Færsluflokkur: Sjónvarp
Föstudagur, 5. desember 2014
Dúndur jólastress...!
Starfsmenn verkfræðistofunnar Verkís taka þátt í Áheitasöfnun Geðveikra Jóla með frábæru jólalagi í ár. Hægt er að sjá hér þeirra framlag og einnig kjósa lagið þeirra og styrkja gott málefni. Heimsækið vefsíðu Einstakra barna, en einstök börn þjást af erfiðum og sjaldgæfum sjúkdómum: www.einstokborn.is Hægt er að heita á lag VERKÍS inni á www.gedveikjol.is eða með því að senda sms til að gefa 1.000 5.000 kr. Áheitin renna til stuðningsfélags Einstakra barna. Sendið textann 1007 í númerið 900 9501 til að gefa 1.000 kr. Sendið textann 1007 í númerið 900 9503 til að gefa 3.000 kr. Sendið textann 1007 í númerið 900 9505 til að gefa 5.000 kr |
Syngið með:
Dúndur jólastress
JÓL
Æ þarf að gera allt þó bráðum komi jól?
Við getum líka tekið því með ró!
Skrifa jólakortin, skreytog pakka inn.
Eða má, sleppa því í þetta sinn?
Baka, versla inn og þrífa hátt og lágt?
Er það nú ekki full mikið í lagt?
Því þó að allt sé eftir nú,
eigum ég og þú, saman geðveik jól.
JÓL JÓL
Finnst þér, enn að, allt verð´að vera spik & span?
Nei ég er ekki sáputusku-fan.
Ef mútta kæm´ í heimsókn og allt í drasli hér.
Hún kennir mér um, það allt hvort eð er.
Allt sem hún sér og miður fer
Ég er að missa´ða, með jólakvíða hnút.
Æ elsku besta ekki fríka út.
Því þó að allt sé eftir nú,
eigum ég og þú, saman geðveik jól.
Við dembum okkur kát og hress
JÓL
Í dúndur jólastress
JÓL
Þó að allt sé eftir nú,
eigum ég og þú, saman geðveik jól.
Svo þramm, þramm, þramma ég, allt Þorláksmessukvöld,
þeytist um, leit´a að jólagjöf.
Það er spenn, spenn, spennandi, að spæn´ um allan bæ,
og spá í allt sem ég get gefið þér.
Í geð, geð, geðveikum, spanjólagír,
svo gaman er að vera til.
Við dembum okkur kát og hress
JÓL
Í dúndur jólastress
JÓL
Þó að allt sé eftir nú
eigum ég og þú, saman geðveik jól
Við dembum okkur kát og hress
JÓL
Í dúndur jólastress
JÓL
Þó að allt sé eftir nú
eigum ég og þú saman geðveik jól.
Þó að allt sé eftir nú
eigum ég og þú saman geðveik jól.
www.gedveikjol.is
Sjónvarp | Breytt s.d. kl. 21:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 4. júlí 2014
Töfrum líkast og ótrúleg tækni --- Heilmyndir (hologram) í læknisfræðinni...
Myndbandið hér fyrir neðan er frá Ísrael og sýnir það hve ótrúlega langt heilmyndatæknin er komin. Eiginlega miklu lengra en maður átti von á. Töfrum líkast er vægt til orða tekið. Heilmyndir, almyndir eða hologram myndir eru yfirleitt gerðar með hjálp lasertækninnar, en það var árið 1971 sem rafmagnsverkfræðingurinn Dr. Dennis Gabor (1900-1979) hlaut Nóbelsverðlaunin fyrir þessa uppfinningu sína, en það var þegar árið 1947 sem hann sýndi fram á frumhugmyndir með síuðu venjulegu ljósi. Það var þó ekki fyrr en leysirinn (laser) kom til sögunnar um 1960 að hægt reyndist að gera nothæfar heilmyndir. Bloggarinn minnist þess tíma þegar laserinn var að slíta barnsskónum og meðal annars notaður til að gera ófullkomnar heilmyndir. Hann skrifaði pistil um laser í De Rerum Natura í janúar árið 1966, þá tvítugur. Kannski er það þess vegna sem honum þykir þessi tækni einkar áhugaverð |
Eftir fáein ár verður væntanlega hægt að taka svona heilmyndir af fólki í fullri líkamsstærð og varðveita í tölvu. Síðan, jafnvel þegar fólk er löngu látið, verður hægt að kalla það fram inn í stofu nánast eins og það væri sprellifandi. - Datt einhverjum í hug afturgöngur?
Áhugaverðar síður frá Real View með svipuðu efni: |
Dennis Gabor
Sjónvarp | Breytt s.d. kl. 10:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Fimmtudagur, 13. febrúar 2014
Norðurljósaspá fyrir 14. og 15. febrúar...
Á líkaninu hér fyrir neðan má sjá kórónuskvettu á leið til jarðar.
Samkvæmt því má búast við norðurljósum 14. og jafnvel 15. febrúar.
Sólvindurinn.
Þéttleiki rafgassins í sólvindinum sést á efri hluta myndarinnar.
Hraði sólvindsins sést á neðri hluta myndarinnar.
Sólin er guli depillinn í miðjum hringnum. Horft er "ofan á" sólkerfið. Jörðin er græni depillinn hægra megin.
Ferillinn hægra megin sýnir einnig hvenær kórónuskvettan skellur á jörðinni. Takið eftir tímanum efst á myndinni.
Sjá útskýringar neðst í glugganum (skruna niður með rennibrautinni).
The top row plots show predictions of the solar wind density. The bottom row plots show solar wind velocity.
The circular plots on the left are a view from above the North Pole of the Sun and Earth, as if looking down from above. The Sun is the yellow dot in the center and the Earth is the green dot on the right. Also shown are the locations of the two STEREO satellites. These plots often depict spiral structures, due to solar rotation, as described above.
The wedge-shaped plots in the center provide a side view, with north at the top and south at the bottom.
The graphs on the right show the model predictions for the time evolution of density and velocity at the locations of Earth and of the two STEREO spacecraft. The yellow vertical line is in sync with the movies on the left, so it is possible to see how values of density and velocity correspond to particular solar wind structures.
http://www.swpc.noaa.gov/wsa-enlil/
*** *** *** *** *** *** *** *** ***
http://www.swpc.noaa.gov/ovation
Norðurljósaspá
Spáin gildir alltaf "eftir hálftíma" :-)
Takið eftir tímanum efst til hægri.
Myndin uppfærist reglulega. Notið F5 til að kalla fram nýjustu myndina.
Ath. Einhverjir hnökrar með sumum vefskoðurum. Nýjasta mynd kemur ekki alltaf rétt. Chrome og Opera virðast vinna vel.
*** *** *** *** *** *** *** *** ***
Segulmælingastöðin Leirvogi
Ef töluverð ókyrrð sést hægra megin á ferlinum, þá er líklegt að norðurljós séu yfir Íslandi.
Leirvogur Iceland Magnetic Observatory
http://www.raunvis.hi.is/~halo/leirvogur.html
http://www.raunvis.hi.is/~halo/haloft.html
http://mms.rice.edu/realtime/forecast.html
Sjá vefsíðuna
Norðurljósaspá
Norðurljósasýning á degi elskenda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sjónvarp | Breytt 15.2.2014 kl. 14:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Sunnudagur, 10. mars 2013
Stórmerkilegt myndband: Dýrahjarðir notaðar til að breyta eyðimörkum í gróðurlendi...
Fyrir skömmu hélt Dr. Allan Savory fyrirlestur á TED um hvernig snúa má við þeirri þróun, að land er víða að breytast hratt úr gróðurlendi í eyðimörk. Líklega er þetta með því merkilegasta sem ég hef kynnst. Þetta er ekki bara tilgáta, heldur hefur aðferðin verið sannreynd víða um heim. Það er ljóst að með þessari aðferð er hægt að auka matvælaframleiðslu víða um heim, m.a. í Afríku þar sem hungursneyð og fátækt er víða. Ekki nóg með það, heldur er þetta mjög áhrifamikil aðferð til að vinna á móti losun á koltvísýringi, eins og fram kemur í lok erindisins, enda nærist gróðurinn á þessu efni. Í stórum dráttum kemur þetta fram í TED fyrirlestrinum: Aðferðin, sem fyrst og fremt kemur að notum þar sem úrkoma er stopul eins og m.a í Afríku, snýst um að láta stórar dýrahjarðir með skipulagi troða niður gróðurinn í skamma stund á réttum tíma. Þannig er líkt eftir stóru dýrahjörðunum sem reikuðu um gresjurnar áður fyrr. Með þessu vinnst m.a.: Myndbandið er um 20 mínútna langt, en tímanum er mjög vel varið í að hlusta og horfa á myndir af landsvæðum sem hafa gerbreyst. Sjálfsagt verða margir undrandi.
Allan Savory: How to green the world's deserts and reverse climate change
(Svo það fari ekki á milli mála, og með mikilli einföldun, þá nægir ekki að einn grasbítur sé 100 daga á einum hektara, heldur þarf átroðslu hundrað dýra hjarðar í einn dag, til að ná árangrinum sem kynntur er. Þetta er auðvitað mikil einföldun, en það er álag og átroðsla margra dýra í skamman tíma sem þarf til, en ekki samfelld beit. Nánar í myndbandinu).
Sjá vefsíðu TED: Fighting the growing deserts, with livestock: Allan Savory at TED2013.
Mun lengra erindi er á vef FEASTA - The Foundation for the Economics of Sustainability. Þessi fyrirlestur er haldinn á Írlandi, en þar höfðu stjórnvöld áhyggjur af metanlosun búfénaðar. Fyrirlesarinn telur að skoða verði málið í heild, eins og fram kemur á vefsíðunni. Smella hér. Erindið þar er um klukkustundar langt, en einnig er þar 10 mínútna úrdráttur með því helsta. Bæði myndböndin eru hér fyrir neðan. Þetta stutta myndband með úrdrættinum er sjálfsagt að horfa á: * * Hér er svo allur fyrirlesturinn fyrir þá sem hafa mikinn áhuga: ++ *
Það er ótrúlegt, en þessar tvær myndir eru teknar frá nákvæmlega sama sjónarhorni. Örin bendir á sömu hæðina í bakgrunni. Það var reyndar ekki fyrr en 1978 sem farið var að beita aðferðinni á þetta land, þó svo að fyrri myndin sé tekin 1963. Það gjörbreyttist því á aldarfjórðungi. Fleiri myndir hér.
|
http://achmonline.squarespace.com
http://www.holisticresults.com.au
Sjónvarp | Breytt s.d. kl. 12:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (25)
Sunnudagur, 20. janúar 2013
Antikyþera reiknivélin, 2100 ára hátæknitölva...
Hátæknibúnaðurinn sem fannst árið 1901 í skipi sem sökk við eyjuna Antikyþera skammt norðvestur af Krít um 80 fyrir Krist hlýtur að teljast meðal merkustu fornminja allra tíma. Þetta er furðuflókinn tölvubúnaður eða reiknivél sem nota mátti fyrir flókna stjarnfræðilegra útreikninga. Tækið er frá því um 100 fyrir Krists burð, og því meir en 2000 ára gamalt. Hugsanlega má rekja tilvist þess til smiðju Arkímedesar þó svo hann hafi dáið um hundrað árum áður en þessi vél var smíðuð. Vel má ímynda sér að Arkímedes hafi gert frummyndina. Þetta er reyndar ekki stafræn tölva (digital computer) eins og við þekkjum í dag, heldur hliðræn tölva (analog computer) sem notar fjöldan allan af tannhjólum, gírum og öðrum vélbúnaði í stað rafeindarása. Þetta er ótrúleg smíði og mikið hugvit og þekkingu á stærðfræði ásamt smíðakunnáttu hefur þurft til að hanna og smíða gripinn. Það kemur á óvart að þessi flókni gripur er ekki mikið stærri en ferðatölva í dag. Hér hefur snillingur komið að verki. Hugvitið og þekkingin sem liggur að baki þessarar smíði er það mikil að maður fellur nánast í stafi við tilhugsunina. Hvað varð um þessa þekkingu og hvers vegna gleymdist hún? Hvernig væri þjóðfélag okkar í dag hefði þetta hugvit og tækniþekking náð að þróast áfram í stað þess að falla í gleymsku? Mikill fróðleikur er til á netinu og í fræðigreinum um Antikyþera tölvuna og verður hann ekki endurtekinn í þessum stutta pistli, en í þess stað vísað í myndbönd, myndir og vefsíður sem fjalla um þennan merkisgrip. Myndböndin er rétt að skoða í fullri skjástærð og hámarksupplausn ef þess er kostur. Nýleg mjög áhugaverð kvikmynd frá BBC um þennan merkisgrip er hér fyrir neðan.
---
Á vefsíðu hins þekkta tímarits Nature er fréttagrein um Antikyþera tölvuna hér. Myndband Nature, hluti 1 og hluti 2:
Þrjár röntgen sneiðmyndir af gripnum:
Líkan smíðað með Lego sýnir vel hve flókinn búnaðurinn er:
Líkan smíðað í stærð armbandsúrs:
Michael Wright: Líkan smíðað:
Og það virkar!:
Nútíma tölvulíkan sýnir hvernig hin forna tölva vinnur:
Áhugavert: Klukkutíma löng mynd frá BBC: Antikythera Mechanism, The Two Thousand Year Old Computer. (Horfa í fullri skjástærð og 720HD upplausn):
Ekki síður áhugavert:
"Ekkert verður til af engu. Einnig menningin, hversu frumleg hún virðist vera í fyrstu, á sér djúpar rætur, sem oft og einatt liggja víða að. Á þetta sér jafnt stað um grísku menninguna sem menningu allra annarra þjóða. Enda þótt Forngrikkir væru ákaflega gáfuð þjóð og allt léki svo að segja í höndum þeirra, var menning þeirra sjálfra svo sem engin, er þeir settust fyrst að í landinu. Á hinn bóginn urðu þeir svo skjótir til menningar og menning þeirra varð svo mikil og fögur, að það er nær óskiljanlegt, hversu bráðþroska þeir urðu, nema þeir hafi sætt því meiri áhrifum utan frá. Og ef við lítum á landabréfið, dylst okkur ekki, að svo hefur hlotið að vera. Þarna lá Egyptaland, einhver helsta bækistöð fornmenningarinnar, sunnan að Miðjarðarhafi, og áin Níl, lífæð lands þessa, kvíslaðist þar út í hafið, líkt og hún vildi spýja hjartablóði menningar sinnar út til beggja hliða..." Saga Mannsandans, Hellas, Ágúst H. Bjarnason 1950.
The Antikythera Mechanism Research Project í Grikklandi hér. Grein sem birtist árið 2008 í Nature Calendars with Olympiad display and eclipseprediction on the Antikythera Mechanism má skoða á vefnum hjá EBSCOhost.com hér. Sem handrit má lesa greinina á vef www.antikythera-mechanism.gr hér. Mjög áhugavert ítarefni við greinina má sækja á vef hist.science.online.fr hér. Grein í Nature 2010 Mechanical Inspiration má lesa hér á vef Nature.
World Mysteries: Antikythera Mechanism Universe Today: The Antikythera Time Machine.
Allar greinar sem tengdar eru þessari færslu eru aðgengilegar á netinu. Sjá hér að ofan. |
Sjónvarp | Breytt 26.9.2015 kl. 10:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 30. desember 2012
Tvær sláandi myndir af sólinni...
Það er ótrúlegur munur á þessum myndum.
Efri myndin er tekin við sólblettahámarkið 2001.
Neðri myndin er tekin í dag 30. des. 2012, en sólsveiflan hefur
nánast aftur náð hámarki.
Hvers vegna er þessi munur?
Þrísmella á myndir til að sjá stærra eintak.
Hér er skýringin á þessum mun:
Neðsti ferillinn er núverandi sólsveifla sem er að nálgast hámark.
Rauði ferillinn er sveiflan sem var í hámarki 2001.
Sólvirknin fer minnkandi.
Sjá nýlegan pistil:
Sól ég sá, sanna dagstjörnu, drjúpa dynheimum í ---
Sólvirknin nálgast hámark sem er mun lægra en hið fyrra...
Sjónvarp | Breytt s.d. kl. 22:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 16. desember 2012
NASA fjallar um væntanlegan heimsendi - Myndband...
Það hefur væntanlega ekki farið fram hjá neinum
að heimurinn á að farast á vetrarsólstöðum í ár.
En er það ekki bara bull?
NASA hefur séð ástæðu til að gera myndband um málið.
Vefsíða NASA um heimsendinn:
Why the World Didn't End Yesterday
- - -
Hér er vefsíða fyrir þá sem trúa á heimsendi:
Sjónvarp | Breytt 17.12.2012 kl. 07:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Miðvikudagur, 25. júlí 2012
Reynsla Grikkja af Kínverjum í höfninni í Píreus...
Það er fróðlegt að skoða myndbandið hér fyrir ofan sem ættað er frá sjónvarpsstöð Evrópuþingsins og má einnig sjá hér á vefsíðu European Parliament/EuroparITV. Þar er fjallað um reynslu Grikkja af umsvifum Kínverja í höfninni í Píreus. Myndbandið er með enskum texta.
Það er einnig fróðlegt að lesa þessa grein um sama mál: In Greek Port, Storm Brews Over Chinese-Run Labor þar sem meðal annars er fjallað um slæm kjör kínverskra starfsmanna og aðbúnað þeirra.
Der Spiegel: Good friends are here to help: Chinese Investors Take Advantage of Greek Crisis. Um höfnina í Píreus: "The conditions here are like something from the darkest Middle Ages"
Er þetta það sem við viljum?
|
Vilja rannsókn á tengslum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sjónvarp | Breytt s.d. kl. 20:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Föstudagur, 3. febrúar 2012
Ótrúlegt og kannski pínulítið óhuggulegt...
Einhvern vegin dettur mér í hug kvikmynd Alfred Hitchcock, eða innrás geimvera þegar ég horfi á þetta myndband. Það er ekki laust við að það fari um mann smá hrollur þegar maður sér þessa tækni sem þróuð er hjá Háskólanum í Pennsylvaníu, nánar tiltekið GRASP rannsóknarstofunni sem þróar hátækni vélmenni....
Og svo... Ein frægasta hryllingsmynd allra tíma sýnd á ofurhraða:
Góða helgi!
|
Sjónvarp | Breytt s.d. kl. 17:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Laugardagur, 10. desember 2011
Flug-glannaskapur, eða er þetta framtíðin...?
Lengi hefur menn dreymt um að smíða sér vængi eða flugham og fljúga frjálsir sem fuglar himinsins. Sumir hafa látið drauminn rætast, eins og Íkarus Dædalusson hinn gríski sem flaug of nærri sólinni og Hinrik Hinriksson frá Iðu sem smíðaði sér flugham og flaug yfir Hvítá fyrir þrem öldum.
Ofurhugar nútímans sem sýna listir sínar í myndböndunum hér fyrir neðan kunna að láta þennan draum rætast. Þotuflug og svifflug. Það liggur við að maður öfundi þá dálítið og fái smá fiðring í magann...
Fyrir um 300 árum, eða snemma á 18. öld var unglingspiltur á Iðu í Skálholtssókn, sem Hinrik Hinriksson hét. Hann var frábær að hagleik og hugviti. Hann reyndi að búa sér til flugham, og voru vængirnir úr fuglavængjum. Honum tókst þetta svo vel, að hann gat hafið sig á loft í hamnum og flogið stuttan spöl. En jafnvæginu átti hann erfitt með að halda, höfuðið vildi snúa niður, en fæturnir upp. Samt áræddi hann að fljúga yfir Iðu frá Skálholtshamri, en þar er áin mjó, og tókst honum það. Nú fundu menn sér skylt að stemma stigu fyrir fífldirfsku hans, og var hamurinn tekinn af honum og eyðilagður, en honum harðbannað að búa til annan.
Sagan er sögð skráð af Brynjúlfi Jónssyni (1838-1914) fræðimanni frá Minna-Núpi eftir aldraðri konu.
Gamalt íslenskt handrit: Volare Necesse Est |
Sjónvarp | Breytt 11.12.2011 kl. 15:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Um bloggið
Ginnungagap
Ýmislegt
Loftslag
Teljari
Álverð
Sólin í dag:
(Smella á mynd)
.
Olíuverðið í dag:
Nýjustu færslur
- Kínverskur loftbelgur yfir Ameríku, og Amerískur belgur yfir ...
- Vísindavefurinn: Getum við seinkað klukkunni á Íslandi og fen...
- Sjálfstæðisflokkurinn með tæplega 19% meira fylgi en Samfylki...
- Bjarni Sigurðsson harmonikkusnillingur frá Geysi. Fáein orð...
- Hvers vegna valdi Apple ekki Ísland fyrir gagnaver...?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (13.12.): 13
- Sl. sólarhring: 13
- Sl. viku: 75
- Frá upphafi: 764772
Annað
- Innlit í dag: 9
- Innlit sl. viku: 48
- Gestir í dag: 9
- IP-tölur í dag: 9
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Tenglar
Ýmsar vefsíður
- Efnisyfirlit pistla
- Lofthiti - Sjávarstaða - Hafís - Sólvirkni... Beintengdir ferlar
- Club du Soleil Greinar um samaspil sólar og veðurfars
- Stjörnufræðivefurinn
- Astronomy Picture of the Day
- Climate4you
- Watts Up With That?
- World Climate Report
- CO2 Science
- The Reference Frame
- Climate-Audit
- ICECAP
- The Air Went
- Science Sceptical Blog
- Roy Spencer
- Friends of Sience
- Prometheus
- Öldur aldanna. Sjaldan er ein báran stök - einnig í veðurfari? (2003) Vefsíða ÁHB
- Gróðurhúsaáhrif eða eðlilegar sveiflur í virkni sólar? (Grein í Lesbók Mbl. 20. júní 1998) Höfundur Ágúst H. Bjarnason
- Er jörðin að hitna?-Ekki er allt sem sýnist (1998) Vefsíða ÁHB
Uppskriftir
Ýmsar mataruppskriftir
Myndaalbúm
Bloggvinir
- majab
- ragu
- amadeus
- andres08
- apalsson
- asabjorg
- askja
- astromix
- baldher
- biggibraga
- bjarkib
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- bjorn-geir
- blindur
- bofs
- brandarar
- daliaa
- darwin
- duddi9
- ea
- egillsv
- einari
- einarstrand
- elinora
- elvira
- emilhannes
- esv
- eyjapeyji
- fhg
- finder
- finnur
- fjarki
- flinston
- frisk
- gattin
- geiragustsson
- gillimann
- gretaro
- gthg
- gudmbjo
- gudni-is
- gummibraga
- gun
- gutti
- haddi9001
- halldorjonsson
- halldors
- hlini
- hof
- hordurhalldorsson
- hreinsamviska
- hronnsig
- hugdettan
- icekeiko
- ingibjorgelsa
- jakobbjornsson
- jakobk
- johannesthor
- johnnyboy99
- jonaa
- jonasgunnar
- jonmagnusson
- jonpallv
- jonthorolafsson
- juliusvalsson
- karljg
- katrinsnaeholm
- kikka
- kje
- klarak
- kolbrunb
- krissiblo
- ksh
- kt
- lehamzdr
- liljabolla
- lillagud
- lindalea
- lucas
- maeglika
- maggij
- maggiraggi
- marinomm
- martasmarta
- marzibil
- mberg
- midborg
- minos
- morgunbladid
- mosi
- mullis
- naflaskodun
- nimbus
- nosejob
- omarbjarki
- ormurormur
- palmig
- perlaoghvolparnir
- peturmikli
- photo
- possi
- prakkarinn
- raggibjarna
- rattati
- ravenyonaz
- redlion
- rs1600
- rynir
- saemi7
- sesseljamaria
- sigfus
- sigurgeirorri
- sjalfstaedi
- sjerasigvaldi
- skari60
- skulablogg
- sleggjudomarinn
- stebbix
- steinibriem
- steinnhaf
- stinajohanns
- stjornuskodun
- storibjor
- straitjacket
- summi
- tannibowie
- thil
- thjodarskutan
- throsturg
- toro
- tryggvigunnarhansen
- valdimarjohannesson
- valdinn
- vefritid
- vey
- vidhorf
- vig
- visindin
- vulkan
- kristjan9
- arkimedes
- kliddi
- eliasbe
Eldri færslur
- Febrúar 2023
- Janúar 2019
- Maí 2018
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- Ágúst 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði