Bloggfærslur mánaðarins, maí 2013

Hafísútbreiðslan í maí 2013...

 

hafis.gif

hafis-mai2013-urklippa_copy-4.jpg

                                                                       

 

Myndin hér að ofan sýnir útbreiðslu hafíss nú þegar líður að lokum maímánaðar.   Greinilegt er að myndin nú er allt önnur en í september 2012 þegar útbreiðslan var í lágmarki.   

Ferillinn fyrir árið 2013 er rauður, en svartur fyrir árið 2012. 

Í augnablikinu er rauði ferillinn nærri meðaltali áranna 1979-2006 (punktalínan), en í september 2012 var útbreiðsla hafíss sú minnsta sem mælst hefur, a.m.k. síðan mælingar merð gervihnöttum hófust.

Hafa verður í huga að myndin sýnir útbreiðslu hafíss en ekki magn, þ.e. ekki er tekið tillit til þykktar íssins. 

 

Hvernig stóð á lítilli útbreiðslu hafíss í september 2012?  Á vefsíðu NASA kemur fram að öflug heimskautalægð í ágúst 2012 hafi brotið upp ísinn þannig flýtt fyrir bráðnun hans, en hann var tiltölulega þunnur fyrir.

 

arctic-cyclone-nasa.png

 

                   Smella hér til að sjá myndbandið á vef NASA.  Sjá einnig frétt Reuters hér.

 

Stormurinn skall á 5. ágúst og strax 9. ágúst birtist á vef NASA frétt um storminn þar sem leiddar eru líkur að því að hann geti haft áhrif á útbreiðslu hafíss:  "Arctic storms such as this one can have a large impact on the sea ice, causing it to melt rapidly through many mechanisms, such as tearing off large swaths of ice and pushing them to warmer sites, churning the ice and making it slushier, or lifting warmer waters from the depths of the Arctic Ocean".   Þetta gekk eftir.

 

Myndin hér fyrir neðan ætti að uppfærast sjálfkrafa. Fylgist með rauða ferlinum. 

Það verður fróðlegt að fylgjast með hver þróunin verður í ár.  

Hver skyldi staðan vera næstkomandi september þegar útbreiðslan verður í lágmarki?     Það kemur bara í ljós þegar þar að kemur, fæst orð hafa minnsta ábyrgð...  Wink

 

 

                                                         Stærri beintengd mynd hér.

 

 

Næsti ferill sýnir breytingu á heildarflatarmáli hafíss,

á suðurhveli + norðurhveli, frá árinu 1979. 

Stærri beintengd mynd hérá hafíssvef háskólans í Illinois.

 

 

 

Að lokum er ferill sem sýnir stöðuna í dag á hafísnum við Suðurskautslandið.

Greinilegt er að útbreiðsla hafíss er þar meiri en í fyrra og meiri en meðaltal áranna 1979-2000.

 

 

 

 

53_1jeross_pb01_07.jpg

 

 
 Vefsíður með fjölda ferla:
 
 
 
 
 

Styrkur koltvísýrings (CO2) í lofthjúpnum nú og fyrr á tímum...

 

 

 

co2-scotese.gif

 

Fátt er meira hressandi en ískalt vatn blandað kolsýru, sódavatn eða ölkelduvatn. Nú eða bjór og kampavín?

Jæja, ekki var tilgangurinn að fjalla um þessar veigar sem ekki væru til án kolsýrunnar eða CO2Hugmyndin er að fjalla um þessa lofttegund eða gas sem við köllum ýmsum nöfnum; kolsýru, koltvísýring, koldíoxíð eða einfaldlega CO2, þ.e. hvernig styrkur hennar hefur breyst undanfarin 600 milljón ár.  Sjálfum er mér tamast að tala um kolsýruna en skrifa CO2. Sjálfsagt er þó réttara að tala um koltvísýring.

Kolsýran  verður til t.d. við bruna, hvort sem það er bruni jarðefnaeldsneytis, timburs eða fæðu í líkama okkar. Einnig verður það til í iðrum jarðar og kemur upp m.a. með eldgosum, jarðgufu og ölkelduvatni.

Kolsýran, CO2, er ómissandi öllu lífi á jörðinni. Með aðstoð sólarljóssins umbreyta grænar plöntur efninu í súrefni sem er okkur lífsnauðsyn, og ýmisskonar fæðu.   Kolsýran er því ekki beinlínis eitur og drepur ekki nema of mikið sé af henni í loftinu sem við öndum að okkur, en þá getur hún kæft, en það getur reyndar H2O einnig gert, en H20 er jú vatn.

Plöntur elska CO2 og vaxa yfirleitt mun betur þar sem styrkur kolsýrunnar er tiltölulega mikill. Þetta nýta garðyrkjubændur sér þegar þeir losa kolsýru inn í gróðurhúsin til að örva vöxtinn.

Styrkur  CO2 í andrúmsloftinu er um það bil 0,04%, eða 400 ppm (parts per milljon). Styrkurinn hefur verið að aukast á síðustu áratugum og hafa menn haft af því nokkrar áhyggjur.  Fyrir iðnbyltinguna var styrkurinn um 280 ppm, eða 0,028%.   Eins og flestir vita ætti aukinn styrkur CO2 í lofthjúpnum að valda nokkurri hækkun hitastigs, en ekki eru menn sammála hve mikið. Einnig má búast við að sýrustig (pH) sjávar lækki nokkuð og að hann verði minna basiskur.

 

En, hefur styrkur CO2 aldrei verið meiri en í dag?  Jú vissulega!  Og það miklu meiri...

 

bernerhead.jpgSvarti ferillinn á myndinni sem er efst á síðunni er teiknuð samkvæmt niðurstöðum rannsókna prófessors R.A. Berner við Yale háskóla.  Svarti ferillinn sýnir styrk CO2 í lofthjúpnum í 600 milljón ár.  Takið eftir að það er aðeins á tiltölulega stuttu tímabili undanfarið og einnig á tímabili fyrir um 300 milljón árum sem styrkurinn er ámóta og nú, en á öðrum tímaskeiðum töluvert eða miklu meiri. Takið eftir lóðrétta ásnum vinstra megin og hve hátt svarti ferillinn nær, eða í 7000 ppm, þ.e. 17 sinnum hærra en í dag! (Takið þó eftir óvissunni sem afmarkast af „Estimate of uncertainity).

 

 

 

 Sjá grein R.A.Berner í American Jounal of Science, Vol 301, Feb. 2001:  http://www.geocraft.com/WVFossils/Reference_Docs/Geocarb_III-Berner.pdf

Myndin efst er fengin að láni hér: http://www.geocraft.com/WVFossils/Carboniferous_climate.html

Sjá einnig hér: http://www.scotese.com/climate.htm

 

Tónlist eftir prófessor Robert Berner við Yale háskóla. Hlusta hér: http://people.earth.yale.edu/profile/robert-berner/about/music.html.

 

 

Hér fyrir neðan er önnur mynd frá Wikipedia: Carbon Dioxide in Earth's Atmosphere.

Eldrauði (orange) ferillinn GEOCARB III er hliðstæður þeim svarta efst á síðunni. 

 

phanerozoic_carbon_dioxide.png

 


This figures shows estimates of the changes in carbon dioxide concentrations during the Phanerozoic. Three estimates are based on geochemical modeling: GEOCARB III (Berner and Kothavala 2001), COPSE (Bergmann et al. 2004) and Rothman (2001). These are compared to the carbon dioxide measurement database of Royer et al. (2004) and a 30 Myr filtered average of those data. Error envelopes are shown when they were available. The right hand scale shows the ratio of these measurements to the estimated average for the last several million years (the Quaternary). Customary labels for the periods of geologic time appear at the bottom.

Direct determination of past carbon dioxide levels relies primarily on the interpretation of carbon isotopic ratios in fossilized soils (paleosols) or the shells of phytoplankton and through interpretation of stomatal density in fossil plants. Each of these is subject to substantial systematic uncertainty.

Estimates of carbon dioxide changes through geochemical modeling instead rely on quantifying the geological sources and sinks for carbon dioxide over long time scales particularly: volcanic inputs, erosion and carbonate deposition. As such, these models are largely independent of direct measurements of carbon dioxide.

Both measurements and models show considerable uncertainty and variation; however, all point to carbon dioxide levels in the past that have been signifcantly higher than they are at present. While the GEOCARB Carbon dioxide levels in the most part of the Phanerzoic Eon shows a fit and resultíng climate sensitivity similar to todays values, the early Phanerozoic includes a global ice age during the Ordovician age combined with high atmospheric carbon contents based on the same project. There have been different speculations about the reasons but no acknowledged mechanism so far.

 

 

 


mbl.is Koltvísýringur í sögulegu hámarki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt
Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Ekki nein venjuleg flugsýning...

 

 

l39-erstflug-005-b.jpg

 

 

Aðeins fyrir þá sem ánægju hafa af flugsýningum. Þetta er þó ekki nein venjuleg flugsýning, því þarna sjást atriði sem aðeins útvaldir hafa séð Wink

Myndatakan er eiginlega bara nokkuð góð...

Nauðsynlegt er að horfa á sýninguna í HD, helst HD1080, og í fullri skjástærð.  Til þess er hægt að smella hér og síðan á tannhjólið og kassann sem eru neðst til hægri.

 

 
 
 
 
 

 


Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggið

Ginnungagap

Ýmislegt

Loftslag

Click to get your own widget

Teljari

free counters

Álverð

http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0

Sólin í dag:

(Smella á mynd)

.

Olíuverðið í dag:

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.12.): 10
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 70
  • Frá upphafi: 764727

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 46
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband