Bloggfærslur mánaðarins, júní 2011

American Astronomical Society í dag: Þrjá rannsóknir benda til hratt minnkandi sólvirkni á næstunni...

 

sunspots-shadow.jpg


Merkilegar fréttir voru að berast í dag frá ráðstefnu Bandaríska Stjarnfræðifélagsins, American Astronomical Society,  sem haldin er í þessari viku í New Mexico State University í Las Cruces, New Mexico.

Lesa má frétt um málið á SPACE.COM.  Sjá hér.     Upphaflega fréttatilkynningin er hér neðst á síðunni og myndir sem henni fylgdu eru hér. Vídeó-frétt John Colemans má sjá hér.

Samkvæmt fréttinni benda niðurstöður þriggja rannsókna til þess að virkni sólar stefni í mjög mikla lægð á næstu árum. Um er að ræða rannsóknir í iðrum sólar, á yfirborðinu og í kórónu hennar.   Um sólina má fræðast hér á Stjörnufræðivefnum.

Fréttin frá ráðstefnunni hefst þannig:

Sun's Fading Spots Signal Big Drop in Solar Activity
http://www.space.com/11960-fading-sunspots-slower-solar-activity-solar-cycle.html

Date: 14 June 2011 Time: 01:01 PM ET

 

 

Some unusual solar readings, including fading sunspots and weakening magnetic activity near the poles, could be indications that our sun is preparing to be less active in the coming years.

The results of three separate studies seem to show that even as the current sunspot cycle swells toward the solar maximum, the sun could be heading into a more-dormant period, with activity during the next 11-year sunspot cycle greatly reduced or even eliminated.

The results of the new studies were announced today (June 14) at the annual meeting of the solar physics division of the American Astronomical Society, which is being held this week at New Mexico State University in Las Cruces.

Ennfremur segir:

"This is highly unusual and unexpected," said Frank Hill, associate director of the National Solar Observatory's Solar Synoptic Network. "But the fact that three completely different views of the sun point in the same direction is a powerful indicator that the sunspot cycle may be going into hibernation."

...

"We expected to see the start of the zonal flow for Cycle 25 by now, but we see no sign of it," Hill said. "This indicates that the start of Cycle 25 may be delayed to 2021 or 2022, or may not happen at all."

...

"If we are right, this could be the last solar maximum we'll see for a few decades," Hill said. "That would affect everything from space exploration to Earth's climate."

 

Þessi frétt barst í dag kl. 17 að íslenskum tíma. Væntanlega á hún eftir að vekja athygli og umræður.

Sjá nánar á Space.com:   


Sun's Fading Spots Signal Big Drop in Solar Activity
http://www.space.com/11960-fading-sunspots-slower-solar-activity-solar-cycle.html

 

 

--- --- ---

 

 
Hér er samantekt (abstract) greinanna sem vísað er til í tilkynningunni:
 

P16.10
Large-scale Zonal Flows During the Solar Minimum — Where Is Cycle 25?13
Frank Hill, R. Howe, R. Komm, J. Christensen-Dalsgaard, T. P. Larson, J. Schou, M. J. Thompson


The so-called torsional oscillation is a pattern of migrating zonal flow bands that move from midlatitudes towards the equator and poles as the magnetic cycle progresses. Helioseismology allows us to probe these flows below the solar surface. The prolonged solar minimum following Cycle 23 was accompanied by a delay of 1.5 to 2 years in the migration of bands of faster rotation towards the equator. During the rising phase of Cycle 24, while the lower-level bands match those seen in the rising phase of Cycle 23, the rotation rate at middle and higher latitudes remains slower than it was at the corresponding phase in earlier cycles, perhaps reflecting the weakness of the polar fields. In addition, there is no evidence of the poleward flow associated with Cycle 25. We will present the latest results based on nearly sixteen years of global helioseismic observations from GONG and MDI, with recent results from HMI, and discuss the implications for the development of Cycle 25.

-

P17.21
A Decade of Diminishing Sunspot Vigor

W. C. Livingston, M. Penn, L. Svalgaard
s Convention Center

Sunspots are small dark areas on the solar disk where internal magnetism, 1500 to 3500 Gauss, has been
buoyed to the surface. (Spot life times are the order of one day to a couple of weeks or more. They are thought to be dark because convection inhibits the outward transport of energy there). Their “vigor” can be described by spot area, spot brightness intensity, and magnetic field. From 2001 to 2011 we have measured field strength and brightness at the darkest position in umbrae of 1750 spots using the Zeeman splitting of the Fe 1564.8 nm line. Only one observation per spot per day is carried out during our monthly telescope time of 3-4 days average. Over this interval the temporal mean magnetic field has declined about 500 Gauss and mean spot intensity has risen about 20%. We do not understand the physical mechanism behind these changes or the effect, if any, it will have on the Earth environment.

-

P18.04
Whither goes Cycle 24? A View from the Fe XIV Corona
Richard C. Altrock


Solar Cycle 24 had a historically prolonged and weak start. Observations of the Fe XIV corona from the Sacramento Peak site of the National Solar Observatory showed an abnormal pattern of emission compared to observations of Cycles 21, 22, and 23 from the same instrument. The previous three cycles had a strong, rapid “Rush to the Poles” in Fe XIV. Cycle 24 displays a delayed, weak, intermittent, and slow “Rush” that is mainly apparent in the northern hemisphere. If this Rush persists at its current rate, evidence from previous cycles indicates that solar maximum will occur in approximately early 2013. At lower latitudes, solar maximum previously occurred when the greatest number of Fe XIV emission regions* first reached approximately 20° latitude. Currently, the value of this parameter at 20° is approximately 0.15. Previous behavior of this parameter indicates that solar maximum should occur in approximately two years, or 2013. Thus, both techniques yield an expected time of solar maximum in early 2013.
*annual average number of Fe XIV emission features per day greater than 0.19

 

 

 

 

http://sdo.gsfc.nasa.gov/assets/img/latest/latest_512_4500.jpg

 


 

Sólin í dag. Sjá dagsetningu og tíma á myndinni.

(UT = Universal Time sem er sama og íslenskur staðartími).

Fjölda beintengdra mynda og ferla má sjá hér á Solar Reference Page.

 

 

Fréttin í dag hefur vakið athygli og er víða. Sjá til dæmis:   Hér. Hér. Hér. Hér.

 

 

national_geographic.jpg

 

 

National Geographic:

21:30


Listflug (myndband)...

 

landis_70_inv.jpg

 

Það er ekki annað hægt en dást að leikni þessa flugmanns...

 

Best er að smella á myndina og njóta í fullri skjástærð og með mestu upplausn.
Ekki gleyma að hafa hljóðið á!

 

Þess má geta að gripurinn er knúinn rafmagni. Er með þriggja fasa riðstraumsmótor og Lithium Polymer rafhlöðum. 
www.extremeflightrc.com

 

Góða helgi...  Joyful

 

 


 

 


Ný hitamæligögn frá gervihnöttum (UAH maí 2011)...


msu-uah-may_2011_600w.jpg

Þessi nýi ferill var að birtast á vefsíðu Dr. Roy Spencer. Sjá hér. Ferillinn sýnir meðalhita lofthjúps jarðar í rúm 30 ár, eða á tímabilinu 1979 til loka maímánaðar síðastliðinn. Það er að segja, allan þann tíma sem slíkar mælingar frá gervihnöttum hafa verið framkvæmdar.

Græna lárétta línan er meðaltal síðustu 30 ára og ferillinn frávik frá því meðaltali.

Mælipunktar síðustu tveggja mánaða eru innan rauða hringsins lengst til hægri. Frávikið frá 30 ára meðaltalinu reyndist vera 0,13 gráður C.


Sjá skýringar í pistlinum frá 13. apríl s.l. hér.

 

Hve mikið er 0,13 gráður á Celcius? Það fer eftir því við hvað er miðað. Lofthiti lækkar um svo sem 0,7 gráður ef við förum 100 metra upp. Þessi hitabreyting um 0,13 gráður samsvarar því hæðarmun sem nemur um 20 metrum.

En 0,7 gráður eru því sem næst sama og sú hækkun sem orðið hefur á síðustu 150 árum, samtals af völdum náttúrunnar og losun manna á koltvísýringi. Sú breyting í hitastigi jafngildir því um 100 metrum í hæð. Ekki er fjarri því að þessi breyting um 0,7 gráður jafngildi einnig um 100 km í norður-suður.

Svona nokkurn vegin...            Mikið eða lítið?             Hummm... Errm     

 

Flest af því sem er á þessari mynd hefði maður í hefðbundnum mælingum flokkað undir suðu (noise) eða flökt.

 

 

12:33


Ný tilraun við Árósarháskóla rennir stoðum undir kennirnar Henriks Svensmarks um áhrif geimgeisla og sólar á skýjafar - og þar með væntanlega á hnatthlýnun eða hnattkólnun...

svensmark2.jpg

Það er orðið allnokkuð síðan skrifaður var pistill um kenningar HenriksSvensmarks um samband milli virkni sólar og skýjafars, og því kominn tími tilað skrifa smá uppfærslu, enda hafa fréttir verið að berast utan úr heimi.

 

Pistlahöfundur hefur fylgst með Svensmark í um hálfan annan áratug og skrifað nokkrapistla um málið:

 

 

Til upprifjunar þá er kenningin í örstuttu og mjög einfölduðu máli þessi:


Ský myndast þannig að ósýnileg vatnsgufan þéttist á rykögnum. Geimgeislar jónisera eða jóna gas í háloftunum með hjálp rafeinda. Jónirnar flytja hleðslu yfir á vatnsdropa sem draga að sér rykagnir. Rykagnirnar virka þá sem eins konar sæði sem flýtir fyrir þéttingu rakans. Þegar sólin er óvenju virk, þá er sólvindurinn jafnframt öflugur. Öflugur sólvindur skermar jörðina af þannig að minna ag geimgeislum berst til jarðar. Þess vegna verður heldur minna um ský og það hlýnar. Sjá nánari skýringu hér.

Breytileg skýjahula þýðir auðvitað breytilegt endurkast sólarljóss, þannig að mismikill sólarylur nær að skína á jörðina.

"Mikilvirkni sólar -> mikill sólvindur -> minni geimgeislar -> minna um ský-> minna endurkast skýjanna og þar með meira sólarljós sem berst til jarðar -> hærra hitastig"

eða...

"Lítilvirkni sólar -> lítill sólvindur -> meiri geimgeislar -> meira um ský-> meira endurkast skýjanna og þar með minna sólarljós sem berst til jarðar -> lægra hitastig"

Ef þessi kenning reynist rétt, þá er hér komin staðfesting á áhrifum sólvindsins á hitafar jarðar, því það gefur augaleið að minni skýjahula veldur hlýnun og öfugt. Til vðbótar þessum óbeinu áhrifum sólvindsins eru áhrif breytilegrar útgeislunar sólar.

Það er rétt að geta þess að hugtakið geimgeislar eða cosmic rays er hér dálítið ónákvæmt. Eiginlega er um að ræða agnastreymi en ekki geisla í hefðbundnum skilningi. Um 90% geimgeisla-agnanna eru róteindir eða prótónur, 9% helíumkjarnar (alfa agnir) og 1% rafeindir eða elektrónur (beta agnir). Sjá skýringar á Wikipedia hér. Geimgeislar eða Cosmic Rays er þó það orðalag sem venjulega er notað. Geimgeislarnir eiga upptök sín í óravíddum geimsins og lenda á lofthjúpnum. Utan sólkerfisins er styrkur geimgeislanna nokkuð stöðugur, en þeir sem lenda á jörðinni hafa breytilegan styrk vegna áhrifa sólvindsins sem vinnur sem eins konar skjöldur.

Svensmark setti fram kenningu sína í lok síðustu aldar. Í fyrstu var gerð tiltölulega ódýr tilraun í kjallara Dönsku geimrannsóknarstofnunarinnar (tilraunin nefndist SKY), og nú stendur yfir flókin tilraun hjá CERN í Sviss (tilraunin nefnist CLOUD). Fyrir fáeinum dögum var kynnt ný tilraun sem fram fór í Árósarháskóla, þannig að tilraunirnar eru nú orðnar þrjár.

Að sjálfsögðu skiptir niðurstaða þessara tilrauna gríðarmiklu máli fyrir vísindin. Reynist kenning Svensmark rétt, þá gæti verið fundið orsakasamband milli virkni sólar og hitafars jarðar sem er mun öflugra en breytingar í heildar útgeislun sólar. Það er þó allt of snemmt að fullyrða nokkuð og mjög óvísindalegt að vera með getgátur, hvort sem er með eða á móti. Full ástæða er þó að fylgjast með og skoða málið með opnum huga og án fordóma...

                                                                      --- --- ---


Tilefni þessa pistils er fyrst og fremst að fyrir fáeinum dögum var tilkynnt um nýja tilraun  í Árósarháskóla. Sjá fréttá ensku á vef skólans hér, og á dönsku hér. Úrdrátt úr greininnimá lesa á vef  Geophysical ResearchLetters.

Á vef háskólans stendur meðal annars þetta um tilraunina í Árósum:

"...With the new results just published in the recognised journal Geophysical Research Letters, scientists have succeeded for the first time in directly observing that the electrically charged particles coming from space and hitting the atmosphere at high speed contribute to creating the aerosols that are the prerequisites for cloud formation.

The more cloud cover occurring around the world, the lower the global temperature -and vice versa when there are fewer clouds. The number of particles from space vary from year to year - partly controlled by solar activity...."

 

Sjá hérviððtal á dönsku um þessa nýju tilraun:

Partikler påvirker skydannelse frá Science Media Lab.

Smellið hér, en ekki á myndina.


skydannelse.jpg

                                                                         ---

Af tilrauninni miklu hjáCERN er það helst að frétta að áfanga-niðurstöðu er að vænta í haust. Sjá viðtal við Jasper Kirkby. Smellið á myndina til að horfa á myndbandið.

 

 

 

Fyrir þá áhugasömu: Hér er klukkutíma löng  ný kynning á tilrauninni í CERN. Þessi mjög áhugaverða og áheyrilega kynning er vel þess virði að hlustað sé á hana í næðí. Dr. Jasper Kirkby sem leiðir tilraunina í CERN talar mjög skýrt og setur efnið fram á skilmerkilegan hátt:






                                                             ---

Dr. Roy Spencer loftslagsfræðingur hefur oft lýst efasemdum um að kenning Svensmarks eigi við rök að styðjast.  - En nú hefur hann fengið bakþanka:

Indirect Solar Forcing of Climate by Galactic Cosmic Rays: An Observational Estimate

May 19th, 2011

UPDATE (12:35 p.m. CDT 19 May 2011): revised corrections of CERES data for El Nino/La Nina effects.

While I have been skeptical of Svensmark's cosmic ray theory up until now, it looks like the evidence is becoming too strong for me to ignore. The following results will surely be controversial, and the reader should remember that what follows is not peer reviewed, and is only a preliminary estimate.


I've made calculations based upon satellite observations of how the global radiative energy balance has varied over the last 10 years (between Solar Max and Solar Min) as a result of variations in cosmic ray activity. The results suggest that the total (direct + indirect) solar forcing is at least 3.5 times stronger than that due to changing solar irradiance alone.


If this is anywhere close to being correct, it supports the claim that the sun has a much larger potential role (and therefore humans a smaller role) in climate change than what the "scientific consensus" states....
Meira hér...

 

(það er ekki algengt að sjá vísindamenn skipta um skoðun þegar nýjar upplýsingar koma fram :-)

  --- --- ---


Við bíðum svo eftir fréttum frá CERN sem væntanlegar eru innan fárra mánaða...    Verði niðurstöður allra þessara þriggja tilrauna jákvæðar, þ.e. að líklegt sé að geimgeislar mótaðir af sólvindinum geti haft áhrif á skýjafar, og þar með séu áhrif breytilegrar virkni sólar á hitafar jarðar allnokkur, að þá er ekki útilokað að minnkandi sólvirkni sem átt hefur sér stað undanfarið, leiði til nokkurrar kólnunar lofthjúpsins á næstu árum. Um þar er þó allt of snemmt að fullyrða nokkuð...

Bíðum bara og fylgjumst með og munum að náttúran á það til að koma okkur á óvart,  -allt of snemmt er að vera með getgátur. Trúum engu fyrr en staðreyndir liggja fyrir...  

Jafnvel þó niðurstaða þessara tilrauna verði jákvæð, þá er eftir að skoða ýmislegt betur. Það er ekki nóg að vita að þessi áhrif geti verið fyrir hendi, við verðum líka að vita hve mikil þau eru...   

Hver sem niðurstaðan verður, þá er þetta áfangi í þekkingarleit manna...
Wink

 

 

Videnskab.dk 17. maí 2011: Kosmisk stråling sætter gang i skydannelse

 

 

"Great spirits have often encountered violent opposition

from weak minds."

Einstein

 

Vegna mistaka minna fórst fyrir að samþykkja allmargar athugasemdir við fyrri færslur. Það hefur nú verið lagfært og er beðist afsökunar á klaufaskapnum.

Minnt er á ritstjórnarstefnu þessa bloggsvæðis. Sjá hér. Sjá einnig athugasemd undir höfundarmynd efst til vinstri á þessari vefsíðu.


Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggið

Ginnungagap

Ýmislegt

Loftslag

Click to get your own widget

Teljari

free counters

Álverð

http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0

Sólin í dag:

(Smella á mynd)

.

Olíuverðið í dag:

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.12.): 10
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 70
  • Frá upphafi: 764727

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 46
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband