Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2012

Norrænir menn á Grænlandi ræktuðu bygg og brugguðu öl fyrir árþúsundi...

 

 

graenland-korn.jpg

 

Í danska vefritinu Videnskab.dk var 26. janúar áhugaverð grein sem nefnist Vikingerne dyrkede korn på Grønland.

Rannsóknir danskra vísindamanna frá danska þjóðminjasafninu hafa sýnt fram á að norrænir menn, sem settust að á Grænlandi árið 985 með Eirík rauða Þorvaldsson í fararbroddi, stunduðu kornrækt.  Hafa fundist leifar af byggi við Brattahlíð á Suður-Grænlandi.

Rannsókninni stjórnaði Peter Steen Henriksen sérfræðingur á Þjóðminjasafninu, eða Nationalmuseet.

"Nu viser det sig altså, at de tidlige nordboere har kunnet dyrke korn, hvilket har haft stor betydning for deres ernæring og overlevelse", er haft eftir  Peter Steen Henriksen.

Loftslag hefur greinilega verið mjög milt í Grænlandi á þessum árum, það milt að hægt hefur verið að stunda kornrækt, að minnsta kosti nægilega mikið til að brugga öl, baka brauð og elda graut.  Hver veit nema Grænland hafi þá staðið undir nafni og verið grænt og búsældarlegt á sumum svæðum á sama tíma og land okkar var viði vaxið milli fjalls og fjöru. Á fjórtándu öld fór að kólna og byggð norrænna manna lagðist af. Það var ekki fyrr en á síðustu öld sem aftur fór að hlýna. Ekki fara þó fréttir af kornrækt nú í Grænlandi, en getur verið að fyrir árþúsundi hafi veðurfar verið mildara en í dag?

Það er ástæðulaust að endurtaka greinina í Videnskab.dk, því öll erum við vel læs á Dönsku. Lesið því greinina með því að smella á nafn hennar:  Vikingerne dyrkede korn på Grønland. Greinin er einstaklega áhugaverð..

 

 

graenland-byggkorn.jpg

 Byggaxið brunna sem fannst er ekki stórt,

en hver reitur er millimetri á kant.

 

 

 

Eiríkur rauði
 
Eiríkur hinn rauði
stendur skrifað á myndinni.
Varla hefur hann þó litið svona út...
Myndin er eftir Arngrím Jónsson lærða og birtist í Grönlandia 1688.

 

 

 

Úr Hávamálum

 Ótæpileg öldrykkja

 

12.

Er-a svá gótt

sem gótt kveða

öl alda sona,

því at færa veit,

er fleira drekkr

síns til geðs gumi.

 

13.

Óminnishegri heitir

sá er yfir ölðrum þrumir,

hann stelr geði guma;

þess fugls fjöðrum

ek fjötraðr vark

í garði Gunnlaðar.

 

14.

Ölr ek varð,

varð ofrölvi

at ins fróða Fjalars;

því er ölðr bazt,

at aftr of heimtir

hverr sitt geð gumi.


 

 


Sólblossinn mikli 23. janúar - Nokkur myndbönd...

 

 

508384114-488.jpg

 

 

 

Hér fyrir neðan eru nokkur myndbönd af sólblossanum í gær.   

 

Hægt er að fylgjast með mælitækjum o.fl. víða um heim með því að fara á

þessa vefsíðu Norðurljósaspá.

 

Þetta er öflugasti sólblossi síðan í október 2003. Hann er flokkaður sem "Strong" eða í stærðarflokk S3, en öflugustu eru í flokk S5. Sjá vefsíðu NASA hér.  

Mjög falleg norðurljós sáust víða um heim og eru myndir farnar að birtast hér og hér.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 
 
 
 

 Eldri pistlar um sólblossa:

 

Um sólblossa fyrr og nú...

Gríðarlegur sólblossi 1. september. Bilanir í fjarskiptakerfum...

Öflug sólgos geta haft afdrifaríkar afleiðingar á jörðu niðri...

 

 

 www.spaceweather.com

http://www.solarham.com

 Norðurljóaspá

 

 


mbl.is Sólin að lifna við
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvers vegna er NASA að afmynda hitaferilinn fyrir Reykjavík...?

 

island_ur_lofti--sharp.jpg

 

Mér er hulin ráðgáta hvers vegna vísindamenn NASA-GISS eru að breyta mæligögnum svona verulega. Hér er sláandi dæmi. Treysta þeir ekki mælingum Veðurstofu Íslands?  Eru menn bara að "lagfæra" mæligögn sísona? Hvers vegna?

 

Skoðum fyrst hitaferil sem fenginn er af vef Veðurstofu Íslands. Takið eftir daufa gráa ferlinum sem sýnir ársmeðaltal  hitafars í Reykjavík 1866-2009. Við skulum bera hann saman við ferlana frá NASA-GISS hér fyrir neðan. Takið eftir að ámóta hlýtt hefur verið á árunum kringum 1940 og undanfarið.

 

rvk_hiti6609.png

 

 

 

Svipaðan feril má sjá hér á vefsíðu NASA-GISS. Hlýindin um 1940 sjást vel:

 

station.gif
 
 

 

Með því að fara á þessa síðu get ég beðið um þrjár aðrar útgáfur ferlanna. Þar á meðal "Adjusted GHCNv3+SCAR data".  

Þá lítur ferillinn svona út:

 


 

Ferillinn nefnist "Adjusted GHCNv3+SCAR data".  Takið eftir að búið er að "leiðrétta" hressilega hitamælingar frá miðri síðustu öld. "Leiðréttingarnar" eru greinilega mis miklar. Mestar í byrjun aldarinnar  og litlar sem engar í lok hennar.  Hlýindin um 1940 eru alveg horfin.

Nú passar "leiðrétti" ferillinn auðvitað miklu betur við þennan feril NASA-GISS sem á að sýna breytingu á hitafari jarðar:

 

 

fig_a.gif

 

 

"Leiðrétti" hitaferillinn fyrir Reykjavík kallast  GHCNv3+SCAR data".  GHCN stendur fyrir "Global Historical Climatology Network".    SCAR stendur fyrir "Scientific Committee on Arctic Research Basic data set" .

Á síðunni GISS Surface Temperature Analysis (GISTEMP) eru útskýringar.  Þar stendur meðal annars:

"The GHCNv3/SCAR data are modified to obtain station data from which our tables, graphs, and maps are constructed: The urban and peri-urban (i.e., other than rural) stations are adjusted so that their long-term trend matches that of the mean of neighboring rural stations. Urban stations without nearby rural stations are dropped"

 

Uppfært 22. janúar:

Myndin sem er hér fyrir neðan var í gær aðgengileg hér: ftp://ftp.ncdc.noaa.gov/pub/data/ghcn/v3/products/stnplots/6/62004030000.gif

Hún sýnir í hverju "leiðréttingarnar" eru fólgnar.

Efsti ferillinn (rauður) hægra megin er réttur, eða "unadjusted".

Ferillinn í miðjunni (gulur) er "leiðréttur", eða "adjusted".

Neðst hægra megin má svo sjá hvaða "leiðréttingar" hafa verið gerðar.
Það er greinilega ekki nein smá "leiðrétting" sem fer fram um miðja síðustu öld !

Blátt sýnir hvar og hve mikið ferillinn hefur verið tosaður niðurávið, en rautt hvar hann hefur verið hífður upp.

Beina línan sýnir svo leitnina yfir allt tímabilið. Línan er auðvitað miklu brattari á gula "leiðrétta" ferlinum,  

Hvað þetta svo þýðir allt saman er mér hulin ráðgáta.

 Smellið tvisvar á myndina til að sjá stærri.

62004030000

 

 

Þýðir þetta að NASA-GISS sé að "leiðrétta" hitaferilinn fyrir Reykjavík áður en hann er notaður fyrir hnattræna hitaferilinn vegna þess að þeir telji hann mengaðan vegna þéttbýlisáhrifa (urban heat island effect)? 

 

Varla getur það verið, því þessi leiðrétting er í öfuga átt. Þeir hefðu frekar átt að lækka ferilinn síðustu áratugina, er það ekki?

 

Nú er ég alveg hættur að skilja...       Vonandi getur einhver lesenda útskýrt málið.

 

 

confused2.gif

 

 Uppfært 26. janúar:

Sjá umfjöllun um málið:

Paul Homewood á vefsíðunni Not a Lot of People Know That:

Iceland Met Office Temperatures for Reykjavik

How GISS Has Totally Corrupted Reykjavik’s Temperatures

GISS Make The Past Colder In Reykjavik

NOAA Don’t Believe The Iceland Met Office

 

Paul Homewood og Antony Watts á vefsíðunni What is Up With That:

Another GISS miss, this time in Iceland

Þar eru meðal annars birt bréfaskipti Trausta Jónssonar og Paul Homewood.

 

 Uppfært 2. febrúar:
Dr. Halldór Björnsson, verkefnisstjóri loftslagsrannsókna hjá Veðurstofu Íslands hefur skrifað athugasemd um málið sem birt er í athugasemdakerfinu hér fyrir neðan.

(Almennum umræðum um málið er lokið).

 

 

 

 

 

Hér má lesa um stofnunina

National Aeronautics and Space Administration
Goddard Institute for Space Studies

Þar ræður Dr. James E. Hansen ríkjum.

 

 

 

 

 


Hörfar lúpínan þegar hún hefur unnið sitt verk...?

 

 

 Lúpína Haukadalsheiði


 

Skógræktarritið er eitt af þeim tímaritum sem hafa tilhneigingu til að að safnast fyrir á náttborðinu og vera lesin aftur og aftur. Hvað er líka notalegra en svífa inn í iðagræna draumheimana eftir lestur þessa góða og vandaða rits?

 

Í Skógræktarritinu, seinna hefti 2011, er fróðleg grein „Hörfar lúpínan? Dæmi úr Heiðmörk", eftir Daða Björnsson landfræðing.   Daði hefur fylgst með útbreiðslu lúpínunnar í Heiðmörk í tvo áratugi, bæði með samanburði loftmynda og vettvangsskoðun.

Hákon Bjarnason skógræktarstjóri flutti lúpínuna til Íslands árið 1945 en nokkrar plöntur voru settar niður í Heiðmörk árið 1959 þar sem hún breiddist hratt út næstu árin.

Lúpínan er einstaklega öflug landgræðslujurt, en er umdeild. Sumir líkja henni  við illgresi og aðrir við þjóðarblómið. Hún er vissulega ágeng og fyrirferðarmikil, en hvernig hagar hún sér? 
 - Hörfar hún af þeim svæðum sem hún hefur lagt undir sig og víkur fyrir öðrum gróðri?
 - Hefur hún tilhneigingu til að fara inn á gróin svæði?

Svör við fyrri spurningunni má lesa í grein Daða „Hörfar lúpínan? Dæmi úr Heiðmörk" sem aðgengileg er á vef Skógræktarfélags Íslands með því að smella hér.  Myndir Daða með skýringum er að finna hér,  en þar má m.a. sjá svar við seinni spurningunni.

Þar sem lúpinunni var plantað fyrir hálfri öld í ógróna mela er nú komið gras og blómlendi ofan á um 10 cm moldarlagi. Lúpínan hefur unnið sitt verk og hörfar nú hratt.

Önnur áhugaverð grein um lúpínu er í þessu sama riti. Nefnist hún „Misheppnuð tilraun til að eyða lúpínu með sauðfjárbeit" og er eftir  eftir Þröst Eysteinsson sviðsstjóra þjóðskóganna hjá Skógrækt ríkisins. Greinina má nálgast með því að smella hér.

 

Myndin efst á síðunni er tekin sumarið 2010 á Haukadalsheiði. Utan landgræðslugirðingarinnar hefur lúpínan ekki náð sér á strik. (Tvísmella á mynd til að stækka).

Höfundur þessa pistils hefur í hálfa öld af áhuga fylgst með lúpínunni á Haukadalsheiði, í Heiðmörk og við Hvaleyrarvatn og þekkir vel hvernig hún hörfar með tímanumm og hve lítinn áhuga hún hefur á grónu landi.  

 


 

 Eldri pistlar um lúpínuna:

Lúpínufuglar...

Aldingarður á hálendinu með hjálp lifandi áburðarverksmiðju...


Lúpínan á Haukadalsheiði - Myndir...

 

 


 


Lúpínufuglar...

 

Lúpína

 

Lúpínufuglar er nafn á grein sem birtist 4. janúar á vef Landgræðslu ríkisins. Greinin fjallar um rannsóknir Brynju Davíðsdóttur á fuglum og smádýrum.

Sumarið 2011 fór fram viðamikil rannsókn á fuglum og smádýrum á 26 landgræðslusvæðum víðsvegar um land. Bornar voru saman þrjár landgerðir, óuppgrædd svæði, lúpínubreiður og endurheimt mólendi. 

Niðurstaðan var að bæði fuglar og smádýr reyndust flest í lúpínubreiðum.

 

Greinin á vef Landgræðslu ríkisins er afrituð hér fyrir neðan:

 

Sumarið 2011 fór fram viðamikil rannsókn á fuglum og smádýrum á 26 landgræðslusvæðum víðsvegar um land. Þessi rannsókn er meistaraverkefni Brynju Davíðsdóttur við Landbúnaðarháskóla Íslands.

Bornar voru saman þrjár landgerðir, óuppgrædd svæði, lúpínubreiður og endurheimt mólendi. Fuglar reyndust vera flestir í lúpínubreiðum; 6,3 á hektara, næstflestir í endurheimtu mólendi; 3,4 á hektara og fæstir á óuppgræddu landi; 0,3 á hektara. Meðalfjöldi tegunda var mestur í mólendi; 0,5 tegundir á hektara, lítið eitt minni í lúpínu og minnstur á óuppgræddum svæðum; 0,1 tegund á hektara.

Í lúpínu voru þúfutittlingur og hrossagaukur langalgengustu tegundirnar og komu fyrir í 96% og 77% tilvika. Í mólendi voru þúfutittlingur, heiðlóa, spói og lóuþræll algengastir og komu fyrir í 81%, 77%, 73% og 65% tilvika. Fáir fuglar fundust á ógrónum svæðum. Tegundafjölbreytni fugla var mest í mólendi en þar fundust alls 16 tegundir fugla, 14 í lúpínu og 10 á óuppgræddu landi. Ekki var marktækur munur á tegundafjölda í mólendi og í lúpínu en tegundafjöldi var marktækt lægri á lítt grónu landi en í hinum vistgerðunum. Fjölbreytileikastuðull Shannon var reiknaður fyrir vistgerðirnar en hann tekur tillit til þess hversu mikið finnst af hverri tegund ásamt fjölda tegunda. Stuðullinn var hæstur fyrir endurheimt mólendi, þá lúpínu og lægstur fyrir óuppgrætt land. Stuðullinn var marktækt hærri fyrir mólendi en óuppgrætt land en ekki var marktækur munur milli mólendis og lúpínu.

Smádýr voru veidd í háf á öllum rannsóknarsvæðum en einnig í fallgildrur á völdum svæðum á Suðurlandi. Í báðum tilvikum reyndist fjöldi smádýra mestur í lúpínu, næstmestur í mólendi og minnstur í óuppgræddu landi. Sterk fylgni var á milli fjölda dýra sem veiddust í háf og í fallgildrur. Marktæk fylgni var á milli heildarfjölda smádýra sem veiddust í háf og heildarfjölda fugla.

Þetta er fyrstu heildarrannsóknir á áhrifum landgræðsluaðgerða á fuglalíf hér á landi, en árið 2008 rannsökuðu Guðný H. Indriðadóttir og Tómas G. Gunnarsson áhrif landgræðslu á fuglalíf á Mýrdals- og Skógasandi. Niðurstöður þessara rannsókna eru mikilvægt innlegg í þekkingu á áhrifum landgræðslu og endurheimtar vistkerfa á fuglalíf á Íslandi.

 

Greinina má lesa hér á vef Landgræðslu ríkisins. 

 

Sem sagt, það eru 20 sinnum fleiri fuglar í lúpínubreiðum en óuppgræddu landi.   Við vitum að lúpínubreiður vaxa fyrst og fremst upp úr ógrónu landi þannig að niðurstaða Brynju er mikið gleðiefni.

 

 Vinir lúpínunnar á Fésbók

 

Lúpínufugl

 Vinur lúpínunnar

 

 


Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggið

Ginnungagap

Ýmislegt

Loftslag

Click to get your own widget

Teljari

free counters

Álverð

http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0

Sólin í dag:

(Smella á mynd)

.

Olíuverðið í dag:

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.12.): 8
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 68
  • Frá upphafi: 764725

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 45
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband