Bloggfćrslur mánađarins, júní 2007

Dr. Nils Axel Mörner segir í nýju viđtali ađ sjávarborđ sé ekki ađ hćkka

 

Moerner-3A 

Í nóvember 2004 hélt  Dr. Nils-Axel Mörner prófessor viđ Háskólann í Stokkhólmi erindi í Háskóla Íslands sem nefndist Heimskautin,  hafiđ og framtíđin.  Erindiđ var á vegum Félags íslenskra veđurfrćđinga. Myndin er frá ţeim fundi.

Erindiđ var ţannig kynnt á vef Háskólans:

Heimskautin,  hafiđ og framtíđin. Nils-Axel Mörner prófessor viđ Háskólann í Stokkhólmi. Mánudaginn 8. nóvember, kl. 12.00 - Í Lögbergi (stofu 103).

Hefđbundinn skilningur manna á hlýnun andrúmsloftsins gerir ráđ fyrir ađ hún  muni leiđa til bráđnunar á ísbreiđum heimskautanna og hćkkandi stöđu sjávar.  Hverjar eru vísbendingarnar sem styđja ţetta mat? Er hugsanlegt ađ almenningur  sé afvegaleiddur um ţessi mál? Nils-Axel Mörner prófessor viđ Stokkhólmsháskóla  og víđkunnur sérfrćđingur í jarđfrćđi kvartertímabilsins og landmótunarfrćđi mun  fjalla um ţessi álitaefni á fundi á vegum Félags íslenskra veđurfrćđinga mánudaginn  8. nóvember 2004. Mörner var formađur nefndar um breytingar á sjávarhćđ og ţróun  strandsvćđa, sem starfar á vegum International Association of Quaternary Research,  á árunum 1999-2003. Hann mun gagnrýna líkön sem spá fyrir um hćkkun sjávar og nota  til ţess rannsóknargögn víđa ađ úr heiminum.

Fyrir fáeinum dögum birtist mjög opinskátt viđtal viđ Mörner.

Viđtaliđ nefnist Claim That Sea Level Is Rising Is a Total Fraud, og birtist 22. júní í EIR Economics.

Viđtaliđ er hér sem Acrobat skjal eins og ţađ birtist í tímaritinu Executive Intelligence Review, en hér hefur ţađ veriđ sett á vefsíđu.

Vonandi fer enginn úr límingunum viđ lesturinn, en margir munu verđa öldungis hlessa. Ég hef enga sérstaka skođun á málinu, en ţykir rétt ađ koma ţessu á framfćri. Ég hef ekki nokkurt vit á haffrćđi og aldrei fyrr heyrt um EIR.  Ég hlustađi aftur á móti á fyrirlestur Nils Axels 2004.

Um hverja er Nils-Axel Mörner svona harđorđur?:
That is terrible! As a matter of fact, it is a falsification of the data set. Why? Because they know the answer. And there you come to the point: They “know” the answer; the rest of us, we are searching for the answer. Because we are field geologists; they are computer scientists. So all this talk that sea level is rising, this stems from the computer modeling, not from observations. The observations don't find it!

 

Sjá meira eftir Nils-Axel Mörner hér á vef breska ţingsins.

 


The Great Global Warming Swindle í RÚV annađ kvöld - 19. júní

Í byrjun mars s.l. var hér á bloggsíđunni kynnt kvikmyndin The Great Global Warming Swindle.

Myndin hefur vakiđ gríđarmikiđ umtal, enda máliđ funheitt. Ţessi mynd verđur sýnd í  Sjónvarpinu (RÚV) annađ kvöld 19. júní  kl. 20:55. Myndin kallast í kynningu RÚV  "Er hnatthlýnunin gabb? The Great Global Warming Swindle".   Hugsanlega er ţetta eitthvađ stytt útgáfa.

Sjá bloggiđ um ţessa mynd frá 10. mars: The Great Global Warming Swindle. Áhugaverđ kvikmynd sem frumsýnd var fyrir skömmu.  Umrćđur urđu töluverđar í athugasemdum, og einnig í athugasemdum um bloggiđ Afkolun jeppaeiganda

Ţađ má einnig benda áhugasömum á ađrar kvikmyndir í sama dúr sem kynntar hafa veriđ á blogginu: Doomsday Called Off og Climate Catastrophe Cancelled. Tvćr áhugaverđar kvikmyndir um loftslagsbreytingar.

Á blogginu er einnig fjallađ um kvikmynd Al Gore, An Inconvenient Truth, sem einnig hefur valdiđ heitum umrćđum. Sjá hér.  Myndin sem sýnd verđur í RÚV 19. júní er einmitt andsvar allmargra vísindamanna viđ mynd Al Gore.  

Ţađ er sjálfsagt ađ kynna sér máliđ frá öllum hliđum, og hafa ánćgju af, hvort sem mađur er sammála eđa ekki.

Vefsíđan http://www.greatglobalwarmingswindle.co.uk er helguđ kvikmyndinni.

Ţađ skyldi ţó ekki vera ađ svona kvikmyndir valdi meiri hnatthlýnun en CO2? Ađ minnsta kosti verđur allmörgum ćđi heitt í hamsi Smile.

center


Skógrćkt áhugamannsins

01-grisjunHvađ ungur nemur gamall temur, segir máltćkiđ. Bloggarinn var svo lánsamur ađ eiga ţess kost ađ starfa viđ skógrćkt í nokkur sumur á unglingsárunum. Á myndinni má sjá hann ásamt vinnufélögunum í Austmannabrekku í Haukadal um 1960, en hann situr ţar efst. Í baksýn er Laugafell sem er rétt viđ Geysi, sem sjá má glitta í á myndinni ásamt Íţróttaskóla Sigurđar Greipssonar ţar sem nú er Hótel Geysir. Takiđ eftir ađ enginn skógur sést, fyrir utan nokkrar birkihríslur. Ţarna er nú kominn gríđarmikill skógur međ háum trjám.

Byrjađ var á ţví ađ grisja birkikjarriđ međ kjarrsög. Kjarrsögin líkist  vélorfi, nema í stađ bandspottans sem klippir grasiđ er hjólsagarblađ. Bloggarinn er einmitt međ ólarnar sem héldu uppi kjarrsöginni spenntar um axlir. Gerđar voru langar rásir í birkikjarriđ upp eftir fjallshlíđinni međ um 2ja metra millibili. Síđan var gróđursett í rásirnar, ýmist međ skógrćktarhaka eđa bjúgskóflu. Plöturnar voru í búntum og berróta, en ekki í fjölpottabökkum eins og algengast er í dag.

Viđ gróđursettum í akkorđi, eins og ţađ var kallađ. Mikill hugur var í mönnum og unniđ langt fram á kvöld, enda náđu menn ađ planta vel yfir 1000 plöntum á dag, ţ.e. hver og einn. Launin voru heldur hćrri en jafnaldrar okkar fengu í almennri verkamannavinnu, og puđiđ örugglega miklu meira.

Ţó mikiđ vćri unniđ í Haukadal, ţá var einnig töluvert puđađ í Heiđmörk og Skógrćktarstöđinni í Fossvogi. Á ţessum ţrem sumrum lćrđu menn mikiđ um skógrćkt, grisjun, áburđargjöf og uppsetningu girđinga.  Líkaminn stćltist og útveran var mikil og holl.

Varla hefur bloggarann grunađ ţegar hann sat hugsi í Austmannabrekku ađ hann vćri farinn ađ puđa aftur fjórum áratugum síđar á eigin landi ţar skammt frá. Fáeinir hektarar sem biđu óţreyjufullir eftir ţví ađ verđa klćddir skógi. Reyndar vill svo til ađ landskikinn er á myndinni í beinni línu lárétt fyrir framan höfuđ hans. Svosem tvćr eđa ţrjár höfuđbreiddir. Kanski var hann ađ dreyma eitthvađ í ţeim dúr.  Segja má ađ sagan endurtaki sig, ţví réttum fjórum áratugum eftir ađ myndin var tekin var aftur hafist handa viđ ađ girđa, grćđa upp, planta og bera á. Nćstum á sama stađ og nú er sprottinn fullvaxinn skógur, skógur sem hann gerđi međ eigin höndum.

Fyrir fáeinum árum var veriđ ađ grisja í Austmannabrekku. Ţetta voru engin smá tré. Gamli skógarrefurinn stóđst ekki mátiđ og taldi árhringina. Viti menn, ţetta gátu veriđ litlu berróta plönturnar sem hann plantađi um 1960 ásamt félögum sínum. Undarleg tilfinning liđađist um kroppinn.

Fjöldi Íslendinga dundar sér viđ ađ setja niđur plöntur sér til ánćgju, enda fátt sem veitir jafn mikla gleđi. Tilgangurinn er ekki ađ rćkta nytjaskóg, heldur ađ bćta land sem oft hefur fariđ illa, međal annars vegna ofbeitar. Skógurinn veitir skjól og fuglarnir ţyrpast ađ. Opiđ stormasamt land breytist í skjólgóđan unađsreit. Ekki sakar ferska loftiđ og hreyfingin sem stćlir líkama kyrrsetumannsins.

Maja og Julie

Hvađ ungur nemur gamall temur, segir í upphafi. Hér má sjá tvćr hörkukonur ađstođa viđ gróđursetninguna. Önnur kynslóđ tekin til starfa. María Björg Ágústsdóttir var í íslenska kvennalandsliđinu í knattspyrnu, en Julie Chu silfurverđlaunahafi á Ólympíuleikjunum 2002, 2010 og 2014 og bronsverđlaunahafi 2006. Báđar voru vinkonurnar í sumarleyfi frá námi viđ Harvard ţegar myndin var tekin. Ekki er amalegt ađ fá svona hjálp smile.

 

Ţađ er auđvitađ alveg ljóst, ađ afköstin, ţegar veriđ er ađ dunda viđ áhugamannaskógrćkt, eru ekki nema brot af afköstum atvinnumanna.

Bloggarinn afkastađi vel yfir 1000 plöntum á dag á unglingsárunum, en ţađ ţykir honum í dag mátulegur skammtur yfir sumariđ. Auđvitađ er ekki nóg ađ koma plöntunum í jörđ. Alls konar stúss fylgir ađ sjálfsögđu, en ţađ eykur bara ánćgjuna. Á myndinni má sjá 400 plöntur bíđa ţess óţreyjufullar ađ komast í jörđ, en bak viđ ţćr eru bakkar undan um 2000 plöntum.Góđur helgarskammtur

Sjálfsagt er fátt sem kennir manni ţolinmćđi eins vel og gróđursetning trjáplantna í íslenskri náttúru.

Plönturnar eru viđkvćmar og ţarf ađ hlúa vel ađ ţeim í ćsku, alveg eins og mannfólkinu. Ţeim veitir ekki af hollri fćđu og ţurfa áburđargjöf fyrstu árin. Stundum koma vorhret sem fara illa međ litlu greyin, en flest komast ţó á legg um síđir. Ţegar ţau hafa náđ manni í hné finnst manni ađ kominn sé vísir ađ skógi. Ekki ósvipuđ tilfinning og ţegar litlu börnin lćra ađ ganga.  Stćrstu trén eru nú orđin um mannhćđar há, ţó flest séu ennţá verulega minni.

Á unglingsárum plantađi bloggarinn líklega einhverjum fáum tugum ţúsunda, en um fimmţúsund á undanförnum árum.

Vefsíđan www.kolvidur.is segir mér ađ ég ţurfi ađ gróđursetja 60 tré á ári til ađ friđa samviskuna. Hvađ ćtli ég sé búinn ađ kolefnisjafna fyrir mörg ár?

 

 

 

 


Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggiđ

Ginnungagap

Ýmislegt

Loftslag

Click to get your own widget

Teljari

free counters

Álverđ

http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0

Sólin í dag:

(Smella á mynd)

.

Olíuverđiđ í dag:

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 14
  • Sl. sólarhring: 17
  • Sl. viku: 79
  • Frá upphafi: 762117

Annađ

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 56
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband