Færsluflokkur: Mannréttindi

Bjarni Benediktsson: Réttlætismál aldraðra

 

Grein í Morgunblaðinu:

Réttlætismál aldraðra

 

Eftir Bjarna Benediktsson

BB-mynd1"“Frelsi einstaklingins til að ráða sínum málum sjálfur, afla sér tekna og verja þeim að vild á ekki að ljúka þegar lífeyrisaldri er náð.”

Um daginn hitti ég mann sem er kominn yfir sjötugt. Hann sagði mér að hann væri hættur að vinna – aftur. Hann hafði hætt þegar hann komst á aldur en síðustu ár hefur orðið heldur þrengra í búi hjá honum og konu hans og þess vegna tók hann því feginshendi þegar honum bauðst vinna hjá sama vinnuveitanda og áður. Vinnan var ekki mikil og launin þannig séð ekki heldur, en hann hugsaði sem svo að það munaði um allt og svo var líka ánægjulegt að fara reglulega út úr húsi, starfið var skemmtilegt og vinnufélagarnir líka.

Hver var ávinningurinn?

Ekki leið á löngu þar til hann áttaði sig á því að þrátt fyrir að launin næmu 80.000 krónum á mánuði, jukust ráðstöfunartekjurnar ekki um nema rúmar 4.000 krónur á viku. Að hans sögn skilaði vinnan vegna skerðinga innan við 20.000 krónum betri stöðu í lok mánaðar. Þrátt fyrir að þessi maður hefði ánægju af starfinu og fengi þó meira en ella í vasann, sagði hann upp. Hann sagði að það hefði verið hæpið að það svaraði kostnaði fyrir hann að sækja vinnu enda fylgja því alltaf einhver útgjöld, ekki síst þegar aka þarf talsverða vegalengd, eins og í þessu tilviki, með bensínverðið eins og það er.

Þarna er maður, góður í sínu fagi, sem getur lagt til verðmæta þekkingu og nýtur þess að vera virkur á vinnumarkaði. En – honum sárnaði virðingarleysið sem fólst í því að skerða tekjur hans með þessum hætti og hvatinn til þess að vinna gufaði upp.

Ástæðan er sú að árið 2009 voru tekjumöguleikar aldraðra skertir með því að afnema rétt fólks yfir sjötugu til að vinna fyrir launum sem þessum án þess að það hefði áhrif á bætur.

Sé fólk í þeirri stöðu að geta og vilja vinna á það að hafa möguleika á því án þess að skerðingar bóta leiði til þess að allur hvati sé af því tekinn. Hér gæti einhver sagt að bætur væru einungis fyrir þá sem þurfa á þeim að halda og engar hafa tekjurnar. Það er rétt svo langt sem það nær en það er fleira sem hangir á spýtunni. Ef of langt er gengið í skerðingum upplifir fólk hvorki tilgang né sanngirni í þeim stuðningi sem stjórnvöld veita. Við verðum að gera kröfu um að lög og reglur styðji við sjálfshjálp, tryggi umbun fyrir að leggja sig fram og festi ekki aldraða í fátæktargildrum.

Þungar byrðar á aldraða

En þetta er ekki það eina sem hefur rýrt kjör eldri borgara á þessu kjörtímabili.

Tekjutengingar vegna maka- og fjármagnstekna hafa verið stórauknar. Grunnlífeyrir hefur verið skertur og stór hópur sem áður fékk slíkan lífeyri gerir það ekki í dag. Bætur hafa ekki haldið í við verðlag.

Þegar metnar eru breytingar á fjárlögum innan líðandi kjörtímabils kemur í ljós að aldraðir standa undir um 10% varanlegs niðurskurðar í ríkisrekstrinum. Samtals má áætla að ríkisstjórnin hafi dregið úr greiðslum til málaflokksins um a.m.k. 13 milljarða. En aldraðir hafa að sjálfsögðu ekki, frekar en aðrir þjóðfélagshópar, sloppið við skattastefnuna og þannig er sótt að þeim úr tveimur áttum.

Fjöldi eldri borgara, sem hafa orðið fyrir barðinu á svonefndum auðlegðarskatti, hefur litlar eða engar tekjur til að standa undir slíkum greiðslum. Um 300 manns með tekjur undir 80.000 krónum á mánuði reiddu fram 430 milljónir í þennan skatt árið 2011. Þennan skatt þarf að afnema hið fyrsta.

Sjálfstæðisflokkurinn ætlar einnig að afturkalla þá kjaraskerðingu, sem eldri borgarar og öryrkjar urðu fyrir 1. júlí 2009. Skerðingum vegna greiðslna á ellilífeyri, krónu fyrir krónu, verður hætt og hann leiðréttur til samræmis við þær hækkanir sem orðið hafa á lægstu launum síðan í ársbyrjun 2009.

Réttlætismál

Sjálfstæðisflokkurinn mun bæta stöðu aldraðra. Draga aftur úr tekjutengingum og hjálpa fólki til sjálfshjálpar með því að leyfa öllum yfir 70 ára aldri að afla sér tekna án skerðinga. Hækka að nýju lífeyrisgreiðslur, tryggja að aldraðir á dvalarheimilum haldi fjárhagslegu sjálfstæði og eyða þeirri mismunun sem birst hefur í aðgerðum stjórnvalda undanfarin ár.

Frelsi einstaklingins til að ráða sínum málum sjálfur, afla sér tekna og verja þeim að vild á ekki að ljúka þegar lífeyrisaldri er náð. Aldraðir eiga að njóta efri áranna með reisn. Þeir eiga að hafa raunverulegt val um hvernig þeir haga lífi sínu, hvort sem það felst í að búa á dvalarheimili eða í eigin húsnæði, stunda vinnu eða ekki.

Það er réttlætismál að veita öldruðum raunverulegt frelsi til að njóta ávaxta ævistarfs síns. Í þágu þess réttlætismáls ætlar Sjálfstæðisflokkurinn að vinna".

Morgunblaðið 9. apríl 2013
Eftir Bjarna Benediktsson
http://www.mbl.is/greinasafn/grein/1461472

 --- --- ---

 

Við hljótum öll að taka undir skrif Bjarna Benediktssona.  Við bíðum þó enn eftir efndunum, en nú er lítill tími til stefnu. Tíminn líður hratt, og enginn vill trúa því að Bjarni standi ekki við orð sín...    Líklega hefur Bjarni bara gleymt þessu, og er Morgunblaðsgreinin birt hér til að minna á þetta loforð. Auðvitað mun hann kippa þessu í liðinn hið snarasta.

...En, skyldi Bjarni gleyma þessu fram yfir kosningar, þá er voðinn vís fyrir Bjarna og flokk hans. Nú er að hrökkva eða stökkva... 

Bjarni: Eldri borgarar og öryrkjar hafa kosningarétt og munar mikið um atkvæði þeirra. Það mikið, að flokkur þinn gæti fengið fleiri atkvæði í kosningunum en sá flokkur sem nú hefur meira fylgi í skoðanakönnunum. -Það er að segja ef þú klárar málið strax á allra næstu vikum.  
Sem sagt,   í næstu ríkisstjorn eða ekki...  Þitt er valið wink

 

 

 

 

 

 


Seðlabankinn hækkaði stýrivexti um 22% í sumar...

 

man-with-percent-sign

 

 

 

Á sama tíma og laun hækkuðu almennt um 3,5% hækkaði Seðlabankinn stýrivexti um 22% á tveggja mánaða tímabili.



Stýrivextir hafa því hækkað rúmlega sex sinnum meira á tveim mánuðum en laun þorra landsmanna.

 

Hækkun stýrivaxta frá 4,5% í 5,5% er nefnilega ekki
1% hækkun, heldur 22%.


Því er spáð að stýrivextir verði komnir í 6,25% í lok árs. 
Hve mikið hækkun verður það frá því í sumar?
1,75% hækkun eða 39% hækkun á hálfu ári?

 



Kjarninn: Spá hraðri hækkun stýrivaxta á næstu misserum

 

  


Það á ekki að refsa eldri borgurum...

 

 

Eldri borgarar
 

 

Nú eru aðeins fáeinar vikur þar til  ríkisstjórnin undir forsæti Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingríms J Sigfússonar leggur niður störf.

Ríkisstjórnin hefur ítrekað líkt sér við norræna velferðarstjórn, og því verður að gera ráð fyrir að hún hætti að níðast á eldri borgurum á Íslandi. 

Jóhanna og Steingrímur: Sýnið nú hvað í ykkur býr! 

Leiðréttið skerðingu á kjörum aldraðra áður en þið farið frá.

Þið getið ekki verið þekkt fyrir annað.

Ef ykkur er annt um orðstír ykkar, þá verðið þið að bregðast strax við!

 

 

 

Aðalfundur Félags eldri borgara í Reykjavík var haldinn föstudaginn 15. febrúar s.l.  Morgunblaðið birti eftirfarandi frétt af fundinum. (Leturbreyting bloggarans):

 

"Það á ekki að refsa eldri borgurum"

Félag eldri borgara í Reykjavík, FEB, krefst þess að lífeyrir aldraðra frá almannatryggingum verði leiðréttur strax til samræmis við kauphækkanir láglaunafólks.

FEB krefst þess einnig að sú skerðing á kjörum aldraðra, sem ríkisstjórnin ákvað frá 1. júlí 2009 verði strax afturkölluð.

„Kjararáð hefur afturkallað kauplækkun ráðherra, þingmanna og embættismanna með gildistíma frá  1.október 2011. Ríkisstjórnin verður að veita öldruðum sams konar leiðréttingu,“ segir í ályktun aðalfundar FEB sem haldinn var síðastliðinn föstudag.

„FEB telur að greiðslur úr lífeyrissjóði eigi ekki að skerða lífeyri frá almannatryggingum. Þegar lífeyrissjóðir voru stofnaðir var gert ráð fyrir því, að lífeyrir úr þeim yrði til viðbótar lífeyri frá almannatryggingum og myndi því ekki skerða bætur almannatrygginga,“ segir í ályktuninni 

Þá er þess krafist að frítekjumark vegna greiðslna úr lífeyrissjóði verði strax  hækkað.

„En í næsta áfanga verði skerðing tryggingabóta vegna lífeyrissjóðs afnumin með öllu. Við afturköllun á kjaraskerðingu frá 1. júlí 2009 verður hætt að reikna greiðslur úr lífeyrissjóði með tekjum við útreikning á grunnlífeyri almannatrygginga. Hækka þarf einnig verulega frítekjumark vegna fjármagnstekna og atvinnutekna. Það á ekki að refsa eldri borgurum fyrir að spara eða vinna.“

 

Lífeyrir verði samkvæmt neyslukönnun Hagstofunnar

FEB telur að  stefna eigi að því að hækka lífeyri aldraðra frá almannatryggingum í áföngum í upphæð sem samsvarar meðaltalsútgjöldum einstaklinga og heimila samkvæmt neyslukönnun Hagstofunnar.

„Samkvæmt síðustu neyslukönnun Hagstofunnar (des. 2012) eru meðaltalsútgjöld einhleypinga 295 þús kr. á mánuði eftir að tekið hefur verið tillit til hækkunar neysluverðs frá því, að könnunin var gerð. Hvorki skattar né afborganir og vextir er  innifalið í tölu Hagstofunnar og lyfjakostnaður vanáætlaður. En hæsti lífeyrir einhleypra ellilífeyrisþega  (framfærsluviðmið- lágmarksframfærslutrygging) frá TR er 180 þús. kr. á  mánuði eftir skatta. Það vantar því  115 þús. kr. á mánuði upp á að  lífeyrir almannatrygginga dugi fyrir neysluútgjöldum þessara einstaklinga. En aðeins mjög lítill hópur eldri borgara nýtur  framfærsluviðmiðs Tryggingastofnunar að fullu. Lífeyrir annarra ellilífeyrisþega frá TR er mikið lægri.“

 

Endurskoðun kemur ekki í stað kjaraleiðréttingar

Aðalfundurinn bendir á að endurskoðun almannatrygginga komi ekki í stað kjaraleiðréttingar vegna kjaraskerðingar og kjaragliðnunar krepputímans. „Það verður eftir sem áður að leiðrétta kjör aldraðra strax og afturkalla  kjaraskerðinguna frá 1. júlí 2009. Grunnlífeyrir er nú 34 þús. kr. á mánuði. Þeir sem misstu hann 2009 eiga að fá hann aftur nú að öðru óbreyttu.“

Þá mótmælir FEB harðlega hækkun Reykjavíkurborgar á ýmsum þjónustugjöldum aldraðra, til dæmis fyrir mat og á akstri.

 

 
 


mbl.is „Það á ekki að refsa eldri borgurum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vextir af húsnæðislánum í Bretlandi eru í dag um 2,2% - óverðtryggt !

Íslensk fjölskylda sem bloggarinn þekkir vel var að endurnýja húsnæðislánið vegna íbúðar í Bretlandi þar sem fjölskyldan á lítið húsnæði.

Vextir af láninu eru 1,7% yfir stýrivöxtum sem eru 0,5%, eða 2,2% samtals.

Lánið er óverðtryggt. Segjum til einföldunar að mánaðarlegar afborganir séu um 1000 pund, sem er ekki mjög fjarri lagi. Af þessum 1000 pundum fara því um 22 pund í vexti. Sjálfsagt er einhver innheimtukostnaður eins og gengur og gerist, en staðreyndin er sú að í hverjum mánuði lækkar höfuðstóllinn um rúmlega 900 pund.


Hverjir eru raunvextir um þessar mundir af húsnæðislánum hér á landi, þ.e. vextir + vísitöluálag?

Ef þú greiðir 100.000 krónur á mánuði í afborgun og ert með nýlegt lán, hve mikið fer af þeirri upphæð til að greiða niður höfðstólinn?
(Ætli það sé um 90.000 krónur eins og það er hlutfallslega í Englandi, eða getur verið að það sé ekki mikið meira en 9.000 krónur? Humm...).

 

Hvaða ályktun getum við dregið af þessu?

 

Bank of England: Current Bank Rate 0,5%. Sjá hér.

Umrætt lán er af gerðinni Offset Tracker hjá First Direct.

 

 

 


Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggið

Ginnungagap

Ýmislegt

Loftslag

Click to get your own widget

Teljari

free counters

Álverð

http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0

Sólin í dag:

(Smella á mynd)

.

Olíuverðið í dag:

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.12.): 10
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 70
  • Frá upphafi: 764727

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 46
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband