Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2010

Kjarnorkan virkjuð á Íslandi...?

 

Norðurljós

 

Geislavirknin er ótvíræð... Að minnsta kosti á sinn hátt á þessari rafmögnuðu mynd.... Myndin er tekin laugardagskvöldið 1. febrúar 2003 á Canon PowerShot S230 stafræna vasamyndavél. Lýsingartími var 15 sek og næmi 100 ISO.  Tungl var ekki á lofti, en samt var sæmilega ratbjart í birtu frá norðurljósum. Um 15° frost var þegar myndin var tekin.

Fjallið er Bjarnarfell og er Geysir rétt fyrir utan myndina til hægri.

Norðurljósin myndast þegar sólvindurinn skellur á efstu lögum lofthjúpsins, og er þetta því orka sólar,  -  en er þetta sólin sem er undir fjallinu?    Féll hún af himnum ofan?

Undir Bjarnarfelli við Stalla er lítið gróðurhús. Það er lýst upp með háþrýsti natríumlömpum til að búa til gervisólarljós. Húsið er hitað með vatni úr iðrum jarðar, og þar eru ræktaðar agúrkur þó fimbulkuldi og skammdegi sé úti. Hvaðan kemur orkan til að knýja þessa gervisól? Orkan kemur meðal annars frá sólinni, því sólin er orkugjafi vatnsorkuvera. Án sólar væru engar ár til að virkja.  Einnig er það kjarnorka, því orkugjafi jarðgufuorkuvera er kjarnorka í iðrum jarðar. Vatnsorkuver eru því nánast sólarorkuver og jarðgufuorkuver kjarnorkuver. Hvaðan kemur svo orka sólar? Auðvitað er það hrein kjarnorka.  Er þá ekki vatnsorkuverið einnig óbeint að beisla kjarnorkuna?


Það má því segja að þetta sé sólin sem er undir fjallinu, eða næstum því...

...Vetrarnætur fjarri byggð geta verið rafmagnaðar Halo

 

 

--- --- ---

 

 

 

 

Sjálfbær nýting jarðhitans á Íslandi og kjarnorkunnar í iðrum jarðar...

Norðurljósin og krúttlegir ísbirnir...

Kjarnorka á komandi tímum...

Sjálfbærni jarðhitans á Reykjanesi


Danskir vísindamenn uppgötva vísbendingar um uppruna vatns á jörðinni...

 

 

 

Það hlýtur að teljast meiriháttar afrek að finna vatn umhverfis unga stjörnu sem er í 815 ljósára fjarlægð frá jörðu, en það hafa danskir vísindamenn einmitt gert samkvæmt nýlegri grein í danska blaðinu Ingeniøren. Greinina má lesa hér á vefsíðu blaðsins.

Þessi uppgötvun getur hugsanlega hjálpað okkur að skilja uppruna vatnsins á jörðinni, en vatnið er undirstaða alls lífs.

Vísindamennirnir fundu mikið vatn umhverfis stjörnuna  NGC1333-IRAS4B með litrófsmælingum. Til þess notuðu þeir sex stóra útvarpssjónauka sem eru við Grenoble í Frakklandi (sjá: Institut de Radioastronomie Millimétrique en þar er frétt im málið: Première localisation de l’eau dans un système planétaire en formation), en ekki venjulega sjónauka, þannig að það er ef til vill ekki alveg rétt að tala um litróf, en útvarpsbylgjur og ljós eru þó af sama meiði, þ.e. hvort tveggja rafsegulöldur. 

Þetta er stjarna sem er að byrja að myndast úr geimryki. Umhverfis hana hefur fundist gríðarmikið magn af vatni sem vísindamennirnir hafa áætlað vera 100 sinnum meira en vatnið á jörðinni.

 

 Hér má sjá hina ungu stjörnu NGC1333-IRAS4B. Efst til vinstri má sjá fingrafar vatns í "litrófinu" sem gulan topp ásamt merki  frá lífrænum efnasamböndum sem bláa toppa. Neðst til vinstri má sjá hvar vatnið var að finna.

 

Myndin efst á síðunni sýnir hugmynd listamanns um hvernið þessi unga stjarna gæti litið út. Hugsanlega eiga reikistjörnur eftir að myndast í ryk-skífunni sem er umhverfis sólina.

 

Takk Albert Albertsson fyrir ábendinguna!

 --- --- ---

 

 Lesið alla greinina sem bloggarinn nappaði af vef Ingeniøren:

 

 http://ing.dk/artikel/106239-dansk-opdagelse-giver-ny-viden-om-vands-tilblivelse-paa-jorden

Dansk opdagelse giver ny viden om vands tilblivelse på Jorden

Astronomer fra Danmark har fundet vanddamp omkring en stjerne, der blev til under sidste istid. Opdagelsen kan vise sig at være med til at løse gåden om, hvordan vand blev til på vores planet.

Af Thomas A. E. Andersen ,  onsdag 10. feb 2010 kl. 10:07

Fundet af vanddamp omkring en ung stjerne 815 lysår fra Jorden kan måske være med til at forklare, hvordan vandet, som er grundlag for liv som vi kender det i dag, er kommet til Jorden.

Det er en gruppe astronomer under ledelse af Jes Jørgensen fra Center for Stjerne og Planetdannelse ved Statens Naturhistoriske Museum i København og Bonn Universitet som har fundet store mængder vanddamp i den roterende gas- og støvskive omkring stjernen NGC1333-IRAS4B.

Stjernen befinder sig 815 lysår fra Jorden og kan være forløberen for et planetsystem som vores eget solsystem.

Mere end 100 gange vandet i alle verdenshave
Ved hjælp af seks store radio-teleskoper placeret ved Grenoble i Frankrig, søgte astronomerne efter vand omkring den unge stjerne.

Stjernen NGC1333-IRAS4B blev dannet for cirka 10,000-50,000 år siden - samtidig med den sidste istid her på Jorden. Resultatet af observationerne viste, at der er en stor mængde vanddamp omkring
denne unge stjerne – og det befinder sig inden for et område svarende til afstanden mellem Solen og den yderste planet i vores solsystem, Neptun.

Mængden af vand i skiven er langt større end hvad man tidligere har antaget - mere end 100 gange den samlede mængde vand i alle verdenshavene på Jorden. Ewine van Dishoeck fra Leiden Universitet i Holland, som er medforfatter på artiklen, siger i en pressemeddelse:

»På grund af de lave temperaturer i molekyleskyen er det meste af vandet blevet til is før stjernen er blevet dannet, men i skiven tæt på den unge stjerne fordamper alt vandet, så vi kan observere det med vores radioteleskoper.«

Kollapset molekylesky fik det til at regne
Vand er grundlaget for liv som vi kender det på Jorden. En stor del af vandet i havene på Jorden stammer sandsynligvis fra verdensrummet.

Solen og planeterne blev formentlig dannet for omkring 4.5 mia. år siden da en lille del af en sky af gas og støv i verdensrummet - en såkaldt molekylesky - faldt sammen på grund af dens egen tyngdekraft.

I molekyleskyen var der også en lille del vand, som på en eller anden måde fandt vej til vores egen Jord. Helt præcist hvordan, er et af de store ubesvarede spørgsmål i studierne af livets oprindelse på Jorden.

»Disse observationer har åbnet for en helt ny metode til at studere vand i unge solsystemer. De radiobølger, som vi kan observere med teleskoperne, gør det muligt for os at kigge meget dybere ind mod stjernen og dens skive, end det hidtil har været muligt. Vi kan dermed studere de fysiske og kemiske processer der har betydning for hvordan skiven udvikler sig og hvordan planeter bliver dannet,« siger Jes Jørgensen fra Center for Stjerne- og Planetdannelse ved Statens Naturhistoriske Museum.

Jes Jørgensen har lige startet en ny gruppe ved Center for Stjerne- og Planetdannelse ved Statens Naturhistoriske Museum, som fokuserer på netop de spørgsmål.

Han planlægger at benytte bl.a. ESO’s kommende Alma-teleskop, som kan benyttes til at finde vand omkring mange unge stjerner og dermed fastlægge, om mængden af vand og hvor det befinder sig ændrer sig, mens stjernen bliver dannet.

 

 
 
 
En grafisk fremstilling af den unge stjerne NGC1333-IRAS4B. Forskere går ud fra at planeter vil kunne dannes i skiven af støv og gas, der omgiver den unge stjerne. For første gang har de også kunne påvise, hvor store mængder vand der findes i sådan en skive. (Foto: NASA/JPLCaltech/R. Hurt-Spitzer Science Center)
 
 
 
 
 
 
 
Den unge stjerne NGC1333-IRAS4B, hvor man øverst til venstre ser det spektrale fingeraftryk af vandmolekylet (gult) sammen med linjer fra komplekse organiske molekyler (blå). Nederst til venstre fordelingen af vand i skiven omkring den unge stjerne.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
  --- --- ---
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 

 Ítarefni:

 

 The Astrophysical Journal Letters

 http://www.iop.org/EJ/abstract/2041-8205/710/1/L72

WATER VAPOR IN THE INNER 25 AU OF A YOUNG DISK AROUND A LOW-MASS PROTOSTAR*

Jes K. Jørgensen et al 2010 ApJ 710 L72-L76   doi: 10.1088/2041-8205/710/1/L72  Help

 
   PDF (263 KB) | HTML | References
 

Jes K. Jørgensen1,4 and Ewine F. van Dishoeck2,3
1 Argelander-Institut für Astronomie, University of Bonn, Auf dem Hügel 71, D-53121 Bonn, Germany
2 Leiden Observatory, Leiden University, P.O. Box 9513, NL-2300 RA Leiden, The Netherlands
3 Max-Planck Institut für extraterrestrische Physik, Giessenbachstrasse, D-85748 Garching, Germany
4 Current address: Centre for Star and Planet Formation, Natural History Museum of Denmark, University of Copenhagen, Øster Voldgade 5-7, DK-1350 Copenhagen K, Denmark.
E-mail: jes@snm.ku.dk and ewine@strw.leidenuniv.nl

 

ABSTRACT. Water is one of the key molecules in the physical and chemical evolution of star- and planet-forming regions. We here report the first spatially resolved observation of thermal emission of (an isotopologue of) water with the Plateau de Bure Interferometer toward the deeply embedded Class 0 protostar NGC 1333-IRAS4B. The observations of the H18 2O 31,3-22,0 transition at 203.4 GHz resolve the emission of water toward this source with an extent of about 0farcs2 corresponding to the inner 25 AU (radius). The H18 2O emission reveals a tentative velocity gradient perpendicular to the extent of the protostellar outflow/jet probed by observations of CO rotational transitions and water masers. The line is narrow, ≈1 km s–1 (FWHM), significantly less than what would be expected for emission from an infalling envelope or accretion shock, but consistent with emission from a disk seen at a low inclination angle. The water column density inferred from these data suggests that the water emitting gas is a thin warm layer containing about 25 M Earth of material, 0.03% of the total disk mass traced by continuum observations.

Key words: astrochemistry; ISM: abundances; ISM: individual objects (NGC 1333-IRAS4B); protoplanetary disks; stars: formation

* Based on observations carried out with the Institut de Radioastronomie Millimétrique (IRAM) Plateau de Bure Interferometer. IRAM is supported by INSU/CNRS (France), MPG (Germany), and IGN (Spain).

Print publication: Issue 1 (2010 February 10)
Received 2009 October 18, accepted for publication 2010 January 7
Published 2010 January 22

 

 Reyna má að nálgast sjálfa greinina hér.


Norðurljós og fegurð næturinnar...

 

 

Norðurljós 2009

 

Undarleg tilfinning fylgir því að standa undir stjörnubjörtum himni fjarri ljósmengun þéttbýlisins. Þá finnur maður til smæðar sinnar og hugur fullorðna barnsins fer á flug... Hvað er þarna uppi? Er einhver þarna að horfa niður til okkar, eða þannig? Ætti ég að prófa að senda honum kveðjur og veifa?

 

Humm... hugsar maðurinn með barnshjartað agndofa þar sem hann stendur einn úti í nóttinni undir ægifögrum stjörnuhimninum.  Tekur það ekki kveðjuna nokkur ár að berast til næstu stjarna eins og Proxima Centauri í Mannfáknum, og enn lengri tíma til annarra stjarna?       Jamm..., við getum þó að minnsta hugsað hlýlega til þessara geimvera, enda erum við víst sjálf einnig geimverur...
 

Þarna uppi eru milljónir milljóna stjarna og umhverfis margar svífa reikistjörnur. Sumar með lífi, jafnvel vitsmunalífi eins og á okkar reikistjörnu sem við nefnum Jörð. Þarna uppi eru stjörnumerkin sem gefa himninum líf, eins og Stóri Björn eða Karlsvagninn sem sjá má efst á myndinni.

 

"Landslag væri lítils virði ef það héti ekki neitt", kvað Tómas. Eins er það með næturhimininn. Um leið og litli maðurinn lærir nöfn á nokkrum stjörnumerkjum öðlast himininn líf. Hann fer að verða vinur manns. Vinur sem alltaf er nærri á dimmum vetrarkvöldum.

 

Enn undarlegri verður tilfinningin þegar himininn logar í norðurljósum sem sýna okkur dans sem þeim einum er lagið. Norðurljósin koma frá okkar eigin stjörnu, hinnar einu sönnu dagstjörnu sem veitir okkur birtu og yl.  Eins konar himnasending sem sólvindurinn ber til hinna örsmáu jarðarbúa sem halda að þeir séu í miðju alheimsins...

 

 

Smella má tvisvar á myndina til að stækka.

Myndin er tekin síðastliðið haust nærri Geysi með Canon EOS 400D / 17-85mm.  


Norðurljósin og krúttlegir ísbirnir...

Ljósmengun í þéttbýli og dreifbýli...


Stefnir greinilega í El-Nino ár eins og 1998 - Hlýtt sumar í vændum...?

 

UAH-MSU jan 2010

 

 

 Nú virðist allt stefna í metár eins og árið 1998, en þá rauk hitinn upp í nokkra mánuði eins og sjá myndinni hér fyrir ofan, og náði hámarki í febrúar það ár. Síðastliðna mánuði hefur meðalhiti lofthjúps jarðar rokið upp eins og raketta, eins og sjá má lengst til hægri á ferlinum, og ekkert lát virðist á.

Þetta er ekki opinber ferill, en hann er fenginn af bloggsíðu Dr. Roy Spencer loftslagsfræðings sem sér um úrvinnslu hitamæligagna frá gervihnöttum. Hann birtir oft mæliniðurstöður áður en þær hafa alveg verið sannreyndar og birtar opinberlega, enda hæg heimatökin. 

Hann segir m.a. á bloggsíðu sinni:

"The global-average lower tropospheric temperature anomaly soared to +0.72 deg. C in January, 2010. This is the warmest January in the 32-year satellite-based data record.

The tropics and Northern and Southern Hemispheres were all well above normal, especially the tropics where El Nino conditions persist. Note the global-average warmth is approaching the warmth reached during the 1997-98 El Nino, which peaked in February of 1998.

This record warmth will seem strange to those who have experienced an unusually cold winter. While I have not checked into this, my first guess is that the atmospheric general circulation this winter has become unusually land-locked, allowing cold air masses to intensify over the major Northern Hemispheric land masses more than usual. Note this ALSO means that not as much cold air is flowing over and cooling the ocean surface compared to normal...."

 

Eigum við von á einstaklega hlýju sumri með hjálp El-Niño?   Sums staðar erlendis, en ekki endilega hér á landi því Kyrrahafið er ekki beinlínis nærri okkur. Eru ekki öll sumur á Íslandi góð? Smile

 

El-Niño (El-Ninjo) þýðir barnið (jafnvel Jesú sem barn - Jólabarnið) og er fyrirbæri í Kyrrahafinu.

 

Vefsíða Dr. Roy Spencer.

Umræður má finna á vefsíðu Antony Watts.

 

Spá NOAA fyrir EL-l-Nino jan 2010

"STRONG EL NINO CONDITIONS CURRENTLY EXIST IN THE TROPICAL PACIFIC. THIS WARM EVENT IS EXPECTED TO PERSIST (THOUGH GRADUALLY WEAKEN) INTO AT LEAST EARLY  BOREAL SPRING 2010,...."


Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggið

Ginnungagap

Ýmislegt

Loftslag

Click to get your own widget

Teljari

free counters

Álverð

http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0

Sólin í dag:

(Smella á mynd)

.

Olíuverðið í dag:

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 45
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband