Stjörnuskoðun, Stjörnufræðivefurinn og ljósmengun...

 

 

stjornufraedivefurinn-klippt.jpg


Nú fer að verða hægt að njóta stjörnuhiminsins á kvöldin.  Að mörgu leyti er haustið besti tíminn því þá er ekki eins kalt og um hávetur.

Ekki er nauðsynlegt að eiga forláta stjörnusjónauka til að skoða stjörnurnar. Að mörgu leyti hentar sæmilega góður handsjónauki vel. Jafnvel er hægt að njóta fegurðar kvöldhiminsins án sjónauka. Það sem skiptir mestu máli er að komast út úr þéttbýlinu og finna stað þar sem ljósmengun er minni. Til dæmis má skreppa í Heiðmörk eða að Kaldárseli fyrir ofan Hafnarfjörð. Ljósmengun í dreifbýli er orðin verulegt vandamál og má lesa um það hér.

Reyndar er Stjörnufræðivefurinn langbesta hjálpartækið. Þar er gríðarmikill fróðleikur ætlaður almenningi. Nýlega var vefurinn endurbættur verulega og er mér til efs að betri vefur fyrir þá sem ánægju hafa af stjörnuskoðun sé til á netinu. Auðvitað eru allar greinar á Íslensku, og meira segja á góðri Íslensku :-)

Félagið Stjörnuskoðunarfélag Seltjarnarness er líklega eina félag áhugamanna hér á landi. Félagar koma alls staðar af landinu, þrátt fyrir að nafnið geti bent til annars. Bloggarinn hefur verið félagsmaður lengi og var gjaldkeri í nokkur ár fyrir um áratug síðan
.

Tilefni þessa pistils er fyrst og fremst að benda á Stjörnufræðivefinn  www.stjörnuskoðun.is.  Enginn verður svikinn af því að heimsækja hann.

---


Ítarefni:

Stjörnuskoðunarfélag Seltjarnarness


Ljósmengun



Bloggfærslur 15. september 2010

Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggið

Ginnungagap

Ýmislegt

Loftslag

Click to get your own widget

Teljari

free counters

Álverð

http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0

Sólin í dag:

(Smella á mynd)

.

Olíuverðið í dag:

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 63
  • Frá upphafi: 766365

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 39
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband