Bloggfærslur mánaðarins, desember 2009

Ölvaður og óður flugmaður? --- Myndband... :-)

Takið eftir manninum sem kemur hlaupandi yfir girðinguna með bjórdós í hendinni. Hann virðist viti sínu fjær. Gaurinn hleypur að flugvél sem verið er að gera klára fyrir flug, stekkur um borð, gangsetur vélina og tekur á loft. Það er ekki að sjá að hann hafi nokkurn tíman lært flug...   

Úfff...  Crying

Hvað finnst ykkur um svona hegðun? Ætli maðurinn hafi verið allsgáður? Þyrfti ekki að senda hann í flugskóla?  Eða... Police

 


 

Ég óska ykkur gleðilegs árs og þakka fyrir kynnin á árinu sem er að líða.

Vonandi ganga allir hægt um gleðinnar dyr í kvöld og láta nægja að skjóta á loft rakettum, en sleppi svona flugkúnstum...  

 

 Wizard  Wizard  Wizard

 


 

 

Flug-gaurinn í myndbandinu heitir víst Kyle Franklin. Fleri myndbönd þar sem tekist hefur að mynda þennan óða mann má sjá hér Smile

 

Máninn hátt á himni skín,

hrímfölur og grár.

Líf og tími líður

og liðið er nú ár.

 

Bregðum blysum á loft,

bleika lýsum grund.

Glottir tungl og hrín við hrönn

og hratt flýr stund.

 

Kyndla vora hefjum hátt,

horfið kveðjum ár.

Dátt við dansinn stígum

dunar ísinn grár.

 

Bregðum blysum á loft, ...

 

Nú er veður næsta frítt,

nóttin er svo blíð.

Blaktir blys í vindi

blaktir líf í tíð.

 

Bregðum blysum á loft, ...



                                                       Jón Ólafsson

 

 

 

 

 

 

 Er þetta Tívolíbomba eða eitthvað annað?    Svarið er hér.


Myndvinnsluforrit fyrir jólamyndirnar...

 

 

 

Fyrir réttu ári var fjallað um einfalt myndvinnsluforrit á þessum síðum í pistlinum  Ókeypis og auðvelt myndvinnsluforrit: Picasa-3 frá Google.

Þrátt fyrir önnur miklu öflugri myndvinnsluforrit er Picasa það sem bloggarinn notar mest, enda er það einstaklega þægilegt í notkun.  Það er þó tæplega hægt að kalla það myndvinnsluforrit, því frekar er um að ræða forrit til að flokka myndir og raða í albúm, hvort sem er í tölvunni eða á vefnum. Það er þó hægt að framkvæma á einfaldan hátt allar helstu aðgerðir til að klippa til myndir, laga lit og birtu, ásamt því að prenta út myndir. Allar þessa aðgerðir eru einstaklega auðveldar, og svo sakar ekki að Picasa er ókeypis. 

Á vef Kennaraháskólans má finna leiðbeiningar. Kári Harðarson fjallar um hvernig nýjasta Picasa getur þekkt andlit hér.

Þó Picasa sé frábært forrit til að flokka myndir og lagfæra hefur það þó sínar takmarkanir. Picasa er alls ekki sambærilegt við Photoshop, en það er líka dálítill munur á verðinu, því sjálfsagt kostar Photoshop um hundarð þúsund krónur. Photoshop er reyndar óþarflega fullkomið og flókið fyrir flesta aðra en atvinnumenn.

Sem betur fer eru til alvöru myndvinnsluforrit sem kosta mun minna en Photosop og eru jafnfram auðveldari í notkun. Hér verður minnst á fáein þeirra. Menn mega gjarnan benda á önnur í athugasemdunum, eða segja sína skoðun.

 

gimp_logo.pngÓkeypis myndvinnsluforrit sem lofar góðu, en fáir vita um, er Gimp. Forritið er í stöðugri þróun og er hægt að nálgast síðustu útgáfu á vefsíðunni www.gimp.org  Gimp á fjölmarga aðdáendur og hefur verið boðið upp á námskeið um það á Íslandi.  Þó ég hafi hlaðið niður þessu forriti, þá hef ég mjög takmarkaða reynslu af því og væri áhugavert að heyra af reynslu manna.

 

 

 

corel_paint_shop_pro_photo_11_1.jpgCorel selur ágætt myndvinnsluforrit sem heitir Paint Shop Pro X2. Sjá vefsíðu hér.   Þetta er mjög öflugt forrit og getur flest af því sem maður hefur þörf fyrir og gerir það vel. Þetta forrit keypti ég fyrir mörgum árum, en nýjasta útgáfan er miklu betri. Forritið kostar aðeins $59 hjá Corel, en þar er einnig hægt að fá forritið lánað til reynslu. Sjálfsagt er að notfæra sér það.  Veit ekki hvort forritið er selt í verslunum hér á landi. (Myndin efst á síðunni er af þessu forriti).  Mjög gott.

 

 

 

photoshop-elements-7-300.jpgAdobe selur Photoshop Elements 8 sem er litli bróðir hins stóra og fullkomna Photoshop CS4. Sjá vefsíðu Adobe hér. Með Photoshop Elements er hægt að gera flest allt sem venjulegur áhugamaður gerir með Photoshop, en á auðveldari hátt.  Þeir sem hafa notað Photoshop vita hve erfitt er að ná tökum á því án tilsagnar. Photoshop elements getur hver sem er notað frá fyrsta degi, þar sem helstu aðgerðir til að lagfæra myndir er hægt að nálgast á einfaldan hátt. Smám saman lærir maður á flóknari aðgerðir, og auðvitað er helsti kosturinn að þá lærir maður um leið á gamla stóra Photoshop, þvi skyldleikinn leynir sér ekki. Forritið er hægt að fá lánað til reynslu hér, en það fæst m.a hjá Nýherja. Nokkur myndbönd hér.  Mjög gott.

 

Hvort er betra  Paint Shop Pro X2 eða Photoshop Elements 8? Sjálfsagt má deila um það endalaust. Paint Shop Pro X2 er heldur ódýrara og getur sumt betur en Photoshop Elements 8, en líklega eru þetta mjög sambærileg forrit. Sjálfur hef ég notað  Photoshop Elements 8 undanfarið og líkar vel.

 

 

Margir eru miklu fróðari um þessi mál en bloggarinn, en hann notar Picasa lang mest til að hafa yfirlit yfir myndirnar, lagfæra smávegis og raða þeim í allbúm. Síðan er gott að grípa til öflugra forrits fyrir þessar fáeinu myndir sem óvart eru verulega góðar, en þær eru varla fleiri en ein af hverjum hundrað. Þá reynist Photosho Elements 8 vel.

 

Fróðlegt væri að fá ábendingar og reynslusögur...

 


Jólakveðja...

 

 

 

 

 

Óska öllum þeim sem kunna að opna þessa bloggsíðu gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.

 


Sólstöður í dag og dagurinn hænufeti lengri á morgun - Undarleg mynd...

 

Vetrarsólstöður 2009

 


Í dag eru vetrarsólstöður eða vetrarsólhvörf og sólin lægst á lofti. Nóttin er löng og dagurinn er stuttur. Á morgun hefst nýtt ár. Nýtt ár í þeim skilningi að daginn fer að lengja aftur, ekki mikið í fyrstu, en á morgun verður hann þó einu hænufeti lengri en í dag. Fyrsta skref hænunnar er aðeins 9 sekúndur, síðan 27 sekúndur, svo 44 sekúndur, og sífellt verða skrefn lengri. Áður en við vitum af fer vorilmur að finnast í lofti, fuglar að syngja, ástin blómstrar og vorið er komið!

Í dag kemst sólin ekki hærra en 2,7 gráður yfir sjóndeildarhring á höfuðborgarsvæðinu. Enn lægra norðan heiða. Bloggarinn horfði til sólar um helgina og smellti af mynd. Eitthvað er hún undarleg. Gæti næstum verið frá öðrum heimi,,, 

 

Stækka má myndina með því að tvísmella á hana.

 



Álverðið hækkar og hækkar...

 
 
 

 

Myndin hér fyrir ofan sýnir þróun álverðs síðastu 6 mánuði.
Eins og sjá má þá hækkar verð á áli jafnt og þétt.

 

 

 

Þróun álverðs síðastliðin 10 ár.

Takið eftir verðinu um það bil sem ákveðið var að ráðast í álver í Hvalfirði og á Austurlandi. Ætli það hafi ekki verið um 2002-2003...  Nú er álverðið orðið nær því sem það var um 2005-2006. Hrunið í október 2008 leynir sér ekki.

 

Reyndar hefur gengi Bandaríkjadollars fallið nokkuð þannig að hækkun í Evrum er eitthvað minni.

Heimild: www.infomine.com 

Ferlarnir uppfærast sjálfkrafa daglega.

 


Frábær bók fyrir stráka á öllum aldri - og stelpur líka: Sagittaríus rísandi eftir flugkappann Cesil Lewis...

 
 
 
cecillewis2.jpg

 

Ég hef verið að glugga í nýja bók Sagittrius rísandi,  sem á frummálinu heitir Sagittarius rising.

Höfundur bókarinnar er Cesil Lewis sem var sannkölluð flughetja í fyrri heimsstyrjöldinni, en kom síðar víða við. Hann umgekkst Bernard Shaw, var einn af stofnendum BBC og hlaut Óskarsverðlaunin fyrir kvikmyndahandrit.

Nánar er fjallað um bókina og höfundinn hér fyrir neðan.

Halldór Jónsson verkfræðingur og einkaflugmaður þýddi bókina. Þar sem Halldór hefur lifað og hrærst í fluginu um áratuga skeið  verður þýðingin einstaklega lifandi. Hann hikar ekki við að nota talsmáta íslenskra flugmanna og slettir stundum útlensku þegar þann þýðir samræður, en þannig tala menn einmitt saman í dag. Hann gætir þess þó að útskýra hugtökin og nota rétt íslensk orð í athugasemdum neðanmáls. Þetta gerir frásögnina miklu eðlilegri en ella. Reyndar hef ég enn sem komið er aðeins gluggað í kafla og kafla og á eftir að lesa bókina í heild.

Það er merkilegt til þess að hugsa að þegar sagan hefst var ekki liðinn nema rúmur áratugur síðan Wright bræður flugu flugvél sinni árið 1903. Lýsingarnar í bókinni eru svo lifandi að manni finnst sem maður sé þáttakandi stríðinu og sé kominn í þessar frumstæðu flugvélar þar sem menn flugu eftir tilfinningunni einni saman.

Í mörgum blundar pínulítil flugdella. Þeir munu örugglega kunna að meta þessa bók sem fæst a.m.k. í Pennanum og Eymundsson. Útgefandi er bókaútgáfan Hallsteinn.

(Myndina efst á síðunni má stækka til að hún verði læsileg með því að tví- eða þrísmella á hana).

 

 


 Aftan á bókinni er þessi texti:

"Æskudraumar Lewis voru um flug. Hann laug til um aldur og sótti uminngöngu í Royal Flying Corps 1915. Hann fór einflug eftir einnar og hálfrar klukkustundar kennslu og sendur yfir til Frakklands 1916 með 13 klukkustunda flugreynslu. Lífslíkur flugmannsnýliða í Frakklandi voru þá 3 vikur. Nærri 10 milljónir hermanna féllu í Styrjöldinni Miklu1914-1918 og 7 miljónir óbreyttra borgara til viðbótar.

Lewis tekst með góðra manna hjálp að afla sér frekari flugreynslu og verða að flugmanni, áður en hann er sendur í orrustur. Hann lifir af hætturnar,sem voru ekki minni af flugvélunum sjálfum en byssukúlunum. Hann flýgur stríðið á enda og oft í fremstu víglínu. Lewis elskar flugið sjálft og það er honum uppspretta fegurðar og lífsfyllingar. Hann sér í bólstraskýinu glitrandi hallir og ókunn lönd með dölum og giljum, hann sér fegurð himinsins og foldarinnar fyrir neðan úr margra mílna hæð,þaðan sem stríðið er ekki lengur sýnilegt. Hann gleðst yfir valmúanum,blómstrandi úr sprengigígunum, sem þekja sviðna eyðimörk orrustuvallanna í Flanders og lævirkjanum, sem flýgur óvænt upp og syngur skerandi yfir drynjandi fallbyssudunurnar.

Lýsingar Lewis eru svo ljóslifandi á köflum, að lesandanum finnst hann kominn til þessara tíma sjálfur. Hann skynjar það tryllta afl, sem beitt er í stríðsrekstrinum., getur heyrt fyrir sér til hundrað flugvélahreyfla og vélbyssuskothríðar í hringleikahúsi Richthofens, fallbyssugnýinn sem heyrist frá Frakklandi til Englands á kyrrum kvöldum, séð fyrir sérleitarljósin á næturhimninum yfir myrkvaðri London og gul eiturgasskýin yfir skotgröfunum, skynjað lyktina af útblæstri hreyflanna, anganblómanna og gróðursins við Somme. Og skilið það og undrast hversu lítið mannlífið sjálft hefur breyst frá tíma frásagnarinnar.

Þegar þessi bók var skrifuð 1936 var skapað sígilt bókmenntaverk. Hún er talin ein besta minningabók úr hernaðarflugi allra tíma. Bókin hefur aldrei verið úr prentun síðan þá. Kvikmyndin ‘Aces High’ var byggð á henni 1976. Georg Bernard Shaw lýsti Lewis þannig: ‘Þessi prins meðalflugmanna átti heillandi líf í öllum skilningi; Hann er hugsuður, herra orðanna og hérumbil ljóðskáld.’

Lewis hlaut Óskarsverðlaunin 1938 fyrir kvikmyndahandrit sitt að Pygmalion (Myfair Lady), sem byggt er á samnefndu verki Shaw. Lewis var einn afstofnendum BBC 1922 og fyrirlesari þar fram yfir nírætt. Hann gekk aftur í RAF 1940 og flaug fyrir gamla kóng sinn alla seinniheimsstyrjöldina, alls fimmtíu og þremur flugvélategundum í meira en þúsund flugstundir en það er önnur saga.

Þetta er bók fyrir karlmenn á þroskaaldri, bók um hetjudáðir, hrylling, vináttu,fegurð, rómantík. Og lýsingar Lewis á fluginu sjálfu eru einstakalega sannar.

Þessi bók lætur engan ósnortinn enda fjallar hún fremur um lífið en ekki dauðann. Lewis segir: ‘Lifðu hátíðarlega, höfðinglega, hættulega, -öryggið aftast!’ "

 


 

 
Af bókarkápu

 

 

 

Gömul kvikmynd frá fyrrastríðs árunum

 

 

 


Tví- eða þrísmella á mynd til að stækka og lesa.

 

 

1251969522.jpg
 
Avro 504K í Vatnsmýrinni árið 1919 
 
 
 
75 árum seinna, nákvæmlega á sama stað. Avro 504K klár í loftið.
Cecil Faber var enn við stýrið. Eða næstum því. Sjá hér.
 
 
 
1251993133.jpg
 
  Eftirlíking af fyrrastríðsvélinni í mælikvarðanum 1:4 klár í loftið.
Smiðurinn. Jakob Jónsson, er annar frá vinstri.
 
 
 
avroflug.jpg
 
 Avro 504 á flugi yfir Reykjavík árið 1994.
 
 
1256315862.jpg
 
 Waiting for the Zeppelins and the Gothas.  (Shades of pictures of Battleof Britain squadrons)  Right to left: Capt CJQ Brand, Capt T Gran(Norwegian), Lieut RGH Adams, Lieut GR Craig (white scarf), Lieut CCBanks, Lieut LF Lomas, Lieut CA Lewis (author of "Sagittarius Rising", sitting with his back towards us), unknown.
 
 
 
 Mynd úr bókinni
 
 
 img_6388.jpg
 
Sumir fá aldrei nóg af svona gömlum gersemum og smíða sér því eintak.
Þessar eru 33% af fullri stærð og er myndin tekin á flugvellinum á Tungubökkum.
 
 
img_6461.jpg
 
Og svo er þeim auðvitað flogið...
 
 
se5mccudden.jpg
 
 
 
 morane-saulnier_type_l_-_captured_with_german_insigna.jpg
 
 
 

 
 Cesil flýgur með Doushka konu sinni
 
 
cecilanddoushkaflyinginpeking.jpg
 
Cesil Lewis og Dushka svífa
 

Hitafar jarðar á umliðnum öldum og þúsöldum... Eitthvað sérstakt að gerast um þessar mundir...?

 

drilling_941284.jpg

 

 

Það er auðvitað mjög áhugavert að skoða hitafarssögu jarðar. Til þess getum við notað gögn frá NOAA sem fengin hafa verði með borunum í Grænlandsjökul.

 

 

 

Nei sko, er ekki hokkíkylfan fræga hér? Takið eftir hve hitastigið hækkar ört á síðustu áratugum. Það virðist byrja að hlýna fyrir árið 1900.  Eru þetta ekki ótvíræð merki um hnatthlýnun af mannavöldum? Svei mér þá...

...En, höfum það í huga að þetta eru mælingar gerðar á ískjörnum. Þess vegna vantar síðustu tæp hundrað árin hægra megin á ferilinn. Ímyndum okkur svo sem rúma hálfa gráðu til viðbótar... Kannski 0,7 +/- 0,2 gráður...  Þetta gildir auðvitað um alla ferlana á þessari síðu. Það breytir þó ekki öllu.

En er ekki hitaskalinn vinstra megin eitthvað undarlegur? Látum okkur sjá, jú hann er eiginlega öfugur...   Auðvitað, nú skil ég. Auðvitað er alltaf frost á Grænlandsjökli og þetta eru mínusgráður, eða þannig...

 

 

Hummm... Nú erum við komin rúmlega 1000 ár aftur í tímann. Hvaða fjall er þetta á þeim tíma sem Ísland byggðist og norrænir menn tóku sér bólfestu á Grænlandi? Nú dámar mér, var hlýrra þá en í dag? Getur það verið?

 Eigum við að prófa að skyggnast lengra aftur í tímann?

 

 

 Nú erum við komin næstum 5000 ár aftur í tímann. Við sjáum hlýindin í dag, fjallið okkar árið 1000, og svo...

Skömmu fyrir Krists burð hefur líka verið vel hlýtt, eiginlega ennþá hlýrra en á landnámsöld, og svo hefur verið einstaklega hlýtt á bronsöld, þ.e. fyrir rúmum 3000 árum. Miklu hlýrra en í dag.

Hvernig má þetta vera. Ég sem hélt að hlýnunin á síðustu áratugum væri einstök, og mér og mínum að kenna!

 

 

 Hvað er nú að gerast? Ferillinn hrapar bratt  lengst til vinstri. Eða, er ekki réttara að segja að hann rísi hratt? Látum okkur sjá, þetta er fyrir um 11.000 árum...   Hvað var að gerast þá?    Jú, nú man ég, þá var 90.000 ára kuldaskeiði að ljúka. Íshellan sem huldi allt Ísland var byrjuð að bráðna.

 

 

 Hérna sjáum við þetta betur.   Brrr...  Sjá skalann á lóðrétta ásnum vinstra megin. Það hefur sko verið kalt! Hlýindin fyrir 1000 árum, 2000 árum, 3000 árum blikna í samanburði við þessa hitasveiflu. Nú dámar mér alveg. Hvar í ósköpunum er hlýnunin mikla sem allir eru að tala um i dag? Hvar? Hún ætti jú að sjást lengst til hægri.... Sækjum stækkurnarglerið góða... 

 

 

Jú, víst hefur verið kalt alla ísöldina miklu... 

 

 

Ísaldir koma og fara með reglulegu millibili. Hlýskeiðin eru yfirleitt örstutt.  Fer ekki að styttast í næstu ísöld? Hvað skyldi vera langt þar til landið okkar hverfur aftur undir ís? Nokkur hundruð ár? Þúsund ár ???

 

Það er svo annað mál, að það er dálítil ónákvæmni að tala um þessar ísaldir, því eiginlega lifum við á hlýskeiði alvöru ísaldar, eða meginísaldar, sem skiptist í um 100.000 ára kuldaskeið og 10.000 ára hlýskeið. Kuldaskeiðin, sem við leyfum okkur að kalla ísaldir, eru því nánast eðlilegt ástand sem varir í kannski milljón ár eða svo.

 

Ættum við ekki að hafa áhyggjur af  virkilegri kólnun sem er næsta víst að verður  einhvern tíman aftur. Stór hluti Evrópu, N-Ameríku og Asíu fer þá aftur undir ís. Það styttist ískyggilega í það.

 

Eftir að hafa skoðað þessar gríðarlegu hitasveiflur á undanförnum öldum og þúsöldum:
Er virkilega eitthvað sérstakt við þá hlýnun sem við höfum upplifað á síðustu áratugum? Hversu lengi munum við njóta hennar?

 --- --- ---

 

Þessum myndum var nappað héðan.


Frábær þáttur um sólina í danska sjónvarpinu...

 

 

Sólin í dag

 >>> Takið eftir dagsetningunni á myndinni <<<

 

Einstaklega fróðlegur þáttur um sólina var í danska þættinum Viden om.

Smellið á krækjuna hér fyrir neðan til að horfa á þáttinn. Umfjöllun um sólina hefst eftir að 7 mínútur eru liðnar og má hraðspóla þangað.

Í þættinum er fjallað um rannsóknir á sólinni og í lok þáttarins er smá hrollvekja. 

Brrr... Pinch   
Eigum við eitthvað í vændum á næstu árum?

Hvað skyldi það vera?
Hugsanlega er svarið í lok þáttarins...
 

Einstaklega fallegar og áhugaverðar myndir prýða þáttinn. 

 

 Smella hér:

 
Nýr gluggi opnast með t.d. Windows Media Player

 

 

Að sjálfsögðu er þátturinn á dönsku, en talið er mjög skýrt, þannig að eftir að hafa hlustað fáeinar mínútur til að þjálfa aðeins eyrað er ekkert mál að skilja den dejlige Dansk.

 

Ég þakka Magnúsi Waage fyrir ábendinguna.

 

--- --- ---



Ítarefni:

 Af vefsíðu SOHO:

Nýjustu myndirnar frá SOHO gervihnöttunum. Smellið á litlu myndirnar til að sjá meira...
 
 
Search and Download Images
About these images
 
 
 
 
EIT 171EIT 195EIT 284EIT 304
More 512×512More 512×512More 512×512More 512×512
 
MDI ContinuumMDI MagnetogramLASCO C2LASCO C3
More 512×512More 512×512More 512×512More 512×512
 
Bigger versions of this page in a new window:
Regular size page, New 1280×1024 window, and New 1600×1200 window.

Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggið

Ginnungagap

Ýmislegt

Loftslag

Click to get your own widget

Teljari

free counters

Álverð

http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0

Sólin í dag:

(Smella á mynd)

.

Olíuverðið í dag:

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.12.): 10
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 70
  • Frá upphafi: 764727

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 46
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband