Færsluflokkur: Kvikmyndir
Laugardagur, 24. ágúst 2013
Þar sem gamli tíminn og nýi tíminn í fluginu renna saman í algleymi...
Einstaklega vandað myndband frá Euroflugtag 2013. Nauðsynlegt er að njóta í fullri skjástærð, HD upplausn og með hljóðið á. Það má gera með því að smella fyrst á YouTube neðst til hægri og opnast þá ný síða. Síðan á tannhjólið og velja HD og þar næst á ferhyrnda táknið til að velja fulla skjástærð.
Krækjur: Enn betri útgáfa hér fyrir neðan: |
Kvikmyndir | Breytt s.d. kl. 08:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Miðvikudagur, 20. febrúar 2013
Stórfengleg hikmynd frá Alþjóða Geimstöðinni...
Einstaklega falleg hikmynd (time lapse video) sett saman úr myndum
teknum frá Alþjóða Geimstöðinni - International Space Station.
Myndin er um 6 mínútna löng og má þar m.a. sjá stórfengleg
norðurljós, vetrarbrautina og sjálfa geimstöðina.
Myndbandið er miklu tilkomumeira ef það er skoðað í fullri skjástærð og HD.
Tónlistin er eftir Emancipator.
Myndbandið gerði Brian Tomlinson með myndum frá NASA.
Kvikmyndir | Breytt 21.2.2013 kl. 11:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Föstudagur, 3. febrúar 2012
Ótrúlegt og kannski pínulítið óhuggulegt...
Einhvern vegin dettur mér í hug kvikmynd Alfred Hitchcock, eða innrás geimvera þegar ég horfi á þetta myndband. Það er ekki laust við að það fari um mann smá hrollur þegar maður sér þessa tækni sem þróuð er hjá Háskólanum í Pennsylvaníu, nánar tiltekið GRASP rannsóknarstofunni sem þróar hátækni vélmenni....
Og svo... Ein frægasta hryllingsmynd allra tíma sýnd á ofurhraða:
Góða helgi!
|
Kvikmyndir | Breytt s.d. kl. 17:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mánudagur, 21. nóvember 2011
Einstaklega fallegt myndband. Leiðin heim frá geimnum...
Myndbandið hér fyrir neðan sýnir ótrúlega fallegar myndir teknar utan úr geimnum. Það engu líkara en maður sé staddur úti í geimnum.
Time-lapse videó er auðvitað afleitt orð. Hvernig væri að nota orðið hikmynd sem rímar við kvikmynd, enda getur time-lapse þýtt hik. Myndavélin er einmitt látin hika milli þess sem myndir eru teknar. Hvað sem tækninni líður þá skulum við njóta myndarinnar og tónlistarinnar. Það er nánast skylda að horfa á myndina í fullri skjástærð og fullri upplausn. Það gerir maður einfaldlega með því að fara á Vimeo síðuna með því að smella hér, og smella síðan á # táknið sem er í horninu neðst til hægri í Vimeo glugganum. Svo verður auðvitað að gæta þess að HD sé blátt til þess að myndin sé í HD upplausn.
Time Lapse From Space - Literally. The Journey Home. from Fragile Oasis on Vimeo. Umfjöllun um töku hikmyndarinnar má lesa hér Meira af myndböndum frá Alþjóða geimstöðinni: http://vimeo.com/fragileoasis
Producing time-lapse video onboard the International Space Station while orbiting 250 miles above the Earth at 17,500 miles per hour helps people follow along on our missions, not as spectators, but as fellow crewmembers. -- Ron Garan, NASA Astronaut, Expedition 27 & 28
|
Kvikmyndir | Breytt 22.11.2011 kl. 07:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mánudagur, 19. september 2011
Leyndardómur sólblossa afhjúpaður - Fallegt myndband...
Það var árið 1859 sem Stjörnufræðingurinn Richard Carrington var að kortleggja sólbletti að hann sá gríðarlegan sólblossa. Nokkru síðar sáust einstaklega mikil norðurljós víða um heim, og það sem öllu merkilegra var, neistaflug stóð frá ritsímalínum og símritararnir sem handléku morslyklana voru í gríðarlegu stuði, í orðsins fyllstu merkingu. Um þetta merkilega atvik var á sínum tíma fjallað hér, hér og hér. Tilgangurinn með þessum pistli er að vekja athygli á þessu fallega og fræðandi myndbandi. Best er að smella á það til að opna YouTube síðuna og skoða það síðan í háupplausn í fullri skjástærð. Lesið síðan vefsíðu NASA The Secret Lives of Solar Flares þar sem fjallað er um Carrington sólblossann og nýja uppgötvun sem gefur til kynna að oft kemur annar ósýnilegur gríðaröflugur útfjólublár sólblossi í kjölfarið, rúmri klukkustund síðar. "The extra energy from the late phase can have a big effect on Earth. Extreme ultraviolet wavelengths are particularly good at heating and ionizing Earths upper atmosphere. When our planets atmosphere is heated by extreme UV radiation, it puffs up, accelerating the decay of low-orbiting satellites. Furthermore, the ionizing action of extreme UV can bend radio signals and disrupt the normal operation of GPS", stendur á vefsíðu NASA sem birt var fyrr í dag. Þeir sem eru mjög áhugasamir geta nálgast vísindagreinina hér, en flestir munu væntanlega láta sér nægja að skoða þetta áhugaverða myndband sem er með einstökum nærmyndum af sólinni. |
The National Geographic: What If the Biggest Solar Storm on Record Happened Today?
Kvikmyndir | Breytt 9.10.2011 kl. 12:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 2. janúar 2011
Goðsögnin Burt Rutan flugverkfræðingur sem er að smíða geimskipið Space Ship One - Myndband...
Burt Rutan flugverkfræðingur er lifandi goðsögn. Hann hefur hannað og smíðað margar óvenjulegar flugvélar og sýnt einstaka hugkvæmni. Meðal annars smíðaði hann Voyager sem flaug í einum áfanga umhverfis jörðina 1986, án þess að taka eldsneyti. Flugvélin var á lofti í 9 sólarhringa minnir mig. Nú er hann að smíða geimskip, þ.e. flugvél sem mun geta flogið með farþega út í geiminn. Space Ship One nefnist gripurinn eins og margir vita.
Burt Rutan er góður fyrirlesari. Hann hélt fyrirlestur fyrir flugáhugamenn á vegum Academy of Model Aeronautics þar sem hann fór yfir líf sitt, alt frá því hann byrjaði á því að fljúga flugmódelum - og setja met - þar til hann smíðaði Space Ship One. Myndbönd frá fyrirlestrinum eru hér fyrir neðan.
Burt Rutan hefur oft fjallað um hve mikilvægt er að vekja áhuga barna og unglinga á tækni og vísindum. Leyfa þeim að dreyma og gera síðar draum sinn að veruleika. Það gerði Burt einmitt. Draumur hans hefur svo sannarlega ræst... Hve margir draumar barna og unglinga skyldu eiga eftir að rætast? Líklega óteljandi.
Væntanlega verður meira fjallað um kappann síðar ef áhugi reynist vera fyrir hendi.
(Allan fyrirlesturinn má sjá í einu lagi á Vimeo hér http://vimeo.com/9864230 )
Burt Rutan 1 of 8 SpaceShipOne
Burt Rutan 2 of 8 Model Aircraft Competitions
Burt Rutan 3 of 8 Model Aircraft Competitions
Burt Rutan 4 of 8 Designing at Edwards AFB
Burt Rutan 5 of 8 First Home Built Airplane
Burt Rutan 6 of 8 BEDE aircraft
Burt Rutan 7 of 8 RAF Rutan Aircraft Factory
Burt Rutan 8 of 8 Scaled Composites
Hugurinn ber mann hálfa leið
Féttavefur íslenskra flugmódelmanna: www.frettavefur.net
Kvikmyndir | Breytt s.d. kl. 21:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Þriðjudagur, 14. desember 2010
Ótrúlegar kvikmyndir af geimskutlunum...
Í hvert sinn sem geimskutlunni er skoti á loft eru yfir 125 hágæða kvikmyndavélar notaðar af verkfræðingum NASA til að fylgjast með skotinu í návígi. Nú, þegar til stendur að leggja geimskutlunum, hefur verið safnað saman hinu besta úr öllu þessu gríðarlega magni kvikmynda sem til er. Matt Melis flugverkfræðingur (aerospace engineer) hjá NASA útskýrir það sem fyrir augu ber á mjög greinargóðan hátt. Í kynningunni segir: This compilation of film and video presents the best of the best ground-based Shuttle motion imagery from STS-114, STS-117, and STS-124 missions. Rendered in the highest definition possible, this production is a tribute to the dozens of men and women of the Shuttle imaging team and the 30yrs of achievement of the Space Shuttle Program. Þetta er nokkuð langt myndband, heilar 45 mínútur. Í fyrstu myndunum sjást eldflaugahreyflarnir í návígi, en myndbandið endar á myndum sem teknar eru með einum bestu linsum sem til eru af flugi geimskutlunnar upp í himinhvolfið. Þó myndbandið sé langt, þá er óhætt að mæla með því. Sérstaklega fyrir þá sem áhuga hafa á tækni og vísindum. Þegar horft er á goshverfla geimskutlunnar í návígi rifjast upp tilfinningin sem fer um mann þegar staðið er nálægt öflugri gufuholu sem blæs milljónum watta upp frá iðrum jarðar... Auðvitað má horfa á myndbandið í nokkrum áföngum ef mönnum finnst það í lengra lagi, en best er að smella á myndflötinn og stækka hann upp í fulla skjástærð, því gæði myndbandsins eru mikil.
Þesss má geta að Matt Melis verkfræðingur hjá NASA og kynnir myndbandsins hefur haldið fyrirlestur við Háskólann í Reykjavík. Sjá hér.
|
Kvikmyndir | Breytt s.d. kl. 20:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Sunnudagur, 17. október 2010
Tveggja ára drengur þekkir alheiminn betur en þú...! - Myndband
Drengurinn sem kemur fram í myndbandinu er aðeins tveggja ára,
en virðist vita miklu meira um alheiminn en flest okkar
Rose Center for Earth and Space
Kvikmyndir | Breytt s.d. kl. 08:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Sunnudagur, 13. desember 2009
Frábær bók fyrir stráka á öllum aldri - og stelpur líka: Sagittaríus rísandi eftir flugkappann Cesil Lewis...
Ég hef verið að glugga í nýja bók Sagittrius rísandi, sem á frummálinu heitir Sagittarius rising.
Höfundur bókarinnar er Cesil Lewis sem var sannkölluð flughetja í fyrri heimsstyrjöldinni, en kom síðar víða við. Hann umgekkst Bernard Shaw, var einn af stofnendum BBC og hlaut Óskarsverðlaunin fyrir kvikmyndahandrit.
Nánar er fjallað um bókina og höfundinn hér fyrir neðan.
Halldór Jónsson verkfræðingur og einkaflugmaður þýddi bókina. Þar sem Halldór hefur lifað og hrærst í fluginu um áratuga skeið verður þýðingin einstaklega lifandi. Hann hikar ekki við að nota talsmáta íslenskra flugmanna og slettir stundum útlensku þegar þann þýðir samræður, en þannig tala menn einmitt saman í dag. Hann gætir þess þó að útskýra hugtökin og nota rétt íslensk orð í athugasemdum neðanmáls. Þetta gerir frásögnina miklu eðlilegri en ella. Reyndar hef ég enn sem komið er aðeins gluggað í kafla og kafla og á eftir að lesa bókina í heild.
Það er merkilegt til þess að hugsa að þegar sagan hefst var ekki liðinn nema rúmur áratugur síðan Wright bræður flugu flugvél sinni árið 1903. Lýsingarnar í bókinni eru svo lifandi að manni finnst sem maður sé þáttakandi stríðinu og sé kominn í þessar frumstæðu flugvélar þar sem menn flugu eftir tilfinningunni einni saman.
Í mörgum blundar pínulítil flugdella. Þeir munu örugglega kunna að meta þessa bók sem fæst a.m.k. í Pennanum og Eymundsson. Útgefandi er bókaútgáfan Hallsteinn.
(Myndina efst á síðunni má stækka til að hún verði læsileg með því að tví- eða þrísmella á hana).
Aftan á bókinni er þessi texti:
|
Gömul kvikmynd frá fyrrastríðs árunum
Tví- eða þrísmella á mynd til að stækka og lesa.
Kvikmyndir | Breytt 25.12.2009 kl. 23:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Fimmtudagur, 16. apríl 2009
Höndin mikla í himingeimnum... Röntgenmynd?
Myndin hér að ofan hefur vakið nokkra athygli. Myndin líkist einna helst yfirnáttúrulegri hönd einhvers staðar á himnum uppi. Yfirnáttúrulegt eða náttúrulegt fyrirbæri?
Myndin er frá gervihnettinum Chandra og má lesa um hana á vefsíðu Chandra X-Ray Observatory.
Lítil nifteindastjarna um 15 km í þvermál, svokallaður púlsar, lýsir upp höndina sem er hvorki meira né minna en 1500 ljósár í þvermál.
Manus Dei? Auðvitað er þetta náttúrulegt fyrirbæri og bara tilviljun hve geimskýin líkjast hönd. Röntgenmynd? Vissulega
Um Nifteindastjörnur - vettvang öfganna má lesa á Stjörnufræðivefnum.
Webcast of Chandra & B1509 During 100 Hours of Astronomy
Kvikmyndir | Breytt 17.4.2009 kl. 06:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Um bloggið
Ginnungagap
Ýmislegt
Loftslag
Teljari
Álverð
Sólin í dag:
(Smella á mynd)
.
Olíuverðið í dag:
Nýjustu færslur
- Kínverskur loftbelgur yfir Ameríku, og Amerískur belgur yfir ...
- Vísindavefurinn: Getum við seinkað klukkunni á Íslandi og fen...
- Sjálfstæðisflokkurinn með tæplega 19% meira fylgi en Samfylki...
- Bjarni Sigurðsson harmonikkusnillingur frá Geysi. Fáein orð...
- Hvers vegna valdi Apple ekki Ísland fyrir gagnaver...?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.12.): 8
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 68
- Frá upphafi: 764725
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 45
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Tenglar
Ýmsar vefsíður
- Efnisyfirlit pistla
- Lofthiti - Sjávarstaða - Hafís - Sólvirkni... Beintengdir ferlar
- Club du Soleil Greinar um samaspil sólar og veðurfars
- Stjörnufræðivefurinn
- Astronomy Picture of the Day
- Climate4you
- Watts Up With That?
- World Climate Report
- CO2 Science
- The Reference Frame
- Climate-Audit
- ICECAP
- The Air Went
- Science Sceptical Blog
- Roy Spencer
- Friends of Sience
- Prometheus
- Öldur aldanna. Sjaldan er ein báran stök - einnig í veðurfari? (2003) Vefsíða ÁHB
- Gróðurhúsaáhrif eða eðlilegar sveiflur í virkni sólar? (Grein í Lesbók Mbl. 20. júní 1998) Höfundur Ágúst H. Bjarnason
- Er jörðin að hitna?-Ekki er allt sem sýnist (1998) Vefsíða ÁHB
Uppskriftir
Ýmsar mataruppskriftir
Myndaalbúm
Bloggvinir
- majab
- ragu
- amadeus
- andres08
- apalsson
- asabjorg
- askja
- astromix
- baldher
- biggibraga
- bjarkib
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- bjorn-geir
- blindur
- bofs
- brandarar
- daliaa
- darwin
- duddi9
- ea
- egillsv
- einari
- einarstrand
- elinora
- elvira
- emilhannes
- esv
- eyjapeyji
- fhg
- finder
- finnur
- fjarki
- flinston
- frisk
- gattin
- geiragustsson
- gillimann
- gretaro
- gthg
- gudmbjo
- gudni-is
- gummibraga
- gun
- gutti
- haddi9001
- halldorjonsson
- halldors
- hlini
- hof
- hordurhalldorsson
- hreinsamviska
- hronnsig
- hugdettan
- icekeiko
- ingibjorgelsa
- jakobbjornsson
- jakobk
- johannesthor
- johnnyboy99
- jonaa
- jonasgunnar
- jonmagnusson
- jonpallv
- jonthorolafsson
- juliusvalsson
- karljg
- katrinsnaeholm
- kikka
- kje
- klarak
- kolbrunb
- krissiblo
- ksh
- kt
- lehamzdr
- liljabolla
- lillagud
- lindalea
- lucas
- maeglika
- maggij
- maggiraggi
- marinomm
- martasmarta
- marzibil
- mberg
- midborg
- minos
- morgunbladid
- mosi
- mullis
- naflaskodun
- nimbus
- nosejob
- omarbjarki
- ormurormur
- palmig
- perlaoghvolparnir
- peturmikli
- photo
- possi
- prakkarinn
- raggibjarna
- rattati
- ravenyonaz
- redlion
- rs1600
- rynir
- saemi7
- sesseljamaria
- sigfus
- sigurgeirorri
- sjalfstaedi
- sjerasigvaldi
- skari60
- skulablogg
- sleggjudomarinn
- stebbix
- steinibriem
- steinnhaf
- stinajohanns
- stjornuskodun
- storibjor
- straitjacket
- summi
- tannibowie
- thil
- thjodarskutan
- throsturg
- toro
- tryggvigunnarhansen
- valdimarjohannesson
- valdinn
- vefritid
- vey
- vidhorf
- vig
- visindin
- vulkan
- kristjan9
- arkimedes
- kliddi
- eliasbe
Eldri færslur
- Febrúar 2023
- Janúar 2019
- Maí 2018
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- Ágúst 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði