Miðvikudagur, 14. júlí 2010
Norskur prófessor: "Sólin boðar kaldari áratug"...

Þessi pistill fjallar um merkilega grein eftir Jan-Erik Solheim prófessor við Oslóarháskóla, en fyrst örstuttur inngangur:
Hugsanlega muna einhverjir eftir bloggpistlinum Hnattkólnun í kjölfar hnatthlýnunar? sem birtist hér 30. júní 2008. Að stofni til var efnið grein sem birtist þá um sumarið í tímaritinu Þjóðmál. Þar birtist meðal annars mynd sem sýnir sambandið milli hitastigs við Armagh stjörnurannsóknarstöðina á Norður-Írlandi og lengd sólsveiflunnar frá 1796 til 1992. Myndin hér fyrir neðan er uppfærð miðað við að lengd síðustu sólsveiflu reyndist verða 12,6 ár, þ.e. henni lauk í desember 2008.
Taki maður sambandið milli lengdar sólsveiflunnar og lofthita trúanlegt, þá má því miður búast við verulegri kólnun á næstu árum.
Í pistlinum Hnattkólnun í kjölfar hnatthlýnunar? stendur við þessa mynd:
Við stjörnuathugunarstöðina Armagh á Norður-Írlandi hefur lofthiti verið skráður samviskusamlega frá árinu 1796. Hin fræga 11 ára sólblettasveifla nær sjaldnast yfir 11 ár heldur er hún breytileg; hún er frá um 9,5 árum til 12,5 ára. Það er vel þekkt að sólin er virkari en venjulega þegar sólsveiflan er stutt en síður virk þegar hún er löng. Það er einnig vitað að lengd sólsveiflu er vísbending um hve virk næsta sólsveifla verður. Stjörnufræðingar við Armagh teiknuðu upphaflega línuritið en höfundur pistilsins endurteiknaði það. Lóðrétti ásinn er hitastig við Armagh, sá lárétti lengd sólsveiflunnar. Rauða línan er útreiknuð og sýnir eiginlega meðaltal legu punktanna (regression). Hver einstakur punktur á línuritinu sýnir lengd sólsveiflu og meðalhita meðan á næstu sólsveiflu stóð (áratug síðar). Þetta er vegna tregðu lofthjúps jarðar til að svara breytingum frá inngeislun sólar en vegna þess hve sjórinn er mikill varmageymir tekur um áratug þar til breyting í inngeislun skilar sér sem breyting í lofthita. Það fer ekki á milli mála að töluverð fylgni er á milli lengdar sólsveiflunnar og meðalhita næsta áratugar; jafnframt að meðalhiti getur samkvæmt línuritinu lækkað um það bil 1,4°C við það að lengd sólsveiflunnar breytist frá 9,5 árum til 12,5 ára. Það er ekki lítið miðað við að hitastig lofthjúpsins er talið hafa hækkað um 0,7°C síðastliðin 150 ár. Hliðstæðir ferlar hafa verið gerðir sem sýna samsvörun milli meðalhita lofthjúps jarðar og lengdar sólsveiflunnar.
(Myndin hér að ofan er frábrugðin myndum sem Jan-Erik Solheim teiknaði og eru neðst á síðunni að því leyti að á henni eru vangaveltur um hvort nota megi hana til að meta hver mikil áhrif losun á CO2 hefur á hitastigið. Myndin gæti því verið eins konar mælitæki, þó ekki fyrr en eftir að minnsta kosti áratug).
Nýlega skrifaði Jan-Erik Solheim prófessor emeritus í stjarneðlisfræði við Oslóarháskóla grein í norska tímaritið Astronomi. Greinina má lesa með því að smella hér. Greinin, sem nefnist Sólin boðar kaldri áratug, er ekki löng og er auðlesin. Þess vegna verður hér látið nægja að skrifa örstutta kynningu á efni hennar.
Það sem Jan-Erik Solheim hefur gert er að teikna ferla eins og sést hér fyrir ofan fyrir 10 mismunandi staði í Noregi. Niðurstöðuna má sjá á stóru myndinni hér fyrir neðan. Hann hefur einnig teiknað inn ellipsu sem sýnir líklega legu næsta punkts, en hringurinn efst til vinstri táknar ástandið meðan á síðasta sólblettatímabili (#23) stóð.
Takið eftir að á öllum ferlunum, bæði þeim sem er hér fyrir ofan, og þeim sem eru neðst á síðunni, er verið að bera saman hitastigið um áratug eftir mælingu á lengd sólsveiflunnar, eins og fram kemur í skýringunum undir myndinni hér að ofan. Reyni maður að teikna svona ferla fyrir hitastigið sem mælist meðan á ákveðinni sólsveiflu stendur, þá kemur lítil samsvörun fram. Það er af þessum sökum sem við verðum að bíða í áratug til að komast að raun um hvort spáin reynist rétt, og njóta hlýindanna á meðan.
Við sjáum á myndinni, að ef ekki kemur annað til, svosem hlýnun af völdum losunar manna á CO2, þá stefnir í verulega kólnun. Það er auðvitað ef þetta er ekki allt saman einhver merkileg tilviljun.
Þetta er ekki nein smá lækkun hitastigs sem ferlarnir benda til. Lækkunin er svipuð og spáð var fyrir um í greininni Hnattkólnun í kjölfar hnatthlýnunar?, en þar var spáð 1,4 gráðu lækkun miðað við hitastigið á Norður-Írlandi. Þetta er um það bil tvöföld sú hækkun sem mælst hefur síðastliðna öld.
Gangi þessi spá eftir, þá erum við í mjög vondum málum. Við verðum því að vona að hún rætist ekki, en eins og Jan-Erik Solheim bendir á í grein sinni, þá getur hver og einn auðveldlega teiknað svona feril með hjálp töflunnar um lengd sólsveiflunnar sem fylgir greininni, og einhverjum langtímahitaferli. Fróðlegt væri ef einhver prófaði að teika svona feril fyrir hitastigið á Stykkishólmi, en það er lengsti samfelldi hitaferill á Íslandi.
Vonandi gengur þessi spá ekki eftir. Vonandi mun haldast vel hlýtt eins og undanfarinn áratug. Við getum ekki annað en vonað, því kólnun er miklu verri en hlýnun .
Menn hafa ekki hugmynd um hvernig á þessari samsvörun stendur. Kannski bara furðuleg tilviljun. Jan-Erik Solheim minnist á hugsanlega skýringu í lok greinar sinnar.
Vonandi á þessi ljóta spá ekki eftir að rætast. Hafi losun manna á CO2 veruleg áhrif á hitafar, þá gæti hitalækkunin orðið minni. Kannski engin. - Nú, ef til vill er þetta bara tilviljun.
Enn og aftur: Orsakasamhengið þekkja menn ekki. Suma grunar kannski eitthvað, en ekkert hefur verið staðfest. Þess vegna skulum við bíða róleg og sjá til. Við getum nefnilega ekkert annað.
Lesið greinina: Solen varsler et kaldere tiår.
Bloggpistill frá 30. júní 2010: Hnattkólnun í kjölfar hnatthlýnunar?
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 15:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
Bloggfærslur 14. júlí 2010
Um bloggið
Ginnungagap
Ýmislegt
Loftslag
Teljari
Álverð
Sólin í dag:
(Smella á mynd)
.
Olíuverðið í dag:
Nýjustu færslur
- Kínverskur loftbelgur yfir Ameríku, og Amerískur belgur yfir ...
- Vísindavefurinn: Getum við seinkað klukkunni á Íslandi og fen...
- Sjálfstæðisflokkurinn með tæplega 19% meira fylgi en Samfylki...
- Bjarni Sigurðsson harmonikkusnillingur frá Geysi. Fáein orð...
- Hvers vegna valdi Apple ekki Ísland fyrir gagnaver...?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (13.3.): 13
- Sl. sólarhring: 13
- Sl. viku: 82
- Frá upphafi: 765921
Annað
- Innlit í dag: 9
- Innlit sl. viku: 58
- Gestir í dag: 9
- IP-tölur í dag: 9
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Tenglar
Ýmsar vefsíður
- Efnisyfirlit pistla
- Lofthiti - Sjávarstaða - Hafís - Sólvirkni... Beintengdir ferlar
- Club du Soleil Greinar um samaspil sólar og veðurfars
- Stjörnufræðivefurinn
- Astronomy Picture of the Day
- Climate4you
- Watts Up With That?
- World Climate Report
- CO2 Science
- The Reference Frame
- Climate-Audit
- ICECAP
- The Air Went
- Science Sceptical Blog
- Roy Spencer
- Friends of Sience
- Prometheus
- Öldur aldanna. Sjaldan er ein báran stök - einnig í veðurfari? (2003) Vefsíða ÁHB
- Gróðurhúsaáhrif eða eðlilegar sveiflur í virkni sólar? (Grein í Lesbók Mbl. 20. júní 1998) Höfundur Ágúst H. Bjarnason
- Er jörðin að hitna?-Ekki er allt sem sýnist (1998) Vefsíða ÁHB
Uppskriftir
Ýmsar mataruppskriftir
Myndaalbúm
Bloggvinir
-
majab
-
ragu
-
amadeus
-
andres08
-
apalsson
-
asabjorg
-
askja
-
astromix
-
baldher
-
biggibraga
-
bjarkib
-
bjarnijonsson
-
bjarnimax
-
bjorn-geir
-
blindur
-
bofs
-
brandarar
-
daliaa
-
darwin
-
duddi9
-
ea
-
egillsv
-
einari
-
einarstrand
-
elinora
-
elvira
-
emilhannes
-
esv
-
eyjapeyji
-
fhg
-
finder
-
finnur
-
fjarki
-
flinston
-
frisk
-
gattin
-
geiragustsson
-
gillimann
-
gretaro
-
gthg
-
gudmbjo
-
gudni-is
-
gummibraga
-
gun
-
gutti
-
haddi9001
-
halldorjonsson
-
halldors
-
hlini
-
hof
-
hordurhalldorsson
-
hreinsamviska
-
hronnsig
-
hugdettan
-
icekeiko
-
ingibjorgelsa
-
jakobbjornsson
-
jakobk
-
johannesthor
-
johnnyboy99
-
jonaa
-
jonasgunnar
-
jonmagnusson
-
jonpallv
-
jonthorolafsson
-
juliusvalsson
-
karljg
-
katrinsnaeholm
-
kikka
-
kje
-
klarak
-
kolbrunb
-
krissiblo
-
ksh
-
kt
-
lehamzdr
-
liljabolla
-
lillagud
-
lindalea
-
lucas
-
maeglika
-
maggij
-
maggiraggi
-
marinomm
-
martasmarta
-
marzibil
-
mberg
-
midborg
-
minos
-
morgunbladid
-
mosi
-
mullis
-
naflaskodun
-
nimbus
-
nosejob
-
omarbjarki
-
ormurormur
-
palmig
-
perlaoghvolparnir
-
peturmikli
-
photo
-
possi
-
prakkarinn
-
raggibjarna
-
rattati
-
ravenyonaz
-
redlion
-
rs1600
-
rynir
-
saemi7
-
sesseljamaria
-
sigfus
-
sigurgeirorri
-
sjalfstaedi
-
sjerasigvaldi
-
skari60
-
skulablogg
-
sleggjudomarinn
-
stebbix
-
steinibriem
-
steinnhaf
-
stinajohanns
-
stjornuskodun
-
storibjor
-
straitjacket
-
summi
-
tannibowie
-
thil
-
thjodarskutan
-
throsturg
-
toro
-
tryggvigunnarhansen
-
valdimarjohannesson
-
valdinn
-
vefritid
-
vey
-
vidhorf
-
vig
-
visindin
-
vulkan
-
kristjan9
-
arkimedes
-
kliddi
-
eliasbe
Eldri færslur
- Febrúar 2023
- Janúar 2019
- Maí 2018
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- Ágúst 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði