Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2011

Hin fagra veröld...

 

 

arp273_hst-shadow2
 

Þessi ótrúlega fallega mynd prýddi vefsíðuna Astronomy Picture of the Day 21. apríl. Þar má sjá þessa mynd með því að smella hér.

Vefsíðan Astronomy Picture of the Day, sem í daglegu tali er oft nefnd APOD, er einstaklega áhugaverð því þar birtast daglega nýjar myndir, margar hverjar alveg einstakar eins og sjá má með því að skoða listann yfir myndir sem hafa birst áður: Archive.

Smellið tvisvar eða þrisvar á myndina til að njóta hennar í mikilli upplausn.

Á APOD vefsíðunni standa þessar skýringar við myndina:

Explanation: The spiky stars in the foreground of this sharp cosmic portrait are well within our own Milky Way Galaxy. The two eye-catching galaxies lie far beyond the Milky Way, at a distance of over 300 million light-years. Their distorted appearance is due to gravitational tides as the pair engage in close encounters. Cataloged as Arp 273 (also as UGC 1810), the galaxies do look peculiar, but interacting galaxies are now understood to be common in the universe. In fact, the nearby large spiral Andromeda Galaxy is known to be some 2 million light-years away and approaching the Milky Way. Arp 273 may offer an analog of their far future encounter. Repeated galaxy encounters on a cosmic timescale can ultimately result in a merger into a single galaxy of stars. From our perspective, the bright cores of the Arp 273 galaxies are separated by only a little over 100,000 light-years. The release of this stunning vista celebrates the 21st anniversary of the Hubble Space Telescope in orbit

Hér er hægt að finna lítið forrit sem sækir daglega nýjustu APOD myndina og birtir á skjáborðinu.


Hröð kólnun lofthjúpsins undanfarið samkvæmt gervihnattamælingum...

 

 

MSU-UAH-March-2011

 

Þetta er svosem engin stórfrétt, en áhugavert samt: Fyrir nokkrum dögum voru nýjustu mæligögn gervihnatta um hitafar lofthjúps jarðar birt. Eins og sjá má þá hefur hitafallið undanfarið verið töluvert. Hitinn hefur nánast verið í frjálsu falli. Það eru ekki aðeins gervihnattamælingar sem sýna þessa kólnun, heldur flestallar eins og sést hér.

Rauði hringurinn hægra megin umlykur síðasta mælipunkt, þ.e. meðalhita marsmánaðar, en eins og sjá má þá liggur hann nokkuð undir meðaltali síðastliðinna 30 ára sem merkt er með láréttu strikuðu línunni. Ferillinn táknar frávik frá þessu meðaltali. Granna línan er mánaðameðaltal, en gildari línan 3ja ára keðjumeðaltal og nær því ekki til endanna. Mælingarnar ná aftur til ársins 1979 er mælingar frá gervihnöttum hófust.  Mæligögnin má nálgast hér.  

-

Myndin hér fyrir neðan nær aftur til ársins 1850. Tímabilið sem gervihnattamælinar ná yfir er merkt með rauða borðanum [Satellites], en það er sama tímabil og efri ferillinn nær yfir.

Nákvæmlega hvenær svokallaðri Litlu Ísöld lauk er auðvitað ekki hægt að fullyrða um. Stundum er þó miðað við 1920, en eftir það fór að hlýna nokkuð hratt. Blái borðinn [The Little Ice Age] gefur það til kynna.

 

CRU-jan-2011

 

Neðri myndin nær aðeins til og með desember 2010 en efri myndin til mars 2011. Neðri myndin sýnir frávik frá meðalgildi áranna 1960-1990, en sú efri frávik frá meðalgildi áranna 1980-2010. Þetta þarf að hafa í huga þegar myndirnar eru bornar saman.

Einnig þarf að hafa í huga að lóðrétti ásinn er mjög mikið þaninn út, þannig að allar  sveiflur virðast magnast upp.

 

Hefur þetta einhver áhrif á veðrið hjá okkur?  Hef ekki hugmynd. Kannski óveruleg... Samt er sjálfsagt að fylgjast með...

Er þetta eitthvað óvenjulegt eða afbrigðilegt? Nei, bara smávegis náttúrulegt flökt sem stafar af El Niño / La Niña fyrribærinu í Kyrrahafinu. Ekki ósvipað því sem gerðist eftir toppinn árið 1998.

Hvaðan eru ferlarnir fengnir? Ferlarnir eru fengnir af þessari vefsíðu þar sem finna má fjölda hitaferla með því að smella á hnapppinn [Global Temperatures] við vinstri jaðar síðunnar.

Við hverju má búast á næstu mánuðum?  Ef að líkum lætur fer hitaferillinn eitthvað neðar, en sveigir síðan aðeins uppávið aftur. Hve mikið veit enginn.    - Svo heldur hann áfram að flökta upp og niður og upp...    Þannig hagar náttúran sér og hefur alltaf gert...

Hvers vegna er verið að birta þessa ferla hér?  Bara til að svala forvitni þinni og minni :-)

 

 


NASA: Minnsta sólsveifla í 200 ár...

 

Solar-Prediction-NASA-April-2011 copy

Í nýrri spá á vefsíðu NASA um þróun sólsveiflunnar má lesa eftirfarandi:


"Current prediction for the next sunspot cycle maximum gives a smoothed sunspot number maximum of about 62 in July of 2013. We are currently over two years into Cycle 24.

The predicted size would make this the smallest sunspot cycle in nearly 200 years..."

 

Sjá:

solarscience.msfc.nasa.gov/predict.shtml

www.solarham.com

www.nasa.gov

 

 


Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggið

Ginnungagap

Ýmislegt

Loftslag

Click to get your own widget

Teljari

free counters

Álverð

http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0

Sólin í dag:

(Smella á mynd)

.

Olíuverðið í dag:

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 14
  • Sl. sólarhring: 17
  • Sl. viku: 79
  • Frá upphafi: 762117

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 56
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband