Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2013

Stórfengleg hikmynd frá Alþjóða Geimstöðinni...

 

 

 

 

 

Einstaklega falleg hikmynd (time lapse video) sett saman úr myndum

teknum frá Alþjóða Geimstöðinni - International Space Station.

 

Myndin er um 6 mínútna löng og má þar m.a. sjá  stórfengleg
norðurljós, vetrarbrautina og sjálfa geimstöðina.

 

Myndbandið er miklu tilkomumeira ef það er skoðað í fullri skjástærð og HD.

 

 

Tónlistin er eftir Emancipator.

Myndbandið gerði Brian Tomlinson með myndum frá NASA.

 

 

 

 


Það á ekki að refsa eldri borgurum...

 

 

Eldri borgarar
 

 

Nú eru aðeins fáeinar vikur þar til  ríkisstjórnin undir forsæti Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingríms J Sigfússonar leggur niður störf.

Ríkisstjórnin hefur ítrekað líkt sér við norræna velferðarstjórn, og því verður að gera ráð fyrir að hún hætti að níðast á eldri borgurum á Íslandi. 

Jóhanna og Steingrímur: Sýnið nú hvað í ykkur býr! 

Leiðréttið skerðingu á kjörum aldraðra áður en þið farið frá.

Þið getið ekki verið þekkt fyrir annað.

Ef ykkur er annt um orðstír ykkar, þá verðið þið að bregðast strax við!

 

 

 

Aðalfundur Félags eldri borgara í Reykjavík var haldinn föstudaginn 15. febrúar s.l.  Morgunblaðið birti eftirfarandi frétt af fundinum. (Leturbreyting bloggarans):

 

"Það á ekki að refsa eldri borgurum"

Félag eldri borgara í Reykjavík, FEB, krefst þess að lífeyrir aldraðra frá almannatryggingum verði leiðréttur strax til samræmis við kauphækkanir láglaunafólks.

FEB krefst þess einnig að sú skerðing á kjörum aldraðra, sem ríkisstjórnin ákvað frá 1. júlí 2009 verði strax afturkölluð.

„Kjararáð hefur afturkallað kauplækkun ráðherra, þingmanna og embættismanna með gildistíma frá  1.október 2011. Ríkisstjórnin verður að veita öldruðum sams konar leiðréttingu,“ segir í ályktun aðalfundar FEB sem haldinn var síðastliðinn föstudag.

„FEB telur að greiðslur úr lífeyrissjóði eigi ekki að skerða lífeyri frá almannatryggingum. Þegar lífeyrissjóðir voru stofnaðir var gert ráð fyrir því, að lífeyrir úr þeim yrði til viðbótar lífeyri frá almannatryggingum og myndi því ekki skerða bætur almannatrygginga,“ segir í ályktuninni 

Þá er þess krafist að frítekjumark vegna greiðslna úr lífeyrissjóði verði strax  hækkað.

„En í næsta áfanga verði skerðing tryggingabóta vegna lífeyrissjóðs afnumin með öllu. Við afturköllun á kjaraskerðingu frá 1. júlí 2009 verður hætt að reikna greiðslur úr lífeyrissjóði með tekjum við útreikning á grunnlífeyri almannatrygginga. Hækka þarf einnig verulega frítekjumark vegna fjármagnstekna og atvinnutekna. Það á ekki að refsa eldri borgurum fyrir að spara eða vinna.“

 

Lífeyrir verði samkvæmt neyslukönnun Hagstofunnar

FEB telur að  stefna eigi að því að hækka lífeyri aldraðra frá almannatryggingum í áföngum í upphæð sem samsvarar meðaltalsútgjöldum einstaklinga og heimila samkvæmt neyslukönnun Hagstofunnar.

„Samkvæmt síðustu neyslukönnun Hagstofunnar (des. 2012) eru meðaltalsútgjöld einhleypinga 295 þús kr. á mánuði eftir að tekið hefur verið tillit til hækkunar neysluverðs frá því, að könnunin var gerð. Hvorki skattar né afborganir og vextir er  innifalið í tölu Hagstofunnar og lyfjakostnaður vanáætlaður. En hæsti lífeyrir einhleypra ellilífeyrisþega  (framfærsluviðmið- lágmarksframfærslutrygging) frá TR er 180 þús. kr. á  mánuði eftir skatta. Það vantar því  115 þús. kr. á mánuði upp á að  lífeyrir almannatrygginga dugi fyrir neysluútgjöldum þessara einstaklinga. En aðeins mjög lítill hópur eldri borgara nýtur  framfærsluviðmiðs Tryggingastofnunar að fullu. Lífeyrir annarra ellilífeyrisþega frá TR er mikið lægri.“

 

Endurskoðun kemur ekki í stað kjaraleiðréttingar

Aðalfundurinn bendir á að endurskoðun almannatrygginga komi ekki í stað kjaraleiðréttingar vegna kjaraskerðingar og kjaragliðnunar krepputímans. „Það verður eftir sem áður að leiðrétta kjör aldraðra strax og afturkalla  kjaraskerðinguna frá 1. júlí 2009. Grunnlífeyrir er nú 34 þús. kr. á mánuði. Þeir sem misstu hann 2009 eiga að fá hann aftur nú að öðru óbreyttu.“

Þá mótmælir FEB harðlega hækkun Reykjavíkurborgar á ýmsum þjónustugjöldum aldraðra, til dæmis fyrir mat og á akstri.

 

 
 


mbl.is „Það á ekki að refsa eldri borgurum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þórsvirkjun hin mikla og vistvæna...

 

 

 

eldingar.jpg

 

Hugsað út fyrir litla ferkantaða boxið í laufléttum dúr og kannski smá hálfkæringi...

 

Hvernig væri að slá nokkrar flugur í einu höggi og uppfylla samtímis óskir náttúruverndarmanna og virkjanasinna? Framleiða vistvæna orku sem ekki veldur hnatthlýnun, veldur ekki sjónmengun eða spjöllum í íslenskri náttúru, og selja hana dýru verði um sæstreng til útlanda þar sem orkukaupendur bíða í röðum eftir því að kaupa dýru verði græna, að minnsta kosti ljósgræna, orku frá Íslandi...

Við skulum hugsa stórt...

Við virkjum á þann hátt að engin þörf er á uppistöðulónum, engin þörf á að virkja fallega fossa, engin þörf á að bora í hverasvæði til að nálgast jarðvarmann, engin brennisteinslykt, enginn gufumökkur, engar háspennulínur, engar ljótar vindmyllur.  En gjaldeyririnn mun streyma inn í stríðum straumum...

Hvernig er þetta hægt...?

Við höfum reynslu í að virkja kjarnorkuna í iðrum jarðar þar sem jarðvarmavirkjanir eru og farnir að huga að kjarnorkuveri í Vestmannaeyjum, og á upprunavottorðum sem íslenskir orkuframleiðendur gefa út kemur fram að uppruni 39% raforkunnar sem við framleiðum sé kjarnorka og 37% jarðefnaeldsneyti, svo við erum ekki alveg græn, en getum þó sagt að við séum ljósgræn. Kannski nægir það til að selja útlendingum dýru verði raforku um sæstreng.  Svo notum við auðvitað þóríum í stað úrans.


En, hvaðan á raforkan að koma, er ekki nánast bannað að virkja vatnsföllin og jarðhitann í dag...?


Við þurfum ekki að virkja vatnsföll og jarðhita til að framleiða ljósgræna orku fyrir ríka útlendinga sem vilja kaupa hana um sæstreng.

Lausnin í framtíðinni gæti verið Þóríum orkuver á Íslandi sem framleiddi rafmagn fyrir umheiminn. Lítill sem enginn geislavirkur úrgangur, engin hætta á að orkuverið bræði úr sér, o.s.frv. Sem sagt, næstum græn orka. Við erum þá ekki að tala um smávirkjun, heldur svosem tífalda Kárahnjúkavirkjun, hið minnsta. Með því að nýta Atlantshafið til að kæla eimsvalanna í stað kæliturna, og með því að reisa mannvirkið að miklu leyti neðanjarðar, og með því að reisa það á þeim stað þar sem væntanlegur strengur kemur á land, yrðu umhverfisspjöll engin. Orkuverið yrði nánast ósýnilegt þar sem það væri einhvers staðar við hafið bláa.

Engar sýnilegar byggingar, engir kæliturnar sem spúa gufumekki og engar háspennulínur; orkuverið nánast ósýnilegt. Ekki er það amalegt.    Ekki er verra að nafnið Þóríum tengist goðafræðinni, það gæfi því sérstakan dulmagnaðan blæ. Þóríum vísar til Þórs og við ætlum að nota það til að framleiða rafmagn, eins og Þór gerir reyndar sjálfur þegar hann sveiflar Mjölni svo eldingar skjótast í allar áttir og Þórsdunur gnýja.   Þar sem orkuverið losar ekki koltvísýring yrði vafalítið ekki erfitt að sannfæra náttúruverndarfólk um að rafmagnið frá Þórsvirkjun á Íslandi sé vistvænt og valdi ekki hnatthlýnun sem mörgum stendur ógn af, en Íslendingar kunna að meta.

Auðvitað er þetta framtíðardraumur...  en einhvern tíman gæti Þórsvirkjun orðið að veruleika.

Svo getur auðvitað verið að tæknin að virkja orku með samruna á hagkvæman hátt verði orðin að veruleika eftir fáeina áratugi. Þá einfaldlega skiptum við út þóríumofninum með samrunaofni þar sem eldsneytið er einfaldlega vatn...  Notum þá tækni sem Sólguðinn hefur kunnað í milljarða ára.

-

Hmmm...  Kannski Skotar verði bara á undan okkur og setji upp Þórsvirkjun í Skotlandi...   Þá þarf engan rafstreng frá Íslandi til Skotlands.  Kannski voru þetta bara draumórar og kannski eigum við ekkert að vera að hugsa um einhvern sæstreng... Ææ...

 

Eða er einhver önnur lausn...?

Jú auðvitað, við reisum álver og alla þá stóriðju sem okkur lystir á lóð Þórsvirkjunar og sleppum draumnum um sæstreng, enda flækist hann bara fyrir.

Nú geta allir verið ánægðir: Náttúruverndarfólk, virkjanasinnar og stóriðjufrumkvöðlar.

Engar háspennulínur milli orkuvers og iðjuvera, og þar með þarf ekki leyfi frá landeigendum, ekkert umhverfismat vegna lína til að flækja málin, og engar línur og möstur til að særa fegurðarskyn okkar.  Nú, orkuflutningurinn verður ókeypis og Landsnet fær ekki krónu. Orkan verður þeim mun ódýrari.

Þórsvirkjun verður að mestu niðurgrafin og sést því varla. Þórsvirkjun verður af gerð virkjana sem nefnast á misgóðu máli séstvallavirkjanir.  Engir kæliturnar sem spúa út gufu eins og við kjarnorkuver og flest jarðvarmaorkuver, því sjókæling verður notuð eins og við Reykjanesvirkjun sem Verkís hannaði með miklum sóma. 

Engin bennisteinslykt eins og fylgir oft eggjum og jarðgufuvirkjunum. Engar borholur. Engar áhyggjur af líftíma háhitasvæða.

Engin uppistöðulón, engar stíflur, engir aðrennslisskurðir.

Engar vindmyllur.

En, við flytjum orkuna út sem vöru sem unnin er á Íslandi af íslenskum vinnufúsum höndum og þurfum við því ekki vírspotta á sjávarbotni, en hann kostar langleiðina í þúsund milljarða og veldur því í ofanálag að rafmagnsreikningurinn heima hjá mér tvöfaldast. Högnumst þeim mun meira, og ekki veitir af...

Lausnin er komin! 

 

Það er þó eitt stórt vandamál: Það verður ekkert til að kvarta eða nöldra yfir, en gleymum því... Það má nöldra yfir einhverju öðru, en nú vita víst sumir hvað "eitthvað annað" er.  

 

Jæja, nú er frumhönnun lokið; er ekki rétt að fara að bretta upp ermarnar og hefjast handa? Frumhönnun lokið, næst er það forhönnun, síðan deilihönnun og loks framkvæmdir. Auðvitað verður allt unnið af Íslendingum eins og öll orkuverin í Svartsengi og á Reykjanesi. Við kunnum nefnilega til verka hér á landinu bláa.

Svo er það auðvitað spurningin með kæliturnana. Í 300 MW Þóríum orkuverinu sem þjóðverjar reistu fyrir 30 árum, THTR-300, voru notaðir kæliturnar, en í framtíðinni kann að vera að menn noti CO2 sem miðil fyrir túrbínurnar og sleppi kæliturnum (Brayton Cycle) í stað gufu (Carnot cycle) eða jafnvel isopentan eins og í Svartsengi (Rankine cycle), en nú er þetta víst orðið einum of tæknilegt og rétt að fara hætta þessu ábyrgðalausa skrafi... Wink.  Sjónmengandi kæliturna ætluðum við þó ekki að nota, heldur Atlanshafið til kælingar, ef með þarf. Það gera menn með góðum árangri í Reykjanesvirkjun, enda ekki mikil gufa sem sleppur út frá því orkuveri.

 

 

 

 

 

TED:   Kirk Sorensen: Thorium, an alternative nuclear fuel

https://www.ted.com/talks/kirk_sorensen_thorium_an_alternative_nuclear_fuel


https://www.youtube.com/watch?v=N2vzotsvvkw


 

www.energyfromthorium.com

 

 

 

_or-600w.jpg

 

 Þór sveiflar Mjölni og hefur Megingjörðina um sig miðjan

þegar hann berst við þursa og útrásartröll.

Tanngjóstur og Tanngrísnir draga vagninn.

Þórdunur og eldingar...

Raforka...

...

 

 

 

 

Thorium Energy Alliance

www.thoriumenergyalliance.com

 

 

 

 

 


Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggið

Ginnungagap

Ýmislegt

Loftslag

Click to get your own widget

Teljari

free counters

Álverð

http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0

Sólin í dag:

(Smella á mynd)

.

Olíuverðið í dag:

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.12.): 10
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 70
  • Frá upphafi: 764727

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 46
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband