Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2014

Óveðrið um helgina í beinni - Prófaðu að fikta...!

 

 

 

Hér sést hvernig vindar blása við yfirborð jarðar og í flughæð millilandaflugvéla.   Kemur þú auga á óveðrið sem verður yfir landinu um helgina, mest seinnipart sunnudags?  

Myndirnar, sem eru ættaðar frá öfurtölvum (supercomputer), ættu að vera nokkurn vegin í rauntíma, en þær uppfærast á 3ja tíma fresti.

Nú er um að gera að fikta aðeins:

Prófið að benda á Ísland með músinni og dragið til hliðar.
Getið þið snúið hnettinum?
Getið þið skoðað þá hlið sem frá okkur snýr?

Prófið einnig að benda á myndina og snúa músarhjólinu.
Breytist stærðin á hnettinum?  Prófið að skoða nærmynd af landinu okkar.

Prófið krækjurnar neðst á síðunni.

Fylgist með annað slagið meðan óveðrið nálgast og gengur yfir.
(Muna eftir að endurræsamyndina).

 

                                                                                Vindur við yfirborð jarðar.
                                                                           Litur í bakgrunni sýnir lofthita.

 

 

 

 

 

**

 

                                               Skotvindur (röst, jet stream) í um það bil 10km (250 hPa) hæð

Snúðu jarðarkúlunni þannig að norðurskautið snúi upp og skoðaðu alla röstina. Snúðu síðan suðurskautinu upp og skoðaðu hvað er að gerast þar.

 

http://earth.nullschool.net/about.html

 

https://www.facebook.com/EarthWindMap

 

 

 

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Ástusjóður, flygildi og björgunarsveitirnar, tónleikar í kvöld...

 

astusjodur4.png

 

 

Styrktartónleikar Ástusjóðs verða haldnir í Austurbæ við Snorrabraut í Reykjavík þriðjudagskvöldið 25. nóvember 2014 kl.20.

Fyrsta verkefni Ástusjóðs er kaup á flygildum (drónum) til að styrkja björgunarsveitirnar sem komu mjög við sögu við leitina í Bleiksárgljúfri í Fljótshlíð.

Húsið opnar kl 19.30. Fram koma frábærir listamenn: Hljómsveitirnar Árstíðir og Byzantine Silhouette, Megas og Magga Stína og söngvararnir Ragga Gröndal og Svavar Knútur.

Allur ágóði tónleikanna rennur óskiptur til Ástusjóðs.  Ástusjóður var stofnaður síðastliðið sumar til minningar um Ástu Stefánsdóttur lögfræðing sem lést af slysförum í Bleiksárgljúfri í Fljótshlíð og fannst rúmum fimm vikum eftir slysið fremst í gljúfrinu.

 

Sjóðurinn styrkir Landsbjörgu og björgunarsveitirnar um hinar dreifðu byggðir landsins og vinnur að hugðarefnum Ástu sem innan lögfræðinnar voru einkum umhverfisréttur, refsiréttur, réttarfar og mannréttindalöggjöf. Hún hafði jafnframt brennandi áhuga á jafnréttis- og menningarmálum.

Fyrsta verkefni Ástusjóðs er kaup á nýrri tækni til að styrkja björgunarsveitir.

Flygildi (drónar) opna björgunarsveitunum nýja möguleika á að leita að fólki úr lofti við erfiðar aðstæður. Fyrstu tækin, sem þegar hafa verið pöntuð, verða gefin björgunarsveitunum Dagrenningu á Hvolsvelli og Flugbjörgunarsveitinni á Hellu.

 

Stjórn sjóðsins og undirbúningsnefnd tónleikanna þiggja ekki laun og engir miðar á tónleikana eru ógreiddir. Styrktaraðilar tónleikanna greiða fyrir húsnæði.

 

Ég er búinn að leggja smávegis inn á reikning Ástusjóðs 301-13-302339 kennitala 630714-0440 og skora á þig að gera það einnig. Munið að margt smátt gerir eitt stórt.

 

Öll erum við stolt af björgunarsveitunum okkar og dáumst að ósérhlífni þeirra.  Sýnum það nú í verki !

 

Þeim sem vilja leggja sjóðnum lið er bent á að reikningsnúmer hans er 301-13-302339 og kennitalan er 630714-0440

 

 

www.astusjodur.is


Efnisyfirlit pistla...

 

 

Stöku sinnum uppfæri ég efnisyfirlit bloggpistla o.fl.

 

Yfirlitið er á sérstakri vefsíðu sem skoða má í glugganum hér fyrir neðan. Þar eru um 530 færslur.

Nota rennibrautina hægra megin í glugganum til að ferðast niður og upp.

 

Einnig má fara beint á síðuna með efnisyfirlitinu með því að smella hér.

Það er heppilegra ef ætlunin er að skoða bloggpistlana sem vísað er á.

 


Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggið

Ginnungagap

Ýmislegt

Loftslag

Click to get your own widget

Teljari

free counters

Álverð

http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0

Sólin í dag:

(Smella á mynd)

.

Olíuverðið í dag:

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.12.): 10
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 70
  • Frá upphafi: 764727

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 46
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband