Bloggfærslur mánaðarins, júní 2014
Fimmtudagur, 26. júní 2014
Fróðlegt rit um loftslagsmál og fleira - Ókeypis á netinu...
Einu sinni í mánuði gefur prófessor Ole Humlum út ritið Climate4you. Það kostar ekki neitt. Í því eru helstu upplýsingar um þróun mála í loftslagsmálum, svo sem breytingar á hitastigi lofthjúpsins, hitastigi sjávar, vermi sjávar, sjávarstöðu, snjóþekju, hafís, koltvísýringi, ... Þetta forvitnilega rit endar yfirleitt á fróðleik úr mannkynssögunni sem tengist veðurfari. Í blaðinu sem kom út í dag er til dæmis greinin sem sést á myndinni hér fyrir neðan. Blaðið má sækja á vefsíðuna www.climate4you.com. Einnig er hægt að gerast áskrifandi.
Ritið, sem er frítt, er gefið út af Ole Humlum prófessor við Oslóarháskóla.
Maí blaðið má nálgast með því að smella hér.
|
Vísindi og fræði | Breytt 27.6.2014 kl. 16:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
(Uppfært 25/6, sjá neðar). Það er fyllsta ástæða til að leiða hugann að því er Dr. Baldur Elíasson segir í viðtali við Morgunblaðið í dag um hugmyndir manna um rafstreng frá Íslandi til Skotlands. Auðvitað er málið miklu flóknara en hægt er að gera skil í stuttu blaðaviðtali, en Baldur bendir á ýmis sjónarmið sem ekki hafa farið hátt í umræðunni um sæstreng. Það er auðvitað nauðsynlegt að skoða allar hliðar málsins og velta því vel fyrir sér, ekki síst vegna þess að við Íslendingar höfum mikla tilhneigingu til að líta til einhverra patentlausna til að græða, en við eigum það til að verða fyrst vitrir eftirá. Sjálfsagt er ekki víst að allir séu sammála Baldri, en málið þarf að ræða og skoða vel. Við megum auðvitað ekki skella skollaeyrum við aðvörunarorðum, og umræðan má ekki vera yfirborðskennd. Það er nauðsynllegt að skoða vel öll rök, með og móti, og gera nákvæma kostnaðar- og áhættugreiningu áður en nokkrar ákvarðanir eru teknar. Það ferli þarf að vera opið og gegnsætt. Þá fyrst er hægt að gera sér grein fyrir hvort vit sé í framkvæmdinni. En... Baldur gerir ráð fyrir að Íslendingar eigi og reki strenginn ásamt endabúnaði. Það er þó ekki endilega þannig. Erlendir fjárfestar virðast hafa áhuga á að eiga strenginn og sjá um orkuflutninginn. Það breytir auðvitað ýmsu, en ekki því að nauðsynlegt er að vanda til verka við mat á þeim arði sem framkvæmdin kann að skila okkur Íslendingum, áhættu sem við kunnum að bera, umhverfismálum, o.fl. --- Dr. Baldur stundaði nám í rafmagnsverkfræði og stjörnufræði í Zurich og tók doktorspróf í rafmagnsverkfræði frá sama skóla. Hann starfaði um tíma hjá radíóstjörnufræðideild California Institute of Technology í Pasadena við rannsóknir á gasskýjum í Vetrarbrautinni. Eftir að hann snéri aftur til Sviss hóf hann störf við vísindarannsóknir hjá Brown Boveri. Þegar Brown Boveri sameinaðist sænska fyrirtækinu Asea og varð Asea Brown Boveri (ABB) varð hann yfirmaður orku- og umhverfismála hjá þessu risafyrirtæki sem er með um 150.000 starfsmenn.
Í viðtalinu við Stefán Gunnar Sveinsson stendur eftirfarandi, en allt viðtalið má lesa í Morgunblaðinu í dag á blaðsíðu 14.
»Ég tel þetta vera glapræði,« segir dr. Baldur Elíasson, fyrrverandi yfirmaður orku- og umhverfismála hjá sænsk-svissneska orkurisanum ABB, um þær hugmyndir sem heyrst hafa í umræðunni, að leggja eigi sæstreng til Bretlands í þeim tilgangi að selja orku úr landi. Baldur, sem hefur unnið við orkumál lungann af starfsævi sinni og meðal annars veitt Kínverjum ráðgjöf um nýtingu endurnýjanlegrar orku, segir nokkra þætti koma í veg fyrir að fjárfestingin myndi borga sig. Hann bendir á að strengurinn yrði sá lengsti sem lagður hefði verið í heiminum, eða um 1.200 kílómetrar. »Lengsti strengur sem lagður hefur verið hingað til er um 600 kílómetrar og er í Norðursjó milli Noregs og Hollands. Sá strengur liggur á um hundrað metra dýpi. Þessi strengur myndi hins vegar liggja um Norður-Atlantshafið á um þúsund metra dýpi.« Baldur segir að lega strengsins og dýpi myndi jafnframt þýða að mjög erfitt yrði að gera við hann ef hann bilaði, líkt og flest mannanna verk gera fyrr eða síðar, og viðgerðarkostnaður yrði gríðarlegur.
Tveir þriðju þjóðarframleiðslu? Að auki myndi það kosta sitt að leggja strenginn. »Kostnaðurinn yrði svo gífurlegur að Ísland myndi ekki ráða við hann. Það hefur verið talað um fimm milljarða dollara í þessu samhengi. Það er að mínu mati allt of lág tala,« segir Baldur sem áætlar að framkvæmdirnar sem slíkar gætu kostað tvöfalda þá tölu, og sennilega meira. »En þá verður að hafa í huga að þjóðarframleiðsla Íslendinga er 14-15 milljarðar Bandaríkjadala. Hugsanlega væri þarna því á ferðinni fjárfesting sem næmi tveimur þriðju af landsframleiðslu landsins,« segir Baldur og bætir við að jafnvel þó að lægri talan stæðist væri engu að síður um gríðarlega fjárfestingu að ræða. Þá standi einnig í veginum það tæknilega atriði að til þess að flytja rafmagnið yrði það að vera í formi jafnstraums, en raforka sé jafnan framleidd og nýtt sem riðstraumur. Því þyrfti að breyta orkunni við báða enda strengsins. »Því lengri sem kapallinn er, því hærri þarf spennan að vera, og þá væru á báðum endum strengsins turnar þar sem riðstraumi er breytt í jafnstraum og öfugt á hinum endanum. Þetta er því ekki jafnauðvelt og það að leggja einfaldan kapal yfir hafið.«
Þurfum orkuna sjálf Baldur segir aðalástæðuna fyrir því að þessar hugmyndir gangi ekki upp þó vera einfalda: »Orkan er ekki fyrir hendi. Ísland hefur ekki upp á þessa orku að bjóða.« Baldur áætlar að hér séu nú þegar um 20 terawattsstundir notaðar, en það sé um helmingurinn af þeirri vatnsorku sem virkjanleg sé á Íslandi, séu allir skynsamlegir virkjunarkostir nýttir. »Íbúafjöldi Íslands hefur á mínum sjötíu árum meira en tvöfaldast, og næstum þrefaldast. Sú þróun mun halda áfram. Á næstu sextíu til sjötíu árum er því viðbúið að íbúafjöldi Íslands tvö- eða þrefaldist. Allt þetta fólk þarf straum,« segir Baldur.»Ég myndi segja að Ísland eigi varla orku til þess að sjá íbúum sínum fyrir þörfum þeirra, ef horft er fram í tímann.« Þar komi til að jarðhitaorka yrði aldrei framleidd í jafnmiklum mæli og vatnsorka og sólarorka sé varla valkostur hér á landi. Þá séu eftir vindorka og kjarnorka, en væntanlega vilji enginn hið síðarnefnda og auðveldara sé um að tala en í að komast þegar vindorkan er annars vegar.»Við höfum því aðeins orku fyrir okkar þarfir út þessa öld. Ef menn vilja byggja streng þá - og hugsanlega verður slíkur strengur lagður í framtíðinni - yrði hlutverk hans að flytja inn orku, ekki selja hana.«Þegar allir þessir þættir séu teknir saman; lengd kapalsins og dýpt hans, kostnaður við kapalinn til þess að flytja út tiltölulega litla orku, og því lítil von um ágóða, auk þess að orkunnar sé meiri þörf hér á landi, segir Baldur niðurstöðuna einfalda. »Kapallinn gengur ekki upp.«
--- --- ---
Svo mörg voru þau orð. Víst er að ekki eru allir sammála Baldri, en það er þó víst að þetta er það stórt mál að afleiðingarnar af mistökum geta hæglega sett þjóðfélagið á hliðina einu sinni enn. Það er því nauðsynlegt að gefa orðum Dr. Baldurs Elíassonar gaum og velta málinu vel fyrir sér áður en einhverjar ákvarðanir eru teknar. Ef erlendir aðilar koma til með að eiga strenginn, þá hefur það auðvitað áhrif á suma þætti málsins, en aðrir þættir sem huga þarf að koma þá í staðinn. Málið er flókið... Það er orðið brýnt að skoða málið vel og birta niðurstöður opinberlega. Þá fyrst geta umræður orðið vitrænar. Höfundur þessa pistils treystir sér ekki til að hafa rökstudda skoðun á málinu, en vill stíga varlega til jarðar og ekki flana að neinu. Málið er vissulega áhugavert og margar spurningar, sem brýnt er að fá svar við, vakna.
--- --- ---
UPPFÆRT 25. júní 2014: Úr Morgunblaðinu í dag:
Dr. Baldur Elíasson, fyrrverandi yfirmaður orku- og umhverfismála hjá sænsk-svissneska orkurisanum ABB, sagði í Morgunblaðinu í fyrradag lagningu strengsins »glapræði«. Baldur nefndi að ef strengurinn yrði lagður þá yrði hann sá lengsti í heiminum og á miklu dýpi. Ef hann myndi bila, sem er óhjákvæmilegt, þá yrði viðgerðarkostnaðurinn hár. »Vissulega er bæði kostnaðarsamt að leggja strenginn sem og að gera við hann. En íslenski ríkissjóðurinn myndi ekki leggja fram fjármagnið heldur félag sem rekur strenginn. Ef strengurinn liggur niðri þá er ekki seld mikil orka. En nú er ekki tímabært að fullyrða um arðsemina og hvað rynni hingað til okkar, ef til stórra viðgerða kæmi. Engir samningar liggja enn fyrir,« segir Gústaf. Baldur talaði einnig um að Ísland myndi varla eiga orku til að sjá íbúum fyrir raforku þegar horft er fram í tímann.
Í þessu samhengi bendir Gústaf á að Ísland sé sveigjanlegur raforkugjafi í vatnsafli. »Tækifæri okkar liggja í sveigjanlegri raforkuafhendingu og hér er endurnýjanleg raforka. Við gætum þess vegna flutt raforkuna inn, t.d. á nóttunni þegar hún er á lægra verði og selt út á háu verði þegar eftirspurnin er meiri. Þetta eru kostir vatnsaflsins,« segir Gústaf. Hann bendir á að það eigi eftir að kanna hvaða áhrif þetta hefði á Ísland og hvort nýjar vatnsaflsvirkjanir yrðu reistar til að anna eftirspurn eftir raforku. »Við fögnum allri umræðu um verkefnið, það er áhugavert en mörgum spurningum er enn ósvarað um tæknilega útfærslu og áhættu,« segir Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, um gagnrýni Baldurs á lagningu sæstrengsins. Hörður segir ummæli fyrrverandi starfmanns ABB koma á óvart í ljósi þess að fyrirtækið hafi unnið að skýrslu um sæstrenginn. Í henni kemur fram að verkefnið er tæknilega framkvæmanlegt. Ósamræmi sé á milli þess sem Baldur segi og þess sem er í skýrslunni. »Mikil þróun hefur verið í sæstrengjum undanfarin ár. Bæði hafa verið lagðir sæstrengir sem fara á tvöfalt það dýpi sem við færum mögulega á ef til þess kæmi. Eins er búið að leggja strengi á landi sem fara tvöfalda þá vegalengd,« segir Hörður. Hann ítrekar þó hversu tæknilega krefjandi verkefnið sé og því mikilvægt að gefa því góðan tíma líkt og raunin sé. Þá bendir Hörður á að ekki sé rétt að raforkuverð erlendis sé lágt líkt og Baldur segi. »Rarforkuverð í Bretlandi er mjög hátt. Þeir semja nú um raforkuverð frá nýju kjarnorkuveri fyrir yfir 150 dollara á megawattstund.« Eins segir Hörður þá fullyrðingu ekki rétta að við þurfum meiri orku til eigin nota. »Nú þegar eru um 80% af orku sem við framleiðum flutt út í formi áls, járnblendis og þess háttar vara. Öll frekari orkuvinnsla á Íslandi verður flutt út í formi málma eða eins og Norðmenn hafa gert, flutt orkuna út í formi sæstrengja,« segir Hörður". |
Segir sæstrenginn ekki ganga upp | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | Breytt 3.7.2014 kl. 20:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Þriðjudagur, 10. júní 2014
Sólblettahámarkinu náð - Myndband frá NASA...
NASA og NOAA eru nokkuð sammála: Sólblettahámarkinu er náð. Það er þó frekar aumingjalegt og hefur virkni sólar ekki verið svona lítil síðan árið 1906. Af því tilefni hefur NASA gert stutt en áhugavert myndband:
Myndband NASA Myndin sýnir núverandi sólsveiflu (rauði ferillinn) ásamt öllum sólsveiflum frá árinu 1755. Sólsveifla #24 hefur væntanlega náð hámarki sem er frekar klént. Myndin er frá vefsíðu NASA Solar Mini-Max.
Sólin 10. júní 2014
Pistlar frá undanförnum árum þar sem sólin kemur við sögu: Verður sólblettahámarkið nú tvítoppa...? Blogg 9. mars 2013Örstutt frétt af heilsufari sólarinnar... Blogg 16. mars 2012Sólgosin og norðurljósin undanfarið... Blogg 10. mars 2012Sólblossinn mikli 23. janúar - Nokkur myndbönd... Blogg 23. jan. 2011Grein í Nature: Kenning Henriks Svensmark um áhrif geimgeisla og sólvirkni á skýjafar virðist hafa verið staðfest hjá CERN... Blogg 24. ágúst 2011Um sólblossa fyrr og nú... Blogg 16. febrúar 2011Áhyggjur vísindmanna af heilsufari sólar... Blogg 18. september 2010Merkilega mikil fylgni milli virkni sólar og vatnsmagns stórfljóts í S-Ameríku... Blogg 21. apríl 2010Eru sólblettir að hverfa? Þannig er spurt á vefsíðu NASA í dag... Blogg 3. sept. 2009Gríðarlegur sólblossi 1. september. Bilanir í fjarskiptakerfum... Blogg 2. sept. 2009 (Gerðist reyndar 1859)Öflug sólgos geta haft afdrifaríkar afleiðingar á jörðu niðri... Blogg 25. jan. 2009Myndir af sólinni sem teknar voru 2. maí með stjörnusjónauka Blogg 2. maí 2008SOHO --- Sólin í návígi Blogg 1. des. 2007
Þetta er úr pistlayfirliti sem síðast var uppfært fyrir um ári, eða 9. maí 2013. |
Um bloggið
Ginnungagap
Ýmislegt
Loftslag
Teljari
Álverð
Sólin í dag:
(Smella á mynd)
.
Olíuverðið í dag:
Nýjustu færslur
- Kínverskur loftbelgur yfir Ameríku, og Amerískur belgur yfir ...
- Vísindavefurinn: Getum við seinkað klukkunni á Íslandi og fen...
- Sjálfstæðisflokkurinn með tæplega 19% meira fylgi en Samfylki...
- Bjarni Sigurðsson harmonikkusnillingur frá Geysi. Fáein orð...
- Hvers vegna valdi Apple ekki Ísland fyrir gagnaver...?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.12.): 8
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 68
- Frá upphafi: 764725
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 45
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Tenglar
Ýmsar vefsíður
- Efnisyfirlit pistla
- Lofthiti - Sjávarstaða - Hafís - Sólvirkni... Beintengdir ferlar
- Club du Soleil Greinar um samaspil sólar og veðurfars
- Stjörnufræðivefurinn
- Astronomy Picture of the Day
- Climate4you
- Watts Up With That?
- World Climate Report
- CO2 Science
- The Reference Frame
- Climate-Audit
- ICECAP
- The Air Went
- Science Sceptical Blog
- Roy Spencer
- Friends of Sience
- Prometheus
- Öldur aldanna. Sjaldan er ein báran stök - einnig í veðurfari? (2003) Vefsíða ÁHB
- Gróðurhúsaáhrif eða eðlilegar sveiflur í virkni sólar? (Grein í Lesbók Mbl. 20. júní 1998) Höfundur Ágúst H. Bjarnason
- Er jörðin að hitna?-Ekki er allt sem sýnist (1998) Vefsíða ÁHB
Uppskriftir
Ýmsar mataruppskriftir
Myndaalbúm
Bloggvinir
- majab
- ragu
- amadeus
- andres08
- apalsson
- asabjorg
- askja
- astromix
- baldher
- biggibraga
- bjarkib
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- bjorn-geir
- blindur
- bofs
- brandarar
- daliaa
- darwin
- duddi9
- ea
- egillsv
- einari
- einarstrand
- elinora
- elvira
- emilhannes
- esv
- eyjapeyji
- fhg
- finder
- finnur
- fjarki
- flinston
- frisk
- gattin
- geiragustsson
- gillimann
- gretaro
- gthg
- gudmbjo
- gudni-is
- gummibraga
- gun
- gutti
- haddi9001
- halldorjonsson
- halldors
- hlini
- hof
- hordurhalldorsson
- hreinsamviska
- hronnsig
- hugdettan
- icekeiko
- ingibjorgelsa
- jakobbjornsson
- jakobk
- johannesthor
- johnnyboy99
- jonaa
- jonasgunnar
- jonmagnusson
- jonpallv
- jonthorolafsson
- juliusvalsson
- karljg
- katrinsnaeholm
- kikka
- kje
- klarak
- kolbrunb
- krissiblo
- ksh
- kt
- lehamzdr
- liljabolla
- lillagud
- lindalea
- lucas
- maeglika
- maggij
- maggiraggi
- marinomm
- martasmarta
- marzibil
- mberg
- midborg
- minos
- morgunbladid
- mosi
- mullis
- naflaskodun
- nimbus
- nosejob
- omarbjarki
- ormurormur
- palmig
- perlaoghvolparnir
- peturmikli
- photo
- possi
- prakkarinn
- raggibjarna
- rattati
- ravenyonaz
- redlion
- rs1600
- rynir
- saemi7
- sesseljamaria
- sigfus
- sigurgeirorri
- sjalfstaedi
- sjerasigvaldi
- skari60
- skulablogg
- sleggjudomarinn
- stebbix
- steinibriem
- steinnhaf
- stinajohanns
- stjornuskodun
- storibjor
- straitjacket
- summi
- tannibowie
- thil
- thjodarskutan
- throsturg
- toro
- tryggvigunnarhansen
- valdimarjohannesson
- valdinn
- vefritid
- vey
- vidhorf
- vig
- visindin
- vulkan
- kristjan9
- arkimedes
- kliddi
- eliasbe
Eldri færslur
- Febrúar 2023
- Janúar 2019
- Maí 2018
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- Ágúst 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði