Bloggfærslur mánaðarins, október 2010

Góð grein Styrmis í Sunnudagsblaði Moggans: "Við búum í sjúku samfélagi"...


 

moggi_logo-skuggaverkun.jpg

 

Styrmir Gunnarsson skrifar einstaklega góða grein í Sunnudagsblað Morgunblaðsins í dag 31. október. Ég er svo hjartanlega sammála, að ég tek mér bessaleyfi og birti hana alla hér fyrir neðan.

Vona að mér fyrirgefist að biðja ekki um leyfi. Ábyrgðarmaður þessa pistils þakkar Styrmi fyrir góða grein sem full ástæða er til að vekja athygli á. Ekki síst á greinin erindi til okkar sem skrifa bloggpistla.

Leturbreytingar eru á ábyrgð bloggarans og eru gerðar til að auðvelda lestur af skjá og um leið leggja áherslu á það sem bloggaranum finnst rauði þráðurinn í greininni.

Áður hefur verið fjallað hér um grein Kolbrúnar Bergþórsdóttur sem nefnist "Ætlarðu að segja af þér". Að sumu leyti er þar fjallað um hliðstætt efni og í grein Styrmis. Sjá hér.

Greinin Styrmis er hér á bls. 26 í Morgunblaðinu 31. október 2010 (Sunnudagsmogganum).

 

 

 

Við búum í sjúku samfélagi
sturmir_gunnarsson.jpgViðbrögð í Færeyjum við samkynhneigð vöktu athygli hér á Íslandi síðla sumars og spurningar um hvers konar samfélag hefði orðið til í því fámenni og einangrun, sem Færeyingar hafa lengst af búið við. Viðbrögðin bentu til lokaðs samfélags, þar sem umtalsverð þröngsýni ríkti. Síðar hef ég heyrt á förnum vegi, að mörgum ungum Færeyingum þyki erfitt að búa í því samfélagi og fylgja þeim óskráðu reglum, sem þar eru um samskipti fólks. Sumir þeirra leiti gjarnan á brott.
 
Við Íslendingar horfum til Færeyja úr fjarlægð og sjáum þess vegna kannski betur en þeir sjálfir styrkleika þeirra og veikleika. Viðbrögð Færeyinga við hruninu á Íslandi gleymast aldrei, alla vega ekki núlifandi kynslóðum Íslendinga. Slíkur var drengskapur þeirra.
 
En um leið er það áleitin spurning, hvort við sjáum ekki sjálf okkur með einhverjum hætti í færeysku samfélagi. Við erum líka fá, þótt við séum fleiri en Færeyingar. Við höfum líka lengst af búið við mikla einangrun, þótt hún hafi verið rofin hér eins og þar á seinni áratugum. Viðbrögðin í Færeyjum við samkynhneigð nú voru þau sömu og á Íslandi fyrir hálfri öld.
 
Sú spurning hefur leitað á mig undanfarin misseri, þegar ég hef fylgzt með umræðum hér á Íslandi um okkar eigin málefni, hvort við búum í sjúku samfélagi, hvort fámennið og sú hugmyndalega einangrun, sem við búum enn við þrátt fyrir öll samskipti út og suður, hafi sýkt samskipti fólks með svo alvarlegum hætti, að erfitt verði að brjótast út úr því.
 
Stundum fæ ég bréf frá fólki, sem ég þekki ekki, vegna skrifa minna hér í Morgunblaðið og að nokkru leyti einnig vegna skrifa á lítinn vefmiðil, sem við Björn Bjarnason, fyrrverandi alþingismaður og ráðherra, höldum úti um málefni Íslands og Evrópusambandsins og nefnist evrópuvaktin.is.
 
Þegar ég hóf skrif þessa pistils á fimmtudagsmorgni fékk ég bréf frá einum lesanda Evrópuvaktarinnar, sem kallaði mig og mína skoðanabræður í ESB-málum nánast »hyski«. Ég svaraði bréfinu kurteislega, kvaðst tilbúinn til skoðanaskipta og rökræðna um ESB og Ísland en það væri óneitanlega erfitt ef bréfritari liti á mig sem »hyski«, sem ætti að hafa sig á brott frá Íslandi. Til baka kom kurteislegt svar, sem sýndi að bréfritaranum var ofboðið vegna ástandsins í því samfélagi, sem við búum í, og átti erfitt með að sjá einhverja útleið og gerði sér alveg grein fyrir að eðlilegt væri að við töluðum saman á annan hátt, þótt skoðanamunur væri til staðar um Evrópumál.
 
Umræðuvenjur okkar Íslendinga eru vísbending um, að við búum í sjúku samfélagi. Við stöndum ekki úti í miðjum drullupolli, ef þá er einhvers staðar að finna, og köstum drullu í vegfarendur. En við gerum það ef við setjumst niður og skrifum greinar í blöð eða á vefmiðla, tölvupóst eða nýtum aðra þá samskiptatækni, sem nútíminn býður upp á. Af hverju þetta stöðuga skítkast í annað fólk? Af hverju er ekki hægt að ræða um sameiginleg málefni lands og þjóðar án þess að hafa uppi persónulegar svívirðingar um nafngreinda einstaklinga?
 
Vinsælasta fréttaefnið er um meintar ávirðingar einhverra einstaklinga. Vilji menn ná eyrum ljósvakamiðla sérstaklega en dagblöð ekki undanskilin er eina örugga leiðin til þess að nota nógu sterk orð um náungann. Bloggskrif eru kapítuli út af fyrir sig að ekki sé talað um nafnlaus bloggskrif. Þeir sem gera tilraun til að ræða um málefni út frá efnislegum forsendum en ekki á persónulegum nótum ná sjaldnast athygli.
 
Það er sennilega rangt hjá mér að telja umræðuhætti okkar vísbendingu um að við búum í sjúku samfélagi. Líklegra er að sá sjúkdómur sé staðreynd. Hann hefur búið um sig, vaxið og dafnað í fámenninu og myrkri hugans og brýzt fram með þeim hætti að það er einungis þriggja kosta völ: vaða út í drullupollinn og taka þátt í skítkastinu, draga sig í hlé og loka sig inni í eigin músarholu eða flytja af landi brott eins og margir ungir Færeyingar og Íslendingar vilja helzt gera.
 
Hér er um að ræða sálrænt vandamál heillar þjóðar. Þegar einstaklingur á við alvarleg sálræn vandamál að stríða hefur það áhrif á líðan hans og hegðun. Þegar heil þjóð á við slíkan vanda að etja hefur það sömu áhrif. Fólki líður illa og skeytir skapi sínu á náunganum og þjóðin sem slík kemst ekkert áfram, að ekki sé talað um að vinna sig upp úr öldudal af einhverjum krafti.
 
Það er orðið tímabært að við sem þjóð og samfélag ræðum þetta vandamál opið og af hreinskilni. Og gerum tilraun til að rífa okkur upp úr þeim farvegi, sem við erum í. Við getum hneykslast á þröngsýni og lokuðum heimi nokkurra Færeyinga varðandi samkynhneigð en það mundi skila meiri árangri ef við reyndum að gera okkur grein fyrir því að við höfum sjálf lokað okkur inni í lokuðum og þröngum heimi, sem er ekki frýnilegur þegar litið er inn í hann utan frá.
 
Gamall samstarfsmaður minn á Morgunblaðinu, Matthías Johannessen, sagði stundum að það yrði að stinga á kýlinu og hleypa greftrinum út. Það þarf íslenzkt samfélag að gera, stinga á kýlinu og láta gröftinn vella út.
 
Það er haft orð á þessu hér vegna þess, að sálræn hreinsun af þessu tagi er forsenda fyrir því að þjóðin nái sér á strik eftir hrun.
 
Getur RÚV ekki tekið upp vikulegan þátt, þar sem fjallað er um sálræn vandamál hins íslenzka samfélags, umræðuhætti þjóðarinnar og aðra ósiði og sjá, hvort slík umfjöllun getur ekki leitt okkur af braut sundrungar og mannorðsmorða til sátta og samstöðu?

 

 

 --- --- ---

 

Bloggarinn getur ekki annað en tekið undir þessi orð Styrmis
og vonar að fleiri séu sama sinnis...
 
 
Einnig er minnt á  þær reglur sem gilda um athugasemdir sem skrifaðar eru við þessa bloggpistla.
Aðeins málefnalegar athugasemdir sem skrifaðar eru án skætings og undir fullu nafni verða birtar.

Sjá reglur hér.

 


Rafeindahernaður - Electronic Warfare - er raunveruleg ógn við innviði landsins...

 

 Trójuhestur

 
 

Með meiri ógnunum sem steðja að nútímaþjóðfélögum er rafeindahernaður. Er þá ekki átt við tiltölulega meinlausar árásir tölvuhakkara á vefsíður fyrirtækja og stofnana, heldur árásir erlendra leyniþjónusta og jafnvel hryðjuverkasamtaka á innviði þjóðfélagsins, svo sem raforkuver og símakerfi.

Reyndar stendur hugtakið rafeindahernaður, eða "Electronic Warfare",  fyrir töluvert breiðara svið en skemmdaverk og árásir með hjálp tölvuvírusa, Trójuhesta og tölvuorma, þar sem það nær einnig yfir það að trufla radíófjarskipti o.fl. með rafsegulbylgjum. Þetta er dauðans alvara eins og t.d. þessi auglýsing Bandaríkjahers eftir sérfræðingum bendir til.

Hugtakið "Cyber Warfare" nær ef til vill betur yfir það sem þessi pistill fjallar um. Sjá umfjöllun um Cyberwarfare á Wikipedia hér. Mörkin milli Electronic Warfare og Cyber Warfare eru þó ekki skýr.

Hér er eingöngu ætlunin að skoða möguleika á árásum á innviði þjóðfélagsins, svo sem raforkuframleiðslu og dreifingu. Einnig "nýja" gerð af tölvuóværu sem menn eru farnir að óttast, svokallaða kísil-trójuhesta.

Hvað er Trójuhestur og önnur óværa í tölvukerfum? Allir vita væntanlega af hverju myndin er efst á síðunni. Hún er af Trójuhestinum sem Grikkir smíðuðu í Trójustríðinu sem getið er um í grískri goðafræði. Sjá hér.  Trójuhesturinn var risastór tréhestur sem grískir hermenn notuðu til að smygla sér  inn í Tróju. Á svipaðan hátt vinna svokallaðir Trójuhestar í tölvukerfum. Trójuhestar í tölvukerfum eru forrit sem komast inn í tölvukerfin á fölskum forsendum og hægt er að nota til nánast hvers sem er þegar þau eru einu sinni komin inn. Hér er fjallað á íslensku um Trójuhesta, vírusa og orma.

0921-acyberweapon-bushehr-iran-nuclear_full_600.jpgFyrir skömmu var svona Trójuhesti beint að Bushehr kjarnorkuverinu í Íran.  Sumir telja að Ísraelska leyniþjónustan hafi átt þátt í þessu máli, en enginn er viss. Það er þó vitað að þetta var mjög sérhæfð óværa sem beint var að tölvukerfi af þeirri gerð sem mikið er notuð í iðnaði, þ.e. skjákerfi og iðntölvur (SCADA & PLC). Þessi ákveðna óværa, tölvuormur, gengur undir nafninu Stuxnet og er t.d. fjallað um hana hér á vef Symantec. Það fer ekki á milli mála að Stuxnet hefur verið beitt í þeim tilgangi að ráðast á iðnstýringar og má lesa ítarlega skýrslu Symantec hér. Þessi ormur hefur þá náttúru að hann skríður um iðntölvukerfið, breytir forriti þess og felur slóð sína. Sjá einnig frétt um málið hjá Daily Mail.

Eftirfarandi er af fyrstu og síðustu síðum hinnar löngu greinargerðar frá Symantec, en margir þekkja fyrirtækið sem framleiðanda hins þekkta Norton vírusvarnarforrits:

symantec-logo-300dpi.jpgIntroduction
W32.Stuxnet has gained a lot of attention from researchers and media recently. There is good reason for this. Stuxnet is one of the most complex threats we have analyzed....Stuxnet is a threat that was primarily written to target an industrial control system or set of similar systems. Industrial control systems are used in gas pipelines and power plants. Its final goal is to reprogram industrial control systems (ICS) by modifying code on programmable logic controllers (PLCs) to make them work in a manner the attacker intended and to hide those changes from the operator of the equipment....The ultimate goal of Stuxnet is to sabotage that facility by reprogramming programmable logic controllers (PLCs) to operate as the attackers intend them to, most likely out of their specified boundaries.

...
...

Summary
Stuxnet represents the first of many milestones in malicious code history – it is the first to exploit four 0-day vulnerabilities, compromise two digital certificates, and inject code into industrial control systems and hide the code from the operator. Whether Stuxnet will usher in a new generation of malicious code attacks towards real-world infrastructure—overshadowing the vast majority of current attacks affecting more virtual or individual assets—or if it is a once- in-a-decade occurrence remains to be seen.

Stuxnet is of such great complexity—requiring significant resources to develop—that few attackers will be capable of producing a similar threat, to such an extent that we would not expect masses of threats of similar in sophistication to suddenly appear. However, Stuxnet has highlighted direct-attack attempts on critical infrastructure
are possible and not just theory or movie plotlines.

The real-world implications of Stuxnet are beyond any threat we have seen in the past. Despite the exciting challenge in reverse engineering Stuxnet and understanding its purpose, Stuxnet is the type of threat we hope to never see again.

 

 

Nú vita menn ekki hvort það var ásetningur að lama stjórnkerfi kjarnorkuversins, eða að þetta hafi bara verið æfing fyrir eitthvað annað og meira. Það er þó ljóst að þetta atvik hefur sýnt ótvírætt að þessi hætta er raunveruleg. Útilokað er að þarna hafi amatörar eða hakkarar verið að verki, því þeir hafa ekki næga þekkingu á iðntölvum sem vinna á allt annan hátt en hefðbundnar PC tölvur. Þarna er aðferð sem óvinaþjóðir geta notað til að lama orkuver nánast innanfrá með því að eyðileggja taugakerfi þeirra, ef nota má þá samlíkingu. Eða, endurforrrita stjórnkerfi þess þannig að það eyðileggi sjálft sig.

Í Íranska kjarnorkuverinu er talið að smitleiðin hafi verið um USB minnislykil sem einn rússnesku tæknimannanna var með. Hvernig smitið barst á hann er minna vitað um.

-

Hvernig dreifa óværur eins og ormar, vírusar og Trójuhestar sér?

Hugsanlega er algengasta aðferðin að dreifa vírusum með viðhengjum tölvubréfa. Þá aðferð  þekkja flestir. Einnig eru sumar vefsíður vafasamar og geta smitað tölvuna með óværu ef óvarlega er farið og tölvan er ekki með gott nýlega uppfært vírusvarnarforrit. Þetta vita flestir.

cpu.pngÖnnur aðferð til að dreifa svona óværum er öllu óhugnanlegri. Lítið hefur verið fjallað um þessa aðferð, en ljóst er að margir hafa þungar áhyggjur. Þessi óværa gengur stundum undir nafninu Silicon-Trojan eða kísil-Trójuhestur.

Ýmsir íhlutir í tölvubúnað, svo sem örgjörvar, samrásir fyrir netsvissa, skjákort o.m.fl. eru framleiddir í láglaunalöndum hinum megin á hnettinum.  Made in xxx stendur á þessum tölvukubbum eða samrásum (integrated circuit). Þetta eru gríðarlega flóknar rásir með tugþúsundum eða milljónum transistora og oftar en ekki með eigin tölvu og tölvuforrit. Stundum er svona forrit kallað firmware til aðgreiningar frá venjulegum hugbúnaði, eða software.

Þessi forrit sem byggð eru inn í samrásirnar, eða tölvukubbana eins og við köllum þetta oft, geta verið gríðarlega stór og flókin. Hve stór? Jafnvel hundrað þúsund línur af tölvukóða eða meira. Það er því lítið mál að koma fyrir Trójuhesti sem smá viðbót við þennan kóða án þess að nokkur verði þess var. Trójuhesturinn getur síðan innihaldið orma og vírusa sem hægt er að hleypa út í tölvuna með einhverjum lymskulegum aðferðum. Óværan blundar í milljónum tölva um allan heim og bíður þess að kallið komi.

Eitt ímyndað dæmi sem gæti verið raunverulegt um svona samrásir eru kubbarnir sem eru í ADSL beinum sem eru á flestum heimilum og skrifstofum, og tengja saman internetið og innra net heimilisins eða skrifstofunnar. Þar gæti Trójuhestur hæglega verið í fæði og húsnæði og í beinu sambandi við húsbónda sinn einhvers staðar úti í heimi. Þegar húsbóndinn kallar á alheimsnetinu hott-hott allir mínir Trójuhestar rís Trójuhesturinn upp, og úr innyflum hans skríða tölvuormar sem fjölga sér og smita á augabragði allar tölvur á heimilinu, fyrirtækinu... Ekki bara á einu heimili eða fyrirtæki, heldur þúsundum eða milljónum.  Taka jafnvel til við það, eins og í tilviki Stuxnet, að endurforrita stjórnkerfi orkuversins, stóriðjunnar, símstöðvarinnar....  Níðhöggr rumskar og nagar rætur þjóðfélagsins...

Auðvitað gæti þetta verið ímyndun, en tæknin er fyrir hendi og margir óttast að þetta sé veruleikinn.

 

 

nidhoggur.jpg

 Níðhöggr nagar rætur Yggdrasils.

 

Ótrúlegt? Vissulega, en margir hafa af þessu miklar og þungar áhyggjur. Meðal þeirra er Varnarmáladeild áströlsku ríkisstjórnarinnar sem leyft hefur aðgang að skýrslu sem fjallar um þessa hættu.  Sjá Towards Countering the Rise of the Silicon Trojan á vef Australian Government-Department of Defence. 

 

Í samantekt skýrslunnar stendur:

australian_government.jpgThe Trojan Horse has a venerable if unwelcome history and it is still regardedby many as the primary component in Computer Network Attack.
Trojans have been the direct cause of significant economic loss over the years, and a large industry has grown to counter this insidious threat. To date, Trojans have in the vast majority taken the form of malicious software.
However, more recent times have seen the emergence of what has been dubbed by some as the “Silicon Trojan”; these trojans are embedded at the hardware level and can be designed directly into chips and devices. The complexity of the design of the device or chip in which they are embedded, coupled with the severe difficulty of evaluating increasingly dense, proprietary hardware designs, can make their discovery extremely difficult.
This paper explores the possible effectiveness of a Silicon Trojan, whether they form a credible ongoing threat, and describes possible approaches which can be used as countermeasures.

 Öll skýrslan: Towards Countering the Rise of the Silicon Trojan

Það að ákveðin tegund iðntölvukerfis hafi orðið fyrir barðinu er einfaldlega vegna þess að þessi tegund hefur verið notuð í orkuverinu sem var skotmark í þetta sinn.

 -

 Vídeó frá Al Jazeera um Cyberwar (apríl 2010):

 


 

 

 troja_brennur_edited-1.jpg

Trója brennur eftir Johann Georg Trautmann (1713-1769)

Trójuhesturinn stendur hægra megin. Vonandi eiga tölvukerfi þjóðfélagsins ekki eftir að lenda í svona hremmingum með hjálp nútíma Trjóuhesta eins og Stuxnet.


 

Vonandi hefur þessi pistill sannfært einhverja um að hefðbundin tölvuinnbrot sem við fréttum af annað slagið eru tiltölulega meinlaus og unnin af sjálfmenntuðum amatörum eða hökkurum. Hætt er við að þessi innbrot og skemmdarverk blikni í samanburði við það sem fjölmargt bendir til að sé í undirbúningi og hafi jafnvel verið reynt hjá leyniþjónustum stórveldanna.  Hugsanlega gætu hryðjuverkasamtök einnig hafa séð sér leik á borði.

Vilji einhver kynna sér málið nánar þá eru fáeinar krækjur hér fyrir neðan. Síðan er auðvelt að finna efni með hjálp Google.

 

 

Wikipedia um Stuxnet

Wikipedia um Cyberwarfare

Pentagon fears trojans, kill switches in foreign-made CPUs

Spy chiefs fear    cyber attack

Towards Countering the Rise of the Silicon Trojan

Hardware Trojan: Threats and emerging solutions

Jerusalem Post: The Lessons of Stuxnet

Google: Stuxnet  Cyberwarfare  Electronic Warefare    Silicon Trojan  Ghostnet

 


 

 

 

 

 

Stuxnet Takes It Up A Level

October 3, 2010: Cyber War is not new. There have been skirmishes between nation states; Russia used cyber weapons against Estonia in 2007 and Georgia in 2008. However, the appearance of the Stuxnet Worm is an escalation on a level with the introduction of intercontinental ballistic missiles. It has been a wakeup call to the world...
 
Strategy Page
 
 
 
 
"Stuxnet - A working and fearsome prototype of a cyber-weapon that will lead to the creation of a new arms race in the world."  Kaspersky Labs
 
 
Hvað hefði Hómer sagt við svona nútíma Trójuhestum? 

 

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Tveggja ára drengur þekkir alheiminn betur en þú...! - Myndband

 


Drengurinn sem kemur fram í myndbandinu er aðeins tveggja ára,

en virðist vita miklu meira um alheiminn en flest okkar Smile 

 


 

 Rose Center for Earth and Space

 

 

 


Landsvirkjun gæti átt allar virkjanirnar skuldlausar eftir áratug, og farið að mala gull í þjóðarbúið...

human-pylon-human-shape-electricity-transmission-tower-2-600w.jpg

 

 

Fyrir fáeinum dögum (12/10) var fréttin hér fyrir neðan í Vísi, og á Stöð 2 var viðtal við Hörð Arnarson forstjóra Landsvirkjunar. Í fréttinni kemur fram að eftir um áratug gæti Landsvirkjun farið að greiða okkur eigendunum um 25 milljarða á ári. Það munar um minna.

Ríkissjóði (það er að segja okkur) veitir svo sannarlega ekki af tekjum til að reka skólakerfið, sjúkrahúsin, löggæsluna, ... og styðja við listir og menningu.

Þetta er til viðbótar við það sem áliðnaðurinn skilar nú þegar beint og óbeint í þjóðarbúið.

 

 

Vísir, 12. okt. 2010 18:33

Gæti átt allar virkjanir skuldlausar eftir áratug

Tekjur Landsvirkjunar af raforkusölu duga til að greiða upp allar skuldir fyrirtækisins á næstu tíu til tólf árum. Eftir það gæti Landsvirkjun að óbreyttu greitt eiganda sínum 25 milljarða króna í arð á ári.

Eftir skuldabréfaútboð í síðasta mánuði er Landsvirkjun komin á lygnan sjó eftir þá ólgu sem hrunið olli. Hörður Arnarson forstjóri segir að ef fyrirtækið myndi ákveða að ráðast ekki í nýjar fjárfestingar og greiða ekki arð á þessu tímabili þá gæti það greitt upp allar skuldir félagsins á 10-12 árum. Ekki þurfi að endurfjármagna skuldirnar því fyrirtækið geti nú greitt þær með tekjum frá rekstrinum.

Raforkusalan er að skila 25 milljörðum króna á ári í handbært fé. 20 milljarðar af þeim fara á þessu ári til að greiða niður erlend lán fyrirtækisins, að sögn Harðar. Með sama áframhaldi mun Landsvirkjun eiga allar sínar virkjanir skuldlausar, þar á meðal hina umdeildu Kárahnjúkavirkjun, eftir tíu til tólf ár.

Hörður segir að smíði Kárahnjúkavirkjunar og rekstur hafi gengið mjög vel og það sé að hjálpa mjög mikið. Ljóst sé að Kárahnjúkavirkjun hafi verið mjög stór biti, og mikil stækkun á eignasafni Landsvirkjunar, en fyrirtækið hafi ráðið við það.

"Það er ljóst að hækkandi álverð og lágir vextir hafa hjálpað fyrirtækinu að ráða við þessa stöðu," segir Hörður.

Eigið fé Landsvirkjunar nálgast nú tvöhundruð milljarða króna, en þó má telja verðmætið mun meira því vatnsaflsvirkjanir eru í bókhaldinu afskrifaðar á 60 árum. Líftími virkjananna sé hins vegar mun lengri, að sögn Harðar, og þær geti starfað í 100 ár og þessvegna umtalsvert lengur. Þar myndist því dulin eign.

Og eigandinn, ríkissjóður Íslands, gæti búist við ágætis arði frá skuldlausri Landsvirkjun eftir áratug. "Miðað við núverandi stöðu þá er arðgreiðslugetan upp á svona 25 milljarða á ári," segir forstjóri Landsvirkjunar.

 

 

 

 

Fréttin á Stöð 2

 

 

Samtök iðnaðarins (nóv 2009): Yfirlit yfir áliðnað á Íslandi
mbl.is Álver að komast á skrið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt
Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Er móðir náttúra að stríða okkur? - Enn hagar hafísinn á norðurslóðum sér undarlega...

 

 

dmi_ice_12_okt_2010_1034103.jpg

 

Takið eftir hvernig svarti ferillinn hefur læðst upp fyrir hina ferlana.


Síðastliðið sumar (19. júlí) skrifaði ég pistil sem nefndist ""Undarleg" hegðun hafíssins þessa dagana...". Sjá agbjarn.blog.is/blog/agbjarn/entry/1078104.  Tilefnið var að ferillinn sem sýnir útbreiðslu hafíss hafði þá nýverið tekið krappa sveigju uppávið.

Nú hefur það aftur gerst að ferillinn hefur sveigt uppávið, og er svo komið að hann liggur hærra en ferlarnir fyrir árin 2005, 2006, 2007, 2008 og 2009.

Hvað veldur hef ég ekki minnstu hugmynd um. Hvort þetta er vísbending um hvernig hafísinn muni haga sér á næstunni hef ég enn minni hugmynd um. Það er þó ljóst að samkvæmt Dönsku veðurstofunni er útbreiðsla hafísinns nú í augnablikinu heldur meiri en árin 2005, 2006, 2007, 2008 og 2009. 

Þessi breyting er auðvitað nákvæmlega ekkert til að hafa áhyggjur af eða að tilefni sé til að draga einhverjar ályktanir af þessari hegðun, en samt er þetta óneitanlega forvitnilegt.   Fróðlegt verður að fylgjast með þróuninni næstu mánuði.

Kannski móðir náttúra sé bara að stríða okkur. Eða er hún að minna okkur á hver það er sem ræður Wink

 

icecover_2010_1034006.png
 Arealet af al havis på den nordlige halvkugle for de seneste 5 år.

 

 

Myndin er af vefsíðu dönsku veðurstofunnar DMI 12. október 2010.
http://ocean.dmi.dk/arctic/icecover.uk.php

Myndin sem er efst á síðunni er klippt úr þessari mynd.

 

Current Sea Ice extent

Total sea ice extent on the northern hemisphere since 2005. The ice extent values are calculated from the ice type data from the Ocean and Sea Ice, Satellite Application FacilityOSISAF), where areas with ice concentration higher than 30% are classified as ice.

The total area of sea ice is the sum of First Year Ice (FYI), Multi Year Ice (MYI) and the area of ambiguous ice types, from the OSISAF ice type product. However, the total estimated ice area is underestimated due to unclassified coastal regions where mixed land/sea pixels confuse the applied ice type algorithm. The shown sea ice extent values are therefore recommended be used qualitatively in relation to ice extent values from other years shown in the figure. In 2010 sea ice climatology and anomaly data will be available here. 

 

 

 

Havisareal på den nordlige halvkugle

Grafikken til højre viser det totale havis areal på den nordlige halvkugle, som funktion af dag på året. Det viste havis areal er beregnet på baggrund af is-koncentrations data fra Ocean and Sea Ice, Satellite Application Facility-projektet (OSISAF), hvor is-koncentrationer større end 30% kategoriseres som havis.

Det totale areal er summen af vinteris, polaris, samt det isdækkede areal hvor OSISAF-algoritmen ikke med sikkerhed kan bestemme istypen. Det totale estimat for havisen er undervurderet, da en del kystområder er udeladt, hvorfor grafen bør benyttes kvalitativt indtil data kan sammenlignes med andre år. Der arbejdes i øjeblikket på at lave et havis klimatologi datasæt, hvilket forventes færdigt 2010.

 

 

 

 

 

 

Sjá vefsíðuna Sea Ica Page sem er með fjölda grafa og mynda sem breytast daglega.

 

 

 

mynd10a.jpg
 
Lagnaðarís í Reykjavíkurhöfn 1918.
Myndin er úr myndasafni Mbl (sjá  hér) og er textinn þar ónákvæmur eins og Trausti bendir á í athugasemd #8. (Uppfært 13/10 kl 06:32).

 
crying_ice_sheet.jpg

 Móðir náttúra að tárast?

Myndina tók Michael Nolan við Austfonna á Svalbarða

 

 


Minnstu norðurljós í 100 ár...

 

 

 

Fyrir skömmu birtist frétt þar sem vitnað var í  Dr. Noora Partamies hjá Finnsku Veðurstofunni.  Þar kemur fram að norðurljósin séu nú sjaldgæfari en nokkru sinni í meira en öld.  Þessu veldur væntanlega minnkandi virkni sólar.

 

 Northern Lights hit 100-year low point

 Helsinki (AFP) Sept 28, 2010

The Northern Lights have petered out during"the second half of this decade, becoming rarer than at any other time in more than a century, the Finnish Meteorological Institute said Tuesday.

 

The Northern Lights, or aurora borealis, generally follow an 11-year "solar cycle", in which the frequency of the phenomena rises to a maximum and then tapers off into a minimum and then repeats the cycle.

"The solar minimum was officially in 2008, but this minimum has been going on and on and on," researcher Noora Partamies told AFP.

"Only in the past half a year have we seen more activity, but we don't really know whether we're coming out of this minimum," she added.

The Northern Lights, a blaze of coloured patterns in the northern skies, are triggered by solar winds crashing into the earth and being drawn to the magnetic poles, wreaking havoc on electrons in the parts of the atmosphere known as the ionosphere and magnetosphere.

So a dimming of the Northern Lights is a signal that activity on the sun which causes solar winds, such as solar flares and sun sports, is also quieting down.

For researchers like Partamies, it is the first time they can observe through a network of modern observation stations what happens to this solar cycle when it becomes as badly disrupted as it is now.

"We're waiting to see what happens, is the next maximum going to be on time, is it going to be late, is it going to be huge?" Partamies said.

During the cycle's peak in 2003, the station on Norway's Svalbard island near the North Pole, showed that the Northern Lights were visible almost every single night of the auroral season, which excludes the nightless summer months.

That figure has fallen to less than 50y percent, while the southernmost station, situated in southern Finland, has been registering only two to five instances annually for the past few years.

 

 

 Sjá fréttina hér á Space Daily.


24/7 Space News
 
 
Myndin efst á síðunni er af norðurljósum fyrir ofan lítið gróðurhús í Bláskógabyggð.
 

 


Spá NASA um virkni sólar fer lækkandi...

 

 

hathaway ssn blink2007 2010

 

 

Á hreyfimyndinni má sjá samanburð á spá NASA (Dr. David Hathaway)  árið 2007 og 5. október 2010.

NASA spáir nú sólblettatölu 64 sem er sú sama og fyrir 100 árum. Hámarkið spáir Hathaway að verði árið 2013. Sjá hér

Aðrir hafa spáð enn lægri sólblettatölu eða um 48, en svo lág tala hefur ekki sést í um 200 ár. Spár Dr. Hathaway hafa farið lækkandi þannig að ekki er hægt að útiloka að næsta spá hans verði enn lægri en sú sem var að birtast.

Hr. Hathaway má eiga það að hann hefur verið óragur við að breyta spám sínum og gerir ávallt góða grein fyrir forsendununum, óvissunni og því hve lítið við vitum í raun um eðli sólar.

Sumum finnst spá Hathaway vera enn of há. Þar á meðal er David Archibald. Sjá hér. Hann spáir sóllblettatölu 48 og hámarki 2015. Meðal annars vitnar hann í 210 ára De Vries/Suess sólsveifluna. Sjá hér. Fari svo að Archibald hafi rétt fyrir sér, þá verður þetta lægsta sólblettatala síðan um það bil 1810. Sjá hér.

 

Við lifum svo sannarlega á spennandi tímum...

 

 

 

maunderminimum.jpg


 Myndin af sólsveiflum í 400 ár er fengin að láni á vefsíðu NASA hér

 


Halastjarnan Hartley 2 sést núna...

 

 

rolando-ligustri1.jpg

 

Í kvöld sá ég  halastjörnuna 103P/Hartley 2 Smile


Þar sem ég var staddur utanbæjar var himininn með allra fallegasta móti og tindruðu stjörnur um alla hvelfinguna. Vetrarbrautin skartaði sínu fegursta og var engin "ljósmengun" frá mánanum eða norðurljósum.

Halastjarnan er skammt frá stjörnumerkinu Kassíopeia, sem er eins og stórt W mjög hátt á himninum. Um halastjörnuna er fjallað í góðri grein á Stjörnufræðivefnum www.stjornuskodun.is.

Halastjarnan er mjög dauf og ekki auðvelt að koma auga á hana. Stundum þóttist ég sjá móta fyrir henni með berum augum, en var ekki viss. Líklega var það bara ímyndun :-).   Ég var með góðan handsjónauka, Canon 15x50 með hristivörn,  en halastjarnan ætti að sjást með öllum sæmilega góðum sjónaukum ef ljósmengun er mjög lítil. Hún er þó frekar ógreinileg, eiginlega eins og óskarpur hnoðri.

Líklega verður halastjarnan  björtust 20. október og ætti þá að sjást vel, jafnvel með berum augum. Það verður gaman að fylgjast með henni. Halastjörnur eiga til að koma á óvart. Stundum verða þær skyndilega bjartar og fallegar.

Sjá umfjöllun um halastjörnuna hér á Stjörnufræðivefnum. Þar er m.a. stjörnukort sem sýnir hvar halastjörnuna er að finna næstu kvöld.

Myndina tók Rolando Ligustri 2. október og er hún fengin að láni á spaceweather.com. Græni liturinn sést ekki í sjónauka, en kemur fram á myndum sem teknar eru af halastjörnunni. (Smella nokkrum sinnum á myndina til að stækka hana).

-

Í kvöld sá ég einnig fjöldan allan af gervihnöttum. Þar á meða var einn Iridium sem blossaði upp um leið og hann fór fram hjá Kassíópeiu merkinu.

 


Ótrúlegir goshverir á Enceladus tungli Satúrnusar...

 

enceladus-600w_1031393.jpg

 

 

Engu líkara er en að göt hafi komið á Enceladus sem er eitt tungla Satúrnusar. Enceladus er um 500km í þvermál og er myndin tekin í sýnilegu ljósi 25 desember 2009 frá Cassini geimfarinu.

Þetta er þó ekki heit hveragufa eins og kemur upp úr jörðinni við Geysi, heldur kalt vatn, eða öllu heldur ískristallar.

Sjá nánar hér og hér.

 

 

6023_14195_1.jpg

 

 

CICLOPS: Cassini Imaging Central Laboratory for OPerationS

 www.ciclops.org

 


Jessica Cox, stúlkan sem fæddist handalaus, er með einkaflugmannspróf - Videó...

 

jessica-cox-standing-in-plane.jpg

 

 

 

Nú þegar svartsýnin og örvæntingin ræður ríkjum í þjóðfélaginu er hughreystandi að lesa um Jessicu Cox sem fæddist handalaus, en hefur með einstökum dugnaði og bjartsýni náð lengra en flest okkar. Getur fleira og gerir það betur.

Þrátt fyrir fötlun sína er Jessica með einkaflugmannspróf,  leikur á píanó, vélritar 25 orð á mínútu, er meistari í íþróttum, dansar, er góður fyrirlesari...

Eiginlega á ég ekki orð.   Hvers vegna er ég að kvarta þó á móti blási stundum? Hvernig væri heimurinn ef allir væru eins jákvæðir og þessi fallega stúlka?

Myndirnar segja meira en mörg þúsund orð, orð sem ég á ekki til...

 

 

 


 

 

jessica1.jpg

 

 

 

 

 Meira hér.

 

 

 

 

 


Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggið

Ginnungagap

Ýmislegt

Loftslag

Click to get your own widget

Teljari

free counters

Álverð

http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0

Sólin í dag:

(Smella á mynd)

.

Olíuverðið í dag:

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.12.): 10
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 70
  • Frá upphafi: 764727

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 46
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband