Færsluflokkur: Matur og drykkur

Vetrarsólstöður, hænufetið, tíminn og jólakveðja


Enn og aftur er sólin lægst á lofti og nýtt ár hefur göngu sína innan fárra daga. Enn og aftur hefur jörðin nýja hringferð um sólina.  
 

Á morgun fer daginn að lengja aftur um eitt hænufet. Hve stórt er þetta hænufet? Því er svarað í Almanaki Háskólans. Fyrsta skref hænunnar er aðeins 9 sekúndur, síðan 27 sek, svo 44 sek, ... og ekki líður á löngu áður en vorið er komið.

Tempus fugit;   tíminn líður!      

Aldrei virðist vera nægur tími.


Skyldi vísindamönnum einhvern tíman takast að hægja á tímanum?  - Varla, og því verðum við bara grípa til okkar ráða.

Er ekki kominn tími til að gefa sér tíma til að dást að undrum lífsins og náttúrunnar? Gefa sér tíma til að lesa góðar bækur? Gefa sér tíma til að sinna hugðarefnum sínum?    -  Gefi maður sér tíma til þess, þá líður ekki langur tími þar til manni finnst tíminn líða hægar!  Við getum gert það sjálf sem vísindamönnum tekst ekki, við getum hægt á tímanum!

anchristmastree

 

Hvað finnst þér lesandi góður. Finnst þér þú hafa nægan tíma til að sinna þínum hugðarefnum, vinum og fjölskyldu?

 

Jólin eru hátíð ljóss og friðar.
Nú skulum við njóta þess að eiga góðar stundir um hátíðarnar.

Ég óska ykkur og fjölskyldum ykkar
gleðilegra jóla.
   
Wizard

 Vetrarsólstöður eru í ár 22. des. kl. 06.08.

Sjá nýjar myndir í athugasemdum 


Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggið

Ginnungagap

Ýmislegt

Loftslag

Click to get your own widget

Teljari

free counters

Álverð

http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0

Sólin í dag:

(Smella á mynd)

.

Vinnan mín:

Olíuverðið í dag:

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.12.): 3
  • Sl. sólarhring: 48
  • Sl. viku: 245
  • Frá upphafi: 702993

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 189
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Des. 2017
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband