Bloggfærslur mánaðarins, október 2007

Jeppaferð um óbyggðir plánetunnar Mars

 Victoria gígurinn á Mars

Myndin sýnir Viktoríu gíginn á Mars.
Þessi mynd er reyndar aðeins samþjöppuð úr risastórri panóramamynd sem vísað er á í textanum hér fyrir neðan.

 

Litli fjarstýrði og sólarknúni jeppinn Opportunity hefur verið að aka um reikistjörnuna Mars undanfarin tvö ár. Hann hefur verið að sniglast umhverfis Viktoríu gíginn undanfarna mánuði og fann örugga leið niður í hann. Hann er nú kominn niður í gíginn og er að rannsaka jarðlögin þar (eða segir maður kannski að hann sé að rannsaka marslögin?).

Myndin sem fylgir þessari grein er samsett úr miklum fjölda mynda sem jepplingurinn hefur sent til jarðar. Í hámarks upplausn er útsýnið stórfenglegt, sjá risastóru myndina sem er hér. (Muna eftir að þenja myndina sem birtist út með því að smella á hana).

 

Mars-jeppinn

 

Margur er knár þó hann sé smár. Það er ótrúlegt að þetta litla farartæki skuli hafa verið á ferðalagi um yfirborð Mars í yfir tvö ár við rannsóknarstörf.  Farartækið heitir Opportunity.

Af einhverjum ástæðum vekja mannlausar geimferðir miklu minni athygli en mannaðar, þó svo að árangur þeirra sé miklu meiri.

Um þessar mundir hafa tveir jepplingar, Opportunity og Spirit, ekið um víðáttur Mars á þriðja ár og sent frábærar myndir til jarðar. 

Auðvelt er fyrir áhugasama að fylgjast með þessu feralagi á netinu, en hér fyrir neðan eru nokkrar krækjur til að koma mönnum á sporið.

 

 

Mars sést þessa dagana sem gul stjarna hátt á suðurhimninum fyrir sólarupprás.  Venus er aftur á móti mjög björt á suð-austur himninum.

 


 

Ítarefni:

Mars Exploration Rover Mission

Mars Daily

NASA Photojournal, Mars

NASA Photojournal, Victoria Crater

Dagbók Opportunity jeppans

Dagbók Spirit jeppans 

Frábærar myndir af yfirborði Mars á vefsíðu European Space Agency 

 


Alison Balsom trompetleikari með Sinfóníuhljómsveitinni

 

Alison Balsom

 

Í gærkvöld fórum við hjónin á mjög skemmtilega tónleika  hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands. Hljómsveitarstjóri var Esa Heikkilä og einleikari Alison Balsom trompetleikari. Hljómsveitin var mjög fjölskipuð með um 85 hljóðfæraleikurum, en þar á meðal var dóttir okkar Helga Björg Ágústsdóttir sellóleikari.

Á efnisskránni voru fjölmargar sígildar perlur, hver annarri fallegri:

Gioacchino Rossini: Rakarinn frá Sevilla, forleikur
Bedrich Smetana: Þrír dansar úr Seldu brúðinni
Joseph Haydn: Trompetkonsert, 3. þáttur
Sergej Rakhmanínov: Vocalise
Hugo Alfvén: Midsommarvaka
Gustav Holst: Jupiter úr Plánetunum
Richard Wagner: Tannhäuser, forleikur
Wolfgang Amadeus Mozart: Rondo alla turca
Astor Piazzolla: Oblivion
Jean Sibelius: Finlandia

Hápunkturinn var þó trompetleikarinn Alison Balsom. Leikur hennar var töfrum líkastur, svo mikið vald hefur hún á hljóðfærinu, enda talin vera ein af rísandi stjörnum hins klassíska tónlistarheims. 

Myndbandið hér fyrir neðan gefur nokkra hugmynd um snilli þessarar ungu konu.  Á myndbandinu leikur Alison Balsom    Paganini Caprice No.24

 

 


Sjörnuhimininn snemma að morgni ...

 Satúrnus séður frá Cassini geimfarinu

 Satúrnus í návígi

 

 

Þrálát úrkoma og leiðinda veður sunnanlands hefur komið í veg fyrir að hægt hafi verið að njóta fegurðar stjörnuhiminsins að nokkru marki. Það er eiginlega synd því þessa dagana prýða þrjár reikistjörnur himininn snemma dags. Þetta eru Venus, Satúrnus og Mars. Ein þeirra er lang skærust á suð-austur himninum og fer ekki fram hjá neinum. Það er auðvitað Venus. Þar skammt frá, dálítið til hægri, er Satúrnus, en Mars er nánast í hásuðri. Það er vel þess virði að líta upp í himininn snemma morguns og reyna að koma auga á þessar reikistjörnur eða plánetur.

Á stjörnukortinu hér fyrir neðan má sjá þessa þrjá nágranna okkar.  Stærra og skýrara kort má sækja hér.    Kortið er tölvuteiknað með SkyMapPro9 og gildir fyrir nokkra næstu daga. Þó svo að kortið sé teiknað fyrir stjörnuhimininn yfir Reykjavík, þá gildir það nokkurn vegin fyrir allt landið. (Eftir að kortið hefur verið opnað þarf hugsanlega að smella á það til að sjá kortið í fullri stærð. Einnig má hægrismella á krækjuna og nota Save-As til að vista kortið á diskinn).

Fallega myndin hér fyrir ofan er af Satúrnusi.  Myndin er tekin frá Cassini geimfarinu í maí s.l. Litirnir eru því sem næst réttir.  Myndin prýðir Astronomy Picture of the Day í dag 23/10. (Hér eftir daginn í dag). Þar stendur eftirfarandi:

Explanation: Saturn never shows a crescent phase -- from Earth. But when viewed from beyond, the majestic giant planet can show an unfamiliar diminutive sliver. This image of crescent Saturn in natural color was taken by the robotic Cassini spacecraft in May. The image captures Saturn's majestic rings from the side of the ring plane opposite the Sun -- the unilluminated side -- another vista not visible from Earth. Pictured are many of Saturn's photogenic wonders, including the subtle colors of cloud bands, the complex shadows of the rings on the planet, the shadow of the planet on the rings, and the moons Mimas (2 o'clock), Janus (4 o'clock), and Pandora (8 o'clock). As Saturn moves towards equinox in 2009, the ring shadows are becoming smaller and moving toward the equator. During equinox, the rings will be nearly invisible from Earth and project only an extremely thin shadow line onto the planet.

 

Bloggarinn minnsist með ánægju þegar hann  smíðaði sér lítinn stjörnusjónauka um það leyti sem Sputnik var skotið á loft 1957. Ekki var hann flókinn; meters langur pappahólkur, sjónglerið var gleraugnalinsa með 100 cm brennivídd og augnglerið lítið stækkunargler með 2ja cm brennivídd. Hann stækkaði 50 sinnum sem var nóg til að skoða tunglin sem snúast umhverfis Júpiter og gígana á tunglinu okkar.

Á þeim tíma var ljósmengun í Reykjavík miklu minni en í dag. Því miður er nú svo komið, að stjörnuhimininn yfir höfuðborginni er nánast horfinn í glýju. Aðeins björtustu stjörnurnar sjást. Sjá grein bloggarans um ljósmengun hér.

 

Myndina sem er efst á síðunni má sjá í gríðarmikilli upplausn með því að smella hér.  Myndin er miklu stærri en skjárinn, þannig að það getur verið nauðsynlegt að smella á hana til að hún birtist í öllu sínu veldi.

 

Ítarefni:

Stjörnufræðivefurinn

Astronomy Picture of the Day (APOD) skjáhvíla sem sjálfvirkt birtir mynd dagsins frá APOD vefnum.  Mjög áhugavert.

Ljósmengun

 

Stjörnukort-október 2007-minna

 

(Norður er upp og austur vinstra megin).

Stærra og skýrara kort má sækja hér.  

Kortið er miðað við stjörnuhimininn í vikulokin. Vonandi verður farið að stytta upp þá. 

(Eftir að kortið hefur verið opnað þarf hugsanlega að smella á það til að sjá kortið í fullri stærð. Einnig má hægrismella á krækjuna og nota Save-As til að vista kortið á diskinn).


Merk grein eftir Dr. Daniel B. Botkin um umhverfismál, siðferði og hnatthlýnun.

botkin2Þekktur umhverfisfræðingur, Dr. Daniel B. Botkin, skrifaði fyrir nokkrum dögum (17. okt.) grein í  The Wall Street Journal. Í þessari grein koma fram mjög óvenjuleg og að mínu mati einstaklega skynsamleg sjónarmið.

Hann fjallar hér m.a  um afleiðingar hnatthlýnurnar fyrir lífríkið, sem hann þekkir auðvitað vel, sjónarmið kollega sinna og siðferði í vísindum,  líkanagerð til að spá fyrir um framtíðina, og hvernig hann telur rétt að bregðast við hnatthlýnun.

Ísland, Grænland og Eiríkur Rauði koma við sögu í greininni.

Ég læt vera að þýða greinina þar sem flestir Íslendinga eru vel læsir á enska tungu.

(Ég litaði textann á nokkrum stöðum þar sem mér fannst athyglisverð sjónarmið koma fram). 

 

Global Warming Delusions

By DANIEL B. BOTKIN


Mr. Botkin, president of the Center for the Study of the Environment and professor emeritus in the Department of Ecology, Evolution, and Marine Biology at the University of California, Santa Barbara, is the author of "Discordant Harmonies: A New Ecology for the Twenty-First Century" (Replica Books, 2001).

 

Global warming doesn't matter except to the extent that it will affect life -- ours and that of all living things on Earth. And contrary to the latest news, the evidence that global warming will have serious effects on life is thin. Most evidence suggests the contrary.

Case in point: This year's United Nations report on climate change and other documents say that 20%-30% of plant and animal species will be threatened with extinction in this century due to global warming -- a truly terrifying thought. Yet, during the past 2.5 million years, a period that scientists now know experienced climatic changes as rapid and as warm as modern climatological models suggest will happen to us, almost none of the millions of species on Earth went extinct. The exceptions were about 20 species of large mammals (the famous megafauna of the last ice age -- saber-tooth tigers, hairy mammoths and the like), which went extinct about 10,000 to 5,000 years ago at the end of the last ice age, and many dominant trees and shrubs of northwestern Europe. But elsewhere, including North America, few plant species went extinct, and few mammals.

We're also warned that tropical diseases are going to spread, and that we can expect malaria and encephalitis epidemics. But scientific papers by Prof. Sarah Randolph of Oxford University show that temperature changes do not correlate well with changes in the distribution or frequency of these diseases; warming has not broadened their distribution and is highly unlikely to do so in the future, global warming or not.

The key point here is that living things respond to many factors in addition to temperature and rainfall. In most cases, however, climate-modeling-based forecasts look primarily at temperature alone, or temperature and precipitation only. You might ask, "Isn't this enough to forecast changes in the distribution of species?" Ask a mockingbird. The New York Times recently published an answer to a query about why mockingbirds were becoming common in Manhattan. The expert answer was: food -- an exotic plant species that mockingbirds like to eat had spread to New York City. It was this, not temperature or rainfall, the expert said, that caused the change in mockingbird geography.

You might think I must be one of those know-nothing naysayers who believes global warming is liberal plot. On the contrary, I am a biologist and ecologist who has worked on global warming, and been concerned about its effects, since 1968. I've developed the computer model of forest growth that has been used widely to forecast possible effects of global warming on life -- I've used the model for that purpose myself, and to forecast likely effects on specific endangered species.

I'm not a naysayer. I'm a scientist who believes in the scientific method and in what facts tell us. I have worked for 40 years to try to improve our environment and improve human life as well. I believe we can do this only from a basis in reality, and that is not what I see happening now. Instead, like fashions that took hold in the past and are eloquently analyzed in the classic 19th century book "Extraordinary Popular Delusions and the Madness of Crowds," the popular imagination today appears to have been captured by beliefs that have little scientific basis.

Some colleagues who share some of my doubts argue that the only way to get our society to change is to frighten people with the possibility of a catastrophe, and that therefore it is all right and even necessary for scientists to exaggerate. They tell me that my belief in open and honest assessment is naïve. "Wolves deceive their prey, don't they?" one said to me recently. Therefore, biologically, he said, we are justified in exaggerating to get society to change.

The climate modelers who developed the computer programs that are being used to forecast climate change used to readily admit that the models were crude and not very realistic, but were the best that could be done with available computers and programming methods. They said our options were to either believe those crude models or believe the opinions of experienced, datafocused scientists. Having done a great deal of computer modeling myself, I appreciated their acknowledgment of the limits of their methods. But I hear no such statements today. Oddly, the forecasts of computer models have become our new reality, while facts such as the few extinctions of the past 2.5 million years are pushed aside, as if they were not our reality.

A recent article in the well-respected journal American Scientist explained why the glacier on Mt. Kilimanjaro could not be melting from global warming. Simply from an intellectual point of view it was fascinating -- especially the author's Sherlock Holmes approach to figuring out what was causing the glacier to melt. That it couldn't be global warming directly (i.e., the result of air around the glacier warming) was made clear by the fact that the air temperature at the altitude of the glacier is below freezing. This means that only direct radiant heat from sunlight could be warming and melting the glacier. The author also studied the shape of the glacier and deduced that its melting pattern was consistent with radiant heat but not air temperature. Although acknowledged by many scientists, the paper is scorned by the true believers in global warming.

We are told that the melting of the arctic ice will be a disaster. But during the famous medieval warming period -- A.D. 750 to 1230 or so -- the Vikings found the warmer northern climate to their advantage. Emmanuel Le Roy Ladurie addressed this in his book "Times of Feast, Times of Famine: A History of Climate Since the Year 1000," perhaps the greatest book about climate change before the onset of modern concerns with global warming. He wrote that Erik the Red "took advantage of a sea relatively free of ice to sail due west from Iceland to reach Greenland. . ... Two and a half centuries later, at the height of the climatic and demographic fortunes of the northern settlers, a bishopric of Greenland was founded at Gardar in 1126."

Ladurie pointed out that "it is reasonable to think of the Vikings as unconsciously taking advantage of this [referring to the warming of the Middle Ages] to colonize the most northern and inclement of their conquests, Iceland and Greenland." Good thing that Erik the Red didn't have Al Gore or his climatologists as his advisers. Should we therefore dismiss global warming? Of course not. But we should make a realistic assessment, as rationally as possible, about its cultural, economic and environmental effects. As Erik the Red might have told you, not everything due to a climatic warming is bad, nor is everything that is bad due to a climatic warming.

We should approach the problem the way we decide whether to buy insurance and take precautions against other catastrophes -- wildfires, hurricanes, earthquakes. And as I have written elsewhere, many of the actions we would take to reduce greenhouse-gas production and mitigate global-warming effects are beneficial anyway, most particularly a movement away from fossil fuels to alternative solar and wind energy.

My concern is that we may be moving away from an irrational lack of concern about climate change to an equally irrational panic about it.

Many of my colleagues ask, "What's the problem? Hasn't it been a good thing to raise public concern?" The problem is that in this panic we are going to spend our money unwisely, we will take actions that are counterproductive, and we will fail to do many of those things that will benefit the environment and ourselves.

For example, right now the clearest threat to many species is habitat destruction. Take the orangutans, for instance, one of those charismatic species that people are often fascinated by and concerned about. They are endangered because of deforestation. In our fear of global warming, it would be sad if we fail to find funds to purchase those forests before they are destroyed, and thus let this species go extinct.

At the heart of the matter is how much faith we decide to put in science -- even how much faith scientists put in science. Our times have benefited from clear-thinking, science-based rationality. I hope this prevails as we try to deal with our changing climate.

 

Mr. Botkin, president of the Center for the Study of the Environment and professor emeritus in the Department of Ecology, Evolution, and Marine Biology at the University of California, Santa Barbara, is the author of "Discordant Harmonies: A New Ecology for the Twenty-First Century" (Replica Books, 2001).

 

 

Ítarefni:

Viðtal við Daniel B. Botkin í New York Times

Vefsíða  http://www.danielbbotkin.com

Bækur eftir Daniel Botkin. 


Lítil þota hraðamæld

Fyrir nokkrum árum voru menn að fljúga lítilli þotu á Tungubökkum í Mosfellsdal. Þotan er ekki stór, en samt er hún knúin alvöru þotuhreyfli eða túrbínu sem snýst um 120.000 snúninga á mínútu. Flugmaðurinn stendur á jörðu niðri.

Bloggarinn tók þessa stuttu mynd á litla Canon vasamyndavél, þannig að myndgæðin eru ekkert til að hrósa sér af. Okkur lék forvitni á að kanna hve hratt þotan flygi í láréttu flugi svo undirritaður fórnaði GPS tækinu sínu. Niðurstaðan, sem kemur á óvart, sést í lok myndarinnar.

Menn geta rétt ímyndað sér þá leikni sem þarf til að hafa stjórn á svona grip.

Hafið hljóðið á ! 

 

 Myndbandið er frá 2003

 Tungubakkar-2006

Hér er önnur lítil þota öllu fullkomnari. Myndin er tekin á á Arnarvelli sumarið 2006.  Þetta er falleg smíði. 

Almargar myndir frá Tungubökkum 2006 eru hér  Þar eru einnig nokkrar myndir sem teknar eru við opnum nýs flugvallar á Suðurnesjum, þ.e. Arnarvallar við Seltjörn.

Hér eru nokkrar myndir teknar í Cosford á Englandi sumarið 2005.  Þar mátti meðal annars sjá líkan af Concord fljúga. Eins og sjá má þá eru þetta raunverulegar flugvélar í smækkaðri mynd. 

 


Doris Lessing hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels.

Doris LesssingViðtal við Doris Lessing í RÚV vakti svo sannarlega áhuga minn á að kynnast henni nánar, og varð til þess að ég fór að lesa mér til um höfundinn. Í viðtalinu kom hún fram sem einstaklega hógvær, greindarleg og elskuleg 87 ára kona, sem eiginlega virkaði mun yngri. Það var greinilega stutt í prakkarann.  Önnur ástæða, og ekki síðri, er að ég hef tekið þátt í svokölluðum Leshring hér á blogginu  en Leshringurinn, þar sem nokkrar umræður spunnust um Lessing, hefur náð að kveikja áhuga hjá mér og fleiri bloggurum á lestri góðra bóka.  Nú á haustmánuðum hafa verið lesnar bækur eftir Milan Kundera, Þorvald Þorsteinsson og Braga Ólafsson.

Við lestur minn um viðburðarríkt líf Doris Lessing varð ég margs vísari.  Nú skil ég betur hvað liggur að baki skrifum hennar og hvað hefur mótað hana í æsku.

Líf hennar hefur verið ævintýri líkast. Hún hefur búið í Persíu (nú Íran), Rhódesíu (nú Zimbabwe), Suður Afríku og London. Mikill bókaormur í æsku. Gekk tvisvar í kommúnistaflokk, bæði í Rhódesíu og London, en yfirgaf hann endanlega þegar hún sá hvernig hann var í reynd í Sovétríkjunum. Tvígift þriggja barna móðir sem hefur upplifað miklar breytingar í heimsmálunum. Höfundur um 50 titla.

Viðhorf hennar til lífsins og tilverunnar finnst mér mjög áhugavert og féll vel. Hún virðist eiga auðvelt með að hrista upp í fólki. Tilsvör hennar við spurningum oft hnyttin, og eru  það enn þrátt fyrir háan aldur. Hún byrjar daginn á að fara á fætur klukkan fimm til að gefa fuglunum við tjörn sem er nærri húsi hennar áður en hún sest við skrifborðið klukkan níu. Á erfitt með að láta verk úr hendi falla.

Hún fæddist 1919 við lok fyrri heimsstyrjaldarinnar.  Faðirinn var var mikið fatlaður og bitur vegna stríðsins, en móðirin mjög drífandi og fluttist með fjölskylduna milli landa í þeirri von að skapa þeim tækifæri. Æska hennar var því mjög erfið á köflum, blanda af miklum sársauka og nokkurri ánægju, eins og segir á vefsíðu hennar. Móðir hennar var mjög ákveðin og setti börnum sínum strangar lífsreglur.  Doris var sett í nokkurs konar trúboðsskóla þar sem nunnurnar hræddu hana með sögum um helvíti og fordæmingu. Hún hefur skýrt frá því að einsemdin á afskekktum bóndabænum hafi orðið til að auðga ímyndunaraflið.  Þar var oft á tíðum lítið annað hægt að gera en að láta hugann reika. Hún segir að svo geti vel verið að góðir rithöfundar hafi margir einmitt átt hamingjusnauða æsku. Skáldsögur hennar eru sjálfsævisögulegar og byggja margar á reynslu hennar í Afríku. Það er ljóst að lífið þar hefur mótað æsku hennar verulega og ritstörf síðar á ævinni.

Hún segir einhversstaðar  að hún hafi verið verið mjög þvermóðskufull í æsku og mest notað þrjú orð "I will not!". Hún var mikill bókaormur og las ýmsar bækur sem börn voru ekki vön að lesa, sumar nánast "fullorðinsbækur".  Krókurinn beygðist snemma hjá henni, því hún skrifaði leikrit (einþáttung) aðeins 10 ára gömul þar sem söguhetjurnar voru konungar úr ritverkum Shakespears!     Hún fluttist að heiman aðeins 15 ára gömul til að losna undan ströngum aga móðurinnar og byrjaði þá að skrifa sögur sem hún seldi tímariti í Suður Afríku. Skólagöngu hennar lauk þegar hún var 13 ára,  en hún hefur viðað að sér gríðarlegum fróðleik með lestri og sjálfsnámi.  

Vefsíðan http://www.dorislessing.org er mjög góð og auðvelt að gleyma bæði stað og stund þegar farið er þar inn. Þar má hlusta á viðtöl, hlusta á brot úr upplestri, lesa viðtöl í ýmsum tímaritum, lesa umsagnir um bækur o.fl. Vel þess virði að koma þar við.

Líklega hafa verið þýddar um 8 bækur eftir Doris Lessing á Íslensku.

Í Leshringnum, sem ég minntist á í upphafi pistilsins, lásum við bókina Lífið er annars staðar, eftir Milan Kundera. Ævi hans á yngri árum var mjög litrík og mótaði hann mjög sem rithöfund. Óneitanlega fór ég að bera Kundera og Lessing saman í huganum og þóttist skynja eitthvað sameiginlegt.  Þó eru bækur þeirra ekkert líkar og fjalla um mjög ólík málefni. Samt er kannski eitthvað í eðli þeirra beggja sem mér hugnast vel, eitthvað sem erfitt er að koma orðum að. Líklega er það erfið og margslungin æska sem hefur mótað báða þessa höfunda á sérstakan hátt.

 

Krækjur:

Doris Lessing - A Retrospective.  Mjög áhugaverður vefur helgaður skáldinu.

Biography

Viðtal við Doris Lessing í sjónvarpi RÚV.

 "Doris Lessing Reflects on World Change"  Viðtal í Washington Post.

"More is Lessing" Viðtal í The Standard.  

 "Flipping through her golden notebook  At 86, Doris Lessing reflects on fiction, world war, feminism and the '60s" Viðtal í San Francisco Chronicle.

Leshringurinn


Hvers vegna er réttlætiskennd minni misboðið? Svarið nú ágætu bloggarar.

 Kvöldmáltíðin

Myndin hér  barst mér óvænt úr netheimum. Ekki veit ég hver höfundur myndarinnar er og ekki heldur hvernig hún kom.  Hún kom óvænt eins og svo margt annað.

Ég vona að höfundurinn fyrirgefi mér að ég skuli nota myndina. Reyndar vona ég líka að aðrir fyrirgefi mér einnig, því það er líklega ósmekklegt af mér að nota myndina af síðustu kvöldmáltíðinni hér. Á sama hátt og auglýsing Símans var að margra mati ósmekkleg. Stundum verður manni á í hita leiksins, en í ljósi þess alls þess ósmekklega sem hefur verið að gerast í stjórnmálunum undanfarið er hún höfð hér.

 

Í gær og í dag er allt mjög undarlegt. Ég veit hreinlega ekki hvaðan á mig stendur veðrið.  Skil hvorki upp né niður í því sem er að gerast. Er í lausu lofti.

Margar spurningar hringsnúast í hausnum á mér. Hér eru fáein dæmi sem ég man eftir í augnablikinu. Reyndar ritskoðaði ég listann til þess að fara ekki yfir velsæmismörk.

 - Hvað er eiginlega á seyði?
 - Hvernig maður er Björn Ingi?
 - Eru einhverjir eiginhagsmunir sem liggja að baki?
 - Hvaða áhrif hefur þetta á einkavæðingu auðlinda Íslands?
 - Hvaða áhrif hefur þetta á ýmislegt annað sem skiptir máli?
 - Hvað er að gerast í REI?
 - Má vænta tugmilljarða hagnaðar af útrásinni, eða er þetta tómur misskilningur?
 - Hefur Dr. Stefán Arnórsson jarðfræðiprófessor rétt fyrir sér varðandi útrásina?
 - Hver á símann sem er á myndinni?
 - Hvaða glannalega mynd er þetta hér?

 - O.s.frv.
 - O.s.frv. 

 

Getið þið bloggarar ekki hjálpað mér? Þið megið kommentera eins og ykkur lystir hér fyrir neðan og reyna að skýra út fyrir mér hvað er á seyði.  Hjálpið mér að ná áttum.

Gjörið svo vel...   Orðið er laust.

 


High Court í London fellir dóm um kvikmynd Al Gore: Níu villur í myndinni.

An_Inconvenient_TruthNú hefur það gerst að High Court í London hefur fellt dóm um kvikmynd Al Gore "An Inconvenient Truth".

Bloggarinn hefur áður fjallað um þessa kvikmynd og gagnrýni á hana, en flestir sem nokkra þekkingu hafa á loftslagsmálum hafa séð að í myndinni er margt mjög orðum aukið. Al Gore er stjórnmálamaður en ekki vísindamaður í loftslagsfræðum, en hann hefði gjarnan mátt vanda sig betur. Margar vitleysurnar í myndinni eru það augljósar að jafnvel unglingsstúlkan Kristen Byrnes sá í gegn um þær 

Dómurinn var felldur í fyrradag 10. október.  Í dómnum kemur fram að dreifa megi kvikmyndinni til skóla í Englandi, ef og aðeins ef, henni fylgja athugasemdir sem útskýra þær vísindalegu villur sem eru í myndinni.

Ríkisstjórnin hafði óskað þess að fá að dreifa myndinni í þúsundum eintaka til skóla, en einu foreldri þótti sem verið væri að "heilaþvo" börnin og fór með málið fyrir dómsstóla.

 

 

Hér fyrir neðan er lausleg þýðing á niðurstöðu dómarans, en enski textinn látinn halda sér með smærra letri svo ekkert fari milli mála. (Sjá Times Online). Þetta er aðeins úrdráttur úr dómnum sem lesa má í heild sinni hér.

Dómarinn taldi upp níu villur í dóm sínum:

Villa 1:
Mynd Al Gore: Í "næstu framtíð" mun bráðnun Grænlandsjökuls eða Vestur-Suðurskautslandsins valda 7 metra hækkun sjávarborðs. A sea-level rise of up to 20 feet would be caused by melting of either West Antarctica or Greenland "in the near future".
Dómarinn: Þetta er greinilega orðum aukið til að vekja athygli. Það er viðurkennt að bráðnun Grænlandsjökuls myndi valda þesari hækkun sjávarborðs, en aðeins eftir þúsund ár.  "This is distinctly alarmist and part of Mr Gore's "wake-up call". It was common ground that if Greenland melted it would release this amount of water - "but only after, and over, millennia."

Villa 2:
Mynd Al Gore: Þegar er farið að flæða yfir byggð kóralrif í Kyrrahafi vegna hnatthlýnunar af mannavöldum. Low-lying inhabited Pacific atolls are already "being inundated because of anthropogenic global warming."
Dómarinn: Það er ekkert sem bendir til þess að nokkur fólksflótti hafi átt sér stað.   There was no evidence of any evacuation having yet happened.

Villa 3:
Mynd Al Gore:  Í fræðslumyndinni er því lýst hvernig hnatthlýnun geti stöðvað Golfstrauminn í Atlantshafinu. The documentary described global warming potentially "shutting down the Ocean Conveyor" - the process by which the Gulf Stream is carried over the North Atlantic to Western Europe.
Dómarinn: Samkvæmt skýrslu Nefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (Intergovernmental Panel on Climate Change - IPCC) er mjög ólíklegt að hann stöðvist, en það gæti hægt á honum. According to the Intergovernmental Panel on Climate Change (IPCC), it was "very unlikely" it would be shut down, though it might slow down.

Villa 4:
Mynd Al Gore: Hann sýnir í kvikmyndinni tvo ferla, annan sem sýnir aukningu koltvísýrings (CO2) og hinn hækkun hitastigs í 650.000 ár og fullyrðir að ferlarnir sýni nákvæma samsvörun. He asserted - by ridiculing the opposite view - that two graphs, one plotting a rise in C02 and the other the rise in temperature over a period of 650,000 years, showed "an exact fit".
Dómarinn: Þó það sé almennt álit vísindamanna að það sé samband þarna á milli, þá sé það ekki í þá veru sem Gore vill gefa til kynna. Although there was general scientific agreement that there was a connection, "the two graphs do not establish what Mr Gore asserts".

Villa 5:
Mynd Al Gore: Hnatthlýnun er kennt um að snjór í Kilimanjaro fjalli hafi farið minnkandi. The disappearance of snow on Mt Kilimanjaro was expressly attributable to global warming.
Dómarinn: Það er ekki í samræmi við almennt vísindalegt álit að hörfun snævar í Kilimanjarofjalli sé að kenna hnatthlýnun af mannavöldum. This "specifically impressed" David Miliband, the Environment Secretary, but the scientific consensus was that it cannot be established that the recession of snows on Mt Kilimanjaro is mainly attributable to human-induced climate change.

Villa 6:
Mynd Al Gore: Uppþornun Chad vatns er í kvikmyndinni notað sem dæmi um hamfarir af völdum hnatthlýnunnar, sagði dómarinn. The drying up of Lake Chad was used in the film as a prime example of a catastrophic result of global warming, said the judge.
Dómarinn: Það er almennt viðurkennt að ónógar sannanir séu fyrir hendi til að styðja þannig tengsl. Það er álitið miklu líklegra að ástæðurnar sé aðrar, svo sem fólksfjölgun og ofbeit, svo og staðbundnar loftslagsbreytingar. It is generally accepted that the evidence remains insufficient to establish such an attribution. It is apparently considered to be far more likely to result from other factors, such as population increase and over-grazing, and regional climate variability."

Villa 7:
Mynd Al Gore: Hnatthlýnun er kennt um fellibylinn Katrínu og eyðileggingu hans í New Orleans. Hurricane Katrina and the consequent devastation in New Orleans to global warming.
Dómarinn: Það eru ónógar sannanir til að sýna fram á það. There is "insufficient evidence to show that".

Villa 8:
Mynd Al Gore: Vísar til nýrrar vísindarannsóknar sem sýnir, að í fyrsta sinn hafi ísbirnir fundist sem hafi drukknað eftir að hafa synt langa leið - allt að 100 km - í leit að ís. Referred to a new scientific study showing that, for the first time, polar bears were being found that had actually drowned "swimming long distances - up to 60 miles - to find the ice".
Dómarinn: Eina vísindarannsóknin sem báðir málsaðilar hafa getað fundið er ein sem gefur til kynna að fjórir ísbirnir hafi nýlega fundist drukknaðir vegna storms. Það segir þó ekkert um að í framtíðinni megi finna birni sem hafa drukknað ef íshellan heldur áfram að hopa, en það styður greinilega ekki lýsingu herra Gore. "The only scientific study that either side before me can find is one which indicates that four polar bears have recently been found drowned because of a storm." That was not to say there might not in future be drowning-related deaths of bears if the trend of regression of pack ice continued - "but it plainly does not support Mr Gore's description".

Villa 9:
Mynd Al Gore: Kóralrif um allan heim hafa breytt um lit (orðið ljósari) vegna hnatthlýnunnar og annarra áhrifa. Coral reefs all over the world were bleaching because of global warming and other factors.
Dómarinn: IPCC (Nefnd Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar) hefur sagt í skýrslu sinni, að ef hitinn hækkaði um 1-3 gráður Celcius, þá yrði meira um litbreytingar og dauða kóralla, nema kórallinn gæti aðlagast. En það væri erfitt að aðgreina áreiti vegna loftslagsbreytinga annars vegar og áreiti vegna annarra áhrifa, svo sem ofveiði og mengunar. The IPCC had reported that, if temperatures were to rise by 1-3 degrees centigrade, there would be increased coral bleaching and mortality, unless the coral could adapt. But separating the impacts of stresses due to climate change from other stresses, such as over-fishing, and pollution was difficult.

 

Svo mörg voru þau orð. Hér fyrir neðan eru nokkrar krækjur að fréttum og öðru sem varða málið.

 

Í dag hafa svo borist fréttir um að Al Gore hafi ásamt IPCC hlotið friðarverðlaun Nóbels. Til hamingju.

 

Bloggarinn er hér eingöngu að kynna dóm sem féll í fyrradag, en leggur sjálfur ekki dóm á málið.

Vill einhver deila við dómarann, eða ræða málin frekar?  Orðið er laust.  

 

Dómurinn í heild sinni sem PDF skjal er hér



Times Online: Al Gore told there are nine inconvienient truths in his film

Business Times Online: Al Gore's inconvenient judgment

The Guardian: Gore's climate film has scientific errors - judge

The Telagraph: Al Gore's 'nine Inconvenient Untruths'


Understanding the court system and tribunals

 

 

LondonHighCourt

 

London High Court 



Hitaveita Suðurnesja verði áfram í meirihlutaeigu sveitarfélaganna

Gufuskiljustöð Reykjanesvirkjunar"Selji Orkuveitan hlut sinn í Hitaveitu Suðurnesja – sem nú er vistaður í Reykjavík Energy Invest – til annars aðila, gætu Reykjanesbær, Hafnarfjörður og Geysir Green Energy nýtt forkaupsrétt sinn, segir Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ. Bæði Árni og Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, líta svo á að þessum málum verði ekki ráðið til lykta án aðildar þeirra".

 

 

Svo segir í frétt Morgunblaðsins í dag 10. október.



Ég vona svo sannarlega að Hitaveitan verði áfram í meirihlutaeigu sveitarfélaganna, og vitna til pistils míns frá 23. september "Einkavæðing orkuveitanna gæti haft alvarlegar afleiðingar um alla framtíð".

Þar segir m.a.:

"Nú á dögum gerast atburðirnir svo hratt að við náum ekki að fylgjast með. Við höfum enga hugmynd um það sem verið er að gera bakvið tjöldin. Við vöknum stundum upp við það að búið er að ráðstafa eignum þjóðarinnar, án þess að eigandinn hafi nokkuð verið spurður um leyfi...

Okkur ber skylda til að hugsa um hag komandi kynslóða.  Börn okkar og barnabörn hljóta að eiga það skilið af okkur,  að við sem þjóð glutrum ekki öllum okkar málum útum gluggann vegna skammtímasjónarmiða og peningagræðgi....

Orkuveitunum fylgja auðlindir sem fjársterkir aðilar girnast.  Þessar auðlindir eru þjóðareign sem okkur ber að varðveita sem slíkar fyrir komandi kynslóðir".

 

Nú gefst skynsömum mönnum tækifæri til að snúa málunum til betri vegar. 

Reynsla okkar af kvótakerfinu á að geta verið okkur næg lexía til að standa vörð í þessum efnum. 

Kjarni málsins er sá, að auðlindirnar eiga að vera að vera eign þjóðarinnar.

 

Stefna Hitaveitunnar hefur verið "að vera best rekna orkufurirtæki landsins". Það hefur HS staðið við hingað til.

 


mbl.is Undrun á sölu hlutarins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Upphaf geimaldar 1957. Spútnik 50 ára í dag 4. október

Sputnik-1

 

Fyrir réttum 50 árum, 4. október 1957, skutu Rússa á loft litlum gervihnetti sem þeir kölluðu Spútnik. Spútnik þýðir "ferðafélagi".  Óhætt er að segja að þá hafi heimurinn breyst og aldrei orðið samur síðan. Kapphlaupið um geiminn var hafið. Geimskotið varð til þess að NASA var stofnað  1958.

Mikil skelfing greip um sig í Bandaríkjunum, en geimskotið kom öllum í opna skjöldu. Ljóst var að Rússar réðu yfir eldflaug sem borið gat kjarnorkusprengju heimsálfa á milli. Ekki er að undra að Bandaríkjamenn tóku atburðinn mjög alvarlega og lögðu mikið fé í rannsókir og tilraunir með eldflaugar.

Rússar höfðu ótvíræða forystu í geimferðum í mörg ár. Meðal annars sendu Þeir fyrsta geimfarann á braut um jörðu og fóru í fyrstu geimgönguna. Bandaríkjamenn fóru þó að saxa á forskotið. Kennedy hét því árið 1961 að maður yrði sendur til tunglsins áður en áratugurinn væri liðinn. Við þar var staðið eins og allir vita. 

Ég man vel eftir þessum tíma og hve ég var spenntur.  Fór út í garð eldsnemma morguns og sá Spútnik svifa yfir himininn eins og stjörnu sem var á fleygiferð beint fyrir ofan. Atburðurinn greyptist í minni stráksins unga. Man þetta nánast eins og það hefði gerst í gær.

Aðeins mánuði síðar sendu Rússar annan gervihnött á loft, Spútnik 2.  Nú með hundinn Laiku innanborðs.  

 

 

Krækjur:

Vefsíða NASA í tilefni afmælisins

Spútnik 50 ára, grein eftir Óla Tynes 

Astronomy Picture of the Day 

Mynd af geimskotinu 

Grein í New York Times

Sonur Krústjoffs rifjar upp atburðinn

Svona hljómaði útsendingin frá Spútnik 

The True Story of Laika the Dog 

Sergey Korolyov, aðalhönnuður geimferðaáætlunar Sovétríkjanna


Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggið

Ginnungagap

Ýmislegt

Loftslag

Click to get your own widget

Teljari

free counters

Álverð

http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0

Sólin í dag:

(Smella á mynd)

.

Olíuverðið í dag:

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.3.): 24
  • Sl. sólarhring: 153
  • Sl. viku: 247
  • Frá upphafi: 761644

Annað

  • Innlit í dag: 24
  • Innlit sl. viku: 225
  • Gestir í dag: 24
  • IP-tölur í dag: 18

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband