Fćrsluflokkur: Vinir og fjölskylda

Hver var Ingibjörg H. Bjarnason...?


Ingibjorg H Bjarnason frímerki

  

Í dag 19. júní  2015 verđur afhjúpuđ viđ Alţingishúsiđ höggmynd af afasystur minni Ingibjörgu H. Bjarnason, ţegar hundrađ ár eru frá ţví ađ konur fengu kosningarétt og kjörgengi til Alţingis. Verkiđ er eftir  Ragnhildi Stefánsdóttur myndhöggvara. Ingibjörg var fyrsta konan sem tók sćti á alţingi áriđ 1922.

Ingibjörg var ekki ein í jafnréttisbaráttunni.  Hún var ein margra merkra baráttukvenna sem fyrr og síđar lögđu baráttunni liđ.  Ţetta voru sterkar konur og hugađar.  Ingibjörg naut ţess ađ hafa fengiđ tćkifćri til menntast, bćđi hér á landi og erlendis. Ţađ var frekar fátítt á ţessum árum.  Nú er öldin önnur og konur hafa sömu tćkifćri til menntunar og karlar, en launamisrétti viđgengst enn. Jafnréttisbaráttunni er ţví ekki lokiđ.Á vefnum Garđur.is ítarleg lýsing á ćviferli Ingibjargar sem Jón Valur Jensson hefur tekiđ saman. Međ góđfúslegu leyfi Jóns birti ég ţađ hér fyrir neđan međ smávćgilegum breytingum (feitletrun á fáeinum stöđum til ađ auđvelda lestur af skjá, og fáeinum línubilum bćtt viđ).   Sjá einnig lista yfir ítarefni hér neđst á síđunni.Fröken_Ingibjörg_H._Bjarnason

Ingibjörg Hákonardóttir Bjarnason var fćdd á Ţingeyri viđ Dýrafjörđ 14. desember 1867, dóttir Hákonar Bjarnasonar (f. 11. sept. 1828, d. 2. apríl 1877, varđ úti eftir skipsstrand á Mýrdalssandi), kaupmanns ţar og á Bíldudal, og k.h. Jóhönnu Kristínar Ţorleifsdóttur (f. 16. des. 1834, d. 11. jan. 1896), sem bćđi voru af prestum komin. Börn ţeirra hjóna voru 12 talsins, en sjö dóu í ćsku. Hin fimm urđu ţjóđkunn og tóku upp ćttarnafniđ Bjarnason. Voru albrćđur Ingibjargar dr. Ágúst H. Bjarnason, prófessor í heimspekiLárus hćstaréttardómari og alţm., Brynjólfur kaupmađur og Ţorleifur yfirkennari. Ingibjörg ólst upp frá eins til 12 ára aldurs á Bíldudal, en 1880 fluttist móđir hennar til Reykjavíkur til ađ koma börnunum til mennta. Ingibjörg gekk á nćsta ári í Kvennaskólann í Rvík og lauk ţađan prófi 1882. Var hún síđan viđ nám árin 1882-84 í kvenlegum listum ásamt dönsku, ensku og teiknun hjá Ţóru, dóttur Péturs biskups Péturssonar. Eftir ţađ hélt hún til framhaldsnáms í Kaupmannahöfn 1884-5, en varđ ađ hverfa heim vegna veikinda móđur sinnar. Fór aftur á sömu slóđir 1886 til náms í ýmsum greinum, ţ.á m. leikfiminám og lauk prófi í ţeirri grein viđ Institut Paul Petersen; mun hafa veriđ fyrst íslenzkra kvenna til ađ ljúka prófi í ţeirri grein. Dvaldist hún í Khöfn viđ nám og störf til 1893, en móđir hennar hélt ţar heimili fyrir börn sín sem voru ţar viđ nám. Enn síđar dvaldist Ingibjörg erlendis 1901-3 og kynnti sér skólahald, einkum í Ţýzkalandi og Sviss.


Hún fluttist heim 1893, var viđ kennslustörf í Rvík til 1901, kenndi m.a. leikfimi viđ Barnaskólann, en í Kvennaskólanum kenndi hún á árunum 1893-1901 svo fjölbreyttar greinar sem leikfimi, bróderí, útsaum, léreftasaum, hvítbróderí, teiknun, dans, heilsufrćđi og dönsku. Ţá tóku viđ tvö utanferđarár, unz hún var aftur kennari viđ Kvennaskólann 1903-6, á síđustu árum Ţóru Melsteđ sem forstöđukonu.

Hún var ráđin sem forstöđukona skólans 1906 og gegndi ţví starfi til ćviloka. "Forstöđukvennaskiptin urđu slétt og felld, ţrátt fyrir kynslóđaskiptin. Frú Ţóra vildi, ađ frk. Ingibjörg tćki viđ, enda mun hún af flestum hafa veriđ talin nćr sjálfkjörin til starfsins og ekki veriđ ţví mótfallin sjálf" (AE). Lýsti Ţóra Ingibjörgu ţannig í riti um skólann 1874-1906: "Mér er kunnugt um ţrek hennar, ţekkingu og dugnađ, hún hefur kennt bćđi viđ kvennaskólann og víđar og áunniđ sér almanna lof." Setti hún fljótt mark sitt á skólann, m.a. međ ýtarlegri skólaskýrslum og nýbreytni í náminu, en um leiđ var nauđsynlegt ađ afla frekari fjárveitinga frá Alţingi til reksturs skólans, og var skólinn settur í nýju húsnćđi, sem var reyndar í eigu Steingríms Guđmundssonar trésmiđs, viđ Fríkirkjuveg ţann 6. okt. 1909. Var hann nú ekki einungis einn fjölmennasti skólinn, heldur einnig "fjölmennasta heimili í Reykjavík" vegna heimavistarinnar, og krafđist allt ţetta sem og naumur fjárhagur ýtrustu skipulagningar af Ingibjörgu (AE). Ţá var tekin upp kennsla í ţýzku, enskukennsla aukin, hjúkrunarkennsla hafin fyrir allar námsmeyjar og sumt í verklegu kennslunni og trúfrćđi fellt niđur, međfram í sparnađarskyni; skólareglur voru einnig gerđar ýtarlegri.

Áriđ 1925 var lagt fram á Alţingi frumvarp til laga um ađ ríkisstjórnin tćki ađ sér Kvennaskólann. Voru Jón Magnússon forsćtisráđherra og Ingibjörg, sem ţá sat á ţingi, bćđi međmćlt frumvarpinu, en ţađ ţađ mćtti harđri mótspyrnu, einkum Jónasar frá Hriflu, og var ţađ fellt eftir ţriđju umrćđu á jöfnum atkvćđum. Má lesa um ţetta o.fl. í sögu skólans í ritinu Kvennaskólinn í Reykjavík 1874-1974. En voriđ 1930 keypti skólinn húsiđ á Fríkirkjuvegi međ stuđningi Alţingis og Reykjavíkurborgar.

Ingibjörg var stöđuglynd og sýndi reglufestu í skólahaldinu, bar umhyggju fyrir námsmeyjunum, var til fyrirmyndar um starfshćtti bćđi skólans og heimavistarinnar og hafđi forgöngu um ađ kennsla var tekin upp í svo ţörfum greinum sem hjúkrun í heimahúsum, međferđ ungbarna og hjálp í viđlögum. Hún fór í margar utanlandsferđir í skólastjóratíđ sinni til ađ kynna sér hiđ markverđasta í skóla- og uppeldismálum. Hún var fyrsti og eini heiđursfélagi Nemendasambands skólans, sem stofnađ var 1937, og sást á ţví, hvern hug og virđingu eldri nemendur báru til hennar.


Ingibjörg var umbóta-, kvenréttinda- og félagsmálakona. Hún tók á yngri árum mikinn ţátt í starfsemi Thorvaldsensfélagsins og sat í stjórn ţess; var hún valin til ađ halda rćđu fyrir minni félagsins á 25 ára afmćli ţess. Ţá starfađi hún mikiđ í Lestrarfélagi kvenna í Reykjavík og Hinu íslenzka kvenfélagi. Hún átti mestan ţátt í stofnun Hins íslenzka heimilisiđnađarfélags 1913, sem formađur nefndar um undirbúning og lagasetningu ţess félags (ađrir í nefndinni voru Matthías Ţórđarson ţjóđminjavörđur og Jón Ţórarinsson frćđslumálastjóri).


Íslenzkar konur fengu kosningarétt til Alţingis međ lögum, sem undirrituđ voru af konungi ţann 19. júní 1915, og hefur sá dagur síđan veriđ hátíđardagur kvenna. Ţađ skilyrđi var ţó sett, ađ ţćr skyldu vera orđnar fertugar ađ aldri, en ţví var breytt 1920 í kjölfar Sambandslaganna, og hefur síđan ríkt jafnrétti kynjanna ađ ţessu leyti. Kosningarétti kvenna var fagnađ á miklum fjöldafundi ţann 7. júlí 1915 eftir hátíđargöngu um miđbć Reykjavíkur, en hornaflokkur lék undir íslenzk lög. Fór fundurinn fram á fánum skreyttum Austurvelli, og gekk sendinefnd fimm kvenna inn í ţinghúsiđ og fćrđi sameinuđu ţingi fagurt, skrautritađ ávarp frá íslenzkum konum. Hafđi Ingibjörg orđ fyrir ţeim og gerđi ţađ međ virđuleik og skörungsskap (hinar nefndarkonurnar voru Bríet Bjarnhéđinsdóttir, Elín Stephensen, Kristín Jacobson og Ţórunn Jónassen). Forseti Sameinađs Alţingis ţakkađi međ stuttri rćđu, sem og ráđherra, Einar Arnórsson, og voru konur hylltar af ţingheimi međ ţreföldu húrrahrópi. Á Austurvelli söng kvennakór kvćđi ort í tilefni dagsins, lesiđ var upp skeyti til Kristjáns konungs X og drottningar frá kvennafundinum og ávarpiđ til Alţingis, en síđan fluttu Bríet Bjarnhéđinsdóttir og Ingibjörg H. Bjarnason rćđur. Var samkoman "ein sú fjölmennasta sem sést hafđi hér á landi, ef ekki sú fjölmennasta  og aldrei höfđu áđur sést svo margar og jafn-prúđbúnar konur. Ţá var ţetta í fyrsta sinn sem íslenzki fáninnn var hafđur uppi á fjölmennri útisamkomu sem viđurkenndur sérfáni Íslands," en konungur hafđi undirritađ frumvarp ţess efnis ţann hinn sama 19. júní.


Konur vildu nú minnast ţessarar miklu réttarbótar á einhvern hátt, sem verđa mćtti ţjóđinni allri til heilla. Ţćr ákváđu ađ beita sér fyrir byggingu landspítala. "Međ ţví vćri réttarbót ţessari reistur verđugur minnisvarđi" (SBT). Ţađ var Ingibjörg sem hafđi forgöngu um söfnun fjár til stofnunar sjúkrahússins; var hún formađur landspítalasjóđsnefndar frá stofnun sjóđsins 19. júní 1915 til ćviloka. Vann hún ađ ţví međ oddi og egg ađ koma byggingu spítalans í framkvćmd. Ţá var hún einnig formađur Minningargjafasjóđs landspítala Íslands frá upphafi hans til ćviloka, en fé hans var lagt til framfćrslu fátćkum sjúklingum. Ţakkađi Guđmundur Hannesson prófessor íslenzkum konum heiđurinn af ţví, ađ spítalinn tók til starfa, ţćr söfnuđu međ margra ára erfiđi 300.000 kr., sem reiđ baggamuninn.


Áriđ 1922 var Ingibjörg fyrst kvenna kjörin til setu á Alţingi, fulltrúi hins ópólitíska kvennalista eđa C-listans, sem bođinn var fram á vegum hluta kvennahreyfingarinnar. Var hún landskjörinn alţingismađur 1922-30 og skipađi sér sćti í Íhaldsflokknum, síđar Sjálfstćđisflokknum. Helztu hugsjónamálin voru landspítalamáliđ, bćtt fátćkralöggjöf og eftirlit međ umkomulausum börnum og gamalmennum, en hún beitti sér einnig fyrir öđrum ţjóđţrifamálum, m.a. ţeim sem vörđuđu réttarbćtur kvenna, menntamál og listir. "Hún leit ekki á sig fyrst og fremst sem málsvara kvenna í landinu, heldur ţingmann allrar ţjóđarinnar" (SBT). Hún var 2. varaforseti Efri deildar Alţingis 1925-27. "Hún flutti merkt frumvarp um skipun opinberra nefnda áriđ 1927. Í ţví fólst áskorun til ríkisstjórnarinnar um ađ konur fengju sćti í nefndum sem skipađar vćru á vegum ţingsins og vörđuđu almenning. Hún sagđi ađ konur hefđu beđiđ eftir ţví ađ vera kallađar til samvinnu um fleira en ţađ eitt ađ kjósa í ţau 12 ár sem ţćr hefđu haft kosningarétt, en án árangurs. Ţessi tillaga hennar náđi ekki fram ađ ganga á ţingi" (Heimastjorn.is).

Sagnfrćđingur, sem lítur til baka, lýsir ástandinu ţannig: "Ţegar Ingibjörg H. Bjarnason var kjörin á ţing áriđ 1922 voru flestir ţeirra karla sem stutt höfđu kvenréttindin horfnir á braut, enda voru róttćkustu tillögur hennar felldar, jafnvel umrćđulaust. Ţađ ţurfti ekki ađ rćđa svona kvenréttindaraus. Hér er fullkomiđ jafnrétti milli karla og kvenna og hefur lengi veriđ," skrifađi Morgunblađiđ áriđ 1926. Tímar bakslags og andstöđu gengu í garđ, og ţeir tímar stóđu fram yfir 1960" (Kristín Ástgeirsdóttir, í erindi um íslenzka karla og réttindabaráttu kvenna).  

Ingibjörg átti sćti í landsbankanefnd 1928-32 og menntamálaráđi 1928-34, einnig í fjárveitinganefnd efri deildar og lengst af í menntamálanefnd. Sama ár og hún lét af ţingstörfum var önnur sjálfstćđiskona kjörin til ţingsetu, en ţađ var Guđrún Lárusdóttir rithöfundur.

Ingibjörg gegndi ţó áfram störfum sem skólastjóri Kvennaskólans allan ţennan tíma og til ćviloka, en hún lézt ţann 30. október 1941, á 74. aldursári. Hafđi hún veriđ afburđakennari, ströng, en full umhyggju, réttlát í skiptum viđ starfsfólk og nemendur skólans og skildi ađeins eftir bjartar minningar. Viđ skólastjórn Kvennaskólans, eftir fráfall hennar, tók Ragnheiđur Jónsdóttir, sem ţar hafđi kennt áratugum saman og veriđ sem hćgri hönd hennar.


Ingibjörg var kona ađsópsmikil og verđur jafnan talin í fremstu röđ kvenna sem gáfu sig ađ ţjóđmálum, eftir ađ konum var veittur kosningaréttur 1915. Hún var fríđ kona og virđuleg og hélt ţeim einkennum fram á elliár. Hún var ein af ţeim konum, er settu svip á bćinn (SBT). Á efri árum sínum gaf hún stóran sjóđ, 15.000 krónur, til ađ styrkja framhaldsnám námsmeyja skólans erlendis. Og í erfđaskrá sinni afleiddi hún skólann ađ eignum sínum ađ undanskildu ţví, sem hún ánafnađi ćttingjum og vinum. "Náđi ţví umhyggja frk. Ingibjargar H. Bjarnason fyrir Kvennaskólanum í Reykjavík út yfir gröf og dauđa" (SBT).  
Ingibjörg var ógift og barnlaus.


                                                                                                                                      (JVJ)

 

 

 

 

 1923-1931---IHB_

 Ingibjörg H. Bjarnason á alţingi

 

 thingkonur05

Málverk af Ingibjörgu H. Bjarnason var afhjúpađ í efrideildarsal Alţingishússins 9. mars 2005. Ingibjörg var fyrst kvenna kosin ţingmađur áriđ 1922. Ragnhildur Helgadóttir, sem fyrst kvenna var kjörin forseti (ađalforseti) ţingdeildar, afhjúpađi málverkiđ sem er eftir Gunnlaug Blöndal listmálara.

 

 

1924-konurh

                                                       Íhaldsflokkurinn 1924

 

 

 Ítarefni:

 

 Til hamingju međ daginn konur!


Góđ frétt í jólamánuđinum...

 

Ragna og Börnin

 

 
Manni hlýnar um hjartarćturnar viđ ađ lesa svona frétt eins og var í Morgunblađinu í dag:
 
 
 

"Ókunn­ugt fólk bauđ Rögnu íbúđir til af­nota"

"Ragna Erlendsdóttir, tveggja barna einstćđ móđir í Reykjavík, fékk bođ frá tveimur ókunnugum íbúđareigendum í Reykjavík um tímabundin afnot af íbúđunum án endurgjalds.

 

Eins og sagt var frá í Morgunblađinu í gćr er Ragna komin á götuna eftir ađ hafa misst tímabundiđ húsnćđi. Fjárhagur Rögnu er erfiđur eftir mikil útgjöld vegna veikinda dóttur hennar, Ellu Dísar, sem lést eftir langvinn veikindi sl. sumar.

 

Íbúđir í Breiđholti og Vesturbć

 

Saga Rögnu hreyfđi viđ lesendum Morgunblađsins sem buđu henni húsnćđi í Breiđholti og Vesturbć.

 

»Ég ćtla ađ taka bođinu og vera í íbúđinni í Vesturbćnum í ţrjár vikur. Ţá kemur annar í íbúđina og ég fćri mig yfir í ađra íbúđ í eigu fjölskyldu í Breiđholti sem er ađ fara til útlanda. Ţau leyfa mér ađ vera í íbúđinni frá og međ 19. desember til 2. janúar. Hvađ gerist í framhaldinu er óvíst,« segir Ragna.

 

Hún var á leiđ í hótelíbúđ í miđborg Reykjavíkur ţegar bođin um íbúđirnar tvćr bárust. Hún hafđi bókađ gistingu fram á föstudag og fékk hún fyrirframgreiđslu ţriggja af ţeim nóttum fellda niđur ţegar henni stóđ annađ húsnćđi til bođa. Hyggst hún flytja sig um set í dag.

 

Eigandi íbúđarinnar í Vesturbćnum er búsettur í Danmörku.

 

Um miđjan dag í gćr hafđi Sólveig Kaldalóns Jónsdóttir samband viđ Morgunblađiđ en hún býr í Stege í Danmörku. Sagđist hún eiga íbúđ međ húsgögnum og öđrum húsbúnađi í Vesturbć Reykjavíkur sem yrđi ónotuđ til 20. desember. Vildi hún gjarnan lána Rögnu og dćtrum hennar íbúđina án endurgjalds, ţó ekki yfir hátíđarnar ţví ţá myndi systursonur hennar dvelja ţar međ konu sinni. Eftir áramótin kćmu frekari afnot af íbúđinni til greina.

 

»Ţađ er hjónarúm í svefnherberginu og svefnsófi í stofunni og rúmföt og sćngur og koddar fyrir fimm. Ţađ er allt í íbúđinni og vantar ekkert,« sagđi Sólveig sem hafđi aldrei heyrt Rögnu getiđ fyrr en í gćr.

 

Sólveig og eiginmađur hennar, sem er lćknir, eiga bújörđ og rćkta hveiti, bygg, hafra og sykurrófur.

 

Hefur búiđ í Danmörku í 40 ár

 

»Ég á sjö rollur sem bera á vorin. Ég er 65 ára hjúkrunarfrćđingur og hef búiđ í Danmörku í yfir 40 ár. Ég á ţrjú börn á aldur viđ Rögnu og svo á ég barnabörn. Ţegar ég heyrđi af Rögnu og ađ hún hefđi átt veika dóttur fannst mér sem hjúkrunarfrćđingi leitt ađ ţađ skyldi ekki vera til hjálp fyrir hana,« segir Sólveig sem fluttist til Danmerkur áriđ 1972 til ađ lćra svćfingarhjúkrun.

 

Sólveig fylgist međ fréttum frá Íslandi og hefur áhyggjur af húsnćđismálum. »Kerfiđ er orđiđ fátćkt á Íslandi ef ţađ getur ekki hugsađ um ţá sem eiga erfitt í ţjóđfélaginu. Ég held ađ Danir hugsi betur um fólk í slíkum vanda,« segir Sólveig."
 
 
Svo sakar ekki ađ nafn ţess sem lánar íbúđina er kunnuglegt:

 

 

 

 
 
Solla-Jona-Olli
Sólveig er hér ađ spjalla viđ Örlyg og Jónu í Kaupmannahöfn 1971
Bloggarinn tók myndina á námsárunum.
 
smile
 

mbl.is Ókunnugt fólk bauđ Rögnu íbúđir
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Sala á Landsvirkjun og sćstrengur til Englands í skođun - Guđ blessi Ísland...

 

 

 

balloon-pop.jpg

 

 

Ráđherra vill skođa sölu á Landsvirkjun. Fyrir andvirđiđ á ađ reisa spítala. Fyrirsjáanlegt er ađ eftir áratug, ţegar búiđ verđur ađ greiđa niđur skuldir af nýjum virkjunum, mun Landsvirkjun mala eigendum sínum gull.   Nýir eigendur munu grćđa á tá og fingri.   Gott fyrir ţá, en ekki mig.

 

Ráđherra vill einnig skođa lagningu sćstrengs til Englands. Annar ráđherra, Charles Hendry, fyrrverandi orkumálaráđherra Bretlands, er á fullu ađ fjármagna verkefniđ.   Hefur bara sísona tekiđ ađ sér ađ stjórna málum á Íslandi.    Hver mun grćđa?   Varla ég.

 

Fyrir nokkrum árum  var Landsíminn seldur ásamt öllu dreifikerfinu. Andvirđiđ átti ađ renna til nýs Landspítala og Sundabrúar.  Símapeningarnir  reyndust bara loft.  Kannski var hugmyndin ađ spítalinn yrđi uppblásinn eins og íţróttahúsiđ í Hveragerđi og Sundabrúin loftbrú? Ég tapađi heilum spítala og heilli brú yfir hafiđ.  

 

Fyrir nokkrum árum voru bankar ríkisins seldir nýjum eigendum. Annar eigandinn fékk lánađa peninga fyrir sínum banka í hinum bankanum, og öfugt. Ţeir áttu nefnilega ekki krónu. Allt reyndist ţetta loft og blađran sprakk međ miklum látum.  Ég tapađi miklu af ćvisparnađinum og lífeyrissjóđurinn skerti eftirlaun mín um tćpan  helming.   Guđ blessađi víst Ísland, en ţađ dugđi ekki til.

 

 

 

 

questioning_pondering_by_questioningplz-d58kajd.jpg

 

 

 


mbl.is Vill skođa sölu á hlut í Landsvirkjun
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Svanavatniđ - Hiđ eina sanna - (Myndir)...

 

 

 

swan_lake_5.jpg
 
Í lok mars s.l. varđ pistlahöfundur vitni ađ tilkomumiklum dansi í kvöldsólinni sem varpađi gullinni birtu á danspariđ, miklu fegurri dansi en sést hefur nokkru sinni á leiksviđi eđa í tónleikahúsi. Ţetta var ekki nein eftirlíking viđ tónlist eftir Pyotr Tchaikovsky, heldur ekta.  Ástfangnir svanir tjáđu tilfinningar sínar, lengi og innilega. Taumlausar ástríđur tókust ţar á. Svanavatniđ í allri sinni dýrđ.

 
600w-1040577.jpg
 
 
600w-1040578.jpg
 
 
600w-1040579.jpg
 
 
600w-1040580.jpg
 
 
600w-1040582.jpg
 
 
600w-1040584.jpg
 
 
600w-1040585.jpg
 
 
600w-1040586.jpg
 
 
600w-1040587.jpg
 
600w-1040588.jpg
 
 
600w-1040589.jpg
 
 
600w-1040591.jpg
 
 
600w-1040592.jpg
 
 
600w-1040593.jpg
 
 
600w-1040594.jpg
 
 
600w-1040595.jpg
 
 
600w-1040596.jpg
 
 
600w-1040599.jpg
 
 

 

 

Ég reiđ um sumaraftan einn
á eyđilegri heiđi;
ţá styttist leiđin löng og ströng,
ţví ljúfan heyrđi’ eg svanasöng,
já, svanasöng á heiđi.

Á fjöllum rođi fagur skein,
og fjćr og nćr úr geimi
ađ eyrum bar sem englahljóm,
í einverunnar helgidóm,
ţann svanasöng á heiđi.

Svo undurblítt ég aldrei hef
af ómi töfrast neinum;
í vökudraum ég veg minn reiđ
og vissi’ ei, hvernig tíminn leiđ
viđ svanasöng á heiđi.

  Steingrímur Thorsteinsson 

 

 


Myndirnar eru teknar međ Panasonic Lumix FZ200 međ Leica linsu 25-600mm f2,8.
Myndirnar eru teknar í uppsveitunum, skammt fyrir sunnan Haukadalsheiđi.
 
 
 
 
 
 
 

Norđurljósaspár...

 

 

img_5070-edit-2-1-2.jpg

 

 

Nú er fariđ ađ verđa sćmilega dimmt á nóttunni til ađ njóta norđurljósanna.

Á vef Veđurstofunnar er vefur ţar sem hćgt er hćgt ađ sjá spá um skýjahulu,

og á annarri íslenskri síđu sem nefnist einfaldlega Norđurljósaspá

er hćgt ađ sjá ýmis línurit frá mćlitćkjum

og myndir sem gefa til kynna hvort norđurljós gćtu veriđ sýnileg

yfir Íslandi.

 

Myndin efst á síđunni er tekin nćrri Geysi. Í fjarska er bjarminn frá gróđurhúsum í Reykholti.

 

Aurora_Map_N

 

 

Eldri pistlar um norđurljós og fleira skylt:

 

Sólgosin og norđurljósin undanfariđ...

Norđurljós á Satúrnusi og geimveđriđ --- Myndir og myndbönd...

Minnstu norđurljós í 100 ár...

Norđurljós og fegurđ nćturinnar...

Sólvirknin og norđurljósin...

Geimskot Frakka á Íslandi ... Iceland Space Center ... Myndir

Ljósmengun í ţéttbýli og dreifbýli...

 

 

 


mbl.is Norđurljósadýrđ á Fáskrúđsfirđi
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Ađ vera engill í eigin tré...

 

 

 

plontubakkar_edited-1.jpg

 

Hvers vegna er mađur ađ eyđa tíma og ţreki í ađ pota litlum trjáplöntum í jörđ og gefa ungviđinu áburđ? 

Fyrir skömmu var ég kominn snemma út í móann til ađ lífga ađeins upp á hann dágóđan spöl frá kofanum, vopnađur plöntustaf, bökkum međ skógarplöntum og áburđarfötu. Hitinn var mátulegur fyrir útivinnu, um 13 gráđur en nokkuđ stífur norđanvindur sem náđi ađ ţeyta nokkrum regndropum yfir hálendiđ og vćta mig ađeins. Hálf hryssingslegt veđur um tíma, en nokkru síđar kom sólin međ sína heitu geisla. 

Hvers vegna var ég ađ standa í ţessu, spurđi ég sjálfan mig. Ţetta verđur varla skógur fyrr en ég er löngu dauđur... Í mínum hugskotssjónum sá ég ţó fyrir mér fallegan skógarlund, og kannski var ţađ ţessi sýn sem dreif mig út snemma morguns.

 

hakonadalsteinssonHákon Ađalsteinsson orti snilldarlega um ţessa framtíđarsýn skógrćktarmannsins. Kvćđi hans hljómađi í eyrum mínum međan vindurinn gnauđađi og spóinn í móanum söng af hjartans lyst. Í kvćđinu er skógarbóndinn horfinn yfir móđuna miklu, en nýtur fegurđar skógarins sem hann skóp međ eigin hendi.


Ţađ hlýtur ađ vera í lagi ađ láta sig dreyma, međan mađur er ađ skapa skóg, ađ verđa einhvern tíman engill í eigin tré, eins og segir í kvćđinu.

  

engill_i_eigin_tre.jpg
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Hákon Ađalsteinsson skáld og skógarbóndi á Húsum í Fljótsdal lést áriđ 2009.
Hann var landsţekktur hagyrđingur.

Sjónarspil á himni um jólin - og Álfadansinn...

 

 

Júpiter og tungliđ á jóladag

  
Ţađ sakar ekki ađ gjóa augum til himins ađ kvöldi jóladags.

Ţar mun Karlinn í Tunglinu spóka sig međ Júpiter sjálfum á suđaustur himninum.
 
Óríon verđur skammt undan og tekur ţátt í gleđskapnum ásamt Systrunum sjö.
 
Hver veit nema öll syngi ţau saman Máninn hátt á himni skín, hrímfölur og grár... 

Myndin er tekin úr tölvu-stjörnukortinu Starry Night Pro og sýnir hvernig afstađa Tunglsins og Júpiters verđur klukkan 9 ađ kvöldi  25. desember. Máninn verđur ţar örskammt frá hinni björtu reikistjörnu.  Ţađ sakar ekki ađ hafa međ sér sjónauka, jafnvel venjulegan handsjónauka.

Nú er bara ađ vona ađ ekki verđi skýjađ...

Vefsíđa NASA Christmas Sky Show.

 

 

 ...en ţar sem viđ erum ađ fjalla um Mánann:

 

 

                                                             Álfadansinn

jon_olafsson_ritstjori.jpgNú er ekki nema vika til áramóta og allir kunna ađ syngja Máninn hátt á himni skín...   Hvernig varđ Álfadansinn til?

Langafi minn, Jón Ólafsson ritstjóri, átti auđvelt međ ađ yrkja og var fljótur ađ ţví. Eftirfarandi birtist í Iđunni - Tímarit til skemmtunar, nytsemdar og fróđleiks áriđ 1916 sem lesa má hér. Umfjöllunin um Jón Ólafsson hefst á blađsíđu 82.

 

 

Eftirfarandi úrklippa er frá blađsíđum 84-85, en ţar er fjallađ um Álfadansinn:

 

"... Piltar léku ţá oft sjónleika um miđsvetrarleytiđ
og höfđu ţađ til siđs ađ syngja eitthvert ný-ort kvćđi
undan leiknum. í ţetta sinn (1873) höfđu ţeir fengiđ
loforđ hjá Jóni um ađ yrkja kvćđiđ, en hann var
ţá á einhverju slarki, og svo rann upp dagurinn,
ađ ekki fengu ţeir kvćđiđ. Kristján Eldjárn og annar
mađur til fóru ţá heim til Jóns kl. 2 um daginn,
en hann bjó ţá eins og síđar á horninu á Laugavegi
og Skólavörđustíg.

Ţegar ţeir koma inn til Jóns,
sefur hann svefni hinna réttlátu. Kristján veđur ţá
ađ honum, dregur hann harkalega fram á rúmstokk-
inn og heimtar af honum kvćđiđ; en Jón hafđi
ekkert kvćđi ort. Lofar samt ađ gera ţađ svo tíman-
lega, ađ ţeir geti sungiđ ţađ um kvöldiđ, og ţađ varđ:


          Halló, halló!
     Á bylgjandi bárum
     nú beitiđ ei árum,
     en segliđ pér greiđiđ,
     ţví gott er nú leiđiđ
og látum nú klofinn hinn löđrandi sjó,
ţví leiđiđ er inndćlt. Halló!


-

Annađ kvćđi, sem Jón var ađ eins eina »matmáls-
stund« ađ yrkja, var hiđ ţjóđkunna kvćđi »Máninn
hátt á himni skín«
. Ţeir höfđu komiđ sér saman um
ţađ ungir mentamenn í bćnum, ég held ađ undirlagi
Valdemars Briems, ađ halda álfadans á gamla-árs-
kvöld 1871.

Verkum var ţannig skift niđur, ađ Ólafur
sá, sem nefndur var »HvítaskáId« í skóla, síđar
prestur  ađ Ríp,   skyldi yrkja upphafskvćđiđ,   er álf-
arnir komu á svelliđ, Jón Ólafsson sjálfan álfadans-
inn og Valdemar Briem um brautförina af svellinu.

Jón varđ hugfanginn af hugmyndinni og gekk um
kvöldiđ heim međ Eiríki Briem, sem ţá bjó í Hjalte-
steđshúsi. Ţar var matur á borđum, hangikjöt og
annađ góđgćti og bauđ Eiríkur Jóni ađ borđa. Sett-
ust ţeir niđur sinn hvoru megin viđ borđiđ, en Jón
sinti ekki matnum, heldur tók ađ yrkja, og ţađ stóđ
heima, ţegar Eiríkur var búinn ađ borđa, hafđi Jón
lokiđ kvćđinu. Daginn eftir kom Valdemar Briem
svo sínu kvćđi á hann líka, og hann var eittkvađ
álíka fljótur ađ yrkja ţađ..."

 

- - -


Álfadansinn  (Eins og hann birtist í Ţjóđólfi 23. janúar 1872):

 

BLYSFARARDANS
[Sungiđ viđ „Álfadansinn" á Reykjavíkurtjörn (— međ
fćreyska Vikivaka-laginu: „Góđa skemtan gjöra skal ţars eg
geng í dans),  —   í blysför eđr viđ  blysburđ   stúdenta og
skólapilta á gamlárskvöld 31. Desember 1871].

 

1.  Máninn hátt á himni skín
            hrímfölr og grár.
     Líf og tími Iíđur,
           og liđiđ er nú ár.


K ó r : Bregđum blysum á lopt
           bleika lýsum grund;
           glottir tungl, en hrín viđ hrönn,
           og hrađfleig er stund.


2.  Kyndla vora hefjum hátt,
           horfiđ kveđjum ár.
     Dátt vér dansinn stigum,
           dunar ísinn grár.


Bregđum blysum á lopt o. s. frv.


3.  Nú er veđr nćsta frítt
           nóttin er svo blíđ.
     Blaktir blys í vindi,
           blaktir líf í tíđ.


Bregđum blysum á lopt o. s. frv.


4.  Komi hver sem koma vill,
           komdu nyja ár.
     Dönsum dátt á svelli,
           dunar ísinn blár.


Bregđum blysum á lopt o. s. frv.


5. Fćrđu unađ, yndi' og heill
           öllum vćttum lands.
     Stutt er stund ađ líđa,
           stígum ţétt vorn dans.


Bregđum blysum á lopt o.s.frv.


6. Fćrđu bónda' í búiđ sitt
           björg og heyja-gnótt.
     Ljós í lopti blika,
           líđr fram á nótt.


Bregđum blysum á lopt o.s.frv.


7. Gćfđir veittu', en flýi frost,
           fiskinn rektu' á miđ.
     Dunar dátt á svelli,
           dansinn stígum viđ.


Bregđum blysum á lopt O.s.frv.


8. Framför efldu, fjör og líf
           fćrđu til vors lands.
     Stutt er stund ađ líđa,
           stígum ţétt vorn dans.


Bregđum blysum á lopt o.s.frv.


9. Máninn hátt á himni skín
           hrímfölr og grár.
     Líf og tími líđur,
           og liđiđ er nú ár.


           Bregđum blysum á lopt
           bleika lýsum grund.
           Glottir tungl, en hrín viđ hrönn
           og horfin er stund.

 

Jón var fćddur 1850 og ţví 21 árs ţegar hann orti Álfadansinn eđa Blysfarardansinn skömmu fyrir gamlársdag 1871.

 

 

 

Gleđileg  jól !

 
 

tungl.jpg

 

 

Hrímfölur og grár...

Gleymiđ ekki Tunglinu og Júpiter á jóladagskvöld.

Svona verđur afstađan um miđnćtti.

Reyniđ ađ koma auga á tungl Júpiters međ sjónauka!Íslenska birkiplantan á Englandi vex hratt...

 

 

 

birki-ebbla-uk-sept-2012.jpg

 

Voriđ 2010 birtist hér pistill sem nefndist    Íslenska birkiđ á Englandi...

Pistillinn fjallađi um birkiplöntu eina í á suđur Englandi sem var 10 cm voriđ 2007 en var orđin 100 cm ţrem árum seinna eđa voriđ 2010. Hvernig skyldi henni hafa vegnađ? Plantan rekur ćttir sínar til Íslands og er kynbćtt afbrigđi sem kallast Embla.

Myndin hér fyrir ofan var tekin nú í haust eđa 22. september. Nú er birkiđ orđiđ 300 cm hátt og varla hćgt tala um birkiplöntu, heldur  birkitré.  Óneitanlega hefur birkiđ vaxiđ hratt, miklu hrađar en mađur á ađ venjast hér á landi.

Hvađ skyldi 10 cm birki sem plantađ var á Íslandi voriđ 2007 vera orđiđ hátt?  

 

Meira hér.


 

birkid-2010.jpg
Voriđ 2010 var birkiđ um 100 cm.
 
 


birkid-2007.jpg

Voriđ 2007 var birkiđ ađeins um 10 cm. Ćtli ţađ sé ekki ársgamalt á myndinni.

 

 

 


Risastórt lýsingarlistaverk frumsýnt á Menningarnótt...

 

 

Á hápunkti Íslands
 
Á toppnum !
---
 

Verkís fagnar 80 ára afmćli á árinu og efndi af ţví tilefni til samkeppni međal listamanna um hönnun á Pixel Art listaverki sem frumsýnt verđur á Menningarnótt. Verkiđ hefst kl.23 og mun verđa spilađ fram á nótt sem og nćstu kvöld.
 
Síđastliđinn vetur var framhliđ starfsstöđvar Verkís ađ Suđurlandsbraut 4 lýst upp međ LED lýsingu í gluggum, en hćgt er ađ stýra hverjum glugga fyrir sig og fá hvađa lit sem er. Ţar međ varđ byggingin ađ stórum striga listarinnar og hentug fyrir listaverk byggt á pixlum eđa svokallađ Pixel Art. Í sumar var svo efnt til samkeppni um hönnun á Pixel Art listaverki sem innsetningarţćtti Verkís á Menningarnótt 2012.

Vinningstillagan sem sameinar verkfrćđi, tćkni og list ber nafniđ Pixlar og er eftir Hermann Hafsteinsson nemanda í grafískri hönnun viđ Marbella Design Academy á Spáni.


s4_-_ljosadaemi-crop.jpg
 
Suđurlandsbraut 4
Listaverkiđ verđur lifandi og ljósadýrđin í gluggunum mun flökta taktvisst í öllum regnbogans litum.  Myndin var tekin ţegar lýsingin var prófuđ síđastliđinn vetur. Ţetta var bara prufa, en nú byrjar gamaniđ fyrir alvöru.

Lamparnir eru gerđir međ fjölda ljósdíóđa, og eru ţeir tengdir tölvu sem stjónar litavali.
 
 
 
-

 

 
Hver man ekki eftir ţessari stórfenglegu ljósasýningu sem  hefst ţegar myndbandiđ er um ţađ bil hálfnađ?   Skyldum viđ eiga von á heimsókn?  Hver veit?  Margt óvćnt getur gerst á Menningarnótt!   Eins gott ađ vera viđbúinn öllu ...  Alien

 

VERKÍS er öflugt og framsćkiđ ráđgjafarfyrirtćki sem býđur fyrsta flokks ţjónustu á öllum sviđum verkfrćđi. Verkís rekur uppruna sinn til ársins 1932 og er ţví elsta verkfrćđistofa landsins   Fjöldi starfsmanna er á fjórđa hundrađ.

www.verkis.is


 


Reynsla Grikkja af Kínverjum í höfninni í Píreus...

 

 

 

 

 

 

Ţađ er fróđlegt ađ skođa myndbandiđ hér fyrir ofan sem ćttađ er frá sjónvarpsstöđ Evrópuţingsins og má einnig sjá hér á vefsíđu European Parliament/EuroparITV.  Ţar er fjallađ um reynslu Grikkja af umsvifum Kínverja í höfninni í Píreus. Myndbandiđ er međ enskum texta.

 

Ţađ er einnig fróđlegt ađ lesa ţessa grein um sama mál: In Greek Port, Storm Brews Over Chinese-Run Labor ţar sem međal annars er fjallađ um slćm kjör kínverskra starfsmanna og ađbúnađ ţeirra.

 

Der Spiegel: Good friends are here to help: Chinese Investors Take Advantage of Greek Crisis.       Um höfnina í Píreus: "The conditions here are like something from the darkest Middle Ages"

 

Er ţetta ţađ sem viđ viljum?

 

 

 

 

 

 

 


mbl.is Vilja rannsókn á tengslum
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Nćsta síđa »

Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggiđ

Ginnungagap

Ýmislegt

Loftslag

Click to get your own widget

Teljari

free counters

Álverđ

http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0

Sólin í dag:

(Smella á mynd)

.

Olíuverđiđ í dag:

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.6.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 59
  • Frá upphafi: 762950

Annađ

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 39
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Júní 2024
S M Ţ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband