Nóvembermánuður síðastliðinn var ekki sá hlýjasti, en beðið er eftir hitatölum fyrir árið 2010...

 

 

allcompared_globalmonthlytempsince1979--last_month_nov2010.gif

 

 

Í fréttum undanfarið hefur komið fram að nóvembermánuður hafi verið sá hlýjasti frá upphafi mælinga. Er það virkilega svo? Reyndar eingöngu samkvæmt mæligögnum frá einum aðila, þ.e. NASA-GISS.

Skoðum málið nánar, en látum nægja að skoða áratuginn sem er að líða því hann er talinn hafa verið einstaklega hlýr á heimsvísu. Hér fyrir neðan er rýnt í mæligögnin og vísað í frumheimildir:

(Talan 11 eftir ártalinu táknar alls staðar nóvember, en gildin eru afrituð beint úr frumheimildum).

 ---

Samkvæmt niðurstöðum mælinga frá gervihnöttum (UAH utgáfan) voru nóvember 2009 og 2005 hlýrri en sá nýliðni.

2000 12  0.04
2001 11  0.28
2002 11  0.36
2003 11  0.33
2004 11  0.26
2005 11  0.42
2006 11  0.30
2007 11  0.17
2008 11  0.28
2009 11  0.50
2010 11  0.38

http://vortex.nsstc.uah.edu/

http://vortex.nsstc.uah.edu/data/msu/t2lt/uahncdc.lt

 ---

Samkvæmt niðurstöðum mælinga frá gervihnöttum (RSU útgáfan) voru nóvember 2009, 2005, 2003 og 2001 hlýrri en sá nýliðni.


2000 11    0.021
2001 11    0.331
2002 11    0.306
2003 11    0.366
2004 11    0.263
2005 11    0.363
2006 11    0.240
2007 11    0.131
2008 11    0.216
2009 11    0.328
2010 11    0.312

http://www.remss.com/


ftp://ftp.ssmi.com/msu/monthly_time_series/rss_monthly_msu_amsu_channel_tlt_anomalies_land_and_ocean_v03_2.txt
 

---

Samkvæmt niðurstöðum mælinga frá CRU (Climate Research Unit í Bretlandi) voru nóvember 2009, 2006, 2005, 2004 og 2001 hlýrri en sá nýliðni:


1998/11    0.351
1999/11    0.210
2000/11    0.150
2001/11    0.506
2002/11    0.393
2003/11    0.428
2004/11    0.526
2005/11    0.483

2006/12    0.523
2007/11    0.269
2008/11    0.393
2009/11    0.448
2010/11    0.431

 http://hadobs.metoffice.com/hadcrut3/diagnostics/global/nh+sh/monthly

 ---

Samkvæmt NOAA (National Oceanic Atmospheric Administration) þá var nóvember 2004 hlýrri en nýliðinn nóvember.   Nóvember árin 2005 og 2001 var álíka hlýr.


2000 11    0.1885
2001 11    0.6461
2002 11    0.5693
2003 11    0.5370
2004 11    0.7247
2005 11    0.6817
2006 11    0.5942
2007 11    0.4716
2008 11    0.6013
2009 11    0.5845
2010 11    0.6943

ftp://ftp.ncdc.noaa.gov/pub/data/anomalies/monthly.land_ocean.90S.90N.df_1901-2000mean.dat

---

NASA-GISS (Goddard Institute for Space Studies) segir aftur á móti að nóvember hafi verið sá hlýjasti frá upphafi mælinga, - en skoðum árið nánar:

Janúar síðastliðinn var kaldari en 2007, 2005 og 2002.
Febrúar var kaldari en 1998.
Mars var kaldari en 2002.

Apríl var sá hlýjasti frá upphafi mælinga.
Maí var kaldari en 1998.
Júní var kaldari en 2009, 2006, 2005, og 1998.
Júlí var kaldari en 2009, 2008, 2007, 2005, 2003, og 1998.
Ágúst var kaldari en 2009, 2006, 2005, 2003, og 1998.
September var kaldari en 2009, 2006, 2005 og 2003.
Október var kaldari en 2005 og 2003.
Nóvember var sá hlýjasti frá upphafi mælinga.

Hvernig skyldi þá allt árið verða?

http://www.giss.nasa.gov/

http://data.giss.nasa.gov/gistemp/tabledata/GLB.Ts+dSST.txt

 ---

Innan skamms mun ef að líkum lætur NASA-GISS tilkynna að árið 2010 hafi verið það hlýjasta frá upphafi mælinga. Það getur vel farið svo að þeir verði einir um þá skoðun, því mælingar NASA-GISS eru af einhverjum ástæðum vel fyrir ofan það sem aðrar stofnanir mæla, hver sem ástæðan er.

Hitaferla fyrir síðustu 30 ár frá öllum þessum aðilum má sjá efst á síðunni. Myndin er fengin r. Nóvember síðastliðinn er kominn inn.

Hitaferlarnir eru unnir úr sömu gögnum og vísað er til hér að ofan og hafa ekkert verið teygðir eða togaðir til. Þeir gefa því rétta mynd af síðastliðnum rúmum 30 árum.

Eftirtektarvert er hve sveiflur eru miklar, bæði upp og niður.

Svarta línan er 37 mánaða meðaltal allra ferlanna, þ.e. hver punktur er meðaltal 18 fyrri mánaða plús 18 næstu mánaða. Sjá hér.

Stækka má myndina með því að tvísmella á hana.

 

Það er misjafnt hvað menn lesa úr svona hitaferli, en hér er það sem bloggarinn sér:

Lægðin um 1992 stafar væntanlega af eldgosinu mikla í Mt. Pinatubo árið 1991.

Hitatoppurinn árið 1998 er áberandi en hann stafar af öflugu El-Nino í Kyrrahafinu.

Hitatoppurinn árið 2010 er áberandi en hann stafar af öflugu El-Nino í Kyrrahafinu. 

Hitastigið hefur fallið mjög hratt á síðustu mánuðum. Mun væntanlega halda áfram að falla, en hve mikið er ómögulegt að segja.

Erfitt er að greina nokkra hækkun eða lækkun á tímabilunum 1979-1995 og 1998-2010. Á tímabilinu 1995-1999  má þó sjá hækkun. Eftirtektarvert er að þessi hækkun hitastigs á sér stað á fáeinum árum.

IPCC hefur spáð verulegri hækkun hitastigs fram til ársins 2100.  Segjum að miðgildið sé um 3°, en það jafngildir um 0,3° á áratug. Vilji menn bera saman t.d. E-Nino hitatoppana árin 1998 og 2010 þá væri eðlilegt að taka tillit til þessa spádóma. Væru hitatopparnir álíka öflugir, þá ætti toppurinn 2010 að vera rúmum 0,3 gráðum hærri en toppurinn 1998, en ekki er að sjá annað en hann sé ívið lægri.

 

Að sjálfsögðu lesa aðrir annað en bloggarinn  úr þessum hitaferlum, og ekkert óeðlilegt við það.

Nú hefur virkni sólar farið mjög hratt minnkandi á undanförnum mánuðum eftir að virkni hennar fór vaxandi á síðustu öld. Vonandi mun það ekki hafa mikil áhrif á hitastigið, en samt er það svo að á tímum sem sólin hefur verið lítið virk á undanförnum öldum hefur verið kalt. Kannski bara tilviljun. Vonandi á sagan ekki að endurtaka sig, því kuldinn er slæmur. Honum fylgir uppskerubrestur, hafís hungur, sjúkdómar og jafnvel styrjaldir og mannfellir. Hugsanlega mun losun manna á koltvísýringi vinna á móti hugsanlegri hitalækkun...    Höfum ekki áhyggjur af þessu í dag því um þessi mál veit enginn með neinni vissu.

 

 

---

Eftirfarandi skýringar standa fyrir neðan myndina sem fengin var að láni frá Climate4you vefsíðunni sem haldið er úti af prófessor Ole Humlum (greinar) hjá Oslóarháskóla:

Superimposed plot of all five global monthly temperature estimates shown above. As the base period differs for the different temperature estimates, they have all been normalised by comparing to the average value of their initial 120 months (10 years) from January 1979 to December 1988. The heavy black line represents the simple running 37 month (c. 3 year) mean of the average of all five temperature records. The numbers shown in the lower right corner represent the temperature anomaly relative to the above average. See also the diagram below. Values are rounded off to the nearest two decimals, even though some of the original data series come with more than two decimals. The above air temperature estimates may be compared with variations in the global oceanographic heat content above 700 m depth. Last month shown: November 2010. Last diagram update: 22 December 2010.

It should be kept in mind that satellite- and surface-based temperature estimates are derived from different types of measurements, and that comparing them directly as done in the diagram above therefore in principle is problematical. For that reason, in the analysis below these two different types of global temperature estimates are compared to each other. However, as both types of estimate often are discussed together, the above diagram may nevertheless be of interest. In fact, the different types of temperature estimates appear to agree quite well as to the overall temperature variations on a 2-3 year scale, although on a short term scale there may be considerable differences.

All five global temperature estimates presently show stagnation, at least since 2002. There has been no increase in global air temperature since 1998, which was affected by the oceanographic El Niño event. This does not exclude the possibility that global temperatures will begin to increase again later. On the other hand, it also remain a possibility that Earth just now is passing a temperature peak, and that global temperatures will begin to decrease within the coming 5-10 years. Only time will show which of these possibilities is the correct. Click here to read a few additional reflections on the recent period of global temperature stagnation.

 

Gleðileg jól


Bloggfærslur 26. desember 2010

Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggið

Ginnungagap

Ýmislegt

Loftslag

Click to get your own widget

Teljari

free counters

Álverð

http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0

Sólin í dag:

(Smella á mynd)

.

Olíuverðið í dag:

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 6
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 67
  • Frá upphafi: 766361

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 42
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband