Röng þýðing seljanda sjónvarpstækja á hugtakinu contrast - Birtuskil en ekki skerpa...!

 

Flestir seljendur sjónvarpstækja nota kolranga þýðingu á hugtakinu contrast.  Þýða hugtakið sem skerpu.

Contrast hefur réttilega verið þýtt sem birtuskil á íslensku, enda lýsir það hugtakinu vel.

Í auglýsingum má lesa til dæmis "skerpa  10.000:1".    Þar ætti að standa "birtuskil: 10.000:1".

Að nota orðið skerpa fyrir contrast er undarlegt. Eiginlega bendir það til þess að viðkomandi sjónvarpsverslanir hafi aldrei komið nálægt ljósmyndun, þó svo að margar þeirra selji jafnframt dýrindis myndavélar.

Skerpa  er aftur á móti rétt  þýðing á orðinu sharpness. Myndir sem ekki eru í fókus hafa lélega skerpu. Þetta vita flestir aðrir en seljendur sjónvarpstækja, svo undarlegt sem það nú er.

 

Á Vísindavefnum stendur eftirfarandi um birtuskil:

"Birtuskil eða andstæða (e. contrast) segja til um birtuhlutfallið milli hvítasta hvíta litarins og svartasta svarta litarins. Í sjónvarpstækjum er birtuskilum lýst sem hlutfalli eins og 1200:1, 5000:1 eða 20.000:1 svo dæmi séu tekin. Í sjónvarpi með birtuskil 1200:1 er ljósstyrkur svartasta litarins sem hægt er að fá fram 1200 sinnum lægri en ljósstyrkur hins hvítasta. Birtuskilin eru ekki síður mikilvæg en upplausnin því þau segir til um birtudýptina í myndinni".

 

Seljendur sjónvarpstækja: Takið ykkur nú á!  Ef þið seljið einnig myndavélar þá verið þið að gæta ykkar á að rugla ekki saman hugtökum! Það er ekki traustvekjandi Woundering

 

Veit einhver um sjónvarpsauglýsingu þar sem orðið birtuskil er notað?      Í auglýsingum og leiðbeiningum fyrir myndavélar virðist orðið þó yfirleitt vera rétt notað.

 

Vísindavefurinn: Hvað er svartími og birtuskil í sjónvarpstækjum?

Tölvuorðasafnið: Contrast: Birtuskil.

 

 Afsakið nöldrið... Smile


Bloggfærslur 2. mars 2010

Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggið

Ginnungagap

Ýmislegt

Loftslag

Click to get your own widget

Teljari

free counters

Álverð

http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0

Sólin í dag:

(Smella á mynd)

.

Olíuverðið í dag:

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 9
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 115
  • Frá upphafi: 766643

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 76
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband