Hitafar jarðar á umliðnum öldum og þúsöldum... Eitthvað sérstakt að gerast um þessar mundir...?

 

drilling_941284.jpg

 

 

Það er auðvitað mjög áhugavert að skoða hitafarssögu jarðar. Til þess getum við notað gögn frá NOAA sem fengin hafa verði með borunum í Grænlandsjökul.

 

 

 

Nei sko, er ekki hokkíkylfan fræga hér? Takið eftir hve hitastigið hækkar ört á síðustu áratugum. Það virðist byrja að hlýna fyrir árið 1900.  Eru þetta ekki ótvíræð merki um hnatthlýnun af mannavöldum? Svei mér þá...

...En, höfum það í huga að þetta eru mælingar gerðar á ískjörnum. Þess vegna vantar síðustu tæp hundrað árin hægra megin á ferilinn. Ímyndum okkur svo sem rúma hálfa gráðu til viðbótar... Kannski 0,7 +/- 0,2 gráður...  Þetta gildir auðvitað um alla ferlana á þessari síðu. Það breytir þó ekki öllu.

En er ekki hitaskalinn vinstra megin eitthvað undarlegur? Látum okkur sjá, jú hann er eiginlega öfugur...   Auðvitað, nú skil ég. Auðvitað er alltaf frost á Grænlandsjökli og þetta eru mínusgráður, eða þannig...

 

 

Hummm... Nú erum við komin rúmlega 1000 ár aftur í tímann. Hvaða fjall er þetta á þeim tíma sem Ísland byggðist og norrænir menn tóku sér bólfestu á Grænlandi? Nú dámar mér, var hlýrra þá en í dag? Getur það verið?

 Eigum við að prófa að skyggnast lengra aftur í tímann?

 

 

 Nú erum við komin næstum 5000 ár aftur í tímann. Við sjáum hlýindin í dag, fjallið okkar árið 1000, og svo...

Skömmu fyrir Krists burð hefur líka verið vel hlýtt, eiginlega ennþá hlýrra en á landnámsöld, og svo hefur verið einstaklega hlýtt á bronsöld, þ.e. fyrir rúmum 3000 árum. Miklu hlýrra en í dag.

Hvernig má þetta vera. Ég sem hélt að hlýnunin á síðustu áratugum væri einstök, og mér og mínum að kenna!

 

 

 Hvað er nú að gerast? Ferillinn hrapar bratt  lengst til vinstri. Eða, er ekki réttara að segja að hann rísi hratt? Látum okkur sjá, þetta er fyrir um 11.000 árum...   Hvað var að gerast þá?    Jú, nú man ég, þá var 90.000 ára kuldaskeiði að ljúka. Íshellan sem huldi allt Ísland var byrjuð að bráðna.

 

 

 Hérna sjáum við þetta betur.   Brrr...  Sjá skalann á lóðrétta ásnum vinstra megin. Það hefur sko verið kalt! Hlýindin fyrir 1000 árum, 2000 árum, 3000 árum blikna í samanburði við þessa hitasveiflu. Nú dámar mér alveg. Hvar í ósköpunum er hlýnunin mikla sem allir eru að tala um i dag? Hvar? Hún ætti jú að sjást lengst til hægri.... Sækjum stækkurnarglerið góða... 

 

 

Jú, víst hefur verið kalt alla ísöldina miklu... 

 

 

Ísaldir koma og fara með reglulegu millibili. Hlýskeiðin eru yfirleitt örstutt.  Fer ekki að styttast í næstu ísöld? Hvað skyldi vera langt þar til landið okkar hverfur aftur undir ís? Nokkur hundruð ár? Þúsund ár ???

 

Það er svo annað mál, að það er dálítil ónákvæmni að tala um þessar ísaldir, því eiginlega lifum við á hlýskeiði alvöru ísaldar, eða meginísaldar, sem skiptist í um 100.000 ára kuldaskeið og 10.000 ára hlýskeið. Kuldaskeiðin, sem við leyfum okkur að kalla ísaldir, eru því nánast eðlilegt ástand sem varir í kannski milljón ár eða svo.

 

Ættum við ekki að hafa áhyggjur af  virkilegri kólnun sem er næsta víst að verður  einhvern tíman aftur. Stór hluti Evrópu, N-Ameríku og Asíu fer þá aftur undir ís. Það styttist ískyggilega í það.

 

Eftir að hafa skoðað þessar gríðarlegu hitasveiflur á undanförnum öldum og þúsöldum:
Er virkilega eitthvað sérstakt við þá hlýnun sem við höfum upplifað á síðustu áratugum? Hversu lengi munum við njóta hennar?

 --- --- ---

 

Þessum myndum var nappað héðan.


Bloggfærslur 10. desember 2009

Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggið

Ginnungagap

Ýmislegt

Loftslag

Click to get your own widget

Teljari

free counters

Álverð

http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0

Sólin í dag:

(Smella á mynd)

.

Olíuverðið í dag:

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 88
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 56
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband