Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2009

Vanþekking almennings í Hollandi og Bretlandi á aðdraganda Icesave málsins...

 


 

Í dag kom í heimsókn til mín hollensk fjögurra manna fjölskylda sem er á viku ferðalagi um Suðurlandsundirlendið. Maðurinn er jarðeðlisfræðingur og konan hjúkrunarfræðingur. Með þeim voru í för tveir synir um ellefu og þrettán ára. Mjög viðfelldið fólk með góða menntun. Þau voru hér í fyrsta skipti, en eiginmaðurinn hafði verið víða um heim starfs síns vegna. Ég gæti því trúað að þetta fólk ætti að hafa betri upplýsingar um heimsmálin en margir aðrir útlendingar, enda skein það í gegn þegar spjallað var um heima og geima...

... Samtalið snérist smá stund að Icesave málinu.  Í ljós kom að þau höfðu lagt allstóra fjárhæð, hluta af arfi, inn á Icesave reikning í Hollandi. Í fyrstu blasti ekki annað við en þessi verulega fjárhæð væri töpuð, en hollenska ríkisstjórnin hefur bætt þeim skaðann að fullu.  Þetta viðfellda fólk bar því ekki neinn kala til Íslendinga, að því er ég gat skynjað. Og þó. Eitthvað lá í loftinu.

Í ljós kom að þau höfðu alla tíð staðið í þeirri meiningu að íslenska ríkið stæði að baki Icesave, þetta hefði jú verið sjálfur Landsbankinn = The National Bank of Iceland. Gamalgróinn banki stofnaður árið 1885.    "Safe and secure", eins og stendur í auglýsingunni hér að ofan.

Ég sagði þeim í fáeinum orðum frá því hvernig í pottinn væri búið. Sagði þeim frá einkavæðingu bankanna árið 2003, eigendum bankanna og hvernig þeir hefðu gengið í sjóði bankanna og lánað sér og vildarvinum skefjalaust gegn ónýtum veðum. Sagði þeim frá því hvernig þessir sömu menn hefðu stofnað fjölmörg fyrirtæki hér á landi og erlendis, meðal   annars í skattaskjólum. Sagði frá krosstengdri eignaaðild. Sagði þeim frá því að um 30 þekktir Íslendingar ættu nánast alla sök á fjármálahruninu á Íslandi.

Þetta ágæta vel menntaða fólk kom af fjöllum.   Þessa hlið málsins hafði það aldrei heyrt um. Það stóð greinilega enn í þeirri trú að íslenska ríkið , og þar með íslenska þjóðin, ætti sök á Icesave hörmungunum. Nú vissu þau betur, en hvað um alla hina? Vita milljónir Hollendinga og Breta nokkuð um bakgrunn málsins?

Við skildum auðvitað mestu mátar, enda var umræðan um Icesave aðeins lítill hluti kaffispjallsins, en mér var brugðið. Eitthvað mikið var greinilega að.

 

Það er alveg kristaltært að Hollenskur og Breskur almenningur hefur ekki hugmynd um hvað gerðist á Íslandi. Það er mjög líklegt að sama gildi um þarlenda ráðamenn. Er það nokkur furða? Ég minnist þess ekki að hafa séð nokkrar upplýsingar ætlaðar útlendingum um bankahrunið á íslandi og aðdraganda þess.  Það er örugglega ástæðan fyrir þessum mikla misskilningi um ábyrgð íslenska ríkisins. Þetta var jú sjálfur Landsbankinn - The National bank of Iceland sem stóð að Icesave.

Nú verður að eyða þessum misskilningi meðal útlendinga strax. Ekki seinna en strax. Það er nánast öruggt að misskilningurinn og vanþekkingin er ekki bundin við Englendinga og Hollendinga. Það þarf að koma réttum upplýsingum sem víðast. Það þarf að nota allar mögulegar fréttaveitur, og ekki síst netið. Það ætti að vera hægðarleikur að senda hæfilega langa fréttatilkynningu til helstu fréttastofa heimsins og stærstu fjölmiðla. Hafa fréttina þannig að fréttamenn geti birt hana óbreytta. Þetta er þó ekki nóg. Það þarf að nýta öll diplómatísk, persónuleg og viðskiptaleg sambönd til hins ýtrasta til að reyna að afla okkur skilnings og velvilja. Eyða misskilningi og vanþekkingu.  Það þarf að gerast strax.

 

Mikilvægast af öllu er þó að fá hjól atvinnulífsins til að snúast. Það er forsenda þess að þjóðarskútan komist á flot. Mörg arðbær og mannaflsfrek verkefni bíða þess að traust alþjóðasamfélagsins á Íslendingum komist í lag, en  nú er traustið á okkur ekkert. Jafnvel minna en ekkert. - Okkur er að blæða út.


Hlýindin miklu fyrir 1000 árum ...

 

070302_viking_ship_02.jpg

 

Flestir vita hve tíðarfar var hagstætt þegar norrænir menn tóku sér bólfestu á Íslandi og Grænlandi. Við getum jafnvel þakkað það þessum hlýindum að landið var numið af forfeðrum okkar. Það hlýtur því að vera áhugavert fyrir okkur Íslendinga að vita nánar um hvernig ástandið var hér á landi, og einnig annars staðar á þessum tíma. Undanfarna áratugi höfum við einnig notið mildrar veðráttu og getum því nokkuð ímyndað okkur ástandið fyrr á tímum.

Það gæti verið fróðlegt að fræðast aðeins um hnatthlýnunina fyrir árþúsundi. Vörpum fram nokkrum spurningum og leitum svara:

 - Var hlýrra eða kaldara á miðöldum fyrir um 1000 árum en í dag?

 - Hve mikið hlýrra eða kaldara var þá en í dag?

 - Voru þessi hlýindi hnattræn eða bara bundin við norðurslóðir?

 

Hvernig er hægt að fá svar við þessum spurningum? 

Á vef CO2 Science hefur um alllanga hríð verið kynning á verkefni sem kallast Medieval Warm Period Project. Verkefnið fer þannig fram að skoðaðar eru fjölmargar vísindagreinar þar sem rannsóknir gefa hugmynd um hitafarið á þessu tíma og niðurstöður metnar m.a. með tilliti til ofangreindra spurninga. Niðurstöður eru skráðar í gagnagrunn sem aðgengilegur er á netinu.

Þetta er gríðarlega mikið verkefni. Í dag eru í gagnagrunninum gögn frá 716 vísindamönnum hjá 417 rannsóknarstofnunum í 41 landi, en þar á meðal eru íslenskir vísindamenn hjá íslenskum stofnunum. Reglulega bætast nýjar greinar í safnið.

Auðvitað er ekki hægt að meta hitastigið beint, en með því að meta vaxtarhraða trjáa út frá árhringjum, vaxtarhraða lífvera í vötnum og sjó skv. setlögum, mæla hlutfall samsæta í borkjörnum, osfrv. er hægt að fara nærri um hvernig hitafarið á viðkomandi stað var. Þetta eru því óbeinar hitamælingar, eða það sem kallast proxy.

Vandamálið er meðal annars að til er aragrúi rannsóknaskýrslna og greina eftir fjölda vísindamanna sem líklega enginn hefur haft yfirsýn yfir fyrr en Dr. Craig Idso, Dr.Sherwood Idso og Dr. Keith Idso réðust í það verkefni að rýna þennan fjölda vísindagreina og flokka niðurstöður.

Kosturinn við þessa aðferðafræði er auðvitað að hér er fyrst og fremst  um að ræða niðurstöðu viðkomandi vísindamanna sem framkvæmdu rannsóknirnar, en álit þeirra sem rýna vísindagreinarnar skipta minna máli. Komi upp vafamál varðandi mat þeirra er alltaf hægt að fara í frumheimildir sem getið er um. 

 

Verkefninu er ekki lokið, en hver er staðan í dag? 

 

--- --- ---

 

mwpqualitative.gif
 
Figure Description: The distribution of Level 2 Studies that allow one to determine whether peak Medieval Warm Period temperatures were warmer than (red), equivalent to (green), or cooler than (blue), peak Current Warm Period temperatures.
 
Sjá hér.
 
 
Var hlýrra eða kaldara á miðöldum fyrir um 1000 árum en í dag?
 
Hér táknar MWP Medieval Warm Period, þ.e. hlýindin fyrir um árþúsundi, og CWP Current Warm Period, þ.e. hlýindin undanfarna áratugi.
 
Á lóðrétta ásnum er fjöldi einstakra rannsókna.
 

MWP<CWP: Niðurstöður rannsókna sem gefa til kynna kaldara hafi verið fyrir árþúsudi en í dag.
MWP=CWP: Niðurstöður sem gefa til kynna að álíka hlýtt hafi verið á þessum tveim tímaskeiðum.
MWP>CWP: Niðurstöður rannsókna sem gefa til kynna að hlýrra hafi verið á miðöldum en undanfarið.

Yfirgnæfandi meirihluti rannsókna gefur til kynna að hlýrra hafi verið á miðöldum en í dag.

 
 --- --- ---
 
 
 
mwpquantitative.gif

Figure Description: The distribution, in 0.5°C increments, of Level 1 Studies that allow one to identify the degree by which peak Medieval Warm Period temperatures either exceeded (positive values, red) or fell short of (negative values, blue) peak Current Warm Period temperatures.

 Sjá hér

 Hve mikið hlýrra eða kaldara var þá en í dag?

Hér er eins og á fyrri myndiniin fjöldi rannsókna sem gefa ákveðna niðurstöðu á lóðrétta ásnum. Flestar rannsóknir gefa til kynna að á tímabilinu hafi verið um 0,5 gráðum hlýrra en undanfarið, en dreifingin er allnokkur.

Það virðist hafa verið heldur hlýrra á miðöldum en undanfarið, eða sem nemur rúmlega hálfri gráðu Celcius.

 --- --- --- 

 


 This is the main TimeMap window.  Use the zoom or pan tools from the toolbar above it to focus on different parts of the world where MWP studies have been conducted.  Call up information pertaining to a single study by clicking the pointer on the symbol representing it.  Drag a box around multiple symbols and a new attribute window will open that contains information about the MWP at each of the enclosed locations.

 Voru þessi hlýindi hnattræn eða bara bundin við norðurslóðir?

Sjá hér.

Á  vef CO2Science er mjóg áhugavert gagnvirkt kort eins og myndin sýnir.
Kortið er beintengt stórum gagnagrunni.
Einn punktur er fyrir hverja rannsókn sem hefur verið rýnd og flokkuð (7 punktar við ísland). Með því að smella á viðkomandi punkt er hægt að sjá ýmsar upplýsingar.


Kortið ásamt ítarlegum útskýringum er hér.

Miklar upplýsingar eru tengdar þessu gagnvirka korti, miklu meiri en svarið við þeirri einföldu spurningu sem bloggarinn varpaði fram, þ.e. hvort um hnattrænt fyrirbæri hafi verið að ræða.

Þegar þetta kort er skoðað vel og hvað liggur þar að baki virðist einhlítt að um hnattræn hlýindi hafi verið að ræða.

 

 

Hvað er fjallað um rannsóknir sem tengjast Íslandi á vefnum CO2 Science?

 

Á kortinu eru sjö punktar við Ísland. Því er forvitnilegt að kanna hvað þar er á bakvið. Hér eru fjögur sýnishorn.

Smellið á krækjurnar fyrir neðan myndirnar til að lesa nánar um viðkomandi rannsókn.

 

l2_haukadalsvatn2_876923.gif
 
 
 
Öll greinin um Haukadalsvatn sem vísað er til á vef CO2 Science er hér.
 
---
 
 
l1_lakestora2_877286.gif
 
 
---
 
 
l1_northiceland2.gif

 
---
 
 
l1_icelandicnshelf2.gif
 

  Northern Icelandic Shelf, North Atlantic Ocean

 

 --- --- ---

 

Að lokum: Ætli þessi mynd sem á ættir a rekja til Dr. Craig Lohle sé nokkuð rétt? (grein hér).

 

 

Ferillinn á myndinni sýnir hitafar jarðar síðastliðin 2000 ár eða frá Kristsburði til ársins 1995. Þetta er meðaltal 18 rannsókna á hitafari jarðar sem Dr. Craig Loehle hefur tekið saman og birti í ritinu Energy & Environment í nóvember árið 2007. Engin þessara 18 rannsókna byggir á árhringjum trjáa enda telur Loehle árhingi vera ónákvæman mælikvarða þar sem margt annað en hitastig hefur áhrif á trjávöxtinn. Lengst til hægri á ferlinum hefur Dr. Roy W. Spencer, sem sér um úrvinnslu mæligagna um hitafar jarðar frá gervihnöttum,  teiknað inn hitaferil frá Bresku veðurstofunni sem sýnir meðalhita jarðar frá árinu 1850 til ársins 2007. Höfundur pistilsins íslenskaði skýringar á línuritinu sem Dr. Spencer birtir á vefsíðu sinni. Samanlagt sýna því ferlarnir hitafar jarðar frá árinu 1 til ársins 2007. Hlýindin á miðöldum eru greinileg, þá kemur litla ísöldin og svo aftur hlýindin síðustu áratugina.

 

Hingað til hafa menn aðeins getað vitnað í stöku rannsóknir, en hér er búið að safna saman og flokka niðurstöður 716 vísindamanna hjá 417 rannsóknarstofnunum í 41 landi. Hér eru allar tilvísanir fyrir hendi svo auðvelt er að sannreyna allt.


Megin niðurstaðan virðist vera að hlýindin hafi verið hnattræn, og að það hafi verið um hálfri gráðu hlýrra þá en undanfarið, en hlýindin nú eru um 0,7°C meiri en fyrir öld. 

 

Það er því vonandi óhætt að álykta sem svo, þó það komi ekki fram beint í  niðurstöðum Medieval Warm Period Project, að fyrir árþúsundi hafi verið um 1,2°C hlýrra en fyrir árhundraði, að sjálfsögðu með fyrirvörum um mikla óvissu vegna eðli málsins. 

Við vitum að menning blómstraði um þetta leyti á miðöldum. Evrópa var rík vegna ríkulegrar uppskeru, og fólk hafði meiri tíma til að sinna hugðarefnum sínum. Mikil þróun var í vísindum, listum og bókmenntum. Margar dómkirkjur og fagrar byggingar voru reistar í Evrópu. Norrænir menn sigldu um heimshöfin...    Síðan kólnaði verulega þegar Litla ísöldin svokallaða brast á, fátækt, hungur, galdraofsóknir, sjúkdómar tóku við,  en aftur tók að hlýna á síðustu öld...

 

 UPPFÆRT 2014:

Listinn á CO2 Science yfir rannsóknir sem tengjast Íslandi hefur lengst síðan pistillinn var skrifaður árið 2009:

 Lake Stora Viðarvatn, Northeast Iceland

 North Icelandic Shelf

 Northern Icelandic Coast

 Northern Icelandic Shelf, North Atlantic Ocean

 Northern Icelandic Shelf, North Atlantic Ocean

 Lake Haukadalsvatn, West Iceland

 Lake Hvítárvatn, Central Iceland

 Northern Icelandic Shelf, North Atlantic Ocean

 

 

 

ÍTAREFNI:

 
Áslaug Geirsdóttir o.fl.: Loftslagsbreytingar í fortíð og framtíð: saga loftslags rakin í seti íslenskra stöðuvatna

Áslaug Geirsdóttir o.fl: A 2000 year record of climate variations reconstructed from Haukadalsvatn, West Iceland.  Grein í Journal of Paleolimnol

Áhugaverð ritgerð eftir Karl Jóhann Guðnason.
Tengsl htastigs á Íslandi á árunum 1961-2009 við hnattrænar hitastigsbreytingar og NAO (Norður-Atlantshafssveifluna).
Mjög fróðleg og áhugaverð prófritgerð frá Háskóla íslands, Líf og umhverfisvísindadeild.

 

 

Sennileg stærð jökla við landnám:

Glaciers in Iceland 1000 years ago
 Sjá Árbók Landgræðslu ríkisins 1995-1997

 


Er stór hluti hlýnunar síðustu áratuga af völdum náttúruaflanna? Ný grein í Journal of Geophysical Research...

sea-sun.jpg

Það er ekki á hverjum degi sem nýjar ferskar hugmyndir sem hugsanlega eiga eftir að vekja mikla athygli koma fram.

Hér er það hafið en ekki sólin sem kennt er um hitabreytingarnar. Getur verið að sólin hafi áhrif á hafið sem aftur hefur áhrif á lofthjúpinn, eða hefur sólin áhrif á hvort tveggja? Eða er þetta allt okkur mannfólkinu að kenna? Á því hefur bloggarinn enga sérstaka skoðun. Því er ekki að leyna að bloggarinn hefur dálitlar efasemdir um að breytingar í hafinu geti valdið svona langtíma breytingum í hitafari lofthjúpsins, þó svo að skammtímabreytingar (eitt ár eða svo) séu algengar, eins og sannaðist t.d. með El Nino árið 1998. Orkuinnstreymið kemur auðvitað frá sólinni, en á ekki upptök sín í hafinu. Því finnst bloggaranum líklegast að breytingar í sólinni hafi valdið bæði breytingum í hafinu og lofthjúpnum, og því sé þessi samsvörun, sem fram kemur í greininni  sem fjallað er um í þessum pistli, þ.e. milli hafsins og lofthjúpsins. Halo

Í ritrýnda tímaritinu Journal of Geophysical Research, sem gefið er út af American Geophysical Union, var að birtast í gær (23/7) grein sem nefnist Influence of the Southern Oscillation on tropospheric temperature. Úrdráttur (abstract) úr greininni er hér. Þar sem greinin er ritrýnd ætti innihaldið að vera sæmilega áreiðanlegt, en samt er aldrei hægt að treysta ritrýni fullkomlega.

Í niðurlagi greinarinnar segir:

Since the mid-1990s, little volcanic activity has been observed in the tropics and global average temperatures have risen and fallen in close accord with the SOI of 7 months earlier. Finally, this study has shown that natural climate forcing associated with ENSO is a major contributor to variability and perhaps recent trends in global temperature, a relationship that is not included in current global climate models.

Þetta er auðvitað þvert á víðteknar skoðanir. Ekki er því ólíklegt að greinin eigi eftir að valda deilum.

Sjá umfjöllun og umræður á síðu Antony Watts veðurfræðings.

Sjá frétt hjá CNS News.

 ---

Influence of the Southern Oscillation on tropospheric temperature

 

J. D. McLean
Applied Science Consultants, Croydon, Victoria, Australia

C. R. de Freitas
School of Geography, Geology and Environmental Science, University of Auckland, Auckland, New Zealand

R. M. Carter
Marine Geophysical Laboratory, James Cook University, Townsville, Queensland, Australia

Abstract

Time series for the Southern Oscillation Index (SOI) and global tropospheric temperature anomalies (GTTA) are compared for the 1958−2008 period. GTTA are represented by data from satellite microwave sensing units (MSU) for the period 1980–2008 and from radiosondes (RATPAC) for 1958–2008. After the removal from the data set of short periods of temperature perturbation that relate to near-equator volcanic eruption, we use derivatives to document the presence of a 5- to 7-month delayed close relationship between SOI and GTTA. Change in SOI accounts for 72% of the variance in GTTA for the 29-year-long MSU record and 68% of the variance in GTTA for the longer 50-year RATPAC record. Because El Niño - Southern Oscillation is known to exercise a particularly strong influence in the tropics, we also compared the SOI with tropical temperature anomalies between 20°S and 20°N. The results showed that SOI accounted for 81% of the variance in tropospheric temperature anomalies in the tropics. Overall the results suggest that the Southern Oscillation exercises a consistently dominant influence on mean global temperature, with a maximum effect in the tropics, except for periods when equatorial volcanism causes ad hoc cooling. That mean global tropospheric temperature has for the last 50 years fallen and risen in close accord with the SOI of 5–7 months earlier shows the potential of natural forcing mechanisms to account for most of the temperature variation.

Received 16 December 2008; accepted 14 May 2009; published 23 July 2009.

 

Google finnur yfir 700 tilvísanir í greinina frá í gær:  Googlað um greinina.

 

Vilji einhver fá greinina lánaða til skoðunar þá má smella hér

 

 


Lendingin á tunglinu fyrir 40 árum, geimskotin á Íslandi, og ýmislegt annað minnisstætt í frekar léttum dúr...

 

 

 

Bloggarunum er minnisstæður dagurinn fyrir 40 árum þegar menn stigu í fyrsta sinn á tunglið. Jarðneskar geimverur gengu þar um og sendu myndir til jarðar, þó þær sæjust ekki í rauntíma í íslenska sjónvarpinu, ef ég man rétt.  Bloggarinn var þennan dag staddur í gígnum Eldborg á Mýrum, sem er eiginlega ekki ósvipaður tunglgíg... Smile

 

Það er auðvitað mikið fjallað um þennan merkisatburð í fjölmiðlum þessa dagana, þannig að þessi pistill er frekar á persónulegum nótum og fjallar um kynni bloggarans af geimvísindum.  Á Stjörnufræðivefnum  www.stjornuskodun.is er aftur á móti ein besta íslenska umfjöllunin um þennan stórmerkilega atburð.

 

Tvisvar kom hópur verðandi tunglfara til æfinga á Íslandi. Þeir ferðuðust um hálendið í fylgd jarðfræðinganna Guðmundar Sigvaldasonar og Sigurðar Þórarinssonar. Skammt frá Öskju var nafnlaust gil. Sagan segir að þeir félagar hafi gefið því nafnið Nautagil í virðingaskyni við geimfarana. Hvers vegna Nautagil? Auðvitað vegna þess að enska orðið yfir geimfara er astronaut LoL  

 

Það var mikið að gerast í geimferðamálum á þessum árum. Árin 1964 og 1965 var allnokkrum geimflaugum skotið frá Íslandi upp í 440 kílómetra hæð eins og fjallað er um í þessum pistli: Geimskot Frakka á Íslandi ... Iceland Space Center ... Myndir

Bloggarinn var þar staddur í bæði skiptin og tók fjölmargar myndir.

Fyrstu kynnin af  geimferðum voru þó þegar Rússar sendu upp Spútnik árið 1957. Um þann atburð var bloggað hér: Upphaf geimaldar 1957. Spútnik 50 ára í dag 4. október.

Bloggaranum er auðvitað minnisstætt þegar hann sá þennan fyrsta gervihnött svífa um himinhvolfið klukkan sex að morgni. Undarleg tilfinning hríslaðist um tólf ára guttann sem sá þá alvöru geimfar svífa yfir Reykjavík. Ekki leið á löngu áður en hann hafði smíðað sér lítinn stjörnukíki úr pappahólk, gleraugnalinsu og litlu stækkunargleri. Þessi frumstæði kíkir stækkaði 50 sinnum og nægði til að skoða gígana á tunglinu og tungl Júpiters.

 

Um skeið var fylgst með brautum gervihnatta, en áhugamenn víða um heim voru fengnir til að tímasetja og staðsetja brautir gervihnatta miðað við fastastjörnur til að hægt væri að reikna út þéttleika efstu laga lofthjúpsins með hliðsjón af breytingum í á brautum þeirra. Þetta var um 1965. Stórt umslag merkt með stóru letri "On Her Majesty´s Service" með tölvuútprentunum kom einu sinni í mánuði, en með hjálp þeirra var hægt að reikna út nokkurn vegin braut gervihnattanna yfir Reykjavík.  Mörgum þótti þessi póstur frá Englandi undarlegur og jafnvel grunsamlegur, og enn undarlegra að sjá manninn rýna upp í stjörnuhimininn með stjörnuatlas og skeiðklukku Tounge

Bloggarinn starfaði síðan á háskólaárunum tvö sumur á Háloftadeild Raunvísindastofnunar þar sem meðal annars var fylgst með áhrifum sólar á segulsvið jarðar með tækjabúnaði í Segulmælingastöðinni. Áður hafði bloggarinn unnið í frítímum að viðhaldi tækja í þessari stöð. 

Það kemur því kannski ekki mjög á óvart áhugi bloggarans á sólinni og áhrifum hennar á líf okkar jarðarbúa. Við búum jú í nábýli við stjörnu sem við köllum Sól.

 

Stjörnuskoðurnarfélag Seltjarnarness www.astro is er eina félag áhugamanna um stjörnur og stjörnuskoðun hér á landi. Það var frekar kómískt hvernig það kom til að bloggarinn gekk í það merka félag, en hann hafði oft heyrt um það, en misskilið nafnið herfilega. Hélt nefnilega að það væri einhver einkaklúbbur Seltirninga.

Svo var það eitt sinn sem oftar að hann var að skiptast á tölvupóstum við Ilan nokkurn Manulis í Ísrael.  Ilan spyr mig þá hvort ég sé ekki í Stjörnuskoðanafélaginu, en ég hvað svo ekki vera. Hann segir þá að Guðni Sigurðsson sé formaður þessa félags og að ég skuli hafa samband við hann. Ég þekkti auðvitað Dr. Guðna Sigurðsson kjarneðlisfræðing sem hafði m.a unnið hjá CERN. Hann vann nefnilega í sama húsi og hafði ég oft rætt við Guðna. Ég stökk auðviðað í tveim skrefum upp stigann milli hæða og var kominn í félagið innan fimm mínútna! Þar var ég síðan fáein ár stjórnarmaður. Um Guðna og Stjörnuskoðunarfélagið hafði Ilan lesið í tímaritinu góða  Sky & Telescope.

Það er annars af Ilan Manulis að frétta að nokkru síðar naut hann þess heiðurs að smástirni var nefnt eftir honum. Það nefnist 13615 Manulis, en David H Levy og Carolyn Shoemaker uppgötvuðu það og nefndu eftir Ilan sem er þekktur í Ísrael fyrir áhuga á smástirnum... Levy og Shoemaker eru líklega þekktust fyrir að hafa fyrst fundið eina frægustu halastjörnuna Shoemaker-Levy-9 sem rakst með miklu brambolti á Júpiter árið 1994.   Svona er heimurinn stundum lítill... Smile

 

Það er auðvitað margs að minnast á svona merkisdegi og hugurinn fer á flug. Þetta verður þó að nægja, enda bloggarinn kominn langt út fyrir efnið...  Vonandi fyrirgefst rausið, en það er ekki á hverjum degi sem manni er boðið í fertugsafmæli Joyful.

 

---

Það er annars merkilegt til þess að hugsa að árið 1961 ákvað Kennedy að menn skyldu heimsækja tunglið áður en áratugurinn væri liðinn. Það var fyrir tæpri hálfri öld. Það er ennþá merkilegra að menn stóðu við þetta fyrirheit og fór létt með það. Fóru ekki bara eina ferð heldur níu sinnum og lentu á tunglinu sex sinnum. Um það má lesa hér.  Þetta sýnir okkur hvers við erum megnug þegar viljinn er fyrir hendi. Því miður fór orkan á næstu árum í stríðsbrölt stórveldanna.

Hvað gerðist meira árið 1969?  Þá flaug annað tækniundur í fyrsta sinn, nefnilega hljóðfráa þotan Concorde. Júmbó þotunni Boeing 747 var þá líka reynsluflogið.  Breska Harrier orustuþotan sem getur tekið á loft lóðrétt er frá svipuðum tíma.  Menn voru svo sannarlega hugumstórir á þessum árum!

 

 

Ein spurning að lokum:   Hafið þið sér geimverur? Alien

(Smá ábending: Erum við jarðarbúar ekki geimverur?  :-)

 

Sjá umfjöllun um Appollo 11 á www.stjornuskodun.is

 

 Til hamingju með afmælið Wizard

 


 Sjá kvikmyndir hér.

 


Ný rannsókn: Sólsveiflan tengist loftslagsbreytingum.

 

solar_cycle_h_881165.jpg

 

 

Fyrir fáeinum dögum (16. júlí) birtist nokkuð merkileg frétt hér á vef National Science Foundation. Tilefnið var rannsókn sem kynnt var í tímaritinu Journal of Climate sem gefið er út af American Meteorological Society fyrr í þessum mánuð.

Vísindamenn finna tengingu milli sólsveiflunnar og loftslags á heimsvísu svipaða áhrifum El Nino/La Nina. (Scientists find link between solar cycle and global climate similar to El Nino/La Nina).  (Sjá aths. #5).

"These results are striking in that they point to a scientifically feasible series of events that link the 11-year solar cycle with ENSO, the tropical Pacific phenomenon that so strongly influences climate variability around the world."

Þetta hljóta að teljast nokkur tíðindi. Frétt National Science Foundation er birt í heild hér fyrir neðan.

Lesa má um National Science Foundation hér:

The National Science Foundation (NSF) is an independent federal agency created by Congress in 1950 "to promote the progress of science; to advance the national health, prosperity, and welfare; to secure the national defense…" With an annual budget of about $6.06 billion, we are the funding source for approximately 20 percent of all federally supported basic research conducted by America&#39;s colleges and universities. In many fields such as mathematics, computer science and the social sciences, NSF is the major source of federal backing. MORE

 --- --- ---

 

head.gif

 


Press Release 09-139
Solar Cycle Linked to Global Climate

Drives events similar to El Niño, La Niña

July 16, 2009

Establishing a key link between the solar cycle and global climate, research led by scientists at the National Science Foundation (NSF)-funded National Center for Atmospheric Research (NCAR) in Boulder, Colo., shows that maximum solar activity and its aftermath have impacts on Earth that resemble La Niña and El Niño events in the tropical Pacific Ocean.

The research may pave the way toward predictions of temperature and precipitation patterns at certain times during the approximately 11-year solar cycle.

"These results are striking in that they point to a scientifically feasible series of events that link the 11-year solar cycle with ENSO, the tropical Pacific phenomenon that so strongly influences climate variability around the world," says Jay Fein, program director in NSF&#39;s Division of Atmospheric Sciences. "The next step is to confirm or dispute these intriguing model results with observational data analyses and targeted new observations."

The total energy reaching Earth from the sun varies by only 0.1 percent across the solar cycle. Scientists have sought for decades to link these ups and downs to natural weather and climate variations and distinguish their subtle effects from the larger pattern of human-caused global warming.

Building on previous work, the NCAR researchers used computer models of global climate and more than a century of ocean temperature to answer longstanding questions about the connection between solar activity and global climate.

The research, published this month in a paper in the Journal of Climate, was funded by NSF, NCAR&#39;s sponsor, and by the U.S. Department of Energy.

"We have fleshed out the effects of a new mechanism to understand what happens in the tropical Pacific when there is a maximum of solar activity," says NCAR scientist Gerald Meehl, the paper&#39;s lead author. "When the sun&#39;s output peaks, it has far-ranging and often subtle impacts on tropical precipitation and on weather systems around much of the world."

The new paper, along with an earlier one by Meehl and colleagues, shows that as the Sun reaches maximum activity, it heats cloud-free parts of the Pacific Ocean enough to increase evaporation, intensify tropical rainfall and the trade winds, and cool the eastern tropical Pacific.

The result of this chain of events is similar to a La Niña event, although the cooling of about 1-2 degrees Fahrenheit is focused further east and is only about half as strong as for a typical La Niña.

Over the following year or two, the La Niña-like pattern triggered by the solar maximum tends to evolve into an El Niño-like pattern, as slow-moving currents replace the cool water over the eastern tropical Pacific with warmer-than-usual water.

Again, the ocean response is only about half as strong as with El Niño.

True La Niña and El Niño events are associated with changes in the temperatures of surface waters of the eastern Pacific Ocean. They can affect weather patterns worldwide.

The paper does not analyze the weather impacts of the solar-driven events. But Meehl and his co-author, Julie Arblaster of both NCAR and the Australian Bureau of Meteorology, found that the solar-driven La Niña tends to cause relatively warm and dry conditions across parts of western North America.

More research will be needed to determine the additional impacts of these events on weather across the world.

"Building on our understanding of the solar cycle, we may be able to connect its influences with weather probabilities in a way that can feed into longer-term predictions, a decade at a time," Meehl says.

Scientists have known for years that long-term solar variations affect certain weather patterns, including droughts and regional temperatures.

But establishing a physical connection between the decadal solar cycle and global climate patterns has proven elusive.

One reason is that only in recent years have computer models been able to realistically simulate the processes associated with tropical Pacific warming and cooling associated with El Niño and La Niña.

With those models now in hand, scientists can reproduce the last century&#39;s solar behavior and see how it affects the Pacific.

To tease out these sometimes subtle connections between the sun and Earth, Meehl and his colleagues analyzed sea surface temperatures from 1890 to 2006. They then used two computer models based at NCAR to simulate the response of the oceans to changes in solar output.

They found that, as the sun&#39;s output reaches a peak, the small amount of extra sunshine over several years causes a slight increase in local atmospheric heating, especially across parts of the tropical and subtropical Pacific where Sun-blocking clouds are normally scarce.

That small amount of extra heat leads to more evaporation, producing extra water vapor. In turn, the moisture is carried by trade winds to the normally rainy areas of the western tropical Pacific, fueling heavier rains.

As this climatic loop intensifies, the trade winds strengthen. That keeps the eastern Pacific even cooler and drier than usual, producing La Niña-like conditions.

Although this Pacific pattern is produced by the solar maximum, the authors found that its switch to an El Niño-like state is likely triggered by the same kind of processes that normally lead from La Niña to El Niño.

The transition starts when the changes of the strength of the trade winds produce slow-moving off-equatorial pulses known as Rossby waves in the upper ocean, which take about a year to travel back west across the Pacific.

The energy then reflects from the western boundary of the tropical Pacific and ricochets eastward along the equator, deepening the upper layer of water and warming the ocean surface.

As a result, the Pacific experiences an El Niño-like event about two years after solar maximum. The event settles down after about a year, and the system returns to a neutral state.

"El Niño and La Niña seem to have their own separate mechanisms," says Meehl, "but the solar maximum can come along and tilt the probabilities toward a weak La Niña. If the system was heading toward a La Niña anyway," he adds, "it would presumably be a larger one."

-NSF-

Media Contacts
Cheryl Dybas, NSF (703) 292-7734 cdybas@nsf.gov
Rachael Drummond, NCAR (303) 497-8604 rachaeld@ucar.edu

The National Science Foundation (NSF) is an independent federal agency that supports fundamental research and education across all fields of science and engineering. In fiscal year (FY) 2009, its budget is $9.5 billion, which includes $3.0 billion provided through the American Recovery and Reinvestment Act. NSF funds reach all 50 states through grants to over 1,900 universities and institutions. Each year, NSF receives about 44,400 competitive requests for funding, and makes over 11,500 new funding awards. NSF also awards over $400 million in professional and service contracts yearly.


Jón Daníelsson og Kári Sigurðsson: Mistök íslensku samninganefndarinnar...

"Svo illa hefur tekist til að samninganefndin hefur aukið skuldbindingar Íslands um tugi milljarða króna. Greining á greiðsluþoli Íslands sýnir að líkur á þjóðargjaldþroti eru mun meiri er yfirvöld vilja vera láta"

(Þessi grein birtist í Morgunblaðinu laugardaginn 11 júlí og er eftir Dr. Jón Daníelsson prófessor við London School of Economics og Dr. Kára Sigurðsson við Háskólinn í Reykjavík. Í greininni koma fram nokkur mjög alvarleg atriði sem bloggaranum þykir rétt að halda til haga og íhuga vel, enda gríðarmikið í húfi. 

Nú er bráðnauðsynlegt fyrir alla að staldra við og flana ekki að neinu. Mistök á mistök ofan hafa verið gerð alla tíð frá bankahruninu, en mistök nú geta riðið þjóðinni að fullu. Hvaða sannur Íslendingur vill eiga þátt í slíku? Okkur ber skylda til að nýta okkur þekkingu og reynslu færustu innlendra sem erlendra sérfræðinga í þessu erfiðasta máli íslandssögunnar).

 

 

 jon-danielsson.jpgkari-sigur_sson.jpg

Dr. Jón Daníelsson
London School of Economics

 

 Dr. Kári Sigurðsson
Háskólinn í Reykjavík

 

 

 

 

 

 

Mistök íslensku samninganefndarinnar                 

"GREINARGERÐ og fylgiskjöl með Icesave-samningnum virðast sýna að íslensku samninganefndinni yfirsáust þýðingarmikil atriði Íslandi til hagsbóta í deilunni við Breta og Hollendinga. Samningarnir taka ekki »tillit til hinnar fordæmalausu stöðu Íslands« eins og haldið er fram í greinargerðinni. Þvert á móti er Íslandi gert að kyngja nánast öllum kröfum Breta og Hollendinga ásamt því að greiða kostnað þessara landa af deilunum.

 

Rök Íslands sem ekki koma fram
Hér verður ekki dvalið við hvort krafan á íslenska ríkið vegna Icesave-reikninganna sé réttmæt eða ekki enda var samninganefndinni fyrirskipað af stjórnvöldum að ganga að því sem gefnu. Nefndinni virðast hins vegar hafa yfirsést eftirfarandi lykilatriði:

1. Það er gríðarlega mikilvægt að neyðarlögin sem sett voru af Alþingi síðastliðið haust standist. Annars eiga mun fleiri kröfur í þrotabú Landsbankans og Ísland fær miklu lægri upphæð greidda úr búinu. Standist lögin ekki má áætla á grundvelli gagna frá Landsbanka að Ísland endurheimti 29% í stað 75% af kröfum á bankann. Mælt í krónum fengjust því aðeins 314 milljarðar króna, ekki 814 milljarðar eins og gert ráð fyrir í greinargerðinni. Icesave-samningurinn ætti að hafa skýr endurskoðunarákvæði ef í ljós kemur að neyðarlögin halda ekki.

2. Samkvæmt íslenskum lögum getur Tryggingasjóður dregið í allt að eitt ár að borga út vegna innistæðutrygginga. Vegna aðstæðna heima fyrir ákváðu Bretar og Hollendingar að borga innistæðueigendum strax í desember síðastliðnum að Íslendingum forspurðum. Nú krefjast þeir vaxta frá desember uppá 30 milljarða króna þrátt fyrir að Ísland hefði getað frestað greiðslum fram til október á þessu ári. Samninganefndin hefði átt að hafna þessum vöxtum afdráttarlaust.

3. Icesave-samningurinn er í evrum og sterlingspundum. Samkvæmt neyðarlögunum á Tryggingasjóður rétt á að greiða innistæðutryggingu hvort sem er í erlendum gjaldeyri eða íslenskum krónum. Gengi krónunnar ætti að miðast við 6. október í fyrra, daginn sem FME notaði í staðfestingu á greiðsluþroti Landsbankans, en þá var gengið sterkara en það er í dag. Með Icesave-samningnum er þessi réttur gefinn upp á bátinn og miðað við núverandi gengi krónunnar er tap Íslands vegna þessa a.m.k. 43 milljarðar króna. Samkvæmt heimasíðu skilanefndar Landsbanka má sjá að rúm 11% af eignunum eru í íslenskum krónum og því til viðbótar er greiðsla frá NBI, nýja Landsbankanum, áætluð 284 milljarðar króna sem líklegt er að verði í greitt krónum. Það er því rangt sem formaður samninganefndarinnar hélt fram í Morgunblaðsviðtali að »allar eignir Landsbankans [væru] í erlendum gjaldeyri«.

4. Samkvæmt greinargerð með Icesave-frumvarpinu eru Icesave-lánin skráð á Tryggingasjóð svo þau teljist ekki með skuldum ríkissjóðs næstu sjö árin. Hugmyndin virðist vera sú að lánshæfismatsfyrirtækin S&P og Moody&#39;s líti framhjá Icesave-lánunum þegar þau veita ríkinu lánshæfismat. Þessi hugmynd byggist á mikilli vankunnáttu á matsaðferðum þessara fyrirtækja því þau greina allar skuldbindingar ríkisins, beinar og óbeinar.

5. Til að verja stöðu Íslands næstu árin væri það lykilatriði að binda afborganir og/eða vexti af Icesave-samningnum við verga landsframleiðslu eða útflutningsverðmæti. Þannig væri tekið tillit til »fordæmalausrar aðstöðu Íslands«, lánshæfismat landsins varið og grunnurinn lagður að endurreisn hagkerfisins. Þetta er líka mikið hagsmunamál Breta og Hollendinga því þeir græða ekkert á að rukka landið um hærri fjárhæðir en það getur staðið undir.

 

»Kaffiboð með skyldumætingu«
Samningurinn inniheldur endurskoðunarákvæði sem á að veita Íslendingum vörn ef mál þróast illa í framtíðinni. Venjulega þýða slík ákvæði að samningur verður ógildur og aðilar semja á ný sín á milli. Í Icesave-samningnum segir hins vegar að við ákveðnar aðstæður »verði efnt til fundar og staðan rædd og íhugað hvort, og þá hvernig, breyta skuli samningi«.

Það hvílir því engin skylda á Bretum eða Hollendingum að breyta samningnum, bara að mæta á fund. Sérfræðingur erlendis sem við bárum þetta undir kallaði ákvæðið »kaffiboð með skyldumætingu«.

 

Kostnaður fellur á Ísland
Í greinargerðinni er tekið fram að »sanngjarnt væri að byrðin af því að [regluverk Evrópuríkja um innistæðutryggingar] hefði brugðist yrði borin sameiginlega«. Í lánasamningnum við Breta segir að Íslandi beri að bæta breska tryggingasjóðnum »kostnað sem þegar er fallinn til og mun falla til«. Samsvarandi ákvæði er að finna í hollenska samningnum. Kostnaðurinn er ekki skilgreindur nánar en ekki verður annað skilið en Ísland ber allan kostnað landanna þriggja við úrlausn þessarar deilu. Hann hlýtur að hlaupa á hundruðum milljóna króna miðað við þá lögfræðivinnu, ferðalög og fundi út um alla Evrópu sem Icesave-deilurnar hafa valdið. Það ætti að vera krafa Íslands að hvert land beri eigin kostnað.

 

Greiðslugeta Íslands óljós
Greinargerð frumvarpsins fylgir snubbótt greining á greiðslugetu Íslands. Þar er gert ráð fyrir að fari allt á versta veg verði skuldabyrði vegna Icesave 26% af vergri landsframleiðslu (VLF) árið 2016. Greiningin gerir ráð fyrir að árlegur vöxtur VLF frá 2009 til 2016 verði 4,6% sem er vægast sagt mjög bjartsýnt mat. Engin gjaldeyrisáhætta er tekin með í reikninginn heldur reiknað með stöðugu gengi krónunnar allan þennan tíma. Við höfum sett saman raunhæfari áætlun sem birt er í fylgiskjali á vefsíðunni risk.lse.ac.uk/icesave um þróun VLF og gengis og þá fer skuldabyrðin auðveldlega upp í 47% af VLF og ef neyðarlögin halda ekki í 68%, þ.e. rúmlega helmingi meira en verstu áætlanir í greinargerðinni gera ráð fyrir. Þá á enn eftir að skoða aðrar skuldir ríkissjóðs en þær stefna í 76% af VLF í lok þessa árs ef frá eru talin lánið frá Alþjóða gjaldeyrissjóðnum og áætlað eiginfjárframlag til nýju bankanna.

Í greinargerðinni er skuldastaða Íslands borin saman við tíu ríkustu þjóðir G20-landanna og ályktað að »skuldastaða ríkissjóðs [sé] vel viðunandi«. Hér er verið að bera Ísland saman við milljónaþjóðir með gríðarlegar auðlindir, pólitísk ítök á alþjóðavettvangi, aðgang að ódýru lánsfjármagni og skuldir í eigin gjaldmiðlum sem eru gjaldgengir á alþjóðamörkuðum - allt þjóðir sem hafa komist hjá kerfishruni og njóta trausts hjá viðskiptaþjóðum sínum. Þessi samanburður er marklaus.

Það verður að krefjast þess að greiðslubyrðin sé skoðuð út frá þeim hagstærðum sem ríkja í landinu í fiskveiðum, raforkusölu til stóriðju, ferðaþjónustu, innflutningi, velferðarkerfinu og skuldastöðu ríkis og þjóðar. Niðurstöður slíkrar greiningar þarf að kynna Alþingi og þjóðinni í stað þeirrar ónákvæmu myndar sem gefin er í greinargerðinni.

 

Höfnun Alþingis eina leiðin
Íslensku samninganefndinni bar skylda til að tefla fram öllum þeim rökum sem studdu málstað landsins. Af málflutningi og fylgiskjölum verður ekki séð að svo hafi verið. Svo illa hefur tekist til að samninganefndin hefur meira að segja aukið skuldbindingar landsins um tugi milljarða króna. Greining á greiðsluþoli Íslands sem fylgir frumvarpinu sýnir að líkur á þjóðargjaldþroti eru enn óljósar en þó mun meiri er yfirvöld vilja vera láta.

Hugsanlega hlustuðu viðsemjendur ekki á rök samninganefndar Íslands heldur stilltu henni upp við vegg. En þá er óheiðarlegt að láta þess ekki getið í greinargerð samningsins. Formaður nefndarinnar heldur því fram að samningurinn sé »stórkostleg niðurstaða« og »leið út úr fátækt og ánauð«. Þjóðin á rétt á að vita sannleikann: Þessi samningur er hvorki réttlátur né sanngjarn. Honum verður að hafna og senda hæfari samninganefnd til fundar við Breta og Hollendinga.

Ítarlegar tilvísanir í lög, greinar og aðrar upplýsingar ásamt útreikningum er hægt að nálgast á vefsíðunni risk.lse.ac.uk/icesave".

 

Jón Daníelsson, London School of Economics
Kári Sigurðsson, Háskólinn í Reykjavík
Fylgiskjöl vegna icesave greinar
í Morgunblaðinu, 11 júlí, 2009:

(Smella á krækjur)



---  --- ---

(Leturbreytingar eru á ábyrgð bloggarans)

 

Svo mörg voru þau orð hagfræðinganna Jóns Daníelssonar og Kára Sigurðssonar. Þarna eru gríðarlega alvarlegar ábendingar og viðvaranir sem nauðsynlegt er að gefa góðan gaum og íhuga vel.  Með greininni fylgir viðauki með útreikningum, bæði sem texti og Excel skjal. Þetta eru fagmannleg vinnubrögð.

Er einhver möguleiki á því að finna einhverja leið út úr þessum ógöngum sem við virðumst hafa komið okkur í með síendurteknum mistökum alla tíð frá hruninu?

Er ástæðan fyrir þessum mistökum m.a. sú að við notfærðum okkur ekki þekkingu og reynslu okkar færustu sérfræðinga í samningum við útlendinga og þaðan af síður erlendra sérfræðinga sem kunna til verka, heldur sendum hóp manna sem hafa litla sem enga reynslu af slíkum máum til að semja við hákarla stórþjóðanna? "Sendum knattspyrnufélagið Gróttu til að spila við Manchester United".

 

Alþingismenn og ráðherrar:  

Ábyrgð ykkar er mikil. Hættið að rífast eins og  krakkar, reynið heldur að vinna saman að lausn þessa alvarlega máls. Flanið ekki að neinu. Alls ekki má taka neina áhættu. Notfærið ykkur menntun og reynslu okkar allra hæfustu sérfræðinga og samningamanna. Sendið ekki aðra á fund erlendu hörkutólanna.  Notið menn sem hafa fullkomið vald á enskri tungu og kunna til verka, jafnvel erlenda sérfræðinga ef með þarf.

 

Tillaga um lausn:

Hvernig væri að Alþingi Íslendinga samþykkti Icesave samningsdrögin með nauðsynlegum fyrirvörum til að tryggja hagsmuni okkar eins og kostur er, og taka þá tillit til þeirra ábendinga sem komið hafa fram, m.a í grein Jóns og Kára. Að minnsta kosti eins og í lið 5: "Til að verja stöðu Íslands næstu árin væri það lykilatriði að binda afborganir og/eða vexti af Icesave-samningnum við verga landsframleiðslu eða útflutningsverðmæti". 

Ef við samþykkjum samninginn á þann hátt er ólíklegt að allt yrði vitlaust, eins og hætta er á að gerðist ef við höfnum honum algerlega. Í mesta lagi kæmi fýlusvipur á Englendinga og Hollendinga.

Alþingi hlýtur að vera heimilt að samþykkja samninginn með fyrirvörum. Annað er fjarstæðukennt.

 

 


Wolfram-Alpha ofurtölvan sem þú getur rætt við á mannamáli á netinu !

2001_a_space_odyssey.jpgFlestir muna eftir kvikmyndinni Space Odyssey 2001 sem Stanley Kubrick leikstýrði og gerð var eftir sögu Sir Arthur Clarke. Munið þið eftir ofurtölvunni HAL 9000 sem vissi bókstaflega allt og hægt var að ræða við á mannamáli?

Nú er svipað fyrirbæri að fæðast og kallast Wolfram Alpha. Það er eiginlega ómögulegt að lýsa þessu fyrirbæri svo vel sé og því miklu betra að kynnast því með því að heimsækja www.wolframalpha.com.

Best er að byrja á að opna krækjuna Stephen´s Wolfram Intro og fylgjast með kynningunni sem þar fer fram. Það tekur smá stund að hlaða kynninguna inn, en það er vel þess virði að bíða. Ef tengingin er hæg, þá getur borgað sig að leyfa kynningunni að hlaðast inn og síðan setja hana í gang aftur með takkanum neðst til vinstri.

Af vefsíðunni www.wolframalpha.com
Wolfram|Alpha&#39;s long-term goal is to make all systematic knowledge immediately computable and accessible to everyone. We aim to collect and curate all objective data; implement every known model, method, and algorithm; and make it possible to compute whatever can be computed about anything. Our goal is to build on the achievements of science and other systematizations of knowledge to provide a single source that can be relied on by everyone for definitive answers to factual queries.
Lesa meira hér...

Wolfram Alpha er nánast glænýtt og enn í þróun. Enn eru nokkrir hnökrar, en kerfið á örugglega eftir að snarbatna á næstunni.

(Það er kannski ekki ofurtölva í venjulegum skilningi sem hýsir Wolfram Alfa, en kerfið er að minnsta kosti ofur snjallt).

Stephen Wolfram fjallar um WolframAlpha verkefnið  í þessu myndbandi sem tekið er upp í Harvard háskólanum:

 

 
Þetta er langur fyrirlestur hjá Harvard. Ef tengingin er hæg, þá hjálpar stundum sú brella að smella á takkann [||] neðst il vinstri, fá sér kaffisopa, og smella síðan á [>] nokkrum mínútum síðar. Myndskeiðið hefur hlaðist inn meðan kaffið er sopið Smile
 
Styttri útgáfa af myndbandinu er hér.
 
 
 
 
Ítarefni:
 
 
 
 
 
 

Hefur sjávarborð verið að hækka hraðar og hraðar undanfarið? Nei, alls ekki...


Stundum þykist maður greina eitthvað óvenjulegt í náttúrunni. Oft er um hreina tilviljun að ræða, en stundum er forvitnin vakin og þá staldrar maður við og fer að velta hlutunum fyrir sér...

(Uppfært 17. júlí: Sjá athugasemdir # 39  og 49). 

Þessi pistill er helgaður breytingum í sjávarstöðu. Augun beinast bæði að breytingum allra síðustu ára, en þá virðist sem hægt hafi á hækkun sjávarborðs, svo og breytingum síðustu aldar, en þar má vel greina áratuga langa sveiflu sem vel gæti passað við sólsveifluna, svo fjarstæðukennt sem það nú er.

Skoðum fyrst ferilinn hér fyrir neðan þar sem má sjá breytingar í sjávarstöðu frá 1993. Þetta eru mælingar gerðar með hjálp gervihnatta. Meðalhraði hækkunar er gefinn upp 3,2 mm á ári (+/- 0,4 mm skekkjumörk).  Ekki er hægt að greina að hraði hækkunar (hröðunin) hafi verið að aukast á þessum tíma, en hvað er að gerast frá árinu 2007?  Er að hægja á hækkun sjávarborðs? Hvernig stendur á þessu?   Líklega er þetta bara tilviljunarkennt frávik og ástæðulaust að hugsa meira um það...

Sjá vefsíðuna University of Colorado Boulder - Sea Level Change þar sem fjallað er um þessar mælingar.

 

Gervihnattamælingar. Engin hröðun merkjanleg.
Hummm...   Hefur hægt á hækkun síðustu 2-3- ár?    Sjá hér.

 


 Síðustu 130 ár. Meðalhraði hækkunar 1,8 mm/ári (18 cm á öld). Sjá hér.

 

 

 

post-glacial_sea_level.png

Frá lokum síðustu ísaldar. Takið eftir gríðarlegum hraða á hækkun sjávarborðs fyrir rúmlega 10.000 árum. Eftir það hægir verulega á hækkuninni og síðustu árþúsundin hefur hækkunin verið nokkuð stöðug, þ.e. ekki verulega frábrugðin því sem er í dag. Sjá hér.

 

 

holocene_sea_level_874025.png

Síðustu árþúsundin, eða nútímann (holocene) má sjá betur á þessari mynd.
Sjávarborð hefur verið að rísa frá því ísöldinni lauk fyrir um 10.000 árum. Enn er þessi hækkun í gangi.
Sjá hér.

 

 

phanerozoic_sea_level.png

Ef við horfum 500 milljón á aftur í tímann þá sjáum við hve sveiflur í sjávarstöðu hafa verið gríðarlegar. (Hér er lárétti skalinn öfugur miðað við fyrri myndir). Sjávarborð hefur samkvæmt þessu verið allt að 400 metrum hærra en í dag!  Sjá hér.

 

 

 --- --- ---

Fróðleg grein S.J. Holgate í Geophysical Reserch Letters 4. jan. 2007 On the decadal rates of sea level change during the twentieth century 

Þar stendur eftirfarandi m.a:

"The rate of sea level change was found to be larger in the early
part of last century (2.03 ± 0.35 mm/yr 1904–1953),
in comparison with the latter part (1.45 ± 0.34 mm/yr 1954–2003) ".

holgat5.gif
 
Mynd úr greininni

Sem sagt, sjávarborð hækkaði hraðar á fyrri hluta síðustu aldar en á síðari hluta aldarinnar samkvæmt Dr. Simon Holgate! 
 
Hverju á maður að trúa?

Sjá einnig veggspjaldið hér.

 

Hver er svo niðurstaðan:

Þvert á það sem við höfum verið að lesa um í fréttamiðlum þá eru engin merki þess að sjávarborð hafi verið að hækka mikið hraðar undanfarin ár en verið hefur undanfarna áratugi. 

Við vitum reyndar einnig að hitastig sjávar hefur ekki verið að hækka a.m.k. síðastliðin 6 ár. Sjá hér.

Við vitum það einnig að hitastig lofthjúps jarðar hefur ekki hækkað síðastliðin 7 ár. Sjá hér.

Við vitum einnig að heildar hafísmagn á norður og suðurhveli hefur varla verið að minnka marktækt. Sjá hér og hér.

 

Er þetta ekki allt saman þvert á það sem við lesum nánast daglega um í fréttamiðlum?  Hvers vegna?  

 

Svona er nú raunveruleikinn samkvæmt mælingum færustu vísindamanna...

 

 

Að lokum: Er þetta tilviljun:

 

sea-level-rate-of-change-and-solar-cycles-510.jpg

 

Blái ferillinn er árleg breyting í sjávarstöðu alla síðustu öld, sem sveiflast um ca 2mm á ári.  Sjá hér.

Græni ferillinn sýnir sólsveifluna á sama tíma.

 

Sjá einnig mynd 2 hér á vefsíðu Dr. Nir Shaviv. Myndin er birt hér fyrir neðan ásamt skýringatextanum. Svarti ferillinn er árleg breyting í sjávarstöðu í mm, og rauði ferillinn er breyting á heildarútgeislun sólar.  Er þetta ekki ekki alveg makalaust?  Woundering

 

calorimeter2.gif

 

fig 2: Sea Level vs. Solar Activity.
   Sea level change rate over the 20th century is based on 24 tide gauges previously chosen by Douglas [1997] for the stringent criteria they satisfy (solid line, with 1-σ statistical error range denoted with the shaded region).
   The rates are compared with the total solar irradiance variations Lean [2000] (dashed line, with the secular trends removed).
   Note that unlike other calculations of the sea level change rate, this analysis was done by first differentiating individual station data and then adding the different stations. This can give rise to spurious long term trends (which are not important here), but ensure that there are no spurious jumps from gaps in station data. The data is then 1-2-1 averaged to remove annual noise. Note also that before 1920 or after 1995, there are about 10 stations or less such that the uncertainties increase. 

 

Kannski bara skemmtileg tilviljun. Hver veit? Það er nefnilega svo margt skrítið í kýrhausnum, eða þannig... Halo


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggið

Ginnungagap

Ýmislegt

Loftslag

Click to get your own widget

Teljari

free counters

Álverð

http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0

Sólin í dag:

(Smella á mynd)

.

Olíuverðið í dag:

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.3.): 25
  • Sl. sólarhring: 142
  • Sl. viku: 248
  • Frá upphafi: 761645

Annað

  • Innlit í dag: 25
  • Innlit sl. viku: 226
  • Gestir í dag: 25
  • IP-tölur í dag: 19

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband