðanna (við skulum sleppa öllum nöfnum svo enginn fari hjá sér) sem kom til að taka viðtal við Þorstein um sovéskan gervihnött sem nýlega hafði verið skotið á loft. Þegar hann sá okkur ásamt öllum búnaðinum umhverfis okkur spurði hann hvað við værum að gera. Ken og Þorsteinn reyndu að útskýra málið fyrir fyrir honum, og meðal annars að Hjálmar byggi í Garðahreppi (Garðabæ í dag) og þar væri ljósmengun miklu minni en í Reykjavík sem gerði athuganir miklu auðveldari. Næsta dag birtist risafyrirsögn í dagblaðinu: Geimkapphlaupið nær til Íslands. Í greininni var fjallað um hve flóknar og merkilegar þessar athuganir á gervihnöttum væru, og að búnaðurinn sem til þyrfti væri svo næmur að jafnvel borgarljósin myndu trufla þessar athuganir. Þetta þótti þeim félögum meira en lítið fyndið.
Njósnarinn í Norðurmýrinni Þegar þetta gerðist var Ágúst unglingur í menntaskóla. Hann hafði reyndar haft allnokkurn áhuga á geimnum frá því er hann sá með eigin augum Sputnik-1, sem var fyrsti gervihnötturinn, sveima yfir Íslandi árið 1957 þegar hann var 12 ára. Það var ekki löngu síðar sem hann stóðst ekki mátið og smíðaði einfaldan stjörnusjónauka úr pappahólk, gleraugnagleri og stækkunargleri. Með þessum einfalda sjónauka sem stækkaði 50-falt mátti sjá gíga tunglsins og tungl Júpiters. Síðan voru liðin nokkur ár ár og enn var geimáhuginn fyrir hendi. Nóg um það... Fimm árum síðar: Það hafði vakið einhverja athygli í Norðurmýrinni að um það bil einu sinni í mánuði bar pósturinn þykkt brúnt umslag í húsið. Umslagið var með mörgum útlendum frímerkjum, og á því stóð með stórum svörtum stöfum On Her Majestys Service. Þetta þótti í meira lagi undarlegt, og ekki bætti úr skák að í sama húsi bjó landsþekktur alþingismaður. Sögur fóru á kreik. Einhver hafði séð skuggalega úlpuklædda mannveru liggja í sólstól í garðinum og beina einhverju dularfullu tæki sem hann hélt með annarri hendi til himins. Í hinni hélt hann á einhverju silfurlituðu. Stundum sást skin frá litlu vasaljósi þegar maðurinn laumaðist til að líta á litinn minnismiða. Skyndilega hljóp maðurinn inn. Þetta hafði einhver séð oftar en einu sinni. Oftar en tvisvar. Hvað var eiginlega á seyði? - Dularfullur póstur, í þjónustu Hennar Hátignar, Royal Society, frægur vinstrisinnaður stjórnmálamaður, myrkraverk í garðinum, undarleg hljóð úr stuttbylgjuviðtæki, morse... Þetta var orðið virkilega spennandi... Det er gaske vist, det er en frygtelig historie! skrifaði H.C. Andersen í frægu ævintýri. Ekki var þetta neitt skárra. Hvað var að gerast í þessu húsi? Síðan spurðist sannleikurinn út: Iss - þetta voru bara lítt spennandi athuganir á brautum gervihnatta. Ekkert merkilegt. Dularfullu tækin sem maðurinn hélt á voru víst bara sjónauki og stórt stoppúr. Hann þóttist vera að glápa á gervihnetti. Dularfullu hljóðin komu frá stuttbylgjuviðtækinu þegar verið var að taka á móti tímamerkjum; ...this is WWV Boulder Colorado, when the tone returns the time will be exactly... heyrðist annað slagið, og þess á milli ...tikk...tikk...tikk...tikk... Reyndar var pilturinn líka radíóamatör og það útskýrði morsið sem stundum heyrðust fram á rauða nótt, en þá var hann að spjalla við vini sína úti í hinum stóra heimi. Þetta var ekki mjög spennandi, en mörgum árum síðar gerðust mjög dularfullir og óhuggulegir atburðir í kjallara sama húss, atburðir sem voru festir á filmu. - Mýrin.
Fylgst með brautum gervihnatta í kolniðamyrkri undir tindrandi stjörnuhimni. Athugandinn er með öflugan handsjónauka og stoppúr fyrir tímamælingu.
Sputnik 1 gervihnettinum var skotið á loft frá Baikonur í Rússlandi 26. október 1957.
Echo 2 gervihnötturinn sem skotið var á loft 24. janúar 1964 var 41m í þvermál og því mjög bjartur á himninum. Þessi hnöttur var í raun eins konar málmhúðaður loftbelgur sem sendur var á braut umhverfis jörðu og var notaður sem spegill til að endurvarpa útvarpsbylgjum aftur til jarðar.
Desmond Hing-Hele stærðfræðingur. Hlusta má á viðtöl við hann hér.
Umslögin sem bárust reglulega með tölvureiknuðum spám um brautir nokkurra gervihnatta voru reyndar öllu stærri en þetta, eða rúmlega A4.
Í þessari bók er fjallað um mælingar á brautum gervihnatta, m.a. með handsjónauka.
Í bókinn eru myndir af ýmsum eyðublöðum sem notuð voru til að spá fyrir um braut gervihnattarins á stjörnuhimninum fyrir ofan höfuðborgarsvæðið.
Síða úr Nortons kortabókinni.
Síða úr Atlas Coeli kortabókinni. Þessi stjörnukort voru upphaflega handteiknuð af framhaldsnemum við stjörnuathugunarstöðina Observatórium Skalnaté Pleso í Slovakíu seint á fimmta áratug síðustu aldar. Þessi kort voru álitin þau bestu fáanlegu um það leyti sem gervihnattaathuganirnar fóru fram frá Íslandi.
Atlas Coeli kortabókin var í mjög stóru broti eins og sú stærri sem er á myndinni.
Ágúst er hér að stilla Eddystone stuttbylgjuviðtækið sem fylgdi verkefninu á tímamerkja útsendingar WWV stöðvarinnar sem var í Boulder Colorado í Bandaríkjunum. Stöðin sendi m.a. út á 15 MHz sem yfirleitt heyrðist best hér á landi. Þetta voru örstuttir púlsar sendir með sekúndu millibili, en lengri púls á heilum mínútum. Nákvæm tímasetning athugana skipti sköpum við þessar mælingar og var áríðandi að æfa sig vel.
Í bók Desmond King-Hele er lýst hvernig athugandinn notaði stjörnur á himninum til að staðsetja braut gervihnattarins sem verið var að mæla. Á því augnabliki sem gervihnötturinn skar línu sem dregin var milli tveggja stjarna, sem fundnar höfðu verið á stjörnukortinu og ætlunin var að hafa til viðmiðunar, var nákvæmt stoppúr ræst. Einnig mátt miða við eina stjörnu ef gervihnötturinn fór mjög nærri henni.
Nákvæmni athugana... Óhjákvæmilega vaknar spurningin, hve nákvæmar voru þessar athuganir, sérstaklega þegar haft er í huga að notast var við einföld tæki? Svarið kemur örugglega á óvart. Samkvæmt King-Hele gat vanur athugandi náð 1/100 sekúndna tímanákvæmni og um ½° staðarnákvæmni. Við töldum okkur ná með nokkurri vissu um 1/10 sekúndna tímanákvæmni, en til þess þurfti nokkra þjálfun. Samkvæmt þessari töflu eru sjónrænar athuganir með góðum handsjónauka mjög nákvæmar (200 metrar miðað við 1000 km fjarlægð, eða 1:5000 eða 0,02%), og það krefst þess að notaður sé dýr og flókinn tækjabúnaður til að ná betri árangri. Í stað 11x80 handsjónauka var notaður heldur minni sjónauki, eða 7x50, en á móti kemur að gervihnettirnir sem fylgst var með voru ekki í meiri fjarlægð en 500 km.
Að lokum... Pistill þennan um einn þátt geimrannsókna frá íslandi fyrir hálfri öld tóku þeir Hjálmar og Ágúst saman árið 2015. Báðir eru þeir nú rafmagnsverkfræðingar, Hjálmar í Bandaríkjunum og Ágúst á Íslandi. Minna má á annan pistil sem fjallar um geimskot Frakka á Íslandi árin 1964 og 1965 þar sem báðir voru viðstaddir. Sjá hér: http://agbjarn.blog.is/blog/agbjarn/entry/477982/ |
Á myndinn efst á síðunni eru nokkrar skammstafanir:
LEO = Lower Earth Orbit: Allt að 2.000 km hæð.
MEO = Medium Earth Orbit: 2.000 - 35.000 km hæð.
GEO = Geostationary Earth Orbit: 35.786 km hæð.
Tölvur og tækni | Breytt 6.3.2015 kl. 16:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 28. febrúar 2015
Gagnaver lítt áhugaverð á Íslandi...
Margir telja að mjög áhugavert sé að gagnaver rísi á Íslandi, þetta séu merkilegar stofnanir sem veiti fjölda vel menntaðra vinnu við hæfi. Er það svo? Svarið er einfaldlega: Nei. Í raun eru þetta lítið annað en kæligeymslur sem hýsa ótrúlegan fjölda netþjóna sem eru ekkert annað en tölvur með stórum diskageymslum. Þessar tölvur eru knúnar rafmagni sem fyrst og fremst umbreytist í hita sem þarf að losna við. Þess vegna er kælibúnaðurinn mjög fyrirferðamikill. Hvinurinn í viftunum ærandi. Þarna starfar fólk sem sinnir eftirlitsstörfum og fyrirbyggjandi viðhaldi. Sérþjálfað fólk sinnir einhæfu starfi við að skipta út einingum í endalausum skáparöðum. Bilaðar einingar eru settar í kassa og sendar úr landi, og nýjar einingar teknar úr kössum. Þarna starfar enginn við skapandi störf. Engöngu rútínuvinnu við að sinna fyrirbyggjandi viðhaldi og bíða eftir að eitthvað bili. Sama verkið dag eftir dag. Dag eftir dag. Árið um kring. Dag og nótt... Starfa einhverjir tölvunarfræðingar, tæknifræðingar, verkfræðingar o.s.frv. á svona stað? Það er lítil þörf á þeim, og ef einhverjir slysast til þess, þá sinna þeir ekki skapandi störfum. Taka þátt í ótrúlega einhæfu og leiðinlegu viðhaldi. Allur tölvubúnaðurinn kemur til landsins tilbúinn í skápum sem raðað er saman, eða jafnvel heilu gámunum sem einfaldlega er staflað upp í kæligeymslunni stóru. Svo er öllu auðvitað fjarstýrt frá útlöndum. Auðvitað starfar þarna líka fólk við að hella upp á kaffið sem nauðsynlegt er til að halda starfsfólkinu vakandi. Líklega eru þó sjálfvirkar kaffivélar notaðar. Þarna starfa væntanlega húsverðir og öryggisverðir sem gæta þess að óvikomandi komi ekki nærri búnaðinum og þarna starfar fólk sem sópar ryki af gólfi. Eftirsóknarverður staður til að starfa? Varla. Veita gagnaver mörgum störf: Eru 30 margir? Sumum finnst það. En 50 manns? Hvað er þá svona merkilegt við gagnaver? Jú, margir halda að þau séu einstaklega merkileg. Það er jú merkilegt í sjálfu sér. Svo þurfa þau mikla raforku sem fer í ekkert annað er að knýja tölvurnar og hörðu diskana ógnarstóru og svo auðvitað kæla þær því þær hitna ógurlega. Kælikerfin og blásararnir gleypa mikla orku. Það merkilega er að öll þessi raforka fer bara í að hita rafeindabúnað og kæla hann aftur. Engin vinna er framkvæmd. Engin afurð. Öll raforkan, segjum 30 MW, endar í umhverfi gagnaversins, sem er auðvitað notalegt fyrir fugla himinsins. Stórmerkilegt... Má ég þá heldur biðja um eitthvað annað. Eitthvað sem skapar störf fyrir viti borið fólk...
--- --- ---
--- Hér fyrir neðan má sjá mynd sem tekin er í risa gagnaveri Microsoft. Öllu komið fyrir í gámaeiningum sem staflað er í kæligeymslu. Inside Windows Azure's data center, one of world's largest http://www.neowin.net/news/inside-windows-azures-data-center-one-of-worlds-largest
|
Tölvur og tækni | Breytt 10.10.2015 kl. 12:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
Mánudagur, 23. febrúar 2015
Hvers vegna virkaði SPOT neyðarsendir konunnar ekki - möguleg skýring...
Neyðarsendirinn sendir merki til gervihnattar með ákveðnu millibili. Sendiaflið frá þessu litla tæki er lítið, loftnet lítið og gervihnötturinn í mikilli fjarlægð. Þess vegna má litlu muna. Ekki er ólíklegt að skýlið sem konan leitaði skjóls í hafi verið með bárujárnsþaki sem drepur niður allar sendingar í átt til gervihnattanna. Þetta er nægileg skýring og gæti tækið verið í fullkomnu lagi. Einnig þarf Geos Spot að ná merkjum frá GPS hnöttunum, en eins og flestir vita þá gengur það oftast illa innanhúss.
UPPFÆRT 24.2.2015:
Tækið sendir "blint" til gervihnattarins. Það veit ekki hvort merkið hafi náð til hans, og ljósið sem birtist á tækinu þegar það sendir merki segir eingöngu til um að merkið hafi verið sent. Ljósið merkir ekki að merkið hafi borist til gervihnattarins. Þetta er því "one-way communication". Þetta er auðvelt að misskilja. Viðtækið í tækinu er eingöngu fyrir GPS staðsetningarmerki. Þrátt fyrir þessar takmarkanir er tækið auðvitað betra en ekkert. Til að auka líkur á að merki berist á áfangastað í fjalllendi er ráðlegt að láta það senda merki sjálfvirkt tiltölulega ört, t.d. á klukkutíma fresti. Svo þarf að muna eftir að tækið virkar að öllum líkindum ekki innanhúss. Hugsanlega þó ef það er í suðurglugga og hallar móti suðri.
|
Globalstar
Konan fannst heil á húfi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tölvur og tækni | Breytt 25.2.2015 kl. 07:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Miðvikudagur, 13. ágúst 2014
"This is BBC, Bush House, London"...
Þessi orð hljóma enn í eyrum þess sem oft hlustaði á BBC fyrir hálfri öld: "This is BBC, Bush House, London...", en þannig var stöðin kynnt annað slagið á stuttbylgjum. Útsendingum var tiltölulega auðvelt að ná, sérstaklega ef maður hafði yfir að ráða sæmilegu stuttbylgju útvarpstæki og loftneti utanhúss. Þetta var auðvitað löngu fyrir daga Internetsins. Það var því gleðilegt þegar farið var að senda út þessa dagskrá á FM bylgju á Íslandi fyrir nokkrum árum, en jafn leiðinlegt þegar 365 miðlar hættu útsendingum fyrir nokkrum vikum. Margir tóku þó gleði sína aftur í dag þegar Vodafone hóf að endurvarpa stöðinni á 103,5 MHz. Þegar aðeins var hægt að ná útsendingum á stuttbylgju var maður háður skilyrðum í jónahvolfinu sem er í um 100 km hæð, svipað og norðurljósin, því aðeins var hægt að heyra í erlendum stöðvum ef radíóbylgjurnar náðu að endurvarpast þar. Það er einmitt sólin eða sólvindurinn sem kemur til hjálpar þar sem víðar, enda fylgdu skilyrðin á stuttbylgju 11 ára sólsveiflunni. Miklar styrkbreytingar og truflanir frá öðrum stöðvum trufluðu oft útsendinguna, ef hún heyrðist á annað borð, en það tók maður ekki nærri sér. Nú eru breyttir tímar. Hin glæsilega bygging Bush House er ekki lengur notuð fyrir útsendingar BBC Worls Service. Og aðeins þarf að stilla litla útvarpstækið á 103,5 MHz og BBC stöðin heyrist hátt og skýrt án truflana.
Á efri myndinni situr bloggarinn við viðtæki sem hann notaði til að ná tímamerkjum frá WWV Boulder Coloradio vegna athugana á brautum gervihnatta. Á neðri myndinni má sjá á myndinni 150W heimasmíðaðan stuttbylgjusendi í notkun hjá TF3OM. Myndirnar eru frá því um 1965.
Sjá: BBC World Service at 80: A lifetime of shortwave
|
Sony ICF 7600D
BBC World Service aftur í loftið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tölvur og tækni | Breytt 20.10.2014 kl. 22:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 23. júlí 2014
Öflugur sólstormur fyrir tveim árum hefði getað lagt innviði nútímaþjóðfélags í rúst hefði hann lent á jörðinni...
Við vorum mjög heppin fyrir réttum tveim árum. Hefði sólstormurinn mikli lent á jörðinni, þá værum við væntanlega enn að kljást við vandann og lagfæra fjarskipta- og rafmagnskerfin víða um heim. Úff, það munaði litlu...! Sem betur fer stefndi kórónuskvettan (CME Coronal Mass Ejection) ekki á jörðina í þetta sinn. NASA fjallar um þetta á vefsíðu sinni í dag: Near Miss: The Solar Superstorm of July 2012"July 23, 2014: If an asteroid big enough to knock modern civilization back to the 18th century appeared out of deep space and buzzed the Earth-Moon system, the near-miss would be instant worldwide headline news. Two years ago, Earth experienced a close shave just as perilous, but most newspapers didn't mention it. The "impactor" was an extreme solar storm, the most powerful in as much as 150+ years. "If it had hit, we would still be picking up the pieces," says Daniel Baker of the University of Colorado... [...] Before July 2012, when researchers talked about extreme solar storms their touchstone was the iconic Carrington Event of Sept. 1859, named after English astronomer Richard Carrington who actually saw the instigating flare with his own eyes. In the days that followed his observation, a series of powerful CMEs hit Earth head-on with a potency not felt before or since. Intense geomagnetic storms ignited Northern Lights as far south as Cuba and caused global telegraph lines to spark, setting fire to some telegraph offices and thus disabling the 'Victorian Internet." A similar storm today could have a catastrophic effect. According to a study by the National Academy of Sciences, the total economic impact could exceed $2 trillion or 20 times greater than the costs of a Hurricane Katrina. Multi-ton transformers damaged by such a storm might take years to repair. Myndabandið er úr frétt NASA. Bloggarinn hefur áður fjallað um þessa hættu sem vofir yfir okkur: Öflug sólgos geta haft afdrifaríkar afleiðingar á jörðu niðri...Gríðarlegur sólblossi 1. september. Bilanir í fjarskiptakerfum...
Erum við viðbúin svona ósköpum utan úr geimnum? Nei, alls ekki. Samt er aðeins tímaspursmál hvenær öflugur sólblossi lendir á jörðinni, nægilega öflugur til að valda miklum skemmdum á fjarskipta- og rafdreifikerum. Það miklum að það getur tekið mörg ár að lagfæra..
Eldri frétt NASA: Severe Space Weather--Social and Economic Impacts
Greinin sem vitnað er til í frétt NASA: D.N. Baker o.fl. A major solar eruptive event in July 2012: Defining extreme space weather scenariosGreinin sem pdf er hér.
|
Tölvur og tækni | Breytt 24.7.2014 kl. 08:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Föstudagur, 4. júlí 2014
Töfrum líkast og ótrúleg tækni --- Heilmyndir (hologram) í læknisfræðinni...
Myndbandið hér fyrir neðan er frá Ísrael og sýnir það hve ótrúlega langt heilmyndatæknin er komin. Eiginlega miklu lengra en maður átti von á. Töfrum líkast er vægt til orða tekið. Heilmyndir, almyndir eða hologram myndir eru yfirleitt gerðar með hjálp lasertækninnar, en það var árið 1971 sem rafmagnsverkfræðingurinn Dr. Dennis Gabor (1900-1979) hlaut Nóbelsverðlaunin fyrir þessa uppfinningu sína, en það var þegar árið 1947 sem hann sýndi fram á frumhugmyndir með síuðu venjulegu ljósi. Það var þó ekki fyrr en leysirinn (laser) kom til sögunnar um 1960 að hægt reyndist að gera nothæfar heilmyndir. Bloggarinn minnist þess tíma þegar laserinn var að slíta barnsskónum og meðal annars notaður til að gera ófullkomnar heilmyndir. Hann skrifaði pistil um laser í De Rerum Natura í janúar árið 1966, þá tvítugur. Kannski er það þess vegna sem honum þykir þessi tækni einkar áhugaverð |
Eftir fáein ár verður væntanlega hægt að taka svona heilmyndir af fólki í fullri líkamsstærð og varðveita í tölvu. Síðan, jafnvel þegar fólk er löngu látið, verður hægt að kalla það fram inn í stofu nánast eins og það væri sprellifandi. - Datt einhverjum í hug afturgöngur?
Áhugaverðar síður frá Real View með svipuðu efni: |
Dennis Gabor
Tölvur og tækni | Breytt s.d. kl. 10:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Föstudagur, 24. janúar 2014
Svona blæs Kári um heim allan í dag - prufa sem kannski virkar og kannski ekki...?
Hér sést hvernig vindar blása við yfirborð jarðar og í flughæð millilandaflugvéla. Myndirnar ættu að vera nokkurn vegin í rauntíma, en þær uppfærast á 3ja tíma fresti.
Prófið að benda á Ísland með músinni og dragið til hliðar.
Getið þið snúið hnettinum?
Getið þið skoðað þá hlið sem frá okkur snýr?
Prófið einnig að benda á myndina og snúa músarhjólinu.
Breytist stærðin á hnettinum?
Prófið krækjurnar neðst á síðunni.
* *
Vindur við yfirborð jarðar.
Litur í bakgrunni sýnir lofthita.
* *
Skotvindur (jet stream) í um það bil 10km (250 hPa) hæð
http://earth.nullschool.net/about.html
https://www.facebook.com/EarthWindMap
Þetta er nú ekkert annað en fikt...
Tölvur og tækni | Breytt 25.1.2014 kl. 17:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Mánudagur, 18. nóvember 2013
Nýsköpun: Andblær, nýstárlegt orkusparandi loftræsikerfi...
Starfsmaður Verkís, Jóhannes Loftsson verkfræðingur, verður í viðtali í kvöld klukkan 20:00 í þættinum Frumkvöðlar á ÍNN. Hann er að þróa loftræstikerfið Andblæ, sem er nokkuð einstakt. Það lækkar orkukostnað húsa með því að endurnýta megnið af varmanum í því lofti sem loftað er út og getur þannig borgað sig upp á skömmum tíma. Ferskt hreinsað loft bætir einnig inniloftið og þar með lífsgæði allra þeirra sem inni dvelja. Örþunn hönnun Andblæs (4-6 cm), gerir kerfið lítt áberandi og fellur það vel inn í umhverfið án þess að sérstaklega þurfi að fela það. Þetta mun t.d. gera Andblæ að einstakri loftræsilausn fyrir viðhald og endurbætur á eldri húsum, þar sem loftrými er oft takmarkað. Myndin efst á síðunni er af frumgerð tækisins. Lesa má meira um Andblæ á heimasíðu Breather Ventilation. (www.breatherventilation.com (Opnast í nýjum vafraglugga) )
Frétt á vefsíðu Verkís: http://www.verkis.is/frodleikur/frettir/nr/4185 |
Tölvur og tækni | Breytt s.d. kl. 17:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Um bloggið
Ginnungagap
Ýmislegt
Loftslag
Teljari
Álverð
Sólin í dag:
(Smella á mynd)
.
Olíuverðið í dag:
Nýjustu færslur
- Kínverskur loftbelgur yfir Ameríku, og Amerískur belgur yfir ...
- Vísindavefurinn: Getum við seinkað klukkunni á Íslandi og fen...
- Sjálfstæðisflokkurinn með tæplega 19% meira fylgi en Samfylki...
- Bjarni Sigurðsson harmonikkusnillingur frá Geysi. Fáein orð...
- Hvers vegna valdi Apple ekki Ísland fyrir gagnaver...?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (13.12.): 14
- Sl. sólarhring: 14
- Sl. viku: 76
- Frá upphafi: 764773
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 49
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Tenglar
Ýmsar vefsíður
- Efnisyfirlit pistla
- Lofthiti - Sjávarstaða - Hafís - Sólvirkni... Beintengdir ferlar
- Club du Soleil Greinar um samaspil sólar og veðurfars
- Stjörnufræðivefurinn
- Astronomy Picture of the Day
- Climate4you
- Watts Up With That?
- World Climate Report
- CO2 Science
- The Reference Frame
- Climate-Audit
- ICECAP
- The Air Went
- Science Sceptical Blog
- Roy Spencer
- Friends of Sience
- Prometheus
- Öldur aldanna. Sjaldan er ein báran stök - einnig í veðurfari? (2003) Vefsíða ÁHB
- Gróðurhúsaáhrif eða eðlilegar sveiflur í virkni sólar? (Grein í Lesbók Mbl. 20. júní 1998) Höfundur Ágúst H. Bjarnason
- Er jörðin að hitna?-Ekki er allt sem sýnist (1998) Vefsíða ÁHB
Uppskriftir
Ýmsar mataruppskriftir
Myndaalbúm
Bloggvinir
- majab
- ragu
- amadeus
- andres08
- apalsson
- asabjorg
- askja
- astromix
- baldher
- biggibraga
- bjarkib
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- bjorn-geir
- blindur
- bofs
- brandarar
- daliaa
- darwin
- duddi9
- ea
- egillsv
- einari
- einarstrand
- elinora
- elvira
- emilhannes
- esv
- eyjapeyji
- fhg
- finder
- finnur
- fjarki
- flinston
- frisk
- gattin
- geiragustsson
- gillimann
- gretaro
- gthg
- gudmbjo
- gudni-is
- gummibraga
- gun
- gutti
- haddi9001
- halldorjonsson
- halldors
- hlini
- hof
- hordurhalldorsson
- hreinsamviska
- hronnsig
- hugdettan
- icekeiko
- ingibjorgelsa
- jakobbjornsson
- jakobk
- johannesthor
- johnnyboy99
- jonaa
- jonasgunnar
- jonmagnusson
- jonpallv
- jonthorolafsson
- juliusvalsson
- karljg
- katrinsnaeholm
- kikka
- kje
- klarak
- kolbrunb
- krissiblo
- ksh
- kt
- lehamzdr
- liljabolla
- lillagud
- lindalea
- lucas
- maeglika
- maggij
- maggiraggi
- marinomm
- martasmarta
- marzibil
- mberg
- midborg
- minos
- morgunbladid
- mosi
- mullis
- naflaskodun
- nimbus
- nosejob
- omarbjarki
- ormurormur
- palmig
- perlaoghvolparnir
- peturmikli
- photo
- possi
- prakkarinn
- raggibjarna
- rattati
- ravenyonaz
- redlion
- rs1600
- rynir
- saemi7
- sesseljamaria
- sigfus
- sigurgeirorri
- sjalfstaedi
- sjerasigvaldi
- skari60
- skulablogg
- sleggjudomarinn
- stebbix
- steinibriem
- steinnhaf
- stinajohanns
- stjornuskodun
- storibjor
- straitjacket
- summi
- tannibowie
- thil
- thjodarskutan
- throsturg
- toro
- tryggvigunnarhansen
- valdimarjohannesson
- valdinn
- vefritid
- vey
- vidhorf
- vig
- visindin
- vulkan
- kristjan9
- arkimedes
- kliddi
- eliasbe
Eldri færslur
- Febrúar 2023
- Janúar 2019
- Maí 2018
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- Ágúst 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði