Er hnatthlýnunin ógurlega bara hjóm eitt...?

 

 

smiling-sun_997222.gif

 

 

Hve mikil er hækkun hitastigs frá síðustu árum Litlu ísaldarinnar?

Meðalhiti jarðar er um 15 gráður. Svipað og dæmigerður sumardagur á Íslandi. Hitamælirinn merkilegi hér fyrir neðan gæti verið að sýna hækkun hitastigs lofthjúps jarðar frá 1860 til dagsins í dag. Svarið við spuringunni má finna með því að lesa af þessum sannkallaða töframæli.

 

Er þessi hækkun mikil eða lítil?   Það fer eftir því hvernig á málið er litið. Um það deila menn endalaust og hitnar þá oft hressilega í hamsi. Hlýnunin kann að virðast lítil í samanburði við sumt, en mikil miðað við annað. Er hlýnunin bara hjóm eitt?  Þannig er spurt í fyrirsögn pistilsins.  Því kann bloggarinn ekki svar við. Látum svarið því liggja milli hluta.  Það er svo annað mál, að hér á landi hefur hækkun hitastigs, þó lítil sé, haft mjög jákvæð áhrif á gróðurfar. Það er óumdeilt.

 

Hvernig stendur á þessari breytingu í hitastigi, þ.e. um 0,8 gráður á 150 árum?

Ekki veit bloggarinn það.   Helmingur hækkunarinnar gæti stafað af völdum náttúrulegra breytinga og helmingur vegna losunar manna á koltvísýringi.  Hugtakið "helmingur" er hér mjög loðið og gæti þýtt nánast hvað sem er.    Látum það svar nægja.


Takið eftir því að mælirinn hér fyrir neðan sýnir ýmist meðalhita dagsins í dag og meðalhitann fyrir 150 árum. Þetta er óneitanlega merkilegur mælir sem sýnir okkur hve mikil þessi breyting er miðað við eitthvað sem við skiljum betur er einhverjar torskiljanlegar kúrfur og ferla...

 

http://agbjarn.blog.is/users/fa/agbjarn/img/global-warming-thermometer--50_996980.gif

 
Hækkun lofthita jarðar undanfarin 150 ár er um 0,7 til 0,8 gráður.

Meðalhiti lofthjúpsins er um 15 gráður.

Hreyfimyndin sýnir þessa breytingu síðastliðinna 150 ára.

 

Finnst einhverjum þessi breyting sem fram kemur á hitamælinum hér fyrir ofan vera ótrúlega lítil?     Ef svo er, þá er rétt að taka fram stækkunarglerið og skoða myndina hér fyrir neðan, en hún er frá IPCC. Takið sérstaklega eftir lóðrétta ásnum hægra megin og berið hann saman við hitamælinn góða hér fyrir ofan:

 

hnatthlynun-umhverfisraduneytid-2008.jpg

 

Hér sést sama hækkun undanfarinna 150 ára.
Eiginlega virðist þetta miklu meiri hækkun en á hitamælinum.
Samt er þetta sama hækkun um því sem næst 0,8°C.


Maður verður að gæta þess vel að láta svona útþanda hitaferla ekki villa sér sýn, en hætt er við að mörgum finnist þeir ógnvekjandi. Átta sig ekki á hve sviðið á lóðrétta ásnum er lítið.

(Einhver hugsar: Það er engu líkara en mýfluga hafi orðið að úlfalda, eða þannig...  Og svo hefur einhver verið að leggja einhverja planka á myndina, og gætt þess vandlega að láta þá byrja í lægðum svo hallinn virðist enn meiri. Uss... svona hugsa menn ekki. Þetta eru jú verk til þess gerðra vísidamanna sem kunna til verka...).

Myndin er upphaflega úr skýrslu Vísindanefndar Sameinuðu þjóðanna (IPCC), en þessi útgáfa var fengin að láni úr  Skýrslu vísindanefndar um hnattrænar loftslagsbreytingar og áhrif þeirra á Íslandi - Umhverfisráðuneytið 2008. Stækka má mynd með því að smella nokkrum sinnum á hana.

 

Við gætum haldið áfram að spyrja: Hvers vegna var svona hlýtt á Steinöld? Hvers vegna kólnaði þá aftur? Hvers vegna var svona hlýtt á Rómverskum tíma? Hvers vegna kólnaði aftur eftir það? Hvers vegna var svona hlýtt á Landnámsöld? Hvers vegna var svona óttalega kalt á Litlu ísöld? Hvers vegna er svona notalega hlýtt nú? Síðasta spurningin er auðveld. Það er nefnilega samdóma álit vísindamanna að það sé mannfóklinu að kenna. Á fínni útlensku kallast það scientific concensus.  Það er þó ekki álit allra, því sumir óttast að það muni kólna aftur innan skamms. Af gömlum vana náttúrunnar...  Er það ekki óþarfa ótti? Um það má þó ekki ræða upphátt og því skulum við þegja núna...  Annars koma einhverjir og slá á putta okkar óvitanna í athugasemdunum hér á eftir...   Hverjir skyldu þessir einhverjir vera...   Er það kannski Jón Narr? Varla... Hverjir þá? 

 

Ítarefni:

Litla ísöldin   -   veðurfar á spjöldum sögunnar
Erla Dóra Vogler

 

 

magnifying-glass.gif

Er það ekki annars dálítð merkilegt hve smávægileg breyting í lofthita jarðar
getur valdið  miklum hita í umræðum og skrifum manna?
Það er örugglega verðugt og styrkhæft rannsóknarefni...

 

 

Sett á vefinn laugardaginn 5. júní Anno Domini 2010 klukkan 08:20


Bloggfærslur 5. júní 2010

Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggið

Ginnungagap

Ýmislegt

Loftslag

Click to get your own widget

Teljari

free counters

Álverð

http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0

Sólin í dag:

(Smella á mynd)

.

Olíuverðið í dag:

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 22
  • Sl. viku: 106
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 70
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband