Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2011
Sunnudagur, 27. febrúar 2011
"Kjarnorkuver fyrir Vestmannaeyjar. Lýsing á tilboði General Electric"...
Raforkumálastjóra hefur borist tilboð í lítið kjarnorkuver. Björn Kristinsson verkfræðingur á Orkudeild Raforkumálastjóra hefur unnið að mati á tilboði General Electric og skrifað ítarlega skýrslu sem nefnist "Kjarnorkuver fyrir Vestmannaeyjar. Lýsing á tilboði General Electric". Skýrslan hefst á þessum orðum: "Í byrjun árs ... fengu Rafmagnsveitur ríkisins tilboð í lítinn suðuvatnsreaktor frá General Electric og voru þá Vestmannaeyjar einkum hafðar í huga sem væntanlegur staður fyrir reaktorinn. Með reaktor sem þessum mætti sjá eyjunum fyrir raforku, og jafnframt gæti hann verið undirstaða hitaveitu fyrir kaupstaðinn. Utan mesta álagstíma almennrar notkunar gæti reaktorinn séð varmafrekum iðnaði fyrri orku, og æskilegt væri að sem mest af orkunni sé seld sem varmi, því þannig yrði reaktorinn rekinn á hagkvæmastan hátt... Kjarnorkuver þetta má staðsetja á flestum stöðum þar sem landrými er fyrir hendi. ... Í Noregi og Svíþjóð tíðkast að hafa þær neðanjarðar til að einangra þær frá umhverfinu og minnka þar með enn meir líkurnar fyrir óhöppum... Reaktor af svipaðri gerð hefur General Electric reist við Vallecitos í Kaliforníu og er hann sýndur á mynd 1...." Einnig hafa á vegum Raforkumálastjóra verið gefnar út skýrslurnar "Stofnkostnaður kjarnorkustöðva og framleiðslukostnaður raforku (1958)". (Skýrslan er tekin saman af nefnd á vegum European Nuclear Energy Agency, og er hér um að ræða þýðingu með smávægilegum breytingum), og "Orkuverð frá litlum kjarnorkustöðvum (1959)". Í skýrslunni Orkuverð frá litlum kjarnorkustöðvum er reynt að finna út hvaða verð yrði á orku frá kjarnorkustöð á Íslandi. Höfundur er einnig Björn Kristinsson verkfræðingur, sem síðar stofnaði verkrfræðistofuna Rafagnatækni og varð einnig prófessor við Háskóla Íslands. Í skýrslunum er ítarlega fjallað um stofnkostnað, fjármagnskostnað og rekstrarkostnað slíkra stöðva. (Uppfært 3ja mars: Skýrslunni Orkuverð frá litlum kjarnorkustöðvum bætt við). Þessar skýrslur Raforkumálastjóra eru öllum aðgengilegar hér á netinu. Einnig má smella á eftirfarandi krækjur til að nálgast þær:
Myndin hér fyrir ofan sýnir kjarnorkuver. Þar er þó enginn kæliturn sýnilegur, en risastórir kæliturnar einkenna oft þannig orkuver, en þar sem kalt Atlantshafið er nærri má sleppa slíkum búnaði og einfaldlega kæla eimsvalann (condenser á myndinni, neðst til hægri) með sjónum... Höfund greinargerðanna um kjarnorkuver má sjá á þessari hópmynd. Hann er þriðji frá hægri. Fyrsta kjarnorkuverið sem framleiddi raforku til almenningsnota var AM-1 Obnisk orkuverið, sem hóf starfrækslu 27. júni árið 1954 í Sovétríkjunum. Það framleiddi um 5 megawött af raforku. Orkuverið í Vallecitos í Kaliforníu semhóf starfssemi árið 1957 var aftur á móti hið fyrsta sem var í einkaeign. Það framleiddi um 40 MW af varmaorku og 5 MW af raforku. Það vekur athygli að skýrslur þessar eru ekki alveg nýjar og hafa líklega ekki verið áberandi fyrir sjónum almennings fyrr, en þetta var fyrir rúmlega hálfri öld... Það er gaman til þess að hugsa hve tilbúnir Íslendingar voru að nýta sér nýjustu tækni og vísindi...
|
Eldri pistlar:
Kjarnorka á komandi tímum
Ótæmandi orkulind: Raunveruleg vetnisorka úr samrunaofnum innan 30 ára?
Sjálfbær nýting jarðhitans á Íslandi og kjarnorkunnar í iðrum jarðar...
Vísindi og fræði | Breytt 3.3.2011 kl. 11:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Sunnudagur, 20. febrúar 2011
Gangverk rit verkfræðistofunnar Verkís er komið út - Helgað nýtingu jarðvarma - Hægt að nálgast á netinu...
Verkfræðistofan Verkís hefur um árabil gefið út fréttabréfið Gangverk. Fyrsta tölublað tíunda árgangs kom út fyrir nokkrum dögum og er það helgað nýtingu jarðvarma á Íslandi, en starfmenn Verkís hafa komið að hönnun flestra hitaveitna og jarðvarmaorkuvera hér á landi, auk þess að hafa komið að nýtingu jarðvarma víða erlendis. Fréttabréfið er hægt að nálgast með því að smella á krækju sem er neðar á síðunni. Vafalítið hafa margir áhuga á nýtingu jarðhitans og þykir þetta fréttablað örugglega mjög fróðleg lesning. Ekki sakar að það er ókeypis og prýtt fjölda fallegra mynda. Og svo eru engar auglýsingar í blaðinu :-) Efni blaðsins:
Gangverk má nálgst sem pdf með því að fara á þessa síðu, og eldri blöð eru varðveitt hér. Verkfræði- og ráðgjafastofa Samfelld reynsla frá árinu 1932
Verkfræðistofan VERKÍS á rætur að rekja til fimm verkfræðistofa sem sameinuðust árið 2008.
Starfsmenn ráðgjafafyrirtækisins Verkís og dótturfélaga þess eru um 300. Þar starfa meðal annars verkfræðingar, tæknifræðingar, dýravistfræðingur, iðnfræðingar, landfræðingar. landslagsarkitekt, jarðfræðingar, eðlisfræðingar, tækniteiknarar, geislafræðingar, læknir, hjúkrunarfræðingur, lýsingarhönnuðir, fiskifræðingur, bókasafnsfræðingur, viðskiptafræðingar...
Á næsta ári mun fyrirtækið halda upp á þau tímamót að þá verða 80 ár liðin síðan Sigurður Thoroddsen opnaði verkfræðistofu sína.
VERKÍS á rætur að rekja til fimm rótgróinna verkfræðistofa sem sameinuðust árið 2008:
1932: VST - Verkfræðistofa Sigurðar Thoroddsen
|
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 13:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Miðvikudagur, 16. febrúar 2011
Um sólblossa fyrr og nú...
Sólblettahópurinn 1158 sést greinilega hægra megin á þessari mynd.
Smella þrisvar á myndina til að sjá betur
Það er ekki á hverjum degi sem svona fyrirbæri sést stefna beint á jörðina. Frægastur er líklega Carrington sólblossinn sem orsakaði neistaflug úr fjarskiptalínum árið 1859. Sjá nánar hér á bloggi Stjörnufræðivefsins
Sjá tvo pistla um fyrirbærið:
Pistill 25. janúar 2009.
Öflug sólgos geta haft afdrifaríkar afleiðingar á jörðu niðri...
Pistill 2. september 2009.
Gríðarlegur sólblossi 1. september. Bilanir í fjarskiptakerfum...
Árið 2008 var gefin út löng skýrsla um hugsanlega vá af svona fyrirbærum: Severe Space Wether Events - Understanding Social and Economic Impacts. Workshop Report.
Í skýrslunni stendur meðal annars: "The total economic impact in the first year alone could reach $2 trillion, some 20 times greater than the costs of a Hurricane Katrina...". Þetta er enginn smá kostnaður: 2.000.000.000.000 dollarar, og það bara í Bandaríkjunum. Svona sólblossi, eins og Carrington blossinn árið 1859, gæti komið hvenær sem er. Afleiðingarnar gætu orðið skelfilegar fyrir efnahag heimsins.
Þessa 130 blaðsíðna skýrslu má nálgast t.d. hér (13 Mb að stærð). Einnig er hægt að kaupa hana hjá Amazon.
(Skýrsluna og samantekt er líklegar fljótlegast að nálgast með því að smella á viðhengin neðst á þessari síðu).
Það er rétt að leggja áherslu á að þessi fyrirbæri eru ekki hættuleg, en norðurljós geta orðið mjög falleg.
Sólblossinn sem fréttin fjallar um er ekkert í líkingu við Carrington blossann árið 1859 og ólíklegt að hann valdi miklum usla.
Svona heyrðist í stuttbylgjuviðtækjum meðan loftnetum var beint að sólinni
Sólblettahópur 1158 að myndast
Sunspot group 1158 forms - Solar Dynamics Observatory
Segulmynd
Sunspot group 1158 forms as seen on SDO magnetic imager
Ótrúlegar myndir hér !
Sólstormur í vændum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | Breytt 17.2.2011 kl. 10:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Sunnudagur, 6. febrúar 2011
Hjarðhugsun manna eða Groupthink...
Hjarðhegðun í dýraríkinu þekkja flestir og margir eru farnir að greina svipaða hegðun meðal manna, en það þarf ekki að koma á óvart því auðvitað tilheyra menn (konur eru líka menn) dýraríkinu. Leiðtoginn, forystusauðurinn, leggur línurnar og þeir sem tilheyra hjörðinni samsinna öllu sem hann segir. Það er ekki endilega vísvitandi, heldur hrífast menn með andrúmsloftinu kringum hann, oftar en ekki hugsunarlaust og ómeðvitað. Eitthvað fyrirbæri ræður ríkjum sem límir saman hugsanir og gerðir manna. Menn í hjörð eru löngu hættir að hugsa á gagnrýninn hátt, og hirð leiðtogans gætir þess vel að þeir sem fara út af sporinu og spyrja spurninga séu yfirgnæfðir með ýmsum ráðum. Oft er beitt árásum á viðkomandi persónu í stað þess að ræða málstaðinn. Argumentum ad hominem. Þetta þekkja menn vel úr stjórnmálum og jafnvel vísindaheiminum. Þar kallast hóphugsunin hinu fína nafni scientific concensus. Jafnvel virðast sumar opinberar stofnanir bera merki hjarðhegðunar innanhúss, en það þarf ekki að undra. Forystusauðir eru jú einnig í fjárhúsum. Sem betur fer eru til sjálfstæðir einstaklingar sem þrífast illa í hjörð. Það þekkjum við úr íslenskum stjórnmálum og alþjóðlegum vísindum. Einstaklingar sem láta eigin sannfæringu ráða. Oftar en ekki verða þetta brautryðjendur á nýjum sviðum framfara og hugsunar. Hjörðin situr eftir öllum gleymd. Hjarðhugsun kallast Groupthink á ensku. Hugsanlega mætti einnig nota orðið hóphugsun, en ritaranum þykir fyrra orðið berta. Hugtakið Groupthink er nánast orðið alþjóðlegt og hafa um það verið skrifaðar lærðar greinar, enda er um að ræða stórvarsamt fyrirbæri. Þekktastar eru e.t.v. rannsóknir Irving Janis hjá Yale háskóla. Groupthink er eiginlega hugarfar innan mjög samstæðs hóps þar sem meðlimir reyna eftir megni að forðast árekstra og komast að samdóma áliti án þess að beita gagnrýnni hugsun, greiningu og skoðun á hugmyndum.
Hér fyrir neðan eru meginatriði hjarðhugsunar sem oft veldur hjarðhegðun dregin saman.
Hjarðhugsun - Groupthink Hjarðhugsun eða Groupthink er hugtak sem vísar til rangrar ákvörðunartöku innan hóps. Hópar þar sem hjarðhegðun eða groupthink viðgengst skoðar ekki alla möguleika og meiri áhersla er lögð á samdóma álit en gæði ákvörðunar. Niðurstaðan verður oftar en ekki röng. Í sumum tilvikum geta afleiðingarnar orðið skelfilegar. Það er öllum hollt að hugsa um þessi mál og reyna að skilja fyrirbærið og hvað megi gera til að forðast það. Líta í kringum sig og reyna að sjá merki hjarðhegðunar. Hvernig er ástandið í þjóðfélaginu, stjórnmálunum, fjármálaheiminum, vísindaheiminum, vinnustaðnum... ? Greina, spyrja og ræða... Taka jafnvel dæmi úr dýraríkinu og gleyma því ekki að við tilheyrum því. Reyna síðan að láta skynsemina verða hjarðeðlinu yfirsterkari og brjótast út úr hjörðinni. Verða sjálfstæður í hugsun og öðlast þannig virðingu, í stað þess að vera ósýnilegur í stóði.
Hagstæð skilyrði til að hjörð myndist:
Neikvæð hegðun í hóp þar sem hjarðhugsun viðgengst:
Einkenni hjarðhugsunar:
Úrbætur til að koma í veg fyrir hjarðhegðun í hóp eru meðal annars:
|
Hjarðhegðun-hóphugsun-groupthink er stórvarasamt fyrirbæri
Hvaða dæmi þekkir þú um hjarðhegðun í samfélaginu, vísindaheiminum eða annars staðar, fyrr á tímum eða nú á dögum?
Amazon: Irving L Janis; Groupthink.
Á netinu má finna mikið efni um Groupthink. Smella hér.
Power Point skyggnur með mörgum dæmum.
Eyja Margrét Brynjarsdóttir heimspekingur: Hugsanir á dósum. Myndbönd. Fyrri hluti. Seinni hluti.
Vísindi og fræði | Breytt 9.2.2011 kl. 13:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (21)
Miðvikudagur, 2. febrúar 2011
Hitametið 2010 --- Nú er hitinn í frjálsu falli...
Dr. Roy Spencer hjá University of Alabama er einn þeirra sem sér um úrvinnslu hitamæligagna frá gervihnöttum. Hann hefur nú birt niðurstöður mælinga fyrir janúar 2011: UAH Update for January 2011: Global Temperatures in FreefallSmella hér. Eins og sjá má myndinni hefur meðalhiti lofthjúps jarðar nánast verið í frjálsu falli undanfarið, og er nú svo komið að lofthitinn (eða hitafrávikið) er komið niður í meðaltal síðustu 30 ára, og örlítið betur ef menn vilja rýna í ferilinn með stækkunargleri. (Blái granni ferillinn lengst til hægri). Hitinn samkvæmt þessum mælingum var nefnilega -0,01°C undir meðaltalinu, en það er varla tölfræðilega marktækt. Miðað við þetta hraða hitafall kæmi það ekki á óvart þó meðalhitinn færi vel undir 30-ára meðaltalið á næstunni. Eru þetta miklar breytingar? Hummm... Kannski og kannski ekki. Talið er að meðalhiti jarðar hafi hækkað um svosem 0,7 til 0,8 gráður á síðastliðnum 100 eða 150 árum. Hver reitur hér fyrir ofan jafngildir 0,1 gráðu. Síðastliðið ár var einstaklega ljúft og milt fyrir gróðurinn og mannfólkið. Hvernig skyldi árið sem er nýhafið verða? Vonandi verður það ekki síðra hér á Fróni þó þessar blikur séu á lofti...
Sjá nánar á bloggsíðu Dr. Roy Spencer. |
Vísindi og fræði | Breytt 7.2.2011 kl. 18:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (23)
Um bloggið
Ginnungagap
Ýmislegt
Loftslag
Teljari
Álverð
Sólin í dag:
(Smella á mynd)
.
Olíuverðið í dag:
Nýjustu færslur
- Kínverskur loftbelgur yfir Ameríku, og Amerískur belgur yfir ...
- Vísindavefurinn: Getum við seinkað klukkunni á Íslandi og fen...
- Sjálfstæðisflokkurinn með tæplega 19% meira fylgi en Samfylki...
- Bjarni Sigurðsson harmonikkusnillingur frá Geysi. Fáein orð...
- Hvers vegna valdi Apple ekki Ísland fyrir gagnaver...?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.12.): 10
- Sl. sólarhring: 12
- Sl. viku: 70
- Frá upphafi: 764727
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 46
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Tenglar
Ýmsar vefsíður
- Efnisyfirlit pistla
- Lofthiti - Sjávarstaða - Hafís - Sólvirkni... Beintengdir ferlar
- Club du Soleil Greinar um samaspil sólar og veðurfars
- Stjörnufræðivefurinn
- Astronomy Picture of the Day
- Climate4you
- Watts Up With That?
- World Climate Report
- CO2 Science
- The Reference Frame
- Climate-Audit
- ICECAP
- The Air Went
- Science Sceptical Blog
- Roy Spencer
- Friends of Sience
- Prometheus
- Öldur aldanna. Sjaldan er ein báran stök - einnig í veðurfari? (2003) Vefsíða ÁHB
- Gróðurhúsaáhrif eða eðlilegar sveiflur í virkni sólar? (Grein í Lesbók Mbl. 20. júní 1998) Höfundur Ágúst H. Bjarnason
- Er jörðin að hitna?-Ekki er allt sem sýnist (1998) Vefsíða ÁHB
Uppskriftir
Ýmsar mataruppskriftir
Myndaalbúm
Bloggvinir
- majab
- ragu
- amadeus
- andres08
- apalsson
- asabjorg
- askja
- astromix
- baldher
- biggibraga
- bjarkib
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- bjorn-geir
- blindur
- bofs
- brandarar
- daliaa
- darwin
- duddi9
- ea
- egillsv
- einari
- einarstrand
- elinora
- elvira
- emilhannes
- esv
- eyjapeyji
- fhg
- finder
- finnur
- fjarki
- flinston
- frisk
- gattin
- geiragustsson
- gillimann
- gretaro
- gthg
- gudmbjo
- gudni-is
- gummibraga
- gun
- gutti
- haddi9001
- halldorjonsson
- halldors
- hlini
- hof
- hordurhalldorsson
- hreinsamviska
- hronnsig
- hugdettan
- icekeiko
- ingibjorgelsa
- jakobbjornsson
- jakobk
- johannesthor
- johnnyboy99
- jonaa
- jonasgunnar
- jonmagnusson
- jonpallv
- jonthorolafsson
- juliusvalsson
- karljg
- katrinsnaeholm
- kikka
- kje
- klarak
- kolbrunb
- krissiblo
- ksh
- kt
- lehamzdr
- liljabolla
- lillagud
- lindalea
- lucas
- maeglika
- maggij
- maggiraggi
- marinomm
- martasmarta
- marzibil
- mberg
- midborg
- minos
- morgunbladid
- mosi
- mullis
- naflaskodun
- nimbus
- nosejob
- omarbjarki
- ormurormur
- palmig
- perlaoghvolparnir
- peturmikli
- photo
- possi
- prakkarinn
- raggibjarna
- rattati
- ravenyonaz
- redlion
- rs1600
- rynir
- saemi7
- sesseljamaria
- sigfus
- sigurgeirorri
- sjalfstaedi
- sjerasigvaldi
- skari60
- skulablogg
- sleggjudomarinn
- stebbix
- steinibriem
- steinnhaf
- stinajohanns
- stjornuskodun
- storibjor
- straitjacket
- summi
- tannibowie
- thil
- thjodarskutan
- throsturg
- toro
- tryggvigunnarhansen
- valdimarjohannesson
- valdinn
- vefritid
- vey
- vidhorf
- vig
- visindin
- vulkan
- kristjan9
- arkimedes
- kliddi
- eliasbe
Eldri færslur
- Febrúar 2023
- Janúar 2019
- Maí 2018
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- Ágúst 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði